Tíminn - 27.02.1943, Blaðsíða 1
r---TJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR:
JÓNAS JÓNSSON.
ÚTGEFFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURIN N.
(
\ RITSTJÓRASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A.
Símar 2353 Og 4373
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Llndargötu 9A.
Sínú 2323.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.í.
) Símar 3948 og 3720.
27. árg.
Keykjavík. laugardaginn 27. febr. 1943
24. blað
Atök um skipnlagningu skipulagsleysi.
Verða Andakílsárfossar virkjaðir
af rikinu eða einkafvrirtæki?
Verður komíð á þegn
% skylduvínnu í Vestur
ísaíjarðarsýsiu?^
Á Aiþingi 1941 voru samþykkt
lög um heimiid íyrir kaupstaöi
og iireppsfélög tii að koma á
þegnskyldu. Samkvæmt þeim
iögum getur bæjarstjórn eöa
hreppsneind skyidaó verkfæra
menn á aidrinum 16—25 ára til
sex vikna þegnskylduvinnu, þó
aldrei meira en tvær vikur ár-
lega, eí áöur hefir farið fram
atkvæöagreiðsia kosningabærra
manna i kaupstaönum eöa
hreppnum um máhö, og %
þeirra, sem atkvæði greiddu,
hafa lýst sig því íylgjandi.
í einu héraði á landinu, Vest-
ur-Isaíjarðarsýslu, hef'ir skap-
azt veruiegur áhugi fyrir þessu
máli. Á þing- og héraösmála-
l'undi héraösins, sem haldinn
var 22.—23. f. m., var samþykkt
aö vinna að framkvæmd máls-
ins á þessum grundvelli:
„Allir hreppar sýslunnar hafi
samvinnu um þegnskyldustarf-
iö, þannig, að hver þegnskyldur
árgangur sýslunnar sé einn
flokkur og vinni saman í einu
lagi og sé 'unnið í hreppunum
til skiptis. hegnskyldualdur sé 17
ára og þegnskyldutíminn tvær
vikur. Hver hreppur ráði sem
mestu um þaö sjálfur, að hvaða
verkum er unnið hjá honum í
þegnskylduvinnunni.“
Þrír menn, Björn Guðmunds-
son skólastjóri, Ólafur Ólafs-
son skólastjóri og Halldór
Kristjánsson bóndi voru kosn-
ir til að leggja málið fyrir
hreppsnefndir sýslunnar.
Á öðrum stað í blaðinu birt-
ist ítarleg grein um þetta mál
eftir Halldór Kristjánsson.
Slys í Haínariírðí
Síðastl. miðvikudag vildi þaö
slys til, að 18 ára piltur að
nafni Eósmundur Oddsson, Suð-
urgötu 37, Hafnarfirði, beið
bana af slysi við vinnu.
Slysið atvikaðist þannig, að
nokkrir menn unnu að sand-
tekju í Reyðhólum fyrir innan
Hafnarfjörð. Höfðu þeir grafið
um 3 mannhæðir niður.
Féll klakastykki niður og
lenti á Rósmundi. Var hann
íluttur á sjúkrahús og lézt þar
síðdegis í fyrradag.
í fyrradag varð aftur slys á
þessum sama vinnustað. Féll
klakastykki niður úr gryfju-
barminum og lenti á einum
verkamannanna, Magnúsi
Björnssyni. Meiddist hann að-
allega á höfði, var hann flutt-
ur í sjúkrahús og liggur þar nú.
Sósíalistar eínir móti ríkisrekstri
af ölium flokkum þingsins!
Á þessu Alþingi verður sennilega skorið úr því, hvort
hafizt verði handa um skipulagning raforkumálanna á
þann hátt, að ríkið reisi eða eignist stærstu orkuverin
og leiði þaðan rafmagn til næstu héraða, eða hvort
haldið verði áfram þeirri skipulagslausu byggingu raf-
stöðva, sem tíðkazt hefir að undanförnu og einkabrask-
inu gefin þar meira og minna lausu taumurinn.
Þótt undarlegt megi virðast, eru það sósíalistar, sem
virðast ætla að gerast helztu talsmenn skipulagsleysis-
ins og einkabrasksins í þessum málum.
Snjóflód
Á miðvikudagsnóttina þann
17. þ. m. féll snjóflóð á fjárhús
á Skjaldastöðum í Öxnadal. í
snjóflóðinu fórust 25 ær, sem í
húsinu voru, og auk þess sóp-
aöist í burtu hey, sem þar var.
Jón Jónsson, ábúandinn á
jörðinni, varð fyrir mjög til-
finnanlegu tjóni.
Snemma á þingi fluttu þing-
menn Mýrasýslu og Borgar-
fjarðarsýslu frumvarp, sem
heimilaði rikisstjórninni að á-
byrjast lán fyrir einkafélag, er
annaðist virkjun Andakílsár-
fossa. Hefir þetta félag þegar
verið stofnað og eru sýslu-
nefndir Mýrasýslu og Borgar-
fjarðarsýslu og bæjarstjórn
Akraneskaupstaðar þátttakend-
ur í því.
Fjárhagsnefnd neðri deildar,
en þar eiga sæti þrír menn úr
milliþinganefndinn í rafmagns-
málum (Skúli Guðmundsson,
Jón Pálmason og Ingólfur
Jónsson), hefir undanfarið haft
mál þetta til meðferðar. Hefir
meirihluti nefndarmanna,
Skúli, Jón, Ingólfur og Ásgeir
Ásgeirsson komizt að þeirri
niðurstöðu, að heppilegast sé að
ríkið framkvæmi virkjunina og
láti leiða þaðan rafmagn til
Akraness, Mýrasýslu, Snæfells-
nessýslu, Dalasýslu, Stranda-
sýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og
Austur-Húnavatnssýslu. Minni-
hlutinn, Einar Olgeirsson, legg-
ur hins vegar til, að hlutafé-
lagið verði styrkt til virkjunar-
innar með ríkisábyrgð.
Frá milliþinganefndinni í
rafmagnsmálum hefir áður ver-
ið birt sú fregn, að nefndin áliti
að leysa mætti rafmagnsþörf
héraðanna með leiðslu frá Sogs-
virkjuninni. Með nánari athug-
un virðist nefndin hafa komizt
að þeirri niðurstöðu, að betra
árangri mætti ná með virkjun
Andakílsárfossa.
í áliti meirahluta fjárhags-
nefndar segir svo:
„Nefndin hefir rætt frum-
varp þetta rækilega á mörgum
fundum, en eigi getað orðið á
einu máli um afgreiðslu þess.
Einn nefndarmaður, Einar Ol-
geirsson, vill afgreiða frum-
varpið í aðalatriðum eins og
það liggur fyrir, en við undirrit-
aðir fjórir nefndarmenn leggj-
um til, að því verði breytt i það
horf, að virkjunin verði ríkis-
virkjun til almenningsnota í
þeim nærliggjandi héruðum,
sem líklegt má telja, að sú
vatnsorka, sem til. er í þessu
fallvatni, geti fullnægt, ef hún
verður fullvirkjuð.
Eftir þeim rannsóknum, sem
gerðar hafa verið, er talið, að
á þessum stað sé hægt að virkja
alls um 12 þúsund hestöfl, eða
um 8 þúsund kw. Þau héruð,
sem einkum koma til greina til
að nota rafmagn frá þessari
virkjun, eru: Borgarfjarðar-
sýsla, Akranes, Mýrasýsla,
Snæfellsnessýsla, Dalasýsla,
Strandasýsla og báðar Húna-
vatnssýslur. Samkvæmt mann-
tali frá 1941 eru í þessum hér-
uðum samtals 15540 menn, og
mundi því raforkan í Andakílsá
svara til þess að vera rúmlega
V2 kw. á mann í þessum héruð-
um, ef hún væri fullvirkjuð.
Nú er þess að gæta, að
Blönduós, sem hefir um 400 í-
búa, gengur frá, af því hann
hefir • rafmagn, og það mun
sennilega eiga langt í land, að
hægt yrði^að leiða orkuna inn á
öll heimili í þessum héruðum.
(Framh, á 4. síSu)
Á krossgötum
Ur N.Isafjarðarsýslu
Mesta fannkoma síðan 1920.
Tíðarfar hefir verið mjög ó-
stöðugt í vetur, en snjólétt vest-
an Djúps og á Langadalsströnd.
Aftur hlóð niður mikilli fönn í
Grunnavíkur- og Sléttuhrepp-
um um hátiðarnar, og er nú
fanndýpi svo mikið, að kunnug-
ir telja, að eigi hafi jafn mikill
snjór komið þar siðan 1910 og
1920.
Aflabrögð hafa verið sæmileg,
en gæftir yfirleitt mjög stop-
ular.
Frá Reykjanesi.
Miklar byggingar eru nú
komnar i Reykjanesi, og er nú
ánægjulegt þar um að litast, og
verður þó ennþá betur, er hin-
ar fyrirhuguðu byggingar þar
eru að fullu komnar upp. — Þar
var í fyrra reist stórt heima-
vistarhús, og í haust var svo
hafizt handa um bygging skóla-
stjóraibúðar og leikfimishúss
Skólastjóraíbúðin er nú komin
upp, en ekki lokið til fulls við
smíði innan húss. Lokið er og að
grafa fyrir grunni leikfimis
hússins. Verður bráðlega byrjað
á að reisa það hús. Munu bygg-
ingar þessar verða fullsmíðað-
ar á sumri komandi. Hin nýju
hús eru sett sem viðbótarbygg
ingar sin hvoru megin við eldri
skólabygginguna, þar sem einn-
ig hefir verið íbúð skólastjór-
ans. Hafa nú þau íbúðarher-
bergi verið tekin fyrir skóla-
stofur. Er húsakostur þarna
þegar mikill, og verður mjög
myndai’legur. ■
Sextugsafmæli
Jóns Fjalldals.
Á sextugsafmæli Jóns Fjall
dals var fremur vanda gest-
kvæmt á heimili hans, sóttu
hann heim margir sveitungar
hans og utansveitarmanna.
Ýmsar gjafir voru afmælisbarn-
inu afhentar. Nokkrir vina hans
utan og innan sveitar stofnuðu
3000 kr. minningarsjóð, sem
Jóni var falið að semja um
skipulagsskrá.
Erlent yfirlit 27. febrúar:
Verða Þjóðverjar sóttir heím
á komandí sumri?
Gera Bandameim iimrás í Finnland?
Tveir málsmetandi menn,
Maisky sendiherra Rússa í Lon-
don “og Beaverbrook lávarður,
hafa nýlega hreyft þvi, að
Bandamenn yrðu að gera inn-
rás á meginland Evrópu næsta
sumar, ef vetrarsókn Rússa ætti
að bera tilætlaðan árangur.
í mörgum enskum blöðum
hefir þessari skoðun verið
kröftuglega haldið fram að
undanförnu, einkum þó í blöð-
um Beaverbrooks, Daily Express
og Sunday Express, sem eru
fjöllesnustu blöð Bretaveldis.
Beaverbrook hreyfði þessari
skoðun í ræðu, sem hann flutti
í lávarðadeildinni. Honum var
svarað því af fyrirsvarsmanni
stjórnarinnar, að hún óskaði
ekki eítir frekari umræSum um
þetta atriði, þar sem það yrði
óvinunum að mestum notum.
Hins vegar vildi hann vísa til
þess, að um þetta hefði verið
rætt á Casablanca-ráðstefnunni
og náðst þar fullt samkomulag
um hernaðaraðgerðir Banda-
manna næstu 9 mánuðina.
Það virðist álit hernaðar-
fræðinga, að sókn Rússa hafi
þegar náð hámarki sínu og
tæpast sé að vænta frá þeim
meiri sigra í vetur en að þeim
takist að stökkva Þjóðverjum
alveg úr Kákasus og Donetz-
héröðunum. Rússar búa nú við
sömu örðugleikana og Þjóðverj-
ar bjuggu við áður, að þurfa að
ílytja herlið sitt yfir landsvæði,
þar sem kappkostað hefir verið
að eyðileggja allar samgöngu-
leiðir. Innan fárra vikna byrja
vorleysingarnar, sem munu
stöðva allar meiriháttar hern-
aðaraðgerðir. Að þeim loknum
geta vélknúðu hernaðartækin,
flugvélarnar og skriðdrekarnir,
ráðið mestu um úrslit orust-
anna og yfirburðir Þjóðverja fá
þá notið sín á nýjan leik.
Það er einnig dómur flestra
hernaðarfræðinga, að þótt
Þjóðverjar hafi orðið fyrir veru-
legu tjóni í vetur, muni þeir
færir um að hefja sókn með
vorinu. Þessi sókn mun senni
lega beinast gegn Rússum eöa
Tyrkjum. Úrslit þeirrar sóknar
muni hæglega geta farið efttr
því, hversu mikinn liðsafla
Þjóðverjar þurfa að hafa í
Vestur-Evrópu og löndunum við
Miðjarðarhaf til að mæta inn
rás Bandamanna.
Hernaðarfræðingarnir leggja
á það áherzlu, að ekki megi of-
meta varnarstyrk Rússa, vegna
vetrarsóknar þeirra. Hún hati
kostað þá miklar fórnir, engu
síður en Þjóðverja. Þess vegna
megi Bandamenn ekki treysta
á það, að Rússar geti þolað nýja
sumarsókn Þjóðverja. Banda-
menn verði að draga úr þunga
þessarar sóknar hjá Þjóðverj-
um með því að neyða þá til að
berjast á nýjum vígstöðvum.
Margt er um það rætt, hvern-
Samúð vegna Þor-
móðsslyssins
Vegna hins hörmulega mann-
tjóns, sem varð er v/b. Þormóð-
ur fórst í síðastliðinni viku,
hefir sendiherra Bandaríkjanna
hér í erindi 23. þ. m. vottað rík-
isstjórn íslands og íslenzku
þjóðinni samúð sína, en sér-
staklega beinir hann þessari
hluttekningu sinni til Ibúa
Bildudals, er um sárast eiga að
binda við þetta slys. Hefir rík-
isstjórnin fært sendiherranum
þakkir sínar fyrir þennan sam-
úðarvott.
ig Bandamenn munu haga htnni
væntanlegu innrás. Sumir telja,
að þeir muni fyrst í stað láta
sér nægja stórkostlegar loft-
árásir, sem m. a. komi í veg fyr-
ir, að Þjóðverjar geti notað
flugher sinn í Rússlandi. Myndi
slíkt geta orðið Rússum mikill
léttir.
Auk þeirra staða, sem áður
hafa verið taldir vel fallnir til
innrásar, hafa nú ýmsir orðað
Finnland. Með töku Finnlands
gætu Bandamenn sameinazt
Rússum í sókninni gegn Þjóð-
verjum. í sambandi við þetta
hefir mjög verið um það rætt,
að Finnar óski sérfriðar. Banda-
ríkin og Finnland hafa aldrei
slitið stjórnmálasambandi sínu
og myndu forráðamenn Banda-
ríkjanna fúsir til að veita Finn-
um sæmilega friðarskilmála.
Hins vegar munu Rússaj; heimta
skilyrðislausa uppgjöf og gæti
þetta orðið deiluefni milli
Rússa og Bandamanna. Rússar
myndu líka líta her Banda-
manna óhýrum augum í Finn-
landi, þar sem hann myndi líka
sennilega verða notaður til þess
að hrekja Þjóðverja úr baltisku
löndunum, sem Rússar vilja ó-
gjarnan sleppa aftur.
Verstu torfærurnar, sem
Bandamenn hafa nú við að
glíma með tilliti , til væntan-
legrar innrásar, eru kafbáta-
hernaður Þjóðverja og herlið
þeirra i Tunis.
Meðan Bandamenn þurfa að
berjast í Tunis, er þeim óhægra
að hefja sókn annars staðar og
aðstaðan til innrásar í Ítalíu
og Balkanlöndin er mjög óhæg
Kafbátahernaðurinn er þeim
þó sennilega meiri þyrnir í aug
um. Ameríski aðmírállinn,
Clark A. Woodword, upplýsti ný-
lega, að Þjóðverjar myndu inn
an skamms hafa 500—600 kaf-
bátum á að skipa, en það er 7
8 sinnum meira en í upphafi
styrjaldarinnar. Hann sagði
ennfremur, að skipatjón Banda
manna hefði verið áætlað 7
milj. smál. síðastliðið ár eða
rúmlega 1 milj. minna en
skipabyggingar þeirra hefðu
numið. Sum áreiðanleg amer-
isk blöð áætla þó skipatjónið
enn meira eða um 1 milj. smál.
á mánuði. Knox flotamálaráð-
herra hefir nýlega gert mönn-
um hættuna augljósa með þess-
um orðum: Þjóðverjar hafa nú
mun fleiri kafbáta en í júni í
fyrra, þegar skipatjónið varð
mest,
Hættan af kafbátunum eykst
þegar veður batnar og næturn-
ar lengir.
í mörgum amerískum blöðum
er varað við þeirri skoðun, að
ósigur Þjóðverja sé á næstu
grösum. Þeir séu enn það sterk-
ir, að það muni kosta geisilegt
átak og miklar fórnir, ef sigra
eigi þá á þessu ári. Menn megi
því eins búast við því, að sig
urinn sé lengra framundan.
Seinustu fréttir
Sókn Rússa heldur áfram fyr
ir vestan Kharkov. — í Donetz
héröðunum hefir mótspyrna
Þjóðverja harðnáð. — Við Tag
anrog veita Þjóðverjar einnig
harða fnótstöðu.
í Mið-Tunis hafa Bandamenn
hafið gagnsókn og tekið aftur
nokkra staði, sem Þjóðverjar
tóku af þeim á dögunum.
Churchill og Roosevelt hafa
verið lasnir að undanförnu.
Churchill er nú á batavegi.
Á víðavangi
STÆRSTA ÓHAPPAVERKIÐ.
Mbl. segir, að gagnrýni sú,
sem dýrtíðartillögur stjórnar-
innar hafi sætt, beri þess merki,
að ekki hafi verið unnt fyrir rík-
isstjórn Ólafs Thors að beitast
fyrir lækkun dýrtíðarinnar.
Það mun heldur enginn hafa
búizt við því af stjórnarviðrini
Ólafs, enda hefir hún ekki ver-
ið gagnrýnd fyrir það. Enn hitt
hefir hún verið réttilega ásökuð
fyrir, að undir forustu hennar
óx dýrtíðin takmarkalaust og
án þess, að stjórnin reyndi
nokkuð til þess að stöðva þá
Dróun. Stjórnin hafði líka bund-
ið hendur sínar í þeim efnum,
iar sem hún hafi keypt stuðn-
ing verkalýðsflokkanna þvi
verði, að stofna ekki til neins
ágreinings við þá og þó allra
sízt í dýrtíðarmálunum.
Vegna þessara heitbindinga
íhaldsstjórnarinnar hafa dýr-
tíðarmálin komizt í það öng-
þveiti, sem erfitt er að koma
þeim úr.
Það loforð ihaldsstjórnarinn-
ar, að láta dýrtíðarmálin af-
skiptalaus, þegar þau voru mál
málanna, og efna til tveggja
þingkosninga, þegar verst
gegndi, mun jafnan verða talið
eitt óskammfeilnasta og ábyrgð-
arminnsta óhappaverk íslands-
sögunnar.
LÖGÞVINGUN í KAUPGJALDS-
OG VERÐLAGSMÁLUM.
Mbl. segir, að kátlegt sé nú
að heyra Eystein Jónsson tala
um samkomulagsleiðina í
kaupgjalds- og verðlagsmálum,
þar sem hann hafi oft áður
fylgt lögfestingu.
í fyrsta lagi er þvi að svara,
að Framsóknarflokkurinn hefir
aldrei fylgt lögþvingunarleið-
inni, nema sýnt hafi verið, að
nauðsynlegum árangri verði
eigi náð með öðrum hætti. Þá
sjaldan, sem hann hefir staðið
að slíkri lögþvingun, hefir það
verið til að stöðva hækkanir, en
ekki til að knýja fram lækkan-
ir.
í öðru lagi hefir Framsóknar-
flokkurinn lært það af reynsl-.
unni,*að lögþvingun kaupgjalds
eða verðlags er aðeins trygg, ef
hún nýtur stuðnings verkalýðs-
flokkanna. Þótt Sjálfstæðis-
flokkurinn fylgi slíku máli,
svíkur hann það jafnan. Hann
snerist gegn lögbindingunni
haustið 1941, þótt ráðherrar
flokksins væru búnir að lýsa
sig henni samþykka, og hann
snerist gegn gerðardómslögun-
um rétt eftir að hann var búinn
að samþykkja þau.
Þótt lögþvingun i kaupgjalds-
og verðlagsmálum geti stund-
um verið brýnt nauðsynjamál
vegna óvenjulegra aðstæðna, þá
verður hún alltaf háskalegt og
óviturlegt ævintýri, ef hún hvíl-
ir að verulegu leyti á jafn valtri
stoð og Sjálfstæðisflokkurinn
er.
ÓLÍKAR AÐSTÆÐUR.
Mbl. segir, að kynlegt sé að
heyra Eystein Jónsson tala gegn
því, að dýrtíðin sé borguð niður
með framlögum úr ríkissjóði,
þar sem hann sé höfundur dýr-
tíðarlaganna frá 1941.
Mbl. virðist ekki gera sér
ljóst, að nú er allt annað -á-
stand í þessum efnum en vorið
1941. Þá var dýrtíðarvísitalan
(Framh. á 4. siöu)
Maður drukknar
Austur i Hornafirði vildi það
slys til í gær, er brotsjór reið
yfir vélbátinn „Ásu“, að einn
skipverja tók út, og drukknaði
hann.
Maður þessi hét Sigurður Ara-
son og var frá Borg í Mýra-
hreppi. Hann var 26 ára gamall
og ókvæntur.
/