Tíminn - 19.01.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.01.1943, Blaðsíða 2
26 TOlirciy, þriðjiidaginn 19. jamúar 1943 7. blað “gímirm Þriðjudugur 19, jan. ja mán. so®nnar A KROSSG0TUM Fréttír úr Skagafjarðarsýslu Um ríkísrekstur o.ll. í neðri deild var sú breyting gerð á frumvarpinu um við- skiptaráö, að heimild ríkis- stjórnarinnar til þess að fela ráðinu að annast innflutning á vörum var aukin til muna. Sam- kvæmt tillögu stjórnarinnar mátti fela ráðinu að „annast innflutning brýnna nauðsynja eftir ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar, ef hún telur sýnilegt, að innflytjendur sjái ekki högum þjóðarinnar borgið“, en eins og neðri deild gekk frá frumvarp- inu má einnig fela ráðinu inn- flutning vara af „öðrum ástæð- um, sem gera slíka ráðstöfun nauðsynlega að dómi stjórnar- innar.“ Þessi breyting á frumvarpinu var gerð eftir tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins, Alþýðu- flokksins og Sósíalistaflokksins 1 fjárhagsnefnd deildarinnar. íhaldsmenn beittu sér gegn tillögunni. Þær raddir hafa heyrzt, að Framsóknarflokkurinn hafi með þessu veitt rikisstjórninni heim- ild til viðtækari ríkisverzlunar en samrýmanlegt sé stefnuskrá hans. Samskonar gagnrýni hef- ir einnig verið hreyft í tilefni af frv. því um endurreisn bif- reiðaeinkasölunnar, sem Fram- sóknarflokkurinn styður. Það virðist því ekki úr vegi að athuga samþykkt seinasta flokksþings Framsóknarmanna, sem haldið var 13.—20. marz 1941, um þessi mál. Þar segir á þessa leið: „Flokkurinn er því mótfall- inn, að völd og auður, sem og umráð framleiðslutækja, safn- ist í hendur fárra manna. Hann er mótfallinn ríkisrekstri í framleiðslu og verzlun, nema að slíkt megi teljast nauðsynlegt til tekjuöflunar, svo og til að koma í veg fyrir óeðlilega auð- söfnun eða aflétta neyðar- ástandi hjá almenningi.“ Eins og þessi yfirlýsing, ber með sér, getur flokkurinn fallizt á rlkisrekstur undir sérstökum kringumstæðum, ef það telst nauðsynlegt af einhverjum þessara ástæðna: 1. Afla ríkissjóði tekna. 2. Koma I veg fyrir óeðlilega auðsöfnun. 3. Aflétta neyðarástandi hjá almenningi. Þegar þessl stefnuyfirlýsing er athuguð, ætti mönnum að verða ljóst, að framangreind breyting á viðskiptaráðsfrum- varpinu eða bifreiðaeinkasölu- frumvarpið brýtur ekki að neinu leyti I bága við starfsskrá Framsóknarflokksins. Það kemur hér fram, eins og oft áður, að ýmsum virðist erf- itt að gera greinarmun á 'tak- mörkuðum ríkisrekstri, t. d. rekstri pósts, síma, samgöngu- tækja og sjúkrahúsa, og al- gerum ríkisrekstri, sem sósi- alistar stefna að — og er í því fólginn, að ríkið annist állan atvinnurekstur, stóran og smá- an. Hinn takmarkaði rlkisrekstur er meira og minna viðurkennd- ur af öllum flokkum, m. a. ís- lenzka íhaldsflokknum, enda er hann oft beint til styrktar einkaframtakinu, einkúm hjá smáframleiðendum, t. d. rekst- ur samgöngutækja og sildar- verksmiðja. Helzt hefir tak- markaður ríkisrekstur I þessum stíl sætt gagnrýni „réttlínu" kommúnista, sem m. a. hafa látið uppi þá skoðun, að síldar- verksmiðjur ættu heldur að vera einkaeign en ríkiseign í núverandi þjóðfélagi. Þessa af- stöðu b-yggja „réttlínu" kom- múnistar á því, að þeim mun öflugra og harðvítugra, sem auðvaldið er, þeim mun meiri andúð sé hægt að vekja gegn því. Sú skoðun ryður sér nú meira og meira til rúms I lýðræðis- löndunum, að afskipti ríkis- valdsins af viðskiptum og at- vinnumálum muni stórum auk- ast eftir þessa styrjöld. Hins vegar verði ekki gengin braut- in til hins algera sósíalisma, heldur farin mlllileiðin milli op- Haustið 1936 var ég staddur austur I Hornafirði á fundaferð vegna Framsóknarflokksins. Eitt kvöld var ég staddur þá á heimili góðvina og hlustaði á fréttir útvarpsins. Þótti mér þá viðbregða, er mér bárust skyndilega fréttir þangað aust- ur á vegum loftsins, um að flokksþing Alþýðumanna hefði samþykkt að slíta pólitísku samstarfi Alþýðuflokksins og Framsóknarmanna, að liðnum þrem mánuðum, ef Framsókn- armenn vildu ekki ganga inn á byltingarkennda aðstöðu I at- vinnumálum. Þegar hér var komið sögu, höfðu þessir tveir flokkar unnið saman að stjórn landsins og lausn allmargra umbótamála á grundvelli frjáls- lyndrar miðflokksstefnu. Nú nægði Héðni Valdimarssyni ekki lengur þessi vinnubrögð. Hann vildi færa sinn flokk og Fram- sóknarflokkinn með yfir á bylt- ingarkenndan þjóðnýtingar- grundvöll. í miðstjórn og þingflokki Framsóknarmanna var enginn fulltrúi, sem vildi líta við úr- inberra afskipta og einkafram- taksins. Má t. d. hugsa sér þá leið I þeim efnum, að ríkið elgi ýmis stærri atvinnufyrirtæki, eins og t. d. síldarverksmiðjur, leigi þau síðan hlutaðeigandi starfsstéttum, er reki þau á samvinnugrundvelli undir eftir- liti ríkisins. Ýmis iðnrekst- ur telja menn þó að þurfi að verða beint I opinberri forsjá, eins og t. d. sementsverksmiðja og áburðarverksmiðja hér. Smá- reksturinn, t. d. búskapur og smáútgerð, verður hins vegar bezt komin í höndum einstakl- inga. Kaupfélagsskapurinn hef- ir sýnt, að hann er bezta fyrir- komulagið á verzluninni. Benedikt á Auðnum sagði I tímaritsgrein fyrir fimmtiu ár- um, að með hverri kynslóð skap- aðist þörf fyrir nýja framsókn, nýjar endurbætur og breyting- ar á skipulagsháttunum. Gaml- ir fordómar mættu þá ekki verða mönnum fjötur um fót. Hin komandi ár munu færa ís- lendingum, eins og öðrum þjóð- um, mörg ný verkefni, sem þarfnast nýrra úrræða. Fram- sóknarflokkinn mun þar verða að finna, eins og endranær, sem brautryðjanda hins nýja tíma. Sú millileið, sem fara verður, mun lika reynast eðlilegt á- framhald af starfi hans á und- angengnum áratugum. Þ. Þ. slitakostum nábúaflokksins. Framsóknarmenn höfðu þá starfað um nálega tuttugu ára skeið á þeim grundvelli, er þeir höfðu lagt 1917. Þeir höfðu þá fellt tillögu um að láta flokk- 'inn heita vinstri fiokk, af því að þeim þótti nafnið takmarka starfshætti og hreyfingarfrelsi flokksins. í nálega 20 ár höfðu Framsóknarmenn markað meg- instefnu I allri umbótastarf- semi þjóðarinnar, með því að vinna eftir málefnum, ýmist með mönnum úr sameignar- eða samkeppnisflokknum. Nú ætlaði Héðinn Valdimarsson að binda Framsóknarmenn föstum tengslum, ekki einungis við sinn flokk, heldur líka við byltingar- kenndar aðgerðir I landsmála- starfinu. Hersaga Alþýðuflokksins hlaut að leiða til kosninga vorið 1937. Á útmánuðum þetta ár héldu Framsóknarmenn flokksþing. Það hlaut að sjálfsögðu að taka til meðferðar tilraun Héðins Valdimarssonar að innlima Framsóknarmenn I hina pólit- ísku verkamannahreyfingu. Enginn fulltrúi á þessu flokksþingi vildi verða við kröf- um Héðins Valdimarssonar. Þvert á móti var kröfum hans vísað á bug bæði í orði og verki. Flokksþingið samþykkti skýra yfirlýsingu um að Framsóknar- menn væru frjálslyndur mið- flokkur. Jafnframt afneitaði hann I einu séreinkennum ná- búaflokkanna til beggja handa. Flokksþingið lýsti hátíðlega yf- ir, að ekki kæmi til greina pól- itískt samstarf við verkamanna- flokk, nema I því samstarfi væri vísað á bug öllum þjóðnýting- arkröfum. Jafnframt festu Framsóknarmenn enn einu sinni það heit, að þeir vildu beita úrræðum samvinnumanna I atvinnurekstri landsmanna, en vinna móti þjóðnýtingu og stóriðju á vegum einstakra manna. Síðan var kosið um málið vor- ið 1937. Framsóknarflokkurinn vann glæsilegan kosningasigur og nokkur ný kjördæmi. Al- þýðuflokkurlnn beið mikinn ó- sigur og tapaði bæði kjörfylgi og þingfylgi. Talið var að þetta vor hefðu sjómenn I Reykjavík, I hundraðatali, yfirgefið Héðin Valdimarsson og flokk hans, fyrir byltingarbrölt hans I at- vinnulífi höfuðstaðarins. Það hefir orðið nokkrum pól- itískum áróðursmönnum að falli I landsmálabaráttunni, að skilja ekki eðli og stefnumörk Framsóknarmanna. Jón Jóns- son í Stóradal var greindur maður og ölull. Honum kom til hugar að draga Framsóknar- flokkinn yfir til hægri hliðar og gera hann að föstum sam- starfsflokki Mbl.manna, með varanlegri og eindreginni mót- hygð við verkamannahreyfing- una. Mikill meirihluti Fram- sóknarmanna neitaði þessari vegartilsögn. Þá klauf Jón flokkinn, og fékk í fyrstu með sér nokkra röska trúnaðarmenn úr samvinnufylkingunni. En þar dugði hvorki elja eða áróður. Samvinnumenn neituðu að binda sig þannig við annan flokk, hugsjón hans og málstil- búnað. Þetta leiddi til þess, að Jón Jónsson og félagar hans hurfu af landsmálasviðinu. Sumarið 1934 höfðu Héðinn Valdimarsson og Vilmundur Jónsson ritað mér bréf, sem síð- an hefir verið prentað. Þar full- yrða þeir að nálega allir Fram- sóknarmenn séu fylgjandi þjóð- nýtingarstefnunni. Það sé mér að kenna og nokkrum öðrum samvinnumönnum, að nálega allur kjósendahópurinn sé ekki kominn 1 Alþýðuflokkinn, þar sem þeir eigi að vera, samkvæmt lífsstefnu sinni. Lítill vafi er á að Héðinn og Vilmundur hafa ekki vitað betur en þeir töluðu. Þriggja mánaða víxillinn, sem borinn var fram rúmum tveim árum síðar, var hin eðlilega af- leiðing þessarar rökvillu. Héð- inn Valdimarsson og Vilmundur Jónsson létu báðir sitt pólitíska líf, af því þeir þekktu ekki stefnu og lífsskoðun Framsókn- armanna, og gerðu sjálfum sér slysalega hernaðaráætlun. Svo fjarri fór því, að Fram- sóknarmenn vildu innleysa byltingarvíxilinn, að um nokk- ur næstu missiri störfuðu þeir að ýmsum málum með nábúum til hægri. Þeir leystu á þann hátt Kveldúlfsmálið I bili. Þeir leystu verkfall togaraháseta á sömu lund, þegar Alþýðuflokk- urinn kvaddi Harald Guð- mundsson úr ríkisstjórninni. Þeir gerðu .stórfellda tilraun 1939 að leysa vandamál útvegs- ins með forustumönnum út- gerðarinnar. Og svo sem til að undirstrika óumdeilanlega mið- flokkseðli sitt, mynduðu þeir samstjórn með nábúum til hægri og vinstri, I mikilli ó- þökk kommúnistanna í landinu. Sú stjórn starfaði um nokkurra missera skeið, leysti mörg að- kallandi augnabliksmál og hélt uppi góðum friði í landinu. Framsóknarmenn hafa síðan Fréttaritari Tímans í Skaga- firði hefir sent blaðinu ára- mötayfirlit það, sem hér fer á eftir: Bændur hafa bætt hag sinn á liðna árinu, þ. e. borgað skuldir, sérstaklega þeir, sem ná til við- skipta við mjólkursamlagið. Kýr mjólkuðu heldur vel og óx mjólk flutt til mjólkursam- lagsins á Sauðárkróki, allveru- lega. Þó fjölgaði ekki þátttak- endum. Gagnsemi af sauðfé varð einnig heldur yfir meðal- lag, þ. e. a. s. það meðallag, sem nú er talið, en það er nokkru hærra en var fyrir 10 árum. Hrossum var fargað með mesta móti, bæði til lífs og slátrunar, en samt mun þeim vart fækka. Afkoma þeirra loðdýrabúa, sem hér eru, en það eru fjögur refabú og fjögur minkabú, varð ágæt hvað yrðlingatölu snertir. En.þar sem bæði kjöt og fiskur hefir hækkað drjúgum í verði og sömuleiðis vinna öll við hirðingu, en hinsvegar loðskinn öll fallið á heimsmarkaði, er nokkurnveginn sýriilegur halli á þeim rekstri. Svo má segja, að fiskafli hafi verið fremur góður á þessu ári og er enn. En gæftir hafa verið stopular fyrir þá bátastærð, sem hér er mest notuð. Af iðngreinum, sem reknar hafa verið á .árinu, má nefna mjólkursamlagið á Sauðárkrók og þrjú hraðfrystihús, tvö á Sauðárkróki og eitt á Hofsósi. Þessi hús hafa fryst allt kinda- kjöt á viðskiptasvæðinu. — Saumastofa Kaupfélags Skag- firðinga hefir töluverf aukið starfsemi sína á árinu. Ein tré- smíðavinnustofa starfar einnig á Sauðárkróki. Þá hefir tekið til starfa skinnfata-saumastofa á Mælifellsá I Lýtingsstaðahreppi. Er þetta ef til vill það sem koma skal, að smærri eða stærri iðja verði framkvæmd I sveitum landsins. Byggingarframkvæmdir eru litlar. Þó hafa verið byggð 5 hús I sveit og tvö á Sauðár- króki. Byggt var einnig ofan á húsið I Varmahlíð. Verður nú hægt að hafa þar námskeið að vetrinum og greiða fyrir ferða- fólki að sumrinu. Jarðræktar- 1936, eins og áður, sýnt að þeir vinna sigra sína með þvl að starfa með öðrum flokkum eftir málefnum. J. J. framkvæmdir eru sáralitlar. Ný- bygging vega er einnig mjög lítil innanhéraðs. Stendur það I vegi fyrir aukinni mjólkurfram- leiðslu í Viðvíkursveit og Hjaltadal, svo og Laxárdal ytri. Virðist svo sem vegaviðhaldið sé allþungt á . og tímafrekt. Vindrafstöðvum fjölgar drjúg- um hér um sveitir, en ofsnemmt er nokkuð um þær að segja. Skólar starfa eins og að und- anförnu. Auk barnaskólanna og Hólaskóla starfa unglinga- skólar á Hofsósi og Sauðárkróki. Þá stendur nú yfir handavinnu- og matreiðslunámskeið I Varmahlíð. Fastur sund- og íþróttakenn- ari starfar á vegum Varma- hlíðarskólans, barnaskóla Sauð- árkróks og ungmennafélagsins þar. Er það Guðjón Ingimund- arson frá Svanshóli I Stranda- sýslu. Leikfélag Sauðárkróks, sem haldið hefir uppl leikstarfsemi fyrir sýslubúa, er þegar búið að ákveða að sýna sjónleik um næsta sýslufund. Tveir söngkórar starfa I hér- aðinu, 24 manna blandaður kirkjukór á Sauðárkróki, sem Eyþór Stefánsson stjórnar, og karlakórinn „Heimir“. Er það 30 manna kór, sem hefir aðalað- setur sitt I Varmahlíð. Söng- menn, eldri og yngri, flest bændur, eru úr 5 hreppum, svo erfiðleikar eru miklir að koma saman til æfinga. Söngstjóri er Jón Björnsson frá Seylu, nú bóndi á Hafsteinsstöðum. Kórinn minntist 15 ára af- mælis síns 2. jan. með því að hafa boð inni I Varmahlíð og bauð þangað vinum og velunn- urum fagurra lista, meðal ann- ara Sigurði sýslumanni Skag- firðinga. Færði hann söng- stjóranum góðan grip að gjöf. Var það vönduð, útskorin hilla, sem þakklætis- og virðingarvott frá sýslunefnd Skagfirðinga fyrir það menningarstarf, sem kórinn hefir unnið héraðinu með þvl að halda uppi söng- mennt við hin mjög svo erfiðu skilyrði. Lestrarfélög eru starfandi í öllum hreppum sýslunnar og tvö I sumum. Skemmtanalíf er með betra móti, þó fólksfæð sé víða á bæjum, en samgöngur eru góðar og snjólaust má kalla það, sem af er vetri. Vinnið ötullega fgrir Tímann. Framfaramál dreííbýlísíns Pistlar að norðan I. Borgir og landauðn. Sköpun borga og. fólksflutn- ingur úr sveitum, er ekki nýtt fyrirbrigði eða sérstætt fyrir ísland. Byltingar I atvinnuhátt- um, aukin tækni og bættur efnahagur þjappar fólki I þétt- ar hvirfingar, en sveitirnar tæmast að meiru eða minnu. Borgamenningin getur verið glæsileg og máttug á ytra borði. En þegar sveitirnar fara svo að tæmast, að þær eru ekki lengur færar um að veita „nýju blóði" til borganna, er hnignun þjóð- anna vís. Eitthvað vantar I upp- eldi borganna, einhverja hreysti og frumstæðan þrótt, sem sveit- 'irnar eiga I rlkari mæli. Tæm- ing sveitanna er háski fyrir hverja þjóð. Þetta er öllum vitr- um mönnum ljóst, hvar sem er I heiminum. Borgarbúarnir eru oftast ófúsir til að nema land að nýju, enda sjaldan vel hæfir. Við íslendingar erum fá- mennastir allra þjóða, svo að segja ein ætt, næstum ein fjöl- skylda. Hér þekkir hver annan, hér eru engar andstæður I menningu eða rótgrónir for- dómar milli stétta. Þessu fylgja gallar, en þó fleiri kostir. Ef við vitum hvað við viljum, ætti okkur að vera auðveldara um þjóðfélagsumbætur en nokkr- um öðrum, hvort sem er um aukið / landnám í sveitum eða annað. II. Nýjar byggðir. Fyrir kosningar vilja allir stjórnmálaflokkar nema land- ið — í orði. En hver verður reynslan á borði eftir kosning- ar? Þrátt fyrir góða nýbýlalög- gjöf fækkar þó fólki stöðugt í sveitum. Sjálfa undirstöðuna vantar. Ekki myndi það þorp eða borg hafa mikið aðdráttarafl, er hefði engar götur milli húsa, heldur kargaþýfi eða fúamýrar, engan veg að borginni, enga höfn, enga vatnsveitu eða frá- ræslu, engann síma og ekkert rafmagn. Ekkert þorp telur sig samkeppnisfært, ef eitthvað þessara þæginda vantar. Mik- inn hluta allra sveitabýla vant- ar öll þessi þægindi, flestöll eitt- hvert þeirra. Þeir, sem I borgum og þorpum búa, fá öll þessi þæg- indi rétt upp I hendurnar, án þess að einstaklingúrlnn þurfi annað fyrir þeim að hafa en að borga lág lögboðin gjöld af sum- um þeirra, en önnur eru veitt alveg ókeypis og fyrirhafnar- laust. Fyrsta skiiyrði þess að fólkið vilji búa í sveitum, er það, að því séu veittir möguleikar til að öðlast sömu iffsþægindi og kaupstaðafólkið fær án fyrir- hafnar. III. Vegir. Frumskilyrði alls annars I sveitynum er upphlaðinn, ak- fær vegur heim að hverju býli, um alla sveitina og næsta verzl- unarstað. Þá er einangrunin leyst vetur og sumar, þá er raunar dreifbýlið orðið að þétt- býli. Vegir sveitanna mega vera mjóir með útskotum, og þurfa ekki að vera geysiháir til þess að standa upp úr snjó flesta vetur. Það sýnir reynzlan. Að líkindum verða fjarðabyggðir að láta sér nægja sjóinn og trillur sínar alllengi ennþá. En dala- byggðir allar munu ekki þurfa að bíða áratugi ennþá, ef þjóð- inni er alvara að halda byggð I sveitum. Þá mundi vegaféð verða margfaldað. Þá mundu fengnar vélar til flýtisauka. Þá mundi vegagerðin framkvæmd sem ákvæðisvinna, svo meira ynnist með sama mannafla. IV. Póstur, sími. Hin stærri þorp hafa reglu- legt og öruggt póstsamband við umheiminn. Flestar sveitir fá póst aðeins tvisvar I mánuði. En þar er ekki öll sagan sögð. Víða er póstferðum svo illa hagað, að póstbréf geta alls ekki komizt á skemmri tíma en 2 vikum milli nágrannasveita, en eru mánuð- um saman á leiðinni milli lands- horna. Þetta veldur þvl, að flestir reyna að senda bréf með ferðamönnum, þegar unnt er, öll þau, er á liggur. Seinagangur póstferðanna er alveg óþolandi og gerir þær ónothæfar, þegar öll önnur ferðalög eru hröð. í þorpum og bæjum eiga flest- ír kost á að geta náð til síma heima hjá sér eða I næsta húsi. Flestir sveitamenn eiga margra kílómetra leið að síma, oft um vegleysur. Nú er engum meiri síma þörf en bændum, einmitt vegna fjarlægðanna. Þeir þurfa samband bæði við næstu ná- granna og umheiminn. Ég hygg, að öllum bændum sé ekki að öllu ljóst, hvers virði síminn er, fjárhagslega séð, auk allra þæginda. En enginn vill hann missa, sem haft hefir. Nú voru öll símagjöld hækk- uð um helming. Síminn hefir jafnan skilað miklum tekjuaf- gangi, jafnvel þótt dýrtíð væri. Nú hlýtur símin nað auka tekju- afgang sinn. Öllum tekjuaf- gangi símans og meiru til úr ríkissjóði ætti að verja til að leggja einkasíma um sveitirnar. Það er réttlætismál. V. Vatnsveita— skolpleiðsla. Einhver ömurlegasta mynd úr íslenzkum bókmenntum er ungur drengur, kaldur og blaut- ur í hörkufrosti og fjúki með þungar vatnsfötur. Þetta ger- ist enn I dag á meirihluta sveitabæja. Það þarf að bera vatn og skólp, og það verk lend- ir oftast á böfnum eða kven- fólki. Kaupstaðabúar fá vatns- veitu og skolpleiðslu fyrirhafn- arlaust, eins og sjálfsagðan hlut. Búnaðarfélag íslands ætti að beita sér fyrir þvl, að bænd- ur gætu fengið efni til vatns- leiðslu og skolpleiðslu án álagn- ingar og að þessar endurbætur verði styrktar eigi minna en túnabætur. Að þessum endur- bótum er ekki aðeins þægindi og vinnusparnaður, heldur öllu fremur menningarauki og þrifnaðar. VI. Framræsla. Þó fjarlægt þyki, má helzt líkja framræsluþörf sveitanna við þörf fiskiþorpsins á höfn eða góðri lendingu. Auðæfi sjávar- ins notast ekki hafnlausri strönd. Þess vegna heimta öll þorp höfn af hinu opinbera. Mestur hluti lands I mörgum láglendum sveitum er mýrlend- ur, of rakur fyrir harðvellis- grundir, og geipileg víðátta mýrlenda er á heiðum uppi, hálsum eða hliðarhjöllum. Þetta land er mjög verðlítið, bæði til beitar og slægna. En sé það ræst fram, verður það hinn al- frjóasti jarðvegur, sem getur á landi voru og þótt víðar væri leitað. Auðæ.fi íslenzks jarðvegs eru víðast hvar jafn ónothæf án framræslu, eins og auðæfi sjávarins án hafna. Framræsla stórra mýrarfláka með hand- verkfærum er oftast álíka ofur- efli bóndanum, eins og hafnar- gerð væri einstökum sjómanni. Ef sveitirnar eiga að byggj- ast, þurfa vélar að taka aðal- þungann af framræslunni. Rlk- ið þarf að eignast framræslu- vélar, ekki eina eða tvær eða þrjár, heldur hundruðum sam- an, dreifa þeim um allar sveit-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.