Tíminn - 17.12.1942, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.12.1942, Blaðsíða 2
594 TtBHMIV, fimmtudagiim 17. des. 1942 150. blað Er ritstjórnargrein í Vísi I. Kristján Guðlaugsson rit- stjóri Vísis, hefir ritað grein í blað sitt um blaðabrennu, og byggt þar að nokkru á sögusögn Sigurðar Jónassonar í Tóbaks- einkasölunni, um að nýverið hefði verið brennd ritgerð eftir mig, af því samstarfsmönnum mínum við útgáfu Tímans hafi ekki fallið hún í geð. Kommúnistar hafa líka rætt málið. Þeir ætta að réttu lagi að bera skyn á málið öðrum fremur. Plokksbræður þeirra í Rússlandi brenna, eyðileggja og útiloka úr landinu mest af því, sem er vel og frjálsmannlega sagt um félagsmálefni og trú- arbrögð. Þeir hafa líka reynt það, að Þjóðverjar og ítalir hafa fyrir sitt leyti brennt og eyðilagt nálega allt, sem bolsé- vikar hafa sett fram á prenti og er nokkurs virði. Þetta er gömul reynsla. Prentað mál er brennt og höfundarnir líka, ef vel er fylgt eftir og harka í kynslóðinni. Það sem brennt er á þennan hátt, er vitaskuld misjafnt að gæðum, frá því bezta, sem hef- ir verið sagt og skrifað, og til hversdagslegra hluta, sem eru með einhverju nýjabragði. Eng- um dettur í hug að brenna það, sem er tiltölulega lélegt. Öllum er sama um það. Sjálfdauðinn bíður þess og það án tafar. Eng- um myndi koma til hugar að brenna Gerska ævintýrið eftir Laxness eða nokkuð af því, sem kommúnistar á íslandi hafa skrifað. Sama er að segja um kvæðakver Kristjáns Guð- laugssonar ,og ritgerðir hans í Vísi. Þar er enginn lífsandi eða hræring vatnsins. Þar er ekk- ert nema hinn þungi svefn og ævarandi dauði. Ekkert af því, sem Kristján Guðlaugsson hef- ir sagt eða mun segja, er bruna- hæft. Því er ætluð önnur og enn öruggari vegferðarlök. II. Ég hefi í nálega aldarfjórð- ung ritað um það bil helming- inn af pólitísku efni Tímans. Þetta hefir komið sér vel fyrir blaðið fjárhagslega. Það hefir að öllum jafnaði verið fremur í fjárþröng, heldur en hitt, og vinna min hefir sparað nokkra brunahæf? keypta vinnu. Frístundavinna mín hefir verið að sumu leyti hagstæð fyrir blaðið, en henni hafa líka fylgt annmarkar. Um flestar greinar mínar hafa verið skiptar skoðanir, margir af les- endum blaðsins sæmilega á- nægðir, en ýmsir óánægðir. í stjórnarnefðd blaðsins eru nú níu menn, allt dugandi og reyndir flokksmenn. En ég skrifa sennilega aldrei neina gréin, sem þessir níu menn eða nokkrir aðrir níu menn í hópi kaupenda og stuðningsmanna eru algerlega ánægðir með. Til að geta fengið samstæðan hóp um blaðagreinar, þarf efni, orð- færi og andi þeirra að vera af sama tagi og það, sem daglega er boðið í 'Alþýðublaðinu og Vísi, til að nefna tvö gamal- kunn útgáfufyrirtæki. III. Ástæðan til, að é'g fæ sjaldan óskoraða samhygð með blaða- greinum mínum, er sú, að ég vinn að málum með tvenn sjón- armiö í huga: Heill landsins og gengi Framsóknarflokksins. í mínum huga er ekki erfitt að sundurgreina þetta. Þegar gengi Framsóknarflokksins er ekki samrímanlegt við kröfur þjóð- arinnar, þá þykir mér óhjá- kvæmilegt, að flokkssjónarmið- ið víki. En slík ákvörðun getur verið vandasöm. Oft getur öðr- um flokksmönnum þá fundizt, að linlega sé haldið á málefnum flokksins. Fyrirrennari minn sem þingfulltrúi Suður-Þingey- inga, Pétur Jónsson á Gaut- löndum, fylgdi þessari reglu ó- venjulega fast. Hann greiddi atkvæði móti brúargerð á Fnjóská, af því hann taldi aðr- ar stórár enn verri farartálma og þær ættu að setja fyrir. Ég vil taka dæmi úr athafna- baráttu síðustu ára. Samvinnu- menn landsins undirbjuggu. megindrætti í löggjöfinni um skipulag á sölu innlendra af- urða í landinu í hendur Fram- sóknarflokksins. Flokkurinn hefir unnið að málinu árum saman með festu og lægni. Lausn þess hefir haft mikla þýðingu fyrir þjóðina. Hér er um að ræða einfalda og sjálf- sagða fjármálalausn. Allir, sem hafa hagsmuni af skipulaginu, eru svo að segja knúðir til að fylgja því. Flokkur, sem stendur að slíku máli, getur fylgt því umbrotalaust. Það er eins og ruddur þjóðvegur. — Ég hefi fylgt þessum framkvæmdum eins og hver annar Framsókn- armaður á undangengnum ár- um. En ég hefi haft ýms önnur áhugamál, sem tilheyra þjóð- inni allri og engum flokki. Eitt af þeim er þ jóðleikhúsmálið. Það er landsnauðsyn og þjóðar- sæmd, sem þar er um að tefla. Barátta mín fyrir þjóðleikhús- inu hefir ekki eflt Framsóknar- flokkinn nema að því leyti, að þar var um að ræða hugsjóna- mál, sem nær út undan ask- loki hins nauðsynlega en hvers- dagslega brauðstrits. Þegar þjóðleikhúsið er fullgert, byrjar vegna þess nýr þáttur í andlegu lífi þjóðarinnar. Sú bygging verður eins og móðurskip í flota. í kjölfar þess, og með styrk þess eflast leiksýningar og myndasýningar hvarvetna í landinu. Saga þjóðleikhússins sýnir, að það er einfaldari leið fyrir stjórnmálamann, á öld þröngrar stéttabaráttu, að halda sig við hin takmörkuðu flokksmál með öruggum hags- munablæ. Ásgeir Ásgeirsson stöðvaði leikhúsið 1932, um leið og hann tók við stjórn. Síðan þá hefir verið setið yfir hlut þessarar hugsjónastarfsemi. Framsóknarmenn lærðu að vissu leyti af gangi þess máls, og má segja, að það heyri und- ir heilbrigða sjálfbjargarvið- leitni. Á yfirstandandi tíma er ná- lega öll stjórnmálastarfsemi mjög tengd efnahagsbaráttunni í þrengstu merkingu. Því fylgja kostir og líka gallar. Ég hygg að núverandi úlfakreppa í sundr- ungu við hin pólitísku störf og stjórn landsins, myndi ekki hafa verið jafn geigvænleg og raun ber vitni um, ef „sigur- Bækur Æskunnar Við, sem nú erum miðaldra menn, minnumst þess vel, hver fengur okkur þótti á unglings- árum okkar, er okkur barst í hendur ævintýrið Kalda hjart- að, í hinni prýðilegu þýðingu séra Kjartans Helgasonar í Hruna. Það var barnablaðiö Æskan, sem að útgáfunni stóð. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefir Æskan gefið út fjölda margar bækur handa börnum og unglingum, og eru flestar þeirra nú ófáanlegar með öllu, — hafa yerið lesnar upp. Ekki hafa þær bækur allar verið jafnar að gæðum, en þó yfirleitt góðar, og sumar ágæt- ar. Hefir Æskan jafnan kostað kapps um að vanda valið á út- gáfubókum sínum og tekizt vel, ekki sízt hin síðari ár. Og enn í ár heldur Æskan fyrri stefnu sinni. Nú fyrir jólin sendir Æskan enn þrjár bækur frá sér. Góðir vinir heitir ein þeirra. Hún er eftir Margréti Jónsdótt- ur, skáld og kennara. Þetta eru smásögur, leikrit og kvæði, sumt þýtt, en annað frumsam- ið. Meginið af því hefir áður birzt í Æskunni, meðan Margrét var ritstjóri hennar. Á unga I fólkið því þarna gömlum og góðum kunningjum að fagna. | Allt efni bókarinnar andar hlýju og góðleik. Stíllinn getur ekki heitið tilþrifamikill, en áferð- arsléttur er hann og liðlegur. Og léttleiki Margrétar í bundnu máli er löngu landskunnur. Myndirnar í bókinni eru margar hverjar skemmtilegar. Til dæmis að taka eru þar myndir eftir Louis Moe einn af beztu ævintýrateiknurum Norð- urlanda. Aðra af bókum Æskunnar hefir AÖalsteinn Sigmundsson kennari þýtt. Hún heitir Milj- ónasnáðinn og er eftir Walter Christmas, vinsælan barna- bókahöfund danskan, en sjálf gerist sagan í Englandi. Aðalsteinn kann hvort tveggja, að velja góða bók handa strákum á fermingar- aldri og segja frá á fjörugu og þróttmiklu máli. Þó að ég kunni ekki við ormyndirnar „snöri“ og „snörist“, þá eru það smámunir. Hitt er meira virði, að allur blær bókarinnar er hressandi og drengilegur. Guðjón Guðjónsson skóla- stjóri hefir þýtt þriðju bókina, sem frá Æskunni kemur. Hún heitir Gullnir draumar, en höf- undurinn er sænskur, Maja Jaderin-Hagfors að nafni, og hefir skrifað nokkrar vel metn- ar bækár handa ungum stúlk- um, t. d. Tvíburasysturnar, sem komu út á íslenzku fyrir nokkr- um árum, en að flestu finnst méj- þessi bók taka þeirri fram. Hún er ætluð unglingsstúlkum (Framh. á 3. síðu) vagnar andans“, eins og sum skáldin myndu kalla það, hefðu fengið að vera inni á sjálfum þjóðveginum, samhliða hinum yfirhlöðnu kjarabótavögnum, sem fylla nú þjóðbrautina. IV. Nokkrir af samstarfsmönnum mínum við Tímann urðu nýlega óánægðir með viss atriði í grein eftir mig. Það kom til orða að hætta við að prenta blaðið, þar sem hún var komin. Tillaga um þetta efni féll að vísu. Mér var ljóst, að um nokkurn skoðana- mun var að ræða um þetta atriði. Formlega gat blað- ið haldið áfram í press- unni. En mér þótti það ekki hyggilegt af öðrum ástæðum. Ég skrifa á hverju ári greinar sem skipta hundruðum. Það væri fásinna af nokkrum manni, sem vinnur á þann hátt, að álíta, að ekki sé hægt að bæta hverja einstaka grein, ef lögð er fram meiri vinna. Ég á- leit rétt, til að gera nokkra ílokksfélaga ánægðari, að gera greinina enn ítarlegri og fyllri, til að vera enn vissari um mál-' efnalegan sigur. Þetta var gert. Ég hefi gert lengri greinargerð um það, hverjar kröfur þjóðin hljóti að gera til valdalauss ríkisstjóra eða forseta um hlut- leysi og hispursleysi. Ég veit, að það umtal, sem hefir orðið um þetta mál i landinu, í sambandi við grein mína, hefir haft veru- lega þýðingu til að beina stjórn- arfarslegri þróun landsins á þroskavænlega braut. íslend- ingar vilja láta yfirlætisleysi lögsögumannanna fornu endur- skapast í vinnubrögðum ríkis- stjóra og forseta, en ekkert af hirðvenjum treggáfaðra smá- konunga. (Framh.) J. J. Dánarminning Séra Stefán Björnsson Fimmtudag 17. des. Skíp eða brúdur Nýlega gekk sú saga um bæ- inn, að heildsali einn hefði keypt brúður frá Englandi fyr- ir 300 þús. kr. Þeim, sem skoða búðarglugg- ana í Reykjavík, mun ekki finn- ast saga þessi ótrúleg. Glugg- arnif bera það með sér, að mörgum 300 þús. kr. hefir verið varið til að kaupa brúður og annað fánýtt glingur. ■ Bráðabirðatölur Hagstofunn- ar um verzlunarjöfnuð fyrstu 11 mánuði þessa árs eru rauna- legur vitnisburður um „skran“- vörukaupin. — Verzlunarjöfnuð- urinn er orðinn óhagstæður um 18.6 milj. kr. Á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 67 milj. kr. Útflutningurinn hef- ir þó verið 15.5 milj. kr. meiri í ár en í fyrra. Rétt er að taka það fram, að nauðsynjavörurnar eru nú tals- vert dýrari en í fyrra. Þrátt fyr- ir það, myndi verzlunarjöfnuð- urinn geta verið hagstæður nú, ef „skran“-vörukaupin hefðu ekki orðið miklu meiri en nokkru sinni fyrr. Hin miklu „skran“vörukaup eru afleiðing þess, að stefna Sjálfstæðisfl. í viðskiptamál- um hefir fengið að ráða undan- farna mánuði. í skjóli hinnar vesölu stjórnar Ólafs Thors hafa heildsalaranir getað flutt „skranið" óhindrað til landsins. Þeir hafa sannarlega notað þetta frelsi til hins ítrasta. Vegna ráðsmennsku Sjálf- stæðisflokksins hefir a. m. k. 50—60 milj. kr. verið varið til að kaupa gagnlausan eða gagn- lítinn glysvarning til landsins. Vegna þessara ráðsmennsku Sjálfstæðisflokksins verður þjóðin 50—60 milj. kr. fátækari, þegar hún þarf að endurnýja skipastól sinn, reisa iðjuver og kaupa landbúnaðarvélar eftir styrjöldina. Vegna þessarar ráðsmennsku Sjálfstæðisflokksins eyðir hugs- unarlítið og.óforsjált fólk tug- um miljóna kr. í gagnslausan óþarfa. Þetta fé hefði það spar- að að miklu leyti til hörðu ár- anna, ef „skranið" hefði ekki verið á boðstólum. Því má ekki gleyma, að verkalýðsflokkarnir eiga sinn þátt í þessum ófarnaði. Þeir studdu Sjálfstæðisflokkinn til valda og veittu honum tæki- færi til þess að framkvæma þessa gálausu stefnu sína. Þjóðin hefir nú fengið örugg- ar sannanir fyrir því, hvernig farið hefði á kreppuárunum 1934—39, ef stefna Sjálfstæðis- flokksins í viðskiptamálunum hefði þá verið ráðandi. Sjálf- stæðisflokknum hefði þá nægt að ráða þessum málum í eitt ár til þess að koma landinu í fjár- hagslegt þrot, því að enginn á- stæða er til að ætla, að hann hefði þá hagað sér öðruvisi en nú. Sjálfstæðisflokkurinn hefir reynt að hæla sér af því, að hann sé allra flokka gætnastur í fjármálum. Verzlunarjöfnuð- urinn í ár mun lengi verða tal- andi tákn þess, hversu trúverð- ugt þetta fleipur Sjálfstæðis- flokksins er. Þeir mörgu greindu og gætnu menn, sem hafa látið þetta fleipur Sjálfstæðisflokks- ins blekkja sig að undanförnu, ættu nú ekki að þurfa að flækj- ast i þvi neti lengur. Þjóðin mun áreiðanlega vera fær að dæma um það, hvort hún vill heldur láta nota hinn erlenda gjaldeyri til að kaupa brúður, sem heildsalarnir geta okrað á, eða skip og landbún- aðarvélar, sem þjóðin mun þarfnast að styrjöldinni lok- inni. Hin nýja stjórn, sem nú tekur völdin, má óhætt treysta þvi, að þjóðin vill heldur skip en brúður. Þess vegna ber henni að vikja þjóðarskútunni af ó- heillabraut Sjálfstæðisflokksins og koma henni aftur á hinar skynsamlegu og forsjálu leiðir, sem markaðar voru í stjórnar- tið Eystelns Jónssonar. Þ. Þ. Hinn 3. apríl s. 1. andaðist á heimili sínu á Eskifirði séra Stefán Björnsson, prestur í Hólmaprestakalli og jjrófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi. Hafði hann að því er virtist verið hinn hailsuhraustasti að undanförnu og var nýkominn úr yfirreið um prófastsdæmið, er hann kenndi þess meíns, er dró hann til dauða. Hann lá skamman tíma en þjáðist nokkuð á banasæng- inni. Séra Stefán var fæddur á Kolfreyj ustað í Fáskrúðsfirði hinn 14. marz 1876. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Ste- fánsdóttir prests á Kolfreyju- stað og Björn Stephansson. Þau bjuggu síðar lengi í Dölum í Fáskrúðsfirði. Þau hjón áttu eigi annan son en hann, og þar sem hann átti kyn sitt að rekja til lærðra manna og eigi skorti efni heima fyrir, var hann settur til mennta. Hann reyndist góður námsmaður, tók lofsamlegt stúdentspróf og settist að því loknu í prestaskóla. Þaðan lauk hann prófi árið 1902. Tveimur árum síðar fór hann til Ameríku og dvaldi þar um tíu ára skeið. Lengst af dvöl sinni þar eða um níu ár var hann ritstjóri Lögbergs. Hann kom hingað til lands aftur í kynnisför með fjölskyldu sinni árið 1914. Meðan hann dvaldi hér skall á heimsstyrj- öldin fyrri. Gerðust samgöng- ur þá mjög ógreiðar og varð það úr, að hann ílengdist hér, þó að það væri eigi ætlunin, er hann lagði af stað frá Ameríku. Sr. Stefán sótti um Kolfreyju- staðarprestakall árið 1914 en fékk ekki. Gerðist hann þá prestur fríkirkjusafnaðar á Búðum í Fáskrúðsfirði. Árið 1916 fékk hann Hólma- prestakall í Reyðarfirði og gegndi því til dauðadags. Bjó hann á Hólmum þangað til árið 1930, að prestsetrið var flutt til Eskifjarðar en Hólmajörð feng- in Eskifjarðarhreppi til nota. Prófastur í Suður-Múlapró- fastsdæmi varð hann 1929. Sr. Stefán svaraði vel prests- hugmynd þjóðarinnar eins og hún hefir verið á liðnum öldum. Höfðinglegur ásýndum, mikill vexti, prúður í framgöngu og hófsmaður um alla hluti. Góður ræðumaður var hann og gerði sér mjög far um að vanda mál- færi sitt í ræðumennsku, enda var hann smekkvís á mál. Hann framkvæmdi embættisathafnir með virðuleik. Hann var kenni- maður í kirkju en prédikaði eigi á gatnamótum. Á yngri árum mun hann hafa verið dágóður söngmaður en hin síðari ár bil- aði rödd hans vegna sjúkdóms, svo að hann tónaði eigi en mælti fram messusöngstexta. Mun ó- kunnugum hafa þótt það lýti á messugerð hans, þó að sóknar- börn hans felldu sig vel við það. Sr. Stefán var mjög skyldu- rækinn embættismaður. Felldi hann eigi niður messugerðir, ef kostur var á að framkvæma þær og við kristindómsfræðslu unglinga innan kirkjunnar lagði hann á sig mikið aukið erfiði. En þó að sr. Stefán væri svip- mikill kennimaður, var hann eigi síðri sem bóndi og sveitar- höfðingi. Æskuheimili hans að Dölum var taíið fyrirmynd um snyrti- mennsku og rausnarbúskap. ( Jörðin er landgóð og allstór og bóndinn var framkvæmdasam- ur og stórhuga. Sr. Stefán sagði svo frá sjálf- ur, að honum hefði snemma verið haldið til vinnu. Hann var bráðþroska og tók snemma út allan vöxt, enda var hann á unglingsaldri látinn ganga að heyskap og öðrum útiverkum með fullorðnum. Lærði hann þannig alla algenga sveita- vinnu, bæði heyskap og skepnu- hirðingu. Minntist hann þess jafnán með gleði, er hann hin síðari ár rifjaði upp æsku sína, hve ötulir þeir feðgar og vinnu-, menn gengu til verka og hve mikils var krafizt af honum í uppeldinu um velvirkni og þrautseigju. Þannig hlaut hann það upp- eldi, sem bezt gat hentað hon- um i lífsstarfi þvi, er hann síð- ar valdi sér. Var það þá engin hending hve vel hann samein- aði kennimanninn og bænda- höfðingjann. Hólmar í Reyðarfirði hafa frá öndverðu verið taldir hin mesta kostajörð og á tímabili talin eitt af fjórum beztu prests- setrum á landinu. Þar var hey- fang mikið, gott sauðland og út- beit á vetrum, æðarvarp og rekaítök víða. Krafðist jörðin því mikilla búmannshæfileika af húsbændunum og allmikils mannafla. En hver; sem að Hólmum kom, er þau sr. Stefán og kona hans Helga Jónsdóttir frá Rauðseyj- um á Breiðafirði bjuggu þar, gat séð, að þar var bústjórn í öruggum höndum, bæði utan húss og innan. Efnin munu eigi hafa verið mikil hin fyrstu árin, en hjónin voru samtaka um forsjálni og skörungsskap við umfangsmikinn búrekstur. — Bjuggu þau við mikla rausn og héldu margt hjúa. Veitti eigi af ^því, því að mörgu var að sinna. Gekk prestur jafnan að verk- um með vinnumönnum sínum, ef hann fékk því við komið vegna annríkis, sem var mikið, því að hann gegndi margvís- legum trúnaðarstörfum innan sveitar. Við verk var hann allt í senn, vel verki farinn, kapp- samur, þrekmikill og glaðvær. Samvinna hans við hjúin var hin bezta, enda átti hann eigi til rembilæti í viðskiptum sín- um við vinnuhjúin. Hann um- gekkst vinnufólkið sem félaga sína og var fyrir það eigi síður virtur af heimafólki sínu. Svo sem góðum bónda sómdi, var sr. Stefán mikill dýravin- ur og hafði * yndi af skepnum sínum. Bar hann gott skyn á hirðingu búfjár og má eflaust þakka það þekkingu hans í þessum efnum og góðri með- ferð á búpeningi hans, hve bú hans skilaði góðum arði. Vænst mun þó sr. Stefáni jafnan hafa þótt um hesta sína. Var hann hestamaður góður og hirti ein- ,att hross sín sjálfur, bæði með- an hann bjó á Hólmum og eins eftir að hann fluttist til Eski- fjarðar. Hver sá, sem mætti sr. Stefáni, er hann var stiginn í hnakkinn, gat lesið í augum hans orð skáldsins: „Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þakkast, ei lund, sem ei kætist við fjör- gammsins stoltu og sterku tök“. Sr. Stefán hafði lengi þann sið að liðka hesta sína árla dags og var hann jafnan léttur í lund, er hann þeysti klári sín- um í hlað eftir stundarreið, þegar aðrir risu úr rekkju. Meðan sr. Stefán var á Hólm- um, var oft gestkvæmt hjá hon- um. Voru þau hjón gestrisin og veittu góðan beina hverjum, sem að garði bar. Er þau fluttu til Eskifjarðar keyptu þau hið myndarlegasta hús í kauptún- inu og héldu þar rausnarlegt heimili eigi síður en á Hólmum. Bar margan gest að garði og nutu allir góðs beina, jafnt æðri sem lægri. Var gestrisni þeirra svo rómuð, að ég vissi umkomu- lítinn bónda úr öðru héraði, er eigi fékk sig inni í þorpinu, beiðast þar gistingar, því að honum hafði verið sagt, að þar væri aldrei úthýst manni. Hver sá, er á það heimili kom, mun hafa farið þaðan glaður. Voru þau hjón bæði greind, fróð vel og víðförul og kunnu frá mörgu að segja. Sr. Stefán var bók- menntafróður og hneigður til skáldskapar. Fékkst hann nokk- uð við ritstörf, þó að hann hirti eigi um að koma verkum sínum á prent. Svo sem vænta mátti fékkst sr. Stefán allmiklð við stjórn- mál innan héraðs og var hverju góðu máli hinn traustasti fylg- ismaður. Fylgdi hann Fram- sóknarflokknum að málum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, meðal annars átti hann sæti í hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps um mörg ár fyrir Framsóknarmenn og einnig var hann til dánardæg- urs í stjórn Framsóknarfélags Suður-Múlasýslu. Sr. Stefán var kvæntur Helgu Jónsdóttur frá Rauðeyjum á Breiðafirði. Lifir hún mann sinn. Hún er kona vel greind og hin ráðdeildarsamasta hús- móðir. Þau eignuðust tvo sonu og lifir annar þeirra, Björn Stefánsson kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði. Sr. Stefán Björnsson dó að loknum löngum og starfsömum ævidegi. Sakna hans allir, er þekktu hann nægilega vel og í minningu þeirra mun hann lifa sem andlegur og veraldlegur höfðingi. o.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.