Tíminn - 04.02.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
RITSTJÓR ASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Lindargötu 9A.
> Símar 2353 Og 4373.
í AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
\ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
I; Sími 2323.
( PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
j Símar 3948 og 3720.
27. árg.
Reykjavík, fieaiiBituclagmii 4. fclir. 1943
14. blaf?
Óglæsileg cndalok mesta góðærísins á íslandii
Taprekitnr bla§lr við atyinnnyegnnnm og rik-
issjóður hefir engn fé §afnað til hiirðu áranna
Ógæiunni heiði verið aistýrt, ei meirihluti þjóðar-
innar heiði ehhi iylgt upplausnarsteinunni á sl. ári
tltvarpsræða Eysfeius Jóussouar við afSra umræðu fjárlagauua.
Kjördæmamállð
er orsök
upplausnarinnar
Á öndverðu síðastliðnu ári
urðu þau tíðindi, að mikill
meirihluti alþingismanna á-
kvað að taka upp baráttu fyrir
breytingu á kjördæmaskipun
landsins, halda tvennar alþing-
iskosningar á sama ári, —
magna með því stjórnmálaófrið
í landinu og slá á frest úrlausn
annara verkefna, enda þótt
brýn nauðsyn væri á, að Alþingi
notaði tíma sinn og aðstöðu til
þess að leysa aðkallandi vanda-
mál.
Sjálfstæðisflokkurinn kastaði
teningunum, þegar hann sner-
ist með kjördæmamálinu og
hafnaði þá samstarfi um fjár-
hags- og atvinnumál þjóðar-
innar. Forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins lýstu yfir því um
leið og þetta skeði, að engin
hætta stafaði af þessu tiltæki,
þar sem ríkisstjórn flokksins
myndi sjá um, að dýrtíðarmál-
unum yrði eins vel borgið og
áður. í málflutningnum var
það talin höfuðnauðsyn, að
hnekkja valdi Framsóknar-
flokksins og var honum í því
sambandi gefinn ófagur vitn-
isburður.
Mönnum hefði átt að vera það
ljóst þegar í öndverðu, að yfir-
lýsingar fyrverandi ríkisstjórn-
ar um að hún myndi gæta dýr-
tíðarmálanna þrátt fyrir það
stjórnmálaástand, sem tvennar
alþingiskosningar sköpuðu í
-landinu, voru markleysa. Nú er
komið í ljós, að ráðherrum
þeim, er gáfu þessar yfirlýsing-
ar, hefir sjálfum hlotið að vera
þetta ljóst þegar á þeim tíma,
sem þær voru gefnar. Dreg ég
þetta m. a. af því, að þegar nú
er rætt um, hversu farið hafi,
benda blöð Sjálfstæðismanna
eindregið á það, að eigi hafi
verið hægt að sjá dýrtíðarmál-
unum borgið, þar sem það skil-
yrði hafi verið sett fyrir hlut-
leysi við ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokksins, að hún gerði ekkert
til að framkvæma löggjöfina, er
sett hafði verið, til þess að vinna
gegn dýrtíðinni.
Aðvaranirnar
á snmarþiiigmii
Á aukaþinginu í sumar, sem
leið, eftir alþingiskosningarnar,
hlaut að liggja í augum uppi,
jafnvel þeim, sem áður vildu
ekkert sjá, hvert stefndi í dýr-
tíðarmálunum. Það var aug-
ljóst, að fyrrverandi ríkisstjórn
sýndi ekki hina minnstu við-
leitni, til þess að halda í horf-
inu, hvað þá meira.
Þá, í ágústmánuði, fóru fram
útvarpsumræður frá Alþingi.
Ég benti þá á, fyrir hönd Fram-
sóknarflokksins, hversu komið
væri og hvað framundan hlyti
að vera, ef ekki væri þá þegar
hafizt handa um að gera ráð-
stafanir til viðnáms og viðreisn-
ar. Ég benti á, að ef þetta væri
ekki gert þá, heldur dregið
fram á vetur, fram yfir síðari
kosningar, þá myndi hljótast
af því tjón, sem aldrei yrði að
fullu bætt, og að þegar þar væri
komið sögu, mundi verða orðið
þannig ástatt í fjárhags- og at-
vinnumálum landsmanna, að
erfitt yrði úr að bæta.
Ég vissi þá, að mögnuð óá-
nægja var almennt í landinu
út af því, að upp hafði verið
tekið það ráð að fást við kjör-
dæmaskipun landsins í stað
þess að snúa sér að lausn að-
kallandi vandamála.
Ég benti jafnframt á, að ef
aðvaranir væru enn að engu
hafðar, heldur lagt út í kosn-
ingar í annað sinn, og forystu-
menn flokka þeirra, sem stæðu
að slíkum vinnubrögðum, yrðu
þess ekkert varir, að óánægj-
an kæmi fram í minnkuðu fylgi
flokkanna við kosningarnar, þá
myndi það síður en svo hafa
bætandi áhrif á virinubrögð
þeirra í næstu framtíð og sízt
vera til þess fallið að veita
stjórnmálaflokkunum á Alþingi
það aðhald, sem nauðsyn ber til.
Höfnöábyrgðin hvílir
á SjálfstæHisflokknnm
í þessu sambandi og ekki sið-
ur út af því sem síðar hefir
gerst og því sem nú er svo mjög
rætt manna á milli um störf
Alþingis og viðhorf þjóðarinnar
til þess, er ekki aðeins réttmætt
heldur skylt að benda á, að %
hlutar þjóðarinnar töldu þau
vinnubrögð, sem viðhöfð voru á
síðastliðnu ári, eigi svo athuga-
verð, að þeir léti það hafa á-
hrif á atkvæði sitt. Sérstaklega
er einnig rétt að benda á það,
að enn veittu 21 þús. kjósendur
í landinu Sjálfstæðisflokknum
brautargengi i haustkosningun-
um, þrátt fyrir allt, sem á und-
an var gengið og upplýst var um
afskipti þess stjórnmálaflokks
af dýrtíðarmálunum, sem menn
töldu sér þó hugleikin, og þrátt
fyrir það, að hann tók með
stjórnarmyndun sinni höfuð-
ábyrgð á því, sem aðhafzt var
á s. 1. ári — og með þeim af-
leiðingum, sem hverjum sæmi-
lega glöggum manni var vor-
kunnarlaust að sjá fyrir í meg-
indráttum, áður en gengið var
að kjörborðinu í síðara sinn.
Slcggjiidómariiir
um þingið
Ennfremur er nauðsynlegt að
vekja í þessu sambandi athygli
á því einkennilega fyrirbrigði,
að fjöldi þessara sömu kjós-
enda virðist, að loknum þessum
leik, sem þeir ekki voru áhorf-
endur að, heldur, þátttakendur
í, verða alveg undrandi yfir því,
að stjórnmálaflokkarnir á Al-
þingi skuli ekki þegar í stað geta
orðið sammála um allt, sem þarf
til þess að byggja það upp, sem
rifið hefir verið niður. Er ekki
eitthvað undarlegt ósamræmi í
undirtektum manna og þátttöku
annars vegar í þeim atburðum,
sem hér skeðu á s. 1. ári, og hins
vegar öllum þeim sleggjudóm-
um, sem menn fella nú um Al-
þingi. Skyldi ekki vera hér til
að dreifa fremur takmörkuðum
skilningi margra á skyldum
þeirra, sem kjósenda í lar.dinu
og of lítilli yfirsýn um þau við-
fangsefni, sem við blasa nú og
eiga rætur sínar einmitt í því,
hvernig á málum hefir verið
haldið, — ekki aðeins af stjórn-
málaforkólfum, heldur einnig af
þeim, sem við tvennar kosning-
ar á sjö mánuðum hafa verið
kvaddir til dóms um málin.
Viðliorf í dýrtíðar-
og atviiuBismáluni
í jiingbyrjun
Til þess að gera gleggra hvað
við er átt, vil ég með örfáum
orðum bregða upp mynd af því,
hversú nú er ástatt um nokkur
málefni landsmanna.
Þegar Alþingi kom saman
eftir kosningarnar, lá það fyrir
að dýrtíðin hafði á þeim sjö
mánuðum, sem fyrrverandi rík-
isstjórn fór með völd, hækkað
um 89 stig. Til samanburðar má
geta þess, að á 32 ófriðarmánuð-
um áður hafði hún hækkað um
83 stig, og þótti þó flestum nóg
um. Verðhækkunin hafði því
meira en tvöfaldazt í landinu á
7 mánuðum. Fyrir nokkrum
mánuðum voru afkomuhorfur
atvinnuveganna mjög góðar. En
þegar Alþingi kom saman nú í
vetur, þá voru þær orðnar afar
ískyggilegar, að ekki sé meira
sagt, og þó hafði fiskverðið ver-
ið hækkað með samningum.
Frystihúsinu voru yfirleitt
stöðvuð og fjöldi þeirra er ekki
rekinn enn. Bændur horfðu, og
horfa enn fram á, að verðlags-
þarfir landbúnaðarins eru nú
vegna dýrtíðarinnar orðnar
margfaldar á við það, sem út-
flutningsverð landbúnaðaraf-
urða gefur í aðra hönd, og nú
verður ljósara með degi hverj-
um sem líður, að eigi verður til
lengdar sótt fé í ríkissjóð, til
þess að bægja frá framleiðslunni
afleiðingum verðbólgustefn-
unnar. Fiskimenn á smærri
skipum horfa fram á það hlut-
skipti, að verða. hálfdrættingar
á við þá, sem í landi sitja, þratt
fyrir hækkun fiskverðsins.
Flatssínpslejíiir tmdir-
btmiiigur fjárlagafrv.
Þessi nýja útsýn blasti við
sjónum manna, þegar Alþingi
kom saman. En það var fleira,
sem skipti máli fyrir Alþingi, og
ekki lá jafn ljóst fyrir hvers
manns augum. Hverjar voru
horfurnar um afkomu ríkisins?
í byrjun Alþingis lagði fyrrver-
andi fjármálaráðherra fram
fjárlagafrumvarp. Þetta frum-
varp hafði verið, eftir því sem
sagt var,*endursamið og fært til
samræmis við það ástand, sem
orðið var. Þegar frumvarp þetta
var lagt fyrir Alþingi, gerði
fyrrv. fjármálaráðherra grein
fyrir tekjum og gjöldum ríkis-
sjóðs og var ekki annað að
heyra á ráðherranum en all-
vænlega horfði. Ýmsir munu þó
hafa gert sér grein fyrir, að
því fór fjarri að öll kurl kæmu
til grafar í þessari skýrslu ráð-
herrans, enda þótt kyrrt væri
látið liggja, meðan unnið var að
því aö fá upplýst, hversu kom-
ið var. — Fjárlagafrumvarpinu
va'r vísað til nefndar að venju.
Upplýsingar þær, sem fylgdu
frumvarpinu, voru svo ófull-
komnar og frágangur þess að
öllu leyti svo fyrir neðan allar
hellur, að það tók fjárveitinga-
nefnd þingsins margar vikur að
safna gögnum þeim, sem þurfti
til þess að fá hugmynd um,
hvort fjárlagafrumvarpið væri
í nokkru samræmi við það á-
stand, sem orðið var. Það er
skemmst af að segja, að þessar
rannsóknir fjárveitinganefndar
Alþingis leiddu það í ljós, að
þetta fjárlagafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar var svo fjarri öllu
lagi ,að láta mun nærri að
hækka þurfi útgjaldahlið þess
um 10—11 milj. króna í því
skyni einu, að leiðrétta bersýni-
lega ranglega áætlaða útgjalda-
liði. Mætti nefna mörg dæmi,
til þoss að sýna, hvernig að
frumvarpinu hefir verið unnið
og hversu auðvelt það hefir ver-
ið fyrir Alþingi, eða hitt þó
heldur, að fá upplýsingar um
horfur í þessum efnum eftir
þeim gögnum, sem fyrir voru
lögð.
IIcristtBleg afkessia
fílsissjéðs
Jafnframt var unnið að at-
hugun á því, hvernig fjárhagur
ríkisins raunverulega væri. Sú
athugun leiddi í Ijós eftirfar-
andi staðreyndir, sem raunar
hlutu að verða afleiðing þeirr-
ar fjármálastefnu, sem fylgt
hefir verið.
Tekjur ríkissjóðs munu hafa
orðið allt að 90 miljónum króna
á síðastliðnu ári og er það meira
en fjórfalt hærra en tekjurnar
voru fyrir stríð. Útgjöldin munu
hafa numið 50—60 miljónum
króna fyrir utan uppbætur þær
á afurðir landsmanna og ýms-
ar aðrar greiðslur vegna dýr-
tíðarinnar, eem Alþingi og ríkis-
stjórn hafa ákveðið.
Fjármagn það, sem ríkissjóð-
ur hefir yfir að ráða, mun ekki
hrökkva til þess að inna af
höndum þær skuldbindingar,'
sem á ríkissjóði hvíla nú þegar,
en þar eru fyrirferðamestar
uppbætur á útfluttar afurðir og
tillag til raforkusjóðs. Nema
þessar greiðslur samtals, eftir
því, sem áætlað er, um 30 milj.
króna. í Framkvæmdasjóðinn
er ekkert til, nema á pappírn-
um sá hluti af tekjuafgangi
ársins 1941, sem þangað skyldi
renna. Hér við bætist svo, að
skuldir ríkisins liafa sáralítið
lækkað ogeru um 50 milj. króna
enn, án þess að taldar séu skuld-
ir við Raforkusjóð og Fram-
kvæmdasjóð.
Dýrtíðin hefir margfaldað út-
gjöld ríkissjóðs en ekki aukið
tekjurnar að sama skapi, og
situr ríkissjóður hér við sama
brunn og framleiðslan í land-
inu. Til dæmis um þetta má
nefna það, að launagreiðslur
ríkissjóðs og ríkisstofnana voru
'fyrir stríð um 7.5 milj. króna,
en nú munu þær vera orðnar
um 25 miljónir árlega. Til þess
að sýna, hver áhrif verðbólgu-
stefnan hefir haft á þennan út-
gjaldalið einan, nægir að geta
þess, að hefði dýrtíðin verið
stöðvuð þegar vísitalan var 172,
og um það voru lagðar fram til-
lögur af Framsóknarflokknum
hér á Alþingi, myndu þessar
greiðslur nú nema helmingi
lægri fjárhæð, og þó enn lægri,
ef vísitalan hefði verið stöðvuð
þegar hún var 155 stig, en þann-
ig stóð, þegar ég flutti fyrsta
frumvarp mitt til laga um dýr-
tíðarráðstafanirnar vorið 1941.
Það frv. var að vísu samþykkt,
en aldrei framkvæmt
þess, að Sjálfstæðismenn í rík-
isstjórninni höfðu í sínum
höndum vald til þess að koma
í veg fyrir það, þar sem þeim
hafði verið trúað fyrir stjórn
fjármálánna, Þá er og rétt að
geta þess, að hefði dýrtíðin ver-
ið stöðvuð, myndu greiðslur
vegna útfluttra landbúnaðar-
vara aðeins nema litlum hluta
þeirrar fjárhæðar, sem nú er
ætlað að greiða í þessu skyni, og
þó verið ólíkt bjartara fram-
undan um afkomu bænda-
stéttarinnar en nú er.
Til marks um það, sem skeði
á síðustu 7 mánuðum ársins
1942 í málum þessum, er rétt
að geta þess, að kostnaður við
verklegar framkvæmdir ríkisins
hefir tvöfaldazt til þrefaldazt
á þeim típia, og eigi mun fjarri
að áætla, að vegagerð, sem
kostaði 100.000 kr. 1941, kosti
nú 250.000 a. m. k. Geta menn
svo af.þessu ímyndað sér, hvern-
ig horfir um verklegar fram-
kvæmdir í landinu, þegar fram
líða stundir.
Ifea’fiiritar
framiandan
Ef sæmilega hefði verið á
haldið, gætum við nú búið við
hið mesta góðæri. Að baki eru
tvö mestu gróðaár í sögn lands-
ins. En þrátt fyrir þetta er á-
standið nú þannig, að atvinnu-
vegir landsmanna horfa fram á
taprekstur — ýmist nú þegar, ef
nokkuð ber út af, eða í nánustu
framtíð, og mjög veigamikill
þáttur í sjávarútveginum,
hraðfrystihúsin, eru stöðvuð að
meira eða minna leyti.
Ríkissjóður er raunverulega
þrotinn að reiðu fé. Hins vegar
er fyrirsjáanlegt, að framund-
an bíða óleyst verkefni, sem
ríkíssjóður verður að gangast
fyrir og leysa, þótt þau kosti
stórfé, og þjóðin sættir sig ekki
við annað en þessi verkefni
verði leyst jafnskjótt og vinnu-
afl er fáanlegt til þess að sinna
þeim og efnivörur verða fyrir
hendi að því leyti, sem þeirra
er þörf. —
Þjóðin hefir fram á þennan
dag staðið í þeirri trú, að verið
væri að safna fjármunum til
þess að vinna að þessum fram-
förum. Allar vonir um að ríkis-
sjóður ætti miljónatugi í sjóð-
um að loknu gfóðatímabilinu,
sem gætu orðið notaðir til þess-
ara framkvæmda og til þess að
hindra atvinnuleysi að stríðs-
lokum, bregðast gersamlega
nema nú verði gripið til al-
veg óvenjulegra úrræða til þess
að draga saman fé til framfara-
málanna.
Hefði sú stefna verið upptekin,
að snúast gegn dýrtíðinni, þá
hefði fjárhagur ríkissjóðs ver-
ið glæsilegur, — stórkostlegur
tekjuafgangur orðið og milj-
ónatugir verið í sjóðum, til þess
að standa undir framförum.
Illssíílellíi kjjósenda
Það er eðlilegt, að menn varpi
fram þeirri spurningu, hvernig
unnt hafi verið að skapa annað
eins ástand við þau skilyrði til
fleiri ástæður en ein, en þó er
að mínum dómi ein meginá-
stæða til þess að hinir sjö síð-
ustu mánuðir árisins 1942 hafa
reynzt svo örlagaríkis í þessum
efnum, — og hún er sú, að
landsmenn skyldu láta bjóða sér
það, að halda orustu um mál-
efni, sem enga nauðsyn bar til
að leysa, og að þeir skyldu ger-
azt þátttakendur í því að halda
uppi pólitískum höfuðorustum
í nær heilt ár í landinu stjórn-
lausu, i stað þess að halda ein-
ar almennar alþingiskosningar,
er skorið gætu fljótt og afger-
andi úr málefnaágreiningi um
lausn aðkallandi vandamála
innan lands, ágreiningi, sem út
af fyrir sig var óhjákvæmilegt
að skera úr.
Það dregur sig enginn nú
undan ábyrgð með því að
minna á, að hann hafi verið
óánægður eða jafnvel mótfall-
inn þessum starfsháttum, ef
hann getur ekki sagt um leið,
að hann hafi gert sitt, til þess
að stöðva þennan leik. Reynsl-
an mun nú sýna mönnum það,
að litlu verður áorkað með því
að nöldra í barm sinn og láta
þar við sitja.
Þegar menn ræða um stjórn
málaástandið og aðstöðu Al-
þingis, þá mega menn þess
vegna ekki gleyma því, að yfir-
gnæfandi meirihluti lands-
manna lagði lið sitt þeim
vinnubrögðum, sem við voru
höfð á síðastliðnu ári, og menn
mega ekki vera undrandi yfir
því, þótt það taki tíma og kosti
fyrirhöfn að leysa þau verk-
efni, sem lágu fyrir hinu ný-
kosna Alþingi, þegar það hóf
störf sín.
Gaisgiu* málanna
á |iingi í vetur
Hvað hefir þá gerzt á Alþingi
nú í vetur?
Sjálfstæðisflokkurinn hafði
skorað á landsmenn, að efla sig
til forustu og hann hafði heit-
ið slíkri forustu eftir kosning-
arnar. Þegar á Alþingi kom,
virtist flokkurinn hins vegar
ekki líta svo á, að hann væri
líklegur til þess að takast slíka
forustu á hendur, heldur ósk-
aði hann eftir því, að sett væri
á stofn 8 manna nefnd frá öll-
um þingflokkum, til þess að
ræða stj órnarmyndun allra
flokka — líka þess flokksins
auðvitað, sem þjóðinni var sagt
fyrir kosningarnar, að væri svo
hættulegur landsmönnum, að
þess vegna gætu réttlætzt jafn-
vel þrennar kosningar á sama
ári, hvað þá tvennar, sem ann-
ars voru óréttlætanlegar með
öllu.
Það kom fljótt fram við störf
þessarar nefndar, að ekki var
auðvelt að byggja það, sem
hrunið hafði. Framsóknar-
mönnum var það snemma ljóst,
að stjórnarmyndun, sem byggj-
ast ætti á því, að meirihlutinn,
sem að henni stæði, hefði gert
sér grein fyrir til fulls og geng-
ið frá úrræðum í þeim marg-
háttuðu viðfangsefnum, sem
hlutu að verða þættir í viö-
reisn þeirri, sem gera þurfti,
hlaut að taka langan tíma. Þá
var um tvær leiðir að velja: Að
mynda pólitískt ráðuneyti, sem
væri eins konar bráðabirgða-
stjórn að því leyti, að ekki gæti
verið fullgengið frá, hvernig
leysa skyldi öll þau stórmál,
sem leysa þyrfti, eða þá, að
ríkisstjóri skipaði til bráða-
birgða ráðuneyti af sinni hálfu,
(Framh. á i. síSu)
góðrar afkomu, sem fyrir hendi
vegna voru. Til þess liggja að vísu