Tíminn - 12.01.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.01.1943, Blaðsíða 2
14 TÍM13V1V, þrigjudagiim 13. jamiar 1943 4. Mað Á KROSSG0TUM ‘gíminn Þriðjudayur 12. jan. Bætt starfsskilvrði héraðsskóla Eítír Guðmund Gíslason, skólastjóra sveitir landsins byggilegri og aðlaðandi fyrir ungt fólk. Reykjavík, í des. 1942. Guðm. Gíslason. Góð bók Ég las fyrir skömmu bók, sem vakti alveg sérstaklega athygli mína. Hún heitir „Sögulegasta ferðalagið", og er höfundurinn Pétur Sigurðsson erindreki. Bók þessi er skrifuð af mann- viti og mikilli velvild til vor samferðamannanna. Hún grein- ist í 8 kafla, sem heita svo: 1. Verndarengill lífsins og hinn mikli skaðvaldur þess. 2. Pör óskandans á Helgafell. 3. Hugurínn og hjartað. 4. Hjartað, heimilið og félagslífið. 5. Konan. 6. Ættjarðarást og sigursælasta vopnið. 7. Æska og menning. 8. Að vaxa gegn vaxandi erfið- leikum. Við erum misjafnlega gerðar, mannskepnurnar, þótt finna megi víst sameiginlegan neista í oss öllum, — vísi, sem bendir til eins og sama uppruna og upphafs, og vekur hugmynd um sama endanlega takmarkið. Samfara þessum neista mun oss annað sameiginlegt: ham- ingjuóskin. Hver vill ekki vera og verða heill og sæll? Margur leitar langt yfir skammt eftir lífshamingjunnni, stígur yfir lækinn í þeirri vatnsleit. Þess vegna eru svo margir óham- ingjusamir og lífsleiðir, og líf vort og þjóðlíf með öðrum blæ en við æskjum og það ætti að vera. Vort lán býr í oss sjálf- um, í vorum reit, ef vit er nóg, segir skáldið. Góðar bækur eiga öðrum þræði að glæða skilning vorn til sjálfsþekkingar og sannrar lífs- hamingju. Þá skapast þroskað þjóðlíf af sjálfu sér. Þegar ég hafði lesið „Sögu- legasta ferðalagið“ (ég las hana strax tvisvar), óskaði ég þess, að þessi góða og hressandi bók væri til, þaullesin og rædd á hverju einasta heimili í landinu, og ég þykist viss um glæsilegan árangur, þjóðnýta, andlega uppskeru. Jafnframt flaug í hug mér sú spurning, hvað kosta myndi t. d. fræðslumálastjórnina að senda inn á hvert heimili í landinu eina slíka bók árlega, einskonar „jólakveðju“, — bók, sem væri þríein að markmiði: Efni hennar miðaði að aukinni sj álfsþekkingu, lífshamingj u og þroska. Þ. Þ. V. Ellefta þing Sambands bind- indismanna í skólum var hald- ið hér í Reykjavík dagana 11.— 3. desember. Á þinginu mættu 54 fulltrúar frá 16 skólum víðs vegar af landinu. Á þinginu var samþykkt svo- hljóðandi starfsskrá: 11. þing S.B.S telur, að Sam- bandinu beri að vinna að al- hliða endurbótum á félagslífi skólaæskunnar, auk baráttunn- ar fyrir útrýmingu eiturnautn- anna. Álítur þingið nauðsyn- legt að á næstu árum verði lögð rík áherzla á framkvæmd eftir- farandi stefnumála:' 1. Að blað Sambandsins, „Hvöt“, verði stækkað og gert að allsherjarmálaggni skóla- æskunnar. 2. Að Sambandið auki að mun íþróttastarfsemi sína og leitist við að koma á fót íþróttamót- um, er sem flestir skólar geti tekið þátt i. 3. Að fræðsluhringastarfsemi verði tekin upp í öllum félög- um innan S.B.S., er yinni að auknum skilningi meðlimanna á nytsemi bindindismálsins og annarra menningarmála. 4. Að Sambandið og hin ein- stöku bindindisfélög leggi allt kapp á að láta áhrifa sinna gæta í skemmtanalífi skóla- æskunnar með því að gangast sjálf fyrir fjölbreyttum sam- komum. 5. Að Sambandið eða hin ein- stöku bindindisfélög beiti sér fyrir kynningarsamkomum milli tveggja eða fleiri skóla, þar sem þess er kostur. Á þinginu var samþ. skipu- lagsskrá minningarsjóðs Helga heitins Schevings, fyrsta for- seta Sambandsins. Sjóð þenn- an skal mynda með fjárfram- lögum ævifélaga Sambandsins. Sjóðinn skal síðan nota til út- breiðslustarfsemi félagsskapar- ins. Framkvæmdastjórn Sam- bandsins fyrir næsta ár skipa: Guðmundur Sveinsson, stud. theol., forseti, Marías Þ. Guð- mundsson, Samvinnuskólanum, ritari, Magnús E. Árnason, Kennaraskólanum, gjaldkeri. íþróttanefnd fyrir næsta starfsár skipa: Skúli Norðdahl, Menntaskólanum, Gunnar Hvannb^rg, Menntaskólanum, Friðgeir Sveinsson, Kennara- skólanum. Frá Ungmennasambandi Kjalarnesþings. 20. þing U. M. S. Kjalarnes- þings var háð að Brúarlandi 13. des. síðastl. Mættir voru 15 full- Fleirí menntaskólar Eina athyglisverða ráðstöf- unin, er Magnús Jónsson vann sem kennslumálaráðherra, var að veita Verzlunarskólanum í Reykjavik rétt til að brautskrá studenta. Ráðstöíun þessi hefir sætt nokkurri gagnryni, helzt Vegna þess, að skóiinn muni ekki veita nægilega menntun. En úr þvi má auðveldlega bæta. Þegar þessari gagnrýni slep^ir, má segja, að meo rað- stoiun pessan nafi veriö steint í retta att og þetta sé merkasta skrenð, er sugiS heiir venö á sviöi studentsmenntunannnar, siöan gagmræöaskoiinn á Axur- eyri hiaut menntaskoiaréttindi. Sú var tiðin, að þaö þótti tæp- ast sæmi-iegt, aö aörir yröu studentar en synir heidri manna. Stúdentsmenntunin var þa ekki keppikeili iyrir aöra en þa, sem ætiuöu að verða op- inbenr embættismenn. Þótti ó- eðiiiegt, aö aðrir kæmust i þau embætti en þeir, sem taldir voru vei ættaöir a þeirra daga vísu. Nú er öldin önnur í þessum efnum. Nú þykir ölium írjáls- huga mönnum sjálfsagt, að peir, sem komnir eru af íatæku íor- eldri, hafi ekki lakari aðstöðu til að menntast en þeir, sem eiga til eínaðra að telja. Nú er stúdentsmenntunin gagnleg við mörg önnur störf en opinbera embættisvinnu. Sú hætta, sem menn sáu áður við fjölgun stúd- enta, að skapast kynni stétt embættislausra langskóla- manna, er því tæpast til staðar lengur. Það, sem nú virðist þvi heil- brigðast og eðlilegast, er að veita sem allra flestum aðstöðu til stúdentsmenntunar. Einn á- fanginn á þeirri braut er að veita fleiri skólum rétt til að brautskrá stúdenta en þeim, sem nú hafa þann rétt. Það liggur í augum uppi, að þjóðfélaginu hefir orðið það til mikils gagns, að gagnfræða- skólinn á Akureyri fékk rétt til að brautskrá stúdenta. Fjöl- mörgum alþýðuunglingum, einkum úr sveitum og sjávar- þorpum, var skapaður með því möguleiki til að fá meiri mennt- un. Það 'mun sjást enn betur, þegar stundir líða fram, að þjóðfélaginu mun verða þetta mikill gróði. Að vísu munu ekki allir skila fullum árangri náms- ins við þennan skóla frekar en aðra, en þeir munu þó verða í miklum meirihluta, sem gera það; Það ætti að vera næsta skref í þessum efnum, að veita Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga og kvennaskólanum í Reykjavík þessi réttindi, því að þessir skól- ar munu vel á veg komnir áð fullnægja þeim skyldum, sem slík réttindi krefjast. Við þá 3.—4 menntaskóla, sem þá væru orðnir í Reykja- vík, ætti að veita fátækum, efnilegum unglingum hæfilega námstyrki. Væri þá vel séð fyr- ir framhaldsmenntun reykvískr- ar æsku. En Akureyrarskólinn einn getur ekki fullnægt þörfum sveita og sjávarþorpa í þessum efnum. Þess vegna þarf að rísa upp annar ódýr heimavistar- skóli fyrir unglinga, sem eru bú- settir utan höfuðstaðarins. Skálholt hefir öll skilyrði til að vera slíkt skólasetur. Mörgum kann að þykja, að hér sé oflangt gengið í því að fjölga stúdentum. En gætum þess, að á næstu áratugum þurf- um við að endurskapa atvinnu- vegi okkar. Til þess þarf menn með næga þekkingu. Væri það líka til nokkurs tjóns fyrir hin- ar fjölmennu stéttir, bændur, verkamenn og sjómenn, þótt þær ættu nokkra stúdenta í sín- um hópi? Margir hinna eldri forvígismanna bænda eru gagn- fræðingar. Það er hliðstætt því, að ýmsir forvígismenn bænda í framtíðinni hefðu stúdents- menntun. Þ. Þ. Með stofnun héraðsskólanna eru tvímælalaust mörkuð tíma- mót í sögu íslenzkrar sveita- menningar. Samkvæmt lögum um héraðsskóla frá 1929 risu upp í sveitum landsins stórar og vandaðar stofnanir við góð skilyrði á heitum stöðum. í þessum skólum hefir farið fram fjölþætt starfsemi þar sem jöfnum höndum hefir verið unniö að bóklegum fræðum, ýmiskonar vinnukennslu og ekki sízt íþróttum. í þessum skólum hefir æskufólki sveit- anna gefizt kostur á félagslífi og skemmtunum í frístundum undir handleiðslu kennaraliðs, sem er samtaka um það, að bægja frá bæjardyrum skól- anna margskonar óreglu og sið- spillingu, sem því miður fylgir skemmtana- og félagslífi svo víða nú á dögum. Með mjög góðri sókn til skólanna hefir unga fólkið sannað, að þeirra var mikil þörf. Þeir menn, sem börðust fyrir stofnun héraðs- skólanna, skildu þarfir sveit- anna í skólamálum. Fjárhagslega hvila þessir skólar á tveim meginstoðum, framlagi frá héröðunum og styrk frá ríkissjóði. Þessi háttur var upp tekinn frá byrjun sök- um heppilegs samstarfsgrund- vallar þessara aðila. Samkv. áðurnefndum lö'gum lögðu hér- öðin fram helming stofnkostn- aðar á móti ríkissjóði. Það kom brátt í ljós, að héröðin höfðu ekki bolmagn til að leggja fram nóg fé til stofnkostnaðarins. Skólarnir þurftu að koma sér upp miklum og dýrum bygging- um til fjölþættrar starfsemi sumar og vetur. Miklir fjár- hagslegir örðugleikar biðu þeirra. Stór lán, sem þeir. þurftu að standa straum af, tóku drjúgan til sln af rekstrarfé skólanna, og meira en þeir máttu við. Það var því mikil hætta á, að vöxtur skólanna stöðvaðist og starfsemi þeirra drægist saman, ef ekki yrði að gert. Brautryðjandi héraðsskólanna, Jónas Jónsson, sá hvert stefndi og hvaða afleiðingar þetta myndi hafa fyrir framtíðarstarf skólanna. Á þingi 1939, flutti hann frumvarp til nýrra hér- aðsskólalaga, þar sem sérstakt tillit var tekið til þessara erfið- leika skólanna. Hann og Bjarni Bjarnason skólastjóri á Laugar- vatni unnu að því manna mest á þinginu að afla þessu frum- Gíslí Guðmundssons varpi fylgis. Frumvarpið varð að lögum 12. febr. 1940. Með því mun hefjast nýr þáttur í sögu héraðsskólanna. Sam- þykkt frumvarpsins er örvandi vottur um skilning löggjafans á starfsemi þessara skóla. Nýju lögin fela í sér marg- háttaðar breytingar til hags- bóta fyrir héraðsskólana. Veiga- mesta atriðið er það ákvæði laganna, að ríkissjóður skuli leggja fram þrjá fjórðu hluta alls stofnkostnaðar þeirra frá byrjun í stað helmings áður. Þetta hefir þegar verið fram- kvæmt á þann hátt, að eignir skólanna hafa verið metnar með hliðsjón af stofnreikning- um þeirra. Samkvæmt þessu mati hefir ríkissjóður þegar greitt til skólanna verulegar upphæðir, sem svara því, að rík- issjóður hefði, þegar frá stofn- un skólanna, lagt fram % hluta á móti y3 frá héruðunum. Með þessu skapast skólunum nýtt fjárhagslegt viðhorf. Þeir kom- ast úr skuldabaslinu og litlar líkur til að þeir lendi í því aft- ur, þar sem ríkissjóður tekur nú á sig að greiða rausnarlegri stofnstyrk til allra nýrra fram- kvæmda en áður. í lögunum er gert ráð fyrir, að skólarnir eignist nægilegt jarðnæði, að vinnukennsla verði einn af aðalþáttum skóla- starfsins og að kennararnir séu ráðnir starfsmenn skólanna allt árið. Engum blandast hugur um, að nám í ýmissum störfum, jafnhliða bóknámi og íþróttum, er nauðsynlegur undirbúningur ungs fólks undir lífsbaráttuna. Það þarf að miða allt skóla- starf héraðsskólanna við það að nemendurnir, piltar og stúlkur, verði færir um að reisa myndar- leg heimili i sveit, búa þau þæg- indum, sem sköpuð eru með vinnu eigin handa og að þar sé lifað þjóðlegu menningarlífi. Skólarnir þurfa því að verða sem líkastir stórum myndar- heimilum. Til þess að svo geti orðið, þurfa þeir að hafa nægi- legt svigrúm og nægilega starfs- krafta til leiðbeiningar og for- ustu. Ég er viss um, að þessi nýju lög munu verða. lyftistöng fyrir héraðsskólana, gera þeim kleift að vaxa og verða sterkar stofn- anir, sem að sínu leyti munu veita forustu í því margþætta starfi, sem verður að fara fram upp úr þessu, til þess að gera miklu útgáfu er nú komið fyr- ir almannasjónir, kom út í des- embermánuði síðastliðnum.. Er það V. bindi sögunnar og fjall- ar um 17. öld. Höfundur þessa bindis er dr. Páll E. Ólason. Það er um 460 bls. að stærð, prent- að á vandaðan pappír, með nokkrum mannamyndum og lit- prentaðri teikningu á kápu, eiguleg bók og gefur góðar von- ir. Rit þetta telzt ekki meö þeim bókum, sem áskrifendur ríkis- útfáfunnar fá fyrir árgjald sitt. Verðið er 16 kr. (ób.), og má það heita mjög lágt nú á tím- um. Það er ekki á mínu færi að dæma um fræðilegt gildi þess- arar bókar í einstökum atriðum. En það hygg ég vera viðurkennt, að höf. sé meðal áreiðanlegustu og áhugasömustu fræðimanna núlifandi á þessu sviði, svo að ekki sé meira sagt. Frá hans hendi eru áður komin mikil rit úr þjóðarsögunni: „Menn og merintir siðaskiptaaldarinnar á íslandi" og ævisaga Jóns Sig- urðssonar, sem raunar er stjórnmálasaga íslendinga um allt miðbik 19. aldar. Þau rit munu að vísu eigi talin skemmtilestur almenningi, en um þau mun þó mega segja líkt og um sum góð kvæði, að mestu valdi áræðisleysi, er menn hafa þeirra eigi full not. í þessari bók er efnið, af eðli- legum ástæðum, ekki eins ítar- lega rakið og í hinum fyrri rit- um höf., en þó um leið meir við almennings hæfi. Eru sumir hlutar bókarinnar eigi byggðir á frumheimildum heldur öðrum Samband bindindisfélaga í skóluni. ritum síðari tíma, sem viður- kennd eru, svo sem Einokunar- sögu Jóns Aðils o. fl. Mann- •fræði og ættartölur eru þarna all fyrirferðarmiklar og mun slíkt þykja hlýða yfirleitt í ís- lenzkri sagnaritun, en orkað getur þó tvímælis, hve langt skuli ganga í þeim efnum í al- mennri þjóðarsögu sem þessari. Saga 17. aldar er í bók þess- ari greind í þrjá aðaldrætti. Er þar rakin embættistíð konungs- fulltrúa, lögmanna og biskupa í tímaröð og þar með helztu tíðindi, er þeir voru viö riðnir eða urðu á embættistíð þeirra. Annar þáttur bókarinnar fjall- ar um andlega menningu: stórskáld, trúmál, fræði- mennsku, skáldskap o. fl. Þriðji þátturinn er um þjóðarhagi, og skiptist í þrennt': I. Árferði, sóttir, mannfellir. II. Verzlun. III. Atvinnuvegir og fram- kvæmdir. Þann þátt hefði ég kosið fyllri, einkum kaflann um verzlunina, því að þar er um þá atburði að ræða, sem gleggst einkenna þessa öld, að galdra- brennunum undanskildum, og mest áhrif munu hafa haft á þjóðarfarnað síðar. En um þjóð- arhagi að öðru leyti mun sjálf- sagt mega um margt vísa til þess, sem væntanlega verður skráð í IV. bindi. Vel færi á þvi, þegar sagt er frá verzlunar- háttum hérlendis á þessum tíma, að nokkuð væri þá um leið greint frá því, hversu þess-r ari starfsemi var hagað í öðrum löndum um það leyti, og stefnu erlendra valdamanna þá í þeim málum. Myndi þá ef til vill trúar, auk stjórnar sambands- ins. Til umræðu voru allmörg mál, m. a. móðurmálskennslan. Var skorað á fræðslumálastjórnina að auka hana í barnaskólanum, og blöðin vítt fyrir að nota ekki öll lögboðna stafsetningu. Um núverandi ástand og horf- ur var samþykkt þessi ályktun: „Að byrja nú þegar að leggja mjög ríflegar fjárhæðir til hlið- ar í sjóð til viðreisnar og at- vinnubótastarfs að ófriði lokn- um. 2. Að fara nú þegar að undir- búa stofnun nýbýlahverfa og aðrar framkvæmdir, sem gætu tekið við því fólki, sem verður að hverfa frá öðrum störfum, þegar núverandi ástandi í at- vinnumálum lýkur. 3. Að vinna markvisst að því, að skapa öll þægindi í-sveitum landsins, sem mögulegt er, svo þar verði ekki síður ákjósanlegt að búa en í kaupstöðum lands- ins. i 4. Þurfi að grípa til atvinnu- bótavinnu, þá sé henni ein- göngu varið til myndunar nýrra og aukinna afkomumöguleika, t. d. við nýrækt og aukningu iðju og iðnaðar, þar sem nýir möguleikar væru fyrir hendi“. Þá samþykkti þingið áskorun til Alþingis: „Að veita Ungmennafélagi Reykjavíkur og fleiri æskulýðs- félögum ríflegan fjárstyrk til þess að byggja æskulýðshöll í Reykjavík, sem fullnægir öll- um menningarkröfum, sem gerðar eru til slíkrar byggingar, og verðug sé höfuðstaðnum og æsku landsins". Auk þessara ályktana, sam- þykkti þingið ýmsar tillögur varðandi sambandið sjálft, svo sem að taka þátt í allsherjar- móti U. M. F. í. 1943 o. m. fl. Stjórn sambandsins skipa nú: Form. Páll S. Pálsson, ritari Gísli Andrésson, féhirðir Ólaf- ur Þórðarson. Að fundinum loknum var 20 ára afmælis sambandsins minnst. Fluttu ræður í því til- efni Grímur S. Norðdáhl og Daníel Ágústínusson ritari U. M. F. íslands. í sambandinu eru nú fjögur félög með 515 félags- mönnum. Ungmennafél. Rvíkur gekk í sambandið á árinu. Lesendur l Vekið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim mannl, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tímann. Skrifið eða simið til Tímans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Sími 2323. betur skiljast, hvers vegna ís- lendingum var þetta óhagræði skaþað. Ég hygg líka, að ekki sé einhlítt að nota orðin ein- okun, kaupþrælkun eða kaup- kúgun í sagnfræðiritum um verzlunina á íslandi. Þau orð lýsa að vísu vel þeim hug, sem íslendingar báru og bera enn til þessarar verzlunar, og það eflaust með réttu. En þau gefa hins vegar óglögga hugmynd um fyrirkomulag verzlunarinn- ar. í nútíðarmáli eru til önnur orð, sem tákna það, sem við er átt réttilega. Verzlun íslands á 17. öld var eins skilmerkilega og fram er tekið, einkaleyfisverzl- un kaupmanna eða verzlunar- félags, og er rétt að þetta komi fram i nafni hennar. Einkaleyf- ishafar áttu að vera háðir opin- berri verðlagningu og verðlags- eftirliti. En um tíma á 18. öld var rekin ríkisverzlun, sem var hagstæðari fyrir landsmenn. Fróðlegt væri, ef hægt væri að gera samanburð verðlags inn- lendra og erlendra vara á þess- um tímum sem ýtarlegastan og einfaldastan, og ætti að leggja áherzlu á það í VI. bindi sög- unnar. • Saga 17. aldar er mikill lær- dómur þeirri kynslóð, sem nú vex upp á tímum óvenjulegra möguleika. Öldin var tíðinda- söm og oft á verra veg. Rétt upp úr aldamótunum 1600 hófst einkaleyfisverzlunin. Á þeirri öld var játað einveldi Dana- konungs í Kópavogi. Þá voru 25 menn hér á landi brenndir lif- andi fyrir galdra. Þá var Stóri- dómur í lög leiddur. Þá hjuggu Íslendíngasaga hin nýfa Bókaútgáfa ríkisins (mennta- málaráð og Þjóðvinafélagið) hefir nú með höndum að safna til nýrrar íslendingasögu, raun- ar hinnar fyrstu, sem það nafn er géfandi. Bækur þær, er hing- að til hafa verið út gefnar með því nafni, eru ágrip ein, og auð- vitað af vanefnum gerð, þar sem hina eðlilegu undirstöðu vantaði. Fræðimenn, t. d. Jón Aðils og dr. Páll E. Ólason, hafa að vísu ritað ítarlega um ein- stök tímabil þjóðarsögunnar og kannað frumheimildir. Til er og fjöldi ritgerða, smærri og stærri, eftir ýmsa um söguleg, íslenzk efni. En samfelld þjóðarsaga með viðhlítandi heimildakönn- un hefir aldrei verið rituð, enda er þar mikið í fang færzt og ekki á eins manns færi að leysa slíkt verk af hendi svo að vel sé. Svo er til ætlazt, að íslend- ingasaga ríkisútgáfunnar verði í 10 bindum, 4—5 þúsund blað- síður alls í vænu broti. Hér er því um mjög mikið verk að ræða, og þarf eflaust allmörg ár til útgáfunnar. Fyrir útgáf- unni stendur þriggja manna ritstjórn, Árni Pálsson prófess- or, Barði Guðmundsson þjóð- skjalavörður og Þorkell Jóhann- esson bökavörður. Eigi er mér kunnugt, hve mörgum mönnum er ætlað að rita söguna, en ef- laust eru þeir margir, og skipt- ir þó miklu að til séu valdir hinir hæfustu menn, sem völ er á, og að hverjum sé fengið það verksvið, sem honum er hug- leiknast. Kemur þá jöfnum höndum til greina, sérþekking á einstökum tímabilum þjóðar- sögunnar og sérþekking á ein- stökum þáttum þjóðlífsins á ýmsum tímum. Útgáfustjórnin skýrir svo frá, að skipting efnisins í bindi hafi þegar verið ákveðin í höfuð- dráttum sem hér segir, miðað við tímatal: I. bindi til loka 11. aldar. II. bindi 1100—1264 III. — 1264—1500 IV. — 1500—1600 V. — 1600—1700 VI. — 1700—1770 VII. — 1770—1830 VIII.— 1830—1874 IX. — 1874—1903 X. — 1903—1918 Eins og sjá má á þessari á- ætlun verður saga 19. og 20. aldar lang fyrirferðamest eða fullur þriðjungur alls verksins, og er það eðlilegt, þegar litið er á heimildafátækt fyrri alda samanborið við þann tíma, er prentað mál fór að færast í aukana, enda rás hinna stóru viðburða hraðari nú en fyr á tímum. Fyrsta sýnishorn þessara

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.