Tíminn - 20.04.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.04.1943, Blaðsíða 4
184 TlMINlV, fsriðjmlagfnn 20. apríl 1943 46. hlafff Verklýðsílokkasnír. (Framh. af 1. síSu) flokknum, þrátt fyrir þau um- mæli á fyrra þingi, að þeir gætu fallizt á þessar breytingar, ef þær væru í sérstöku frum- varpi. Eigiiaaukaskattnr Um líkt leyti og fyrra þinginu lauk komu fulltrúar frá Alþýðu- flokknum og Sósíalistaflokkn- um til Framsóknarflokksins og óskuðu eftir að hann gerðist meðflytjandi að frumvarpi um eignaaukaskatt. Það var bersýnilegt, að þessi málaleitun verkalýðsflokkanna var sprottin af ótta við það verk, sem þeir voru búnir að vinna í sambandi við sjóðs- hlunnindin. Þeir þurftu að finna eitthvert nýtt atriði, er drægi athyglina frá þeim svik- um þeirra. Þetta sést ekki aðeins á því, að þingið hefir staðið í fimm mánuði, án þess að flokkar þess- ir hafi hreyft hönd eða fót til að koma málinu fram. Þetta sést enn betur á því, að Einar Olgeirsson og Ásgeir Ásgeirs- son voru sammála meðnefndar- mönnum sínum í fjárhagsnefnd neðri deildar um að leggja til, að kaflinn um eignaaukaskatt í stjórnarfrumvarpinu yrði al- veg felldur niður og málinu frestað til frekari athugunar. í umræðunum lagði Einar Ol- geirsson sérstaklega áherzlu á, að milliþinganefnd yrði sett í málið. Þótt tilmæli Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins um skyndiflutning eignaauka- skattsfrv. nú væri þannig auð- séður leikaraskapur til að draga athyglina frá svikum þeirra í sjóðshlunnindamálinu, taldi Framsóknarflokkurinn sjálfsagt að verða að óskum þ^irra og flytja með þeim frv., þar sem hann er eindregið fylgjandi eignaaukaskatti. Er frv. nánar getið á öðrum stað. Frá sjónarmiði Framsóknar- flokksins stefnir þetta frv. í rétta átt, en mörgum Fram- sóknarmönnum mun finnast að nokkuð skammt sé stigið. Frestsm þlngslus Nokkuð hefir verið um það rætt, hvort nauðsynlegt muni að halda áfram þingstörfum nú, vegna þessa frv. Það skiptir engu máli með eignaaukaskatt- inn, hvort hann er samþykktur nú eða í haust. Vegna hans er því óþarft að tefja þingið nú, þar sem það á að koma aftur saman síðar á árinu. Þinghald- ið er vissulega orðið nógu langt á árinu, þótt ekki sé það tafið að óþörfu. Hins vegar væri viðhorfið annað, ef samkomulag næðist um skattamál, t. d. afnám vara- sjóðshlunnindanna er aðeins snerta tekjur ársins 1942. Slík- ar breytingar yrðu að afgreið- ast nú, ef þær ættu að koma að haldi. En þar sem fullreynt virðist, að slíkum skattauka verði eigi komið fram á hendur stríðsgróðafélögunum, vegna hlífðar Alþýðufl. og Sósíalistafl. við þau, falla niður öll rök fyrir frekara þinghaldi nú, vegna skattamálanna. F r v um eignaaukaskatt (Framh. af 1. síðu) innar. Annaðhvort er gróðinn tekinn með sköttum niður að vissu marki eða verðlagsákvæði koma í veg fyrir, að hann mynd- ist. Flm. eru þeirrar skoðunar, að stríðsgróðinn, gróðinn, sem ekki er hægt að halda fram, að nokkur einstaklingur hafi sér- staklega aflað með eigin at- orku eða fyrirhyggju, og er um- fram nauðsynlega sjóði til end- urnýjunar og starfrækslu gagn- legra fyrirtækja, sbr. nýbygg- ingarsjóði, sem lagt er til, að verði undanþegnir skattinum, eigi í raun réttri að vera sam- eign almennings. Honum eigi að verja til þess að tryggja sem bezt atvinnu og öryggi og jöfn- uð í lífskjörum fyrir fólkið í landinu. Sé það eigi gert, er sú hætta nærri, að fasteignir og framleiðslutæki þjóðarinnar dragist í hendur færri og færri manna og gróðinn verði til þess að auka enn verðbólgu og dýr- tið, öllum almenningi til tjóns. Sorglegt slys (Framh. af 1. slðu) synti knálega á eftir skipinu, enda var hann syndur vel. En er hann hafði synt þrjár eða fjórar mínútur, fötuðust honum snögglega tökin, pg höfuð hans hneig niður í hrannirnar. En eigi að síður flaut hann, og mun loft í yfirhöfn hans hafa hald- ið honum uppi. Eftir sem næst fimmtán mín- útum tókst að ná Aðalsteini. Voru þegar gerðar lífgunartil- raunir, en þær komu fyrir ekki, enda mun hann þá hafa verið örendur. Læknir frá Reykjavík var fenginn til þess að koma á móti skipinu. Var árangurslaus- um lífgunartilraunum haldið áfram í margar klukkustundir. Að áliti læknisins hefir hjartabilun orðið Aðalsteini að grandi. ITTVECrUM allar fáaial. vörnr fi’á Baiiclaríkjnamm. Látið oss gefa yður tilboð, eða snúið yður beint til umboðsmanns vors Ricbaril Funchs 167 Madison Avenue, New York. Jóhann Karlsson & Co. Aðalsteinn fæddist að Árbót í Aðaldal 10. júlí 1897. Á ferm- ingaraldri hóf hann prentnám hjá Oddi Björnssyni á Akureyri, gekk síðar í kennaraskólann og lauk kennaraprófi 1919. Haustið eftir gerðist hann skólastjóri á Eyrarbakka og gegndi því starfi í tíu ár. Næstu ár tvö var hann tvívegis í siglingum, dvaldi þá á Norðurlöndum og í Bretlandi, og kynnti sér uppeldis- og æskulýðsmál. Efndi hann og á þeim tíma til námskeiða, bæði hér á landi og í Færeyjum. Ár- ið 1931 var hann skipaður kennari í Austurbæjarbarna- skólanum og gegndi því starfi æ síðan, auk þess sem hann var einn fjögurra námsstjóra, sem skipaðir voru síðastliðið ár. Aðalsteinn var einn af ágæt- ustu skólamönnum landsins, merkur brautryðjandi á því sviði og afburða vinsæll meðal nemenda sinna og styrkti enda ýmsa þeirra til framhaldsnáms. Hann var einnig einhver ötul- asti forvígismaður ungmenna- félagshreyfingarinnar hér á landi og ágætur liðsmaður skátahreyfingarinnar. Ritstjóri „Skinfaxa“ var hann röskan áratug (1930—40) og formaður Ungmennafélags íslands í níu ár (1930—1938). Hann átti einn- ig lengi sæti í stjórn Sambands íslenzkra barnakennara og for- maður þess nú. Hann lét í- þróttamál mjög til' sín taka, átti hlut að íþróttalöggjöf þeirri, sem nú er í gildi, og var í íþróttanefnd ríkisins frá þvi hún var stofnuð. Munu vart aðrir hafa verið giftudrýgri æskulýðsleiðtogar á landi hér en hann. Aðalsteinn var snjall rithöf- undur, samdi margar bækur *og þýddi. Auk þess ritaði hann fjölda greina í blöð og tímarit, sumar þeirra gagnmerkar. Hann var mikill vinur Fær- eyinga og kunni færeysku til hlítar. Hann þýddi fjórar fær- eyskar bækur: „Far, veröld, þinn veg“ eftir Jörgen-Frantz Jacobsen og „Feðgar á ferð“ eftir Heðin Brú, sem komu út árin 1941 og 1942, og „Færeyjar, land og þjóð“ eftir Jörgen- Frantz Jacobsen og skáldsög- una „Nóatún" eftir Wilhelm Heinesen, báðar í handriti enn. Aðalsteinn var maður ókvænt- ur og barnlaus. Báðir foreldrar hans eru látnir, en aldurhnígin fóstra hans er enn á lífi norður í Þingeyjarsýslu. Þessa mæta æskulýðsleiðtoga og kennara verður nánar getið í blaðinu síðar. Bjarnarey Tekið á móti flutningi til Þingeyrar og Flateyrar fram til hádegis í dag. Leiðrétting. í grein minni um úthlutun styrkja til skálda og rithöfunda er Sigurjóns Friðjónssonar getið meðal þeirra, er vert hefði verið að verðlauna. Þetta er að vísu rétt, en Sigurjón Friðjóns- son nýtur styrks á 18. grein fjárlaga. Að því athuguðu er það ekki ámælis- vert, þótt hann fengi eigi styrk af fé menntamálaráðs. V. G. getur fengið stöðu hjá Landssímanum í Reykjavík. Umsækjendur verða að hafa lokið verzlunarskólaprófi eða hafa samsvarandi menntun. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Eiginhandar umsókn með upplýsingum um aldur, menntun og störf hingað til, sendist Bæjarsímastjór- anum í Reykjavík innan 30. apríl. Uísvör 1943 - Dráttarvextir Samkvæmt lögum og reglugerð 26. febrúar þ. á. eru nú fallnir dráttarvextir á tvær afborganir út- svara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið '1943, er féllu ' í gjalddaga 1. marz og 1. apríl, 15% af útsvörum 1942 hvoru sinni. Dráttarvexti má þó ekki krefja af þeim, sem sam- kvæmt nefndum lögum greiða að fullu 45% af út- svarinu 1942 *fyrir 20. apríl. Greiðslur skulu standa á heilum eða hálfum tug króna. Skrifstofa borgarstjóra. M ö r Seljum ágætan DILKAMÖR í heildsölu á 4 kr. kg. Frystihúsið Herðubreið Fríkirkjuveg 7 — * Sími 2678 Úthlutun skáldastyrkja (Framh. af 2. síðu) að taka eftir í sambandi við út- hlutun rithöfundalaunanna, er það, að þó að sérstakir vinir hinna „kiljönsku“ fræða virðist hafa ráðið úthlutuninni, þá eru allir þeir, sem verðir hafa þótt launanna (hefi reyndar ekki heyrt eins höfundarins getið fyrr og veit ekkert um hann) uppaldir úti á landi í strjálbýl- inu. Þeir eru flestir aldir upp i sveit og margir þeirra eru úr byggðarlögum, sem er að heyra á Kiljan og hans skoðanabræðr- um að eigi að leggjast í eyði. Er heldur leiðinlegt fyrir „Kiljanana“ að þurfa að benda á, að þeir, sem helzt eru einir, verðir verðlaunana fyrir rit- verk sín, skuli ekki vera aldir upp í Reykjavík eða stærri kaupstöðum landsins — og ekki einu sinni á neinum „Korpúlfs- stöðum“ stórrekstursins, heldur úti í strjálbýlum sveitum við hið „kjánalega sport“ bænd- anna. V. G. Forsíöðukonu vantar við Bæjarþvottahúsið frá 1. maí næstkomandi. Meðmæli óskast. Simclhöllln. Vordagar í Noregi 1940 (Framh. af 3. síðu) nema staðar og glápa eða fá þau til að flýta sér og læöast fram með steingörðunum, þar sem eitthvert afdrep var. Ég geri ráð fyrir, að börn sem hafa orðið húsvillt í loftárásum og séð foreldra sína eða systkini drepin af sprengjum, læri að óttast þær og vera vör um sig. En norsk börn létu sér ekki skiljast, vorið 1940, að sprengj- ur væru annað og meira en á- kaflega nýstárlegir hlutir, sem þau voru fíkin í að sjá og kynn- ast af eigin raun. Hlíðin var ennþá bleik og gróðurlítil, en snjór var aðeins hér og hvar í rákum meðfram akurreinunum. Hinn brúni lit- ur birkitrjánna var blandaður fjólubláum blæ, eins og vant er á vorin, og hinir hvítu bolir espitrjánna voru að fá grænleit- an blæ af vorgrózkunni. Niðri á eyrunum með ánni blikaði á vorhvítan furuskóginn, — því að furunálarnar voru sölnaðar og hraktar eftir vetrarbyljina. Já, ekki var um það að villast, vorið var komið í Noregi. Sólin skein allan guðslangan daginn í heiði. Því hærra sem við kjög- uðum, því meira sáum við af heiðunum handan dalsins. Þær voru ennþá þaktar hvítri mjöll, en dalskorurnar milli snævi þakinna fjallanna sýndust blá- leitar í sólskininu. r------OAMLA BIÓ------- Aloma (Aloma of the South Seas) Aðalhlutverk: DOROTHY LAMOUR, JON HALL. Sýnd kl. 7 og 9. KL 3%—6%. Naiiðlciicling RICHARD ARLEN. —------ití'ja bíó---- ,Gög’ og Gokke* í hernaðí (Great Guns). Fjöruf gamanmynd, með STAN LAUREL og OLIVER HARDY. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Verðlækkun 3 - níður í vísítölu 1230 strax. Til þess að viðskiptavinir okkar geti notið væntanlegrar verðlækkunar, nú við páska- og vorinnkaup sín, lækkum við allar iramleiðsluvörur okkar frá og með 19. þessa mánaðar, þannig að framleiðslukostnaður er miðaður við kaupvísitölu 230. Er hér um að ræða verulega lækkun á allskonar Prjónaíatnaði á íullorðna og börn. Aðrar vörur, sem þér einnig fáið með sanngjörnu verði: Sumark«tBiur> kjólar,og rykfrakkar, Sumarkápucfni og kjólacfui, Gluggatjaldacfni og blúndur, Vudirfatacfni og undirföt, Sokkar á konur, karla og börn, Treflar, slæður, vasaklútar, llandklæði, margar gerðir. Ýmsar smávörur, svo sem: \ Tölur, tvinni, bendlar, fiauelsborðar, prjónar, / lásnælur, stoppnálar, stoppgarn o. fl. Skinnhanzkar frá kr. 9.75 parið. Mjög ódýrar töskur og veski. Bragið ckki að fata börnin, scm ciga að fara í svcit. Það er ekki víst, að einmitt það, sem þér helzt viljið, fáist seinna. SENBfJM GEGN PÓSTKRÖFE EM LAi\» AELT. V E S T A Laugaveg 40 Nógur inordlenzkur o s t u r Nú og framvcgis höfum vér nægar birgðfr af norðlenzkum ostum (45%, 30%, mysuostur). VERZLANIR PANTI I SÍMA 1080. Samband ísl. samvínnuíélaga Skattliol, (pólcrað maliogany). Rorðstofuborð, Borðstofustólar, Skrifborð, Stoppuð Iuisgögn, Tvíscttur klæðaskápur (pólcruð hnota) og margt fleira nýkomið. Héðiiishöföi h.f. Aðalstræti 6 B. — Sírni 4958. T I M I N N cr víðlcsnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.