Tíminn - 01.04.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.04.1943, Blaðsíða 2
150 TtMlM, fimmtmlagiim 1. apríl 1943 38. blað ^ímirtn Fimmtudufi 1. upríl Héraðslæknir kærður fyrir hót- anir við pólitíska andstæðinga - Kæra Framsókaarílokksias lil heílbrígðisstjóraaríaaar - éí- Eins og áSur hefir verið sagt frá hér í blaðinu, sendi Páll Kolka héraðslæknir á Blönduósi bréf til kjósenda í Austur- Húnavatnssýslu rétt fyrir seinustu þingkosningar. í bréfi þessu er hann með hótanir, sem ekki verða misskildar. Þótt bréf þetta hafi verið birt opinberlega, hefir heilbrigðisstjórnin látið það afskiptalaust. Miðstjórn Framsóknarflokksins hefir því sent heilbrigðisstjórninni kæru þá, sem hér fer á eftir: Til heilbrigðisstjórnarinnar, Reykjavík. Síðastliðið haust sendl Páll Kolka, héraðslæknir á Blöndu- ósi, vélritað dreifibréf til fjöl- margra heimila í læknisum- dæminu. Bréfið va rritað í því skyni að spilla fyrir framboði Hannesar Pálssonar á Undirfelli, sem var frambjóðandi Framsóknar- flokksins i sýslunni við al- þingiskosningar þær, sem fram íóru, fáum dögum eítir að bréf- ið var ritað. En höfuðtilgangur bréfsins var sá að greiða götu Jóns Pálmasonar, frambjóð- anda Sjálfstæðisflokksins. Miðstjórn Framsóknarflokks- ins hefir haft þetta mál til með- ferðar í vetur. Að hennar til- hlutun var dreifibréfi héraðs- læknis birt í Tímanum. Það þótti sennilegt, að heilbrigðis- stjórnin veitti bréfi Kolku eft- irtekt og tæki málið til rann- sóknar og gerði viðeigandi ráð- stafanir gagnvart þessum starfsmanni rikisins. En heil- brigðisstjórnin hefir ekkert að- hafzt í málinu svo kunnugt sé. Þegar sýnt var að málið yrði ekki tekið upp af þeim aðilum, sem til þess eru settir að vaka yfir öryggi þjóðarinnar í heil- brigðismálum, ákvað miðstjórn Framsóknarflokksins að fela framkvæmdanefnd sinni að kæra Pál Kolku héraðslækni fyrir að hafa ritað og sent út endurnir verði þá síður fyrir pólitískum áhrifum kaupstað- anna! En vonandi láta aðrir þing- flokkar þennan áróður sósíalista ekki hafa áhrif a afstöðu sína. Frá þeirra sjónarmiði ræður vonandi mestu að leysa málið á hinn bezta hátt fyrir æsku- menn sveita og kauptúna. Þ. Þ. um læknisdæmi sitt framan- greint dreiíibréf. Skulu hér tilfærðir til sér- stakrar athúgunar nokkrir kaílar úr umræddu bréfi, sem er auk þess lagt með kæru þess- ari í írumriu, eins og Páll Kolka gekk frá því. „Eg hefi hingað til aðeins notað lítinn hiuta af áhrifa- mætti mínum í flokksþágu.“ og siðar: „Ég hefi hlífzt við að nota að- stoðu mína, sem heimilis- læknir allra þeirra, er til mín leita, til að forða héraði minu frá þeim vansa að fá þennan mann sem fulltrúa, en þegar ráðizt er á mig sem lækni og jaínvel notað sem rógburðar- efni og til ályga það, að ég fæ mér farartæki ...... þá mun ég einnig nota þá aðstöðu mér til varnar og mínu fólki.“ Og næst siðasta málsgreinin: „Eg get ekki neitað því, að mér svíður það dálítið, að meðal þeirra, sem styðja þá til áhrifa 'og valda þann mann, sem lúalegast hefir komið fram gagnvart mér allra manna fyrr og síðar, eru nokkrir, sem lægju nú undir grænni torfu eða ættu börn sín þar, ef mín hefði ekki not- ið við ..........“ Hin tilfærðu ummæli eru sæmilega glögg og ákveðin, en þó má segja, að bréfið allt sé ein samfeild sönnun þess, að Páll Kolka geti ekki verið hér- aðslæknir í Blönduósshéraði, eða i nokkru þvi héraði, þar sem hann þykist eiga pólitíska and- stæðinga. Læknirinn byrjar með, að hann hafi enn ekki notað áhrifamátt sinn nema að litlu leyti í þágu Sjálfstæðis- flokksins. Hann segist hafa hlífzt við að nota aðstöðu sina sem héraðslæknir allra héraðs- búa, til að forða sýslubúum frá að fá frambjóðanda Fram- sóknarmanna kosinn á þing. Læknirinn segir ekki nákvæm- lega, hvaða aðferðir hann teiji heppilegast að nota i sambandi við störf héraðslæknis, til að fækka kjósendum Framsóknar- manna i héraðinu, en til að taka I mildustu skýringuna má teija, j að læknirinn haíi getað skapað nokkurn ugg hjá ýmsum kjós- j endum í umdæminu við að hafa við kjörborðið aðra iands- málaskoðun heldur en héraðs- ' læknirinn. ! I næstu klausu er gefin nokk- ur frekari skýring. Þar játar . Kolka, að honum svíði að sjá nokkra fyrrverandi sj úklinga eöa foreldra barna, sem hann hafi bjargað frá ótimabærum dauða, vera í kjósendahópi Framsóknarmanna í Húna- vatnssýsiu, en ekki fasta og yf- irlýsta stuðningsmenn Jóns Páimasonar á Akri. Því verður ekki neitað, að allt bréf Páls Kolku til héraðsbúa er samfelld ógnun til þeirra, sem hallast að stefnu Fram- sóknarmanna í landsmálum og búsettir eru í umdæmi því, sem ! hann á að þjóna. Hér er um lóvenjulega framkomu að ræða af héraðslækni. Ef einum lækni landsins helzt uppi, án rétt- látrar hegningar, að hafa í sambandi við starf sitt fyrir ríkið, ógnanir við héraðsbúa, þá er erfitt að sjá, til hvers þjóð- félagið hefir héraðslækna á föstum ríkislaunum og heil- brigðisstjórn í landinu. Það má telja fullvíst, að heilbrigðisstjórnin vilji ekki, að ríkið hafi héraðslækna á föst- um launum til að auka með hótunum við áhyggjur sjúklinga eða aðstandenda þeirra, í því skyni að auka kjörfylgi eða þingmannatölu ákveðinna landsmáiaflokka. Hins vegar er Páll Kolka sýnilega á annarri skoðun. Hann setur stöðu sína sem áróðursmaður Sjálfstæðis- flokksins ofar stöðu sinni sem héraðslæknir. Og hann fer ekki dult með tilfinningar sínar gagnvart þeim fjölmenna hluta sýslubúa, sem hallast að þeirri landsmálastefnu, sem héraðs- iæknirinn vill útrýma með nokkuð óvenjulegum aðferðum. JÓIVAS JÓIVSSON Bændur tala Á undangengnum misserum hafa allar stéttir landsins skipu- lagt svokallaða kjarabótastarf- semi. Fámennar stéttir eins og loftskeytamenn hafa á þann hátt þokað kaupi sínu upp í 40—45 þús. kr. auk hlunninda. Ýmsir handiðnaðarmenn fá 100 —150 kr. á dag. Starfsmenn í bönkunum í Reykjavik hafa fé- lagslega tekið dýrtíðarmálin til meðferðar og sagt um álit sitt um meðferð þeirra. Prestar landsins voru einna síðbúnastir um nýjar kaupkröfur, en þó fór svo um síðir, að þeir komu til kjarabótaleiksins og fengu hlut sinn réttan. Bændastétt landsins var að síðustu ein eftir, án skipulags og kjarabótafélagsskapar. — Bændur landsins höfðu eitt sinn verið svo að segja eina stéttin 1 landinu, og það öldum saman. Á þeim tíma vandi stéttin sig á að líta á sig sem ábyrgan að- ila. Af þessari ástæðu hafa bændur landsins setið hjá í kjarabótaleiknum fram til þessa dags. Þeir vildu líta á hags- muni alþjóðar en ekki hugsa I fyrst og fremst um eigin hag. j En svo má brýna hógláta I menn að þeir grípi til vopna. IÁ nýafstöðnu búnaðarþingi má segja að forustumenn bænda hafi byrjað sín stéttar- j samtök. Búnaðarþingið lýsti yf- I ir, að það ætlaði sér og teldi : sig hafa rétt til að koma fram jsem aðili fyrir hönd bændanna : í landinu um hagsmunamál þeirra. Ef til vill hefir það hit- að sumum bændum að heyra Vegna samherja okkar í Húnaþingi og almenns öryggis - í heilbrigðjsmálum landsins, kærum við hér með Pál Kolka héraðslækni á Blönduósi fyrir umrætt dreifibréf. Við krefj- umst, að hann verði sviftur embætti því, sem hann ógnar svo freklega með að misnota. Við krefjumst, að hann verði hvergi notaður sem ríkislaunað- ur læknir. Við væntum þess, að heilbrigðisstjórnin telji þann mann ófæran til þess að starfa í þjónustu ríkisins, sem komið hefir fram á þann hátt, sem Páll Kolka hefir gert. Við vænt- um þess, að heilbrigðisstjórnin telji framkomu Páls Kolka í fullu ósamræmi við það öryggi og traust, sem verður að vera fyrir hendi í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Virðingarfyllst, Undirskrift formanns og ritara Framsóknarflokksins. Einar Olgeirsson og hans nóta lýsa hátíðlega yfir í útvarpinu, að hann og samherjar hans væru nú eini þáttur þjóðarinn- ar, sem verulega munaði um í atvinnumálum landsins. Bændastéttin er nú skipt 1 landsmálaefnum milli nokkurra stjórnmálaflokka. Vafalaust hefir sú skipting átt þátt í að tefja heildarsamtök stéttarinn- ar. En fulltrúar búnaðarþings- ins létu það ekki á sig fá. Þeir reyndu ekki að brpyta almenn- um landsmálaskoðunum stall- bræðra sinna. En þeir fóru ekki dult með það, að þeir ætluðu framvegis að standa óhvikulir saman um mál stéttar sinnar, þó að þeir skiptust um önnur mál milli andstæðra flokka. Ein af merkustu tillögum búnaðarþingsins var í dýrtíðar- málunum. Þar gerðu bændur glögg og góð boð. Þeir lýstu yfir alveg afdráttarlaust, að þeir væru fúsir til að lækka verð á afurðum sínum á innlendum markaði, ef kaup og laun opin- berra starfsmanna lækkuðu í réttum hlutföllum. Með þessu sýndu bændur sáttfýsi sína og hófsemi. Ef verkamenn og launamenn vildu sýna sömu sanngirni, væri dýrtíðarmálið leyst. Þá væri tafarlaust hægt að byrja að klifra niður, hinn háskalega og fallhætta dýrtíð- arstiga. Framsóknarflokkurinn tók málið fyrir og rannsakaði ítar- lega þann grundvöll, sem bún- aðarþingið hafði lagt. Miðstjórn flokksins gerði síðan tillögu um málið. Bernharð Stefánsson og Skúli Guðmundsson, sem eru fulltrúar flokksins í fjárhags- nefndum beggja deilda, lögðu þessar tillögur fram á samein- uðum fundi nefndanna sem breytingartillögu við tiltekinn þátt í dýrtíðarfrumvarpi rikis- stj órnarinnar. Nú reynir á hina þingflokk- ana, kommúnista, Alþýðufl. og Sjálfstæðismenn. Vilja þeir mæta bændastétt landsins á réttlátum grundvelli? Vilja þeir lækka kaup og laun opinberra starfsmanna í hlutfalli við lækkun á verði innlendra af- urða? Fram að þessu hafa fulltrúar verkamannastéttanna á Al- þingi ekki talið sig reiðubúna að lækka kaup sinna umbjóð- enda, hvaða rök, sem kæmu fram í málunum. Ef svo fer, taka þeir á sig ábyrgðina, bæði fyrir að hafa skapað hina sjúku dýrtíð, og þá ekki síður fyrir að (Framh. á 4. siðu) Björn ISaraldssoii, bóncli í AostnrgörðHin: JGuiiuiufj árpestina Skilainginn vantar Það er mjög mikið um það rætt að lækka þurfi dýrtíðina. Um nauðsyn þess virðast allir sammála. Hins vegar skilja leið- ir, þegar um það er rætt, hvern- ig færa eigi dýrtíðina niður. Þá koma til greina sérsjónarmið og stéttahagsmunir. Það liggur nokkurn veginn ljóst fyrir, að dýrtíðarmálin verða ekki leyst með öðrum úr- ræðum en niðurfærslu verðlags og kaupgjalds. Framlög ríkisíns til lækkunar á dýrtíðinni eru haldlaus bráðabirgðaúrræði. Aðeins ein stétt, bændurnir, hafa lýst yfir því, að hún myndi taka á sig þær byrðar, er fylgja niðurfærslu verðlags og kaup- gjalds. Seinasta Búnaðarþing gaf þá yfirlýsingu, að bændur myndu fúslega taka sinn hluta af sameiginlegri lækkun afurða- verðs og kaupgjalds. Frá engri annarri stétt hafa komið vilyrði fyrir þvl, að hún vilji taka á sig þær byrðar, er fylgja myndu sameiginlegri nið- urfærslu verðlags og kaupgjalds. Þvert á móti hafa sérfélög launamanna keppzt við að lýsa yfir því, að þau vilja engar fórn- ir færa í þessum efnum. Dýrtíðarmálið er því enn á því stigi, að meirihluti þjóðarinnar lætur sér nægja að skrafa um það, að dýrtíðina þurfi að færa niður, en vill hins vegar ekki taka á sig minnstu fórnir til þess, að því marki verði náð. Undir slíkum kringumstæðum verður málinu aldrei þokað langt áieiðis. Það verður aldrei leyst, nema allar stéttir fáist til að færa nokkurar fórnir. Meðan aðstaðan er slík, geta menn ekki gert miklar kröfur til Alþingis um verulegar að- gerðir í dýrtíðarmálunum. Þvingunarráðstafanir, sem meiri hluti þjóðarinnar er á móti, eru ekki vænlegar til árangurs. Sá meirihluti þjóðarinnar, sem nú vill engar fórnir færa til lausnar dýrtíðarmálunum, mun síðar reyna, að framkoma hans- byggist á mikilli skammsýni. Þær litlu fórnir, sem fylgja lausn málsins nú, munu verða marg- falt meiri, þegar hrunið kemur, sem óhjákvæmilega hlýtur að koma, ef ekkert verður gert til að afstýra því. Þ. Þ. Mennf askólí á Laugarvatní Tillaga Sveinbjarnar Högna- sonar um menntaskóla á Laug- arvatni er raunverulegt stórmál sveita og sjávarþorpa. Þar til Menntaskólinn á Akureyri tók til starfa fyrir for- göngu Framsóknarmanna, höfðu unglingar í sveitum og kauptún- um raunverulega engan aðgang að stúdentsnámi. Menntaskólinn I Reykjavík vdbfyrst og fremst fyrir Reykvíkinga og þá fáu menn utan Reykjavíkur, er gátu kostað börn sín til langrar dvalar þar. Akureyrarskólinn hefir stór- bætt skilyrði fyrir alþýðu- unglinga úr sveitum og kaup- túnum, eins og sjá má á yfirliti um stúdenta þaðan. En betur má ef duga skal. Til þess að tryggja æskumönn- um sveita og kauptúna viðunan- lega aðstöðu í þessum efnum, er það vafalaust bezta úrræðið að stofna nýjan skóla á stað, þar sem dvölin yrði ódýr og holl. Laugarvatn hefir tvímælalaust fleiri og betri skilyrði í þeim efnum en flestir aðrir staðir á landinu. Sú lausn málsins að stækka menntaskólana á Akureyri og í Reykjavík er áreiðanlega ekki eins hagkvæm. Stórir skólar gef- ast aldrei vel, nemendur hafa minni not kennslunnar og kennslan og skólastjórnin verð- ur örðugri en á minni skólum. Auk þess verður námskostnað- ur meiri á þessum stöðum en á Laugarvatni. Einn flokkur þingsins, Sósíal- lstaflokkurinn, hefir sýnt þessu máli fjandskap. Hann virðist einkum fjandsamlegur því, að skólinn sé í sveit, því að nem- I. Síðastliðið vor ritaði ég grein í Tímann um fjárpestir þær, sem í 10 ár hafa herjað fjár- stofn landsmanna og jafnt og þétt fært út kvíarnar. Þar var rætt um þær tvær aðferðir, sem löggjafarvaldið hefir mark- að til viðnáms og útrýmingar ófögnuði þeim. Aðferðir þessar eru eins og kunnugt er annars vegar niðurskurður og fjár- skipti, hins vegar uppeldi lítt næmra fjárstofna ef einhverjir finnast. í grein minni var sýnt fram á það með rökum, sem vart verða hrakin, að þessar tvær leiðir liggja ekki sam- hliða, þess vegna yrði að velja aðeins aðra og hafna hinni. Annað hvort að útrýma pest- unum fyrir fullt og allt, með því að afmá allt sýkt og grunað fé, eða þá að treysta eingöngu á vaxandi viðnámsþrótt fjárins, er stundir liðu fram. Því var einnig haldið fram, að þegar væri kominn tími til þess fyrir löggjafarvaldið að velja á milli þessara tveggja leiða, allur dráttur á því vali væri til tjóns fyrir einstaklinga og heild. Þá var í greininni allítarlega rætt um þessar leiðir, fjárskipti og uppeldi. Gerðar í stórum drátt- um tillögur um framkvæmd hvorrar fyrir sig. Færð rök fyrir því, að fjárskiptum á öllum sýktum og grunuðum svæðum mætti Ijúka á sjöunda hausti frá byrjun án stofnfækkunar, hvorki á sýktu eða ósýktu svæð- unum. Yrði hins vegar uppeld- isleiðin valin, var gert ráð fyrir að látið yrði staðar numið með byggingu varnarlína, þar sem slá mætti því föstu, að fjárpest- irnar, a. m. k. báðar tegundir mæðiveikinnar, mundu hvor um sig fara um allt landiö aö lokum. Kostnaður við fjárskiptin var lauslega áætlaður 21 milj. kr„ miðað við þágildandi vísitölu, sem var 183 stig. Áætlun var sömuleiðis gerð yfir kostnað viö uppeldisleiðina. Sú áætlun nam á átta árum 20 y2 milj. kr. II. Með þessari grein hugðist ég að hefja sem víðtækastar um- ræður um fjárpestarmálin. Um nauðsyn slíkra umræðna þarf ekki að fjölyrða. Þó hefir þögn- in geymt þetta stóra mál síðan þar til nú, að Jón Gauti Péturs- son, bóndi á Gautlöndum, ritar um fjárpestirnar í 10. tölublaði Tímans þ. á. Mun ég síðar víkja að þeirri grein. Engin merki hafa sést til þes;;, að Alþingi eða nefnd sú, er það hefir falið framkvæmd sauð- fjárveikivarnanna, geri nokkra tilraun til þess að marka fram- tíðarstefnu t þessum málum. Hið eina, sem sést hefir frá Al- þingi, er þingsályktunartiliaga borin fram s. 1. vor undir þing- lok, um 3 milj. kr. fjárveitingu „af tekjuafgangi ársins 1011_, er verja skal að styrjöld lokinni til þess að standast útgjöia vegna sauðfjárpesta þeirra, er nú herja landið, m. a. til þess að koma upp nýjum, ósýklum:i:) fjárstofni." Tillaga þessi dagöði uppi, en í greinargerð fyrir henni segir m. a.: „Um það skal ekkert fullyrt hér, hvort ieiöin verður að lokum farin til að yfirstíga plágur þessar, að ala upp fjárstofn á hinum sýkru svæðum, sem smám samau verði ónæmur fyrir þeim, eða hvort að því verður horfið, að koma almennum niðurskurði og fiár- skiptum á hinum sýktu svæð- um. En þó að-hin síðarnefnda leiðin yrði að lokum valin, virð- ist óhjákvæmilegt að fresta henni þangað til styrjöldinni er lokið, bæði vegna þess, að stór- felldur niðurskurður og fjár- skipti hlytu um stund að valda stórkostlegri fækkun fjárstoíns landsmanna og minnkandi framleiðslu. En það mætti telja óforsvaranlegt á þeim tímum, sem nú standa yfir, þegar hin mesta nauðsyn er á að eíla matvælaframleiðslu þjóðarinn- ar svo sem kostur er á. Einnig mundi framkvæmd verksins verða þeim- mun kostnaðar- meiri fyrir ríki og einstaklinga, sem verð á sauðfjárafurðum er *) Auðk. hér Líklega er hér átt við að útbreiða ónæma fjár- stofna. hærra, eins og verða mun á meðan verðbólga stríðsáranna er í algleymingi. Virðist því sjálfsagt að beðið sé með þess- ar aðgerðir, ef til kæmi, þar til stríðinu lýkur og verðlag feilur aftur, máske niður fyrir það, sem var fyrir styrjöldina, sem vel getur orðið.“ Flutningsmenn þessarar til- lögu líta sýnilega svo á, að það sé enn langt frá tímabært að velja milli uppeldis og fjár- skipta. Það sé nógur tími til að tala um það eftir stríðio. Tvær ástæður færa þeir fyrir þessu áliti sínu: 1. Fjárskipti mundu orsaka stórkostlega rýrnun í framleiðslunni. 2. Fjárskipti eru svo kostnaðarsöm, að vart er til þeirra hugsandi fyrr en eftir stríð, og sé þá verðlag helzt komið niður fyrir það, sem var fyrir stríð. Að mínu áliti er fyrri ástæð- an hrein fjarstæða. Fjárskipti, með því fyrirkomulagi, sem ég benti á í áðurnefndri grein mundu auka framleiðsluna en ekki rýra hana. Vanhöld af völdum pestanna mundu smátt og smátt minnka eftir því, sem liði á fjárskiptatímabilið. í stað þeirra lambgimbra, sem fluttar yrðu til fjárskiptanna og annars hefði verið lógað, kæmi til frálags á hverjum tíma a. m. k. jafnmargt fé, sem væri látið rýma fyrir því ósýkta. Nið- urskurður þarf því engri rýrnun að valda í fjárstofni' lands- manna. Það er því að mála fjandann á vegginn að tala um matvælaskort sem afleiðing fjárskipta. — Sauðfé lands- manna hefir fækkað um 100 þús. síöan pestirnar komu. Auk þess eru afurðir á sýktu svæð- unum langt um rýrari en áður var miðað við fjártölu. í sambandi við hina ástæð- una um kostnaðinn, dettur mér í hug maður í alvarlegum kring- umstæðum. Að næturlagi, — við skulum segja að hæsti kaup- taxti sé í gildi, — verður hann þess var að eldur er laus í húsi hans, en hús hans, og það sem í því er, er aleiga hans og tím- anleg framtíð. Augljóst er, að hægt væri að ráða niðurlögum eldsins með því að safna liði, en það mundi verða dýrt og hann ákveður heldur að bíða þangað til lægsti taxti gengur í gildi. Sá er þó munur á þessum tveim dæmum, að húseigandinn veit hve biðin verður löng, það vita aftur á móti ekki flutnings- menn tillögunnar. Eftir stríð eða að verðbólgu lokinni er all- óákveðin tímasetning. Eldur pestanna logar í fjár- húsum bænda um meirihluta landsins. Hann breiðist út jafnt og stöðugt. Hver getur ábyrgzt að ósýktu héruðin, sem nú gætu hjálpað, verði enn ósýkt að dýr- tíð lokinni? Nei. Ef flm. þess- arar tillögu hefðu verið þeirrar skoðunar að fjárskipti væru hin rétta lausn í pestarmálunum, mundu þeir ekki hafa borið fram gegn þeim slík rök sem þessi. Það lítur út fyrir, að þeir hafi í hjarta sínu verið and- vígir fjárskiptum, en reynt að tala loðið til þess að styggja engan. En hvers vegna það? Af hverju stafar þessi mikla þögn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.