Tíminn - 19.01.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.01.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: j ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. I FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: | JÓNAS JÓNSSON. ( ÚTGEFANDI: \ FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJ ÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 235a og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEI K'A OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Síml 2323. PEENTSMIÐJAN EDDA hi. Simar 39 og 3720. 27. árg. Reykjavík, þrlðjudaginn 19. janúar 1943 7. blað Hörmuleg afleiðing upplausnarinnar Verzlunarjöínuðurínn varð óhagstæður um 47,3 miljónir króna árið 1942 Andvítði tuga skípa, hundraða landbún- aðarvéla og margra stórverksmiðja eylt Þíngtíðindi: Viðskiptaráðsfrv. orðið að lögum Prumvarp ríkisstjórnarinnar um viðskiptaráð er nú orðið að lögum. Það var afgreitt frá þinginu á laugardaginn og stað- fest af ríkisstjóra sama dag. Breytinga þeirra, sem voru gerðar á frumvarpinu í neðri deild, hefir áður verið getið, en þær voru aðallega orðalags- breytingar, að því undanskildu, að aukin var heimild stjórnar- innar til þess að taka innflutn- ing vara í sínar hendur, ef sér- stök nauðsyn væri fyrir hendi. Er þessarar breytingar nánar getið á öðrum stað í blaðinu í dag. í efri deild urðu talsverðar umræður um skipun viðskipta- ráðsins. Hermann Jónasson, Haraldur Guðmundsson og Brynjólfur Bjarnason lögðu á- herzlu á, að samvinna yrði milli stjórnarinnar og þingsins um skipun ráðsins og gæti slík sam- vinna engu síður átt sér stað, þótt rikisstjórnin ein hefði vald tii að skipa ráðið. Hermann Jónasson benti á, að með þess- ari ráðstöfun og öðrum ráðstöf- unum, sem stjórnin hefði gert í dýrtíðarmálinu, væru aðeins stigin bryjunarsporin í viðreisn- aráttina. Stærstu og þýðingar- mestu sporin væru enn óstig- inn. Það gæti orðið torveldara að stíga þau, ef samstarf þings- ins og stjórnarinnar yrði fyrir áfalli strax í byrjun. Þess vegna væri þýðingarmikið, að sam- vinna tækist um skipun ráðsins.1 Tveir ráðherrar, Björn Þórð- arson og Einar Arnórsson, tóku fram, að stjórnin vildi hafa góða samvinnu við þingið, en samt vildi hún ráða skipun ráðsins (Framh. á 4. slOu) Tvö hörmuleg bíí- reíðarslys Síðastl. laugardag ók amerísk herbifreið á fjögra ára gamlan dreng á Hafnarfjarðarveginum. Meiddist hann svo mikið, að hann lézt degi síðar. Slysið.vildi þannig til, að fjög- ur börn voru að leika sér við veginn. Þrjú þeirra voru komin út á veginn, þegar bifreiðina bar að, og hægði hún á sér, með- an þau fóru yfir götuna. En þegar þau eru komin yfir, fer fjórða barnið út á veginn og verður fyrir bifreiðinni. Drengurinn, sem dó, hét Ein- ar Örn, sonur Guðmundar Ól- afssonar og Sesselju Ólafsdótt- ur á Bakka. Síðastliðinn þriðjudag vildi það slys til á Sauðárkróki, að tveir drengir urðu fyrir bifreið og hlaut annar þeirra bana, en hinn meiddist mikið. Slysið vildi þannig til, að drengirnir sátu undir húsvegg við enda einnar götunnar. Hálka var mikil. Þegar bifreið- In kom fyrir húshornið, missti bifreiðastjórinn vald á henni, vegna hálkunnar, og klemmd- ust drengirnir milli hússins og bifreiðarinnar. Þriðji drengur- inn, sem sat hjá þeim, slapp nauðutega. Drengurinn, sem dó, hét Helgi, sonur Jósefs Stefánssonar tré- smiðs, 14 ára gamall. í glingur oá óþaría Á því ári, sem útflutningurinn var hærri en nokkuru sinni fyrr, hefir verzli|narjöfnuðurinn orðið margfalt óhagstæðari en nokkuru sinni áður. Slík er ein afleið- ingin af upplausnarstjórn Olafs Thors á síðastliðnu ári. Bráðabirgðatölur Hagstofunnar um verzlunarjöfnuð- inn 1942 hafa nú verið birtar. Innflutningurinn varð 247.7 milj. kr. og útflutningurinn 200.4 milj. kr. Verzl- unarjöfnuðurinn var því óhagstæður um 47.3 milj. kr- Til samanburðar má geta þess, að 1941 varð verzi- unarjöfnuðurinn hagstæður um 59 milj. kr. Innflutn- ingur var þá 129.5 milj., en útflutningurinn 188.5 milj. Þetta er í fypsta sinn síðan 1934, sem verzlunarjöfn- urinn hefir orðið óhagstæður, en þá réði íhaldsráðuneyti Asgeirs Asgeirssonar mestu um innflutninginn. í blöðum íhaldsmanna hefir verið reynt að verja þessa óstjórn á innflutningsmálunum. Þau hafa i fyrsta lagi sagt, að gjald- eyrisnefnd bæri ábyrgðina, og í öðru lagi, að lítið hafi verið fiutt inn af óþarfa vörum. • Um fyrra atriðið er það að segja, að það er ekki gjaldeyris- nefnd, heldur ríkisstjórnin, sem mótar stefnuna. Gjaldeyris- nefnd fer aðeins eftir fyrirmælum rikisstjórnarinnar. Hún legg- m ekki hömlur á innflutning, sem ríkisstjórnin fyrirskipar að e.’gi að vera frjáls. Um síðara atriðið er það að segja, að búðargluggarnir í Reykja- vík eru gleggsta sönnunin fyrir því, að óhófsvörur og óþarfa vör- ur hafa verið fluttar inn í stórum stíl. Frá hendi Hagstofunnar liggur enn ekki fyrir fullkomin sunduriiðun á innflutningnum, heldur aðeins í nokkra aðalflokka, þar sem blandað er saman nauðsynlegum og ónauðsynlegum vörum. En vérzlunarskýrsl- urnar munu vissulega á sínum tíma sanna þau ummæli þessa blaðs, að á árinu 1942 hefir a. m. k. 50—60 milj. kr. af erlendum gjaldeyri verið eytt til kaupa á glingri og óþarfa vörum, sem þjóðin hefði verið fyrir beztu, að aldrei hefði hingað komið. Þegar þjóðin þarf að endurnýja skip sín og landbúnaðarvélar, auka véltæknina í atvinnurekstrinum, byggja nýjar verksmiðjur, sementsverksmiðju, ábnrðarverksmiðj u, lýsisherzluverksmiðj ú o. s. frv., þá fyrst munu menn finna til þess hvílíkt óhappaverk hefir verið unnið með óstjórn innflutningsmálanna á síðastl. ári. Þá munu menn harma það, að 50—60 miljónirnar, sem fóru í glingurkaup og annað þessháttar á árinu 1942, skulu ekki lengur vera handbærar í erlendum gjaldeyri. Verzlunarjöfnuðurinn á síðastl. ári ætti að vera þjóðinni full- gild sönnun þess, hvernig farið hefði á undanförnum kreppu- árum, ef ekki hefði notið hinnar traustu forustu Eeysteins Jóns- sonar, heldur hefðu íhaldsmenn haft forsjá þessara mála. Hver er sá, sem efar það eftir þetta, að fjárhagur íslenzku þjóðarinnar hefði þá ekki komizt i fullkomna rúst? Óheillastefnan í innflutningsmálunum á liðna árinu á þó fyrst og fremst að vera okkur til lærdóms og aðvörunar. Þetta virðist líka hinn nýji viðskiptamálaráðherra skilja, a. m. k. í orði, hvað, sem reynist svo á borði. Þótt hann hafi áður verið einsýnn í þessum málum, virðist hann nú sjá, að stefna íhaldsstjórnarinnar á síðastliðnu ári leiðir til hruns og glötunar. Þess vegna lýsti hann yfir því við 1. umræðu um viðskiiptaráðsfrv. í neðri deild, að „hann myndi ekki horfa á það aðgerðalaus meðan hann væri ráðherrá viðskiptamála, að verðmætí innflutningsins verði til lengdar meiri en gjaldeyristekjur lanðsins af útflutningnum og á þann hátt gangi til þurrðar sá gjaldeyri, sem safnazt hefir er- lendis undanfarin ár.“ Þjóðin væntir þess fastlega, að viðskiptamálaráðherrann standi við þessi orð sín og skeri niður innflutning óþarfa varnings. Erleut yflrlit 19. janúar. Þjóðverjar í varnarstöðu TVýir sigrar Rússa. — Loftárásir á Rerlin. — Sókn Rreta í Tripolitania. — Verða Hollend- ingar fluttir til Austur-Evrópu? Tíðindi frá Alping-i: Styrkur til kynnisferda sveitafólks Snemma á þinginu var lagt fram í efri deild frv. til laga um orlof. Frv. þetta var undirbúið og samið af sérstakri nefnd, sem þjóðstjórnin fól það verkefni. Samkvæmt frv. skulu allir launþegar fá jafnmarga orlofs- daga á ári og þeir hafa unnið marga almanaksmánuði næsta ár á undan. Þeir, sem þegar hafa samið um lengra orlof; skulu þó halda því óbreyttu. Þeir, sem vinna lausavinnu, skulu fá 4% af kaupi sínu sem orlofsfé, en þeir, sem eru í fastri vinnu, fá ekkert sérstakt orlofs- fé, en fullt kaup þá daga, sem ( þeir eru 1 orlofi. Orlofsfé skal aðeins greitt af dagkaupi, en ekki eftirvinnu og helgidaga- vinnu. Við aðra umræðu í efri deild bar Hermann Jónasson fram svohljóðandi viðaukatillögu við frv. um orlof og kynnisferðir sveitafólks: „Ríkissjóður greiði árlega fjár- hæð, er nemur 10 af hundraði af . útborguð’um . jarðræktar- styrk það ár. Fjárhæð þessari skal varið til að styrkja kynnis- ferðir sveitafólks. Búnaðarfélag (Framh. á 4. siðu) Áróður Þjóðverja hefir tekið miklum breytingum i seinni tíð. Áður fyrr var því óspart haldið að þýzkum almenningi, að sig- urganga þýzka hersins yrði eigi stöðvuð og myndi fullnaðarsig- ur falla honum fljótt i skaut. Nú er því haldið fram, að mestu skipti fyrir Þjóðverja að hag- nýta sér gæði þeirra landa, sem þeir hafa lagt undir sig, en hyggja ekki til meiri sigurvinn- inga, a. m. k. fyrst um sinn. Ef þeir geti hagnýtt sér þessi nátt- úruauöæfi til fulls, munu þeir heldur ekki verða sóttir heim. Þeirri orku, sem Þjóðverjar hafa áður eytt til sóknar, verði nú varið til hagnýtingar á hin- um yfirunnu löndum. Blöð Bandamanna skýra þennan breytta áróður Þjóð- verja á þann veg, að Þjóðverjum sé sjálfum orðið ljóst,að þeir séu þegar komnir í varnarstöðu og frekara framhald geti því eigi orðið á sókn þeirra. Þess vegna verði tæpast að vænta frá þeim neinnar stórsóknar á þessu' ári. Það, sem Þjóðverjar virðast einkum byggja á traust sitt i varnarstyrjöldinni, er tvennt: Hagnýting auðlindanna i Ukra- inu og hernaður kafbátanna. Ukraina á að verða hið mikla matarbúr Þjóðverja og þar ætla þeir að fá nóg járn og eldsneyti til iðnaðar síns. Kafbátarnir eiga að hindra Bandamenn í því að koma nægu herliði og her- gögnum til Evrópu. Því ber eigi að neita, að Þjóð- verjar geta lagt nokkurt traust á hvorttveggja. Landbúnaðurinn i Ukrainu er óðum að komast í hið fyrra horf og skemmdir þær, sem Rússar unnu þar á námum og verk- smiðjum, eru óðum að verða bættar. Ef Þjóðverjar geta auk- ið not þessara auðlinda árið 1943, án þess að Bandamenn geti unnið þeim stórfellt tjón, verða þeir ólíkt betur staddir í árslok 1943 en í seinustu árslok. Kafbátar Þjóðverja hafa tek- ið miklum endurbótum í seinni tíð. Þeim hefir tekizt að búa til kafbáta, sem eru langtum hrað- skreiðari og hafa miklu melra burðarmagn fyrir eldsneyti en eldri kafbátar þeirra. Banda- menn viðurkenna líka fullkom- lega, að kafbátahættan sé nú alvarlegasta viðfangsefni þeirra. Dómur blaða í löndum Banda- manna er líka yfirleitt á þá leið, að höfuðsóknin gegn Þjóð- verjum þurfi að verða á þessu ári, því gefist þeim tækifæri til fullrar hagnýtingar á löndum þeim, sem þeir hafa hertekið, munu þeir verða örðugri við- fangs á eftir. Rússar hafa birt nýjar sig- urfréttir nú um helgina. Þeir hafa hafið nýja sókn* fyrir sunnan Voronesh, norðan járn- brautarinnar, sem þaðan liggur til Rostov. Hafa þeir ekki sótt þar fram áður. Eru þeir búnir að rjúfa varnarlínu Þjóðverja þar á allmiklu svæði, fella mikið þýzkt lið, taka marga fanga og sækja fram nokkra tugi km. Nokkru sunnar hafa þeir tekið borgina Millerovo, sem er mik- ilvæg járnbrautarstöð og höfðu Þjóðverjar þar öflugar varnir. Umkringdu Rússar þá borg fyrir nokkru. Eiga þeir nú stutt ó- farið til Kamenskaya, sem er mikilvæg borg við Voronesh- Rostov-járnbrautina. Milli hennar og Donfljóts hafa þeir brotizt yfir Donetsfljót á tals- verðu svæði. Er nú svo komið, að Rússar eru nú í sókn á allri ill" Lloyd George, sem var forsætisráðherra Breta sein- asta ár heimsstyrjaldarinnar 1914—18 og talin er hafa átt meiri þátt í sigri Bandamanna en nokkur maður annar, átti áttræðisafmæli í gær. Bárust hon- um heillaskeyti víðsvegar að úr heim- inum og m. a. frá flestum þjóðhöfð- ingjum Bandamanna. Lloyd Gerorge er vel ern og skipar enn sæti sitt í brezka þinginu með miklum skörungskap. Efl- ing landbúnaðarins í Bretlandi er nú stærsta áhugamál hans og fæst hann sjálfur við búskap 1 stórum stíl. víglínunni frá Voronesh til Tu- apse í Kákasus. Við Leningrad hafa stórorr- ustur geisað. Er síðast af þeirri viðureign að frétta, að Rússar hafa tekið Schlussenburg, eitt ramgerðasta virki Þjóðverja á þessum slóðum. Er umsáturs- hringurinn um Leningrad þar með rofinn. Þá hafa Rússar hafið sókn gegn hinum innikróaða her Rússa við Stalingrad. Allar sam- gönguleiðir milli hans og aðal- hers Þjóðverja eru nú lokaðar. Hafa Þjóðverjar reynt að senda honum vistir loftleiðis, en það hefir hvergi nærri reynzt full nægjandi. Buðu Rússar her þessum að gefast upp fyrir nokkru gegn sæmilegum skil- málum, en því var engu anzað. Hófu Rússar þá sókn gegn honum, og hefir hún borið mik inn árangur. Skortir her þenn- an bæði vopn og vistir og er talið, að hans bíði tortímingin ein. Hann mun upphaflega hafa verið um 200 þús. manns, en nú munu um 70—80 þús. eftir. Brezkar flugvélar gerðu stór ar loftárásir á Berlín aðfara- nætur sunnudagsins og mánu- dagsins. Viðurkenna Þjóðverjar að tjón hafi orðið verulegt. Hafa brezkar flugvélar ekki gert á- rásir á. Berlín um margra mán aða skeið. Mun nú eiga að fara að sýna þýzku höfuðstaðarbú unum mátt flughers Banda- manna. Áttundl brezki herinn hefir nú hafið nýja sóknarlotu í Tri polataníu og enn sótt fram nokkra tugi km. Bretar segja, að aðaltakmarkið með sókn þessari sé ekki að vinna meirá land, heldur að eyðileggja sem mest af her Rommels áður en hann komist til Tunis. Hefir brezki flugherinn því haldið uppi miklum loftárásum sam fara framsókn landhersins. Tal ið er, að Bretar séu komnir til Masúrata, 150 kilómetrum austan við Tripolis. Þjóðverjar hafa fyrirhugað stærri fólksflutninga en flutn inga þá á Gyðingum, sem getið var um i seinasta blaði. Hafa beir m. a. látið uppi þau áform að nær allir Hollendingar verði fluttir til Austur-Evrópu. Er (Framh. á 4. siðu) Á víðavangi STEFNA ALÞÝÐUFLOKKSINS í DÝRTÍÐARMÁLUNUM. Alþýðublaðið er að tala um, að allt hefði farið vel í dýrtíð- armálunum, ef tillögum Alþýðu- flokksins hefði verið fylgt! Ekki er kunnugt um, að Alþýðuflokk- urinn hafi barizt af alvöru fyr- ir nokkurrri aðgerð í dýrtíðar- málunum annarri en þeirri, að hafa kaupið óbundið. Því hefir flokkurinn líka fengið fram- gengt. Raunverulega má þvi segja, að stefna Alþýðuflokks- ins í dýrtíðarmálunum hafi ver- ið fylgt. Er raunalegt til þess að vita, að Alþýðublaðið skuli nú ekki vilja við þessa stefnu kannast og telur því flokk sinn hafa fylgt einhverri annarri stefnu, sem enginn hefir heyrt nefnda fyrr. FÁFRÆÐI ALÞÝÐUBLAÐSINS. Alþýðublaðið er að ásaka Framsóknarmenn og sósíalista fyrir að hafa beint þeim til- mælum til rikisstjórnarinnar, að viðskiptaráðið yrði skipað í samráði við þingið. Blaðið veit ekki betur en það, að Stefán Jóhann varð fyrsti maðurinn í þinginu til þess að benda á þessa leið, að Finnur Jónsson greiddi atkvæði með til- lögu sósíalista um að þingið kysi fjóra menn í viðskiptaráð, og að Haraldur Guðmundsson lýsti sig eindregið fylgjandi því, að ráðið yrði skipað í samráði við þingið. „OFBELDI“. í tilefni af frv. Bjarna Ben. um stækkun lögsagnarumdæm- is Reykjavíkur sendir Mbl. Mos- fellssveitarmönnum og Seltirn- ingum þessa vinarkveðju í Reykjavíkurbréfi sinn á sunnu- daginn: „Ef hægt er að tala um of- beldi í þessu máli, þá eru það hrepparnir en ekki bærinn, sem hafa það í frammi.“ Það væri fróðlegt að fá nán- ari skýringu Mbl. á því, hvert þetta „ofbeldi hreppanna" væri. FYRIRSPURN TIL HALLDÓRS KILJANS. í laugardagsblaði Þjóðviljans skrifið þér langa grein til þess að sýna fram á, að íslenzkt kindakjöt sé óætur matur og „viðbjóður“, eins og þér komizt að orði. Aðalrök yðar eru fólgin í þeirri staðhæfingu, að brezka setuliðið hafi keypt hér kjöt í stórum stíl til að fleygja því. Þetta segið þér orðrétt í því sambandi: „Algengast var að þeir köst- uðu í sorp síðum og fram- pörtum af skrokkunum og notuðu oft aðeins afturhiut- ann til matar. Það er opin- bert leyndarmál að í sumum herbúðum hentu þeir öllu ís- lenzka kjötinu eins og það lagði sig, þó þeir tækju við nokkrum skrokkum af því vikulega. Ég veit um fátækar fjölskyldur, sem höfðu ókeyp- is gnægtir af þesskonar kjöti, sem við nefnum fyrsta flokks mat, en þeir töldu sorp.“ Þessar upplýsingar yðar eru svo nýstárleg tíðindi, að ekki verður hjá þvi komizt að krefja yður nánari skýringa. Timinn getur leitt það hjá sér, þótt þér ákærið brezku her- stjórnina fyrir að kaupa í stór- um stíl matvæli, sem hún álít- ur „sorp“ og fleygir því jafn- harðan á sorphauginn. En ó- neitanlega er þetta þung og ó- geðsleg ákæra á þjóð, sem berst fyrir lífi sínu og verður að skammta allt kjötmeti mjög knappt í heimalandi sínu. — Hitt er annað mál, þótt einhver dæmi megi finna um sóða, sem fara illa með allan mat, og þá væntanlega íslenzkt kjöt sem annað. — Það réttlætir ekki á (Framh. á 4. síOu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.