Tíminn - 14.05.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.05.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓr.I: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITETJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHUSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 27. árg. Ilcykjavik, föstudaginn 14. maí 1943 53. blað Úr grein Bernhards Stefánssonar: Sjálfstæðismenn og sósialistar hindrnðu samstarf flokkanna 75 ára: Magnús Torfason Magnús Torfason sýslumaður varð 75 ára hinn 12. þ. m. Magnús tók við sýslumanns- embætti í Rangárvallasýslu ár- ið 1894, sýslumaður og bæjarfó- geti á ísafirði 1904 og loks sýslumaður í Árnessýslu frá 1921 til 1940. Á enginn núlifandi sýslumaður svo langan embætt- isferil að baki. Magnús var fyrst kosinn á þing í Rangár- vallasýslu 1901, ísfirðingar kusu hann á þing 1916 og Árnesingar 1923 og síðan oftast til 1937. Er þetta sýnilegur vitnisburður þess, sem kunnugir vita, að Magnús hefir notið trausts og hylli alþýðu manna, hvar sem hann hefir gegnt sýslumanns- störfum. Mun það mála sann- ast, að hann hafi verið mildur við snauða menn, en stórbokk- um örðugur og þungur í skauti. „Við Dani var hann djarfur og hraustur“, eins og Jón Arason og jafnan i hópi hinna einörð- ustu Sjálfstæðismanna, meðan baráttan var hörðust um sjálf- stæði landsins. Hann hefir jafn- an látið sig miklu skipta kjör almennings, umbætur og fram- farir, þar sem hann hefir farið með héraðsstjórn. Frjálslyndi hans hefir lengi verið við brugðið, hnittni hans og til- svör eru landfleyg orðin og munu lifa á vörum almennings. Munu fáir íslendingar hafa betur tileinkað sér þá lífsspeki Hávamála en Magnús: „glaður og reifur skyli gumna sér unz sinn bíður bana.“ Leynilcgum áródri forkólfa Sjálf- stædisflokksins hnekkt Forvígismenn Sjálfstæðisflokksins hafa látið erind- reka sína hefja þann áróður víða um lancl, að myndun allra flokka stjórnar hafi strandað á Framsóknarflokkn- um, því að hann hugsi ekki um annað en að hefna sín á Sjálfstæðisflokknum fyrir kjördæmabreytinguna. Allt starf Framsóknarflokksins, segja þeir, mótast af hefndarstefnunni. Það lýsir klókindum hjá forkólfum Sjálfstæðisflokks- ins að reka þennan áróður í kyrþey, en láta hann ekki sjást í flokksblöðunum, þar sem hægt er að hnekkja honum opinberlega. En það er næsta auðvelt að sýna fram á, að samstjórnartilraunir flokkanna á síðastliðnu hausti strönduðu á Sjálfstæðisflokknum og Sósíalista- flokknum, eða réttara sagt klíkum þeim, sem ráða þess- um flokkum. Kveldúlfsklíkan vildi ekki láta stríðsgróða- mennina færa neinar fórnir og Moskvuklíkan er and- víg öllu heilbrigðu viðreisnarstarfi. Eitt íhaldsblaðið, íslendingur á Akureyri, hefir verið svo ógætið að hreyfa þessum áróðri opinberlega. Bern- harð Stefánsson alþm. hefir því birt ítarlega svargrein í Degi. Þar segir m. a.: Sigurður E. Guð- mundsson bóndi og kennari 1 Engihlið í 'Húnavatnssýslu andaðist 29. f. m. og verður jarðsettur í dag. Sigurður var fæddur 11. niarz 1892. Lauk námi i Gagnfræða- skólanum á Akureyri 1914, en þar var hann jafnan 1 allra- fremstu röð nemanda bæði að námi og félagsmálum. Hann var vinsæll maður með afbrigðum og naut mikils trausts í sveit sinni. Er mikill harmur og mannskaði að frá- falli hans um örlög fram. j „Sannleikurinn í þessu máli er sá, að Framsóknarflokkur- , inn vildi fyrst og fremst sam- ! stjórn allra flokka, ef samning- ar gætu tekizt um það. Þetta , kom opinberlega fram í haust, og er vafalaust að „íslendingi" er um það kunnugt, en hann treystir aðeins á, að atburðir frá i haust séu almenningi nú gleymdir. Þegar 8 manna nefnd- in var að reyna að finna sam- starfsgrundvöll allra flokka, strandaði ekki á Framsóknar- iiokknum. Hann lagði þar fram sínar tiilögur, en þær cllu þar engum friðslitum. Orsakirnar til þess að starf 8-manna nefnd- arinnar bar engan árangur voru þessar: tregða Sjálfslæðis- flokksins til að taka yfirleitt af- stöðu til tillagna annarra flokka og til að hafa þá forgöngu i málinu, sem honum bar sem stærsta flokknurn og þáverandi stjórnarflokki og i öðru lagi Verzlunin við állönd Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Hagstofunnar hefir verzlunar- jöfnuðurinn í aprilmánúJ'i ver- ið hagstæður um 5.3 miljónir. Flutt var inn fyrir 18.0 milj. og ,út fyrir 23.3 miljónir króna. Mánuðina janúar-apríl nam innflutningurinn 77.4 milj. kr. en útflutningurinn 63.2 milj. kr. Verzlunarjöfnuðurinn frá ára- mótum hefir þvi verið óhagsæð- ur um 14.2 miij. króna. í fyrra var flutt út I jan.— apríl fyrir 67.5 milj. kr., en inn- flutningur nam 64.2 milj. kr. Aðalútflutnir.gsvörur í aprll voru ísfiskur fyrir 17 milj. kr. og freðfiskur fyrir tæpl. 5 milj. kr. Lýsi var Uutt út fyrir um 1 milj. kr. skilyrði (ekki tiilögur) Sósíal- istaflokksins fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Eitt þessara skil- yrða var t. d. þaö, að einn flokk- ur átti hvenær som var að geta krafizt þingrofs og nýrra kosn- inga. AÖ' sliku vildi enginn hinna flokkanna ganga, Sjálfstæðis- flokkurinn ekki lieldur. Eftir að 8-inanna nefndin gafst upp, stakk Sjálfstæðis- flokkurinn upp á þvi, að allir flokkar þingsins mj'nduðu samt sem áður stjórn, í þeirri von, að hún mundi geta fundið sam- starfsgrundvöll, þegar hún væri setzt á Jaggirnar, þó 8-manna nefndinni tækist það ekki. Þessu játaði Frainsóknarflokk- urinn fyrir sitt leyti, en þá strandaði á sósíalistum. Um þetta var getið í öllum dagblöð- um höfuðstaðarins, einnig sjálfstæðisblöðunum, og hlýtur „íslendingi" því að liafa verið (Framh. á 4. sídu) Ógæítasöm vetrarvertíð, en ailasæl, þegar gaí á sjó Hæstu liásetalilulir á Akrsmesi og Keflavík 13—16 ]»úsund krónur. Vetrarvertið bátaflotans í verstöðvum á Suðvesturlandi er að telja út. Sumir bátanna eru þegar hættir. Aðrir láta vertíð lokið eftir fáa róðra. Gæftir hafa verið fremur tregar, en yfirleitt mikið af fiski á miðun- um, þegar gefið hefir á sjó. Um aflahluti verður eigl sagt með vissu að svo stöddu, en þó inunu þeir hafa orðið góðir á flestum bátanna og ágætir á sumum, jafnvel 14—16 þúsund krónur á aflahæstu bátunum 1 feng- sælustu verstöðvunum. Akranes. Frá Akranesi mun enn verða róið í nokkra daga, sennilega fiam í miðja næstu viku, ef beita endist. Aflabrögð hafa verið þar á- gæt í vetur. Þótt tíð hafi verið umlileypingasöm, og hefir fiski- gengd veiið svo mikil á miðun um, að meiri afJi liefir komið á land lioldur en átt liefir sér stað mörg undanfarin ár. Allur heíir aflinn verið haus- aður og slægður og seldur jafn- óðum 1 skip. Hásetahlutir verða drjúgir í ár, sennilega 10—1.2 þúsund krónur að meðaltali. fyrir fisk inn. En á aflasælustu bátun- um munu þeir verða um 15 þús- und krónur. Samkvæmt upp- gjöri 1. apríl losuðu þeir þá þegar 10 þúsund krónur á beztu bátunum. Við þetta bætist há- setahlutur fyrir lifur og bein. Má þar gera ráð fyrir 2—3 þús- und krónum, ef miða má við fyrri raynslu. Þó er á það að líta, að vinnslukostnaöur er nú stórum meiri en undanfarin ár, (Framh. á 4. síðu) Churchill er nýkominn tiz Washington, ásamt öllum helztu yfirmönnum land- hers, flughers og flota Bretaveldis. Hafa hann og Roosevelt verið á stöðugu ráðstefnu undanfarna daga. Talið er að helzta umrœðuefnið sé innrás á meg- inland Evrópu. Líklegt þykir að einnig sé rœtt um sókn gegn Japönum, því að Wavell hershöfðingi er í fylgd með Churchill. Fregnir frá Washington herma, að sigurinn í Tunis hafi flýtt fyrir innrás á meginlandið um níu vikur, þ. e. hún verður undan áœtlun. Fregnir þaðan segja einnig, að margar innrásartil- raunir munu verða gerðar samtímis, en aðeins ein þeirra muni verða upphaf aðalinnrásarinnar. — Myndin hér að ofan er af Churchill og Roosevelt á Casáblancaráðstefnunni. Erlent yflrlit 14. maí: Sijórnmál í Bretlandi Er flokkaskipunin par að riðlast? Bretar hafa nú búið við þjóð- stjórn í þrjú ár. Þjóðin hefir unað þeirri tilhögun vel, vegna hinna ytri ástæðna. Þó virðast nú ýms merki þess, að nokkurt los sé að koma á samvinnu þessa. Einkum er það ágrein- ingur um innanlandsmálin, sem veikir hana. Þótt stjórnin ætti upphaf að Beveridge-tillögunum, munaði minnstu, að þær væi^i búnar að gera henni lifið súrt á síðast- liðnum vetri. Þegar tillögurnar komu til umræðu i þinginu, töl- uðu fyrst af hálfu stjórnarinn- ar ráðherrarnir Anderson og Wood, báðir íhaldsmenn. Þeir ræddu svo dauflega um tillög- urnar, að flestum skildist, að stjórnin væri á móti þeim. Voru því horfur á, að mestallur verkamannaflokkurinn, flestir þingmenn frjálslyndu flokks- brotanna og um 40 íhaldsmenn, sem mynda eins konar róttæka deild i íhaldsflokknum, myndu greiða atkvæði gegn. stjórninni. Morrison innanríkisráðherra, einn helzta leiðtoga verka- mannaflokksins, tókst þó með ræðu, sem hann flutti rétt fyr- ir atkvæðagreiðsluna, að draga úr mesta mótþróanum. Hann Þjóðhátíðardags Norðmanna minnst Norræna félagið sýnir leikrit aítir Ibsen Þjóðhátíðardagur Norðmanna er á mánudaginn kemur. Norð- mannafélagið hér í bænum mun minnast þess með sérstökum hátíðahöldum, er íslendingar taka þátt í. Vafalaust munu og ýmsir láta fé af hendi rakna til Noregssöfnunarinnar þennan dag. Þá hefir og Norræna félag- ið undirbúið sýningu á leik Henrik Ibsens „Veizlan á Sól- haugum“ og verður frumsýn- ingin á mánudagskvöld. Leik- stjórnina annast frú Gcrd Grieg, en Soffía Guðlaugsdóttir leikur aðalhlutverkið. Verður mjög til sýningar þessarar vandað. Frú Gerd Grieg var stödd í Englandi, er ráðið var, að Nor- ræna félagið gengist fyrir þess- (Framh. á 4. siðu) lýsti yfir því, að stjórnin hefði fallizt á flestar Beveridge-til- lögurnar, aðeins hafnað einni, en hefði hinar til athugunar. Þrátt fyrir þetta greiddu marg- ir þingmenn. verkamanna- flokksins og frjálslynda flokks- ins atkvæði gegn stjórninni. Beveridgetillögurnar hafa afl- að sér slikra vinsælda í Bret- landi, að auðséð er að stjórnin er ekki búin að bíta úr nálinni með þessa afstöðu síha. Innan verkamannaflokksins liefir afstaðan til Beveridge- tillagnanna kostað mikil átök. Ráðherrar flokksins hafa sætt þungu aðkasti margra flokks- manna sinna fyrir málamiðlun þá, sem þeir gerðu við ráðherra íhaldsflokksins. Var það ber- sýnilegt um tíma, að mikill meirihluti þingmanna flokksins var þeim andstæður i þessu máli. Sumir ráðherrarnir, eink- um Bevin verkamálaráðherra, höfðu því við orð að biðjast lausnar. Bevin varð þó kyrr eft- ir að hafa fengið tilmæli um (Framh. á 4. slðu) Seinustu fréitir ÖIl skipuleg vörn möndul- herjanna I Tunis þraut síðastl. miðvikudag. Hersveitir Banda- manna náðu þá allri strand- lengju Bonskagans á vald sitt og aðalbækistöðin, þar sem von Arnim hershöfðingi hafðist við, var tekin. Á miðvikudagskvöld var búið að taka 150 þús. fanga, þar af 110 þús. Þjóðverja, en nokkrir herflokkar vörðust þá hér og þar á strjálingi. Á tíma- bilinu 1. marz til 15. apríl misstu möndulherirnir í Tunis 66 þús. manns (fangar, særðir, fallnir). Frá 15. apríl og fram til loka- sóknarinnar urðu þeir líka fyrir miklu manntjóni. Þá hafa þeir og misst mikið lið við flutning- ana til og frá Tunis. Það mun því alltaf mega telja manntjón þeirra i Tunis 250 þús. manns. Verkalýðssamtökin í Svíþjóð hafa vottað ríkisstjórninni traust sitt í tilefni af þeim á- deilum, sem hún hefir orðið fyr- ir, vegna þess, að þýzkir her- menn, er verið hafa í Noregi, hafa fengið að fara heim um Svíþjóð í fríum sínum. Hins vegar hafa þeir ekki fengið að fara um Svíþjóð til Noregs. Sósíalistar í gapastokknum Blöð sósíalista halda enn á- fram að hamra á þeim ósann- indum, að samkomulag um vinstri stjórn hafi strandað á jví, að Framsóknarf lokkurinn krafðist lögþvingaðrar lækkun- ar á kaupgjaldi og afurðaverði. Til þess að gera þessi ósann- indi trúlegri, birta þeir smá- kafla úr einni tillögu Fram- sóknarflokksins um starfs- grundvöll vinstri stjórnar. Til- laga þessi fjallaði um dýrtíðar- málin og var þar gert ráð fyrir, að í samráði við samtök bænda og launþega yrði fundið hlut- fall milli afurðaverðs og kaup- gjalds og yrði hvort tveggja síð- an lækkað með samkomulagi við þessa aðila. Slíkt skyldi þó ekki gert, nema áður væri tryggilega gengið frá þjóðnýt- ingu stríðsgróðans. Með því að slíta smákafla úr heildartillögunni, geta sósíalist- ar vitanlega rangfært efni hennar. En því var alltaf yfir lýst af Framsóknarflokknum, að hann vildi ná þessu marki með samkomulagi við samtök bænda og launþega, en aldrei einu orði minnst á lögþvingaða kauplækkun. Allt skraf sósíalista um lög- þvingunartilraunir Framsókn- arflokksins er því uppspuni frá rótum og er engum betur kunn- ugt um það en Brynjólfi Bjarnasyni og Sigfúsi Sigur- hjartarsyni, sem áttu sæti í níumannanefndinni. Sýnir þessi framkoma þeirra bezt, hversu bágborinn þeir telja málstað sinn, þar sem þeir geta ekki varið mótþróa sinn gegn vinstri stjórn með öðru en beinum ó- sannindum. Á víðavangi DÝRKEYPTAR BREYTINGAR. Blaðið „Einherji“ á Siglufirði ritar nýlega um áhrif seinustu kosninga á störf Alþingis. Blað- ið segir m. a.: „Þjár aðalbreytingar, sem urðu á skipan Alþingis við síðustu kosningar eru þessar: 1. Áður var Framsóknarflokk- urinn stærsti þingflokkurinn, nú er það Sjálfstæðisflokkur- inn. 2. Framsóknarfl. og Alþýðufl. höfðu áður til samans meiri- hlutaaðstöðu I báðum deildum, enda höfðu þeir myndað stjórn saman. Nú hafa þeir ekki leng- ur meirihlutaaðstöðu, og er því ekki hægt nú að mynda meiri- hluta vinstri stjórn, nema Sósi- alistaflokkurinn styðji hana líka. 3. Sósíalistaflokkurinn þre- faldaði þingmannatölu sina. Þessar breytingar virðast í fljótu bragði ekki mjög miklar, en reynsla síðustu fimm mán- aða bendir til, að þær ætli að verða þjóðinni alldýrkeyptar". Til viðbótar þessum athuga- semdum Einherja má benda á það, að Sjálfstæðismenn lögðu áherzlu á það fyrir kosning- arnar á síðastl. hausti, að raun- ar væri öllu borgið, ef SjáJf- stæðisflokkurinn fengi fleiri þingmenn en Framsóknarflokk- urinn. Þá tæki hann forustuna i þinginu og allt myndi verða í bezta lagi. Sjálfstæðisflokknum varð að þessum óskum. En hverjar hafa efndirnar orðið? Hefir Sjálf- stæðisfiokkurinn reynzt þess- arar forustu verðugur? MENNTASKÓLI AÐ LAUGAR- VATNI OG SÓSÍALISTAR. Sósíalistar eru orðnir hálf- smeykir við afstöðu sína til stofnunar menntaskóla á Laug- arvatni. Þjóðviljinn birti þvl þingræðu, sem Einar Olgeirsson I flutti um málið, þar sem þvi er (Framh. á 4. siOu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.