Tíminn - 30.03.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.03.1943, Blaðsíða 3
37. blað TÍMINN, þrigjudaginn 30. marz 1943 147 Rafmagnsmál Austurlands Samband ísl. samvinnufélaga. Hafið eftirfarandi í huga! Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað til félajs- manna í hlutfalli við viðskipti þeirra. Blautsápa frá sápnverksmlðjimnl Sjöfn er almennt við- urkennd fyrir gæði. Flestar hnsmæðor nota Sjaínar-blautsápu Úrvals hangikjöt af þingeyskum sanðnm - nýreykt - ■w- fæst í öllum helztu matvörubúBum bæjarlns. Heildsölnafgreiðsla i 1080 2678 4241 Vegna erfiidleika á innfilutningi umbúða hættum vér öllum um- búðalánum firá og með 1. apríl næstkomandi. H.S. Olgerðin Egill Skallagrímsson Frá Norejrí: (Framh. af 2. siðu) máli, og hafa talið mjög miður, að hann skyldi ekki hafa rænu á að helga sér málið nægilega áberandi.“ Auðvitað er þetta ekkert ann- að en slúður um stuðningsmenn mína, en þessi ummæli sýna hins vegar hvað Lúðvíki Jósefs- syni þykir undir niðri áfátt um meðferð málsins af minni hálfu, — að. ég skuli ekki hafa haft rænu á að „helga mér málið nógu áberandi“!!! Við 1. umræðu þál. þeirra „félaga“ á Alþingi benti ég á, hvað gert hefði verið í málinu og upplýsti, að ráðherrann hefði þegar lofað að rannsókn virkj- unarskilyrða Lagarfoss skyldi framkvæmd í sumar. Óskaði ég eftir því að þingnfefndin, sem málið fengi til meðferðar, leit- aði staðfestingar á þessu hjá ráðherranum, og væri þá tillag- an óþörf, enda erfitt fyrir þing- ið að gera upp á milli hinna mörgu tillagna, sem fyrir lægju einmitt um svipað efni. Af einhverjum ástæðum tal- aði nefndin ekki við atvinnu- má.laráðherra og tillagan kom til 2. umræðu. — Lagði Skúli Guðmundsson þá til, að málinu j yrði vísað til stjórnarinnar, og var það sama afgreiðsluaðferð og aðrar hliðstæðar þingsálykt- unartillögur hafa sætt og var þessi tillaga þó gerð með þeim rökstuðningi, að upplýst væri af mér, að atvinnumálaráð- herra hefði lofað því að virkj- unarskilyrðin yrðu athuguð í sumár. Þessa tillögu kallar L. J. lævísa, málinu til óþurftar. Við Ingvar Pálmason sátum hjá við atkvæðagreiðslu um þessa tillögu með þeim rök- stuðningi, að við teldum það ekki skipta máli, hvort tillagan yrði samþykkt eða afgreidd til stjórnarinnar, þar sem loforð lægi fyrir um að verkið yrði framkvæmt. Út af þessu ætlar nú L. J. alveg að ærast, og er kominn svo langt í ofsa sínum og ofurkappi, að hann fullyrðir að við Ingvar höfum með þessu verið að gera ráðstafanir til þess að „reyna að drepa Lagar- fossmálið“! Ekki eru nú öfg- arnar! L. J. segist vilja taka það skýrt fram, að það hafi ekki vakað fyrir sér með tillögunni og með því að fara með hana inn i þingið á bak við okkur þing- menn Austfirðinga, að „helga sér málið“ eða sínum flokki, en samt úir og grúir I greininni af tilraunum til þess að láta líta svo út, að hann sé sérstakur „vökumaður“ í þessu máli. Á einum stað er talað um vanhirt mál, sem aðrir hafi komið þetta síðar meir. Það var fyrsta sporið, sem stigið var — og merkasta sporið enn sem komið er — til þess að bæta úr ágöllum blaðamannastéttar- innar með raunhæfum úrræð- um. Af þessari gömlu minningar- gjöf hefir verið myndaður sjóður, er nú nemur nær 17 þús- undum króna. Nefnist hann „Móðurmálssjóður Björns Jóns- sonar“ og skal taka til starfa árið 1946. Skal vöxtum hans ár- lega varið til þess að verðlauna þann blaðamann íslenzkan, er skarar fram úr um málvöndun og málsnilld, og séu verðlaunin að jafnaði notuð til kynnis- ferðar eða námsdvalar, er verða megi til aukins þroska. Ég ætla ekki að fjölyrða um gagnsemi þessa sjóðs — vil að- eins benda á, að hún er tvl- þætt. Verðlaunavonin er öllum ístenzkum blaðamönnum hvöt til þess að leggja fyllstu alúð við rithátt sinn og stíl og vera á verði gagnvart öllu því, er miður fer. í öðru lagi mun gjöf- in skjótt bera ávöxt í aukinni víðsýni, þroska og þekkingu þeirra, er verðlaunanna njóta. Móðurmálssjóðurinn mun þess vegna áreiðanlega verða blaða- mönnum til gagns og fremdar og þjóðinni til heilla. V. Nú síðustu misseri hefir aug- ljóslega eflzt vilji góðra ís- lendinga til þess að fága sem bezt hinn skíra málm tung- unnar. í því efni er mikið verk að vinna, enda þótt íslenzku þjóðinni hafi auðnazt að varð- áleiðis, og á öðrum stað er talað um, að auðvitað þurfi Fram- sóknarflokkurinn að vera á móti stórvirkjun fyrir Austur- land, sem að einhverju leyti mætti þakka Sósíalistaflokkn- um! Það þarf mikla frekju til þess að flytja mál með þeim hætti sem L. J. flytur rafmagnsmálið í grein sinni og ekki sízt þegar afstaða Sósíalistafloksknis til raforkumálanna er athuguð. Málinu getur þessi framkoma ekki orðið að neinu liði, — það eina, sem af þessu frumhlaupi gæti gott leitt, væri það, ef „aumingja Lúðvík“ (sbr. „aum- ingja Eysteinn" í grein L. J.), gæti lært það af þessu atviki, að hann hefir komið fram í þessu máli einmitt á þann hátt, sem menn mega ekki koma fram, ef þeir vilja verða að liði góðum málum. Að lokum örfá orð almennt um raforkumálið. Stefna Framsóknarflokksins í raforkumálum er í fáum drátt- um þessi: Keppt verði að því, að koma raforku til allra kauptúna og byggðarlaga í landinu, og selja raforkuna með jöfnu verði. Raforkusjóður verði efldur sem mest í því skyni og úr honum einnig veitt fé, til þess að styðja smærri rafvirkjanir, þar sem ekki er únnt að fá orku frá meginorkuverunum. Ríkið eigi og reki allar stærstu raforku- stöðvarnar. Sósíalistar og mikill hluti Sjálfstæðisflokksins hafa risið með hinum mesta fjandskap gegn þessari stefnu. Þeir segja, að það sé hrein vitleysa, að raf- magnið geti náð út til dreifbýl- isins. Þeir eru mótfallnir því, að ríkið eigi og reki stærstu af- orkuverin, vegna þess, að slíkt fyrirkomulag myndi, segja þeir, verða til þess að raforkan í stærstu kaupstöðunum yrði seld of dýrt til stuðnings fámennari byggðarlögum. Framsóknarmönnum skilst, að raforkumálið verður því aðeins leyst, að landsmenn standi saman um úrlausn þess í megindráttum, en ekki á þann hátt, að hver pukri fyrir sig svo sem verið hefir. Framsókn- arflokkurinn álítur, að taka beri þetta mál _ svipuðum tökum og símamálið,’ vegamálin og önnur slik stórvirki, er unnin hafa ver- ið sameiginlega. Framsóknar- flokkurinn vill, að hver styðji annan í þessu efni. Sósíalistar vilja hins vegar spilla því, að landsmenn vinni sameiginlega að þessum málum. Þessu máli öllu mun gerð ítarleg skil hér I blaðinu af öðr- veita tungu sína flestum þjóð- ! um betur. Heimili, skólar og út- varp verða mikinn skerf að leggja til málvöndunarbarátt- unnar. Þó veltur líklega mest á blöðunum, sem heita má að hver læs íslendingur taki sér daglega í hönd. Vitandi eða óafvitandi fara áhrifin frá þeim sigurför í öllum þeim stofnunum, er ég áður nefndi. Móðurmálssjóður Björns Jóns- sonar er eina viðleitnin, sem höfð hefir verið í frammi, til þess að mennta og manna ís- lenzka blaðamenn, umfram það, sem hver einstaklingur sjálfur megnar, og gera þá hæfari en ella til að túlka skoðanir, flytja mál og segja tíðindi með fögru og þróttmiklu, mjúku og auö- ugu tungutaki — máli, sem sannarlega má kenna til Snorra og Jónasar Hallgrímssonar. Og nú spyr ég: Væri það ekki skyn- samleg ráðstöfun af hálfu þjóð- félagsins að auka myndarlega við sjóð Björns Jónssonar, svo að 'úr yrði öflugur menn- ingarsjóður, ekki fyrst og fremst blaðamönnum til hagsbóta heldur þjóðinni til farsældar? Og væri ekki minningu hins víg- djarfa leiðtoga, sem heiðraður var af vinum sínum með stofn- un sjóðsins, maklegur sómi sýndur með slíku tillagi úr sjóði alþjóðar? En hvort sem þessum spurn- ingum verður bráðla svarað af þeim, er valdið ber, eða eigi, þá vænti ég þess, að ýmsir efnum búnir athafnamenn, sem unna þjóð og tungu og þurfa eigi undir heilt þing að sækja um um. En rétt væri fyrir Aust- firðinga að athuga sérstaklega, hvort sem" þeir búa í kauptún- um eða sveitum, hvor stefnan myndi verða þeim happadrýgri í raforkumálunum, klofnings- og einangrunarstefna sósíalist- anna eða samvinnu- og sam- starfsstefna Framsóknarflokks- ins. Þegar afstaða Sósíalista- flokksins í raforkumálinu er at- huguð og til mergjar krufin, þá þurfa menn ekki að undrast, þótt þingmönnum flokksins ut- an af landi þyki nauðsyn bera til þess að skreyta sig með til- lögum um rannsóknir stórra fallvatna til virkjunar fyrir smáþorp og sveitir. Hitt er svo vitað mál, að verði stefnu Framsóknar- flokksins í þessu máli hafnað og tekin upp stefna Sósíalista- flokksins, þá ipunu aforkumál sveita og kauptúna verða óleyst um ófyrirsjáanlegan tíma. ráðstöfun dálítillar f j árupp- hæðar, hugleiði þetta mál í kyrrþey. Hér er fjár vant til menningarmáls, sem varðar þjóðina alla, en þó á myndar- lega undirstöðu að byggja. Blöðin eru og verða háskóli tungunnar, góður eða vondur eftir því, hvernig er í pottinn búið. Rís ekki einhver sá upp, er gefa vill „herbergi“ í þann „Garð“ er honum skal byggður Að undanförnu hefir verið mjög höfðað til gjafmildi manna. Fé hefir verið safnað til handa nauðstöddum þjóðum og særðum, sjúkum og þjáðum þegnum þeirra. Vissulega er fagurt að leggja fé að mörkum í svo óeigingjörnum tilgangi. En eigi síður er hitt þó gott verk að láta fé af hendi rakna til gagns og farsældar niðjum þjóðar sinnar og þjóðtungunni til vegsauka og viðhalds. Þess vegna vona ég, að þessi grein megi góðan ávoxt bera. Flótti Norðmanna til Síþjóðar New York. — Sænska blaðið Stockholms Tidningen segir, að tvö hundruð Norðmenn hafi ver- ið teknir fastir í Halden á suður- landamærum Noregs, eftir að Þjóðverjar höfðu aukið mjög eftirlit sitt á landamærunum, til þess að koma i veg fyrir að Norðmenn gætu flúið til Sví- þjóðar til þess að geta komizt hjá nauðungarvinnu. Þrátt fyrir mótmæli Quisl- inga og Þjóðverja, gengur sá orðrómur í Noregi, að fjöldi verkamanna séu fluttir til Þýzkalands. Meðal þeirra fanga, sem siðast voru fluttir til Þýzka- lands voru 150 manns, þar af 10 konur. í ritstjórnargrein í Social Demokraten segir: „Aldrei hefir samúð okkar með systurþjóð- inni verið jafn sterk og innileg þetta ár, sem við höfum verið vitni að kvölum hennar og hug- djarfri baráttu fýrir frelsi og mannréttindum. Framtíðar- sambúð milli okkar og ná- grannaþjóðar okkar er nauð- synleg, ef okkur á að hlotnast hamingja og öryggi. Á þessu augnabliki, þegar nauðungar- vinnan breidir skugga yfir Nor- eg, horfum við með aukinni sorg inn. í framtíðina, með þá spurn- ingu í huga, hvað muni fleira eiga eftir að koma fyrir hina þjáðu en ósigrandi systurþjóð. Við sameinumst norsku þjóð- inn í að vona, að dagur friðar- ins sé ekki langt undan. (Frá ameríska blaðafulltrúanum). Hver vill svo fyrstur gera það höfðingjabragð að leggja fé í Móðurmálssjóð Björns Jóns- sonar? Fyrírmæli um litarmerkingar á sauðfé vegna sauðfjár- veikivarnanna árið 1943. Allt sauðfé og geitfé á eftirtöldum svæðum skal merkja, áður en því er sleppt frá húsi í vor, sem hér segir: Rangárvallasýsla: 1. gr. f garnaveikishólfunum í Landmannahreppi skal merkja féð með rauðum lit á hægra horn, nema Hvammsféð, er skal merkja með rauðum lit á bæði horn. Mæðiveikishólfin: a) í öryggishólfinu (milli austustu og miðgirðingarinnar) skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. bj í grunaða hólfinu (milli miðgirðingarinnar og Kaldárholts- girðingarinnar) skal merkja féð með krómgulum lit á hægra horn. c) Féð í Kaldárholtshólfinu skal merkja með dökkbláum lit á hægra horn en hvítum lit á vinstra horn. 2. gr. Á svæðinu milli Þjórsár og Hvítár ofan Skeiðagirðingar, skal allt féð á bæjum, þar sem garnaveiki hefir orðið vart, merkt með ljósbláum lit á bæði horn, en fé á öðrum bæjum á þessu svæði skal merkja með dökkbláum lit á bæði horn. 3. gr. í Flóa skal merkja allt fé með hvítum lit á bæði horn, nema á bæjum, þar sem garnaveiki hefir orðið vart, skal merkja með ljósbláum lit á bæði horn, og grunað fé, sem haft hefir verið í einangrunarhólfum, skal merkja með ljósbláum lit á hægra horn. Féð í Egilsstaða- og Egilsstaðakotshólfinu skal merkja með hvítum lit á vinstra horn. 4. gr. í Biskupstungum skal merkja féð með grænum lit á bæði horn. 5. gr. í Grímsnesi, Laugardal og Þingvallasveit, austan Þing- vallavatns og Þjóðgarðsins, skal merkja féð með grænum lit á hægra horn. 6. gr. f Árnessýslu vestan Ölfusár, Sogs, Þingvallavatns og Þjóðgarðsins, skal merkja féð með krómgulum lit á hægra horn. 7. gr. f Gullbringu- og Kjósarsýslu, norðan Reykjanesgirðing- ar skal merkja féð með krómgulum lit á bæði horn. 8. gr. í Reykjavík skal merkja féð með dökkbláum lit á bæði horn, nema það, sem kynni að verða haft í einangrunarhólfum, skal merkja með ljósbláum lit á bæði horn. 9. gr. Féð í einangrunarhólfunum á Keldum, skal merkja með rauðum lit á bæði horn. 10. gr. Á Snæfellsnesi vestan girðingarinnar úr Álftafirði í Skógarnes skal merkja með grænum lit á bæði horn. 11. gr. Á Vestfjörðum, norðan girðingarinnar úr Þorskafirði í Steingrímsfjörð, vestur að girðingunni úr Kollafirði í ísafjörð og norður að Kaldalóni og Þaralátursfirði skal merkja með rauðum lit á bæði horn, nema fé í hólfinu austan girðingarinnar úr Reykjarfirði i Ófeigsfjörð, er skal merkja með hvítum lit á bæði horn. 12. gr. Á Reykjanesi í Reykhólahreppi, sunnan girðingarinnar úr Þorskafirði í Berufjörð, skal merkja með krómgulum lit á bæði horn, en á bæjunum Skógum og Kinnarstöðum skal merkja féð með krómgulum lit á hægra horn. 13. gr. Á svæðinu milli Blöndu og Héraðsvatna skal merkja féð þannig: a) Norðan Vatnsskarðsgirðingar með rauðum lit á bæði horn. b) Sunnan Vatnsskarðsgirðingar með hvítum lit á bæði horn. 14. gr. í Skagafirði austan Héraðsvatna skal merkja féð, sem hér segir: a) Allt fé á þeim bæjum í Hóla-, Viðvíkur-, Akra og Hofs- hreppum, þar sem fjárskipti hafa farið fram síðustu tvö árin, skal merkt með grænum lit á bæði horn. b) Fé á bæjum, þar sem garnaveiki kynni að verða vart í vetur og vor og haft verður í einagrunarhólfum í sumar, skal merkt með ljósbláum lit á bæði horn. c) Allt fé á bæjum í Hólahreppi, sem ekki fellur undir a- og b- lið skal merkt með krómgulum lit á bæði horn. d) AHt fé í Hofsósi og næstu bæjum (nánar tiltekið af fram- kvæmdarstjóra og hreppstjóra) skal merkt með ljósbláum lit á hægra horn. e) Allt fé í Hofshreppi, sem ekki fellur undir a-, b- og d-lið, skal merkt með krómgulum lit á hægra horn. f) Allt fé í Akrahreppi utan Djúpadalsár, sem eigi fellur undir a- og b-lið, skal merk með krómgulum lit á vinstra horn. g) Allt annað fé í Skagafirði austan Héraðsvatna skal vera ómerkt, nema það, sem lendir norðan Siglufjarðargirðingar. 15. gr. AHt fé norðau Siglufjarðargirðingar skal merkt með ljósbláum lit á bæði horn. 16. gr. Féð í Héðinsfirði skal merkt með grænum lit á hægra horn, en dökkbláum lit á vinstra horn. 17. gr. Allt fé í Eyjafjarðarsýslu austan varnargirðinganna, á Akureyri og í Þingeyjarsýslu austur áð Skjálfandafljóti skal merkt með rauðum lit á hægra horn, nema á bæjum, þar sem mæðiveiki hefir gert vart við sig, skal merkja með rauðum lit á bæði horn. 18. gr. Á svæðinu milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum skal merkja féð með rauðum lit á bæði horn, nema þar sem fjár- skiptin fóru fram haustið 1941, en þar skal merkja með dökkblá- um lit á bæði horn. 19. gr. Kollótt fé skal merkt á hnakka, hægri eða vinstri kjamma eftir því sem við á. 20. gr. Fyrirmæli þessi gilda jafnt um geitfé og sauðfé. 21. gr. Merkja skal greinilega, þannig að mála hornin bæði aftan og framan, en forðast þó að mála yfir brennimörk. 22. gr. Öllum fjáreigendum er stranglega bannað að litar- merkja fé á haus eða hornum öðruvísi en að framan greinir. Framkvæmdarstjóri getur þó leyft aðra litarmerkingar, þar sem sérstaklega stendur á. 23. gr. Gamlar litarmerkingar, sem brjóta í bága við framan- skráð fyrirmæli, skal afmá. 24. gr. Hreppstjórar eru beðnir að sjá um, að fyrirmælum þessum verði framfylgt. 25. gr. Undanbrögð eða brot gegn fyrirmælum þessum varða sektum samkvæmt lögum nr. 75 frá 27. júní 1941. Reykjavík, 25. marz 1943. F. h. Sauðfjársjúkdómanefndar Halldór Pálsson. Sæmundiir Friðriksson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.