Tíminn - 27.02.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.02.1943, Blaðsíða 2
94 TÍMfNlV, laMgardaginn 27. febr. 1943 24. blað Halldór Kristjánsson, Kirkjubólí: 'gímirm Laugardagur 27. febr. Þegnikyldnvinoaii Dýrtíðartillögur stjórnarinnar Menn hafa beðið tillagna ríkr istjórnarinnar um lausn dýrtíð- armálanna með mikilli eí'tir- væntingu. Nú er þeirri eftir- væntingu lokið. Tillögurnar eru komnar fram og eru orðnar helzta umtalsefni almennings. Þeir hörðu dómar, sem tillög- urnar hljóta víða, eiga að nokkru leyti rætur sínar að rekja til þeirrar draumsjónar sumra manna, að ríkisstjórn, sem væri óháð „bölvuðum flokkunum" og „flokksklíkun- um“, myndi geta fundið önnur og betri ráð en áður hafa eink- um verið nefnd. Þessir menn hafa látið sig dreyma um ein- hver óþekkt töfraráð, sem hin ópólitíska ríkisstjórn myndi finna til bjargar föðurlandinu. Þegar þeir svo reka sig á það, að hún hefir ekki önnur úr- ræði en þau, sem iðulega hefir verið bent á og barizt fyrir af sumum pólitísku flokkunum, fyllast þeir vonbrigðum og láta gremju sína bitna á ríkisstjórn- inni. Þessir menn ættu að hugsa sig betur um áður en þeir kasta fleiri hnútúm í ríkisstjórnina. Hún hefir aðeins orðið að beygja sig fyrir sömu staðreyndunum og hinir pólitísku fyrirrennar- ar hennar. Málið verður ekki leyst, nema gengið sé á augna- blikshagsmuni flestra stétta landsins. Það hefir ekki valdið því nein pólitrísk hlutdrægni, að áður hefir verið reynt að leysa málið á þeim grundvelli. Það veldur því heldur enginn vond- ur tilgangur hjá ríkisstjórn- inni, þótt hún hafi orðið að ganga inn á þessa sömu braut. Stjórnin hefir líka steytt á sömu skerjum og fyrirrennarar hennar, sérhagsmunum stétt- anna. Hún hefii| ekki komið skipi sínu framhjá þeim, þótt hún sé ekki háð neinum pólit- iskum flokki. Ef hún hefði ekki viljað freista þess að taka svo mildum tökum á málinu, að eigi kæmi til verulegs mótblásturs, er vafalaust, að hún hefði talið æskilegt að ganga lengra á mörgum sviðum og hafa ýmsar ráðstafanirnar miklu róttækari en gert er ráð fyrir í tillögum hennar. Ég hefi lengi ætlað mér að skrifa smágrein um þegnskyldu- hugsjónina, þó að það hafi nokað fyrir öðru til þessa. Það hefir verið fremur hljótt um það mál undaníarið og er það e. t. v. skiljanlegt. Menn hafa svo margt að ræða. Hitt er undar- legra, að eitt af höfúðskáldum íslendinga, Halldór Kiljan Lax- ness skuli hafa lagt illt til máls- ins opinberlega. Á ég þar við smáklausu í Tímariti máls og menningar. Klausa sú er skrif- uð af fljótfærni og hyldjúpu skilningsleysi. Mætti. segja mér að það væri um hana eins og Passíusálmagreinina í Iðunni forðum, að hún væri prentuð í uppkasti. Þarna er því. t. d. haldið fram, að þegnskyldutím- inn eigi að vera 18 vikur en lögin heimila hann lengstan G vikur. Eins er látið sem það sé ófrávíkjanlegt skilyrði, að þeir, sem þegnskylduna inna af hendi, skuli ekkert kaup fá, en um það segja lögin það eitt, að þeir skuli að minnsta kosti fá það, sem nægi fyrir dvalar- kostnaði. En þessi grein átti að vera um þegnskyldumálið sjálft en ekki svona „titlinga- skít“. Aðalatriðið er sú uppeld- islega þýðing, sem þegnskyldu- vinnan getur haft og á að hafa. Þá þýðingu skilur ekki skáldið og mannvinurinn Halldór Kilj- an Laxness, þrátt fyrir góðar gáfur og mikla menntun. Við skulum gera okkur grein fyrir því, hvaða áhrif þegn- skylduvinnan myndi hafa. Ung- lingar héraðsins dveldu stuttan tíma saman og ynnu einhverja gagnlega erfiðisvinnu undir fastri og öruggri stjórn lieppi- legs æskuleiðtoga. Það má vel vera, að ýmsir þeir, sem telja sig sérstaklega útverði og fram- herja hverskonar menningar, finni sig þess umkomna að tala með lítilsvirðingu um að moka skít. Hinu verður þó ekki hagg- að, að tilvera þeirra sjálfra er komin undir skítmokstri okkar hinna. Við lútum ekki höfði fyr- ir þeim af því einu saman, að þeir hafi valið sér verkefni, sem fjarlægari eru náttúrlegu lífi. Við erum sennilega nokkuð margir, alþýðumennirnir, sem finnum okkur ekki neitt óæðri eða lítilmótlegri en aðra vegna þess, að við vinnum erfiðis- vinnu. Við erum trúir þeirri lífsskoðun, sem kemur fram í þessari fábrotnu og litið skáld- legu alþýðuvísu: Heldur vil ég hirða fjós með heiðri og sóma, en hempu mér til hneisu bera og heilli stétt til skammar vera. í augum uppi, að reyna beri þessa leið áður en gripið er til annara ráðstafana. Frá sjónarmiði' Framsóknar- flokksins verður grunnkaup og grunnverð landbúnaðarvara að haldast í hendur. Ef grunn- kaupið er óbundið, verður grunnverð landbúnaðarvar- anna að vera það einnig. Stjórn- arfrumvarpið ætlazt til, að grunnkaupið sé látið óbundið, en verðlag landbúnaðarvara sé bundið við vísitölu, sem er á- kveðin af nefnd, þar sem full- trúar bænda verða í minna hluta. Frá sjónarmiði margra Fram- sóknarmanna mun það vafa- samt, að rétt sé að borga niður dýrtíðina með stórfé úr rikis- sjóði, eins og nú er komið mál- um. Ríkissjóð brestur fyrr en síðar fjárráð til slíkra ráðstaf- ana og þá er allt skilið eftir í sömu sporunum. Hér er um at- riði að ræða, sem vel ber að at- huga áður en að því er horfið. Ákvæði stjórnarfrumvarpsins um eignaaukaskatt þarfnast líka athugunar og endurbóta. Allt þetta eru atriði, sem munu verða vandlega athuguð í meðferð þingsins. Þótt ríkisstjórnin hafi sett fram tillögur um lögþvingun í kaupgjalds- og verðlagsmálun- um, virðist augljóst, að hún kýs heldur samkomulagsleiðina en lögþvingun. Tillögur hennar bera á sér blæ málamiðlunar. Forsætisráðherrann hefir lýst því, að stjórnin hafi ekki talið þörf á þeirri samkomulagsleið, að snúa sér til stéttarsamtak- annaf þar sem þau ættu helztu fulltrúa sína á Alþingi og þeir gætu samið um málið þar. Fé- lagsmálaráðherrann hefir einn- ig lýst yfir því, að ekki beri að samþykkja iög, nema full trygg- ing sé fyrir framkvæmd þeirra. Forsætisráðherrann hefir hlotið lof sem sáttasemjari í vinnudeilum. Honum hefir oft tekizt að jafna þar mikinn á- greining. Aldrei hefir þó reynt meira á sáttasemjarahæfileika hans en nú. Þ. Þ. En jafnframt þessu vitum við, að það er ekki sama, hvernig hin hversdagslegustu störf eru unnin. Þá er sama hvaða álit menn hafa á alþýðunni. Jafn-' vel þó að hún væri talin ógöf- ugri manntegund, sem ekki hafi dáð til að vænta sér neins af lífinu og hljóti þess vegna lítil- mótlegasta hlutskiptið, mun því ekki verða neitað að þetta fólk eigi sér rétt. Og þar er komið að kjarna málsins. Al- gengasti skítmokstur getur slit- ið mönnum mjög misjafnt. Það er ekki sama, hvernig menn bera sig að. Fjöldi manns er meira og minna þjáður af hryggskekkju og það stafar stundum af því, að þeir kunna ekki að taka moksturinn eins og eðlilegast er. Ben Húr héit hreysti, fegurð og atgjörvi lík- ama síns undir ánauð galeið- unnar af því, að hann fékk að róa á borðin á víxl en skekkt- ist ekki af einhliða átökum. Eins eru margir erfiðismenn, sem vinna nokkuð jafnt með báðum höndum en aðrir moka alltaf upp á sömu hendina og þess háttar, af því að þeir hafa ekki verið vandir á annað eða e. t. v. ekki verið bent á hvaða þýðingu það hefði. Hrygg- skekkja og óeðlilegt slit og stirðnun veldur líkamlegri van- líðan og ýmsum kvillum, auk þess, sem það hefir áhrif sín á andlega líðan og sálarlíf fólks. Eins má nefna þann hvers- dagslega hlut að bera vatnsföt- ur eða börur. Það er hægt að gera í þeim stellingum að brjóstið hvelfist og brfóstholið stækki og andardrátturinn verði djúpur og léttur, en líka svo, að brjóstholið leggist saman og þungt verði um andardráttinn. Hér þarf ekki að ræöa hvort hollara sé. En þessi tvö hvers- dagslegu dæmi úr alþýðlegu lifi niinna á það, hve mlklu skiptir að menn beri sig rétt að við vinnuna. Það sannar okkur, að viö þurfum meira og betra verk- legt uppeldi. Hér á þegnskylduvinnán að bæta úr þörfinni. Líkamleg vinna er lífsnauðsyn hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þeir, sem hana stunda, þurfa að læra beztu tilburði, svo að þeir losni við óeðlilegt og óþarft slit. Auk þess er öllum hollt hóflegt likamlegt erfiði. Hér á þegn- skylduvinnan að koma, sem við- auki við skólaskylduna með verklegt nám, sem kemur dag- lega í góðar þarfir í æfilangri lífsbaráttu erfiðismannsins. Þannig á að auka hreysti og vellíðan íslendinga, gera þá starfsglaðari, hraustari, ham- ingjusamari. — Og þó rísa upp gáfaöir mannvinir og ónotast við þeirri hugmynd, að skóla- skyldan sé aukin á þennan hátt. Þeim er það fráleitt ljóst, að verkleg kunnátta er höfuðnauð- syn allrar alþýðu. Við þegnskyldustarfið myndi verða séð fyrir því, að ungling- arnir iðkuðu leikfimi og í- þróttir eins og hollast er vinn- andi fólki. Þar með gefst tæki- færi til þess, að fullkomna hin góðu áhrif þessa uppeldis til bættrar heilsu og hreysti. Svo skulum við þá athuga nokkur dæmi þess, hvað ætla má að þessir ílokkar ynnu. Við skulum hugsa okkur þorpið, þar sem unglingarnir hafa tíðum lítið við að vera og verða dapur- lega oft sönnun þess, að marg- ir lestir eru ávextir iðjuleysis. Einn vordag eru þeir svo kall- aðir til þegnskyldustarfsins. Þeir fá þar reglubundið við- fangsefni í skemmtilegri sam- vinnu undir fastri og lipurri stjórn. Þeir fá hollan, þjóðlegan mat, fræðslu um undirstööuat- riði allrar erfiðisvinnu og verk- léga menningu almennt og leikni samkvæmt því. Auk þessa njóta þeir saman glaðra leikja og góðra íþrótta. Það þarf varla að taka það fram, að nautn eit- urefna, eins og tóbaks og áfeng- is, kemur þarna ekki til mála. Þetta er tækifæri til að kenna æskunni að lifa heilbrigðu og glöðu starfslífi. Þannig eignast svo þorpið leikvöll eða sund- laug, sem verður hjálp allra æskumanna, sem alast þar upp, til að eiga glaða og heilbrigða æsku og verða nýtir og farsælir menn. Eins er hægt að bregða upp mynd af æskumannahópnum, sem giröir blásinn sandinn, þar sem áður var blómleg byggð, og sáir melfræinu, svo að aftur megi nema og byggja það land, sem litlE^* fátæka þjóðin hefir þar tapað í baráttu sinni við náttúruöflin. Eða þá þar, sem æskan grefur framræsluskurði í fúamýrina, svo að töðugresið geti þrifizt þar og notað sér mönnum til blessunar þau auð- æfi, sem öldum saman hafa ver- ið bundin í bleytu mýrarinnar. Enn má liugsa sér það, að æskan gróðursetji trjáplöntur og rækti skógarbletti, sem verði allt í senn, yndislegustu skemmtistaðir og lystigarðar, skjölgjafar annars nytjagróð- urs og verðmæt eign sveitar- og bæjarfélaganna. Auk þess lærð- ist þeim þar almenn trjárækt, Noregs> söfnunin Ávsirp frá fram- kvæmdanefndinni Eins og kunnugt er, hefir fjársöfnun til styrktar* Norð- mönnum staðið yfir hér á landi frá því á þjóðhátíðardegi þeirra síðastliðinn 17. maí. Safnazt hefir þegar með almennum samskotum um 330 þús. kr. og Alþingi hefir veitt fé úr ríkis- sjóði, er nemur 350 þús. kr. til þessarar hjálparstarfsemi. En þar eð vitað er að mjög mikill skortur er í Noregi á hvers kon- ar fatnaði, þar sem Norðmenn liafa látið af hendi skjólfatnað sinn, hefir framkvæmdanefnd Noregssöfnunarinnar ákveðið að leita stuðnings kvenfélag- anna í landinu og farið þess á leit, að þau beittu sér fyr- ir söfnun fatnaðar, hvert á sínu félagssvæði í framannefndum t.ilgangi og geymi fötin þar til framkvæmdanefndin óskar að fá þau send. Tilætlunin er að safna fatnaðinum saman í Reykjavík, flokka hann og nakka niður og hafa hann til- búinn til þess að senda til Nor- egs eins fljótt og möguleikar verða. á að koma honum. Fatnaðurinn má vera notaður, en hann verður að vera hreinn og heill. Það má vera ytri sem innri fatnaður og á fullorðna sem börn. Framkvæmdanefndin væntir bess, að félögin og fólk yfirleitt <aki mála.leitan þessari vel. — Fötin koma áreiðanlega í góð- ar þarfir, hvort sem þau eru ný eða notuð og þeim verður kom- ið á ákvörðunarstaðinn eins fljótt og möguleikar verða til þess. f framkvæmdanefnd Noregs- söfnunarinnar. Reykjavík, 25. febr. 1943. Guðl. Rósinkranz. Harald Faa- berg. Sigurður Sigurðsson. svo að stórum myndi fjölga af þeim sökum trjágörðum lands- ins, heimilin verða elskulegri og hlýrri og spegla mejri sálarfeg- urð en áður. Þannig hefir þegnskyldu- vinnan tvær hliðar, sem báðar eru gæddar uppeldislegri þýð- ingu. Annars vegar er hið heil- brigða líf og frjálslega en þó skipulega samstarf. Það er góð undirstaða dáðríks lífs, hvað sem lífsstarfið verður, að hafa (Frnmh. á 4. sl/ín. i Þess vegna er það líka tekið skýrt fram í greinargerð til- lagnanna, að stjórnin telji ráð- stafanirnar, sem þær fjalla um, aðeins fullnægjandi fyrst um sinn. Þær geti aðeins fleytt okk- ur um stundarsakir. Þær eru engin tendanleg lausn málsins. Ef ekki verður haldið áfram með nýjum ráðstöfunum, skila þær málinu innan lítils tíma aftur í sömu sporin og það er nú. Þótt ýmsir álíti þetta miður farið, eru ásakanirnar í garð stjórnarinnar naumast rétt- mætar. Vilji stjórnarinnar er tvímælalaust góður. Hér hefir aðeins gerzt það, að afhjúpazt hefir sá misskilningur, að ó- pólitísk stjórn hafi betri aðstöðu til að leysa málin og finna rétt- ar úrlausnir en pólitísk stjórn. Framsóknarflokkurinn hefir enn ekki tekið neina opinbera afstöðu til frumvarps stjórn- arinnar. Flokkurinn hefir jafn- an tekið allar tillögur í dýrtíð- armálinu til velviljaðrar at- hugunar og frumvarp stjórnar- innar mun mæta hjá honum fullum skilningi. En vitanlega mun flokkurinn kappkosta að bæta það, sem hann telur mið- ur fara, og koma í veg fyrir það, sem hann telur stefna í ranga átt. í dýrtiðartillögum flokksins frá síðastl. hausti er lögð á það megináherzla, að náð verði sam- komulagi milli launþega og framleiðenda um kaupgjald og verðlag, sem samrímist þörf- um framleiðslunnar. Aðrir flokkar hafa lýst sig þessu samþykka, og virðist því liggja Donald HíIIiþIiii: TnndnrNkeytin Tundurskeytið er ægilegasta moríívopn, sem hugvit og hag- leikur imannsins hefir framleitt til þessa. Verkfræðingum hefir ekki tekizt að finna neitt varn- arráð gegn því, er að haldi komi. Þetta er minnsta herskip, sem til er, aðeins 8 m. að lengd. En skip er það, með öllu tilheyr- andi: vélarúmi, lestarrými og vélrænni áhöfn, sem er skjót- ari í hreyfingum og nákvæmari en nokkur áhöfn af holdi og blóði. Það getur farið i hálf- hring, ef vill, áður en það tek- ur rétta stefnu. Það fer í kafi, nákvæmlega í 7þeirri dýpt, sem æskilegt þykir. Áður en það fær upptöku í flotann, fer það reynsluferðir engu síður en orr- ustuskipin. Tundurskeytið er í fisklíki, gjört úr stáli. Það vegur 1500 kg. og er hlaðið 300 kg. af skæð- asta sprengiefni í trjónunni. Hraði þess er allt að því míla á mínútu. Árekstur þess lamar stærstu orrustuskip. Hin vélgengu tundurskeyti urðu fyrst til árið 1864. Austur- rískur sjóliðsforingi átti hug- myndina og lagði teikningar sínar fyrir hinn fræga skozka verkfræðing, Robert Whitehead. Varð hann þegar hrifinn af og tók til óspilltra mála við smíð- ina. Tveimur árum síðar hljóp fyrsta Whitehead-tundurskeytið af stokkunum. Það var lítið og í ýmsu áfátt. Lengdin var að- eins 3 m., hraðinn 6 mílur á klst., gekk fyrir þrýstilofti* og bar 9 kg. af dýnamiti. En svo hugvitlegt var smíði White- heads, áð í grundvallaratriðum hefir það aðeins tekið smá- vægilegum breytingum. Fyrstu tundurskeytin voru vissulega gallagripir. Stefnan var svo óviss, að þau unnu móð- urskipinu engu síður geig en skotmarkinu. Meira að segja í síðustu styrjöld sprungu margir kafbátar í loft upp af sínum eig- in tundurskeytum. Oft hentust þau upp úr vatninu eins og höfrungar. Eitt sinn skaut brezkur kafbátur tundurskeyti að þýzkum kafbát, sem lá ofan- sjávar. Þegar skeytið var að því komið að skella á bátnum, óð það upp úr, sentist yfir þilfar- ið og lenti í sjónum hinum meg- in án þess að gera nokkurn usla. Tundurskeytin eru nú orðin slík dvergsmíð, að þau geta ösl- að sjóinn margar mílur án þess að víkja teljandi frá upphaf- iegri stefnu eða dýpi. Gerðin er í aðalatriðum eins með öllum þjóðum. Þegar skeyti missir marks, heldur það áfram þar til það hefir farið um 8 mílur, en sekkur þá. Það veldur því ekki hættu á siglingaleiðum og verð- ur aldrei herfang óvinanna. Vélarnar eru samsettar úr 1325 hárnákvæmt smíðuðum véla- hlutum, miklu margbrotnari en sigurverk 1 úri. Smíði á einu tundurskeyti tekur 20,000 vinnustundir, og kostar um 75.000 krónur í reiðu fé. Tundurskeytinu er skipt í fjögúr meginhólf. Fremst er tundurtrjónan, eins og bryn- rofskúla að gerð, hlaðin 300 kg. af sterkasta tundri, sem til er. Aftan við tundurtrjón- una er hólf með þrýstilofti, sem knýr vélarnar að mestu leyti. Þrýstingin er geysileg, eða 224 kg. á hvern flatarsentimetra, og er það mörgum sinnum meira en í stærstu eimreiðakötlum. Þar fyrir aftan er hólf með eldsneyti, vatnshylkjum og smurningsolíu. Aftast er „véla- rúmið“. Þar er fyrir komið afl- vélinni, sem knýr skeytið á- fram og hinum vélræna „heila“, sem heldur því í horfinu. Aftan á eru tvær skrúfur, sem snú- ast gagnstætt hvor annarri, — með einni skrúfu myndi skeytið snúast um sjálft sig, — og stýri fyrir stefnu og dýpi. Skip, sem sendir tundur- skeyti, þarf ekki annað að gera en a ð koma því í 5 mílna ná- læg'ð við skotmarkið og skipa því fyrir um stefnu. Á kafbát- um eru skeytin rekin af stað með þrýstilofti, sem ýtir þeim út um tundurhlaupin. Á ofan sjávar skipum eru skeytin send yfir borðstokkinn með lítilli tundursprengingu. Flugvélar láta þau einfaldlega detta í sjó- inn. Þegar tundurskeyti er sent, gerast furðu margir hlutir á ör- stuttu augnabliki. Ræsistöng lyftist um leið og skeytið kemst á hreyfingu og opnar fyrir úð'a af mjög eldfimum vökva.Á sama augabragði tekur sjálfvirkur vatnsgeymir að úða vatni á log- ann. Vatnið breytist í eim, en vatnsgeymirinn temprar vatns- úðann svo nákvæmlega, að hit- inn í eimkatlinum helzt ná- kvæmlega 675° C. Verður eim- þrýstingin svo geysileg, að vél- in fer þegar af stað með 400 hestafla orku og knýr skeytið samstundis á fulla ferð, sem nálgast milu á mínútunni. Um leið og þessi banvæni „ís- arnungi“ er látinn fyrir borð, er stefna hans og djúpsyndi á- kvarðað með því að snúa tölu- settum takka líkt og á útvarps- tæki. Er það gert eftir fyrir- sögn skotmeistarans, sem hefir reiknað út afstöðu, hraða og fjarlægð skotmarksins. Það er alls ekki ástseða til nú orðið að miða tundurskeytinu á markið. Það gildir einu í hvaða átt því er beint. Hafi það verið „sett“ rétt, snýr það af sjálfu sér á rétta leið. Er það mikils virði fyrir tundurspillana að þurfa ekki að snúa hlið að óvinaskipi meðan þeir senda tundurskeyti af þilfarinu. Aðalgaldurinn við sjálfstjórn tundurskeytisins er fólginn í gýróskópstýrinu, en það er þungt koparhjól á stærð við steikarpönnu, sem snýst 18000 snúninga á mínútu fyrir þrýsti- lofti. Hjólið stjórnar lítilli vél, sem verkar á stefnustýrið og heldur skeytinu nákvæmlega í hinu ákveðna kafi. Tundurskeytið verður að halda sér í jöfnu dýpi, sem venjulega er 5 m. undir yfir- borðinu. Nákvæmur dýptármæl- ir, sem miðar dýpið við vatns- þrýstinguna utan frá, stjórn- ar annarri lítilli stýrisvél, er verkar á sporðstýri. Berist skeytið nær yfirborðinu eða dýpra en til var ætlazt, þeina sporðstýrin því aftur í rétta dýpt. Öllu þessu vélavirki er fyrir komið af miklum hagleik í hinum mjóslegna bol tundur- skeytisins, sem er 50 cm.í þverm. Fyrrum vildi það brenna við, að tundurskeytin létu eftir sig drifhvíta mön af loftbólum, sem stöfuðu frá köldu þrýsti- lofti úr vélarýminu. Þetta gat gefið óvinaskipi tækifæri til að víkja undan auk þess sem það gaf ótvíræða bendingu um, hvar kafbáturinn, sem skaut því, væri niðurkominn. Nú hefir verið séð við þessu. Hin heita blandai af notuðu þrýstilofti og vatnseimi er látin streyma út um skrúfuásinn, sem er gerður úr eir og holur innan. Vatns- eimurinn breytist þegar í vatn, er hann snertir kaldan sjóinn, og heita loftið myndar aðeins litlar loftbólur, sem ekki sjást úr teljandi fjarlægð. Það er vitað, að Þjóðverjar hafa lagt mesta áherzlu á Smíði tundurskeyta. Skipasmiðjur í Kíl, Bremen og Hambörg hafa hætt smíði stórskipa og tekið að smíða hraðbáta og kafbáta. í Danzig og Stettin hefir kaf- bátasmíði verið hafin. Skóli fyr- ir tundurskyttur starfar í Kíl og hefir verið stórlega aukinn. Bandaríkjamenn vilja ekki vera eftirbátar annarra í þess- um efnum. Margar nýjar verk- smiðjur hafa tekið til við smíði tundurskeyta. í orrustunni í Macassarsundi kom og í ljós, að amerísk tund- urskeyti eru óvenjulega mark- viss og banvæn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.