Tíminn - 30.03.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.03.1943, Blaðsíða 2
146 TÍMIM, þrlgjiidaglnn 30. marz 1943 37. blað ©ímimt Þri&judag 30. marz Syndajátníngf Sjállstæðismanna í blöðum Sjálfstæðisflokks- ins er nú stöðugt klifað á því, að nauðsynlegt sé að færa nið- ur kaupgjald og verðlag land- búnaðarafurða. í þessum kröfum Sjálfstæðis- manna felst syndajátning. Hefðu þeir ekki látið flokksleg- ar tálsýnir stjórna gerðum sín- um á síðastl. ári, væru kröfur þessar með öllu óþarfar nú. Pyrir tæpu ári sídan lét Sjálf- stæðisflokkurinn ginnast af þeirri flugu, að hann gæti breytt stjórnarskránni sér í hag. Hann myndaði því stjórn með stuðn- ingi sósíalista og Alþýðuflokks- ins. Stuðningur þessara flokka var háður því skilyrði, að stjórnin mætti ekki efna til neins ágreinings við þá, þó allra sízt í dýrtíðarmálunum. Þess mun ekki dæmi áður fyrr, að stjórn hafi sezt að völd- um undir þeim kringumstæðum, að hún yrði að láta höfuðmál þjóðarinnar afskiptalaust. Eng- ir menn, sem nokkuð virða hag og heiður þjóðfélagsins, láta bjóða sér slíkt. Stjórn Sjálf- stæðisflokksins er eina undan- tekningin í þessum efnum. Nú er árangurinn af starfi þessarar stjórnar kúnnur. Hin girnilega beita, sem ginnti Sjálfstæðisflokkinn, reyndist fullkomin tálbeita. Hann hefir raunverulega minni þingstyrk en áður, 20 af 52 í stað 19 af 49. En dýrtíðaröflin notuðu sér það til fullnustu, að þau fengu að leika lausum hala. Hinn skamma tíma, sem stjórnin fór með völd, hækkaði grunnkaup- ið um 40—60% og framfærslu- vísitalan úr 183 stigum í 272 stig. Þess vegna er nú svo komið, að menn sjá ekki annað ráð til að komast úr ógöngunum en að lækka kaupgjaldið og verð- lagið. Sjálfstæðismenn sjá líka, að ekki dugir annað en að játa syndir sínar. Þess vegna hrópa þeir nú daglega í málgögnum sínum: Færið það niður, sem var fært upp í stjórnartíð Ólafs Thors! En það er ekki nóg að játa syndir sínar. Það er ekki nóg að leika iðrandi syndara. Það verður einnig að sýna iðrunina í verki. Sjálfstæðisflokkurinn er van- ur því að gefa fögur fyrirheit. Efndirnar hafa oftast orðið á aðra leið. Það er ekki nóg að segja, að þetta þurfi að gerast, heldur þarf miklu frekar að benda á, hvernig eigi að gera það. Það á Sjálfstæðisflokkur- inn eftir í þessu máli. Þess vegna bíða menn nú eftir að sjá raunhæfar tillögur Sjálfstæðis- flokksins um það, hvernig bæta eigi fyrir þau óhöpp, sem voru unnin í stjórnartíð Ólafs Thors. Og þótt Sjálfstæðisflokkurinn hagaði sér skynsamlega stutta s'tund, myndi hann ekki verða fljótur til að grípa nýja flugu, ef honum byðist hún, líkt og hann gerði síðastliðið vor? Þ. Þ. Ríkisverzlun með byggíngarvörur í „Komandi árum“ minntist Jónas Jónsson á tillögu, sem öll rök mæla með, að eigi fram að ganga. Tillaga þessi er á þá leið, að ríkið annist sjálft innkaup alls þess byggingarefnis, er þarf til opinberra framkvæmda, t. d. hafnargerða, lendingarbóta, brúa, vita, skólahúsa, sjúkra- húsa. í þeim tilgangi yrði sett sérstök ríkisstofnun, byggingar- vöruverzlun ríkisins. Það virðist næsta óeðlilegt, að einstök gróðafélög geti stór- grætt á byggingarefni því, sem fer til opinberra framkvæmda, og orðið þess þannig valdandi, að minni umbætur fást fyrir framlög ríkisins en ella. Þetta EYSTEIM JÓNSSON: Raimagnsmál Austurlands — Svar til Lúðvíks Jóseissonar — Lúðvík Jósefsson, uppbótar- þingmaður af Austurlandi,1 skrifar grein í Þjóðviljann til. þess að vekja athygli Austfirð- J inga á fjandskap mínum við raforkumál fjórðungsins.'*Verð- ur úr þessu talsverð langloka hjá þingmanninum og er slíkt vorkunarmál, þar sem hann mun undir niðri hafa óttazt, að eigi yrði létt verk að telja Austfirðingum trú um tómlæti mitt, hvað þá fjandskap, við þetta stærsta framtíðarmál, sem nú liggur fyrir til úrlausn- ar. Vil ég fara örfáum orðum um raforkumál Austurlands, framkomu Lúðvíks Jósefssonar á Alþingi í því sambandi og um grein hans í Þjóðviljanum. Á undanförnum árum hafa Framsóknarmenn flutt frum- vörp til laga um raforkumál dreifbýlisins, sveita og smá- þorpa, sem ýmist hafa verið svæfð eða drepin á Alþingi af öðrum flokkum. Á síðastliðnu sumri markaði flokkurinn fram- tíðarafstöðu sína í málum þessum með þingsályktun, er samþykkt var á Alþingi, og kunn er orðin um land allt. Jafnframt var samþykkt þings- ályktun frá flokknum um að rannsókn skyldi fara fram, und- ir umsjón Rafmagnseftirlits ríkisins, á skilyrðum til raf- orkuvirkjunar í helztu fall- vötnum landsins. Þessi þingsá- lyktun var fram borin með það fyrir augum, að rannsókn sú, er hún ráðgerði, yrði grundvöllur að skipulegri lausn málsins. Það er upphaf langloku Lúð- víks Jósefssonar í Þjóðviljanum, að þingsályktun þessi hafi ver- ið loðin og sérstaklega ófull- nægjandi fyrir Austfirðinga, þar sem ekki hafi verið tekið fram í hvaða röð rannsókn fallvatn- anna skyldi fram fara, en hér er líka enn leiðinlegra vegna þess, að engu öðru en fram- taksleysi ríkisins er um að kenna. Þess má vænta, að innan skamms reisi ríkið sements- verksmiðju. Byggingarvöru- verzlun þess og sementsverk- smiðjan gætu þá verið undir sömu stjórn og haft styrk hvort af öðru. Þetta er mál, sem Alþingi ber að taka til athugunar og lausn- ar. Þ. Þ. lægi hvorki fyrir meira né 1 minna en rannsókn fallvatna , um land allt. Þegar Lúðvík Jós- | efsson fellir þennan sleggju- dóm, er hann sýnilega búinn að gleyma því vegna ofsa síns og ofurkapps við að afflytja mig fyrir Austfirðingum, að nokkru fyrr í grein sinni er hann búinn að fullyrða að „í öllum fjórð- ungum landsins öðrum en Aust- firðingafjórðungi hafi öll fall- vötn verið rannsökuð, og mörg svo ítarlega, að á því er hægt að byggja framkvæmdir.“ Séu þessar upplýsingar Lúð- víks Jósefssonar réttar, — sem vitanlega eru fram bornar af honum, til þess að sýna að um- boðsmenn allra annarra lands- hluta hafi sýnt meiri dugnað í þessum málum undanfarið en fulltrúar Austfirðinga, — þá er vægast sagt hæpið að se'gja nokkrum línum síðar, að þings- ályktun okkar Framsóknar- manna hafi litla þýðingu fyrir Austurland. Sé áður búið að rannsaka aðalfallfötn annars staðar, þá er þingsályktunartil- lagan í reyndinni fyrst og fremst ákvörðun um að rann- saka fallvötn á Austurlandi. Frá því í haust, að milli- þinganefnd í raforkumálum tók til starfa, hefi ég haft sam- band við einstaka nefndar- menn, til þess að kynna mér, hvaða leiðir nefndin áliti skyn- samlegastar í raforkumálum Austfirðinga. Kom fljótt fram, að um tvær leiðir var að ræða: Virkjun Lagarfoss fyrir fjórð- unginn allan, eða virkjun smærri fallvatna og þá nokkuð víða. Var því augljóst, að fyrsta skrefið í málinu var að fá rann- sökuð virkjunarskilyrði í Lagar- fossi. Mér var fullljóst, að rétta leiðin til þess að tryggja rann- sókn virkjunarskilyrðanna sam- kvæmt þingályktunartill. er sú að snúa sér til ríkisstjórnarinn- ar, en ekki að flytja nýja þings- ályktunartillögu um málið. Bar tvennt til þess: Fyrst það, að nýbúið var með þingsályktun að fela ríkisstjórninni að láta slíka rannsókn fara fram. í öðru lagi, að flytti ég tillögu um rannsókn á einu fallvatni mundu fleiri slíkar ályktanir verða gerðar á Alþingi um önn- ur fallvötn og ríkisstjórnin eftir sem áður verða að skera úr í hvaða röð rannsóknirnar skyldu framkvæmast. Hitt var auðsætt, að flutning- ur þingsályktunartillögu um rannsókn á skilyrðum við Lag- arfoss sérstaklega, sem lesin væri í útvarp og skrifað um í blöð, var betri auglýsingarað- ferð. En fram að þessu hefi ég ekki látið það sjónarmið ráða gerðyim mínum í málum Aust- urlands og mun svo verða enn um sinn. Mér var ljóst, að stjórnar- skipti voru í aðsigi, og ákvað að bíða nýju stjórnarinnar með þetta mál, en reyna þá að tryggja rannsókn virkjunar- skilyrðanna í Lagarfossi í sum- ar. Örstuttu eftir að Vilhjálm- ur Þór varð atvinnumálaráð- Merra ræddi ég málið við hann. Sagði hann mér þegar í fyrsta viðtali, að hann myndi leggja fyrir Rafmagnseftirlit ríkisins að framkvæma rannsókn þessa f sumar. — Síðar átti hann tal við mig af nýju og kvaðst þá hafa kynnt sér það hjá Raf- magnseftirliti ríkisins, að engin vandkvæði væru á að fram- kvæma verkið í sumar og myndi hann bréflega leggja fyrir, að verkið yrði hafið svo fljótt sem frekast væri unnt. Mundi þetta ganga fyrir öðru. Rétt um þessar mundir fluttu þeir Lúðvík Jósefsson og Sig- urður Thoroddsen tillögu sína um rannsókn virkjunarskilyrða í Lagarfossi. Þeir minntust ekki einu orði á mál þetta við þing- menn Austfirðinga, og kynntu sér ekki vitund hvað þeir hefðu gert í málinu eða á hvern hátt þeir teldu heppilegast að leysa það. Þó hefir það verið föst venja þingmanna af Austur- landi, síðan ég þekki til, að hafa samráð um slík mál, alveg án tillits til flokkasklpunar. Þetta var Lúðvík Jósefssyni vel kunn- ugt. Það kemur fram af mörgu og ekki sízt skrifum L. J. að hér var um hreina auglýsingastarf- semi að ræða, tilraun til þess að „helga sér málið“ eins og Lúð- vík Jósefsson kemst að orði í ritsmið sinni víðar en á einum stað, þegar hann talar um vinnubrögð annarra. í grein L. J.' gægist fram hvernig hann álitur að vinna beri að málum sem þessum, og sést m.a. á þessum orðum hans: „ýmsir umboðsmenn Eysteins eystra munu hafa sagt honum frá áhuga fólksins fyrir þessu (Framh. á 3. síðu) § o r g (DÓTTURMISSIR). Svo ömurlegt tóm hefir hjarta mitt helgreipum læst, að hugsun mín reikar sem útlagi vinlaus í þraut. Eins og bylgjan, sem stormarnir knýja um úthafið æst, svo er andi minn hrakinn og finnur ei vegfarans braut. — Mér var hamingjan lánuð og hlæjandi í fimmtíu ár ég hélt henni í greip minni og fannst að ég eiga þá gnótt. • En öriögin hrópuðu: Heimskingi, á þessari nótt verða heimtaðir vextir af láninu, greiddu þá fljótt. Ó, hve varbúinn var ég að eiga að greiða það gjald. Mér var gefið svo mikið, og allt var það hjartanu kærst. Undir verndarvæng gæfunnar ástin var úthlutuð mér, og ávexti hennar ég taldi mitt verðmæti stærst. Og aleiga mín, hún var ást minni helguð og vígð, þegar örlögin komu og heimtuðu reikninga-skil. Æ, hví tókuð þið, nornir, ei heldur mitt hjartablóð allt, en hlífðust við barnið mitt? Er þvílíkt réttlæti til? • Ég leiddi þig, dóttir, að fremsta hlunni þíns fjörs, að feigðin þar leyndist svo nærri ég hugsaði trautt. Þótt þyti um sál mína svipur af ókenndum beyg, ég sinnti því ekki og vísaði óðara á bug. Þú fyllt hafðir seytjánda árið þitt einmitt þann dag. Að ævilok þín væru 'fram undan hugði ég trautt. En margt bendir til þess, að þú hafir vitað sem var, að varðengill lífsins var flúinn og sætið hans autt. Hví var ég svo tómlátur meðan ég mátti og gat? Hví mæddi mig stundum þitt syngjandi æskulífs fjör? Hví leggja vor skammsýnu augu oft yfirborðsmat á auðlegð, sem dylst undir æskunnar léttbrýnu skör? Nú skil ég og veit, að litla „Vikatelpan“ þú varst,*) sem vorljómans töfradýrð heillaði í fullveldin sín. Því var það svo oft, þegar daglegu skyldunum skil að skyldir þú gera, þá glöptu þér draumarnir sýn. Nú kveður ei húsið við Iengur af lífrænum söng, þitt léttara hjal um sögur og tóna og ljóð er hljóðnað, og vakan er orðin sem andvakan löng, en andvakan þúsundföld byrði í harmanna glóð. Og gítarinn þinn hangir hljóður á þilinu þar, og þungbúinn enduróm strengirnir kveða við hátt, ef við þeim er hreyft af ómildri ókynnings-hönd. Þú'ein áttir vald á að seiða fram tónanna mátt. Ég veit þú varst borin til þroska á þessari braut, en þar veit ég jafnframt, að lífið þér fært hefði tál. Því gleðst ég í sorg minni að ég veit það, að eilífðin ein slík ódauðleg hugðarmál þroskar hjá óspilltri sál. Og ég veit, að hann bróðir þinn litli á undan þér er sem óskeikull vörður og leiðtogi störfunum í. Og tónarnir himnesku, þeir eru þrá mín og von. Nú þrái ég endurfund barnanna minna á ný. Jens Hermannsson. *) Ath. „Vikatelpa", sbr. kvæði St. G. St. með því nafni. Jón Helgason: r Islenzk tunga og Móðurmáls sjóður Björns Jónssonar i. Listhneigð íslendinga hefir mestu áorkað í orðlist og óðlist. Listasköpun ýmissa annarra þjóða hefir hafizt hæst í tón- smíðum, málverkum, högg- myndum og byggingarlist. Þær þjóðir ólu Beethoven og Mozart, Rembrandt og van Goyen,Mich- elangelo og Rafael. íslenzka þjóðin ól Egil og Snorra. Um langan aldur voru hirð- skáld norrænna konunga ís- lendingar. Áreiðanlega hefir þessi iðkun orðlistar og full- komnun tungunnar þegar á frumárum norrænnar ritaldar og fyrr átt mikinn þátt í því, að mál íslendinga hefir varð- veitzt óbrjálaðra en tungur ann- arra Norðurlandaþjóða. Fáar þjóðir eiga því að fagna, að geta látið hugsanir sínar í ljós á jafn rökréttu og meitluðu máli. Jafnvel einstök orð málsins eru gædd slíkri kyngi, tign og þýðleik, að undr- un sætir. Mörg bera þau í sér stórfenglega þætti úr sögu horfinna kynslóða, svo auðráðið er hverjum hugsandi manni. í orðinu „fátækt“ speglast bar- áttusaga manna, sem á fáu áttu tök og lengi urðu vanbúnir að sækja undir högg náttúruafl- anna. „Örbirgð" er hlutskipti þeirra, sem svo hörmulega eru staddir að vera þrotnir að björg. „Taða“ heitir það hey, sem sprottið er af töddum velli — sigurorð, sem til hefir orðið, þegar búskapur forfeðra okkar hófst af frumstigi rányrkjunn- ar. „Barn“ er sennilega það ungviði, sem lengi vel er borið á örmum foreldranna, áður en það fær sjálft gengið óstutt, öndvert því, sem gerist um af- kvæmi dýra, er þegar taka að brölta á fótunum nýgotin. Þannig mætti lengi rekja sög- una, sem felst í hinum norrænu hugtökum og heitum hlutanna og varðveitzt hefir á tungu fs- lendinga. II. Það lætur að líkum, að skáld- in hafa öðrum betur skilið eðli íslenzkrar tungu og ágæti. Hún hefir verið tæki þeirra á veg- um listarinnar og vængurinn, sem lyftir þeim yfir duftið. Eg- ill Skallagrímsson bar „úr orð- hafi mærðartimbur máli laufg- að.“ Jónas Hallgrímsson nefndi tunguna „ástkæra, ylhýra máÞ ið“. Matthías segir hana geyma „trú og vonir landsins sona“. Bólu-Hjálmar lætur þess getið, að íslenzkan sé „orðafrjósöm móðir“ og Einar Benediktsson skildi á mikilli stund, að ís- lenzkan á orð um „allt, sem er hugsað á jörð“. Þessi ummæli öll sýna okkur inn í hug skáld- anna, er þau kváðu, og þau eru sígild vegsömun móðurmáls okkar, eins og það er bezt tal- að og ritað í landinu, í senn gætt kyngi fornrar orðgnóttar og einfaldleik alþýðlegs lát- leysis. III. Hjól tímans hverfist með vaxandi hraða. íslenzk tunga var lífæð þjóðerniskenndarinn- ar margar kyrrstöðualdir og kom fyrir kraft sinn og giftu Fjölnismanna óflekkuð út úr myrkri miðaldanna. Enn reynir á viðnámsþrótt hennar, þótt með öðrum hætti sé. Nú steðjar að henni hætta frá sífelldum umbreytingum og bylgjugangi margra sæva. Að sama skapi hafa úrræði þjóðarinnar til að viðhalda tungu sinni gerbreytzt. Fyrr á öldum voru kvöldvökur, þar sem sagnalestur og rímnakveðskap- ur var um hönd hafður, eins konar skólar mörg hundruð heimila landsins. Þessar kvöld- vökur áttu meðal annars drjúg- an þátt í að móta málfar manna. Nú eru kvöldvökurnar í sinni upprunalegu mynd að langmestu eða öllu leyti horfnar úr sögunni. í þess stað eru blöð og útvarp orðnir máttugir að- ilar í daglegu lífi manna — aðilar, sem með meðferð hins ritaða og talaða máls eiga ef til vill drýgstan þátt í að viðhalda máltilfinningu landsmanna, glæða hana eða spilla henni. | Skyldi enginn ganga þess dul- inn. Það er eigi fátítt, að ómildir dómar séu felldir um blaða- mannastéttina íslenzku og henni borin á brýn vankunnátta og getuleysi. Með öðrum orðum: hún sé illa fær um að gegna því hlutverki, sem henni ber að inna af höndum i þágu íslenzkr- ar tungu og menningar. Ekki er það ætlun mín með þessari grein að ræða sérstaklega um slíkar ásakanir. Það eitt skal sagt, að oftlega er þess háttar áfellisorðum varpað fram af dómsjúkum mönnum, sem þykj- ast kvaddir til dóms um störf ís- lenzkra blaðamanna en skortir allan kunnleika á starfsskil- yrðum þeirra og því, sem af þeim er krafizt. Og margir blaða- menn, bæði lífs ög liðnir, hafa unnið. verk sín svo vel, og al- veg sérstaklega að því er tekur til vandaðs ritháttar og auðugs máls, að þjóðin er í mikilli þakk- arskuld við þá. Hinu skal svo eigi neitað, að iðulega hleypur snurða á þráðinn f höndum blaðamannanna, og enn oftar brestur allmikið á um þá reisn, sem gefin er máli Egils og Snorra. Þetta vita engir bet- ur eif blaðamennirnir sjálfir. Engir sjá heldur gerr en þeir, hve mikilsvert er að vanda svo mál og rithátt í blöðunum, að þeim sé til leiðsagnar, er þróttmikið og auðugt mál vilja temja sér, en eigi skóli lítillar hugsunar og lágkúrulegs mál- fars, eins og verða hlyti, ef þeir gengju blindir til verks. ! Mannfélagið hefir í rauninni lengi vanrækt að sýna blaða- mönnum réttmætan sóma. Þeir hafa sjálfir gert allt, sem gert hefir verið, til þess að stuðla að aukinni málvöndun í íslenzk- um blöðum í framtíðinni. Segja má, að þeim sé málið skyldast, og það er satt. En á hitt er þó að líta, að hér er um að ræða mál, sem varðar þjóðina alla og heill hennar: verndun, viðhald og þróun þjóðtungunnar. Er það tilætlunarsemi að gera ráð fyrir, að þjóðfélagið sjálft og einstakir skörungar og a.t- kvæðamenn þess vilji eiga góð- an hlut að því máli? IV. Björn Jónsson ritstjóri mun jafnan verða talinn einn hinn mesti ágætismaður í íslenzkri blaðamannastétt. Auk þess að yera einn af höfuðskörungum þjóðarinnar á miklum baráttu- timum, var hann ritslyngur og óvenjulega vandvirkur blaða- maður. Hann sá flestum mönn- um betur, hverju blöðin máttu áorka til góðs og ills um með- ferð íslenzkunnar. Ef til vill hefir hann séð fram á það, að þau myndu verða enn áhrifa- meiri í þessu efni eftir hans daga. Björn Jónsson lét sér ekki nægja greinagóðan skilning. Hann lét verkin tala. Hann var öðrum natnari við ritstörfin meðan hann sjálfur stýrði penna. Eftir hans dag gáfu vin- ir hans eigi lítið fé, er verja skyldi til þess að verðlauna og mennta íslenzka blaðamenn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.