Tíminn - 17.12.1942, Page 1

Tíminn - 17.12.1942, Page 1
RITSTJÍni: ÞóRAr.::::: þórarinsson. | PORM'JUR BLAÐSTJÓRNAR: ' JC'.ÍAS JÓNS ON. ' t | FRAIASÓKNARFLOKKURINN. \ RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEI.ATA OG AUGLÝSINGASKRIFSTO FA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 394o og 3720. 26. ár. Reykjavík, fliumtudagiim 17. des. 1943 150. blað Ríkísstjórn upplausnar- innar hröklast frá völdum Hafi nokkur spádómur rætzt, er það sá spádómur Tím- ans, þegar ríkisstjórn Ólafs Thors kom til valda, að hún myndi verða ríkisstjórn upplausnar og óstjórnar í þjóð- félaginu. Saga þessa tímabils upplausnarinnar mun síðar verða rakin nánar. Að þessu sinni skal aðeins drepið á nokk- ur helztu atriðin: Ræða forsæt- isráðherra í sameinuðu pingi í gær Herra forseti, háttvirtu al- þingismenn! Eins og yður er kunnugt, hef- ir hið háa Alþingi reynt, að því er virðist til þrautar sem stend- ur, að mynda stjórn, er fyrir- fram hefði stuðning Alþingis. Með því að þetta hefir ekki tek- izt, þá hefir herra ríkisstjórinn farið þá leið að skipa menn í ráðuneyti, án atbeina Alþingis. Nú hefi ég og samstarfsmenn mínir í hinu nýja ráðuneyti tekizt þenna vanda á hendur. Kemur þá væntanlega í ljós, er ráðuneytið ber fram tillögur til úrlausnar brýnustu vandamál- unum, hvort hið háa Alþingi vill vinna með því eða ekki. Ráðuneytið telur það höfuð- verkefni sitt að vinna bug á dýr- tíðinni, með því fyrst og fremst að setja skorður við frekari verðlagsbólgu, meðan leitast er við að lækna meinsemdina og vinna bug á erfiðleikunum. Ráðuneytið ætlar sér að vinna að því, að atvinnuvegum lands- manna, sem nú eru margir komnir að stöðvun, verði komið á heilbrigðan grundvöll, svo að útflutningsvörur verði fram- leiddar innan þeirra takmarka, sem sett eru með sölusamning- um vorum m. a. við Bandaríki Norður-Ameriku. Þá verður einnig þegar í stað að gera þær ráðstafanir um innflutnings- verzlun landsins, að henní verði komið I það horf, sem skipa- kostur landsmanna og ólriðar- ástandið gerir nauðsynlegt. Ennfremur ber nauðsyn til, að að verðlagseftirlitið verði látið taka til allra vara og gæða, sem seldar eru almenningi, og áð tryggja í þeim málum svo ör- ugga og einbeitta framkvæmd, sem verða má. Jafnframt verða að sjálf- sögðu athuguð ráð til að stand- ast þau útgjöld, sem dýrtíðar- ráðstafanirnar hljóta að hafa í för með sér. Ráðuneytið mun kosta kapps um að efla og treysta vináttu við viðskiptaþjóðir vorar. Eins og stendur verður lögð sérstök áherzla á vinsamlega sambúð við Bandaríki Norður-Ameríku og Stóra-Bretland. Ráðuneytið vill eftir föngum vinna að alþjóðarheill. Auðvit- að mun það geta sætt mismun- andi dómum, hvort því tekst að finna réttar leiðir. Ef hinu háa Alþingi og ráðuneytinu tekst að sameina krafta sína til lausnar framangreindum vandamálum, þá vonar ráðuneytið, að sam- vinnan vcrði þjóðinni til hags- muna. Að lokum skal þess getið, að fyrirhugað er, að ráðuneytið verði skipað fimm mönnum. En ekki hefir enn unnizt tími til þess að skipa fimmta manninn, sem væntanlega fer með félags- málin. Árshátíð Framsóknar- félags Keflavíkur Árshátíð Framsóknarfélags Keflavíkur verður haldin í Verkalýðshúsinu í Keflavík n. k. laugardagskvöld. Til skemmtunar verða ræðu- höld, upplestur og dans. Allir Framsóknarmenn á Suðurnesj- um og gestir þeirra eru vel- komnir. Dýrtíðin heflr meira en tvöfaldazt. Þegar stjórn Ólafs kom til valda í maímánuði síðastl. hafði dýrtíðin hækkað um 83 stig síð- an í stríðsbyrjun. Nú er hún orðin 172 stig. Þó eru þar ekki taldar með nökkrar hækkanir, sem orðið hafa seinustu daga. Dýrtíðin hefir þannig meira en tvöfaldazt á sjö mánaða valdatíma þessarar ólánssömu stjórnar. Verðlag landbúnaðarafurða hefir hækkað á þessum tíma sem hér segir (smásöluverð): Maí Des. kr. kr. Nýmjólk 1. 0.92 1.75 Rjómi 1. 6.50 11.50 Smjör kg. 11.50 21.50 Súpukjöt kg. 4.10 7.75 Lærakjöt kg. 4.60 8.70 Örðugra er að fá yfirlit um hækkun erlendrá vara, en þær hafa margar hækkað gífurlega. Ein orsök þess er sú, að verð- lagseftirlitið er langtum slæ- legra en áður og munu margir kaupmenn hafa hagað sér eins og það væri ekki til. Kanpgjaldlð heffr hækkað um 140— 200%. Kaupgjaldið hefir hækkað enn meira en verðlagið á þess- um tíma. í maimánuði síðastliðnum fékk verkamaður í Reykjavík 26.40 kr. fyrir 10 klst. vinnu á dag. Eftir seinustu visitölu- hækkun fær hann 62.82 kr. fyr- ir sömu vinnu. Lætur nærri, að hækkunin sé um 140%. Margar aðrar vinnustéttir hafa fengið enn stórkostlegri hækkanir. Kaup sumra hefir á- reiðanlega hækkað um 200%. Sérstaklega eru hækkanir miklar hjá þeim, sem vinna eftirvinnu, því að eftirvinnu- taxtinn hefir hækkað meira en dagtaxtinn. Þetta. bitnar sér- staklega hart á atvinnurekend- um, sem þurfa að láta vinna mikla eftirvinnu, eins og t. d. frystihúsin. . Þegar kauphækkanirnar eru bornar saman við yfirlitið um hækkun landbúnaðarvaranna, kemur í ljós, að þær eru all- miklu meiri. Verðhækkun land- búnaðarvaranna á þessum tíma er talsvert innan við 100%, en kaupið hefir hækkað um 140— 200%. Stjórnin hafði forustu um upplausnina. Þessar stórkostlegu hækkan- ir á verðlagi og kaupgjaldi er nú óðum að stöðva atvinnu- reksturinn, bæði til sjós og sveita. Frystihúsin eru stöðvuð. Smáútgerðin mun stöðvast. Togararnir eru bundnir. Land- búnaðarframleiðslan dregst óð- um saman. Hvaða ábyrg stjórn, sem ver- ið hefði, myndi hafa gert ítr- ustu ráðstafanir til þess að reyna að stöðva þessa þróun. En ríkisstjórn Ólafs Thors fór öfugt að. Hún hafði forustu um upplausnina. Hún byrjaði á því, að rjúfa það samstarf, sem myndazt hafði um dýrtíðarráð- stafanir, er haldið höfðu dýrtíð- inni og kaupgjaldinu í skefjum um fimm mánaða skeið. Hún bætti síðan gráu ofan á svart með því að beitast fyrir algeru afnámi þessara hamla. Sömu dagana og Róosevelt forseti var að festa verðlag og kaupgjald í Bandarrkjunum, var Ólafur Thors að afnema samskonar ráðstafanir hér. Þannig var upplausnaröflun- um gefinn laus taumurinn. Þau verða tæpast ásökuð fyrir það, þótt þau hafi notað sér hana eftir föngum. Þegar ríkisstjórn- in sjálf ríður á vaðið, er ekk- ert undarlegt, þótt aðrir kæmu á eftir. IJpplausn á öhrum sviðum. En það er vissulega á fleiri sviðum, sem stjórnleysið og upplausnin hefir náð að magn- ast í þjóðfélaginu. Verzlunar- málin eru gott dæmi þess. Vegna hóflaúss innflutnings glingur- vara, er verzlunarjöfnuðurinn mörgum tugum milj. kr. óhag- stæðari en í fyrra, þótt út- flutningurinn hafi orðið meiri. Er þetta rakið nánara á öðrum stað í þessu blaði. Ólesturinn á stjórn ríkissjóðs er annað dæmi. Þar hafa kaup- hækkanir og starfsmannafjölg- anir átt sér stað I stórum stíl, án nokkurra fjárlagaheimilda. Hefir það m. a. stórum tafið störf fjárveitinganefndar, að ekki hefir enn tekizt að fá fullt yfirlit um þetta fjársukk stjórn- arinnar. Landbúnaðurinn hefir fengið að reyna stjórnleysið áþreifan- lega. Fyrst má nefna það, að stjórnin vanrækti allar ráðstaf- anir til að tryggja honum vinnuafl. í öðru lagi má nefna síldarmjölsúthlutunina al- ræmdu. Það má segja, að stjórnin hafi ekki sýnt röggsemi, nema í einu máli, bilaúthlutuninni. Þar beitti hún valdi sínu til hins ítrasta. Sú röggsemi var með þeim hætti, að hún mun talin með verstu endemum. „Rétílætísmállð“. Fylgismenn stjórnarinnar hafa reynt að afsaka allar mis- gerðir hennar með því, að hún hafi komið fram einu þörfu máli, „réttlætismálinú' svo- kallaða. Helzti árangur þess er sá, að nú eru tíu sósíalistar á þingi í stað þriggja áður. Það voru þeir, sem komu í veg fyr- ir myndun þingræðisstjórnar til bráðabirgða, er Sjálfstæðismenn báru mjög fyrir brjósti. Mun dómurinn um „réttlætismálið“ vitanlega fara mjög eftir því, hversu hinir sjö nýju sósíalist- ar reynast miklar endurbætur á þingræðinu. Seínnstn fjörbrotíii. Þegar Ólafi Thors varð ljóst, að ríkisstjórn hans fengi ekki að hanga til bráðabirgða meðan þóf.ið héldist í þinginu, eins og íhaldsmenn höfðu fastlega vænzt, hófst hann handa um Mýja stjórnin Björn Þórðarson Vilhjdlmur Þór Björn Ólafsson Einar Arnórsson Ríkisstjóri tilkynnti í fyrrakvöld, þegar fullreynt var, að þing- ræðisstjórn yrði ekki mynduð að svo stöddu, að hann hefði falið dr. Birni Þórðarsyni lögmanni að mynda ríkisstjórn. Ennfremur tilkynnti ríkisstjóri, að í ráðuneyti Björns yrðu Vilhjálmur Þór, bankastjóri, Einar Arnórsson, hæstaréttardómari og Björn Ólafs- son, heildsali. Þessi nýja stjórn fékk embættisskilríki sín á ríkisráðsfundi, sem haldinn var fyrir hádegi í gær. Þar var verkaskipting ráð- herranna ákveðin þessi: Björn Þórðarson forsætisráðherra fer með kirkjumál, heilbrigðismál, tryggingarmál og sveitastjórnar- mál, Vilhjálmur Þór fer með utanríkismál og atvinnumál, Einar Arnórsson fer með dómsmál og menntamál, Björn Ólafsson fer með fjármál og viðskiptamál. Síðar mun bætt við fimmta ráðherranum og er honum ætlað að fara með tryggingar- og sveitastjórnarmál. Ríkisstjórnin mætti í fyrsta sinn á fundi sameinaðs þings eftir hádegi í gær og flutti hinn nýi forsætisráðherra þar greinargerð þá, sem birt er á öðrum stað. Þess þarf naumast að geta, að Framsóknarflokkurinn er ekki á neinn hátt riðinn við þessa stjórnarmyndun. Flokkurinn lítur á hana sem bráðabirgðalausn, er eigi að skapa biðtíma fyrir Al- þingi til að koma sér saman um starfshæfa þingræðisstjórn. Þennan biðtíma má einnig nota til að gera ýmsar ráðstafanir til viðreisnar eftir það öngþveiti, sem þjóðin hefir komizt í undir handleiöslu ríkisstjórnar Ólafs Thors. Til þess má þó ekki ætlast, að þessi stjórn taki sér fyrir hendur lausn mála, sem eru deilu- mál eða geta aukið deilur milli flokka, því að markmið hennar verður vafalaust fyrst og fremst að stuðla að auknum friði og samheldni í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir skipun þessarar stjórnar verður þingið að halda áfram til hins ítrasta að reyna að mynda starfshæfa þingræðis- stjórn. Sá möguleiki virðist helzt fyrir hendi, að samkomulag takist milli Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Sósíalista- flokksins, og mun Framsóknarflokkurinn beita sér fyrir því, að viðræður um slíka stjórnarmyndun verði tafarlaust hafnar. eftirgrennslan um myndun bráðabirgðastjórnar, er flokk- arnir styddu. Aðrir flokkar en Sósíalistaflokkurinn tóku þess- ari liðsbón vel, þar sem raunar var engin framkvæmdamunur, — aðeins formsmunur, — á því, hver myndaði bráðabirgða- stjórn, fyrst starfshæf þing- ræðisstjórn varð ekki mynduð. En vegna þess, að Sósíalista- flokkurinn skarst úr leik, varð ekkert úr þessu. En þessar eftirgrennslanir Ólafs töfðu alla þingfundi í tvo daga og voru þessi fjörbrot hans hin fárlegustu. Valdatíð hinnar giftuminnstu stjórnar, sem farið hefir með völd á íslandi um aldarskeið, er því lokið. Hún hafði að verð- leikum unnið sér meira van- traust en nokkur önnur fráfar- andi stjórn, þar sem henni var ekki trúað til að fara með völd, unz þingræðisstjórn yrði mynd- uð, en sú hefir jafnan verið venjan hingað til. íþróttablað. Nýlega hefir verið stofnað hlutafélag til að gefa út íþrótta- blað. í stjórn voru kosnir Ben. G. Waage, Jens Guðbjörnsson, Kristján L. Gestsson, Sigurjón Pétursson frá Álafossi og Þor- steinn Einarsson, íþróttafull- trúi. Stjórnin hefir ráðið Þor- stein Jósefsson sem ritstjóra blaðsins og kemur fyrsta blað þess út í jan. n.k. ÚR BÆNUM Dómar. Sakadómari heíir nýlega dæmt í málum tveggja bifreiðastjóra, varð- andi dauðaslys. Annar, Sigurgeir And- resson Nielsson, sem lenti í árekstri fyrir ofan Elliðaár sl. sumar og varð tveimur mönnum að bana, var dæmdur í 30 daga fangelsl og sviptur ökurétt- indum æfilangt. Hinn bílstjórinn, sem ók á gamla konu hjá kexverksmiðjunni Frón sl. sumar, var sýknaður, þar sem hann þótti ekki eiga refsiverða sök á slysinu. Sr. Stefán Björnsson (Sjá minningarorð á 2. síðu). Á víðavangi GISLI SVEINSSON SKRIFAR EFTIRMÆLI SÍN. Það hefir farið líkt fyrir Gísla Sveinssyni, þegar hann valt úr forsetastólnum og títt kvað vera um ístöðulitlar sálir, sem hverfa af jarðríki: Þær átta sig ekki á því, að hérvistardögun- um sé lokið, átta sig ekki á hinni nýju tilveru og hafa hug- ann fastan við jarðneska muni. í gær skrifar forsetasálin langloku mikla í Morgunblaðið, þar sem hún lítur yfir allt, sem hún hafði harla vel gert meðan hún var og hét, og veltir vöng- um yfir vonzku mannanna, sem kipptu undan honum forseta- stólnum, þegar hann ætlaði að setjast. Þaá' verða vafalaust vonbrigði fyrir Sveinbjörn Högnason og aðra sannkristna menn að sjá, hve litlum þroska forsetasálin hefir tekið síðan hún skipti um stóla. Því miður er sálin enn full beizkju og veraldarþokan byrgir henni útsýn. Eitt af síðustu verkum forset- ans var að kæra tvo samferða- menn sína á lífsleiðinni fyrir ummæli, sem honum þótti ó- samboðin virðingu sinni og tign. Þeir voru báðir dæmdir fyrir meiðyröi og mikill hluti af þeirra jarðneska góssi upptæk- ur ger. Með mikilli sorg sjáum vér, að forsetinn er ekki svo grand- var i munnsöfnuði sínum, sem æskilegt mætti teljast í þessum eftirmælum um sjálfan sig í fyrri tilveru. Þykir rétt að taka hér upp nokkur sýnishorn hon- um og öðrum til leiðbeiningar: „-------þykir almenningi sem refsing hinna ósvífnu skriffinna sé þeim makleg málagjöld. Hitt vekur meiri furðu, hversu mannskræfulega þeir taka þess- um úrslitum-------“ „ritstjóri Tímans syndgar af hatri og fólsku-----“ „níð og skitkast einstakra vandræðamanna í þessum flokki-----“ „óhróð- ursgrein, sem Timinn lét karl- fausk einn skrifa----“ „arg- vítugustu Framsóknarsnatarn- ir-----“ Þetta- getur nægt í bili. En skyldi forsetasálin vera orðin rugluð í meiðyrðalöggjöfinni, skákar hún í því skjólinu, að sá dauði hafi sinn dóm með sér? RÁÐLEGGINGAR ÞJÓÐVILJANS. Þjóðviljinn er að ráðleggja öðrum flokkum að loka suma af flokksmönnum inni! Þetta er rússnesk og þýzk að- ferð, sem ekki hefir tíðkazt hér á landi. Væri því rétt fyrir sósí- alista að taka hana fyrst upp í eigin herbúðum og sýna í verki, að hún sé til þjóðarheilla. Annars mætti þá um leið beina því til sósíalista, hvort ekki sé kominn tími til fyrir þá að gera upp línuna, sem þeir fengu frá Moskvu fyrir daga Pjatakoffs og Bukharins, og biðja t. d. Þórberg að geyma hönkina.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.