Tíminn - 18.03.1943, Side 1

Tíminn - 18.03.1943, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A. Símar 2353 Og 4373. I AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: | EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. ( Síml 2323. } PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. \ Símar 3948 og 3720. 27. árg. Reykjavík, fimmtudagiim 18. marz 1943 32. lilað Merkileg't mál á Álþinffí: Æskulýðshöll í Reykjavík Lagt til að sérstakri neínd verði ialinn und- irbúningur málsins Fyrir tilhlutun fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykja- vík hefir verið lögð fram í efri deild tillaga til þingsályktunar um rannsókn á skilyrðum fyrir byggingu og starfrækslu æsku- lýðshallar í Reykjavík. Flutn- ingsmaður tillögunnar er Jónas Jónsson. Tillagan hljóðar svo: „Efri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa níu manna nefnd, sem starfar án endurgjalds að at- hugun á skilyrðum fyrir því að reisa og starfrækja æskulýðs- höll í Reykjavík. í nefnd þessa skal tilnefna fjóra menn eftir ábendingu þingflokkanna, borg- arstjórann í Reykjavík, fræðslu- málastjóra, formenn íþrótta- sambands íslands og íþrótta- ráðsins og íþróttafulltrúa ríkis- ins. Nefndin velur sér sjálf for- mann og skilar áliti fyrir vænt- anlegt haustþing 1943. Ef ein- hver af framan greindum að- ilum vill ekki leggja til fulltrúa eða vera fulltrúi í nefndinni, skipar kennslumálaráðherra menn í þeirra stað, sem úr ganga á þennan hátt.“ í greinargerð tillögunnar seg- ir: Ýmsir áhugamenn um kennslumál, svo sem Pálmi Hannesson rektor o. fl., hafa á undan gengnum missirum fund- ið sárt til þess,að mikið af æsku- lýð höfuðstaðarins vantaði til- (Framh. á 4. síðu) Rannsókn á land- og lóðamálum kaupsiaða,kauptúnaogsjá^arporpa Fyrir tilhlutun fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík hefir verið flutt 1 sameinuðu þingi tillaga til þingályktunar um skipun fimm manna milliþinga- nefndar, sem Alþingi kýs, til að undirbúa fyrir reglu- legt Alþingi 1944 tillögur um jarðeignamál kaupstaða, lcauptúna og sjávarþorpa. Tillögur nefndarinnar skulu fjalla um þessi atriði: Hvernig tryggja megi umræddum stöðum eignar- og umráðarétt yfir nauðsynlegum löndum og lóðum með sanngjörnum kjörum og án þess að gengið verði of nærri hagsmunum nágrannasveita þeirra, hvernig kom- ið verði í veg fyrir óréttmæta verðhækkun á þessum löndum og afnotarétti þeirra, og hvernig tryggja megi að verðhækkanir, sem verða kunna á þessum stöðum, vegna opinberra framkvæmda, verði almenningseign. Skúli Guðmundsson er aðalflutningsmaður tillög- unnar: Þormóðssöfnunin Tímanum hafa borizt þessar gjafir: Frá starfsfólki S.Í.S. kr. 2580.00 — starfsfólki Garnas töðvar S.Í.S...— 545.00 — H. T........... — 50.00 Áður afhent blaðinu — 4375.00 Samtals kr. 7550.00 Fjársöfnunarnefndin, er stendur fyrir Þormóðssamskot- unum, hefir látið birta svohljóð- andi tilkynningu: „Vegna þess hve vel hefir ver- ið vikizt við óskum um sam- skot vegna Þormóðsslyssins og með því að ýmsir af gefendum hafa látið í ljós óskir í þá átt, að fleiri, sem líkt stendur á um og aðstandendum þeirra, er með Þormóði fórust, fái að njóta styrks af samskotafénu, þá lýs- ir fjársöfnunarnefndin yfir því, að hún ætlazt til að því, sem safnast í samskotasjóðinn frá og með 16. þ. m. verði jöfnum höndum varjð öðrum þeim til styrktar, er misst hafa fyrir- vinnu sína af slysförum í vetur hérlendis.“ Þá hefir nefndin beint þeim óskum til ríkisstjórnarinnar, að hún skipi fimm manna nefnd til að annast úthlutunina. í greinargerð tillögunnar seg- ir: Við samfærslu byggðarinnar i kaupstaði, kauptún og sjáv- arþorp hafa eðlilega komið fram ýmis félagsleg vandamál. Eitt af þeim er landsþörf íbú- anna á þessum stöðum. Kaup- staðir og kauptún þurfa að ráða yfir því landi, sem byggð þeirra stendur á, og ennfremur svo miklu af næsta nágrenni, að fullnægi eðlilegri vaxtarþörf byggðarinnar og nauðsynlegri landsnotkun íbúanna. Þessari þörf þarf að fullnægja, að svo miklu leyti sem unnt er, án þess að þrengt verði um of að hags- munum þeirra sveitafélaga, er næst liggja. Miklu máli skiptir einnig, að ekki þurfi að kaupa landið eða afnot þess óeðlilega háu verði. Reynslan sýnir, að lönd og lóðir hækka hvarvetna í verði eftir því sem byggðin vex og meira fé er lagt í opinberar framkvæmdir. Þessi verðhækk- un er í raun og veru almenn- ingseign og á að koma heild- inni til nota. En ef landið er í einkaeign, rennur verðhækkun- in nær undantekningarlaust til þeirra manna, sem landið eiga, og jafnframt leggst hún sem skattur á íbúana og atvinnulíf- ið á viðkomandi stöðum og veld- ur þar óeðlilegri dýrtíð. Þessa gætir lítt í smáþorpunum í fyrstu, en með vexti þeirra kemur þessi hætta í ljós, ef ekk- ert er að gert. Einnig hefir kom- ið í ljós, að vöntun á fullkomn- um yfirráðarétti á löndum og lóðum í þéttbýlinu torveldar oft félagslegar umbætur og hindr- ar stundum með öllu nauðsyn- leg landsafnot fólksins, sem þar býr. Það mun almennt viðurkennt, að helzta ráðið til þess að koma í veg fyrir óeðlilega verðhækk- un landsins í þéttbýlinu sé, að bæjar- eða sveitarfélögin eigi landið eða hafi fullkominn um- ráðarétt yfir því. Þessi lausn tryggir það einnig bezt, að hægt sé að veita íbúunum nauðsyn- leg landsafnot. Er það athugun- arefni, hvernig auðveldast sé að koma þeirri skipan á þessi mál. En jafnframt virðist nauðsyn- legt að setja lög um leiguskil- yrði á löndum og lóðum í þétt- býlinu. Þurfa þau að fela í sér ákvæði, sem hindra óréttmæta verðhækkun vegna opinberra framkvæmda eða tryggja, að verðhækkanir, sem kunna að eiga sér stað, verði almennings- eign. Á öllu landinu eru nú um 70 kaupstaðir, kauptún og sjávar þorp. Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, mun þannig vera háttað um eign á löndum þeirra og lóðum: Á 25 stöðum er landið eign ríkis, bæjar eða hreppsfélags. Á 15 stöðum er landið sam- eign þess opinbera og einstak linga. Á 30 stöðum er landið eign einstakra manna. Á síðustu árum hefir komið fram nokkur viðleitni hjá bæj- arstjórnum og hreppsnefndum um að fá nauðsynlegt land til (Framh. á 4. síðu) Erlent yfirlit 18. marz: Samvinnuflokkuriim brezki — Stutt yfirlit um stefnu hans. — í seinustu heimsstyrjöld hófst vísir að sérstökum stjórnmála- flokki enskra samvinnumanna. Þáverandi ríkisstjórn hafði sýnt samvinnuféiögunum verulegt skilningsleysi og látið þau vera afskipt í ýmsum málum. Sam- vinnufélögin ákváðu þá, að þau skyldu vinna að því að fella frambjóðendur stjórnarinnar í aukakosningum með því að hafa jafnan í kjöri mann, sem væri hlyntur málstað þeirra. Þetta bar þó yfirleitt ekki á- rangur, en upp úr þessum átök- um óx Samvinnuflokkurinn (The Cooperative Party). Samvinnuflokkurinn er mynd- aður þannig, að einstök kaup- félög lýsa stuðningi við hann og veita honum ákveðinn styrk. Þau senda einnig fulltrúa á ársþing flokksins, þar sem stjórn hans er kosin og stefnumál rædd. Markmið flokksins er að vaka yfir hagsmunum kaupfé- laganna, en hann hefir þó stöð- ugt færst meira og meira í það horf, að hafa sjálfstæða lands- málastefnu. Milli hans og Verkamannaflokksins hefir þó jafnan ríkt góð samvinna og hafa þeir venjulegast stutt flokksins. Stjórn flokksins hef- ir í tilefni af ársþinginu birt ítarlega greinargerð um viðhorf hans til viðreisnarmálanna eftir styrjöldina og fer hér á eftir stutt frásögn af henni: — Friðurinn eftir styrjöldina verður að byggjast á fjárhags- legu samstarfi þjóðanna. Heims- verzlunin má ekki lengur vera einskonar styrjöld milli ein- stakra þjóða eða hagsmuna- heilda, sem hugsa fyrst og fremst um að skara eld að sinni köku. Markaðir, mikilsverðustu flutningaleiðir og hráefni mega ekki vera háð geðþótta sín- gjarnra einokunarhringa. Al- þjóðlegt ráð eða efirlitsnefnd verður að hafa vald til að tryggja hlut allra þjóða, stórra og smárra. Jafnhliða þarf að koma upp alþjóðadómítóli og alþjóðalög- reglu, er framfylgir úrskurðum hans. Það má eigi hamla slíkum ráðstöfunum, þótt þær kunni að takmarka sjálfsákvörðunar- rétt þjóðanna, eins og hann er nú. Þá verður einnig nauðsyn- legt að skipa alþjóðlegt við- reisnarráð, sem m. a. vinni að sömu frambjóðendur. A þingi því að koma þeim þjóðum, er eru nú 9 þingmenn, sem teljast styrjöldin hefir leikið harðast, til Samvinnuflokksins og voru' á réttan kjöl aftur. boðnir fram sem frambjóðend- j í Bretlandi sjálfu þarf við- ur hans í seinustu kosningum, I reisnin að grundvallast á þeirri en nutu einnig stuðnings Verka- ; hugsjón samvinnustefnunnar, 'mannaflokksins. Þeir mynda j að framleiðslan sé rekin með ekki sérstakan þingflokk, held- ! hag neytenda fyrir augum en Vallýr Sfeíánsson daemdur fyrir meiðyrði Fyrir nokkru síðan höfðaði Framsóknarflokkurinn mál gegn Valtý Stefánssyni, ábyrgðar- manni Morgunblaðsins, fyrir þau ummæli blaðsins, að flokkurinn hefði svikið sam- komulag milli þingflokkanna um forsetakjörið í sameinuðu þingi á síðastl. hausti. Þessi aðdróttun birtist í Mbl. 20. nóv. í grein, sem hélt: For- setakjörið. Stóð þar m. a.: „Það hafði orðið samkomu- lag milli þingflokkanna allra hvernig haga skyldi forsetakjör- inu — — — En þegar. kjósa skyldi forseta sameinaðs þings í gær, kom strax i ljós, að Framsóknarflokkurinn sveik samkomulagið.--------“ Þar sem slíkt samkomulag hafði ekki átt sér stað, taldi Framsóknarflokkurinn sig ekki geta unað við þessa svívirðilegu aðdróttun og höfðaði mál gegn Valtý. Undirréttardómur er nú nýlega fallinn í málinu. Um- mælin voru dæmd dauð og ó- merk og Valtýr dæmdur í 200 kr. sekt eða 12 daga fangelsi, ef sektin væri ekki greidd. Val- týr var einnig dæmdur til að greiða allan málskostnað. ur starfa með þingmönnum Verkamannaflokksins. Einn þessara manna er Alexander flotamálaráðherra, sem er for- maður Samvinnuflokksins. í Samvinnuflokknum eru nú 592 kaupfélög með 6.8 milj, fé- lagsmanna. Mun láta nærri, að það séu 77% ensku kaupfélag- anna. Á seinasta ári gengu í flokkinn 80 félög, er höfðu um hálfa milj. félagsmanna. Þótt Samvinnuflokksins hafi ekki gætt mikið i landsmálum Breta, hefir hann eigi að síður haft verulega þýðingu. Kaup- mannasinnar hafa verið ragari við að ráðast á samvinnufélög- in, þegar þeir vissu, að skipu- lagri andstöðu var að mæta. Verkamannaflokk^urinn hefir tekið mun meira tillit til kaup- félaganna en áður og hefir oft sveigt stefnu sína til samræmis við ályktanir Samvinnuflokks- ins. Hefir Samvinnuflokkurinn oft verið fyrri til að taka upp ýms stefnumál, er Verkamanna- flokkurinn hefir síðan fallizt á. Síðan styrjöldin hófst hefir Samvinnuflokkurinn mjög eflt starfsemi sína. Á ársþingi hans, sem haldið verður í næsta mán- uði, munu verða lagðar fram víðtækar tillögur um eflingu Verzlunarjöfnuður- ínn óhagstæSur Samkvæmt bráðabirgðayfir- liti Hagstofunnar, varð inn- flutningurinn í febrúarmánuði 12.8 milj. og útflutningurinn 7.8 milj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn var því óhagstæður í mánuðin- um um 5 milj. kr. Mánuðina janúar—febrúar var innflutningurinn 35.5 milj. kr. og útflutningurinn 14.9 milj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn hefir því orðið óhagstæður um 20.6 milj. kr. Á sama tíma i fyrra var verzlunarjöfnuðurinn óhag- stæður um 2.6 milj. kr. (innfl. 30.4 og útfl. 27.8 milj. kr.). Helzta útflutingsvaran í febrúarmánuði var fiskur 6.4 milj., freðfiskur 0.46 og lýsi 0.87 milj. kr. ekki örfárra fjáraflamanna. Með fullkomnum alþjóða- tryggingum verður að tryggja öllum viss lágmarkskjör. Öllum verkfærum mönnum verður að tryggja atvinnu. Rík- isvaldið verður að gera ráðstaf- anir, sem tryggja næga at- vinnu við framleiðslu og fram- kvæmdir, sem eiga að setja í fyrirrúmi. Til þess að koma í veg fyrir misnotkun, sem gengur í bága við þjóðarhag, og tryggja mark- vissa skipulagningu verður það opinbera að hafa fyllsta um- ráð yfir öllu landi, járnbraut- um, kaupskipum, rafstöðvum og öðrum orkugjöfum. Bankar og lánstofnanir þurfa að vera und- (Framh. á 4. síðu) Seinustu fréttir Sókn Rússa til Smolensk heldur áfram, en Þjóðverjar vinna á við Kharkov og í Don- etshéruðunum. Virðast þeir leggja kapp á að missa ekki neitt aftur af helztu iðnaðar- svæðum Ukrainu og Donets héraðanna. í Norður-Tunis hefir 1. brezki herinn hafið sókn og búizt er við árás 8. b/ezka hersins á Marethlínuna þá og þegar. Þjóðverjar hafa ekki gert nein ar stærri sóknartilraunir í Tun- is að undanförnu í Frakklandi hefir verið róstusamt undanfarið, því að Þjóðverjar krefjast að mikill fjöldi verkamanna verði send ur til Þýzkalands. Víða hefir komið til óeirða og í sumum Alpahéruðunum hafa þeir, .sem fara áttu til Þýzkalands, flú- ið til fjalla. Þjóðverjar hafa í hótunum við Vichystjórnina að víkja henni frá, ef hún getur ekki orðið við kröfum þeirra í þessum efnum. í Giraud hershöfðingi hefir útvarpsræðu, sem hann hélt nýlega, lýst sig fúsan til að vinna að sameiningu allra Frakka, er berjast vilja með Bandamönnum. Hefir hann boðið de Gaulle til viðræðu við sig. Á víðavangi MORGUNBLAÐINU SVARAÐ. Morgunblaðið hefir oft verið að fárast yfir því, að styrkjum þeim, sem farið hafa til land- búnaðarins, hafi verið illa var- ið og þeirra sjáist litill árangur. Mikið af búnaðarframkvæmd- unum hafi verið kák eitt og fólkið hafi því haldið áfram að fara úr sveitunum. í grein, sem Guðmundur Jóns- son á Hvanneyri birti í Mbl. 11. þ. m., er þessum áróðri Mbl. gerð næsta góð skil, þótt ekki sé það gert berum orðum. Guð- mundur segir: „Enginn, sem til þekkir, get- ur efast um það, að á síðustu 30—40 árum hafa íslenzkir bændur staðið á tímamótum. Starfsaðferðir þeirra og bú- skaparhættir hafa breytzt mjög á þeim tíma, að telja má að stappi nærri byltingu á þessu sviði. Á árunum 1901—1940 hef- ir sauðfénu fjölgað hér á landi um 30%, nautgripum um 55%, hrossum um 32%, taðan aukizt um 130%, útheyið um 15%, kartöfluuppskeran hefir þre- faldazt (og þó var árið 1940 mjög slæmt ár fyrir kartöflur), allar jarða- og húsabætur hafa vaxið risaskrefum. Á sama tíma hefir þeim fækkað um 8—9000, sem vinna að landbúnaðar- störfum. — Samkvæmt út- reikningum, sem ekki verður farið út í nánar hér, má telja víst, að hver vinnandi hönd, er starfar að landbúnaði, fram- leiði nú tvisvar til þrisvar sinn- um meira magn af landbúnað- arafurðum en gert var um síö- ustu aldamót." ÚTVARPSMÁLIÐ OG VALTÝR STEFÁNSSON. Útvarpsráðsmaðurinn Val- týr Stefánsson lætur það ljós sitt skína í Reykjavíkurþáttum Morgunblaðsins á sunnudaginn, að ekki sé neitt athugavert við það, þótt erlend stjórnarvöld útbúi útvarpsefni fyrir Ríkis- útvarpið. Hann segir svo: „Bandaríkj amenn fá útvarp- ið til afnota nokkurn tíma dags, eins og Bretar,- Það kom til orða að þeir vörpuðu út nokkru efni á íslenzku, svo sem ræðum ís- lenzkra manna í Vesturheimi, til þess að kynna íslenzkum hlustendum eitt og annað um hagi Bandaríkjaþjóðarinnar . Frá hendi þeirra manna, sem undirbúa þetta Bandaríkjaút- varp, voru þessir íslenzku þætt- ir í útvarpstíma þeirra undir- búnir í fullkomnum vinsemdar- hUg gagnvart þjóð vorri. En þetta hefir valdið misskilningi. Talað er um, að hér sé opnuð leið til erlends áróðurs o .s. frv. Það kann að mega segja með nokkrum rökum, að hið íslenzka útvarpsefni, er Bandaríkjamenn höfðu á prjónunum, mætti eins flytja á þeim tíma dags, sem útvarpsefnið er undirbúið af út- varpsráði sjálfu. Frá Banda- ríkjamanna hálfu mun aldrei hafa verið neitt því til fyrir- stöðu. Þetta er allt og sumt. Væri óskandi, að þessi lagfær- ing fengist. Og þá'gæti ailur úlfaþytur í þessu máli verið úr sögunni." Þessi skrif Valtýs þarfnast ekki neinnar skýringar. Þau sýna innræti mannsins, sem eitt sinn sá ekki sólina fyrir Þjóö- verjum, alveg greinilega. En vonandi skorast hann ekki undan því að svara þessum spurningum: Hvaða sjálfstæð þjóð lætur erlendum stjórnarvöldum í té ríkisútvarp sitt til þess að sjá um útvarpsefni, sem varðar hana eina? Væri hægt að neita t. d. Bret- um og Rússum að flytja á veg- um Ríkisútvarpsins áróður, sem þeir vilja koma á framfæri við íslendinga, þegar búið væri að veita Bandaríkjunum slik rétt- indi? /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.