Tíminn - 27.02.1943, Blaðsíða 4
96
'ÍÍMIM, langardaginn 27. fcbr. 1943
24. blað
Tilkynning
Meö tilvísun til 7. gr. laga nr. 3, 13. febrúar 1943 um verðlag,
sbr. 1. gr. sömu laga, vill Viðskiptaráðið vekja athyglb'á þvi, að
bannað' er að selja nokkra vöru, sem ákvæði um hámarksálagn-
ingu gilda ekki um, hærra verði en hún var seld við gildistöku
nefndra laga, hinn 13. þ. m., nema með leyfi Viðskiptaráðsins.
Bann þetta tekur þó ekki til vörutegunda, sem verðlagðar eru
samkvæmt sérstökum lögum, né tii vöru, sem seld er úr landi.
Hins vegar nær það til gjalda fyrir flutning á landi, sjó og í
ioíti, enníremur til greiðslu til verkstæða og annarra verktaka
fyrir alls konar verk, svo sem pípu- og raflagningar, smíðar,
málningu og veggfóðrun, saumaskap, prentun og þvi um llkt,
svo og til greiðslu fyrir greiðasölu, veitingar, fæði, snyrtingu,
íatapressun, aðgang að skemmtunum og annað siíkt. Bannið
tekur hins vegar ekki til iauna fyrir verk, sem ákveðin hafa verið
með samningum stéttarfélaga.
Þegar verzlun fær vörutegund, sem hún áður hefir ekki
verzlað með og sem verðlagsákvæði gilda ekki um, skal leita sam-
þykkis Viðskiptaráðsins á söluverði hennar. Þó telst ekki um að
ræða nýja vörutegund í þessu tilliti, ef vara er írábrugðin annarri,
sem áður hefir verið, eða samtímis er, verzlað með, einungis
hvað snertir gerð eða gæði, en er notuð til þess að fullnægja
samskonar þörfum. Er þá óleyíilegt að ákveða hærri álagningu
en samtímis eða næst á undan hefir verið á hliðstæðum vörum
i sömu heildr eða smásöluverzlun.
Er vafi leikur á því, hvernig skilja beri íyrirmæli tilkynningar
þessarar, skulu hlutaðeigndur leita upplýsinga í skrifstofu
verðlagsstjóra áður en verð er ákveðiö.
Samkvæmt fyrirmælum 1. gr. nefndra iaga um verðlag verða
á næstunni sett verðlagsákvæði um fjölmargar vörur, sem engin
ákvæði gilda nú um. Veröur unnið að því að verðlagseftirlitið
geti svo fljótt sem unnt er tekið til alls þess, sem Viðskiptaráð-
inu er falið eftirlit með.
Reykjavík, 26. febrúar 1943.
í umborði Viðskiptaráðs
> Verðlagsstfóriim.
Tilkynning.
Viðskiptaráðið vill hérmeð vekja sérstaka athygli á þvi, að
þeir sem brjóta í bága við ákvæði um hámarksverð eða hámarks-
álagningu, eða hlíta eigi fyrirmælum um bann gegn því að
hækka verð á vörum og öðru, sem engin verðlagsákvæði gilda
nú um, án leyfis Viðskiptaráðsins, sbr. tilkynningu þess dags.
26. febrúar 1943, verða tafarlaust látnir sæta ábyrgð, hvort um
er að ræða fyrsta brot eða ítrekun.
Reykjavík, 26. febrúar 1943.
Verðla^^tjóriiui.
Verða Andakils-
iossar virkjaðir?
TAPAZT
hafa síðastliðiö sumar tvær
hryssur á þriðja vetri, rauð og
brún. Mark: Biti aftan hægra,
(Framh. af 1. síSu)
Hins vegar er þess að gæta, að j stig aftan vinstra.
allmikið orkutap yrði á því að
CR BÆIVCM
Uandknattleiksmót íslands
iiefst í dag í Iþróttaiuisi Jóns Þor-
steinssonar. 1 mótinu taka þátt 34
ílokkar irá 9 félogum í Reykjavik og
Hatnarflröi.
U ngmennafélag Keykjavíkur
iielt aöalfund sinn miövikudaginn
Z4. þ. m. — Páil S. Pálsson stud. jur.,
sem verið iiaföi formaður frá stofn-
fundi í íyrra, skoraöist undan endur-
kosningu, vegna annríkis. — Hina nýju
stjórn skipa: Skúli H. Nordahl for-
maöur (aöur varaformaður); meö-
Stjórnendur: Kristín Jónsdóttir (end-
urkosin), Sigríður Ingimarsdóttir,
Björg Ríkarösdóttir og Guðmundur
Vigíusson. — 21 nýr iélagi gekk inn á
fundinum.
Gamanleikuriun
„Fagurt er á fjöllum",
veröur sýndur í fyrsta skipti i Iðnó
a sunnudagskvöldið. Leikur þessi er
eítir sömu höíunda og „Þorlákur
þreytti". Einn aöalleikandinn er Har-
aidur Á. Sigurðsson.
•
Glas læknir
eftir sænska ríthöíundinn Hjalmar
Söderberg er nýkomin út í íslenzkri
þýðingu Þórarins Guönasonar læknis.
Er hun gefin út af bókaútgáfu Guð-
jóns O. Guðjónssonar. Þetta er sama
sagan og Þ. G. las upp sem útvarps-
sögu fyrir nokkru. Virðist í hvívetna
ver vel til bókarinnar vandað. Hún er
prentuð í prentsmiðjunni Hólar hú.
Áheit á Strandakirkju.
10 krónur frá breiðfirzkri konu. 10
krónur frá ónefndum.
Skátaskólinn við Úlfljótsvatn
tekm til starfa í marzbyrjun. Teknir
verða í skólann skátar og nokkrir Ylf-
ingar. CJmsóknir á að senda til Jónas-
ar B. Jónssonar kennara í Laugarnes-
skóla eigi síðar en 20. marzmánaðar.
\okkur tímarit
(Framh. af 3. síðu)
haustinu og breiða úr henni, —
líkt og gert hefir verið frá fornu
fari hér á landi. .
Ármann Dalmannsson skrif-
ar grein um heyþurrkun á
hesjum, aðferð, sem mjög er
notuð í Noregi en því nær ó-
þekkt hér. Gefst hún vel í vot-
viðratíð en hefir talsverðan
aukakostnað í för með sér.
Grannir staurar eru reknir nið-
ur í völlinn og bönd eða vir
strengdur á milli þeirra með
1—2 feta millibili. Á þessa
strengi er heyinu raðað í smá-
tuggum. Vatn drýpur af hesj-
unum án þess að skemma hey-
ið, e» þurrkstundir koma að
notum, þótt stuttar séu. Þegar
færi gefst, er heyið tekið hvann-
grænt úr liesjunum og flutt inn
í hlöðu.
TÍMARIT Verkfræðingafé-
lags íslands, þriðja hefti 27. ár-
gangs, er nýlega komið út.
Flytur það langa og mjög fróð-
lega ritgerð eftir Dr. ing. Jón E.
Vestdal um olíu. Mun greinin
að efni til samhljóða þremur
erindum, sem Jón Vestdal hefir
flutt i útvarpið fyrir skemmstu.
Eins og flestum mun vera
ljóst, er olian eitthvert þýð-
ingarmesta hráefni fyrir allar
nýtízku iðnvélar og samgöngu-
tæki.
Ef öll olía hyrfi úr sögunni,
væri styrjöld óhugsandi i þeim
stíl, sem hún er nú háð. Megin-
þorri herskipa yrði að liggja
þar, sem hann er kominn, flug-
vélarnar yrðu fornminjagripir.
Bifreiðar væru að mestu úr
sögunni.
Það er þvi ekki óeðlilegt, að
yíirráð yfir olíulindum séu ná-
tengd veldi og áhrifum þjóð-
anna. Olían er eitt af þrætu-
eplum veraldarinnar.
Mest af þeirri olíu, sem notuð
er, streymir eða er dælt upp úr
jörðunni. En olíu má líka fram-
leiða úr kolum. Benzín er létt-
asti hluti olíunnar, sem sýður
við ca 150° C.
í niðurlagi greinarinnar segir
Jón Vestdal:
„Náttúrleg jarðolía getur
gengið til þurrðar innan
skamms, jafnvel þegar á þessari
öld.--------Þá er ekki til ann-
ars betra að taka en syntetisku
olíu'nnar, og verður þá ekki að
þvi spurt, hvort lítrinn kosti
þriðjung krónu eða heila krónu.
Þegar svo er komið, getum við
íslendingar farið að leggja orð
i belg.
í fyrsta lagi eru á nokkrum
stöðum hér á landi lög af brún-
kolum og ennfremur mólög.
Hingað til hefir ekki verið hægt
Egill Sigturgeirsson
hæstarétta .r.álaflutnlngsmaSur
Austurstræti 3 — Reykjavík
Þegnskylduvlnnan
(Framh. af 2. aíSu)
lært aö skilja og meta likam-
lega erfiðisvinnu. Sú skoðun er
nú útbreiddari en skyldi, að
vinnan sé böl og ekkert er lik-
legra til að útrýma þeirri voða-
legu skoöun en vinnugleöin
sjálí. Og þegnskylduvinnan er
einmitt óvenjulega vel fallin til
þess að vekja starfsgleði. Það
er hún vegna tilgangs sins og
áhrifa, vegna samstarfsmann-
anna og vegna þeirrar forustu,
sem þarf að velja henni. Undir
þeim kringumstæðum á að vera
hægt að láta æskuna skynja
blessun starfsins, — sköpunar-
gleði þess, sem byggir upp, —
sigurgleði'þess, sem opnar nýj-
ar leiðir. Hitt má heldur ekki
gleymast, að þetta samstarf á
aö kynna og sameina æsku-
menn allra stétta, en þörfin á
því verður ríkari cg ríkari eftir
því, sem þjóðfélag okkar stækk-
ar og stéttagreining skýrist.
Hins vegar er svo almenn
þýðing þeirra verka, sem unnin
yrðu. Öll yrðu þau hjálp til feg-
urra lífs og meiri hamingju.
Æskan, sem byggir sundlaugina
og íþróttavöllinn stuðlar að
hreysti, heilbrigði og manndómi
kynstofnsins lið eftir lið. Sand-
græðsla, framræsla og skógrækt
skapar skilyrði fyrir farsæla.af-
komu margra manna, þar sem
áður var engin lífsvon. Þannig
heyir fólkiö landvarnarstríð
sitt, baráttu fyrir nýju land-
námi og endurbyggingu þess,
sem eyðst hefir. Þannig á þegn-
skyldustarfið að vera herskylda
íslendingsins, sem kennir hon-
um þvernig á að inna af hönd-
um landvörn hins góða ættjarð-
arvinar og framsækna hug-
sjónamanns.
Ég held, að enginn góður mað-
ur geti efazt um það, ef hann
hugsar málið, að það sé iþörf á
að vanda meira en gert er, þá
hlið uppeldisins, sem snýr að
hinu verklega. Það þarf að
kenna unglingunum rétt hand-
tök og tilburði við algenga erf-
iðisvinnu, meðferð og hirðingu
verkfæra o. s. frv. Það er erfitt
að fjandskapast við þeirri skóla-
skyldu. Reyndar vitum við dæmi
þess, að gildir bændur hafi ekki
viljað missa stráka sína frá
snúningum heima við vegna
þeirrar skólaskyldu, sem er, og
því má búast við ýmsu frá ein-
staka manni. Slíkt eru hjáróma
raddir, sem fljótlega hvejfa og
þagna.
Eru ekki allir sammála um
það, að ástæða sé til að kenna
ungum mönnum steinsmíði,
trjárækt eða sandgræðslu? Það
má nefna þetta þrennt til
dæmis. Mönnum er nú að verða
ljóst, að það er hægt að gjör-
breyta landinu með sandgræðslu
og skógrækt. Síðustu árin leiða
í ljós, að skógrækt virðist geta
verið allgóður atvinnuvegur á
íslandi, án þess að litið sé til
þeirra áhrifa, sem skógurinn
hefir á veðurlag og gróðurfar,
en þau eru mikil og góð. f mörg-
um héruðum landsins er sand-
græðslan bæði stórkostlegt og
glæsilegt verkefni. Og alls stað-
ar eru gerðar margvíslegar
byggingar úr steinsteypu. Er þá
ekki fyllilega ljóst að almenn
kunnátta í þessum greinum er
þjóðarnauðsyn?
Menn geta haldið áfram að
telja upp nauðsynleg störf, sem
þurfi að kenna. En hvað sem
starfið er, þá er öllum nauð-
synlegt að kunna að vinna, án
þess að slíta sér meira en nauð-
syn krefur og kunna að fara
með verkfærin eins og bezt er,
bæði við starf og þess á milli.
Þess vegna er þegnskyldumál-
ið* fögur og gagnleg hugsjón,
sem á að rætast á næstu árum.
Halldór Kristjánsson.
aö nýta þessi lög,-------vegna
þess, að flutningskostnaður á
eldsneyti, sem hefir jafn lítið
hitagildi og íslenzku brúnkolin
og mórinn, verður allt of hár.
Helzt er hugsanlegt að nýta
þetta eldsneytd, ef hægt er að
nota það við námurnar. Og þá
verður naumast neitt betra við
það gert en búa til úr því hrein-
ar og verðmætar mótorolíur —“.
Að lokum bendir Vestdal á
þann möguleika að búa til ben-
zín úr kolsýru, ef nægileg raf-
magnsorka er fyrir hendi. En
slíkt heyrir framtíðinni til.
J. Ey.
leiða rafmagnið um svo víðlent
svæði. En þegar alls er gætt, má
þó fyllilega gera ráð fyrir, að
sú orka, sem hér um ræðir,
mundi fullnægjandi fyrir þessi
héruö um nálæga framtíð.
Að þessu athuguðu og með
tilliti til þeirra aðkallandi
nauðsynjar, sem á því er, að
sem flestir landsmenn verði að-
njótandi þeirra þæginda, sem
rafmagnið veitir, þá teljum við
sjálfsagt að haga virkjunar-
framkvæmdum á þessum stað í
samræmi þar við. Þess vegna
getum viö ekki samþykkt, að
ríkið gengi i ábyrgð fyrir 6
milj. króna til handa einkafé-
lagi til þess að setja upp orku-
ver nær eingöngu fyrir Akra-
nes og Borgarnes, jafnvel þótt
sú byrjunarframkvæmd sé auð-
veldust og mundi bezt svara
kostnaði. Að koma rafmagninu
út um sveitir landsins verður
ekki gert nema ríkið standi
fyrir því dýra verki. Gildir um
það sama regla sem um lands-
simann og þjóðvegina: Að á-
kveða með lögum fast kerfi um
það, hvernig rafmagninu verði
veitt út um landið, svo að þeir
menn geti notið sömu lífsþæg-
inda, sem nú skortir rafmagn,
eins og hinir, sem njóta þess,
er eins aðkallandi mál eins og
vera mundi að setja símalög og
vegalög, ef eins væri ástatt um
þau efni og nú er um rafmagns-
mál. Allar nýjar framkvæmdir
verða því að miðast við það, að
þær falli vel og haganlega inn
í hið væntanlega kerfi.“
Afgreiðslu máls þessa, — og
ekki sízt hinnar kynlegu af-
stöðu sósíalista — mun verða
veitt mikil athygli.
Aujflýsið í Tímaniim!
KRISTJÁN GUÐMUNDSSON
Akurholt, Eyjahrepp,
Hnappadalssýslu.
Á víðavangi.
(Framh. a) 1. siOu)
105 stigum lægri en nú. Þá
þurfti tiltölulegu litlar. íjár-
hæðir til að ná sæmilegum á-
rangri. Nú þarf margfalt meira
fé, ef verulegur árangur á að
nást með þesum hætti. Fjár-
hæð, sem þá lækkaði mjólkur-
verðið um 50%, myndi nú að-
eins lækka það um 11%. þá var
lika tiltölulega auðvelt að afla
fjár í þesu skyni, en nú er það
orðið mjög erfitt, ef ekki á að
ganga á þá fekjustofna, sem
þurfa að standa undir opinber-
um framkvæmdum eftir styrj-
öldina.
ittn»mtitttntmtntnnnnnmitn»nnn«
------GAMLA BÍÓ------
R E G I N A
(The Little Foxes)
BETTE DAVIS,
HERBERT MARSHALL.
Sýnd kl. 7 og 9
Kl. 3y2—6y2.
FÁLKINN SKERST I
LEIKINN.
með GEORGE SANDERS
Börn fá ekki aðgang.
-NÝJA BtÓ
w
Astír og
fjjárhættuspíl
(Dance Hall)
Aðalhlutverkin leika:
CESAR ROMERO.
CAROLE LANDIS
og
JUNE STOREY.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Fi»kflökun.
Aokkrir vanir flatniiigsiiieim eða stúlk-
ur vanar fiskflökuu, geta fengið at-
vinnu.
IJpplýsiugar I Ísbirniiiuin, sínii 3259.
----------------v—---------------------------
Tílkynning um skotæíingar.
Ameriska setuliðið heíir skotæfingar við og við á skotmörk,
sem dregin verða af flugvélum, og skotmörk dregin af skipum,
þar til annað verður auglýst.
Hættusvæði veröa sem hér segir:
1. í FAXAFLÓA: Hvalfjörður, Kollafjörður, Skerjafjörður og’
Hafnarf jörður.
2. HVALFJÖRÐUR og landsvæði innan 10 mílna radius frá
Hvammsey.
3. MIÐNES (Keflavík) og hafiö umhverfis Miðnes að 22° 20'.
lengdar gráðu.
4. ÖLFUSÁ og mýrarnar suður af Kaldaðarnesi.
5. Svæði sem liggja að: Breiddargráðu Lengdargráðu og
64° 07' 21° 52' 64°07' 21°50'
63° 57' 21° 40' 64°07' 21°52'
63° 58' ‘ 21° 37' 64°01' 21"59'
Varðmenn veröa látnir gæta alls öryggis meðan á æfingum
stendur.
Tilkyniiing:
frá ríki^tjórniunl
Brezka flotastjórnin hefir tilkynnt íslenzku ríkis-
stjórninni að nauðsynlegt sé að öll íslenzk skip, 10 til
750 smál. að stærð, fái endurriýjuð, eins fljótt og hægt
er eftir 1. marz 1943, ferðaskírteini þau, sem um
ræðir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. marz
1941.
Skírteini þessi verða afgreidd sem hér segir: í
lteykjavík hjá brezka aðalkonsúlnum, á Akureyri hjá
brezka vice-konsúlnum, á Seyðisfirði hjá brezku
flotastjórninni og í Vestmannaeyjum hjá brezka vice-
konsúlnum.
Atvinnu- oy sainffönfiumáluráðuneiitiÚ,
26. iebrúar 1942.
Búnaðarsamband
Dala- og Snæfellsness
vantar menn á næsta vori til jarðyrkjustarfa. Þeir, sem kunna
vilja taka að sér þá vinnu, snúi sér sem fyrst til Magnúsar
Friðrikssonar frá Staðarfelli í Stykkishólmi; sem gefur upplýs-
ingar og semur um vinnulaunin.
Blautsápa
frá sápuverksmiðjmmi Sjöfn er almennt við-
urkennd fyrir gieði. Flestar húsmæður nota
Sjafnar-blautsápu
♦ ÚTBREIÐIÐ TÍMANNt
/