Tíminn - 20.03.1943, Síða 1

Tíminn - 20.03.1943, Síða 1
; RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: í JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJ ÓRASKRIFSTOFTJR: EDDUHÍJSI. Lindargötu 9 A. | Símar 2353 Og 4373. \ AFGREIÐSLA, INNHEIMTA í OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. i Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. j Símar 3948 og 3720. 27. árg. Hcykjavík, laugardaginu 20. marz 1943 33. blað Reiknín^ur Mjólkursamsölunnar Vörusala liólkursamsölunnar namrúmum 15 mili. kr. síðastl. ár Samníngum lokið Samsalan fékk að meðaltali 116,2 aura um gærusöluna Söluverðið 1.3 milj. kr. hagstæðara en áætlað hafði verið. * Vilhjálmur Þór utanríkis- málaráSherra skýrði frá því á Alþingi í gær, að gengið hefði verið frá samningnum við Bandaríkjastjórn um sölu á gærum. Bandaríkjastjórn kaupir allar útflutningsgærur af fram- leiðslu ársins 1942. Verð það, sem fengizt hefir, er svo mik- ið fyrir ofan markaösverð, sem reiknað var með í janúar síðast- liðnum, þegar áætlun var gerð um útgjöld ríkissjóðs, vegna uppbóta á þessari vöru, að um 1.350 þús. kr. sparast frá því, sem þá var áætlað. Verðið á gærum mun vera um kr. 3.00 kg. fritt um borð. Þá skýrði ráðherrann frá því, að samizt hefði um, að skip Eimskipafélags íslands flyttu gærurnar. Eimskipafélagið mun fá um 600 þús. kr. fyrir þessa flutninga. Ráðherrann sagði, að samn- ingar stæðu yfir um kjötsöluna og vænti hann þess að geta fljótlega tilkynnt þinginu um hagkvæma lausn þess máls. Viðskiptanefndin hefir unnið að þessum samningum fyrir ís- lendinga. fyrir hvern seldan mjólkurlítra og skílaði aftur til félaga bænda 114,4 aurum Á fundi Mjólkursölunefndar 19. þ. m. voru lagðir fram reikningar Mjólkursamsölunar fyrir síðastliðið ár, sem var 8. reikningsár hennar. Fer hér á eftir yfirlit um rekstrarniðurstöðuna, sem Tíminn hefir fengið hjá Hall- dóri Eiríkssyni, forstjóra Samsölunnar. Samanlagt innvegið mjólkur- magn hjá mjólkurbúum verð- jöfnunarsvæðisins nam 15.737. 072 kg. og er það 7,1%, eða 1.043.257y2 kg. meira en árið áður. Þau ár, sem Samsalan hefir starfað, hefir innvegið mjólkur- magn hjá mjólkurbúum verð- jöfnunarsvæðisins verið sem segir: 1935 9.943.809 kg. 1936 11.799.741 — 1937 12.424.597 — 1938 13.181.872 — 1939 15.711.495 — 1940 14.696.114 — 1941 14.693.814 — 1942 15.737.072 — Samsalan seldi á árinu 7.455. 61034 lítra af mjólk og er það 625.540y2 lítr. meira en á árinu 1941. Af mjólk þessari fóru 282. 275 ltr. til mjólkurbús Hafnar- fjarðar. Af rjóma seldi Samsalan 337. 5453/2 itr. (1941: 280.664i/2 ltr.) og af skyri 335.2343/2 kg. (1941: 328.093 kg.). Hins vegar nam smjörsalan á árinu aðeins 55,- 899,15 kg. á móti 101.916 kg. ár- ið áður, og 215.85634 kg. árið 1940. Alls seldi Samsalan vör- ur á árinu fyrir kr. 15.070.340,37, þar af mjólk og mjólkurafurðir fyrir kr. 13.784.088,49. Fyrir þá óunnu mjólk, er Samsalan seldi á árinu, fékk hún að meðaltali kr. 1,16,2 fyrir lítr., og er það 64.4934% hærra en árið áður. í útborguðu mjólk- urverði, verðjöfnunargjaldi og tekjuafgangi skilaði Samsalan kr: 1,14,44 af þessu verði og vantaði því sem svaraði 1,76 aur. fyrir hvern seldan mjólk- urlítra, til þess að sölutekjurn- ar af öðrum vörum, þ. e. mjólk- urafurðunum o. fl., nægðu til greiðslu á öllum rekstrarkostn- aðinum svo sem verið hefir und- anfarin ár, enda hefir minna verið selt, að magni til, af sum- (Framh. á 4. síSu) tJtvarpssamnlngiirmii: Bandaríkjamemi hættir víð að útvarpa á íslenzku Stjórharvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að láta ekki þann þátt saniningsins milli Ríkisútvarpsins og hermálafræðslustofu Bandaríkjanna, er fjallar um útvarp Ameríkumanna á íslenzku, koma til framkvæmda. Hefir þetta verið tilkynnt ríkisútvarpinu. Þormóðssoínunín Það skal tekið fram, að upp- hæð sú, frá starfsfólki S. í. S., sem birt var í síðasta blaði, skiptist þannig á einstakar deildir fyrirtækisins: Frá starfsmönnum vörugeymsluhússins kr. 810.00 — Herðubreiðar .... — 605.00 — Garnastöðvar .. — 545.00 — 1 skrifstofunum. —1165.00 Samtals kr. 3125.00 Ardíc-strandíð Eins og frá var skýrt í síð- asta blaði strandaði Arctic, skip Fiskimálanefndar, við Melhamar í Miklaholtshreppi, skammt frá bænum Stakk- hamri, síðastliðinn miðvikudag. Bárust fyrst óyggjandi fregnir af strandinu hingað til Reykja- víkur með flugmönnunum Erni Johnson og Birni Eiríkssyni, er farið höfðu í flugvél að leita skipsins. Nú eru ljósari fregnir komn- ar af atburði þessum. Arctic var komin fyrir Reykjanes á leið til Vestmannaeyja, er ofviðrið skall á. Tók skipið þá að hrekja inn flóann undan stormi og sjó- gangi. Urðu skipverjar um skeið villtir og vissu eigi hvert þá bar. Kom þó, að þeim þótti, að skipið myndi bera á grynning- ar og varð eigi við gert. Tóku þeir þann kost að reyna að renna skipinu eftir álunum milli skerja og boða, sem hvarvetna voru umhverfis, og náðu með því móti klakklaust upp að ströndinni. Sáu þeir, úr því er komið var, það ráð vænzt að renna skipinu í strand. — Allir mennirnir, 14 talsins, voru komnir á land klukkan 8 um kvöldið, hressir og ómeiddir. í bréfi, sem Porter McKeever, aðalfulltrúi á íslandi fyrir her- málafræðslustofu Bandaríkja- stjórnar, hefir skrifar Ríkisút- varpinu 11. þ. m. segir svo: „Viðvíkjandi samningi, er ný- lega var gerður milli hermála- fræðslustofu Bandaríkjastjórn- ar og Ríkisútvarpsins íslenzka, hefir því verið veitt athygli, að sum Reykjavíkurblaðanna finna að þeim þætti hans, ér gerir ráð fyrir útvarpi á íslenzku. Vegna þeirrar gagnrýni vill þessi skrif- stofa Bandaríkjastjórnar mæl- ast til þess, að sá hluti samn- ingsins verði ekki látinn koma til framkvæmda. Eins og þér munuð minnast um starfskrá þá, sem tekin er upp í samninginn, voru þrír stundarfjórðungsþættir á viku hámark þess, er gert var ráð fyrir á íslenzku. Þessir þættir voru hugsaðir sem vottur kur- teisi og vinsemdar í garð ís- lenzku þjóðarinnar. Þeim var ætlað að vera í sama anda og útvarp það á ensku, sem nú tíðkast frá amerískum útvarps- stöðvum vegna annarra vin- veittra ríkja. En þegar það, sem gert er í vináttuskyni, er ekki þannig skilið af gervallri þjóð- inni, þá er heppilegast að það sé dregið til baka.“ Eins og menn muna, hefir því verið haldið fram af þeim, sem reynt hafa að verja samning- inn, að Ameríkumönnum hafi eigi verið heimilt samkvæmt honum að útvarpa á isíenzku í sínum útvarpstíma. Bréf Mr. McKeever tekur af öll tvímæli í þeim efnum, þar sem hann minnist fyrst á þann þátt samn- ingsins, „er geri ráð fyrir út- varpi á íslenzku" og segir síðan, að í „starfsskrá þeirri, sem tek- in er upp í samninginn voru þrír stundarfjórðungsþættir á viku hámark þess, er gert var ráð fyrir á íslenzku." Bandarísku stjórnarvöldin hafa nú fallið frá fyrirætlunum sínum um þetta íslenzka útvarp vegna þeirra mótmæla, er það hefir sætt í ýmsum íslenzkum blöðum. Sýnir það vel, að þau vilja taka fullt tillit til rétt- mætra óska íslendinga, og ber að virða þann vinarhug, sem þar kemur fram. Því hefir held- ur aldrei verið haldið fram, að slæmur tilgangur hafi búið að baki þessu áformi þeirra, held- ur misskilningur á afstöðu ís- lendinga. Er mjög líklegt, að þetta leiðinlega ákvæði hefði aldrei komizt inn í samninginn, ef útvarpsstjóri og ríkisstjórn- in hefðu skýrt þetta sjónarmið nægilega' vel í upphafi. Mótmæli íslenzku blaðanna gegn því, að útvarpað væri á ís- (Framh. á 4. síSu) Á víðavangi Erlent yfirlit 20. marz: Itarátta Frakka Verðar komið upp miljónaher í frönsku nýleudunum? Frá Frakklandi berast þau tíðindi, að mótþrói gegn Þjóð- verjum eflist nú óðfluga. Staf- ar það bæði af vaxandi fylgi við Bandamenn og auknum þving- unarráðstöfunum Þjóðverja. Fyrst eftir ósigurinn var engu líkara en að frp,nska þjóðin félli í dvala. Hún gerði sér litlar von- ir um viðreisn og taldi víst, að Bretar ættu sömu örlög fyrir höndum. Traust hennar hvíldi fyrst og fremst á Petain mar- skálki, sem þótti líklegastur til þess að ná hagkvæmum samn- ingi við Þjóðverja. Vaxandi mótspyrna Breta og þátttaka Bandaríkjanna í styrjöldinni hefir orðið til þess að vekja Frakka af þessum svefni. Smátt og smátt tók von- in um sigur Bandamanna að glæðast og trúin á endurreisn Frakklands vaknaði á ný. Inn- rás Bandamanna í frönsku ný- lendurnar og þeir atburðir, sem síðan fylgdu í kjölfar hennar, urðu þó fyrst til að vekja Frakka fyrir alvöru. Innrás Þjóðverja í hinn óhernumda hluta Frakklands sýndi Frökk- um líka enn betur en áður, að vafasamt var að treysta á góða sambúð við Þjóðverja. Þjóöverjum er líka orðið það ljóst, að þeir geta aldrei fengið Frakka til að hlíta þeim kjör- um, er þeir höfðu hugað þeim. Tónn þýzkra blaða í garð Frakka hefir því breyzt til hins verra í seinni tíð. Þau segja fullum fetum, að Frökkum verði aldrei treyst, eins og eyðilegging franska flotans í Toulon sýni bezt. Frakkar hafi átt kost góðrar samvinnu við Þjóðverja, en sá tími sé óðum að líða, er það tilboð stendur, og megi Frakkar sjálfum sér um kenna, ef sambúðin versni hér eftir. Þjóðverjar hafa aukið ýmsar þvingunarráðstafanir í Frakk- landi í seinni tíð. Einkum krefj- ast þeir, að franskir verkamenn verði sendir í vinnu til Þýzka- lands. Laval hefir reynt að fá verkamennina til að fara af fúsum vilja, en það hefir ekki tekizt. Nú er byrjað að þvinga menn til þessarar vinnu. Er því að vonum mjög illa tekið, og í sumum Alpahéröðunum hafa menn þeir, sem áttu að fara til Frá Norc^i: Prestar settír í Þvfngunarvlnnu Skancke, kirkjumálaráðherra Quislings, hefir lagt til að 75 prestar og 200 guðfræðinemar verði settir í nauðungarvinnu þá, sem nýlega var fyrirskipuð í Noregi. Meðal prestanna er Arne Fjeldbu, dómkirkjuprest- ur í Þrándheimi. Margir þeirra eru komnir yfir fimmtugt. Prestar þessir og guðfræði- nemar hafa staðið framarlega í baráttu kirkjunnar gegn kúg- unartilraunum Quislings. Nokkrir beztu skíðamenn Noregs, þeirra á meðal Ruuds- bræðurnir, efndu nýlega til skíðamóts, án leyfis íþrótta- samtaka Quislinga. Þetta varð til þess, að 46 skíðamenn voru fangelsaðir. Aðeins sex þeirra hafa verið látnir lausir aftur. Sænsk blöð óttast, að Quisl- ingar láti nú flytja helztu and- stæðinga sína til Þýzkalands og ætli síðar að skipta á þeim og sér, ef Bandamenn . ná Noregi úr höndum Þjóðverja. (Allar þessar fregnir eru frá norska blaðafulltrúanum). Þýzkalands, flúið til fjalla og veitir nú herlið þeim eftirför. Víða annars staðar hefir komið til meiri og minni óeirða. Skemmdarverkum og árásum á þýzka hermenn fer ört fjölg- andi. Bætir það ekkert úr skák, þótt Þjóðverjar beiti hinum róttækustu þvingunarráðstöf- unum. Kvaðir þær, sem Þjóðverjar hafa lagt á Frakka, eru hinar þungbærustu. Þeir verða að kosta þýzka setuliðið í Frakk- landi og senda auk þess mikið af matvælum til Þýzkalands. í mörgum borgum og héröðum landsins hefir þetta leitt til þess, að fólkið býr við hinn mesta skort. Á sama tíma og fregnir þess- ar berast frá Frakklandi, ber- ast þær fréttir frá Frökkum utan Frakklands, að mjög dragi til samstarfs með þeim. Stjórn- arvöld frönsku nýlendnanna í Norður- og Vestur-Afríku hafa eigi viljað viðurkenna stjórnar- nefnd de Gaulle, er nýtur við- urkenningar í öðrum nýlendum Frakka. Þau kusu Giraud hers- höfðingja sem forustumann sinn, þegar Darlan féll frá. Nú hefir Giraud boðið de Ga,ulle á fund sinn og lýst sig fúsan til að vinna að því að sameina Frakka undir eitt merki. Frakkar þeir, sem búa i ný- lendunum í Norður- og Vestur- Afríku, eru yfirleitt mjög í- haldssamir. Sama má segja um frönsku herforingjana þar. Hin- ir óbreyttu hermenn eru hins vegar frjálslyndari og munu lengi hafa hallazt að de Gaulle. Giraud þarf því mjög að þræða milli skers og báru. Nýlendur Frakka í Norður- og Vestur-Afríku eru allfjöl- mennar. Þjóðflokkar þeir, sem þar búa, eru margir taldir vel fallnir til hermennsku. Mandel, sem lengi var nýlendumálaráð- herra Frakka, sagði að auðvelt væri að koma þar upp miljóna- her. Giraud virðist stefna að því marki. Fullkomin samvinna Girauds og de Gaulle myndi vafalaust verða til þess að gera samtökin gegn Þjóðverjum í Frakklandi sjálfu einhugari og einbeittari. Mun það ekki sízt vegna þess, er Giraud beitist fyrir þessari samvinnu. Seinustu fréttir Rússum verður meira og meira ágengt 1 sókn sinni til Bryansk og Smolensk. Á Khar- kov- og Donetsvígstöðvunum virðast þeir hafa stöðvað sókn Þjóðverja, a. m. k. í bili. Hafa Þjóðverjar ekki enn komizt austur yfir Donetsfljót og halda Rússar enn ýmsum vígjum vestan fljótsins, þótt þeir hafi orðið að hörfa úr ýmsum borg- um þar, er þeir tóku í vetur. í Mið-Tunis hafa amerískar og franskar hersveitir tekið aftur Gafsa, sem Þjóðverjar hröktu Bandamenn úr fyrir nokkru. Annars hafa litlar breytingar orðið þar. Loftárásir á Þýzkaland hafa verið með minna móti að und- anförnu, sennilega vegna veð- urfars. Lítil norsk herskip réðust síðastl. sunnudagsmorgun inn í fjörð um 120 km. frá Bergen og sökktu þar tveimur þýzkum skipum. Þjóðverjar skutu á norsku skipin úr strandvirkj- um, en þau sluppu samt. Kínverjar hafa byrjað sókn gegn Japönum í Mið-Kína og tekið aftur fimm bórgir. Japanir hafa hafið sókn gegn ERU ÞEIR KOMNIR AFTUR Á „GÖMLU LÍNUNA“? Hér í blaðinu var nýlega sýnt fram á, að andstaðan gegn í- haldinu í bæjarstjórn Reykja- víkur hefði aldrei verið jafn lítilfjörleg og síðan sósíalistar urðu stærsti andstöðuflokkur þess þar. Sósíalistar geri yfir- leitt ekki neinn ágreining í málum, er þýðingu hafi, held- ur leggi blessun sína yfir gerð- ir íhaldsins og gerðist iðulega meðflutningsmenn að tillögum þess. Þjóðviljanum þykir það ber- sýnilega miður, að Tíminn skuli hafa sagt frá þessari staðreynd. Hann reynir þó ekki að mót- mæla henni, enda er það ekki hægt. Hinsvegar reynir hann að af- saka þessa framkomu sósíal- ista með því, að Framsóknar- flokkurinn sé enn verri en Sjálf- stæðisflokkurinn og þess vegna þurfi sósíalistar að geta haft samstarf við hinn síðarnefnda! Þessi yfirlýsing samræmist illa hinum mörgu fögru skrifum Þjóðviljans um „vinstri flokk- ana“ og „vinstri stjórn“. Hins vegar er hún í fullu samræmi við hina gömlu byltingarlínu, „að Framsókn og kratar séu verra en íhaldið af tvennu illu“, þvi að umbótastarf þessara flokka spilli jarðveginum fyrir byltingu. Fyrir rúmum 10 árum var mjög deilt um þetta í Kommún- istaflokknum. Málinu var vísað til Moskvu, er úrskurðaði að „Framsókn og kratar væri verra en íhaldið" og Stefán Pétursson og nokkrir fleiri skyldu víkja úr flokknum. Hafi sósíalistar nú aftur kom- izt á þessa „gömlu línu“, hvort sem það er fyrir tilverknað Moskvu eða ekki, verður það ekkert undrunarefni, þótt þeir berjist ekki fyrir umbótum í bæjarstjórninni, heldur sætti sig við tillögur íhaldsins. íhald- ið mun aldrei ganga svo langt í umbótaáttina, að það spilli jarðveginum fyrir byltingu! HÚSNÆÐISMÁLIN OG HÚSA- BRASK SÓSÍALISTA. Þjóðviljinn reynir að halda því fram, að Framsóknarmenn hafi verið Þrándur í vegi hús- næðismálanna í Reykjavík. Inn- flutningshömlurnar fyrir styrj- öldina hafi takmarkað hús- byggingarnar. Þegar styrjöldin hófst var meira en nóg húsnæði hér 1 bænum. Það hafði verið byggt nóg árin fyrir styrjöldina til að fullnægja eftirspurninni. Margt bendir til þess, að minna hefði verið byggt á þeim árum, ef irinflutningshöftin hefðu eigi verið, því að gjaldeyrinum hefði þá verið sóað til að kaupa ýms- an óþarfa fyrir hann. Húsnæðisleysið nú stafar þess vegna ekki af því, að ekki hafi verið byggt nóg fyrir styrjöld- ina til að fullnægja eðlilegri eftirspurn. Húsnæðisleysið staf- ar af því, að þúsundir manna hafa fengið að flytja til bæj- arins, vegna bráðabirgðavinnu þeirrar, sem hér hefir verið. Þennan varhugaverða fólks- flutning hafa sósíalistar ekki viljað stöðva. Þess vegna eiga þeir sinn stóra þátt í húsnæðis- skortinum. Þegar málæði sósíalista sleppir, er ekki kunnugt um, að eftir þá liggi nema eitt verk í húsnæðismálunum. Þeir keyptu nýlega stórt hús við Skóla- vörðustíg. í því voru ágætar í- búðir. Þessum íbúðum breyttu sósíalistar í flokksskrifstofur. Fyrir þetta brot á húsnæðislög- unum hafa þeir nú verið dæmd- ir í margra þúsunda kr. sekt. brezka hernum í Burma og hrakið hann til baka á nokkr- um stöðum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.