Tíminn - 01.04.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.04.1943, Blaðsíða 4
152 TÍMHViV, fiinmtndaginn 1. apríl 1943 38. Mað Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim mörgu, fjær og nær, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför móður oklcar jó.umnu Felixdóttur frá Tjarnarkoti hykkvabæ. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna. FELIX ÞORSTEINSSON. Tilkvmiiii" um útsölur verzlana Að gefnu tilefni er hér með vakin athygli á því, að sam- kvæmt auglýsingu atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins frá 20. desember 1933 um útsölur (skyndisölur) verzlana, er aðeins heimilt að halda útsölu á vefnaðarvöru og öðrum þeim vörum, er vefnaðarvöruverzlanir hafa á boðstólum, á tímabilinu frá 10. janúar til 10. marz og frá 20. júlí til 5. september ár hvert. Brot gegn þessu varða sektum, allt að 1000 krónum. 30. marz 1943. Lögregliistjóriim í Meykjavík Góð atvinna. Tveir menn, vanir sveitavinnu, óskast nú þegar, helzt sem ársmenn. Árskaup kr. 8000,00 auk fæðis, þjónustu og húsnæðis. Upplýsingar á afgreiðslu Tímans. Laxárvirk jnaam. Lau§ar §töðnr Fyrsta vélavarðarstaðan er laus 15. maí n. k. Byrjunarlaun kr. 350.00 á mánuði, hækkandi upp í kr. 420.00 á mánuði næstu fjögur ár. Þriðja vélavarðarstaðan er laus 1. júni n. k. Byrjunarlaun kr. 280.00 á mánuði, hækkandi upp í kr. 350.00 á mánuði næstu fjög- ur ár. Grunnkaupshækkun samkvæmt gildandi ákvæðum um laun embættismanna ríkisins. Dýrtíðaruppbót samkvæmt vísitölu á hverjum tíma. Umsóknarfrestur til 20. apríl n. k. Nánari upplýsingar gefur rafveitustjórinn. Rafveita Akureyrar. Blautsápa frá sápnvcrksmiðjiumi Sjöfn er almennt við- urkennd fyrir gæði. Flestar Iiúsmæður nota Sjafnar-blautsápu fTB B^VTTIH Lagt í Móðurmálssjóðinn. Tímanum hafa þegar borlzt þessar g.iafir til Móðurmálssjóðs Björns Jóns. sonar ritstjóra: Frá nokkrum prentur- um í Eddu, 50 krónur, Sigurði Jónas- syni, forstjóra, 50 krónur, Daníeli Ágústínussyni. erindreka, 10 kr. Guðm Tryggvasyni, bónda, Snælandi, 25 krónur, Magnúsi Torfasyni, fyrr sýslumanni, 100 krónur. Tíminn veitir gjöfum í sjóðinn fúslega móttöku og vill hvetja menn til þess a.ð heiðra svo minningu Björns Jónssonar og leggja góðu málefni lið. Vildi ég um Vesturland — heitir bók eftir Jón H. Guðmunds- son, ritstjóra, nýútkomin. Eru í henni allmörg kvæði og ferðasaga frá Vest- fjörðum. í stuttum formála getur höf- undur þess, að hann hafi fimm undan- farin ár varið surnarleyfum sínum til kynnisfara og ferðalaga um Vestur- land. Hafi svo verið komið, að sér hafi fundizt hann eiga þessum landshluta skuld að greiða. Vexti þeirrar skuldar vilji hann nú freista að greiða með því að eefa út þessa bók, þar sem hann túlki ferðagleði sína, og eigi andvirð. fyrstu 100 eintakanna, sem seljast, að renna til byggðasafns Vestfjarða. Fólk, sem kaupir „Vildi ég um Vestur- lánd —,“ eignast því snotra bók og stuðlar að framgangi merkilegs máls. — Áður hefir komið út safn smásagna eftir Jón H. Guðmundsson, „Frá liðn- um kvöldum". Störf vinstri síjórna. . (Framh. af 1. síðu) um alla framtíð. Róttæk, um- bótasinnuð stjórn verður ekki mynduð, nema í andstöðu við stríðsgróðavaldið, og þess vegna má enginn, sem vill fá slíka stjórn, láta óttann við það ráða gerðum sínum. Alger afneitun Þjóðviljans á vinstri stjórn kemur greinileg- ast íram í þessum ummælum, sem eru í forustugrein blaðsins á þriðjudaginn: „Síðasta atriðið í tali Alþýðu- blaðsins og Tímans, því, að það sé sósíalistum einum að kenna, að ekki hafi tekizt að mynda vinstri stjórn, er raunar full- svarað með því, sem nú hefir verið sagt. Því einu er við að bæta, að enn geta flokkar þess- ir fallizt á stefnu sósíalista, þannig að vinstri stjórn sé möguleg.“ Hér er svo sem ekki verið að bjóða óaðgengilegan samstarfs- grundvöll: Ef þið samþykkið al- veg okkar stefnu, skulum við vinna með ykkur! Hvaða samningsaðili, sem bíður slíka kosti; vill hvorki samvinnu eða samkomulag. Ef ekki er gengið að öllum kröfum hans, þýðir ekkert að vera að semja.. Allt skraf hans um samninga eða samkomulag er hræsni ein, því að hann vill ekkert slá af til þess að sam- komulag geti náðst. Flokkur, sem lætur aðalmál- gagn sitt skrifa ,á þessa leið, þegar samningar flokkanna standa sem hæst, getur aldrei hafa ætlað sér myndun vinstri stjórnar, þótt hann hafi talað meira um það en allt annað til samans. Hjal hans getur ekki hafa verið til annars en að ginna kjósendur, sem voru hlyntir vinstri samvinnu, til fylgis við sig. Þótt starf níu manna nefnd- arinnar komi ekki til með að bera tilætlaðan árangur, mun alltaf hljótast sá árangur af því, að menn verða fróðari um raunverulega afstöðu Sósíal- istaflokksins og eiga því auð- veldara með að marka afstöðu sína til íslenzkra þjóðmála. Fyrst og fremst verður þó slík- ur árangur öflug áminning til verkalýðsstéttarinnar um það, að vilji hún skapa grundvöll að öruggu samstarfi hinna vinn- andi stétta, verður hún að afla sér nýrrar forustu, sem fram- fylgir vilja hennar og óskum en dansar ekki eftir boðum er- lendra valdhafa. Sögnleg viðureign (Framh. af 1. síðu) togara reyndist vera danskur maður, Christian Agerskow að nafni. Er hann kunnur íslenzk- um yfirvöldum, og eigi að góðu, því að í nóvembermánuði 1925 var hann tekinn í landhelgi við Flatey á Skjálfanda og færður til Akureyrar og dæmdur. En litlu eftir að dómur var fallinn hjó hann á landfestar og strauk frá bryggju með afla sinn allan. Komst hann þá við það undan. Nú hefir hann ætlað að leika svipað bragð. Eun uni f járpcstinua (Framh. af 3. síðu) fjárskiptum eða ræða fyrir- komulag þeirra. Líku máli gegnir um uppeldið. Engar skýrslur munu vera til yfir heildartjón af völdum pest- anna, því síður samanburður á búrekstri með heilbrigt fé og sýkt. IV. í fyrri grein minni um fjár- pestirnar ræddi ég um fjár- skipti, er næðu yfir allt landið að ósýktu svæðunum undan- skildum, sem sé Rangárvalla- og Skaftafellssýslum, Snæfells- nesi og Vestfjarðakjálkanum. Þessi fjárskipti virðast geta farið fram á 7 árum, án þess að fjárstofn landsmanna rýrni, hvorki á ósýktu eða sýktu svæð- unum. Nú er það svo, að stór hluti af fjárskiptasvæðinu er í raun og veru vafasvæði, allt Austur- land og norður að Jökulsá á Fjöllum. Með karakúlhrútum, er á þetta svæði komu, telst hafa borizt fjárveiki nokkur, sem til bessa hefir verið kölluð garna- veiki. Eftir frásögn kunnugra, er þessi veiki væg og mjög ólík garnaveiki karakúlættar ann- ars staðar á landinu. Tvennum sögum fer og um útbreiðslu bessarar veiki. Fyrir nokkru á- litu fræðimenn hana komna allt norður að Jökulsá á Fjöll- um. Reynslan hefir nú sýnt, að betta var misskilningur. Kunn- ugir menn álíta veikina enn lítið útbreidda. Áður en því væri slegið föstu að láta fjárskiptin ná til Austurlands vantar til- finnanlega rannsókn á út- breiðslu og skaðsemi þessarar veiki. Til bráðabirgða mætti telja þetta hlutlaust svæði. Það er hættulaust á jöðrunum. Fjár- skipti gætu þess vegna hafizt vestan Jökulsár á Fjöllum þó enn væri óráðið um Austur- land. Komi það fram við rann- sókn, að þessi Austurlands- veiki væri aðeins útbreidd um lítið svæði, gæti komið til mála að útrýma henni með fjárskiptum innan hlutlausa svæðisins. Fari svo, að hægt verði að komast hjá því að mestu eða öllu leyti, að gera fjárskipti á þessu fjármarga svæði, er ljóst, að fjárskiptin mundu verða mikið léttbærari og taka skemmri tíma en ég gerði ráð fyrir í fyrri grein minni. Fjárskiptin eru orðin tíma- bær. Þau ættu að hefjast á næsta hausti. Komið gæti til mála að byrja á svæði þing- eysku mæðiveikinnar. Ef í það yrði ráðizt, er um tvennt að velja á fyrsta hausti: Svæðið' milli Jökulsár á Fjöllum og Skjálfandafljóts með fjárlausu svæði vestan fljótsins í eitt ár eða það sem öruggara er, allt svæðið frá Jökulsá að Héraðs- vatna-línu. Virðist það sjálf- sagt ef hægt er að fá nógu. margar lífgimbrar frá ósýktu svæðunum og e. t. v. að ein- hverju leyti frá „hlutlausa svæðinu" til fjárskipta í þess- um 2—3 sýslum. Fáist þetta ekki, verður það skrefið að nægja, sem skemmra er. V. Fyrir tæpu ári reyndi ég að hefja umræður um mesta vandamál landbúnaðarins, sauðfjárpestirnar. Ég sneri máli mínu til allrar þjóðarinnar og lýsti nauðsyn þess, að þeir, sem völdin hafa, tækju vandamál betta föstum ákveðnum tökum. Skömmu síðar báru tveir þing- menn fram tillögu á Alþingi, sem kalla má viðleitni í þá átt að einhverntíma síðarmeir yrði hafin sókn gegn fjárpestunum. Alþingi hummaði það fram af sér að afgreiða þessa tillögu. Aðrar hræringar frá hendi vald- hafanna hefi ég ekki orðið var við síðastliðið ár. Nú hefir annar þingeyskur bóndi ritað um þetta mál og tekið í sama streng. Að sjálf- sögðu hafa skoðanir okkar J. G. P. aðallega mótazt af reynslu okkar af þingeysku mæðiveik- inni, þótt við höfum rætt málið á breiðara grundvelli. En þing- eyska mæðiveikin er heldur ekkert sérmál Þingeyinga. Hún er óvættur allrar þjóðarinnar. Verði henni el^ki útrýmt, mun hún á sínum tíma sækja heim alla sauðfjáreigendur á landinu. Við J. G. P. teljum þessa fjár- pest það skæða, að framtíð sauðfjárræktar sé vonlaus í sambúð við hana. Við teljum ó- fært þó opinberir styrkir hjálpi í bili, að framtíðin byggist á þeim. Þeir munu ekki lækna hið sjúka fé. Verðlagsbætur jafnvel svo tugum milj. kr. skipti á einu ári gera það ekki heldur. Slíkar bætur fara líka aðallega til þeirra, sem mestar hafa afurðir. Því meira sem bóndinn missir af völdum pest- anna, því sjúkara sem fé hans er, því minna verður hann var við þessar bætur. Þeir, sem áttu 100 þúsundirnar, sem fallnar eru af völdum pestanna; njóta þeirra ekki. Það er voði á ferð á vegum bænda. Sá voði boðar auðn og eyðileggingu, ef honum verður ekki áfstýrt. Fyrsta sporið í þá átt er að horfast í augu við veruleikann. Það ætlar að reyn- ast erfiðara en ætla mætti í fljótu bragði að væri. \ Bændur, sem þekkja til fjár- pestanna, eiga að skýra frá sinni reynslu. Þeirra reynsla og beirra skoðanir eru hinn raun- hæfi grundvöllur þessa máls. Frá þeim sjálfum þarf því sú alda að rísa, sem ber þá að landi upp af kviksyndi fjár- pestanna. Ábyrgðin hvílir á þeim, sem sjá. Skylda þeirra er að vekja þá, sem fljóta „sof- Bændur tala (Framh. af 2. síðu) hafa viðhaldið sjúkdómnum. Vel má vera, að fulltrúar verkamanna og stríðsgróða- menn landsins taki höndum saman um að neita tilboði bænda. Þá bíður lausn dýrtíð- arinnar síns tíma. Ef skynsem- in má ekki lækna dýrtíðar- sjúkleikann, þá kemur hrunið, verðfall á mörkuðum, atvinnu- leysið og hin félagslega eymd og leysir málið með sínum hætti. En þó að hinu hófsama boði bænda verði hafnað, þá munu samtök þau, innan stéttarinnar, sem hófst á síðasta búnaðar- þingi, halda áfram og styrkj- ast. Bændur landsins munu hér eftir fylkja sér einhuga um sér- mál stéttarinnar, án tillits til þess, að einstakir menn í stétt- inni líta ekki sömu augum á laus annarra félagsmála. Að þessu leyti hefir síðasta bún- aðarþing stigið heilladrjúgt spor í málefnum bændastétt- arinnar. , J. J. andi að feigðar ósi“. Þegar tek- izt hefir að vekja alla hlutað- eigendur, er sigurinn öruggur. Ritað í febrúar 1943. Björn Haraldsson. GAMLA BÍÓ------ Majjor Rogers og kappar lians. (Northwest Passage) SPENCER TRACY, ROBERT YOUNG. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 6.30 og 9. Kl. 3 V,—6Vs>. ÆVINTÝRI Á SJÓ. (Mexican Spitfire at Sea). LEON ERROL, LAPE VELEZ. --------NÝJA BÍÓ-- Ást og afbrýðiscmt. (Appointment for Love). CHARLESBOYER, MARGARET SULLIVAN. Sýnd kl. 7 og 9 Sýning kl. 5: HESTRÆNINGJARNIR með Cowboykappanum Jolinny Mach Brown. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „Fagurt er á fjöllum(( Skopleikur í 3 þáttum, staðfærður af EMIL THORODDSEN. Sýuiug í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Hjartanlegt þakklœti fœri ég þeim hreppsbúum mínum, er fœrðu mér rausnarlega peningagjöf í tilefni af tjóni því er ég varð fyrir, á bústofni minum i vetur. Megi þeim verða launað fyrir þessa miklu hljálp þegar þeim liggur mest á. Ásakoti, Sandvíkurhreppi. GTJÐMUNDUR ALEXANDERSSON. i.———-------——-----------------------------------------i Ilagfræði eftir Guðlaug Rósinkranz fjallar á kerfisbundinn hátt um öflun og skiptingu lífsgæðanna. Þeir, sem áhuga hafa fyrir þjóðfélagsmálum, þurfa að lesa þessa bók. Fæst hjá bóksölum og beint frá útgefandanum Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Aðvörun frá dómsmálaráðuneyfinu Vegna tíðra brnnaslysa af steinolíu, sem ástæða er til að ætla, að eigi rætur að rekja til þess, að í verzlanir hafi slæðzt steinolía blönduð benziui, eru olíusalar víðs vegar um land hér með varaðir við að í selja af steinoliubirgðum síuum, nema þeir hafi áður fullvissað sig um, að olían sé ekki blönduð beiizíni. Atviuuudeild há- skólans leiðbeinir um athuguu á steiuolí- unni að þessu lcyti. Jafnframt er fólk áminnt um að fara var- lega með stcinolíu, geyma liana í lokuð- um ílátum og ekki inni í íbúðarhúsum, láta hana eigi koma nálægt opnnm eldi og nota hana alls ekki til uppkveikju eða á olíusuðuvélar, nema fullvíst sé, að hón sé ómenguð. Dómsmálaráðuneytið, 30. marz 1943. Útsvör 1943 Hinn 1. apríl fellur 1 gjalddaga önnur greiðsla útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1943 samkvæmt lögum 26. febrúar þ. á. og reglugerð sama dag, en það eru 15% af útsvarinu 1942, þó þannig, að greiðsla standi á heilum eða hálfum tug króna. Borgarstjórinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.