Tíminn - 23.03.1943, Qupperneq 1

Tíminn - 23.03.1943, Qupperneq 1
J RITSTJÓRI: j ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. 1 FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. IRITST J ÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. \ Síml 2323. ! PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. \ Simar 3948 og 3720. 27. árg. Reykjavík, þriðjudagiim 23. marz 1943 34. blað Merkilegfl mál á Alþíngfi: Verkfærasjóiur efldur til að ann- ast miklar ræktunarframkvæmdir Eitt af seinustu verkum Hermanns Jónassonar sem landbúnaðarráðherra var að láta ríkið kaupa tvær skurðgröfur, sem eigi höfðu verið reyndar hér áður. Skurðgröfur þessar voru reyndar síðastl. sumar og þykja hafa reynzt svo vel, að við þær eru tengdar vonir um stórfelldari framræsluframkvæmdir en áður hafa þekkst hér á landi. Jafnframt því að láta kaupa þessar skurðgröfur, fól Hermann Búnaðarfélagi íslands að semja nýjar reglur um meðferð slíkra jarðræktarvéla. Niðurstaðan varð sú, að Verkfæranefnd tók málið til meðferðar og samdi sér- stakt frumvarp um breytingar á. gildandi lögum um vélasjóð. Frv. þetta liggur nú fyrir þinginu og má vænta þess, að það nái samþykki, án verulegra breytinga. Erlent yfirlit 23. rnarz: Aðstaða Finna Finnski herinn hefir sama og ekkert barizt um langan tíma Mjólkurbú Flóa- manna tók móti 9.549 þús. 1. mjólk ur á sídastl. ári Mcðalverð til bænda 87.3 aurar ASalfundur Mjólkurbús Flóa- manna var haldinn að Selfossi laugardaginn 13. þ. m. Á fundinum var flutt ítarleg skýrsla um starf búsins á síð- astl. áfi. Alls hafði verið tekið á móti 9.549 þús. lítrum af mjólk eða 1.200 þús. lítrum meira en árið áður. Um 5 millj. lítrar af mjólkinni voru seldir aftur sem neyzlumjólk, en hitt fór í ýmiskonar vinnslu, (osta- gerð, skyrgerð o. s. frv.). Meðal- verð til bænda varð 87,34 aurar fyrir lítrann. Árið áður var meðalverð til bænda um 53 aura. Árstekjur búsins urðu um 9.466 þús. kr. Félagsmönnum höfðu verið greiddar beint 6.160 þús. kr. Fyrir akstur mjólkur frá félagsmönnum til búsins, sem var óbein greiðsla til félags- manna, höfðu verið greiddar nær 500 þús. kr. Fyrir mjólkur- flutninga til Reykjavikur höfðu verið greiddar 330 þús. og rekst- ur búsins (laun starfsmanna, eldsneyti, vélakostnaður o. s. frv.) hafði numið 550 þús. kr. Tekjuafgangur varð því um 1.936 þús. kr. Var hann nær allur • endurgreiddur til félags- manna. Nokkrar kosningar fóru fram á fundinum og voru allir þeir trúnaðarmenn, sem höfðu lokið kjörtímabili sínu, endurkosnir. í stjórn Mjólkurbús Flóa- manna eiga sæti: Egill Thorar- ensen, formaður, Sigurgrímur Jónsson, Holti, og Dagur Brynj- ólfsson, Gaulverjarbæ. IJIreikningur þjóðarteknanna Athyglisverð þingsályktunartillaga Skúli Guðmundsson og Gísli Guðmundsson flytja svohljóð- andi tillögu til þingsályktunar um útreikning þjóðarteknanna: „Neðri deild Aiþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera fuiikomið yfirlit, er sýni árlegar heildartekjur þjóðar- innar árin 1936—1942 og þær breytingar, sem á þeim hafa orðið. Sé þessu lokið haustið 1943, en síðan skal árlega reikna út þjóðartekjurnar á sama hátt.“ í greinargerðinni segir: „Hér er lagt til, að ríkisstjórn- inni verði falið að láta reikna út heildartekjur þjóðarinnar nokk- ur undanfarin ár, bæði fyrir styrjöldina og eftir að hún hófst, og gera samanburð milli einstakra ára. Slíkt yfirlit um þjóðartekj- urnar er nú ekki til, en myndi geta orðið til mikils stuðnings við lausn ýmsra fjárhagslegra vandamála. T. d. má benda á þýðingu þess fyrir Alþingi, þeg- ar þar eru teknar ákvarðanir um skattamál og afgreiðslu fjármála, svo og fyrir milli- »(Framh. á 4. sieu) Samkvæmt núgildandi lögum, er hlutverk verkfærasjóðs tví- þætt. Nokkrum hluta af tekjum hans skal varið til kaupa á vél- um, er ríkið notar til tilrauna- starfsemi eða lánar endur- gjaldslaust til félaga, sem hafa meiriháttar jarðræktarfram- kvæmdir með höndum. Hinum hlutanum af tekjum sjóóðsins skal varið til hagkvæmari lána handa þeim, sem kaupa dýrar jarðræktarvélar. Tillögur verkfæranefndarinn- ar eru þær, að vélasjóðurinn leggi lánastarfsemina alveg niður og verji öllum tekjum sín- um til að kaupa og starfrækja stórar jarðræktarvélar. Ætlast nefndin til þess, að Búnaðar- bankinn taki að sér lánastarf- semi þá, sem vélasjóður hefir haft með höndum og mun bankinn telja sig geta gert það. Nefndin leggur til að árlegt tillag ríkissjóðs til vélasjóðs hækki úr 25 þús. kr. í 50 þús. kr. Starfsvið vélasjóðs verður sem hér segir: Aðalfundur Fiskifélags ís- lands var haldinn hér í þænum síðastl. laugardag. Forseti fé- Jagsins, Davíð Ólafsson, og for- stöðumaður rannsóknardeildar þess, Þórður Þorbjarnarson, fluttu þar ítarlegar skýrslur um starfsemina á síðastl. ári. Davíð Ólafsson gerði fyrst grein fyrir úrslitum ýmsra mála, sem seihasta Fiskiþing hafði til meðferðar. Eitt af þeim helztu var breyting á lögum um Fiskveiðasjóð, sem nú hefir ver- ið samþykkt af Alþingi í aðal- atriðum. Þá ræddi hann um starfsemi félagsins á árinu. Auk venju- legrar skýrslusöfnunar og upp- lýsingastarfsemi, en þetta hvort tveggja fer óðum vaxandi, hélt félagið allmörg vélanámskeið. í byrjun síðastl. árs hefði stað- ið yfir tvö vélanámskeið, annað á Norðfirði fyrir þá, sem taka minna próf, og hitt í Reykja- vík fyrir þá, sem taka meira próf. Á' fyrrnefnda námskeið- inu luku 25 prófi, en á því síð- aranefnda sex. í haust hefðu byrjað fjögur námskeið: Eitt í Reykjavík fyrir þá, sem táka meira próf, en hin þrjú fyrir þá, sem taka minna próf. Eitt 1. Að kaupa vélknúnar jarð- ræktarvélar og skurðgröfur og gera tilraunir um nothæfi þeirra og rekstur. 2. Að leigja ræktunarfélögum og öðrum þeim aðilum, sem nefndir eru í næsta lið, skurð- gröfur og aðrar vélknúðar jarð- ræktarvélar, til notkunar við framkvæmdir þær, er þau hafa með höndum. Leigan miðast við það, að hún nægi til að kosta viðhald vélanna. 3. Að taka að sér fyrir sveita- félög, landþurrkunarfélög, bún- aðarfélög eða bæjarfélög, véla- vinnu við stærri ræktunarfram- kvæmdir, sem henta þykir að vinna með vélum þeim, er sjóð- urinn á. 4. Að annast jarðræktarfram- kvæmdir fyrir ríkið, að því leyti, sem henta þykir að vinna að þeim með skurðgröfum og öðr- um stórvirkum jarðræktarvél- um, svo sem undirbúning að landnámi samkvæmt lögum nr. 58 27. júní 1941, um landnám (Framh. á 4. síOu) þeirra var í Reykjavík, annað á Þingeyri og hitt í Vestmanna- eyjum. Tveimur þeirra var lokið fyrir áramótin, Reykjavíkur- námskeiðin, þar sem 22 luku prófi, og Vestmannaeyjanám- skeiðin, þar sem 19 luku prófi. Þingeyrarnámskeiðinu, þar sem voru 31 þátttakandi, var eigi lokið fyrir áramót, og ekki held- ur meira prófs námskeiðinu í Reykjavík, þar sem voru 11 þátttakendur. Þá var haldið í fyrsta sinn á síðastl. hausti námskeið fyrir matsveina og luku 8 prófi. Vélaráðunautur Fiskifélags- ins, Þorsteinn Loftsson, ferðað- ist um Austurland á árinu og leiðbeindi mönnum um meðferð véla. Hafði hann áður gert þetta í verstöðvum við Faxaflóa. Seint á árinu fór Þorsteinn til Vesturheims á vegum ríkis- stjórnarinnar til að fylgjast með vélakaupum. Meðan hann er vestra gegnir Bjarni Pálsson starfi hans hjá Fiskifélaginu. í Fiskifélaginu eru nú 35 deildir með 1034 félagsmönnum. Félagið fékk 198 þús. kr. styrk frá ríkinu á síðastl. ári. Á þessu ári fær það 300 þús. kr. ríkis- styrk. (Framh. á 4. síðu) Fyrir rúmum mánuði síðan birtist svohljóðandi ritstjórnar- grein í enska blaðinu „Man- chester Guardian“ um afstöðu Finna: — Ryti, fyrrv. formaður frjáls- lynda flokksins, hefir verið endurkosinn forseti. Það er í fyrsta sinn þau 25 ár, sem Finnland hefir verið sjálfstætt, að sami maður nær» endurkosn- ingu. Um þessi kosningaúrslit verður sagt lítið annað en það, að Finnar munu ekki breyta hinni óheppilegu afstöðu sinni að svo stöddu. Það er líka mjög erfitt fyrir þá að semja sérfrið. Kunnugir menn í Svíþjóð telja, að áður en það væri um garð gengið, myndi Mannerheim hershöfðingi taka sér einræöis- vald. Hann neitaði að gefa kost á 'sér sem forsetaefni, því að hann taldi það ekki hentugt, eins og á stóð. Finnar eru einkennilega sett- ir í styrjöldina. Stjórnmálafor- ingjar þeirra lýsa fylgi sínu við. lýðræðið og norræna samvinnu og átelja framferði Þjóðverja í Noregi. Það er líklegt, að utan- ríkismálaráðherrann verði bráð- lega að víkja úr embætti sínu, því að hann hefir gengið á hlut þingsins, vegna hinna nazist- isku skoðana sinna. Finnar eru samt enn við hlið Þjóðverja í styrjöldinni. Reynd- ar hafa þeir lítið eða ekkert barizt um langan tíma og roskn- ir hermenn hafa verið sendir heim. Áður en Finnar drægju sig úr styrjöldinni, myndu þeir vilja fá fulla tryggingu fyrir hinum gömlu landamærum sínum. Þeir telja það eina tilgang sinn í styrjöldinni, að fá þau aftur. En tvennt stendur enn í veginum. Það eru 100 þús. þýzkir hermenn i Norður-Finnlandi og Finnar verða að fá hjá Þjóðverjum mikið af lífsnauðsynjum. — Hér lýkur frásögn „Manchest- er Guardian“. Síðan þetta var skrifað, hafa orðið stjórn-ar- skipti í Finnlandi. Áður höfðu lausafregnir hermt, að tveir stærstu flokkarnir, verka- mannaflokkurinn og bænda- flokkurinn, hafi lýst yfir því, að þeir óskuðu eftir sérfriði. Hin nýja stjórn, sem hefir fulltrúa úr báðum þessum flokkum, hef- ir þó lýst yfir svipaðri stefnu og fráfaran'di stjórn. En at- hyglisvert er það, að mesti Þjóðverjavinurinn í fráfarandi stjórn, Witting utanríkismála- ráðherra, á ekki sæti í nýju stjórninni. Hins vegar er Fager- holm annar fulhjrúi verka- mannaflokksins í henni, en hann hafði- farið úr gömlu stjórninni. Þetta er nokkur bending í þá átt, að þingið eigi meiri ítök í nýju stjórninni en í stjórninni, sem frá fór. Það er ljóst, að stríðsþreyt- an er mjög farin að gera vart við sig hjá Finnum, enda ekki óeðlilegt. Þjóðin hefir þurft að leggja mikið á sig. Allir karlar á aldrinum 15—62 ára hafa ýmist verið skyldaðir í herinn eða heimavarnarliðið. Finnar eru sennilega búnir að missa um 60 þúsund manns í styrjöld- inni, en miklu fleiri hafa sæizt. Konur hafa orðið að taka við mörgum störfum karlmanna. Skömmtun lífsnauðsynja er mjög ströng, þótt skorturinn sé talin minni í Finnlandi en í Noregi. Öll fræðslustarfsemi hefir dregizt stórum saman. Hjá lakara hluta þjóðarinnar hefir styrjaldarástandið stuðl- að að versnandi siðferði. Áfeng- isnautn hefir aukizt, glæpum fjölgað og lögbrot, einkum Ryti forseti leynisala, gerast tíð. Allt þetta er hinum hugsandi þjóðarleið- togum hvöt til þess, að binda sem fyrst enda á þátttökuna í styrjöldinni. Finnar hafa líka þegar náð hinu yfirlýsta takmarki sínu í styrjöldinni. Þeir hafa náð aft- ur öllu því landi, sem Rússar tóku af þeim 1940. Kröfur um meiri landvinninga, t. d. Aust- ur- Karelíu, hafa ekki verið bornar fram opinberlega, þótt Mannerheim og æstustu þjóð- ernissinnar fylgi þeim. Síðan Finnar náðu héröðum þeim, sem Rússar höfðu tekið af þeim, hafa þeir aðeins háð varnarstyrjöld. Þjóðverjar hafa hvorki notað Finnland sem sóknarstað gegn Leningrad eða Murmansk. (Framh. á 4. síðu) Seiuustu fréttir Ræða Churchílls Churchill flutti útvarpsræðu síðastl. sunnudagskvöld. Hann varaði við ofmikilli bjartsýni, því enn væru miklir erfiðleikar framundan. Bandamenn mættu ekki búast við sigri í Evrópu fyrr en 1944 eða 1945. Þá væri eftir að sigra Japani og þyrftu Bretar að leggja -þar fram sinn skerf. Viðkomandi skipan mála eftir styrjöldina, kvaðst Church- ill ekki vilja gefa nein fyrirheit, en honum væri samt ljóst, að þegar þyrfti aö undirbúa lausn þeirra. Það virtist eðlilegast, að þjóðirnar í Evrópu skiptust í þjóðhópa, er síðar skipuðu Evrópuráð, er hefði vald til að framfylgja samþykktum sínum.. Asíuráð yrði síðar skipað með sama hætti. Viðkomandi mál- efnum Bretlands, taldi Church- ill ekki óeðlilegt, að gerð yrði fjögra ára áætlun um lausn vandamála þeirra, er sköpuðust eftir styrjöldina. Það yrði að tryggja næga atvinnu. Land- búnaðurinn þyrfti að verða meiri en hann var fyrir striðið. Borgirnar þyrfti að endurreisa. Alþýðutryggingarnar bæri að auka. Verðlagi yrði að halda niðri. Þótt skattar væru nú háir, mætti ekki búast við því, að þeir lækkuðu. Áttundi brezki herinn .hóf sókn gegn hersveitum Romm- els á sunnudaginn. Bardagar hafa verið harðir. Bretar telja að sóknin hafi gengið að ósk- um. í Mið-Túnis hafa hersveitir Bandaríkjanna unnið á. Þjóðverjar hafa bætt aðstöðu sína í austur og norður af Khar- kov. Telja þeir sig komna þar að Donetz á stóru svæði. Þeir hafa tekið Byélgorod. A víðavangi SIGURÐUR Á LAUGABÓLI SKEMMTIR SKRATTANUM. Sigurður Þórðarson heitir gildur bóndi vestur við ísa- fjarðardjúp. Hann er íhalds- maður að barnatrú og hefir ekkert getað lært og engu gleymt, þótt hann hafi þegar fyrir alllöngu fengið til fullra umráða alla þá vitsmuni, still- ingu og manndóm, sem for- sjónin hefir ætlað honum í þessu lifi. Sigurður hefir orðið hinn reiðasti, sem von var, yfir niðskrifum Halldórs Kiljans um bændur og búskap á þessu landi. Hefir hann skrifað langt mál i Morgunblaðið til andmæla. En svo óhöndulega tekst Sigurði í vopnaburðinum gegn Kiljan, að skrattinn hrækir í eggina hjá honum, og snýr hann úr því bitlausum brandi að stéttabræðrum sín- um og eys kiljönskum svivirð- ingum yfir alla þá, sem ekki fylla flokk Morgunblaðsmanna. Er illt til þess að vita, er sæmilegir bændur eru svo tröllriðnir af íhaldinu í Reykja- vík, að þeir nota ósæmilegt orðbragð kommúnista sem til- efni til að níða stétt sína og stéttarbræður, er ekki vilja hlíta föðurlegri forsjón striðs- gróðaklíku höfuðstaðarins í einu sem öllu. Og vita má Sigurður á Lauga- bóli það, að mörgum flokks- bræðra hans í Reykjavík liggur engu betur orð til bænda í dag- legu tali en Halldóri Kiljan, þótt þeir skjalfesti ekki svo mjög, enda lítt sýnt um rit- störfin mörgum hverjum. Sig- urður hefir hlaupið á sig og orðið sér til minnkunar í aug- um bændastéttarinnar. Reynir hann að þvo af sér smánar- blettinn ella kýs hann eiga sálufélag við Kiljan og aðra rægikarla í flokki kommúnista og sauðsvarta íhaldsburgeisa? ER ÞAÐ MANNÚÐ AÐ HAFA ÞURFAMENN ILLA KLÆDDA? Þjóðviljinn segir, að Fram- sóknarmenn séu sérstaklega mannúðarlausir og nefnir það sem dæmi, að þeir hafi viljað klæða þurfamenn i sérstaka einkennisbúninga! Þjóðviljinn mun hér eiga viö þá tillögu Framsóknarmanna, að bærinn kæmi upp sauma- stofu, sem m. a. saumaði föt á þurfamenn. Þetta var tvímæla- laust til hagsbóta fyrir báða að- ila, bæinn og þurfamennina. Margir þurfamenn hafa geng- ið í lélegum og skjóllitlum föt- um. Hefði það verið óskaplegt mannúðarleysi af bænum að tryggja þeim vandaðri og skjól- betri föt? Er það mannúð að vilja hafa þurfamenn í lélegum og skjóllitlum fötum? Það er vitanlega' heilaspuni Þjóðviljans, að þessi föt hafi átt að vera nokkuð frábrugðin öðrum fötum. ER VALTÝR EKKI LÆS? Valtýr gerir skrif JTímans um húsnæðismálin að umræðuefni í seinasta Reykjarvíkurbréfi sinu. Segir hann m. a.: „Þá snýr Þórarinn við blaðinu og úthúðar bæjarstjórn höfuð- staðarins fyrir, að hún skuli ekkl hafa húsnæði handa öllu því fólki, sem á undanförnum árum hefir forsmáð forsjá Framsóknar í sveitunum." Það, sem Tíminn hefir einkum áfellt bæjarstjórnina fyrir, er þetta: Hún hefir hleypt fólki takmarkalaust til bæjarins, án nokkurrar athugun á því, hvort það fengi hér framtíðaratvinnu. Þetta er ein aðalorsök húsnæð- isvandræðanna. Þetta er því hrein útúrsnún- ingur hjá Valtýr, svo framar- lega sem hann er læs. Frá aðalfundi Fiskifélagsins: Bezta lýsið er framleítt á Hornafirðí Merkilegar rannsóknir á veiðarfærum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.