Tíminn - 06.04.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.04.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRASKRIP3TOF0B: EDDUHÚSI. Llndargðtu » A. Simar 2353 Oa 4373. AFGREIÐSLA, INMHKIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9 A. Slmi 2323. ; RITETJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. i ÚTGEFFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. PRENT8MIÐJAN EDDA h-í. Símar 3948 og 3720. 27. árg. Rcykjavík. þriðjudagmn 6. apríl 1943 40. blað Skúli Guðmundsson: Aíurðaverð og kaupgjald Verðið á landbúnaðarvörunum hefir ekki hækkað hlutfallslega meira en kaup vcrka- manna síðan 1939. Því hefir oft verið haldið fram að undanförnu, að verð á landbúnaðarvörum á innlendum markaði hafi hækkað hlutfalls- lega meira en verkamannakaupið síðan fyrir stríð. Við saman- burð á þessu tvennu kemur í ljós, að slíkt hefir ekki við rök að styðjast. Hvað tefur víðreisnina? Kveldúlisklíkan og Moskvu- klíkan valda upplausnínní Báðar klíkurnar ciga það sameigínlega áhugamál, að hindra myndun sterkrar stjórnar, er berst jöfnum höndum gegn upp- lausninni og stríðsgróðavaldinu í allan vetur hefir þjóðin beðið eftir því, að Alþingi myndaði starfhæfa ríkis- stjórn, er tæki öruggum og myndarlegum tökum á þeim viðfangsefnum, er lausn- ar kréfjast. Þótt margir hafi treyst því í bili, að bráðabirgðastjórn ríkisstjóra gæti komið fram nokkrum úrbótum, mun öllum ljóst, að ekki verður hægt að fram- kvæma ákveðna viðreisnarstefnu, nema um hana skapist traustur þingmeirihluti. Þessvegna hefir þjóðin beðið og bíður eftir slíku samstarfi. Ástæðan til þess, að þetta hefir ekki tekizt er aðallega þessi: Tveir flokkar þingsins hafa komizt undir umráð klíkna, sem gera þá í bili óhæfa til samstarfs um pmbótamála þjóðarinnar. Þáttnr Kveldiilfs klíkmmar. Við athugun á tímakaupi karlmanna í 40 verkamannafé- lögum innan Alþýðusambands íslands, sem samkvæmt skýrslu er birt var í Alþbl. 20. nóv. s.l., höfðu um 8700 félagsmenn, sést að grunnkaup þeirra fyrir hverja klukkustund í dagvinnu hefir hækkað síðan 1939 um 65% að meðaltali. Auk þess eiga verkamennirnir nú að fá orlofsfé, samkvæmt nýjum lög- um frá Alþingi, sem þeir munu ekki hafa notið áður, og þá styttingu dagvinnutímans, sem yfirleitt mun hafa orðið á síð- asta ári, hafa þeir einnig tal- ið til kjarabóta. Við þennan útreikning á grunnkaupshækkuninni er byggt á yfirliti um kaupgjald verkamanna á ýmsum stöðum á lándinu, sem birt var í sam- bandstíðindum Alþýðusam- bandsins í apríl 1939,.og enn- fremur á skýrslu um kaupgjald í s. 1. mánuði í nýútkomnu riti Alþýðusambandsins og öðrum Hinar nýju tillögur rikis- stjórnarinnar voru lagðar fram á Alþingi í gær. Eru þær 1 að- alatriðum þessar: Sérstök nefnd, skipuð þremur mönnum (1 frá Alþýðusam- bandinu, 1 frá Búnaðarfélaginu og i frá hæstarétti), skal finna fyrir 15. ágúst næstkomandl vísitölu fyrir framleiðslukostn- að landbúnaðarins. Önnur nefnd skal finna eðlilegt hlut- fall milli verðs landbúnaðarvara og kaupgjalds stéttarfélaga. Þessa nefnd skipa 2 menn frá Búnaðarfélaginu, 1 frá Alþýðu- sambandinu, 1 frá Bandalagi opinberra starfsmanna, hag- stofustjóri og formaður bú- reikningaskrifstofunnar. Þar til vísitala framleiðslu- kostnaðar landbúnaðarins er fundin, skal þessi tilhögun gilda Verðlag landbúnaðarvara skal fundið þannig, að við verð- lag þeirra í jan.—marz 1939 skal bæta 40% grunnverðsupp- bót, ásamt vísitölu 220. Þá skulu landbúnaðarvörur lækka um 1% fyrir hvert stig niður í 200 stig, en 1% fyrir hver tvö stig undir 200. Á sama tíma skal ekki greidd hærri verðlagsuppbót en sam- svarar vísitölu 220. Sú verðlækkun, sem þetta orsakar á mjólkurvörum, skal endurgreidd framleiðendum úr ríkissjóði til 31. maí, en eftir það verða þeir að bera hana bótalaust. Ennfremur skal rík- ið greiða bændum % hluta verðtapsins á kjötbirgðunum frá 1943. — upplýsingum þaðan um kaup- gjald hjá áðurnefndum 40 verkamannafélögum. Ef hlutfallslega jafnmikil hækkun hefði orðið á afurða- verðinu og kaupgjaldinu, orlofs- féð meðtalið, — ætti mjólkin nú að kosta kr. 1.78 pr. lítra í lausu máli, en dilkakjötið kr. 7.62 pr. kg., en verðið á mjólkinni er nú kr. 1.75 lítri og á kjötinu kr. 7.50 pr. gr. (áður en rikis- stjórnin ákvað að borga hluta af verðinu úr ríkissjóði). Margendurteknar fullyrðing- ar í dagblöðum höfuðstaðarins um að verðið á landbúnaðar- vörunum hafi verið ákveðið ó- sanngjarnlega hátt, saman- borið við kaupgjaldið, hafa ekki við rök að styðjast. Hitt er annað mál, að hvort tveggja er of hátt, og væri það hollt við- fangsefni fyrir blöðin og stjórnmálamennina að reyna að fá báða aðila til þss að fall- ast á að lækka afurðaverðið og kaupgjaldið. Tíminn mun ekki ræða þessar. tillögur ítarlega á þessu stigi, en rétt þykir að benda á, að sú bráðabirgðalausn, sem hér er gert ráð fyrir, er ýmist fengin með beinni verðlækkun land- búnaðarvara eða framlögum úr ríkissjóði. Áliti fjárhagsnefndar var ekki fullbúið i gær, m. a. vegna þess, að það var til athugunar hjá ríkisstjórninni. Verður væntanlega hægt að skýra frá því i næsta blaði. Dómur hæstaréítar í máli Jóns Ivarssonar Unrlrréttardómurinii var ómerktur Hæstiréttur felldi í gærmorg- un dóm í máli valdstjórnarinn- ar gegn Jóni ívarssyni kaupfé- lagsstjóra. Dómur hæstaréttar var á þá leið, að undirréttar- dómurinn var ómerktur og mál- inu vísað heim í hérað. Ríkis- sjóður skal greiða allan máls- kostnað. Forsendur dómslns eru þess- ar: „í auglýsingu ríkisstjóra nr. 100/1942 er samkvæmt heimild í lögum nr. 99/1942 lagt bann við þvi, að nokkur vara sé seld hærra verði en lægst var á henni á hverjum stað 18. des. 1942. Þá segir og í lögunum: (Framh. á 4. tiOu) Þegar Sósíalistaflokkurinn hafði endanlega neitað þátt- töku í allra flokka stjórn á síð- astliðnu hausti, sneri Sjálf- stæðisflokkurinn sér til Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins og óskaði eftir stjórnarsamvinnu við þá. Báðir flokkarnir svöruðu neitandi. Mörgum myndi finnast þessi synjun hæpin, ef Sjálfstæðis- flokkurinn væri eingöngu dæmdur eftir því, hvernig kjósendalið hans liti út. í því eru margir bændur, fiskimenn, iðnaðarmenn og smáútvegs- menn, er ekki myndu óska neins frekar en að styðja þjóð- lega, frjálslynda umbótastefnu, er m. a. beindist að þvi að koma stríðsgróðanum í alþjóðareign í stað þess að láta hann vera leik- fang örfárra manna. Þessir menn geta átt fulla samleið með Framsóknarmönnum og Alþýðuflokksmönnum um lausn þeirra vandamála, sem helzt þarfnast úrlausnar. Ef þessir menn réðu Sjálf- stæðisflokknum mætti líka telja víst, að hann yrði þátttakandi i þjóðlegu viðreisnarstarfi. En þessir menn mega sín ekki neins í flokknum. Flokksstjórn- in hefir komizt í hendur lítillar klíku ævintýramanna, þar sem Kveldúlfsfjölskyldan er uppi- staðan. Hún er mesta stríðs- gróðafjölskylda landsins og undir merki hennar hafa því flestir stríðsgróðamennirnir safnazt. Einn meðlimur hennar er formaður Sjálfstæðisflokks- ins og hefir sem slíkur átt meg- inþátt í því að móta hina á- byrgðarlausu framkomu flokks- ins á undanförnum árum. Þessi klíka hefir ekkert ann- að leiðarmerki en eigin hag og hefir þvi jafnan miðað alla pólitík flokksins við dægurhags- muni sína í það og það skiptið. Þess vegna hefir Sjálfstæðis- flokkurinn ekki haft neina á- kveðna stefnu um langt skeið, heldur rekið hina margbreyti- legustu hrossakaupaverzlun um landsmálin. Eina stundina hef- ir hann verið andvígur öllum sköttum, en hina stundina til- leiðanlegur til að fylgja allrót- tækum skattalögum. Stundum hefir hann viljað leysa dýrtíð- armálin með lögþvingun, en skömmu síðar ákallað „frjálsu leiðina“. Þessi hringlandahátt- ur flokksins hefir jafnan mark- azt af þvi, hvernig stríðsgróða- valdinu skapaðist bezt pólitísk taflstaða í hvert sinn. Til þess að leyna kjarna flokksins hefir verið gripið til hins viðtækasta lýðskrums, sem ís- lenzk stjórnmálasaga þekkir. Það hefir verið reynt að lofa öllum öllu, án nokkurs tillits til efndanna. Bændadeild flokks- ins hefir verið látin heimta hátt- afurðaverð, verkamannadeildin hefir verið látin heimta lágt af- urðaverð. Allt málefnalegt sam- hengi í verkum og áróðri flokks- ins hefir verið lagt á hilluna, vegna þjónustunnar við stór- gróðavaldið. Þessi pólitík gat gagnað Sjálf- stæðisflokknum um hríð eða á meðan hinir flokkarnir voru að öðlast fulla reynslu um þessa starfsháttu hans. En hún er nú þegar fengin. Framsóknarflokkurinn hefir sérstaklega öðlazt dýrkeypta reynslu í dýrtíðarmálinu af þessum vinnubrögðum forráða- manna Sjálfstæðisflokksins. Þeir sviku dýrtíðarlögin vorið 1941, sem þeir höfðu sjálfir átt bátt í að samþykkja. Þeir sviku festingartilraunina haustið 1941 eftir að báðir ráðherrar flokks- ins höfðu lýst sig henni fylgj- andi. Þeir sviku gerðardómslög- in síðastliðinn vetur með því að taka upp viðkvæmasta deilu- mál þjóðarinnar, kjördæma- málið, eftir að formaður flokks- ins hafði unnið drengskapar- heit að þvi, að láta það ekki komast fram á því þingi. Öll þessi svik voru framin, þótt for- kólfarnir sæu, að þau stefndu dýrtíðarmálinu í fyllzta háska. Svikin voru álitin heppileg pólitískri taflstöðu stríðsgróða- valdsins og þess vegna voru hagsmunir þjóðarinnar og drengileg framkoma látin víkja úr fyrirrúmi. Þessi reynsla, sem fengizt hefir af starfsháttum klíkunn- ar, er ræður Sjálfstæðisflokkn- um, er meira en næg til þess að enginn getur treyst samstarfi við flokkinn meðan hann nýtur slíkrar forustu. Jafnvel þótt svo færi, að forráðamenn Sjálf- stæðisflokksins teldu sér heppi- legast 1 bili að gera nokkrar til- slakanir á hlunnindum stríðs- gróðavaldsins, yrði því aldrei treyst, að slík loforð stæðu degi lengur. Hagsmunir Kveldúlfs- klíkunnar eru þeim allt og því lofa þeir og svíkja eins og henni hentar bezt. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn nýtur slíkrar forustu verður á- byrgt, raunhæft viðreisnarstarf ekki byggt á samvinnu við hann. Þáttnr Moskvn- klíknnnar. Hér hefir í megindráttum verið gerð grein fyrir því, hvers vegna Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn neituðu áðurgreindu tilboði Sjálfstæð- isflokksins um stjórnarmyndun á síðastliðnu hausti. Þótt þessir flokkar vissu, að mjög margir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins myndu af heilum hug styðja þjóðlegt, frjálslynt samstarf þessara flokka, er stefndi að þjóðnýtingu stríðsgróðans og bættum hag vinnandi stétta, þá treystu þeir ekki foráðamönn- um flokksins til heilbrigðs sam- starfs. Vegna forustunnar í Sjálfstæðisflokknum var slík stjórnarsamvinna ógerleg, þótt hún hefði ýms önnur skilyrði t.il að heppnast. Framsóknarflokknum og Al- þýðuflokknum barst um þess- ar mundir bréfleg ósk frá Só- síalistaflokknum um að hafnar yrðu viðræður þessara flokka um stjórnarmyndun. Þessu til- boði þótti sjálfsagt að taka, því að skylda flokkanna var að gera ítrustu tilraun til að mynda þingræðisstjórn. Það var vitað um mjög marga af liðsmönnum Sósíalistaflokks- ins, að þeir óskuðu eftir rót- tæku samstarfi hins vinnandi fólks. Það var líka vitað, að ýmsir af forráðamönnum flokksins vildu slíkt samstarf. Hins vegar var ekki fullkunn- ugt um þann hluta foringjaklík- unnar, sem áður hafði opin- berlega tilbeðið Moskvu og sótt þangað fyrirmæli um starfs- hætti sína. Hann hafði oft áður leikið þann leik að bjóða frjáls- lyndu flokkunum samstarf til að villa á sér heimildir. Ef til- boðunum var tekið, voru jafnan fundin einhver brögð til þess að standa ekki við þau. Viðræðurnar milli Framsókn- arflokksins, Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins, sem hófust í desembermánuði síðastl., urðu að skera úr því, hvort tilboð Sósíalistaflokksins væri alvar- lega meint og hinn frjálslyndi hluti flokksins réði stefnunni eða hvort tilboð þetta væri leik- araskapur einn og Moskvuklík- an hefði enn völdin í flokknum. Það virðist nú komið á dag- inn, að tilboð Sósíalistaflokks- ins hefir verið brella ein. Síðan tilboði hans um viðræðurnar var tekið, hefir hann alveg hætt að leggja vinstri stjórn liðsyrði. Þvert á móti hefir hann byrj- að að ófrægja slíka stjórn í blöðum sínum og talið störf hennar líkleg til að „orka tví- mælis og valdadeilum". Jafn- framt setja blöð hans fram það skilyrði fyrir stjórnarþátttöku, að hinir flokkarnir fallist al- veg á stefnu hans. Flokkur, sem gerir tilboð um samstarf á þeim grundvelli, að fallizt sé alveg á stefnu hans, getur aldrei hafa meint það al- varlega. Flokkur, sem lætur (Frctmh. á 4. siSu) Tvö aímæli Ingimar Eydal ritstjóri er sjötugur á morgun. Sigrún Blöndal forstöðukona húsmæðraskólans á Hallorms- stað átti sextugsafmæli í gær. í næsta blaði mun birtast grein um Ingimar eftir Jónas Jónsson og grein um Sigrúnu eftir Pál Hermannsson í tilefni af þessum merkisdögum í lífi þeirra. Á víðavangi KVEÐJA TIL DALAKÚTS. Maður nokkur hefir gert sér sérstakt far um það að látast vera vinur bænda og stundum meira af ofurkappi en smekk- vísi. Einu sinni lét hann t. d. stuðningsblað sitt líkja sér við Dalakút, sem væri fullur af gulli! Nafn þetta hefir síðan fest við hann. Er hann nú venjulega nefndur Dalakútur. Vinátta Dalakúts við bænd- ur er mjög samkynja háttalagi Þorbjörns rindils forðum. Hann er fenginn til þess af stórgróða- mönnum landsins að véla bænd- ur til fylgis við flokk, er jafnan hefir staðið gegn málum þeirra, er á hefir reynt. f afurðasölu- málunum barðist sá flokkur gegn málefnum bænda og efndi bæði til mjólkurverkfalls og kjötverkfalls í því skyni. í kjör- dæmamálinu hefir hann haft forustuna gegn málstað sveit-- anna. Dalakútur hefir stutt flokkinn dyggilega í þessari baráttu hans gegn höfuðmál- um sveitanna. Nýlega var Dalakútur látinn fara á búnaðarþing. Stríðs- gróðamenn sendu hann þang- að, því að þeir vildu fá höml- ur á jarðabraskinu, eins og 17. gr. jarðræktarlaganna, af- numdar. Þeir stefna nú að því að leggja undir sig allar beztu jarðir landsins. En bændurnir á búnaðarþingi sáu við rindil- mennsku Dalakúts. Þeir sögð- ust því aðeins vilja falla frá 17. greininni, að þeir fengju annað í staðinn, er tryggðl enn betur tilgang hennar. Stríðsgróðamennirnir eru bál- reiðir Dalakút fyrir það, hversu illa honum gekk rindilmennsk- an að þessu sinni. Apmingja Dalakútur er því í öngum sm- um þessa dagana. Ekkert fellur honum ver en að vera í ónáð stríðsgróðamannanna. Til þess að bæta fyrir hina misheppn- uðu rindilmennsku á Búnaðar- þinginu,. er hann farinn að skrifa níð um Timann, sem stríðsgróðamenn hata nú mest allra blaða, vegna þess að hann hefir krafizt róttækra aðgerða í skattamálum. En Dalakútur gerir aldrei stóra hluti með skrifum sínum eða ræðuhöld- um. Honum henta aðelns vinnu- brögð Þorbjörns stéttarbróður síns, að laumast milli bæja, tala mjúklega við húsráðendur og látast vera annar en hann er. RÖDD ÚR STRJÁLBÝLINU. Roskinn bóndi á Vestfjörðum kemst svo að orði í bréfi, er blaðinu hefir nýlega borizt: „Mikið særir mig framkoma þjóðarinnar bæði í stjórnmál- um og sóun fjármuna. Og hvað fá skilamennirnir að lokum að greiða margar miljónir fyrir sukkið og óreiðuna, sem er búið að hreiðra um sig í þjóðlífinu? Hver einstaklingur, sem vitandi vits, sér og skilur afleiðingarn- ar. Við, hérna í strjálbýlinu, get- um fátt aðhafst til að hafa á- hrif á gang málanna. Við höf- um tvíkosið okkar þingmenn á síðastliðnu sumri. En satt að segja hefi ég engar tillögur séð frá þeim eða tilþrif, sem við þurfum að miklast af.“ Fleiri munu nú hugsa á líka leið um þessar mundir, og marg- ir geta tekið undir með bréf- ritaranum. Dýrtíðarmálin á Alþingi: Nýjar tillögur stjórnarínnai Fjárhagsnefnd inun skila sameiginlegnm tillögum Meðferð dýrtíðarmálanna í þinginu er nú að komast á nýtt stig. Ríkisstjórnin hefir lagt fram nýjar tillögur, sem koma í stað 4. og 5. kafla í upphaflegu frv. hennar, en þeir fjölluðu um lækkun dýrtíðaruppbótarinnar og afurðaverðsins. Þá mun fjár- hagsnefnd neðri deildar, sem fékk frv. til athugunar, vera í þann veginn að skila sameiginlegum tillögum, þar sem gert er ráð fyrir verulegum breytingum á frv.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.