Tíminn - 12.01.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.01.1943, Blaðsíða 3
4. lilað TÍMmN, l»i»I8|inlaghm 12. janúar 1943 15 A IV IV Á L L Dánardægur. Kristján Jóhannsson útgerS- armaður í Hvammi í FáskrúSs- firSi andaSist seint í október síSastliSnum. Kristján Jóhannsson var fæddur og uppalinn í Hvammi í FáskrúSsfirSi, og var hann aS- eins tæplega fimmtugur, er hann lézt. Eru foreldrar hans hjónin Jóhann Erlendsson og Kristín Jónsdóttir, sem lengi bjuggu í Hvammi, hin mestu dugnaSar- og kostahjón. Lifa þau enn, háöldruS. Kristján var tvíkvæntur, missti hann fyrri konu sína eft- ir stutta sambúS, frá 3 smá- börnum. Giftist hann nokkru síSar hinni seinni konu sinni, Gróu Einarsdóttur, sem nú lifir mann sinn, ásamt stjúpbörn- um sínum og tveggja ára gam- alli fósturdóttur, er þau hjónin höfSu tekiS úr munaSarleysi og unnu bæSi, sem væri hún þeirra eigiS barn. — Er þung sorg, sem þessi fjölskylda má nú bera, er heimilisfaSirinn svo skyndilega er frá fallinn. Æfisögu Kristjáns ætla ég eigi aS fara aS rekja hér í þessum fáu orSum, þó frá ýmsu væri þar aS segja. Æfisaga hans er eins og flestra annara íslenzkra sveita- og sjómanna, saga hins stríSandi lífs, hinnar hörSu bar- áttu, sem þessar stéttir hafa um ár og aldir háS, til aS fram- fleyta lífi sínu og sinna. Hún er saga hinna sívinnandi handa, sem sjaldan unna sér hvíldar, sem svo oft leggja saman næt- ur og daga til vöku og starfs, og aldrei „alheimta daglaun aS kvöldum“, en vinna aSeins til þess aS uppfylla sem bezt þær skyldur, sem lífiS leggur þeim á herSar. — Kristjáns Jóhanns- sonar er sannarlega gott aS minnast. Kristján var greindarmaSur, fróSur og fróSleiksgjarn. HafSi hann víSa fariS og kunni frá mörgu aS segja. Hann var snyrtimenni í allri umgengni viS störf sín, og voru hjónin bæSi samvalin í því efni, enda var heimili þeirra ávallt hiS snyrtilegasta. Hann var drenglundarmaSur, gestrisinn og hjálpfús og vildi hvers manns greiSa gera, sem til hans leitaSi, ætti hann þess kost. Átti hann því margt vina, en engan vissi ég hans óvin vera. HugstæSastur mun þó Kristján jafnan verSa okkur vinum sínum fyrir hans létta viSmót og þá hressandi glaS- værS, er jafnan fylgdi honum. Munum viS, sem bezt þekktum hann lengi, minnast þess, (Framh. á 4. síðu) erlendir víkingar strandhögg hér á landi og fluttu héSan rúmlega 300 þræla suSur á Af- ríkuströnd. TíSarfar aldarinn- ar kemur m. a. fram í orSunum svellavetur, lurkur, jökulvetur, hvítivetur, hestabani og mann- skaSavetur, sem notuS eru í heimildum. í þessum orSum felast veSurathuganir þeirrar tíSar manna. Má vera, aS þær séu ekki eins áreiSanlegar og nú, en gefa þó áreiSanlega nokkuS til kynna um, hvaS þá reyndi á þjóSarstofninn. 17. öldin er öld Brynjólfs biskups, Árna Oddsonar, Hallgríms Pét- urssonar, Stefáns Ólafssonar og Arngríms lærSa, er baráttuna hóf fyrir viSurkenningu ís- lenzkra bókmennta og íslenzkr- ar menningar meS erlendum þjóSum. Saga aldarinnar er aS vísu víSa dapurleg, en þó eigi síSur merkileg. Sá, sem þessa sögu les, skilur betur en áSur, hvaS þaS er aS vera íslendingur. Enginn vafi er á því, aS hin nýja íslendingasaga verSur til þess aS gefa almenningi nýjar og gleggri hugmyndir um lif þjóSarinnar á liSnum öldum. Ef ríkisútgáfunni tekst aS koma henni og fornritunum inn á flest heimili í landinu, má segja, aS vel hafi tekizt. ÞaS verk er svo mikilsvert, aS rétt væri aS láta þaS sitja fyrir annari starfsemi útgáfunnar. G. G. Egill Sigurgeirsson hæstarétta .nálanutningsmaður Austurstræti 3 — Reykjavík Cornelíus Vanderbilt Hann hafði salt í rekkjunni hjá sér til þess að verjast illum öndum. Hvernig myndi þér geðjast að því, ef einhver rétti þér fjöru- tiu miljónir dollara og kvæði það eign þína? Það var einmitt þetta, sem kom fyrir Alfred Gwynne Vanderbilt yngri á afmælis- degi hans, er hann varð tuttugu og eins árs gamall. Þótt ótrúlegt kunni að virðast, hefir þessi ungi maður, sem erfði þessi geysilegu auðæfi, aldrei numið við háskóla. Allar lík- ur eru á því, að hann muni aldrei hverfa að því ráði, því að hann menntar sig með þeim hætti að hafa einkakennara í fylgd sinni, er hann ferðast um heiminn. Hann hefir fengizt við fiskiveiðar í Karabiska hafinu, og hann hefir einnig lagt leið sína inn í frumskóga Afríku, og hann hefir tekið kvikmyndir af ljónum, gíröffum og fílum. Hann lætur sér fátt finnast til um vísindi, en eins og allir Vanderbiltarnir hefir hann mikið yndi af hestum. Hann hlaut í arf marga eigulega gæðinga. Faðir hans, Alfred Gwynne Vanderbilt eldri, fórst með Lusit- aníu, sem sökkt var af þýzkum kafbáti í heimsstyrjöldinni. Enda þótt hann væri frábær íþróttamaður, kunni hann ekki að synda! Þegar Lusitanía var að sökkva, var honum kornið fyrir í ein- hverjum björgunarbátnum. En þegar hann var nýsetzur í bátn- um, stóð hann upp aftur og vék fyrir konu nokkurri. Skömmu síðar gaf hann því gætur, að önnur kona> er var frávita af hræðslu, hljóp um þilfarið og hrópaði, að hún hefði ekkert björg- unarbelti. Vanderbilt tók þá björgunarbelti af sér og fékk henni. Skömmu síðar hvarf skipið í djúpið, Vanderbilt lét lif sitt sem sannur íþróttamaður og heiðursmaður. En auðæfi Vanderbiltanna voru raunar að þakka Cornelius gamla Vanderbilt. Hann var undarlegur karl. Til er líkneski af honum á Grand Central Station á Fertugasta og öðru stræti New Yorkborgar. Hann fæddist á Staten Island fyrir hálfri annarri öld. Þegar hann var sextán ára gamall, fékk hann hundrað dollara að láni hjá móður sinni, festi kaup á litlum ferjubáti og hóf farþega- flutninga milli Staten Island og New York. Hvað hyggur þú að þessir hundrað dollarar hafi fært honum í aðra hönd? Hundrað miljónir. Auðs síns aflaði hann með því að leggja fé í skip og járnbrautir. Þrátt fyrir auðæfi sín lifði hann jafnan sparlega. Þegar hann lá banaleguna, sagði læknir hans honum til dæmis, að hann skyldi neyta kampavíns. — Hvað er þetta, varð gamla manninum að orði. — Ég hefi ekki efni á því aö drekka kampavín. Er ekki alveg eins gott að drekka sódavatn? Þetta voru engin gamanyrði. En orð þessi lýsa gamla mann- inum vel. Kona hans rak veitingahús í New Brunwick í New Jersey. Eigi að síður ól hún manni sínum ellefu börn og kom þeim á legg. Þegar hún hafði átt við fátækt að búa, átti hún sér þá ósk æðsta, að verða rík og eiga náðuga daga. En eftir að maður hennar komst í tölu helztu auðkýfinga heimsins, sagði hún oft, að þá hefði sér liöið bezt, er hún var fátæk veitingakona í New Jersey. Þegar Cornelius gamli var orðinn auðugur, vildi hann flytja til borgarinnar. En kona hans unni sveitinni og neitaði. Það sló í hart milli þeirra, og hann kvað hana vera vitlausa. Hann vildi láta athöfn fylgja orðum, og sendi hana því á geðveikrahæli, þar sem hún dvaldi árlangt. Hann taldi elzta son sinn, Billy, ónytjung, sem ekki yrði að neinu liði. Hann lét hann því dvelja í sveitinni unz hann var fertugur að aldri. En þá hugðist Billy að reka af sér slyðruorðið. Hann braut upp á nýjungum í búrekstrinum, sem gamli maðurinn varð harla hrifinn af. Hann eignaðist einnig marga góðhesta. Nú sá Corne- líus, að dómur hans um son sinn hafði ekki verið réttur. Áður en langt um leið hafði hann ráðið son sinn sem forstjóra New York Central járnbrautarfélagsins. Þegar gamli maðurinn dó, lét hann Billy eftir níutíu miljónir dollara. Þegar Billy dó, lét hann eftir sig tvö hundruð miljónir. Gamli maðurinn var í hvívetna undarlegur í háttum. Hann notaði aldrei ávísanabók. Hann skrifaði ávísanir sínar á alls- konar blaðsnepla. Hann bar takmarkaða virðingu fyrir skoð- unum annarra. Þegar hann lá banaleguna, áttatíu og fjögurra ára gamall, var hann hinn ódælasti. Hann kastaði lyfjaflöskun- um á. eftir hjúkrunarkonúnum og læknunum. Vikum saman snuðruðu fréttaritarar við hús hans og biðu þess að andláts- fregn hans bærist. Þessu reiddist hann ákaflega. Dag nokkurn, er einhver fréttaritaranna hringdi dyrabjöllunni, skreiddist hann fram úr rekkju sinni og út að stiganum og hrópaði: — Eg er ekki dauður og drepst ekki að sinni! Þegar hann lá veikur, fékk hann andatrúarmenn og miðla til þess að ná sambandi við móður sína, sem hafði dáið fyrir fjörutíu árum. Þegar hin framliðna gaf honum það ráð að hafa sinneps- plástra við sig, fylgdi hann ráði hennar mun fremur en fyrir- mælum lækna sinna. Hann unni móður sinni mjög og minntist hennar jafnan af hlýjum huga. Sökum auðæfa sinna var hann einhver voldugasti maður Vesturheims. Hann óttaðist engan. Þó hafði hann jafnan salt hjá sér i rekkjunni til þess að varna þvi að illir andar ásæktu sig. Blautsápa írá sáiMiverksiniðjiiimi Sjöfn er almeimt vi«S- urkeimd fyrír gæði. Flestar kúsmæður nota - **V Skinnaverksmiðjan ÍÐUNN framleiðir fjölmargar tcgundir af skóm á karla, konur og börn. Viiinur ennfreinur úr húðum, skiim- um og gærurn margskonar leðurvörur, s. s. lcður til skógcrðar, fataskinn, hanzkaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Skiimavcrksmiðjan Iðunn, er húin nýjustu og full- komnustu tækjum, og hcfir á að skipa lióp af fag- lærðum mönnum, seítn þegar hafa sýnt, að þcir cru færir um að kcppa við útlcnda framleiðslu á þcssu sviði. IÐUNNARV0RUR Sást hjá kaupíélögum land og mörgum kaupmönnum. Iðunnarvörur eru smekklegar, haldgóðar, ódýrar Notlð IÐUXVAR törur £íIÐSÖLíi81RGÐTTTí',m'A&NI JÓNSSON HAFNAQ5TR.5, REYKJAVÍK. Naiimur ■■■ —---------------- ---------------------------- * ll'v Satnbattd ísl. snmvinnufélafía. Kaupfélög! Athugið um brunatryggingar yðar eftir að vörutalningu er lokiö um áramót. Fryst Dílkakjöt Sjainar-blautáspu F ramsóknarmenn í Reykjavík Afgreiðsla Tlmans hiður ykkúr vinsamleg- ast um aðstoð við að útvega börn cða unglinga til að bera blaðið til kaupenda í bænum. %” kr. 3,70 pr. kg. 1” kr. 2.29 pr. kg. iy2” kr. 1.70 pr. kg. 2” kr. 1.60 pr. kg. 2V2” kr. 1.95 pr. kg. 3” kr. 1.45 P1'. kg. 4” kr. 1.45 pr. kg. 6” kr. 1.45 pr. kg. Hverfisgötu 52. úrvals dilkakjöt úr öllum beztu f járhcruðum landsins. Aðeins sclt I heilum skrokkum. Frystihúsið Herðubreið Fríkirkjuvegi 7. Sími 2678. T í M IIV ]V er víðlcsnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.