Tíminn - 20.04.1943, Blaðsíða 3
46. blað
TlMmflí, þriðjmlagúm 20. apríl 1943
183
)
Flmmtngwr;
Krístmn Guðmunds
son, Mosfellí
i I> B O T T I R i
Sundmeistaramót Islands
Tvö ný sundmet sett
Síðastliðinn laugardag varð
Kristinn Guðmundsson bóndi á
Mosfelli fimmtugur. Munu
margir kunningjar hans hafa
sent honum kveðjur og árnaðar-
óskir í tilefni af afmælinu.
Sundmeistaramóti íslands er nýlega lokið í Sundhöll Reykja-
víkur. Sett voru tvö met. Sigurður Jónsson (K.R.) bætti met
sitt í 200 m. bringusundi karla úr 2 mín. 57.2 sek. í 2 mín. 55.6
sek. Rafn Sigurvinsson (K.R.) bætti metið í 50 m. sundi, frjáls
aöferð, úr 27.6 sek. í 27.5 sek. Gamla metið átti Jónas Halldórs-
son, og er þetta fyrsta met hans, sem hnekkt er. Met Rafns var
Kristinn er Dalamaður, bróð-
ursonur Hjartar sál. Snorra-
sonar skólastjóra á Hvanneyri.
Hann stundaði nám í Hvann-
eyrarskóla í skólastjóratíð
Halldórs Vilhjálmssonar, og þá
komu strax í ljós kostir þeir, er
síðan hafa verið áberandi í
starfi hans, en það eru, óvenju
mikil skapfesta, einbeittur
vilji og dugnaður í hverju því,
er hann tekur fyrir.
Eftir námið réðist hann sem
plægingamaður til Búnaðar-
sambands Borgarfjarðar, og var
viðbrugðið, hve vel hann rækti
það starf, og þó alveg sérstak-
lega, hve vel höfð verkfærin
voru og hve vel hann vandi
plægingahesta sína.
1920 flutti hann að Hólum i
Hjaltadal sem ráðsmaður minn,
en er ég hætti að reka búið
1923, gerðist hann aftur plæg-
ingamaður og plægði nú í
Skagafirði næstu árin. En 1925
fluttist hann að Lágafelli og
varð bústjóri hjá Thor Jensen,
sem þá stóð í þeim mestu
ræktunarframkvæmdum, sem
einstaklingur hefir haft með
höndum hér á landi. Hjá hon-
um fékk hann tækifæri til að
vinna á einum stað álíka mik-
ið að nýrækt og hann áður hafði
unnið í heilli sýslu. Og nú fékk
Kristinn líka að nota, annað en
hesta, því að nú var unnið með
stærri og fljótvirkari vélum en
plóginum einum með hestunum
fyrir. Ég hygg vafasamt, hvort
nokkur einn maður hefir unnið
meir að nýræktarstörfum hér
á landi en Kristinn, og má geta
sett utan keppni.
Annars urðu úrslitin þessi:
100 m. frjáls aðferð karla:
1. Stefán Jónsson (Á) 1 mín. 5.6
sek. 2. Rafn Sigurvinsson (KR)
1 mín. 6.4 sek. 3. Guðbrandur
Þorkelsson (KR) 1 mín. 8.6 sek.
200 m. bringusund karla: 1.
Sigurður Jónsson (KR) 2 mín.
55.6 sek. 2. Magnús Kristjáns-
son (Á) 3 mín. 8.1 sek. 3. Einar
Davíðsson (Á) 3 mín. 13.0 sek.
50 m. bringusund drengja: 1.
Hörður Jóhannesson (Æ) 40.7
sek. 2. Einar Sigurvinsson (KR)
41.5 sek. 3. Hannes Sigurðsson
(Æ) 41.6 sek.
100 m. baksund karla: 1. Logi
Einarsson (Æ) 1 mín. 24.0 sek.
nærri, að sú vinna hefir gefið
honum reynslu, svo að fáir hafi
hana meiri.
Þegar Kristinn fór frá Thor
Jensen, tók hann Mosfell á leigu
hjá prestinum. En húsakynni
þar voru aðeins fyrir prestinn,
svo að Kristinn varð að byggja
sér eigin hús, sem hann býr í.
Það verður að líkindum, að'
maður með áhuga Kristins og
þekkingu á búnaði, og þá sér-
staklega jarðrækt, hefir ekki
komizt hjá því að vera forustu-
maður í félagssamtökum bænda.
Hann er formaður búnaðarfé-
lags hreppsins, nautgriparækt-
arfélags, Búnaðarsambands
Kjalarnesþings o. fl. Auk þess
er haiin í hreppsnefnd Mos-
fellssveitar og fl.
Auk þeirra mörgu manna, er
senda Kristni kveðju sína í dag,
veit ég að Fjallkonan þakkar
honum þau mörgu. handtök,
sem hann hefir tekið til að auka
gróðursæld hennar, og stækka
dökkgrænu blettina í kápu
hennar. Og' mættu plæginga-
hestarnir hans mæla, og stráin,
sem vaxa á nýræktartúnunum,
sem hann hefir brotið, þá yrðu
kveðjurnar, sem hann fengi í
dag, óteljandi. Og gott er það
eftir 50 ára starf, að vita af
þeim skeytum, þótt þau komi
ekki í gegnum símann. Þau gefa
veganesti til starfs næstu ára,
sem þeim er gott að hafa, sem
framsæknir eru.
16. apríl 1943
Páll Zóphþníasson.
2. Guðmundur Ingólfsson (ÍR)
1 mín. 25.2 sek. (Guðmundur er
aðeins 13 ára). 3. Guðmundur
Þórarinsson (Á) 1 mín. 29.4 sek.
50 m. bringusund stúlkna: 1.
Unnur Ágústsdóttir (KR) 45.0
sek. 2. Guðbjörg Bergsveinsdótt-
ir (Á) 51.4 sek. 3. Svava Jóns-
dóttir (Æ) 51. 5 sek.
4x50 m. boðsund: 1. Ægir 1
mín. 56.8 sek. 2. Ármann 1 mín.
57.4 sek. 3. K. R. 58.0 sek.
400 m. frjáls aðferð karla: 1.
Guðmundur Jónsson (Æ) 6 min.
20.0 sek. 2. Einar Hjartarson (Á)
6 mín. 33.1 sek. 3. Sigurgeir
Guðjónsson (KR) 6 mín 35.0
sek.
400 m. bringusund karla: 1.
Sigurður Jónsson (KR) 6 mín.
25.2 sek. 2. Magnús Kristjáns-
son (Á) 6 mín. 56.0 sek. 3. Ein-
ar Davíðsson (Á) 7 mín. 14.6 sek.
100 m. frjáls aðferð drengja
innan 16 ára: 1. Ari Guðmunds-
son (Æ) 1. mín. 15.2 sek. 2.
Halldór Bachmann (Æ) 1 mín.
21.7 sek. og 3. Einar Sigurvins-
son (KR) 1 mín. 22.2 sek.
100 m. bringusund kvenna: 1.
Unnur Ágústsdóttir (KR) 1 mín.
41.6 sek. og 2. Sigríður Jónsdótt-
ir (KR) 1 mín. 43.4 sek.
3x100 m. bringusund (þrí-
sund): 1. sveit K. R. (A-sveit)
á 3 mín. 55.3 sek. 2. sveit Ár-
manns (A-sveit) á 4 mín. 02.3
sek. og 3. sveit Ármanns (B-
sveit) á 4 mín. 07.8 sek.
Skíðamót Þíngeyinga
Skíðamót Þingeyinga fór fram
í síðastl. mánuði. Keppt var í
göngu, stökki og svigi. Stein-
grímur Birgisson náði beztum
árangri í göngu ög stökki sam-
anlagt og hlaut því nafnbótina
skíðakappi Þingeyinga. •
Skíðagangan fór fram á
Fljótsdalsheiði, en svig og stökk
rétt hjá Húsavík. Veður var hið
bezta, er mótið fór fram og
voru áhorfendur margir.
Úrslit urðu þessi: *
1. Jón Jónsson, íþróttafél.
Þingeyinga, 38 mín. 11 sek.
2. Reynir Kjartansson, UMF
Geisli, 45 mín. 0.4 sek.
3. Steingrímur Birgisson, í-
líður, þegar það lendir í kúlna-
regni. Einn daginn stóð ég á-
samt vinnupilti og gömlum
manni frá • elliheimilinu fyrir
utan prestsetrið, er þýzk ílug-
vél ikom fljúgandi í lítilli hæð
frarn með hlíðinni og hóf skot-
hríð á okkur. Við tókum til fót-
anna og hlupum út í fjósið, sem
var úr steini. Og aldrei hefi ég
vitað reiðari mann en öldung-
inn frá elliheimilinu, er hann
tók hernaðaraðferðir Þjóðverja
til bæna þarna í fjósinu, þegar
við ioksins stóðum þar öll móð
cg mácandi Þiá beiixmúin.
Presturinn fór að heiman á
hverjum morgni að loknum
morgunverði. Hann reyndi af
öllum mætti að hjálpa fólkinu
í sveitinni með ráðum og dáð-
um, heimsótti sjúka og ótta-
slegna, hughreysti þá og bað
með þeim. Hann hjálpaði til að
skipa niður varðtímum í selj-
unum, þar sem sjálfboðaliðar
úr skotfélaginu voru á varð-
bergi gegn fallhlífarmönnum.
Hann kom snöggvast heim að.
kvöldinu til að taka á móti
hermönnunum og sjá þeim
fyrir beina. Þá lagði hann aft-
ur af stað til að sjá um brott-
flutning á öllum birgðum úr
mjólkurbúinu og búðunum. Það
var hyggilegra að skipta birgð-
unum í fleiri staði, ef sprengja
skyldi hæfa aðalgeymslurnar.
Guð má vita, hvenær hann fékk
svefn. Hann var efalaust
hræddur um konu sína og barn,
sem höfðu verið í heimsókn
nlðri í dalnum, þegar innrásin
hófst. Síðan hafði ekkert af
þeirfi frétzt, en aldrei hafði
hann orð á því.
Anders Wyller fór ævinlega
með prestinum að heiman, því
að hann hafði líka skyldum að
gegna í sambandi við öryggis-
ráðstafanir almennings. Hann
gekk í síðri hermannaskikkju,
sem hann hafði haft með sér
frá Finnlandi. Hið prúða og
svipmikla andlit hans var ná-
fölt, og virtist sem viljaþfekið
eitt héldi honum uppi við þrot-
lausan eril. Við héldum að hann
væri aðeins þjakaður af of-
þreytu. En svo komst hann yfir
til Lundúna með leifum norska
hersins, og þar var honum sagt
um haustið, þegar loftárásirnar
voru í algleymingi, að hann
hefði ólæknandi krabbamein.
Hann flaug þá til Stokkhólms
í þeirri von, að hann fengi að
fara heim til þess að bera bein-
in i Noregi. En hann andaðist
í Stokkhólmi. — Ég minnist
hans sem einhvers göfugasta og
fórnfúsasta Norðmanns, sem ég
hefi nokkru sinni kynnzt.
Við Frederick vorum at-
vinnulaus um þessar mundir.
Við höfðum talað í útvarp og
skrifað í blöðin, sem voru á
hrakningi að baki víglínunnar.
En útvarpsstöðin, sem átti að
setja upp þarna í dalnum, varð
aldrei nema orðin tóm, svo að
við biðum eftir fyrirmælum um,
hvar okkar biði starf næst.
Þar sem þýzku sprengjuflug-
urnar voru sífelt á ferðinni um
dalinn, ráðlagði presturinn okk-
ur að halda til að deginum á
kotbæjum, sem stóðu hátt uppi
í fjallshlíðinni. Á hverjum
morgni endurtók sama stritið
sig. Ungfrú Henriksen neitaði
að verða okkur samferða. „Ég
kem á eftir, þegar ég hefi lokið
verkunum hérna. Þið farið af
stað, — þið hafið nóg að gera
að koma börnunum upp eftir.“
Ég held að hún hafi þvegið allt
húsið, hátt og lágt, á hverjum
degi. Vinnukona prestsins hafði
stokkið heim til sín. Hún var
eina manneskjan í Noregi, sem
ég vissi til að gengi af göflun-
um af hræðslu þá um vorið.
Ungfrú Henriksen virtist ekki
kunna að hræðast. Það var, því
miður, ekki ofmælt, að við ætt-
um í basli með að koma börn-
unum, Evu og Eysteini, upp
eftir. Á þessum slóðum hafa
fjallahlíðarnar, sem vita móti
sól, verið ruddar og ræktaðar
frá alda öðli. Alla leiðina upp
eftir voru því túnspildur og
akrar hlið við hlið, en trjágróð-
ur mjög lítill, aðeins stöku espi
og birkitré meðfram steingörð-
unum, sem aðgreindu landar-
eignirnar. Nokkrir elrirunnar
uxu líka í gili, sem fjallalækur
féll eftir niður i ána í dalnurn.
Þýzkar flugvélar þutu yfir okk-
ur eins og skrattinn úr sauðar-
legg. Auk „okkar“ véla, eins og
við kölluðum þær, sem komu til
að kasta sprengjum á járn-
brautarstöðina, fóru stórhópar
þeirra norður á bóginn. Þær
létu okkur aö vísu í friði, en
samt sem áður var það engan
veginn skemmtilegt að vera á
bersvæði meðan þær flugu
framhjá. En það var meö öllu
ógerlegt að hindra börnin í að
(Framh. á 4. síðu)
próttafél. Völsungar, 48 mín.
37. sek.
í göngunni fór og fram keppni
um göngubikar, sem Kaupfélag
Þingeyinga gaf og vann sveit
::þróttafélags Þingeyinga hann,
átti 1., 4. og 7. mann.
1. Ásgeir Torfason, UMF.
Ljótur, 120,4 sék.
2. Karl Hannes Jakobsson,
Völsungur, 125,0 sek.
3. Steingrímur Birgisson, Völs-
ungur, 125,7 sek.
í flokkakeppni í svigi um
svigbikar Þingeyinga, vann
sveit Völsunga, átti 2., 3., 4. og
5. mann.
í stökkkeppninni urðu úrslit
þessi:
1. Birgir Lúðviksson, Völsung-
ur, 229,2 stig.
2. Steingrímur Birgisson Völs-
ungur, 219,9 stig.
3. Reynir Kjartansson, UMF
Geisli, 165,3 stig.
Ennfremur fór fram keppni
um Kappahornið fyrir bezta af-
rek í samanlagðri göngu og
stökki. Að þessu sinni varð hlut-
skarpastur Steingrímur Birgis-
son, fékk 308,9 stig, og hlaut
jafnframt viðurkenningarheitið
skíðakappi Þingeyinga. Jón
Jónsson, sem áður hafði þann
titil, hlaut 305, 4 stig.
Þá fór fram keppni i svigi og
stökki drengja. í svigi urðu
hlutskarpastir: Haukur Bjarna-
son, Guðm. Hákonarson, Vil-
hjálmur Pálsson og Baldur
Bjarnason og í stökki: Vilhjálm-
ur Pálsson, Hreinn Melstað,
Haukur Bjarnason og Þórður
Ásgeirsson.
Mótstjóri var Jónas G. Jóns-
son, fimleikakennari, en aðal-
dómari Alfreð Jónsson.
Handknattleiksmótid
Handknattleiksmót í. S. í.
(innanhúss) hið fjórða í röð-
inni, lauk 26. f. m.
' íslandsmeistarar í handknatt-
leik karla urðu Haukar í Hafn-
arfirði. Valur hefir áður orð-
ið það þrisvar í röð.
íslandsmeistarar í kvenflokki
varð Ármann, og er þetta í
fjórða sinn í röð, sem Ármanns-
stúlkurnar bera sigur úr býtum.
Handknattleiksmót þetta stóð
yfir í mánuð og alls voru leikn-
ir 33 leikir. Þátt í mótinu tóku
34 flokkar frá 9 félögum.
Byggíng iðnskólahúss
(Framh. af 2. síðu)
greinum. í sambandi við hann
þarf að starfa tilrauna- og æf-
ingadeild, en auk þess þarf fé-
lagsstarfsemi iðnaðarmanna og
iðjuhölda að eiga þar samastað.
Þar þarf að vera aðstaða til iðn-
sýninga o. fl. o. fl. Félagið sjálft
mun leg^ja fram verulegan
hluta eigna sinna sem stofnfé,
en tryggir sér jafnframt viss
áhrif og aðstöðu hjá hinu nýja
fyrirtæki. Félagið gengst fyrir
fjársöfnun meðal allra iðnaðar-
manna í bænum. Margir munu
leggja fram verulegar fjárhæð-
ir. Allir byggingamenn leggja
fram loforð um nokkurra daga
sjálfboðavinnu við bygginguna.
Trésmiðir, múrarar, málarar,
rörlagningamenn og veggfóðr-
arar munu. vera milli 7 og 9
hundruð talsins hér í bæ. 5—10
dagsverk frá hverjum þeirra
ætti ekki að vera of í lagt sem
framlag og munaði þó um
minna. Auk þess mundu t. d.
húsgagnasm. ýmist gefa stofn-
uninni eða selja fyrir kostnað-
arverð allskonar húsmuni. Efn-
aðir timbursalar og sements-
kaupmenn væru vísir til að
verða stór-gjöfulir, og þannig
mætti lengi telja. Þegar allt
þetta væri reiknað til verðs,
þyrfti það með núverandi verð-
lagi að nema að minnsta kosti
3—400 þúsund krónum.
Þegar svo væri komið, að
þetta lægi fyrir, væri bæ og
ríki ógerningur að sitja hjá
lengur.
Reykjavikurbær gefur þá
væna lóð á góðum stað, ásamt
upphæð, sem vel mætti hugsa
sér tvöfalda á við framlag iðn-
aðarmanna. Þá kemur ríkið og
leggur t. d. 14 alls kostnaðar,
eða álíka mikið og iðnaðar-
menn.
Einhver mun nú segja, að hér
sé ætlast til meira af iðnaðar-
mönnum en sanngjarnt sé, en
ég held, að metnaður þeirra al-
mennt sé það' mikill, að þeir
kæri sig ekki um öllu meiri að-
Smnbund ísl. santvtnnufélaga
Kaupfélög!
Munið eftir að senda hagskýrslur yðar eins
fljótt og hægt er og eigi siðar en um miðjan
maí.
1
Blautsápa
frá sipuverkgmiðjmiBÍ SJöfn er almemit við-
m’kcBnd fyrir gæði. Flestar húsmæðicr nota
Sjainar-blautsápu
Sel skelja- og pússníogarsand.
Slml 2395.
Járníðnaðarprói
í eirsmiði, járnsmíði, plötu- og ketilsmíði, málm-
steypu, rennismíði og vélvirkjun, hefst í byrjun
næsta mánaðar. — Þeir, sem réttindi hafa til að
ganga undir prófið, sendi skírteini sín til forstjóra
Landsmiðjunnar, Ásgeirs Sigurðssonar, eða tali við
hann fyrir föstudag, 30. apríl.
ÚTSÖLUSTAÐIK TÍMMS 1 REYKJAVÍK
Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 ................ gími 2260
Þorsteinsbúð, Hrmgbraut 61......................... — 2803
Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ................... — 5395
Leifskaffi, Skólavörðustíg 3 ...................... — 2139
Bókaskemman, Laugaveg 20 B.........................
Bókabúð KR.ON, Alþýðuhúsinu ....................... — 5325
Söluturninn, Hverfisgötu ............\............. — 4175
Sælgætisbúðin Kolasundi ...........................
Verzlunin Ægir, Grófinni..........................
Bókaverzlun Fimis Einarssonar, Austurstræti 1 ..... — 1336
Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6 ............. — 3158
ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 .................... — 1754
Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29 ................ — 1916
Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 29 ............. — 4040
stoð, þó að á hitt megi svo
benda, að ríkið annist allan
kostnað við sérmenntun ann-
arra atvinnustétta þjóðarinnar.
Sjálfsagt er að ganga út frá
því, að iðnaðarmenn bæjarins
óski eftir því að hafa hönd í
bagga um stjórn skólans, er svo
væri komið, sem nú var gert
ráð fyrir. Mætti því gera ráð
fyrir að stjórn hans yrði í hönd-
um þeirra þriggja aðila, 'er nú
voru nefndir. í 5 manna skóla-
nefnd ætti ríkið 1, bærinn 1—2,
en iðnaðarmenn 2—3 fulltrúa
og hefðu þeir þannig að mestu
ráð skólans í hendi sér. Má telja
víst, að þeir setji metnað sinn í
að svo verði, og er það ekki last-
vert. Fjárhagur skólans yrði svo
borinn uppi af þessum sömu að-
ilum. Iðnaðarmenn greiða ein-
hver skólagjöld fyrir nemend-
ur sína, ríkið veitir ákveðinn
styrk út á hvern nemanda líkt
og nú gerist um suma aðra
skóla, en bærinn legg^r til það
sem á vantar.
Hér hefir þá verið leitast við
að gera grein fyrir þessu máli
eins og það muni bera að nú
innan skamms. Framkv. þess
þarf að verða meðal þeirra
fyrstu, sem ráðizt verður í, er
aftur kemst vitglóra í hlutina
á landi voru. En meðan vel-
gengni stendur enn og sæmi-
leg bjartsýni ríkir, eiga iðnað-
armenn að bindast fastmælum
um þessa framkvæmd og hrinda
henni með nokkrum hætti á-
leiðis, þó að e. t. v. verði ekki
byrjað á byggingu fyrr en eitt-
hvað líður frá. Mér virðist ein-
mitt, sem iðnaðarmenn hér
vanti eitthvert sameiginlegt
viðfangsefni á borð við þetta.
Þeir eru margir í bezta lagi
færir í iðn sinni og nýtir borg-
arar, en ýmsir, sem til þekkja
telja, að félagshyggju, sem
beinist að öðru en daglegu
brauði, hafi hrakað meðal þeirra
hin síðari ár. Þess vegna þurfa
þeir nú — sjálfra sín vegna —
að hefja sameinandi átak um
mál, sem hefir varanlega og al-
menna þýðingu. Mun þá rísa
hér í náinni framtíð vegleg
iðnaðarhöll, sem verði allt í
senn, menntastofnun fyrir æsku
höfuðstaðarins, miðstöð iðnað-
armálanna og verklegrar menn-
ingar I landinu, en um leið
verðugt minnismerki um frum-
herja þessara mála á fyrri hluta
20. aldar.