Tíminn - 20.04.1943, Qupperneq 2

Tíminn - 20.04.1943, Qupperneq 2
182 TtmXTV. þriðjwdaginn 20. aprfl 1943 46. blað Kristjón Kristfónssons Bvpií iðnskólahúss í Revkjavik verður að hefjast liii hráðasta í grein þessari er sýnt fram á, að nauðsynlegt sé að hefjast þegar handa um byggingu iðnskólahúss í Reykja- vík, því að húsnæðisskortur skólans hindrar eðlilega fjölgun nemenda. Jafnframt er bent á leið til lausnar málinu. Höfundur greinarinnar, Kristjón Kristjónsson, hefir verið iðnaðarfulltrúi í nokkur ár og er þessum málum því vel kunnur. Fyrlr tæpum 5 árum var að opinberri tilhlutan gerð ráð- stöfun til að afstýra þeirri þró- un, sem þá hafði stefnt að um skeið, að iðnnemum í landinu færi fækkandi. Hefir sú ráð- stöfun að verulegu leyti náð til- gangi sínum og eru iðnnemar fleiri hú en nokkru sinni áður, eða nærri 800 alls. Þar af nokkru meira en helmingur í Reykjavík. Nám iðnnema er sem kunnugt er tvíþætt: Verklegt nám, er fer fram í verkstæðum undir umsjón og kennslu iðnmeistara, og bóklegt nám i iðnskóla. Eng- inn telst fullgildur iðnaðar- maður, nema hann ljúki prófi, jafnt bóklegu sem verklegu. En samkvæmt því sem áður var sagt, er það nú ekki aðal vandamálið í næstu framtíð, að koma sem flestum ungling- um að námi, heldur hitt, að orðna nógu broslega, þótt málið gengi ekki lengra. En dóms- m$,laráðherranum hefir ekki þótt þetta nægilegt. Hann vill endilega að stjórnin verði yfir- heyrð. Hann vill láta hana játa það fyrir dómstólunum, að hún hafi heimilað mönnum að brjóta sín eigin lög! Það eitt er vissulega mein- laust. Það er ekki til annars en að hlægja að því. En hitt er al- varlegra, að með slíkri máls- meðferð skuli prýðilega starfs- hæfum manni haldið frá verki um langan tíma. Þótt slíkt stafi í þetta sinn af leikaraskap, get- ur verið hægt að beita réttar- farinu á þennan hátt af öðrum ástæöum síðar. Hér er því gefið hættulegt fordæmi. Það er það alvarlega, þótt hitt sé líka allt- af leiðinlegt, að ríkisstjórn geri sig hlægilega. Þ. Þ. skapa á öllum sviðum sem sæmilegust námsskilyrði fyrir þá, sem nú þegar eru byrjaðir nám og búa í haginn fyrir hina, sem koma á næstu árum. Á þetta alveg sérstaklega við um bóklega námið, og þá sér í lagi hér í Reykjavík. Það er nú orðið mikið og að- kallandi vandamál, að iðnskól- inn í Reykjavík rúmar ekki svo að vel sé, nema helming nem- enda þeirra, sem nú þegar eru við nám, og nokkur veruleg fjölgun iðnnema frá því sem nú er, verður að teljast útilokað nema úr rætist um málefni skólans. Er nú orðið mikil og almenn óánægja í bænum í sambandi við rekstur iðnskól- ans. Skal ekki farið út í þá sálma hér, en þaö eitt fullyrt, að verulegur hluti þess, sem miður er talið fara, stafar frá því ger- samlega óviðunandi húsnæði og ytri skilyrðum, sem skólinn á við að búa. Annars er saga þeirrar stofn- unar á ýmsan hátt lærdómsrík. Ber hún vitni stórhug þeim og myndarbrag, sem brautryðjend- urnlr í þessum málum og eftir aldamótin síðustu sýndu í verki. Var það í mikið ráðizt á þeim tíma, er iðnskólinn og Iðnó var reist af Iðnaðarmannafélaginu um svipað leyti. Mannfjöldi i bænum hefir tífaldazt síðan og þó að stórhugur og framsýni væri þá í verki, þarf engan að undra, þó að þessi hús séu nú orðin lítt fullnægjandi. Skólinn hefir verið rekinn sem sjálfs- eignarstofnun á vegum Iðnaðar- mannafélagsins. Það hefir kos- ið honum stjórn, en bær og ríki lagt fram lítilsháttar árlegan rekstrarstyrk, en aðaltekjurnar hafa verið skólagjöld fyrir nem- endur frá iðnmeisturum í bæn- um. Eignir á skólinn engar svo teljandi sé og tæki flest af skornum skammti. Verður það þó að segjast, að þrátt fyrir auma aðbúð og vanrækslu þess opinbera, hefir skólinn unnið iðnstéttunum og þjóðinni í heild mikið og margvíslegt gagn. Er þetta viðurkennt af öllum, sem vilja vita hið rétta, enda er það svo, að á síðari tímum hafa einstaklingar og flokkar keppzt um að lýsa yfir áhuga sínum fyrir byggingu nýs iðnskóla í Reykjavík, án þess þó að þeir hinir sömu hafi sýnt nokkurn verulegan vilja í verki. Og því ber ekki að neita, að fjöldi iðn- aðarmanna lítur á allt þetta sem kosningaloforð, er lítt sé treystandi. Vilja þeir því sumir leggja árar í bát, afhenda bæ og ríki þessi mál að fullu og öllu, segjandi sem svo, að fyrst þessir aðilar hafi svo lítið stutt starfsemina sem raun ber vitni, sé bezt að þeir eigi allt saman og reyni sig í því að gera betur en til þessa hefir tekizt, enda beri því opinbera öll skylda í þessu efni. En ég held, að þessi hugsunarháttur sé ekki mjög almennur meðal iðnaðarmanna, enda er hann fráleitur og þeim ósamboðinn. Hitt mun vera skoðun flestra hinna reyndari í þeirra hópi, að iðnaðarmönn- um beri að sýna í verki, að þeir vilji sjálfir enn nokkuð á sig leggja vegna þessa máls, líkt og aldamótamennirnir, sem upp- haflega hófu merkið. Þeir segja: Frumkvæðið um verkið og for- ustan að því loknu, verður að vera í okkar höndum. Það mik- ill er metnaður okkar, eftir- komenda Magnúsar Benjamíns- sonar, að við væntum ekki „steiktra gæsa“, hvorki frá Al- þingi 'eða bæjarstjórn, nema við vinnum eitthvað sjálfir til matarins. Og ég held, að þeir hugsi málið eitthvað á þessa leið: Iðnaðarmannafélagið tekur að nýju upp baráttu fyrir bygg- ingu iðnskóla í Reykjavík. Hann þarf að rúma 5—800 nemendur, en auk þess hafa aðstöðu til að veita framhalds kennslu bók- lega og verklega í ýmsum sér- (Framh. á 3. síOu) Vígffús Guðmundsson: Úthlutun skálda styrkja I. Hin nýja úthlutun á rithöf- undalaunum hlýtur að vekja athygli — undrun margra. Hvers vegna er t. d. Kiljan settur langt upp fyrir Gunnar Gunnarsson og Davíð frá Fagra- skógi? Eiga ekki þessi rithöf- undalaun að vera bæði heiðurs- verðlaun og þóknun fyrir það, sem rithöfundarnir eru þjóð- inni, og fyrir það, sem þeir hafa gert fyrir hana? Gunnar Gunnarsson, sem hef- ir aflað sér erlendis, — og þá um leið þjóðinni — meiri frægð- ar en nokkurt íslenzkt skáld fyrr og síðar, fær — þegar hann kemur heim — þau verð- laun, að vera settur mun lægra en Kiljan. Og Davíð Stefánsson er einnig settur þrepi neðar. Það er þó enginn efi á því, að ekki er nokkurt núlifandi skáld á íslandi, sem gleður eins marga með skáldskap sínum og Davíð. Það má segja, að hvert sem far- ið er út til stranda eða upp til dala, þá kunhi annar hver maður og kona til muna af ljóð- um Davíðs. Að því leyti, hve margir læra ljóð hans og hafa ánægju af þeim, sker hann sig greinilega úr öllum, er fást við að yrkja ljóð, nú síðustu ára- tugina. — Þó að Kiljan „ratist margt snjallt á munn“, þá er viðburður, ef finnst maður, sem les nokkuð, er hann skrifar, oft- ar en einu sinni, og væri það þó vert, þrátt fyrir allan sor- ann, sem gullkornunum er stráð saman við hjá þeim mæta manni. Þótt sá, er þessar línur ritar, sé ekki í hópi þeirra, er dá mik- ið sögur Jakobs Thorarensen í óbundnu máli, þá eru mörg kvæði hans það góð, að furðu gegnir að t. d. Steinn Steinarr skuli settur ofar Jakobi Thor- arensen. Og að snillingurinn Guðm. Böðvarsson skuli held- ur ekki ná Steini. En Jón Magn- ússon og Guðm. Ingi fá ekki einu sinni að vera hálfdrætt- ingar við þann mikla mann! En Gunnar Benediktsson fær þó að vera rúmlega hálfdrætt- ingur við Ólaf Jóh. Sigurðsson, þó að hvorki hann né Jón Magnússon nái Theódóri Frið- rikssyni! Skáldið úr Mývatnssveit, sem hefir gefið íslendingum m. a. hinn ódauðléga „þjóðsöng sveit- anna“, fær þó þann heiður að vera jafn hátt metinn og Jón úr Vör! Þó að það sé fimm sinnum lægra heldur en Steinn Steinarr! Ýmsir höfundar fá alls enga viðurkenningu hjá úthlutunar- nefndinni, sem almenningur skilur ekki að ættu að vera lægra settir heldur en sumir hinna útvöldu. Má þar nefna meðal annarra: Þóri Bergsson, Halldór Stefánsson, Friðgeir Berg, Helga Hjörvar, Jón Helga- son prófessor, Friðrik Brekkan, Sigurjón Friðjónsson, Jón frá Ljárskógum o. fl. II. Alveg hefir þessari úthlutun- arnefnd gleymzt að mínnast ís- lendinga í Vesturheimi. Þeir, sem skrifa þar á íslenzku, gefa ísl. þjóðinni alveg eins verð- mæti og þótt þeir byggju á ís- landi og eiga því alveg eins skil- ið viðurkenningu frá hepni. Skal ekki telja upp nöfn ís- lendinga vestra, er ættu eins vel skilið að fá rithöfundalaun og ýmsir af þeim, er úthlutun- arnefndin veitir þóknun fyrir ritverk sín, en aðeins minna á það, að þegar búið verður að gefa út í einni heild ritverk Jóhanns Magnúsar Bjarnason- ar, sem nú eru nýbyrjuð að koma út, þá er ótrúlegt, að ís- lendingar hafi ekki eins mikla ánægju af þeim og ritum ým- issra þeirra, sem nú eru verð- launaðir af íslenzka ríkinu. Auðvitað þarf ekki að gefa út í nýrri útgáfu rit J. M. Bj. til þess að fjöldamörgum væri kært að minnzt væri hins göfuga öldungs, sem nú er á 8. ára- tugnum, heilsuveill og fátækur, og hefir aldrei haft tækifæri til að líta ættjörð sína nú í nær því 70 ár, en er þó allra manna íslenzkastur í anda. Hann er búinn nú um nokkra áratugi að eiga svo sterk ítök í fjölmorgu íslenzku alþýðufólki, að Barði Guðmundsson, Magnús Ásgeirsson og Kristinn Andrés- son geta ekki komið Kiljan, Steini eða Jóni úr Vör í vin- sælari sess í huga þess, þó að þeir hafi ráð á því í svipinn að veita þeim peningaverðlaun frá ríkinu. En þó að peningar og viðurkenningar geti oft verið á- gætt, þá er þó til ýmislegt, sem stundum getur orðið meira virði. Óneitanlega væri það ræktar- legt og vel viðeigandi að veita 1—2 íslendingum í Vesturheimi á ári hverju rithöfundalaun sem viðurkenningu frá heima- þjóðinni. Fyrir utan það, að nokkrir menn vestra verðskulda slíkt, þá væri það útrétt vinar- hönd til frændanna fyrír vest- an Atlantshafið. III. Eitt m. a., sem margir hljóta (Framh. á 4. sfðu) Sigrid Undset: Vordagar í Noregí 1940 Sigrid Undset flýði frá heimili sínu í Lillehammer í Guðbrands- dal rétt áður en þýzki innrásarherinn kom þangað. Hélt hún fyrst til Norður-Noregs, en komst þaðan yfir landamærin til Svíþjóðar. í þessari frásögn lýsir hún daglegum atvikum í heimbyggð sinni fyrstu dagana eftir að ógnin dundi yfir Noreg í aprQ 1940. Prófessorinn, sem hún talar um, er Frederik Paasche, sem flestir íslendingar munu kannast við. — Anders Wyller var skólastjóri Nansensskólans í Lillehammer. Hann andaðist haustið 1940. Greinin er þýdd úr „The Norseman", jan. 1943. (FYRRI HLUTI) ‘gírnirw Þriðiudafi 20. apríl Stjórnín verdnr ylirheyrd Menn héldu, að ríkisstjórnin vildi ekkp-veröa meira til at- hlægis í máli Jóns ívarssonar en orðið var, þegar dómur hæstaréttar féll. En stjórnin hefir verið á öðru máli. Hún hefir viljað lofa almenningi að skemmta sér meira, þótt það væri á hennar kostnað. Upptök þessa máls eru þau, að ríkisstjórnin fékk Alþingi til að samþykkja á einum degi festingarlög, er voru svo flaust- ursleg og skrumkennd, að stjórn in varð strax áð veita undan- þágur frá þeim. Stjórnin hafði metið meira, að auglýsa rögg- semi sína með því að láta lögin ákveða að fylgja skyldi lægsta verði á hverjum stað en að stilla ákvæðum laganna svo í hóf, að þau væru framkvæmanleg. Annar þátturinn er sá, að Jón ívarsson breytir í samræmi við þessar undanþágur stjórn- arinnar. Sama gera mörg verzl- unarfyrirtæki víða um land. Þriðji þátturinn er sá, að Jón ívarsson er skipaður af ríkis- stjórninni í viðskiptaráð. Óvild- armenn Jóns og ríkisstjórnar- innar fá samtímis þær upplýs- ingar, að Jón hefir vikið lítil- lega frá festingarlögunum á þann hátt, er áður segir. Þeir nota það tilefni til að kæra hann og ásaka ríkisstjórnina fyrir að velja brotlegan mann í trúnaðarstöðu. Fjórði þáttur málsins hefst, þegar stjórninni berst þessi kæra. Ríkisstjórninni var þá innan handar að upplýsa málið. Það var líka skylda hennar við Jón ívarsson. Hún hafði fengið hann til að segja upp góðu starfi og ganga í þjónustu hennar. Það hefði frekar átt að vera honum vörn en refsing. En sú varð ekki niðurstaðan. Eitt- hvert ofboð grípur stjórnina, þegar henni berst kæran; Hún þykist þurfa að þvo hendur sín- ar. Jón ívarsson er aðskilinn frá öllum þeim, sem höfðu fylgt undanþágum stjórnarinnar, og mál höfðað gegn honum. Ástæð- an virðist sú ein, að Jón hafði gert stjórninni greiða, en hinir ekki. Hefði Jón aldrei tekið sæti í viðskiptaráði, myndi hann vafalaust ekki hafa verið kærð- ur frekar en aðrir þeir, sem eins var ástatt um. En stjórnin þurfti að sýna skinhelgi sína í sambandi við viðskiptaráð. Hér var enn lögð meiri áherzla á að sýnast en raunhæfa málsmeð- ferð. Það var sama sagan og þegar festingarlögin voru sett. Fimmti þátturinn hefst með málshöfðuninni gegn Jóni. Rík- isstjórnin sendir hátíðlega til- kynningu til útvarps og blaða um málshöfðunina. Slíkt hafði aldrei þekkzt áður. Almenning- ur hlaut því að halda, að hér væru meira en litlar sakir á ferðinni. Jafnframt var til- kynnt, að flugvél yrði send til Hornafjarðar með rannsóknar- dómarann. Það var vissulega ekki reynt að draga úr röggsemi stjórnarinnar í þessu máli! Hér þarf svo ekki að rekja næstu þætti sögunnar fyrr en málið kemur frá hæstarétti. Hæstiréttur úrskurðaði, að bæði málsmeðferð ríkisstjórn- arinnar og undirréttardómar- ans væri ólögmæt. Dómsmála- ráðherrann hafði sýnt sama flaustrið, þegar hann höfðaði málið og þegar hanri undirbrjó festingarlögin. Hann hafði gleymt því, að áður en málið færi til rannsóknar í héraði, þurfti álit dómnefndar um kæruna. Hér var enn sem áður lögð meiri áherzla á aff sýnast en á raunhæfa málsmeðferð. Hins vegar hafði rannsóknar- dómaranum yfírsést að kalla ríkisstjórnina til yfirheyrslu og fá þar staðfestingu hennar á því, að hún hefði veitt undan- þágur, er heimiluðu mönnum að brjóta lög, er hún hafði látið setja! Flestum stjórnum myndi nú hafa þótt nóg komið. Þær hefðu talið framkomu sina No er det i Noreg atter dag med vársol og song i skogen. söng ungfrú Henriksen, vinnu- kona prófessorsins. Hin hljóm- sterka rödd hennar yfirgnæfði glamrið í hrlngunum á eldavél- inni, sem hún var að hagræða, og fótatak hermannanna, sem voru að koma ofan af loftinu. Þeir komu við í eldhúsinu til að fá kaffisopa, áður en þeir færu, og urðu hálfhissa á stúlkunni, sem stóð þar syngjandi, eins og ekkert hefði í skorizt. Sumir glottu hálfólundarlega. Að visu var þetta árla morguns, sólskin úti og fuglakvak í reynitrénu hjá glugganum. En piltunum fannst svo sem engin ástæða til að fara að syngja út af því, — ekki núna, að minnsta kostí. En loks stóðst hár og grannur, ljóshærður piltur ekki mátið og tók undir sönginn. Hann var í bættum einkennisbúningi, en eftir útliti og málblæ að dæma mátti ætla að hann hefði verið barnakennari, ættaður úr Norð- ur-Þrændalögum. Smám saman fóru fleiri og fleiri hermann- anna að taka undir sönginn: Om sádet enn gror pá ymist lag, det brydder dá etter plogen. So signe dá Gud det gode sád til groren eín gong er mogen. „Við þökkum fyrir okkur,“ og „þakka ykkur fyrir allt,“ sögðu þeir og gengú út. Fátt var um afdrep í nágrenninu, svo að þeir vildu komast í skóglendið niður með ánni áður en þýzku sprengjuflugvélarnar tækju til með hið daglega eyðileggingar- starf sitt. Við prófessor Paasche, kona hans og tvö börn og Anders Wyller höfðum leitað hælis á prestsetri elnu, efst í Guð- brandsdal. Hermennirnir komu þrammandí á hverju kvöldi eft- ir að rökkva tók. Þeir voru van- ir að standa í hópum, þögulir og þungbúnir við útidyrnar, þangað til að einhver þeirra tók sig til og spurði með hægð og mjög hæverkslega, hvort þeim. væri leyfilegt að hafast hér við yfir nóttína. Prestur bauð þá jafnan velkomna alla saman og lét búa þeim rúm svo lengi sem sængurföt entust. Þegar öllu hafði verið til tjaldað, voru pilt- arnir vanir að segja með afsök- unarsvip, að þeir gætu sem bezt sofið á gólfinu eins og þeir væru vanir. Aldrei var það orðað að við, kvenfólkið, ættum að ganga úr rúmi, svo að við létum allt af fara vel um okkur á fjaðra- dýnum undir því, sem við áttum til af yfirhöfnum og skjólflík- um. Þeir hefðu nógan mat, sögðu þeir, en samt glaðnaði yf- ir þeim, þegar presturinn bauð þeim í eldhúsið, þar sem lang- borðið var hlaðið vistum úr stafbúrinu. Einkum smakkaðist þeim vel á mjólkinni og brenn- heitu kaffi. Flestir þeirra höfðu átt í skærum I grennd við Osló frá því að ófriðurlnn hófst, veitt viðnám stig af stigi, unz þeir urðu að láta undan síga ofur- eflinu til nýrra varnarstöðva. Víða hafði þeim tekizt að valda Þjóðverjum tilfinnanlegu tjóni. Fyrst í stað sögðust þeir hafa lifað kóngalifi. Suður í lágsveit- unum á Heiðmörk höfðu hús- freyjurnar og ungu stúlkurnar fært þeim stórar körfur með alls konar góðgæti: „Borðið, drengir, borðið“, var viðkvæðið. En upp á síðkastið hafði matur verið af skornum skammti og þeim hafði orðið litt svefn- samt. Helzt gátu þeir fest blund í herbílunum á milli áfanga- staða. Um þessar mundir vörðu brezkar hersveitir einstigið við Kvam gegn brynvögnum Þjóð- verja og mýgrút flugvéla. Bret- ar höfðu stungið upp á því, að norsku hersveitirnar héldu lengra norður og biðu átekta við Dumbás. Fyrstu brezku her- mennirnir, sem við sáum, voru úr heimavarnarliðinu. Þeir voru svipaðastir skátadrengjum í útilegu, þvi að margir þeirra voru vart tvítugir. En flestir í llði því, er varði Kvam í fimm sólarhringá, voru fullorðnir menn. Þeir neyddust til að hörfa, þar sem annars staðar í Noregi, af því að þeir höfðu ekki nokkra minnstu vitund af flug- liði. Það virðist því liggja í aug- um uppi, að „brezka innrásin í Noreg,“ sem Þjóðverjar hafa gasprað svo mjög um, hlýtur að hafa verið mjög illa undir búin! Að næturlagi fóru járnbraut- arlestir ennþá suður á bóginn með herlið. Byssuhlaupin bar ógnandi við loft á góssvögnun- um I rökkri vornæturinnar. En okkur var farið að skiljast, að flutningar á mönnum og her- gögnum gengu allt of seint á hinni einsporuðu Raumadals- braut frá Ándalsnesi og eftir vegum, sem voru plægðir upp af þungum vögnum og fullir af holklaka. Sprengjuregnið dundi á járnbrautinni og vegunum daginn út og daginn inn. En hugrekki hersins var óbilandi og við vorum öll vongóð. Er hermennirnir voru farnir, bjuggum við okkur sjálfum morgunverð og fórum síðan að týgja okkur til brottferðar af prestsetrinu yfir daginn. Þýzku sprengjuflugvélarnar flugu yfir eins reglulega og þær hefðu verið í áætlunarferðum. Þær fóru til árása á járnbrautar- stöðina og báðar járnbrautar- brýrnar. Þær flugu yfir 3—4 sinnum daglega og köstuðu sprengjum. En aldrei hæfðu þær í mark þá fimm daga, sem við dvöldumst á prestsetrinu. Eld- sprengjurnar, sem þær vörpuðu að hinum stærri bændabýlum, lentu líka alltaf í jörðinni. Hins vegar tókst þeim að eyðileggja kotbæ fátækrar ekkju sunnar í dalnum, og missti hún kind- urnar sínar og þrjár geitur. Á heimleiðinni skemmtu * flug- mennirnir sér við að skjóta af vélbyssum á allt kvikt, sem þeir sáu. Þeir skutu á fé og hesta í haganum, börn, sem erfitt var að hemja inni og gamalmenni frá elliheimilum, sem stauluðust daglega upp brekkuna til prest- setursins í þeirri barnslegu trú, að þar væri þeim óhætt. Frederick prófessor og Stína, kona hans, fóru einn daginn niður í þorpið hjá járnbrautar- stöðinni til að kaupa skó handa börnunum. Á heimleiðinni réðst flugvél á þau með kúlnahríð. Þau hlupu hringinn I kringum húskofa einn og héldu sig fast upp að veggjunum, eins og þau væru að leika skollaleik við þýzka flugmanninn. Þetta gekk í einar 20 mínútur, — en annars veit fólk lítið hvað tímanum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.