Tíminn - 01.04.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.04.1943, Blaðsíða 1
RmrrjóRi: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGKFFANDI: \ FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hi. Slmar 3948 og 3720. 27. árg. Ecykjavík, fimmtudagiim 1. api'íl 1943 38. Mað Gríraan að falía af Sósíalísfaílokknum: ,Störí vinstri st jórnar myndu orka tvímælis og valdadeílu1 Söguleg víðurcígn Þjóðviljinn kappkostar nú að spílla fyrir við strokulogara myndun vinstri stjórnar „Ægir“ stöðvaði hann eítir mikla skothríð Sunnudagskvöld síðastliðið kom varðskipið „Ægir“ til Vestmannaeyja með enskan togara, er það hafði skotið á mörgum skotnm og hæft á fjór- um stöðum, eftir að hann hafði siglt á haf út með stýrimann- inn af „Sæbjörgu“. Saga þessa máls er sú, að á laugardag kom „Sæbjörg“ að togaranum á veiðum í landhclgi á Hafnarleirum svonefndum. Fór Guðni Thorlacius, annar stýrimaður á „Sæbjörgu“, um borð í togarann, og skyldi hald- ið til Reykjavíkur. En eigi leið á löngu áður en togarinn sneri til hafs og bar hann undan og fengu skipverjar á „Sæ- björgu“ ekki að gert. Voru skeyti send til Skipaútgerðarinar um þessar aðfarir. Skipaútgerðin kvaddi „Ægi“ til að veita togaranum eftirför. En áður 'en það skeyti barst skipverjum, höfðu þeir á annan hátt fengið vitneskju um atburð þenna. Hafði skipstjóri stroku- togarans ætlað að þvinga stýri- manninn af „Sæbjörgu" til þess að fara um borð í fiskibát frá Vestmannaeyjum, er varð á leið þeirra. Því harðneitaði stýrimaður, en sagði bátverjum sögu sína. Þeir hittu síðan „Ægi“ og gátu sagt til um ferð- ir togarans. „Ægir“ náði brátt strokutog- aranum, en eigi var skeytt um stöðvunarmerki og aðvörunar- skot frá varðskipinu. Var auð- séð, að togaramenn hugðust enn að komast undan á flótta. Hófst nú skothríð að skipinu, og jafnframt var gefin til kynna orðsending frá brezku flotastjórninni í Reykjavík um að togaranum bæri að hlýða, því að hún hafði haft fréttir af því, hvað gerzt hafði. En þegar þau ráð dugðu eigi, var miðað á togarann sjálfan, og gafst hann loks upp, eftir að mörg skot höfðu hæft hann, þar af þrjú á „keisinn." Voru þá fjórir hásetar af „Ægi“ látnir nokkrar skemmdir orðið af skot- unum, en ekkert tjón varð á mönnum. Til Reykjavíkur kom „Ægir“ með herfang sitt á mánudag seint. Skipstjórinn á hinum enska (Framli. á 4. siðu) Nýtt útvarpsrád Á fundi í sameinuðu þingi í fyrradag var kosið í útvarps- ráð, samkv. nýjum lögum. Þessir voru kjörnir aðalmenn í útvarpsráð: Jón Eyþórsson veðurfræðingur (Framsóknar- fl.), Sigurður Einarsson dósent (Alþýðufl.), Einar Olgeirsson (Sósíalistafl.), Magnús Jónsson prófessor og Páll Steingrímssori fyrv. ritstjóri (Sjálfstæðisfl.). Varamenn voru kjörnir: Pálmi Hannesson rektor, Guðjón Gúð- jónsson skólastjóri (Hafnarf.), Gunnar Benediktsson rithöf., Jóhann Hafstein lögfr. og Jónas B. Jónsson kennari. Skrif aðalblaðs Sósíalistaflokksins, Þjóðviljans, benda eindregið til þess, að ekki megi gera sér vonir um já- kvæðan árangur af viðræðum Framsóknarflokksins, Al- þýðuflokksins og Sósíalistaflokksins um myndun ríkis- stjórnar. Andúð blaðsins gegn siíkri stjórn kemur stöð- ugt betur og betur í ljós. Hér i blaðinu var það rakið fyrir nokkru, hversu sósíalistar höfðu talið það helzta stefnu- mál sitt í kosningabaráttunni, að gangast fyrir myndun vinstri stjórnar. Þegar þeim var svo boðin þátttaka í slíkri stjórn síðastliðið haust, bæði af Al- þýðuflokknum og Framsóknar- flokknum, neituðu þeir henni með þeirri forsendu, að undir- búa þyrfti áður öruggan mál- efnagrundvöll. Sameiginlegri nefnd flokkanna var þá falið að vinna það verk, samkvæmt bréflegri ósk Sósíalistaflokks- ins 16. des. síðastliðinn. Hefði Sósíalistaflokkurinn verið samkvæmur yfirlýsingum sínum í kosningabaráttunni, mátti vænta þess, að hann not- aði tímann meðan þessi nefnd var að störfum til að undirbúa jarðveginn fyrir vinstri stjórn og ýta á eftir hinum flokkun- um. Því hefir þó síður en svo ver- ið að heilsa. Blöð flokksins hafa algerlega hætt að minnast á nauðsyn vinstri stjórnar. Nú seinustu dagana, þegar til úr- slita dregur um viðræður flokk- anna, hefir Þjóðviljinn ekki einu sinni látið sér nægja þessa þögn. Hann hefir hafið áróður fyrir því a,5 skapa þyrfti þjóð- fylkingu frjálslyndra manna úr öllum flokkum. Jafnhliða hefir verið gefið í skyn, að sá hluti Sjálfstæðisfl., sem stæði að Morgunblaðinu, Bjarni Ben og Ólafur Thors, væri hinn frjáls- lyndi hluti flokksins, er gæti tekið þátt í slíkri þjóðfylkingu! Enn lengra er þó gengið í for- ustugrein Þjóðviljans síðastlið- inn þriðjudag. Þar er beinlínis reynt að ófegra vinstri stjórn í augum lesendanna. Þar segir: „Þrugl Alþýðublaðsins og Tím- ans um að vinstri stjórn mundi leysa öll vandamál líðandi stundar, er naumast svaravert. Víst er um það, að enginn stjórn er þess umkomin að stýra fram hjá öllum vanda. Hvaða stjórn, sem mynduð væri, mundi verða að horfast í augu við mjög mik- il vandamál og lausnirnar myndu eins og gengur og gerist orka tvímælis og valdadeilum.“ Hér er beinlínis reynt að hræða lesendur blaðsins frá því að aðhyllast vinstri stjórn, þar sem úrlausnir hennar myndu „orka tvímælis og valda- deilurn", eða m. ö. o. stríðs- gróðamennirnir yrðu hatramir andstæðingar hennar. Þetta er sagt enn skýrar í Þjóðviljanum næsta dag, á mið- vikudaginn. Þar segir: „Ekki þyrfti að ganga að því gruflandi, hvernig stríðsgróða- mennirnir tækju slíkri stjórn. Þeir yrðu því miskunnarlausari við hana, sem hún væri veik- ari.“ Skýrara" verður það tæpast sagt, að ekki sé hægt að mynda vinstri stjórn, vegna andstöðu stríðsgróðamannanna, sem nú er farið að titla í Þjóðviljanum frjálslynda hluta Sjálfstæðis- flokksins! Ef bíða ætti eftir því, að myndun vinstri stjórnar orsak- aði ekki „valdadeilur" og „misk- unarlausa" andstöðu stríðs- gróðavaldsins, myndi slík stjórn aldrei komast á laggirnar. Með því að teikna slíka grýlu á vegg- inn er Þjóðviljinn raunveru- lega að draga kjark úr mönn- um til að aðhyllast slíka stjórn (Framli. á 4. síðu) Afurðavcrðið og kaupgjaldið: Vegavínnukaupið ræður kaupgjaldinu í sveitunum Það hefir hækkað miklu mcira en afurða- vcrðið. Í blöðum þeim, sem reyna að afla sér kjörfylgis meðal verka- manna með óhróðursskrifum um bændastéttina, hefir þvi jafnan verið haldið fram, að kaupgjaldið hafi liækkað miklu minna en verðlagið. Hefir áróður þessi borið talsverðan árangur og jafn- vel haft áhrif á sæmilega greinda menn, sem ekki hafa kynnt sér málin eftir eigin rannsókn. Skal hér á eftir sýnt, hversu fjarstæður þessi áróður er. Það má nú heita næsta ó- brigðult, að kaupgjald í sveit- um fylgi vegavinnukaupinu. Árið 1939 var kaupið í vega- vinnu yfirleitt kr. 9.00 á dag (10 klst. vinna). Á síðastliðnu hausti var vegavinnukaupið á Suðurlandsundirlendinu orðið almennt kr. 21.00 á dag (10 klst.) . Sums staðar var það þó nokkru hærra, því að eftir- vinnukaup var greitt fyrir tvær klst. Sé miðað, við kr. 21.00 graunnkaup, verður það að við- bættri núverandi dýrtíðarupp- bót og orlofsfé, kr. 57.00. Dag- kaupið í vegavinnunni hefir því hækkað á þessum tíma úr kr. 9.00 í kr. 57.00 eða vel sexfald- azt. Sé vísitala þess talin 100 Erlciit yfirlií 1. ajiríl: Styrjöldin í Rússlandi — Rússar óttast sumarsólm Þjóðvcrja. — Seinustu dagana virðist hafa verið með kyrrasta móti á víg- stöðvunum í Rússlandi. Vor- leysingarnar eru líka byrjaðar og munu sennilega engar stór- orrustur eiga sér stað meðan þær standa yfir. Næstu vik- urnar má gera ráð fyrir því, að víglínan haldist nokkurn veg- inn óbreytt. Þennan tíma munu báðir aðilar nota til þess aö búa sig undir komandi sumar. Vetrarsókn Rússa náði há- marki sinu um síðastliðin mán- aðamót. Þeir höfðu þá tekið Kharkov og sóttu þaðan til Poltava. Sunnar höfðu þeir tek- ið Pavlograd og áttu þaðan skammt ófarið til Dnépropetr- ovsk. Enn sunnar höfðu þeir hafið sókn, sem átti að inni- loka Stalino., helztu bækistöð Þjóðverja í Donetzhéröðunum. Markmið þessarar sóknar var ennfremur, að komast alla leið suður til Asovshafs langt vestan við Mariupol, og innkróa þann- ig', auk Donetzhers Þjóðverja, þýzka herinn, sem hafði verið í Rostov. Loks var her Þjóð- verja, sem enn var í Kákasus, talinn í mikilli hættu. Víggengi Rússa var svo mikið um þessar mundir, að ýmsir hernaðarfræðingar Banda- manna létu sig dreyma um, að Þjóðverjar yrðu reknir í vetur alla leið vestur yfir Dnéprfljót. Þessir draumar urðu þó fljótt að engu. Þýzki herinn hóf öfl- uga gagnsókn. Hún hófst í Don- etzhéröðunum. Þjóðverjar hafa tekið þar aftur flesta þá staði vestan Donetzfljóts, sem þýð- ingu hafa. Stalino er ekki leng- ur i neinni hættu eða setulið Þjóðverja á þessum slóðum. Síðar hófu Þjóðverjar gagnsókn á Kharkovvígstöðvunum, tóku þar aftur Kharkov og Byelgo- rod og hafa nú hrakið Rússa á þessum slóðum austur yíir Donetzfljót. Þjóðverjar hafa nú árið 1939, er hún 633 nú. Kaup- hækkanir vetrarmanna á Suður landsundirlendinu eru nú mjög í samræmi við þessa hækkun vegavinnukaupsins, miðað við kaup þeirra 1939. Búast má iíka við því, að reyndin verði hin sama með vor- og sumar- kaupið. Hlýtur það að verða stórum hærra nú en í fyrra, þar sem meginhækkun vega- vinnukaupsins kom ekki fyrr en í sláttarlok þá og hefir því ekki áhrif á sumarkaupiö hjá bænd- um fyrr en nú. Síðan 1939 hefir vísitala landbúnaðarafurða þækkað úr 100 í 453 stig, samkvæmt út- reikningum, er ríkisstjórnin hefir látið gera. Aðalfram- leiðsluvaran í umræddum hér- öðum, mjólkin, hefir þó hækk- að talsvert minna. Það er talið, að 80% af fram- leiðslukostnaði landbúnaðar- vara séu kaupgjald. Sé þessi hluti mjólkurverðsins (80%), eins og það var 1939, hækkaður jafnt vegavinnukaupinu, verður hann kr. 2.02 á lítra eða 27 aur- um hærri en útsöluverðið er nú í Reykjavík. Er þá ekki gert ráð fyrir neinni hækkun á mjólkurverðinu, vegna hækkun- ar á öðrum framleiðslukostn- aði en kaupgjaldinu, en vitan- lega eru þær hækkanir yfirvof- andi. T. d. mun verð erlends áburðar hækka um 100% frá fyrra ári. Þegar litið er á þessa hlið málsins, verður ekki annað sagt en að verðlagningu land- búnaðarvaranna hafi verið mjög í hóf stillt. Verðlag þeirra hefir hækkáð miklu minna en kaup- gjald það, sem landbúnaður- inn hefir þurft við að búa. aftur orðið betri vígstöðu í Ukrainu og Donetzhéröðunum en á síðastliðnu vori. Mikilvægastur er þó sá árang- ur Þjóðverja, að þeir hafa getað haldið setuliðinu í Kákasus og hinni mikilvægu hafnarborg þar, Novorossisk. Það gerir að- stöðu þeirra til sóknar í sumar mikiu betri en í fyrrai því að nú geta þeir flutt lið til Kákasus um Kerchskaga. Margir herfræðingar telja, að hin harða vörn Þjóðverja í Kákasus sé merki þess, að þeir ætli sér að hefja sókn þar næsta vor. Þótt Rússar hafi þannig misst aftur talsvert af því, sem þeir höfðu náð í vetrarsókninni, verður árangur hennar eigi að síður talinn mikilsverður fyrir þá. Þýzki herinn hefir orðið fyrir miklu tjóni, þótt það kunni að vera bætanlegt. En jafn- framt verður að játa það, að gagnsókn Þjóðverja hófst fyrr en við var búizt og hefir borið verulegan árangur. Meðal and- stæðinga þeirra og ekki sízt Rússa sjálfra, hefir það orðið til þess, að mesta sigurvíma vetrarins hefir þokað fyrir þeirri staðreynd, að þýzki her- inn er enn líklegur til að greiða mörg og stór högg. Þetta má meðal annars marka á því, að stöðugt eflast kröfur Rússa og meðhaldsmanna þeirra um innrás Bandamanna á meg- inland Evrópu. Bent er á það. að vetrarsókn Rússa hafi ekki síður verið þeim sjálfum dýr- keypt en Þjóöverjum. Þess vegna megi ekki treysta um of á getu þeirra til að mæta nýrri sókn Þjóðverja. Öruggasta ráð- ið til að koma í veg fyrir, að mótstaða Rússa bili ekki næsta sumar, sé að dreifa kröftum Þjóðverja. Margt bendir til þess, að Þjóðverjar hafi í huga sókn á austurvígstöðvunum á komanda vori. Hins vegar verður enn ekkert um það sagt, hvar þeir muni bera niður að þessu sinni. Tyrkir virðast nú óttast meir en nokkru sinni fyrr, að þeir dragist inn í styrjöldina. Sókn Rússa á Moskvuvígstöðv- unum, sem talsvert hefir verið' sagt frá undanfarið, virðist tæpast eins mikilvæg og ýmsir ætla. Eftir að Þjóðverjar höfðu misst Rzhev og Veliki Luki hafði það ekki eins mikla þýðingu fyr- ir þá að halda Gzatsk og Vy- asma. Ætli þeir sér líka sókn á suðurvígstöðvunum næsta sum- ar, er vel skiljanlegt að þeir stytti víglínuna á mið- og norð- urvígstöðvunum. Sagt er, að aldrei hafi verið unnið jafn kappsamlega í vopnaverksmiðjum Þjóðverja og síðastliðinn vetur. Aldrei hefir heldur verið lögð meiri áherzla á, að sem allra flestir vígfærir Þjóðverjar gengju í herinn. í því skyni hafa miljónir verkamanna verið fluttir til Þýzkalands frá hernumdu lönd- unum. Þjóðverjar virðast ráðn- ir í því að gera nú úrslitaátak. Hitt er eftir að sjá, hver árang- urinn verður. Seinustu fréttir Áttundl brezki herinn hefir haldið uppi hraðri sókn síðan hann tók Marethlínuna. Hefir hann tekið hafnarbæinn Gabes og sótt lengra norður á bóginn. Amerískar hersveitir í ■ Mið- Tunis gera nú tilraun til að loka undanhaldsleiðum Þjóðverja Matarskömmtunin er nú haf- in í Bandaríkjunum og er um helmingur allra matvæla þar skammtaður. Á víðavangi ÁN ER ILLT GENGI NEMA HEIMAN HAFI. Kiljan sækir það með sjúk- legu ofurkappi, en lítilli forsjá, að verða talinn „þjóðskáld ís- lendinga". En enginn verður þjóðskáld, sem ekki vinnur traust þjóðar sinnar. Þetta hef- ir Kiljan ekki tekizt. Til þess eru rit hans of seyrð, maðurinn of hégómalegur. Siðasta tiltæki hans til að bæta upp skáld- frægðina var að skrifa taum- laust níð um íslenzka bændur. Þeir voru idíótar og kjötið af kindunum þeirra var jafnvel sorp, sem enginn siðaður mað- ur vildi leggja sér til munns. Bændahöturum Þjóðviljans þótti þetta góð latína og héldu skoðunum þessa hirðskálds síns mjög á lofti. — Auðvitað áttu Reykvíkingar að þykjast of fin- ir menn til að eta þetta íslenzka kjötsorp. Sjá, þjóðskáldið hafði talað! Öðru vísi farast örð enskum herlækni, sem hér hefir dvalizt um tveggja ára skeið. Hann hefir skrifað litla bók um ís- land og prýtt mörgum ágætum myndum. Segir hann m. a. um íslenzkt dilkakjöt: „Kjötið er ágætisvara (of excellent quality). Fyrir stríð- ið var það aðalútflutningur þjóðarinnar næst eftir fiskaf- urðir“. Hvor skyldi vera dómbærari og réttsýnni í dómum sínum, hinn erlendi menntamaður eða maðurinn, sem vill vera þjóð- skáld, en getur það ekki? „HÆGRI“ HÖND SÓSÍALISTA. í fyrra dag flytur Þjóðviljinn forustugrein um „vinstri stjórn“. Með því að ekkert blað hefir gert sér tíðræddara um nauðsyn „vinstri stjórnar“ en Þjóðviljinn og sósíalistar lofuðu kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar að beita sér af alefli fyrir samstarfi og samkomu- lagi verkamanna og bænda,þyk- ir rétt að taka hér upp nokkur sýnishorn af málfærslu þeirra eins og hún er nú orðin. Kynnu bau að geta komið vitinu fyrir einhverja af þeim, sem trúðu á fagurgala sósíalista og létu glepjast til fylgis við þá. Nú segir Þjóðviljinn: „Þrugl Alþýðublaðsins og Tímans um að vinstri stjórn mundi leysa öll vandamál lið- andi stundar, er naumast svara vert. Víst er um það, að engin stjórn er þess umkomin að stýra friÉn hjá öllum vánda, hvaða stjórn sem mynduð væri, mundi verða að horfast í augu við mjög mikil vandamál, og lausnirnar myndu eins og gengur og ger- ist orka tvímælis og valda- deilum.“ Er ekki eins og „hægri“ hönd Þjóðviljans gægist þarna heldur greinilega undan sauðargær- unni? En Þjóðviljinn segir meira. Fyrst upplýsir hann, að hér hafi „vinstri stjórnir farið með völd síðan 1927 og gefizt ilia. Og svo kemur rúsínan: „— — Því einu er við að bæta, að enn geta flokkar þessir (þ. e. Alþýðuflokkur- inn og Framsókn, ekki fallizt á stefnu sósíalista, þannig að vinstri stjórn yrði möguleg." Þarna eru skýr orð: Talcið upp okkar stefnu, þá skulum við mynda með ykkur stjórn. Um boðskapinn er ekki að vill- ast. Það eru hin sömu vináttu- boð og konungur lét Þórarin Nefjólfsson flytja íslendingum: Hann vill vera yðar drottinn, ef þér viljið vera hans þegnar! Nefjólfssynirnir í Sósíalista- flokknum eru samir við sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.