Tíminn - 06.04.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.04.1943, Blaðsíða 3
159 40. blað TtMITCN, l»ri8jmlagiim 6. apríl 1943 Minningarorð um Pál Lýðsson hreppstjóra í Hlíð í Gnúpverjahreppi. „Snjallast var hann sam- band snilldar og iðni.“ Flestum, sem þekktu Pál í Hlíð, mun finnast þessi orð skáldsins vera honum makleg grafskrift. Tónlístarstyrkj- um úthlutað Menntamálaráð fékk tónlist- ardeild Bandalags ísl. lista- manna kr. 10.000 til úthlutun- ar. Fól tónlistardeildin þeim Þórarni Guðmundssyni, Páli ís- ólfssyni og Emil Thoi^oddsen að skipta þessari upphæð milli tónlistarmanna. Hafa þeir ný- lega lokið störfum. Þessir hlutu styrk: Jón Leifs 2400.00 Þórarinn Jónsson 1000.00 Björgvin Guðmundsson 1000.00 Sigv. Kaldalóns 1000.00 Karl Ó. Runólfsson 1000.00 Hallgrímur Helgason 1000.00 Pétur Á. Jónsson 1000.00 Eggert Stefánsson 800.00 Sig. Skagfield 800.00 Er níðurskurður rétta leiðin? Viðmót hans og lífsgleði ylj- aði upp umhverfi han§, enda var návist Páls í Hlið öllum til skapbætis, svo hófsamur var hann til orðs og æðis, fræðandi og skemmtinn. Ættingjar Páls hafa búið í Hlið mann fram af manni í meira en heila öld. Þaðan hafa mörg heimili fengið bústoðir sínar og orðið fyrirmyndir sinna sveita um myndarskap og híbýlahætti. - Páll í Hlíð sameinaði fram- farir nútimans við búhyggni liðins tima. Hann ræktaði jörð sína, reisti þar vandað steinhús og lýsti það og yljaði með raf- magni. Nú búa tveir synir hans myndarlegu félagsbúi í Hlíð. Sambúð þeirra Hlíðarhjóna, Páls og Ragnhildar Einars- dóttur frá Hæli, var með þeim ágætum, er fágæt má telja. Mun það hafa átt sinn þátt í hjúasæld þeirra hjóna, sem var svo mikil, að fólk falaðist eftir vinnu þar sér til hressingar og eins konar sálubótar. Börn þeirra Hlíðarhjóna eru þessi: Einar, útbússtjóri að Selfossi. Aldís, húsfreyja í Sandvík, Lýður og Steinar, bændur í Hlíð. Bjarni, skrifstofumaður á Selfossi og Ragnheiður, ógift heima. Fósturdóttir þeirra hjóna er Hulda Runólfsdóttir, kennari í Hafnarfirði. Auk þess ólu þau upp fleiri börn að nokkru leyti. Um slíka menn sem Pál í Hlið má með sanni segja, að þeir unni fósturjörðunni í verki, Samtals kr. 10.000.00 Er úthlutun þessi i algerðu samræmi við styrkveitingar Menntamálaráðs í fyrra, að því undanskildu að Þórarni Jóns-' syni er nú veittur 1000 kr. styrk- ur og styrkur Hallgríms Helga- sonar lækkaður um 200 kr. Er af þessu sýnilegt, að tón- listarmenn hafa ekki haft mik- ið út á styrkveitingar Mennta- málaráðs að setja, þótt sumir þeirra berðu all rösklega fóta- stokkinn í fararbroddi hinna „óánægðu og vanmetnu” lista- manna! í greinargerð, sem úthlutun- arnefndin lætur fylgja til- kynningu sinni um styrkveiting- arnar er það harmað, að eigi hafi verið meira fé fyrir hendi til að styrkja ýmsa aðra tón- listarmenn, sem vel ættu það skilið. Segir svo í niðurlaginu: Að lokum viljum vér benda á, að aldrei hefir verið meiri ástæða til þess en einmitt nú, að hlynna að góðri tónlist, þar sem engin önnur listagrein stendur nú jafn höllum fæti gagnvart áhrifum, er spilla smekk almennings. Einn liður — en þó aðeins einn liður — í baráttunni gegn smekkspilling- unni er sá, að styrkja með fjár- framlögum þá, sem iðka góða tónlist og gera þeim unnt að helga því starfi sem mest af kröftum sínum. helgi henni iðju sína og orku heima í föðurtúnunum. Þeir leita sér ekki frama út á við, en framinn kemur sjálfkrafa til þeirra og.gistir hjá þeim. Brynjúlfur Melsteð. Útbreiðið Tlmann! (Framh. af 2. siðu) trúlausir eða vankunnandi, og hirðulausir: Niðurskurðarmenn í húð og hár. Það lagast að vísu um síðir, en mismunurinn á bæjunum í Reykholtsdal sýnir gerla mun- inn á þessu. Lakari bæirnir, þar sem lítt eða ekki hefir verið hirt um hrútaval samkvæmt reynslu af veikinni, dregur heildina til muna niður. Að næstu 8 árum liðnum sýnast líkur til að vanhöld í Reyk- holtsdal verði orðin mun minni og fjáreign þar komin lang- drægt til sömu hæðar og áður var, og þegar þess má finna dæmi í minni sveit, og nágrenni Gauta, að vanhöld komist niður í 10—12% á fjórða eða fimmta ári, þá ofbýður mér svo niður- skurður á slíku fé, að ég tel hann ganga glæpi næst, og það óafsakanlega vanrækslu, að hið opinbera snúi sér ekki að út- breiðslu og eflingu þess fjár, framar öllum öðrum aðgerðum. Halldór Pálsson fárast yfir því i grein sinni í Frey, að fáir hrútar í Miðfirði hafi náð háum aldri. Sér er nú hver þrautseigj- an. í sveitinni eru um 3 þús. ær. Hvað ætli Miðfirðingar gætu fengið marga sæmilega lamb- hrúta á ári, undan þó fáeinum gömlum. hraustum hrútum, ef þeir leiddu til þeirra fyrst og fremst þolnustu og beztu ær sínar? Mér sýnist auðráðið, að þeir yrðu drjúgum aflögufær- ir til ■ nærsveitanna, þar sem reynslan er ennþá sem komið er minni af þolsmun fjárins. Hvað ættu „betri“ 8 bæirnir í Reykholtsdal ekki að geta bætt á sama hátt í sínu umhverfi? Sama reynsla er að koma fram í Þingeyjarsýslu, hér í Aðaldal, og svona mun hvarvetna fara, þar sem vanstillingin og ofstop- inn bera skynsemina ekki ofur- liði. í sambandi við talnameðferð G. P., tekna upp úr skýrslum H. P. um fjárdauðann af völd- um veikinnar, þá verð ég nú að segja þáð, með allri virðingu fyrir Borgfirðingum, mínum eigin sveitungum og bændum í heild, að þær geta ekki verið hárnákvæmar, og líkurnar eru einmitt mun meiri fyrir því, að veikinni 'sé eignað það sem henni ber og ögn meira. Van haldaskýrslur munu því miður ekki til frá fyrri árum, svo að samanburður verði gerður, en hér virðist reynslan sú, að ann- arra vanhalda gæti mjög lítið eftir að mæðiveikin er komin til skjalanna, og orsök þess er sú, að veilasta og viðkvæmasta féð fer löngum fyrst. Hitt er annað, að eins og hjá um landsins saman við það sem gjörist annars staðar. Ég held því, ef allar ástæður eru at- hugaðar með skilningi og þekk- ingu, að svo verði dæmt, að bændur landsins hafi fyrir sitt leyti unnið engu minna afrek við að rækta og byggja uþp landið á undanförnum áratug- um — en aðrar stéttir þjóðfé- lagsins í sínum verkahring, þó að mörgum vaxi það meir í aug- um. Árangurinn er líka augljós í /|bví að framleiðslumagn land- "búnaðarins hefir haldið áfram að aukazt jafn og þétt, þrátt fyrir það að þeim fer sífækk- andi, sem við hann vinna. Þó að þar sé mikið óunnið og mörgu áfátt enn, má ekki gleyma því sem hefir verið til vegar snúið. Það er skylt að geta þess og þakka, að þjóðfélagið hefir að nokkru leyti skilið og viður- kennt þá sérstöðu, sem bóndinn hefir, miðað við aðrar stéttir þjóðfélagsins, að hann verður að verja tíma sínum og fé í að leggja grundvöll að lífsstarfi komandi kynslóða með því að skapa landið að nýju, um leið og hann berzt fyrir daglegum lífsnauðsynjum sínum og sinna, — þjóðfélagið hefir viðurkennt þessa sérstöðu með því að veita honum nokkurn stuðning við sköpun landsins — við ræktun- ina. En það lýsir litlum skilningi á þessu grundvallar starfi fyrir framtíð landbúnaðarins og framtið lands og þjóðar — að telja þennan stuðning eftir. Meginhluti starfsins, hiti og 1 þungi þess, hvílir eftir sem áð- ur á bændunum sjálfum. Og ég endurtek það, að þó að viðurkennd séu að fullu þau af- rek, sem aðrar stéttir þjóðfé- lagsins hafa leyst af hendi á síðustu árum, þá þurfi bænd- urnir í landinu ekki að bera kinnroða fyrir þann þátt, sem þeim hefir verið falinn. Heldur eigi þeir að bera höfuð hátt og horfa djarft á hvern sem er. Og jafnvel þó að svo yrði lit- ið á með réttu, að framfarir þær, sem orðið hafa með öðrum stéttum þjóðfélagsins á undan- förnum árum, séu meiri og glæsilegri en framfarirnar í sveitum landsins, — jafnvel þó að þetta væri talið óyggjandi rétt, þá er síður en svo ástæða fyrir bændastéttina að missa trúna á sjálfa sig og sína hæfi- leika og dug. Því hvaðan er þetta fólk komið, sem hefir leyst af hendi hin nýju afrek í þjóð- félaginu? Því hefir ekki skotið upp úr öldunum, heldur hefir bændastéttin sjálf lagt þjóðinni það til að langsamlega mestu leyti. Meginhluti þess fólks, er í kaupstöðunum býr, er bænda- synir og bændadætur — eða afkomendur íslenzkra bænda í annan og þriðja lið, blóð af þeirra blóði og hold af þeirra holdi. Bændastéttin getur því verið stolt af sjálfri sér að hafa fóstr- að þessa syni og dætur, og get- ur tekið undir þessi orð Egils Skallagrímssonar: Veit ek sjálfr at í syni mínum var at ills þegns efni vaxit. íslenzka þjóðin er stolt og glöð yfir löndum sínum !í Vesturheimi, vegna margvís- legra afreka þeirra í hinum nýju heimkynnum, og þess álits, er þeir njóta þar vegna hæfileika sinna og atorku. Þjóðin gleðst yfir þessu vegna þess að hér eru vinir bg frændur annars vegar, en þó sérstaklega vegna þess, að í þeim sér hún mynd af sjálfri sér, hæfileikum og at orku, sem með þjóðinni býr, og koma fram þegar.aðstaðan leyf- ir þeim að njóta sín. Alveg sömu ástæðu hefir ís- lenzka bændastéttin til þess að fá aukna trú á eigin mátt fyrir unnin afrek afkomenda hennar í öðrum stéttum, því að hún býr sjálf yfir sömu getu og sömu hæfileikum, þó að hún verði að beita þeim á öðrum sviðum, sem minna athygli vekja í svip. Það er því einnig hér fullkomin ástæða fyrir hana að bera höfuð hátt. Yfirstand andi tímar hafa valdið mp,rg- vlslegri röskun í þjóðlífi okkar íslendinga, og hefir það alveg sérstaklega komið niður á land- búnaðinum, og sett viðskipta- mái hans úr eðlilegum skorðum. Þannig hafa honum lokast markaðsleiðir fyrir meginhlut- ann af þeim framleiðsluvörum, sem ekki er unnt að selja í land- inu sjálfu. Það hefir því komiö til kasta þjóðfélagsins að verja hann áföllum af þessum sökum, til að firra þjóðina þeim háska, er af því hlyti að stafa, ef hann hryndi í rústir á þessum við- sjárverðu tímum. — Nú er þetta styrjaldarfyrirbrigði stækkað i augum, og notað af fjölda (Framh. á é. síðu) trúað fólk sá draúga um há- bjartan dag, sjá ýmsir fjáreig- endur nú mæðiveikina í hverri kind, sem eitthvað er að, og drepist hún, er djöfsa kennt. Samanburður G. P. á van- höldum Suður-Afríkufjár og ís- lenzka fjárins, og aðrar hug- leiðingar út frá því, kunna að hafa einhvern flugufót, en mörgu er nú logið á skemmri leið, og að því varð erindrekum okkar, sem fóru til Noregs og Þýzkalands fyrir 10 árum eða svo. Á slíkum tölum má ekki byggja líflát hundraða þúsunda :!jár, og yfirleitt ætti saga inn- flutta fjárins að kenna mönn- um að vanda nokkuð mikið meir til heimilda um eitt og annað í sambandi við fé og fjárpestir en gert hefir verið. Sá leiðang- ur liggur fyrir, þegar við verður komið að völdustu menn okkar verði sendir til rannsókna er- lendis svo fljótt sem verða má jafnhliða rannsóknum heima fyrir og úrvali fjárins. Niffurlag. Vissulega er mæðiveikin sú landplága, að jafna má til þyngstu áfalla. Þó sveltum við ekki hennar vegna né förumst af óhollustu fæðunnar, eins og forfeður okkar í móðuharðind- unum og löngum fyr, en sá er munurinn, til óhagræðis, að þótt þá félli fé, rétti það, sem lifði, við og gerði gagn, vitan- lega þrautamerkt og þjakað. Nú fellur féð frá nægu fóðri og aðhlynningu, og svo hlýtur að verða um sinn, en hitt er fjar- stæða að ætla, að það verði svo héðan af. Hitt er líkara, að él eitt verði, strangt að vísu en stætt, og að eftir fáa áratugi valdi mæðiveikin ekki meiri usla en bráðapestin og fjár- kláðinn nú. Niðurskurður og til- raun útrýmingar á sýki, sem komin er í mikinn meirihluta fjárins og er jafn óþekkt um alla eðlisháttu, er svo tví- sýn, að það er líkast og að fara úr eldinum í bálið. Áður er drepið á hættu þess, að veikin yrði keypt í aðfengna fénu eða að hún kæmi í opna skjöldu meðan á viðureigninni stendur, og hver getur svo ábyrgzt, að ríkið geti lagt fram það fé er til þarf, eins og nú er högum háttað, því áætlun B. H. þarf sennilega æðimikillar endur skoðunar og margföldunar við, eftir því, sem allt er nú á flug stigi með alla hluti, þótt sleppt sé endurskurði og öllum mis tökum og ófyrirsjáanlegum gjöldum. Gauti telur það karlmanns raun að leiða allt sitt fé í einu á höggstokkinn, en játar þó jafnframt, að hitt sé þyngra, að horfa á mikið af því veslast upp. Hér er rétt mælt, og þessi játning er athyglisverð. Mun það ekki vera að miklu ráðn ingin á því, hve margir hallast að niðurskurði? Menn velja hópum saman hið léttara þrátt fyrir viðurkenningu þess, að þeir séu'margir hverjir „skjálf- andi hræddir um árangurinn". Það er af skorti á karlmennsku og þrautseigju, sem B. H. og G. P. og margir gegnir og greind ir menn verða að hættulegum prédikurum, sem mikla svo ógn- ir og afleiðingar pestanna fyrir sér og öðrum, að hópar rólyndra og athugulla bænda missa svo eðlishátta sinna og apa eftir æsingamönnum þeim, er telja, að öllu þurfi að bylta og botn velta til þess að hér sé lífvæn legt. Þeir snúast að vísu að fé, hinir síðartöldu að mönnum. Eftir blóðbaðið á svo nýr him inn og jörð að ljóma. Á dögum gömlu niðurskurð armannanna burgu framsýn- ustu og þrekmestu mennta- menn, ásamt þolnustu bændun um, þjóðinni frá fullkomnum ófarnaði af þeim ægilega ófögn- uði, er þá steðjaði að, vegna sömu veiklunar og vanstilling ar og nú. Enn hefir einskis manns rödd heyrzt opinberlega svo ég viti til, er talizt geti leið togi. Ætla þeir að láta okkur bændur eigast og mælast eina við og atkvæðagreiðslu múg- æsingamanna ráða lausn máls sem framar öllu krefst rólegr- ar og hleypidómalausrar vis- indalegrar rannsóknar? Fjalli í Aðaldal, 12/3. 1943 Ketill Indriðason. Alúðarfyllstu pakkir færi ég Laugvetningum og öllum öðrum fyrir höfðingsskap og margháttaðan vináttuvott á afmœli mínu 31. marz. Þórður Kristleifsson. Samband ísl. samvinnufélaga. Hafið eftirfarandi i huga! Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað tQ félags- rnanna i hlutfalli við viðskipti þeirra. H ö ■*! lör! Næstu daga verður seldur úrvals dilkamör 5 kg. poki kostar kr. 30.00 10 kg. poki kostar kr. 58.00 Ekkl sent ’heim, nema um sé að ræða meira en 10 kg. i sama hús. ERYSTIHÚSIÐ HERÐUBREIÐ Fríkirkjuvegi 7. Sími 2678. Tilkynning Viðékiptaráðið hefir ákveðið hámarksverð og hámarksálagn- ingu á greiðasölu eins og hér segir: I. Fullt fæði karla ............ kr. 320.00 á mánuði Fullt fæði kvenna ....... — 300.00 á mánuði Þegar ekki er um að ræða fullt fæði (morgunkaffi, mið- degisverður o. s. frv., eitt eða fleira undanskilið) skal verð- ið vera lægra í hlutfalli við minni tilkostnað. II. Einstakar máltíðir, einréttaðar: Kjötréttur kr. 3.75 Fiskréttur kr. 2.50 Einstakar máltíðir, tvíréttaðar: Kjötmáltíð kr. 4.75 Fiskmáltíð kr. 3.50 Veitingahús, sem láta í té sérstaka þjónustu eða seljá fjölbreyttari máltíðir, skulu nú þegar leita samþykkis verð- lagsstjóra á verði einstakra máltíða. Hafi fæði eða einstakar máltíðir verið seldar við lægra verði en að ofan greinir, er bannað að hækka það nema með leyfi viðskiptaráðsins. III. Brauð og allskonar kökur: Smurt brauð, þ. á m. glóðað.. kr. 0.50 stykkið Smurt brauð, með osti eða ávaxtamauki — 1.00 stykkið Smurt brauð, með ýmiskonar álagi .... — 2.00 stykkið Annað brauð og kökur má selja með 50% álagi, ef það er keypt tilbúið, en brauð eða kökur, sem hlutaðeigandi bakar sjálfur, skal selja með sama verði og hliðstætt aðkeypt brauð hefði verið selt. IV. Drykkjarföng: Molakaffi, 2 bollar ................. kr. 0.75 Te, 2 bollar ..........................— 0.75 Súkkulaði, 2 bollar ...................— 1.50 Kakó, 2 bollar ....................... — 1.00 Pilsner, bjór og maltöl ...............— 1.25 flaskan Ávaxtadrykkir ........................ — 1.00 flaskan Sítrón, sódavatn og coca-cola .........— 0.90 flaskan Mjólk má hæst selja við kostnaðarverði að viðbættum 60%. Verðlagsstjóri getur heimilað veitingahúsum, sem veita sér- staka þjónustu af einhverju tagi, að reikna sætagjald kr. 0,25— 1.25, þegar ekki er um að ræða framreiðslu á heilum máltíðum. Þeim, sem hafa á hendi greiðasölu, er bannað að rýra magn eða gæði þess, sem framreitt er, frá því, sem verið hefir. Ákvæði tilkynningar þessarar ganga í gildi frá og með fimmtu- deginum 8. apríl. Reykjavík, 2. apríl 1943. 'Verðlagsstjóriim. F ramsóknarmenn í Reykjavík Afgreiðsla Tíinans biðnr ykkur vinsamleg- ast nm aðstoð við að útvega börn eða nngllnga til að bera blaðið til kaupenda i bænnm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.