Tíminn - 06.04.1943, Blaðsíða 2
158
TÍMBiN, þrigjndaginn 6. apríl 1943
40. blað
^ímirm
JÞriðjiulatj 6. apríl
Verðuppbætur
Hermann Jónasson helir ný-
iega rakiö þaö í ágætri gr'ein
hér í biaöinu, hversu íjarsiæö-
ur væri sá aróöur, sem haiaiö
heíir verið uppi um veröupp-
bæturnar til iandbúnaðarins.
Veröuppbæturnar tii iand-
búnaðarins eiga tvær orsakir:
Onnur er markaöstap, sem
leitt heíir ai styrjoidmni. Gömiu
markaöirnir iyrir uii, gærur og
veruiegan hluta kjotsms haia
alveg iokazt.
Hm er stóraukin dýrtið i
landmu. Heiði kaupgjaid og
veröiag veriö iest hausuö 1941,
mynau þessar veröuppbætur
haia oröiö mörgum smnum
minni en eila. Þa iausn stuaau
bændurnir og veröa þeir þvi
sizt ai öiium sakaöir iyru',
hvernig íariö heiir.
Aróöurmn um veröuppbætur
ianabunaöarins er enn íjar-
stæöari pegar þaö er athugað,
aö atvmnuvegirmr haia oit aö-
ur þurit á opinberi aöstoð aö
halda, ýmist vegna maraaös-
tapa eöa óhagstæös veröiags
enendis. Einkum heíir þetta
komiö iyrir sjavarútvegmn, sem
byggir aila aikomu sma á út-
iiutningnum.
Seinustu árin íyrir styrjöld-
ina var t. d. þannig komið hjá
sjávarútveginum, vegna tak-
markaöra markaöa og óhag-
stæðs verðlags, aö hann þuriti
á stórvægiiegri hjálp að halda.
Smáútgeröin íékk þá skulda-
skilahjálp og útgerðin öll
skattaívilnanir og ýmsa styrki.
Samt dugði þetta ekki. Að iok-
um var gripiö til þess ráðs, að
lækka gengi krónunnar. Það var
gert til að koma útveginum á
réttan kjöl.
Gengislækkunin 1939 er
stærsti styrkurinn, sem nokkru
sinni heíir verið veittur is-
ienzkum atvinnuvegi. Þessi
styrkur heíir veitt útgerðinni
mörgum sinnum meira íé en
nemur þeim verðuppbótum, sem
landbúnaðurinn heíir íengið.
Bændurnir töldu ekki eftir
þennan styrk til útvegsins, þótt
hann skerti stórum heildar-
tekjur þeirra, þar sem þeir selja
meirihlutann af framleiðslu
sinni á innlendum markaði.
Þvert á móti voru það fulitrúar
bændanna, sem beittu sér fyrir
þvi, að útgerðin fengi þessa
nauðsynlegu hjálp.
Þannig á að vera gagnkvæm-
ur skilningur milli atvinnuveg-
anna. Landbúnaðurinn á að
hlaupa undir bagga með sjáv-
arútveginum, þegar honum
vegnar ver, og sjávarútvegurinn
á að hjálpa landbúnaðinum,
þegar hann er ver staddur.
Þessir tveir aðalatvinnuvegir
landsins þurfa að styðja hverir
annan eins og fótur styður fót.
Þess vegna er það næsta
hryggilegt, að . margir þeirra,
sem grætt hafa mest á styrkn-
um, sem bændur beittust fyrir
að útgerðin fengi í kröggum
hennar 1939, gerast nú helztir
eftirtölumenn þess, að land-
búnaðinum skuli veitt aðstoð,
þegar svipað er ástatt fyrir
honum og útgerðinni 1939. Þ. Þ.
Eyjan hans Jensens
Á siðastliðnu vori festl
Reykjavíkurbær kaup á jarð-
eignum Thor Jensen í Kjósar-
sýslu. Kaupverðið var fundið
þannig, að miðað var við kostn-
aðarverð eignanná 1 stríðsbyrj-
un, en síðan bætt 45% við hús-
verðið og 15% við landverðið
sem dýrtíðaruppbót.
Flest bendir til þess, að hús-
eignir þessar muni koma að
litlum notum fyrir Reykjavíkur-
bæ.
Hefði bærinn annað hvort
beðið með kaupin, unz stríðs-
verðlagið var um garð gengið,
eða fengið eignarnámsheimild,
ef þörf hans var talin það brýn,
myndi hann alltaf hafa getað
sparað sér dýrtíðarálagið á
eignirnar, er eitt nemur hundr-
uðum þúsunda króna.
Bærinn hefir því sýnt Jehsen
óvenjulegt örlæti í þessum við-
Ketilí Indridason, Ffallis
Er níðurskurður rétta leíð-
in í fjárpestarmálunum?
Gauti Pétursson leggur af sin-
um mörkum langa og áferðar-
góða tásu til mæðiveikismáls-
ins í 10. tbl. Tímans. Mun hann
og aðrir niðurskurðarmenn ætl-
ast svo til, að úr henni verði
spunninn sá þáttur er verði fé
okkar Þingeyinga að fjörtjóni
og meginþorra alls íslenzks
sauðfjár um það lýkur, hvort
sem mæðiveikinni og fylgifisk-
um hennar verður útrýmt eða
ekki.
Sá var forn háttur þeirra, er
spunans skyldu njóta, að bregða
kembunni upp við Ijósið. Nú,
með því að hér er um meira að
ræða en einfaldan spuna, þá
tel ég það ekki úr vegi, eftir að
litið hefir verið á iðju G. P., að
benda honum á örfáa hnökra,
sem færi betur að hann greiddi
úr, áður en verk hans er metið
þess virði, er hann mun til ætl-
ast. Gleðilegt er það að vísu
i aðra röndina, að við Þingey-
ingar eigum þeim bændum á að
sklptum. Þó er ekki allt talið.
Bæjarstjórnin beitist nú fyrir
löggjöf um að leggja stóran
hluta Mosfellssveitar undir log-
sagnarumdæmi Reykjavíkur.
Mosfellssveit fær þó að halda
eftir litlum hólma eða eyju, sem
verður umkringdur lögsagnar-
umdæmi Rvíkur á alla vegú.
Þessi hólmi er sá hluti Lága-
fells, er Jensen hélt eftir fyrir.
sjálfan sig, þegar hann seldi
bænum jarðeignir sínar.
Útsvör eru miklu lægri í Mos-
fellssveit en Reykjavík. Á hólm-
anum hans Jensens þarf ekki
að óttast háu útsvörin í Reykja-
vík. Þar verða ekki lagðar þung-
ar álögur á hina hagstæðu
jarðarverzlun Jensens. Hólminn
er líka nógu stór til þess að ýms
ættmenni Jensens gætu búið
þar.
Thor Jensen er vafalaust
góðra launa verður í ellinni.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir skil-
ið það, en samt á hann ekki
einn heiðurinn 1 þessu máli.
Brynjólfur Bjarnason ög Sigfús
Sigurhjartarson hafa ekki bar-
izt af minna kappl en Bjarni
Benediktsson fyrir þvl, að Jen-
sen fengi 45% dýrtíðarálagið á
húseignirnar og skattlitlu eyjr
una 1 hinu nýja lögsagnarum-
dæmi Reykjavíkur. Þ. Þ.
skipa, sem fara jafn léttilegá
með miljónatugina og þeir gera,
B. H. og G. P., og hver er ég,
að ég jafni mér við slíka, en
hvar er Gauti staddur og hans
fylgjarar, ef svo fer að mæði-
veikin kemur upp á hæla þeim,
eða þegar langdrægt hefir verið
eytt 20—30 miljónum króna í
niðurskurð og fjárskipti. Hver
ábyrgð er í Gauta og liði hans
má annars marka af þeirri
staðhæfingu hans í des. s.l., „að
nú viti menn fyllilega skil
sýktra og ósýktra landshluta“,
og svo kemur þessi feita máls-
grein: „Framkvæmdahlið al-
menns niðurskurðar á öllum
sýktum og grunuðum svæðum
er því nú hægt að skipuleggja
árekstralaust _ af frekari út-
breiðslu veikinnar.“
Pistill Gauta er prentaður í
jan. þ. á. Lesinn og dáður hér
nyrðra í febrúar, en í byrjun
marz kemur sú fregn, áður en
niðurskurð^rmenn eru lausir
við sviðann úr lófunum, að
raunar sé nú einúm ósýkta
landshlutanum færra.
1. Gauti heldur.að veikin verði
landlæg, ef ekki sé aðgert. Veik-
in er þegar löngu landlæg og
enginn ábyrgur maður getur
staðhæft, að nokkur sýsla meg-
inlandsins sé ósýkt af einhverri
þeirra þriggja pesta, sem Gauti
ræðir um. Ætla mætti, að þess-
ar fréttir og þvílíkar orkuðu
eitthvað á hugi niðurskurðar-
manna, en það er síður en svo.
Þeir fara slna leið eins og læm-
ingjar, sem engin hindrun
megnár að sveigja frá settu
marki.
Niðurskurð vilja þeir fá, hvað
sem við taki, og því er þe-im
ofur auðvelt að samþykkja, að
ekki sé búandi við mæðiveik-
ina. Hitt er svo annað mál, aö
blóðnætur eru bráðastar og fá-
ist ekki fjáreyðingunni fram-
gengt, munu flestir þeir, er
æðrast, svo að þeir telja sig
ráðna í að farga öllu fé sínu,
þegar pestina beri að garði, taka
mennilega á móti.
2. Gauti telur fjölmarga
bændur hafa komizt á vonar-
völ vegna fjárpestanna, ef ekki
hefði farið saman góðæri, fjár-
hagsstyrkur og svigrúm til
breyttra búnaðarhátta. Látum
svo vera, en það sannar ekki
réttmæti jafn hæpinnar og
ægilegra aðfara og það er, að
slátra meirihluta. alls fjár í
landinu, þótt breyta þurfi að
nokkru um búnaðarhætti, um
nokkuð árabil, og jafnvel þótt
það væri til fulls og alls. Sauð-
kindin er þurftarfrek og þarf
hvorttveggja við, eigi hún að
J sýna fullar afurðir, mikils og
góðs landrýmis og fóðurs, og
fari saman síaukin ræktun og
nytjar kraftfóðurs og aukinn
bústofn I sauðfé, hlýtur það að
leiða til afurðarýrðar fjárins,
en auðnar á landi í ýmsum hér-
öðum og á einstökum jörðum
þegar stundir líða.Meðan svo er
háttað, að sauðfjárafurðirnar
verða ekki seldar á útlendum
markáði án verðuppbóta, til
þess að atvinnuvegurinn sé líf-
vænlegur, þá er það nokkurrar
athugunarvert, hvort önnur
framleiðsla, t. d. smjörið, getur
ekki komið í stað þeirra að ein-
hverju leyti, jafnvel þótt það
þyrfti einhverrar meðgjafar.
3. Þá talar G. P. um ráðþrot
vísindanna við fund á eðli og
orsökum pestanna þrátt fyrir
margra ára rannsóknir. Hann
hefði gjarnan mátt vera fjöl-
orðari um þessa hluti, ef eitt-
hvað var að segja, því að ég held
að menn þekki harla lítið til
þessara framkvæmda, en ef
hann á við athuganir N. D. og
hans nóta, þá fallast mér bæði
orð og hendur yfir málsmeð-
ferð höfundar.
í þessu sambandi ræðir hann
og um líkindin fyrir því, að
varnarlyf finnist og þykir þau
harla lítil. „Lungu viðkvæm
líffæri og ólíkleg til að þola
sterk lyf“. Svo er nú það, en
hvað skyldu vera mörg ár síðan
það fannst, sem nú er talið mjög
áhrifamikið gegn lungnabólgu
manna? Hvað heldur G. P., að
bændum hafi þótt þess miklar
vonir um og fyrir síðustu alda-
mót, að jafn voðalegur vágestur
og bráðapestin var, yrði kveðin
niður að miklu innan 1—2 ára-
tuga?
4. Gauti telur þá ættstofna
sauðfjárins „sem líklegastir eru
til að sýna minnst vanhöld af
pestanna völdum", vafalitið þá
kostarýrustu. Hér er rangt með-
farið, hvað sem veldur. Reynsl-
an hér í Aðaldal er þveröfug
við þetta. Þeir bændur, sem
minnst tjón hafa beðið, af þeim,
sem veikin hefir annars verið
hjá til lengdar, eiga einmitt
bæði hraust og afurðagott. fé
og hjá hinum er meira missa, er
það líka víst, að að það eru ekki
kostarýrustu kindurnar sem lifa
eftir, heldur hraustari og táp-
meiri, og þá að öllum jafnaði
afurðabetri. Er sú ein hin mesta
yfirsjón forráðamanna vorra,
að ekki skuli nein ákveðin gang-
skör hafa verið gerð að ræk'tun
og vali þess fjár, þar sem veikin
er búin að vera svo lengi, að
staðreyndir voru fengnar um
þetta atriði. Það má ekki ætla
hugföllnum og trúlitlum al-
menningi slík verk, enda fjár-
hagsleg ofraun þótt þeir væru
til, sem færir væru; hér er því
ein þýðingarmesta starfsemin
óunnin, samboðin förustumönn-
um bænda með skynsamlegum
leiðbeiningum fræðimanna og
ákveðnu fjármagni að bak-
hjarli, en G. P. ætlar sér ann-
að verkefni, því til að full-
komna mál sitt, heldur hann því
fram, „að í ýmsum sveitum og
jafnvel heilum héruðum,» muni
engir holdgóðir ættstofnar
fyrirfinnast“. Heldur hann að
féð þar sé ofgott, og ekki nógu
kostarýrt til að vera viðnáms-
hæft? Sú reynsla, sem fengín
er í þessum efnum er, að á
hverju byggðu bóli sé svo mis-
jafnt fé að það megi miklu
fremur vænta þess að allsstaðar
sé til vísir að nýju fé, mun
þolnara en heildin er nú, en að
heil héruð skorti það.
5. Þá er skýrsla Halldórs Páls-
sonar um Reykdæli syðra, sem
G. P. les og túlkar á sinn hátt.
Þeir eru búnir að berjast í 8 ár
við veikina og eiga að dómi G.
P. að hafa skilyrði í betra lagi
til að ná árangri af úrvali fjár-
ins.*) Sennilega vill þó G. P.
viðurkenna, að þeir, sem nú eru
að fá veikina í fé sitt, hafi þó
öllu betri skilyrði, vegna
reynslu, árekstra og mistaka
Borgfirðinga og Húnvetninga.
Því ólíkt er það, að fá fyrstu
skellina óviðbúinn og þekking-
arlaus, en að mæta því ólagi.sem
áður hefir brotnað á öðrum.
Þannig hlýtur reynsla Aðaldæla
að verða Mývetningum að gagni,
ef þeir fást til að brjóta odd
af oflæti sínu og leita kynbóta-
fjár í stað þess að láta það,
meðan fyrsta hríðin gengur yf-
ir, og það er að sannast hvar
bezta fé þeirra er. Fyrstu 2—3
árin fara til þess, og raunar
miklu fleiri, þar sem svo hagar
til, að menn eru annaðhvort
(Framh. á 3. síðti)
*) H. P. tekur einmitt fram,
að á þeim bæjum, sem lítið eða
ekkert hafi verið breytt um
hrúta, gangi mun lakar.
Bækur Menníngar-
sjóðs og Þjóðvína-
félagsíns
Því miður hefir orðið meiri
dráttur en skyldi á útgáfunni
árið, sem leið. Veldur því að
nokkru leyti prentaraverkfallið
í ársbyrjun, sem orsakaði var-
anlegar tafir á skylduverkum i
öllum hinum stærri prent-
smiðjum. Þá komu til greina
erfiðleikar með pappírsað-
drætti. Andvari og almanakið
kamu i haust, en Anna Karen-
ina og Bólu-Hjálmar eru ný-
komin. Dæmi um - töfina, er
leiða af núverandi ástandi, er
það, að útgáfan á ljóðum
Hjálmars tafðist um langan
tíma, af því að ekki náðist 1
rímnahandrit, sem Landsbóka-
safnið á langt upp í sveit, fyr
en eftir margar vikur. Mesta
vöntunin er þó sú, að síðara
bindið af Sögu síðustu ára eftir
Skúla Þórðarson, er ekki enn
tilbúið frá hendi höfundar. En
það verður prentað jafnskjótt
og það er tilbúið, og sent til
allra félagsmanna, seih fengið
hafa bækur útgáfunnar 1942.
Leitað hefir verið eftir við
nokkra bókmenntavini að sjá
um úrvals ljóðaútgáfur á næstu
árum. Sigurður Guðmundsson
skólameistari hefir verið beðinn
að sjá um útgáfu af ljóðum
Bjarna Thorarensen, Guðm.
Finnbogason um Ijóð vinar
hans Steingríms Thorsteinsson-
sonar, og Steingrímur Þor-
steinsson um úrval úr ljóðum
og skáldritum Jóns Thoroddsen.
hafa þeir allir tekið vel þessari
málaleitun, og skólameistari
játað að taka verkið að sér.
Sigurður Guðmundsson vinnur
nú að allstóru ritverki um
Bjarna amtmann. Færi vel á
þvi að úrval af ljóðum þessa
fyrsta öndvegisskálds 19. aldar-
innar kæmi á flestöll heimili i
landinu með skýringum og ævi-
sögu ertir mann, sem hefir al-
veg sérstaklega kynnt sér ljóða-
gerð hans.
Þjóðvinafélagið og mennta-
málaráð hafa auk þess gefið út
á árinu, sem leið, 2 mjög þýð-
ingarmiklar bækur, Sögu seyt-
jándu aldar eftir dr. Pál Eggert
og annað bindi af bréfum Step-
hans G. Stephanssonar. fslend-
ingasagan er nú að kalla má
uppseld til fastra áskrifenda.
Bréf Stephans G. Stephansson-
ar eru sel;l hjá bóksölum. Ailir
sem eiga fyrsta bindið verða að
gæta sín í tíma, að ná I siðara
bindið, því að það mun fljótt
gangá til þurrðar, enda eru bréf
þessi einna merkilegust af öll-
um íslenzkum bréfum, sem
prentuð hafa verið fram að
þessu. J. J.
Rjarni Ásgeirsson:
Hví skal ei bera höíuð hátt?
(SÍÐARI GREIN)
f þessari grein eru leidd rök að því, að framfarir og nýsköpun
í landbúnaði síðustu áratugina þoli samanburð við þær fram-
farir, sem orðið hafa í öðrum atvinnugreinum.
En bændur þurfa ekki aðeins að áfla sér allra þeirra véla, sem
nauðsyniegar eru nútíma búskap, þeir verða einnig að umskapa
landið, þurrka það, slétta og rækta, til þess að geta notað vélar
við búskapinn. Þegar sjómaður hefir eignazt skip með fullkomn-
um veiðitækjum, getur hann þegar beitt því á auðugustu fiski-
mið heimsins.
Bændur eru ekki eftirbátar annarra stétta í framförum. Því
mega þeir bera höfuð hátt, þótt móti blási.
Þvl hefir nú um skeið mjög
verið haldið fram af ýmsum,
bæði í ,ræðu og riti, að íslenzkur
landbúhaður væri að verða eins
konar \ nátttröll, sem dagað
hefði uppi i aftureldingu þeirra
miklu framfara, sem hér hafa
orðið síðustu áratugina — að
hann einn stæði í stað í forn-
aldarsniði. — Og þessi áróður
hefir verið svo sterkur og þrá-
látur, að það virðast margir
vera farnir að trúa þessu. En
auðvitað er þetta hin argasta
fjarstæða.
Það dettur vitanlega engum
í hug að neita þvl, að hér á
landi hafa orðið hinar ævin-
týralegustu framfarir í ýmsum
greinum utan landbúnaðarins.
Hér hafa myndazt stéttir og
starfsgreinar, sem ekki voru til
fyrir fáum áratugum og stækk-
að og eflzt með undra hraða.
Hér hefir á þessu tímabili skap-
ast að nýju og vaxið upp sjó-
mannastétt, sem að kunnáttu
og atorku er talin jafnoki sjó-
mannastéttar annarra siglinga-
þjóða heims, þó að íslenzka
þjóðin hafi ekki verið þess um-
komin að fá henni í hendur jafn
fullkominn og öflugan skipa-
kost og hinar stærri þjóðir hafa
ráð á. Hér hefir risið upp á sama
tíma margvísleglegur iðnaður,
sem einnig er í skjótum vexti,
og á sumum sviðum hefir. aflað
sér og tileinkað tækni, svipað
þvl sem þekkist meðal eldri
og reyndari iðnaðarþjóða, tækni
sem þjóðina varla dreymdi um
fyrir fáum áratugum.
Hér hefir einnig á sama tíma
skapazt alinnlend verzlunar-
stétt, sem algerlega hefir leyst
íslenzk viðskipti úr aldagöml-
um læðingi erlendra kaup-
mangara með miklum myndar-
skap. Þannig mætti lengi telja.
En það vill brenna við hér
sem oftar, að menn gleðjast
meir yfir eina sauðnum, sem
vantaði og heimtist, en þeim
99, sem voru vísir, eins og sagt
er frá í biblíunni. Menn veita
því meira athygli, sem þeim afl-
ast að nýju, en því eldra, sem
fyrir var. í augum þjóðarinnar
er svo mikill bjarmi yfir allri
þessari nýsköpun í þjóðfélag-
inu, að það er eins og að falli
óverðskuldaður skuggi á hið
eldra, sem þjóðin hefir alltaf
átt — og í þessu tilfelli er það
landbúnaðurinn. Og vegna ;:isa-
framfaranna, sem orðið hafa á
öðrum sviðum, er það engu lík-
ara en að mörgum yfirsjáist að
framfarir hafa einnig orðið í
landbúnaðinum. En ég tel það
alveg vafamál, þegar alls er
gætt, að þær framfarir, sem
orðið hafa í íslenzkum landbún-
aði þetta sama tímabil, standi
í raun og veru að baki þeim
framförum, sem orðið hafa í
öðrum starfsgreinum þjóðfé-
lagsins. Það væri ákaflega
skemmtilega fræðandi, ef hægt
væri að bregða upp mynd af
landbúnaðarástandinu eins og
það var fyrir mannsaldri eða
svo, og bera það saman við það,
sem nú er til að sýna muninn.
Þá mundu menn sjá víða óvar-
inn þúfnakragann í kringum
bæinn, þar sem nú liggja afgirt-
ar rennisléttar flatir. Þeir
myndu sjá drenghnokka vera
að skafa þúfnakollana, sem hin-
ir fullorðnu skildu eftir handa
þeim, þar sem unglingar á þeirra
reki nú stjórna sláttuvélum,
rakstursvélum og heyýtum með
hestum fyrir. Þeir myndu sjá
heykuml og galta þakta torfi,
þar sem nú eru járnvarðar
steinhlöður. Þeir mundu sjá
mannshöndina glíma við pál-
inn og rekuna, þar sem hestum
eða vélknúnum tækjum er nú
beitt fyrir plóg og herfi. Þeir
mundu sjá leka hálffallna mold-
arkofa, þar sem nú eru vönduð
íveruhús úr járni og steini. Og
þannig mætti lengi telja. Þá má
einnig benda á þá byltingu, sem
á undanförnum árum hefir far-
ið fram í garðyrkjunni, með því
að taka jarðhitann í þjónustu
hennar o. fl. o. fl. Sannleikur-
inn er sá, þó að telja megi af-
rek það, sem ynnt hefir verið
af hendi á mörgum sviðum
þjóðfélagsins á undanförnum
árum, þar sem nýjar atvinnu-
greinar hafa verið byggðar upp
frá grunni, þá er ekki ýkja mik-
ill munur á því, sem bændanna
beið, því að þeir urðu einnig
að reisa landbúnaðinn, þó að
hann væri þúsund ára gamall
— frá grunni, til þess að koma
honum í sama horf og hann er
rekinn hjá þeim þjóðum, sem
þar eru lengst komnar. Og þó
var þeirra aðstaða á ýmsan
hátt stóruni örðugri en hinna.
Sjómennirnir þurftu vitanlega
að eignast skip, sem hér voru
engin til, búa þau öllum nýj-
ustu tækjum og læra að fara
með hvort tveggja. Þeir gerðu
þetta hvort tveggja fljótt og
myndarlega. Iðnaðarmennirnir
þurftu líka að koma sér upp
dýrum, vandasömum, áður ó-
þekktum tækjum, og afla sér
kunnáttu til að vinna með þeim.
og reka þau. Þessa þekkingu
varð yfirleitt að sækja til ann-
arra þjóða — og hafa þessir erf-
iðleikar verið yfirstignir með
miklum dugnaði og árvekni. —
En bændurnir þurftu líka og
þurfa að afla sér frá byrjun
allra þeirra véla, sem notaðar
verða og nauðsynlegar eru í
nútímabúskap, ef hann á að
geta fylgzt með í atvinnulífinu
— og læra að fara með þær. En
hann þarf bara að gera meir
en þetta. Hann þarf að byrja
á að umskapa landið, sem þess-
ar vélar eru notaðar á áðiir,
ef þær eiga að hafa nokkurt
gildi fyrir hann. Þegar sjómað-
ur hefir eignazt skip með full-
komnum veiðitækjum og lært
að nota hvort tveggja, getur
hann viðstöðulaust beitt þvi
með fullum árangri á fiskimið-
in umhverfis landið — einhver
auðugustu fiskimið heimsins.
Þegar iðnaðarmaðurinn og verk-
smiðjustjórinn hafa eignazt
tæki sín og vélar og lært að
stjórna þeim, nægir hráefnið,
sem þeir nota, til að gefa arð-
inn i aðra hönd. En bóndanum
nægir ekki að eignast tækin og
leiknina í að nota þau. Hann
verður að skapa sjálft landið
að nýju, þurrka og slétta áður
og jafnhliða þvl, sem hann til-
einkar sér tæknina til að njóta
arðsins af því. Þetta er sá mikli
aðstöðumunur, sem bóndinn
hefir að berjast við fram- yfir
aðra, og sem mörgum yfirsézt
með öllu, þegar þeir bera fram-
farir og framkvæmdir í sveit-