Tíminn - 19.01.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1943, Blaðsíða 3
7. blað Björn Ejmnndsson hainsögumaður Björn Eymundsson, fyrrum hafnsögumaður í HornafirSi, varð sjötugur þann 16. nóvem- ber síðastliðinn. Björn er fædd- ur í Dilksnesi í Hornafirði 16. nóvember 1872, sonur merkis- hjónanna Eymundar Jónssonar og konu hans Halldóru Stefáns- dóttur (Eiríkssonar alþingis- manns frá Árnanesi). Eignuð- ust þau hjón 16 börn. Björn dvaldist með foreldrum sínum fram á þriðja aldursár, en fluttist þá að Sandfelli í Ör- æfum til séra Björns Stefáns- sonar og frú Jóhönnu Lúðvígs- dóttur Knúdsen. Þar var Björn í fjögur ár, eða þar til fóstur- faðir hans andaðist. Fluttist hann þá aftur til foreldra sinna, en fór brátt að Þinganesi til hjónanna Jóns Guðmundssonar og Katrínar Jónsdóttur. Ólst þann upp hjá þeim fram undir fermingu og eignaðist þannig í æsku þrenna foreldra. Frá þess- um tíma fram undir tvítugs ald- ur var hann með foreldrum sínum i Dilksnesi. Björn var þegar í æsku mjög bráðger og þótti hann þegar mjög listfeng- ur. Tvítugur að aldri eða árið 1892, fór Björn til Vesturheims, en var þar aðeins í þrjú ár. Kom heim, en fór aftur vestur árið 1904 og var þar enn í þrjú ár. Hugur hans leitaði ávalt heim til æskustöðvanna, þótt honum byðust mörg góð tæki- færi til að korha ár sinni vel fyrir borð vestra, og mjög lík- legt að þar hefði hann getað orðið efnaður maður. En ást Björns til ættjarðarinnar var yfirsterkari. Hann gat ekki hugsað til þess að skipta. Árið 1908 reisti hann bú á óræktuðu nesi, Lækjarnesi, og er hann því fyrsti nýbýlastofnandi í Horna- firði. Er þar nú blómlegt býli og vel hýst þótt engan nýbýla- styrk hafi han nhlotið, þar sem þetta var fyrir þann tíma, sem nýbýlalöggjöfin kom. Björn er ókvæntur og hefir hann búið með Sigríði systur sinni, sem ekki hefir látið sitt eftir liggja að gera garðinn frægan. Þau systkini hafa alið upp þjá pilta, tvo sonu Sigríðar, sem hún eignaðist vestan hafs, og einn bróðurson þeirra. Árið 1910 varð Björn Ey- mundsson hafnsögumaður á Hornafirði, og hefir hann gegnt því embætti óslitið síðan, þar til á síðastliðnu sumri, að hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Alls telur Björn, að hann sé bú- inn að fara um Hornafjörð um fjögur þúsund sinnum. Hafn- sögumannsstarfið á Hornafirði ir til þess að grafa aðalfram- ræsluskurði, ekkí aðeins á tún- stæði næstu ára heldur eining á engjum og beitilandi. Kúahaga vantar víða. Þetta er eitthvert stærsta velferðarmál landsins alls. ísland yrði sem annað land, ef mýrar þess og fúaflóar væru framræstir. VII. Rafmagn. Vegirnir, framræslan og raf- magnið eru örðugustu viðfangs- efnin, sem leysa þarf, svo að sveitirnar byggist að nýju. En af þessu er örðugast að veita sveitunum rafmagn. Engin þjóð mun eiga slíka gnægð vatns- orku, miðað við fólksfjölda, sem íslendingar. En þó munu melri örðugleikar en annars staðar til að láta þessa orku ná til allra. Því veldur strjálbýlið og fólks- fæðin. Einkennilegt er það, að fátæk- ir og alveg ólærðir alþýðumenn voru fyrstu brautryðj endur um rafveitur. Eitt sinn hitti fátæk- legur ungur íslendingur Einar Benediktsson erlendis. Hann kvaðst eiga- hudrað krónur, sem hann vildi verja í rafmagn. Ekki fannst Einari maðurinn líklegur til stórræða, en veitti honum þó nokkrar upplýsingar. Þegar Einar kom næst til ís- lands, vöktu rafljósin i Hafnar- firði eftirtekt hans. Raflýstur bær var þá alger nýjung*á ís- landi. En fátæki maðurinn, sem hitti Einar erlendis, Jóhannes Reykdal, hafði staðið fyrir framkvæmdunum. Þannig sagði Einar sögu þessa. (Framh. á 4. sUJu) er erfitt. Þar er meira að gera en aðeins að koma, þegar skip- in kalla. Mörg dagsverk hefir Björn mátt leggja i það að mæla skipaleiðina, sem oft er miklum breytingum undirorpin. Aðstaða Björns sem hafnsögu- manns var mjög erfið, einkum ! framan af, meðan hann hafði ekki annað en árabát til að komast út í skipin. Laun hans voru lengi vel 10 kr. úr sýslu- sjóði fyrir hvert skip, og svo 15 til 30 kr. frá viðkomandi skipi, sem fór eftir stærð þeirra. Sýslusjóður lagði einnig til 100 kr. til skúrbyggingar við Horna- fjarðarós. Var það hið óvistleg- asta hús í alla staði. Stærðin var 2y2X3 álnir, stoðir grafnar of- an í sandinn, sfVo langbönd og bárujárn, rúmstæði, en gólfið aðeins sandurinn. Stundum kom það fyrir, að Björn mátti bíða þarna allt að vikutíma eft- ir því að skip kæmi, því þá var hvorki sími né útvarp, aðeins áætlunin eftir að fara, sem oft gat brugðið út af eins og enn tíðkast. Seinna meir hækkaði sýslusjóður tillag sitt við Björn og veitti honum 700 kr. föst árslaun, sem Björn segir að hafi reynzt nóg til að halda sér við starfið þar til á síðastliðnu sumri, að hann ákvað að hætta. Margra ævintýra hefir Björn að minnast frá þessum tímum, bæði skoplegra og alvarlegra, sem of langt yrði hér upp að telja. Má þar meðal annars nefna það, sem skemmst er að minnast, en það voru hrakn- ingar hans tvívegls á síðastliðn- um vetri. Er hann lét af ’ starfi sem hafnsögumaður, sýndu héraðs- búar honum nokkurn vott þakk- lætis síns með því að aðalfund- ur Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga samþykkti einróma að færa honum að gjöf vindraf- stöð, og er hún nú uppsett. Sýslunefnd Austur-Skaftafells- sýslu sæmdi hann einnig eitt þúsund krónu heiðursverðlaun- um fyrir vel unnið starf í þágu sýslufélagsins. Auk hafnsögumannsstarfsins hefir Björn lagt gjörva hönd á margt. Hann er þjóðhagasmið- ur bæði á tré og járn. Sem dæmi um afköst hans við smíðar má nefna, að á annað hundrað smærri og stærri báta hefir hann smíðað, sem allir hafa reynzt prýðilegir að allri gerð. Á yngri árum stundaði Björn sjómennsku og sótti þá af kappi miklu. Var hann aflasæll mjög, og þótti hverjum gott, sem gat ráðið sig í skiprúm hjá Birni Eymundssyni. Björn ber aldur sinn vel, og má enn vona að hann eigi nokk- urn starfstíma framundan til heilla og sæmdar fyrir sveit sína og nágranna. Hann hefir verið hjálpfús með afbrigðum, og aldrei talið eftir sér að lið- sinna þeim, sem þurftu hjálpar með, og vissulega eru þeir marg- ir, sem hafa notið hagleiks Björns, án þess að hann hafi lagt stund á að „alheimta dag- laun að kvöldum." Björn er maður stórhuga og hugkvæmur. Telur hann það hafa oft og einatt verið sín þyngsta þraut að geta ekki sinnt í verki ýmsu því, sem landi og þjóð mætti til hagsbóta verða. í seinni tíð er honum þó hug- arhægra, þar sem hann sér, að margar af hugsjónum hans eru komnar vel á veg, þó að margt megi betur, ef vel á að verða. Eins og áður er sagt, er Björn einn hinna mörgu sönnu sona íslands, sem vilja bæði 1 orði og verki þjóð sinni og landi allt það bezta, sem þeir geta í té látið. Guðjón Snjólfsson. Lesendur! Vekið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim mannl, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Timann. Skrlfið eða símlð til Tlmans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Simi 2323. títbreiðið Tímann! Tl Ik II VIV, þrlðjndaglnn 19. janúar 1943 Charles Dickens Það hafði margt á daga hans drifið, og saga hans greinir bæði frá meðlæti og mótlæti. Fyrir nær einni öld var um jólaleyti gefin út lítii bók í London — saga, er vakti fádæma athygli og hrifni. Hún hefir af mörgum verið talin meðal öndvegisrita heimsbókmenntanna. Bók þessi var almennt umræðuefni manna. Daginn, sem hún kom út, seldust af henni þúsund eintök. Áður en hálfur mánuður var liðinn frá útgáfudegi hennar, höfðu komið fimmtán þúsund eintök. af henni á markaðinn. Síðan hafa komið út óteljandi útgáfur af henni og hún verið pýdd á flestar þjóðtungur. Fyrir nokkrum árum keypti J. P. Morgan frumhandritið af henni fyrir geypifé. Það er nú geymt meðal annarra dýrgripa í listasafni þvi í New York, er hann nefnir bókasafn sitt. Hver er þessi heimfræga bók? Jólaævintýri eftir Charles Dick- ens. • Charles Dickens var það hlutskipti ætlað að verða vinsælasti og víðlesnasti rithöfundur, sem skrifað hefir á enska tungu. Þó óttaðist hann svo mjög að verða að athlægi, er hann hóf rit- störfin, að hann vann að þeirri iðju af hinni mestu leynd, til þess að því yrði ekki athygli veitt. Þá var hann tuttugu og tveggja ára að aldri, og þegar prentun á sögu hans var lokið, var hann svo alls hugar glaður, að hann gat ekki tára bundizt og gekk um sem í draumi. Hann fékk ekki eyris virði fyrir sögu þessa. Hvað hyggur þú, að hann hafi fengið í aðra hönd fyrir næstu átta sögu sínar? Ekkert — alls ekkert. Þegar hann fékk sögu greidda fyrsta sinni, í'ékk hann fimm dollara ávísun. Já, fyrsta saga hans færði hon- um fimm dollara í aðra hönd. En síðasta handr'it hans færði honum fjárupphæð, er nam fimmtán dollurum á hvert orð. Það er mesta greiðsla, sem nokkrum rithöfundi hefir hlotnazt. Fimmtán dollara á orð. Það er fimmtán sinnum hærri fjár- upphæð en Calvin Coolidge og Theodore Roosvelt hlotnaðist nokkru sinni. Fjölmargir rithöfundar hafa gleymzt og fyrnzt áður en fimm ái eru liðin frá andláti þeirra. En sextíu og fimm árum eftir að Dickens lézt, greiddu útgefendur meira en fimmtung miljónar dollara fyrir söguna um drottin — smábók, sem Dickens hafði ritað fyrir börn sín. Um aldarskeið hafa skáldsögur Charles Dickens náð fádæma sölu. Rit Shakespeares og biblían eru einu bækurnar, sem meira hefir selzt af. Það hafa verið gerð leikrit samkvæmt þeim og þsgr kvikmyndaðar við hinn mesta orðstír. Charles Dickens naut aðeins skólanáms um fjögurra ára skeið á ævi sinni. Eigi að síður ritaði hann seytján skáldsögur, sem geta talizt sígildar í sögu brezkra bókmennta. — Foreldrar hans ráku skóla, en hann nam ekki daglangt við hann. Hvernig má það vera? Vegna þess að það var kvennaskóli. Eða svo var að minsta kosti til ætlazt. En það lét víst aldrei nokkur stúlka innrita sig í skóla þennan. Reikningarnir urðu sífellt fleiri og hærri. Skuldheimtumenn- irnir létu dólgslega. Þar kom að lokum, að þolinmæði lánadrottn- anna var þrotin, og þeir létu varpa föður Dickens í skulda- fangelsi. Æska Dickens var hin dapurlegasta. Hann var aðeins tíu ára gamall, er faðir hans var hnepptur í fangelsi. Fjölskyldan átti við hinn sárasta skort að búa. Charles lagði því leið sína í forn- verzlun á degi hverjum og seldi húsgögnin, sem ekki voru mörg né mikils virði. Hann varð jafnvel að selja bækur sinar, sem hann unni af heilum huga — tíu þeirra — einu félagana, sem hann átti sér. Síðar komst hann þannig að orði: — Þegar ég seldi bækur mínar, hélt ég, að hjarta mitt myndi bresta. Þar kom að lokum, að. frú Dickens fluttist í fangelsið með fjögur börn sín og hugðist' að búa þar með manni sínum. í aft- ureldingu hélt Charles til fangelsisins og dvaldi þar daglangt hjá fjölskyldu sinni. Þegar leið að kvöldi, hvarf hann aftur heim í óvistlega þakherbergið, þar sem hann svaf með tveim drengjum öðrum — sem ekki gátu talizt sem æskilegastir félagar. Þeir gerðu honum lífið óbærilegt. Loksins fékk hann þann starfa að líma miða á flöskur í vöruhúsi nokkru. Hann varði fyrstu laun- um sínum til þess ttð leigja sér annað herbergi. Það var kompa uppi á hanabjálka og gat vart heitið mannabústaður, en þó fagnaði Dickens umskiptunum mjög. Síðar, er Dickens hafði gerzt rithöfundur, hefndi hann bernsku sinnar með því að skapa hina ófyrnanlegu mynd af Olíver Twist, er hann réttir fram tóma skálina og biður um meira. Dickens lýsti oft heimilisgæfu snilldarlega í bókum sínum. Þó var hjónaband hans hamingjusnautt — átakanlega hamingju- snautt. Hann bjó um tuttugu og þriggja ára skeið með konu, sem hann unni ekki. Hún ól honum tíu börn. En sambúð þeirra versnaði með ári hverju. Heimurinn dáði hann, en heimili hans var í rústum. Þetta varð honum að lokum óbærilegt hlutskipti. Þó gerði hann það, sem hneykslanlegt hlaut að teljast á þeim tíma. Hann birti auglýsingu í tímariti sjálfs sín, þar sem hann lýsti því yfir, að þau hjónin væru skilin. Hann freistaði þess ennfremur að koma allri sökinni af sér á herðar konunnar. Dickens var mjög örlátur maður. Þegar hann dó, arfleiddi hann mágkonu sína að fimmtung miljónar dollara. En hvað arfleiddi hann móður barna sinn að miklu fé? Þrjátíu og fimm dollurum á viku. Hann var hégómagjarn úr hófi fram. Gagnrýni gat hann ekki þolað, þótt hún væri hin smávægilegasta. Hann hafði yndi af allri viðhöfn og bar sig jafnan hið fyrirmannlegasta eins og greinilegasta varð vart, er hann kom til Ameríku fyrsta sinni árið 1842. Hann vakti vanþóknun Ameríkumanna með því að greiða sér á opinberum vettvangi, og Ameríkumenn vöktu van- þóknun hans með því að láta svín sín ganga um stræti New York-borgar. Dickens naut meiri vinsælda og aðdáunar en nokkur annar samtíðarmaður hans. Þegar hann sótti Ameríku heim öðru sinni, stóð fólk í löngum rööum klukkustundum saman, þrátt fyrir svalviðri, til þess að kaupa sér aðgöngumiða, er hver skyldi kosta þrjá dollara. Þegar aðgöngumiðarnir voru uppseldir og hundruð manna urðu frá að hverfa við svo búið, ætluðu aðdáendur hans af göflunum að ganga, svo mjög þráðu þeir að hlýða á mál hans. Bókmenntasagan greinir frá fjölmörgum, merkum snillingum. í hópi þeirra verður Charles Dickens ávallt talinn meðal þeirra, sem skipað verður fremst 1 fylking. Innheimtumenn Tímans um land ullt! Vfimlð eftir fremsta megnl að innheimtu Tím- ans. — GJalddaginn var 1. júli. EVNHEIMTA TÍMAJVS. 27 Satnband ísl. samvinnufélaga. Kaupfélög! Athugið um brunatryggingar yðar eftir að vörutalningu er lokið um áramót. Fryst Dílkakjöt úrvalsdilkakjöt úr öllnm beztn f járheruðum landsins. Aðeins selt í heilum skrokknm. Frystihúsið Herðubreið Fríkirkjnvegi 7. Sími 2678. Blautsápa frá sápuverksmiðjunni Sjöfn er almennt við- urkennd fyrir gæði. Flestar húsmæðnr nota Sjafnar-blautáspu ÍJTSÖLIJSTAÐIR TÍMANS f RFYKJAVfK Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 ................. Sími 2260 Þorsteinsbúð, Hringbraut 61......................... — 2803 Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ..................... — 5395 Leifskaffi, Skólavörðustíg 3 ........................ — 2139 Bókaskemman, Laugaveg 20 B......................... Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu .......................... — 5325 Söluturninn, Hverfisgötu ............................ — 4175 Sælgætisbúðin Kolasundi ........................... Verzlunin Ægir, Grófinni........................... Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ....... — 1336 Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6 ............... — 3158 Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 ...................... — 1754 Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29 ..............*.. — 1916 Jafet Sigm-ðsson, Bræðraborgarstíg 29 ............... t- 4040 Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. IViðursnðuverksmiðja. - Rjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðiö kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrvál. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Eggjasölnsamlagi Reykjavíknr. Kaupendur Timans utan Reykjavíknr * eru miimtir á, að gjalddagi 26. árgangs var 1. júlí síðastl. Ern þeir því vinsamlega beðnir að greiða ársgjaldið, kr. 15.00, sem fyrst, til inn- hcimtumanns blaðsins, eða beint til afgrciðsl- unnar, Lindargötu 9A, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.