Tíminn - 14.05.1943, Blaðsíða 2
210
TÍMHyiV, föstntlagiim 14. mal 1943
53. blað
Htiffvekiar héðan ogf þadan s
Hvi eru ekki íleiri sjiikrasamlög
i sveitum og kauptúuum?
lVýlt blad, óvenjulegt heílsuhæli, eíling æðarvarpsíns
Hvers veg-na nota sveitirnar og kauptúnin sér ekki hlunnindi
sjúkratrygginganna eins og kaupstaðirnir? Öryggisleysið, sem
fylgir veikindum, er þó vissulega ekki minna þar. Þess eru mörg
dæmi, að sjúkrakostnaður hefir orðið mörgu heimilinu þar óvið-
ráðanleg byrði. Þessi byrði hefði orðið miklu meðfærilegri, ef
notið hefði aðstoðar sjúkrasamlags, jafnvel sama og engin.
Kostnaðurinn við það að vera í sjúkrasamlagi er öllum við-
ráðanlegur. Hins vegar er kostnaðurinn við mikil veikindi fæst-
um viðráðanlegur, nema Ieitað sér opinberrar hjálpar, sem flest-
um finnst erfiðar aðgöngu en sjúkrasamlagsstyrkurinn.
Samkvæmt sjúkratryggingar-
lögunum veitir ríkið sjúkrasam-
lögunum styrk, sem nemur 25%
af iðgjöldum þeirra. Hlutaðeig-
andi sveitasjóður veitir sama
styrk.
Kaupstaðabúar hafa notfært
sér þessi hlunnindi sjúkratrygg-
ingalaganna, en flestar sveitir
og mörg kauptún hafa enn ekki
gert það. Vissulega hafa sveit-
irnar og sjóþorpin þó fulla þörf
fyrir þá veikindahjálp ríkisins,
sem hægt er að fá með þessum
móti.
Skilningurinn á þessu máli
fer þó óðum vaxandi. Ýms
kauptún hafa þegar stofnað
sjúkrasamlög. í þessum sveitar-
félögum hafa sjúkrasamlög ver-
ið stofnuð:
Arnarneshreppur, Eyf..,
Andakílshreppur, Borg.,
Bessastaðahreppur, Gull-Kjós.
Biskupstungnahreppur, Árn.
Fljótshlíðarhreppur, Rang.
Grímsneshreppur, Árn.,
Gaulverjabæjarhr., Árn.,
Gnúpverj ahreppur, Árn.,
Holtahreppur, Rang.,
Hraungerðishreppur, Árn.,
Hvolhreppur, Rang.,
Kjósarhreppur, Gull-Kjós.,
Lundarreykjadalshr., Borg.,
Mosfellssveitarhr., Gull-Kjós.,
Sandvíkurhreppur, Árn.,
Skeiðahreppur, Árn.,
Staðarhreppur, V.-Hún.,
Svarfaðardalshr., Eyf.,
Villingaholtshr., Árn.,
Til þess að stofna sjúkrasam-
lag, er nýtur hlunninda sjúkra-
tryggingarlaganna, þarf það að
vera samþykkt við almenna at-
kvæðagreiðslu af meirihluta
atkvæðisbærra manna í hrepps-
félaginu. Við atkvæðagreiðsluna
í framannefndum sveitum hefir
yfirgnæfandi meirihluti jafnan
lýst sig fylgjandi stofnun
sj úkrasamlagsins.
Einhverjir kunna að setja
fyrir sig framlag það, sem
sveitarsjóður þarf að greiða til
sjúkrasamlagsins. En reynslan
er víða sú, að sjúkrasamlag
dregur úr öðrum útgjöldum
hreppsins. Fátækrahjálp rekur
‘gíminn
Föstutlau 14. maí
Verkefni íyrír sam-
tök smáframleiðenda
Stríðsgróðamenn landsins
hafa aldrei verið jafn öflugir
og nú. Þeir leggja undir sig ný
og ný fyrirtæki. Jarðir og hús-
eignir safnast í hendur þeim.
Hið mikla vald, sem eignaráð
þessi veita þeim, mun verða
notað vægðarlaust, þegar þeir
telja þess þurfa. Trú þeirra
virðist sú, að þegar aðþrengir
fylgi fólkið þeim, sem gefur því
mat. En gróðamenn þykjast
jafnan góðgerðamenn þeirra,
sem þeir veita atvinnu á
krepputímum.
Samtök verkamanna eflast
líka óðfluga. Þau ógna með
verkfallsvaldinu, ef þessum eða
hinum kröfum þeirra er ekki
fullnægt. Þegar harðnar í ári,
munu þau vafalaust herða kröf-
ur sínar og beita valdi sínu
meira.
Það virðist sameiginlegt með
forsvarsmönnum stórgróða-
valdsins og núverandi leiðtog-
um verkalýðssamtakanna, að
þeir óska ekki eftir því, að nú
myndist samtök í landinu, er
reyni að lækna þá öfugþróun,
sem ríkir í viðskiptalífi og fjár-
málum þjóðarinnar. Hvoru-
tveggja trúa því, að þeir græði
á því að bíða. Við getum náð í
meiri eignir, meiri yfirráð og
verðum því sterkari, þegar
hrunið kemur, hugsa stórgróða-
mennirnir. Við getum fylgt liði
okkar enn betur, hugsa verk-
lýðsforkólfarnir. Þess vegna
voru þeir beztu samherjar og
mátar á síðasta þingi, Ólafur
Thors og Brynjólfur Bjarnason.
■Meðan þessu fer fram, að
stórgróðavaldið annars vegar
og verkalýðssamtökin hins veg-
ar, búa sig undir átökin i ná-
inni framtíð, hefir fjölmennasta
stétt landsins, smáframleiðend-
urnir til sveita og sjávar, —
bændur, smáútvegsmenn, hluta-
sjómenn og smáiðnrekendur, —
næsta hljótt um sig. Þær virð-
ast ekki gera sér Ijóst, að stétta-
samtökin til hægri og vinstri
sækja jafnt og þétt inn á verk-
svið þeirra og þröngvað kosti
þeirra á*ýmsan hátt. Þeir virð-
ast taka því, sem miður fer og
að þeim er rétt, með helzt til
mikilli þolinmæði.
En svo má ekki lengur til
ganga. Smáframleiðendurnir
verða að fylkja sér fastar sam-
an. Þeir verða að efla samtök
sín á öllum sviðum og þó fyrst
og fremst þann flokk, sem bezt
heldur á málum þeirra, Fram-
sóknarflokkinn. Annars eiga
þeir það á hættu, að þeim verði
stöðugt þokað neðar og neðar
og það lóð, sem þeir geta lagt
á metaskálarnar, er risaglíma
stórgróðamanna og verkalýðs-
samtakanna hefst, verði harla
' lítilvægt.
Hvers vegna sundra smá-
framleiðendur mætti sínum
með því að fylgja flokki eins og
Sjálfstæðisflokknum, sem ein-
göngu þjónar stríðsgróðavald-
inu, og er því alltaf reiðubúin
að ganga á hlut þeirra, ef það
er til einhvers hags fyrir stríðs-
gróðamennina? Hvers vegna
fylgja bændur Sjálfstæðis-
flokknum, sem var reiðubúinn
til þess á seinasta þingi að
minnka dýrtíðina eingöngu á
kostnað landbúnaðarins? Hvers
vegna fylgja smáútvegsmenn og
hlutasjómenn Sjálfstæðis-
flokknum, sem barðist gegn
auknum sjóðhlunnindum smá-
útvegsins á seinasta þingi?
Þannig mætti lengi spyrja.
• Bændur, smáútvegsmenn og
fiskimenn mega ekkl við því
lengur, að samtakamáttur
þeirra sé skertur á þann hátt,
að þeir skiptist í marga flokka.
Hin komandi verkefni og átök
í þjóðfélaginu krefjast þess, að
þeir standi saman. Þeir verða
að fylkja sér um einn flokk,
Framsóknarflokkinn, svo að
hann verði nógu öflugur til þess
að geta haldið á réttmætum
hlut þeirra.
Aukin samtök smáframleið-
enda eiga vissulega ekki að
beinast að því að ganga á hlut
annarra stétta. Þau eiga aðeins
að tryggja rétt þeirra. Sízt af
öllu má líka hafa á þeim þann
blæ, að þau eigi að þröngva kosti
verkalýðsins í bæjunum. Smá-
framleiðendurnir og verkalýð-
urinn hafa vissulega margra
sameiginlegra hagsmuna að
gæta, og þjóðfélaginu væri það
vafalaust farsælast, að samtök
bessara aðila gætu haft sem
bezta samvinnu. Fyrir smá-
framleiðendur, t. d. bændur, er
bað hagur, að verkalýðurinn
hafi sem mesta getu til að kaupa
afurðir þeirra. Fyrir verkalýð-
inn er það líka hagur, að smá-
framleiðendur hafi sæmilega
Giiðjón F. Teitsson;
NIÐURLAG
Skal þá aftur horfið að fyrir-
myndarríki Platós. Því er stjórn-
að af gáfuðustu og bezt hæfu
körlum og konum í ríkinu.
Plató vildi hafa algert jafnrétti
á milli karla og kvenna, einnig
til náms og til þess að gegna
opinberum störfum ííþjóðfélag-
inu.
Hinir væntanlegu stjórnend-
ur ríkisins eru þannig valdir og
uppaldir, að úr hópi all margra,
sem látnir hafa verið halda á-
fram námi eftir tvítugsaldur,
eru eftir 10 ár, eða um þrítugs-
aldur, valdir þeir einstaklingar,
sem þykja framúrskarandi að
hæfni, og skulu þeir halda á-
fram námi, einkum heimspeki-
námi, í næstu 5 árin. Þá er
skólanáminu eða hinu fræði-
lega námi lokið, en þessir menn
eru samt enn ekki færir um að
-stjórna ríkinu, til þess vantar
þá að kynnast lífi og störfum
almennings í landinu í raun-
hæfari hátt. Að loknu hinu
fræðilega námi verða þeir því
að hverfa að alls konar hagnýt-
um störfum, sem fyrir koma í
bjóðfélaginu, og stunda þann-
ig verklegt nám í 15 ár, eða
fram til fimmtugsaldurs. Þá
fyrst er hægt að líta á þessa
afkomu, svo að þeir þurfi ekki
að hætta atvinnurekstrinum og
gerast keppinautar þeirra á
þröngum vinnumarkaði bæj-
anna.
Samtök smáframleiðenda geta
líka haft það umfram önnur
stéttasamtök, að þau geta gert
meira gagn en að hugsa beint
um hag stéttarinnar. Þau hafa
á ýmsan hátt aðstöðu til þess
að bera klæði á vopn hörðustu
stéttaandstæðnanna í þjóðfé-
laginu. Þess vegna þurfa aukin
samtök smáframleiðenda ekki
að verða til þess að auka stétta-
átökin í þjóðfélaginu. Þau geta
þvert á móti orðið til þess að
draga úr þeim. Þ. Þ.
menn, sem fullnuma heimspek-
inga, er færir séu um að stjórna
ríkinu.
Það, sem hinn fullnuma og
lífsreyndi heimspekingur hefir
fyrst og fremst til síns ágætis,
umfram fjöldann, er hæfni til
þess að skilja hina fullkomnu
hugsjón guðs, sem hinn efnis-
legi heimur er aðeins ófullkom-
in mynd af. Hugsjón guðs, hinn
guðlegi leyndardómur lífsins, er
eins og skínandi Ijós á himni,
en sálir mannanna eru yfirleitt
eins og óreglulegir kristalsflet-
ir, sem ljós guðs brotnar á og
endurkastast frá í torkepnileg-
um myndum. Það er hlutverk
heimspekingsins, að fága svo
sálarlíf sitt (kristalla anda
síns), að hann fái skýra hug-
mynd um hugsjón guðs, Ijós
þess tilgangs, sem býr í stjörn-
um himingeimsins og í gjörð-
um mannanna. Og þegar heim-
spekingurinn hefir skilið til-
gang guðs, er það hlutverk hans
að sýna það í hinu fullkomn-
asta stjórnarfari þeirrar þjóð-
ar, er hann tilheyrir og þjónar.
Stjórnendur ríkisins skulu
ekki hafa neinna persónulegra
fjárhagslegrar hagsmuna að
gæta og ekki eiga neinar fjár-
munalegar séreignir. Þeir skulu
í flestum tilfellum rætur sínar
til Veikinda.
Forustumenn í sveitafélögum
og kauptúnum, þar sem ekki eru
til sjúkrasamlög, ættu þegar að
hefjast handa um stofnun
þeirra. Það er vissulega betra
fyrr en seinna.
Kirkjjnblaðið
Nýtt blað, Kirkjublaðið, hóf
útkomu sína um'helgina. Það á
að koma út 40 sinnum á ári.
Ritstjóri er biskup landsins, en
blaðið nýtur fjárhagslegs
stuðnings margra kirkjunnar
manna og kirkjuráðs. Það á að
fjalla um ýms almenn mál, þó
kirkju- og kristnimál verði aðal-
efni þess.
Ýmsir virðast vantrúaðir á
kirkju og kristnidóm. Það er
reyndar ekki ný bóla. Vissulega
hafa kirkjunni oft verið mis-
lagðar hendur, eins og öðrum
mannlegum stofnunum. En sá
boðskapur, sem hún byggir á, er
þó grundvöllur vestrænnar
menningar. Hans er ekki sízt
þörf á þessum tímum.
„Þjóðfélagsl. vandamál munu
rísa hvert af öðru,“ segir í inn-
gangsorðum blaðsins, „ef til vill
erfiðari en nokkru sinni fyrr.
Hagfræðilegar og stærðfræði-
legar áætlanir og ytri skipu-
lagning og reglur um fram-
kvæmdir og framtíðarlíf, hversu
góðar sem eru, munu aldrei
einar nægja til þess að skana
nýjan og betri heim hér á jörðu.
Til þess þarf umfram allt að
breyta mannshuganum og
kenna honum betur en hingað
til hefir tekizt, að tileinka sér
þá trú og breyta samkvæmt
þeim lífsreglum og eilífu sann-
indum, sem orð og heilög fyrir-
mynd Jesú Krists birtir mann-
kyninu.“
Ef Kirkjublaðið vinnur vel í
þessum anda, á það erindi til
þjóðarinnar.
Fjársöfiimi fyrir
hcilsnhæll
Náttúrulækningafélag íslands
hefir mörg járn í eldinum, eins
og nýlega var sagt frá hér í
(Framh. á 4. síðu)
matast á opinberum matstofum
og búa saman í fjölbýlishúsum.
Þeir eru hafnir yfir það að
hægt sé að múta þeim, og þeir
setja allan sinn metnað í það
að koma á og viðhalda réttlæti
meðal mannanna, enda skulu
þeir njóta skilyrðislausrar
hlýðni af hálfu þjóðar sinnar,
sem undir þá er gefin.
Plató álítur, að menn eigi ekki
að hafa aðra guðstrú en þá, sem
samrýmist mannlegri skynsemi.
í viðskiptum hver við annan
eiga menn að sýna fyllsta
drengskap og ráðvendni. Plató
álítur kaupsýslu niðurlægjandi,
af því að kaupsýslumaður geti
ekki verið hvorttveggja í senn,
gróðasæll og heiðarlegur.
Glæpamaður er meðaumkunar-
verður. Það á ekki að refsa hon-
um, heldur hindra hann í að
freipja frekari glæpi. Því mann-
vonzka en afleiðing heimsku eða
fávizku. Ef maður fremur glæp,
er það af því áð hann er ekki
vel upp alinn. Hann er brjóst-
umkennanlegur aumingi, sem
hvorki skilur, hvað honum
sjálfum eða öðrum er fyrir
beztu. Baldinn foli verður ekki
taminn með barsmíðum, og það
er heldur ekki hægt að temja
ófélagslyndan mann með því að
meðhöndla hann sem úrhrak.
Sé glæpamaður brjálaður, þá
ber að lækna brjálsemi hans og
þurrka út misgerðahneigð hans
með lyfi þekkingarinnar, en
sláið hann ekki með svipu
hefndarinnar.
Því er eins farið um líkam-
leg veikindi eins og siðferðileg
veikindi, að þau stafa mjög oft
B Æ K U R
Anna Karenina og
Bólu-Hjálmar
Nýl. hafa tvær bækur Þjóð-
vinafél. og Menningarsjóðs ver-
ið afgreiddar til áskrifenda. Eru
þær 2. bindi af Önnu Karenínu
og Ljóðmæli Bólu-Hjálmars.
Þetta bindi af Önnu Karenínu
er 124 bls. með fremur smáu
letri. Er þýðing Magnúsar Ás-
geirssonar vel og vandvirknis-
lega gerð. Tvö bindi álíka stór
munu enn væntanleg af þessari
bók. Með því hefir íslenzkur
bókakostur verið auðgaður með
einu af höfuðskáldverkum 19.
aldarinnar í ágætri þýðingu og
án úrfellinga.
Ljóðmæli Bólu-Hjálmars er
annað bindi íslenzkra úrvals-
rita, sem Menningarsjóður gef-
ur út. Bókin er 10 arkir í snotru
8-blaða broti, en prentuð á
þunnan pappír. Jónas Jónsson
alþingism. hefir valið kvæðin og
ritað formála um æviferil
Hjálmars og kveðskap. Framan
við bókina er mynd af Hjálmari,
sem Ríkarður Jónsson hefir
teiknað eftir lýsingum kunn-
ugra manna, en engin samtíð-
armynd er til af skáldinu. Mun
Ríkarður hafa náð svipmóti
Hjálmars furðu vel, á mynd
þessari, að dómi þeirra, er helzt
muna-Kjálmar. Það mun óhætt
að fullyrða, að aldrei hafi fyrr
verið ritað af næmari skilningi
og samúð um lífsferil og skáld-
skap Bólu-Hjálmars en Jónas
Jónsson hefir gert í formála
þessum. — „Hjálmar er skáld
íslenzkrar örbirgðar og hungur-
kvala.“ — Listræn orka þjóðar-
innar brýzt fram undan fargi
fátæktarinnar eins og gróður
jarðar gegnum sandskafla
Heklugosanna. — Skapgallar
Hjálmars gera honum lífsbar-
áttuna örðugri og sárari en
flestum jafnöldrum hans. Hann
skortir sakarafl við fátæktina
og umkomuleysið, en hann rist-
ir því níð í greyptum ljóðlínum.
Ljóð Hjálmars eru rödd þjóð-
arinnar frá þeim tíma, er hún
hættir að beygja höfuð í þögn
og þolinmæði undir okið, tekur
að neyta afls og hrista fjötrana.
Stef Hjálmars eru ekki end-
urkvæð, fremur en Egils. Þau
eru blóð af blóði samtíðar hans.
Þau eru bautasteinar á farinni
leið þjóðarinnar, óbrotgjarn
arfur síðari kynslóða.
Ljóð Hjálmars hafa tvisvar
verið gefin út áður, en þær út-
gáfur eru lítt eða ekki fáanleg-
ar. Útgáfa Menntamáiaráðs
fyllir því í opið skarð.
Vísur Hjálmars eru margar
á hvers manns vörum, ljóðlínur
af þekkingarskorti, og rétt upp-
eldi mun að verulegu leyti upp-
ræta sjúkdóma. Séu menn eigi
að síður ólæknanlega sjúkir, er
bezt, að þeir deyi strax, því að
betri er skjótur dauði en seig-
drepandi sjúkleiki. ^
í fyrirmyndarríki Platós eru
lögfræðingar óþarfir menn, því
að þar, sem þekking ríkir,
standa menn ekki í málaferlum.
Lögin, sem fólkið býr við, eru
fá að tölu og auðskilin, því að
stjórnendurnir vita, að ný lög
skapa oft nýja lögbrjóta. Þess
vegna kenna þeir fólkinu að
stjórna sér sem mest sjálft,
þannig að sem allra minnst
þurfi að beita lögreglu.
í hinu hugsaða lýðveldi Pla-
tós er það aðalviðfangsefni rik-
isstjórnarinnar að tryggja heill
og hamingju allrar þjóðarinn-
ar. Fólkið á að njóta góðrar
heilsu, vera ánægt og eiga
hæfilegar frístundir. Fegurð,
réttlæti og ást á að ríkja í hug-
um manna og koma fram í orð-
um og athöfnum. Hinn góði
maður og hamingjusami, en
það að vera góður, er að vera
hamingjusamur, er hinn rétt-
láti maður, hinn samstillti mað-
ur, sem hefir svo þroskaða skap-
gerð og vilja, að hann birtist
alltaf sem réttur hljómur í
tónverki þjóðfélagslegrar sam-
vinnu. Þessi fyrirmyndarmaður
í fyrirmyndarríki Platós helgar
sig sköpun fegurðar, í lifandi
afkvæmi, í góðum og göfugum
dáðum, í listum eða bókmennt-
um. Því að fegurð er lykillinn
að ódauðleikanum. Með því að
BréS
úr Bárðardal
Frá nýári og fram til góu-
loka stóð sauðfé og hross að
mestu leyti inni, vegna jarð-
leysis og veðurvonzku. Síðan
hefir meira notið jarðar. Þessi
vetur hefir reynzt hér mjög
gjaffrekur, þó munu bændur
vera sæmilega settir með fóður-
birgðir.
Það þóttu óvenju góðar frétt-
ir á þessum langa en lítilvirka
þingvetri, þegar Pétur Ottesen
flutti frumvarp um það á Al-
bingi, að minkum skyldi með
öllu útrýmt úr landinu. Vonandi
tekur löggjafarvaldið og stjórn-
arvöldin það mál traustum tök-
um og fylgja því fram af fullri
festu. Minkar eru óvættir, sem
engu lífi eira hvorki á láði né
legi, leiki þeir á annað borð
lausum hala, og munu vinna
landsmönnum óbætanlegt tjón
í framtíðinni, nema við séu
reistar rammar skorður. Hér í
næstu sveit, Fnjóskadalnum,
voru á einum bæ rúmlega 20
hænsni. Morgun einn snemma
í vetur, þegar komið var í kof-
ann til þeirra, voru þau nálega
öll dauð, bitin á háls. Mun þar
hafa verið minkur að verki,
enda sást' hann síðar nálægt
síki einu skammt frá bænum.
Þetta hænsnadráp er aðeins lit-
ill forsmekkur að bví, sem verða
mun, ef þessir blóðþyrstu morð-
hundar eru liðnir í landinu.
Nógu er torvelt að glíma við
tófurnar. Páll Guðmundsson
bóndi í Engidal hefir þó fækkað
þeim um átta á þessum vetri.
Páll hefir byggt sér tvo kofa
á heiðinni ekki alllangt frá
bænum og borið þangað æti
handa tófunum. í hagstæðum
veðrum liggur hann svo fyrir
þeim í kofunum, þegar kvölda
tekur. Eitt kvöldið skaut hann
tvo refi og öðru sinni hafði hann
þriár tófur á einni nóttu.
Hér er það almannaálit, að
Halldóri sauðfjárræktarráðu-
naut hafi farizt það rösklega,
að lokka lendakláðann af nafna
sínum, bóndasyninum frá Lax-
nesi, í Tímanum 9. og 11. f. m.
En enginn er haldinn af því
hlutleysi smáborgarans að láta
sér á sama standa þótt borin
væri á borð fyrir Rússa og Am-
ríkumenn hin holddregna og
hnútubera andagift Kiljans
skálds.
Ekki er trútt um að ýmsum
finnist Halldór sauðfjárræktar-
(Framh. á 4. síðu)
úr þeim spakmæli, sem oft er
vitnað í. Sannast á honum, þrátt
fyrir allt baslið, að
„sá deyr ei, er heimi gaf líf-
vænt ljóð.“ J. Ey.
skapa fegurð yfirvinnum við
dauðann.
Slíkar voru kenningar hins
gríska heimspekings fyrir 2300
árum síðan. Margt í þeim mun
verða talið sígild speki og sann-
indi, og enginn mun efast um,
að sá, sem þessar kenningar
flutti, hafi verið gæddur fram-
úrskarandi viti og þekkingu. En
sé nú þetta athugað almennt,
þykir mönnum þá líklegt, að
Plató hafi með öllu missýnst,
er hann áleit, að tónlistar-
fræðsla væri einn nauðsynleg-
asti þáttur í uppeldi æskulýðs-
ins? En sé á það fallizt, með
tilliti til mannlegrar reynslu og
þess, sem margir aðrir hinir
vitrustu menn hafa sagt, að
Plató hafi ekki missýnst að
verulegu leyti varðandi nefnt
atriði, sjá þá ekki allir, hvílík-
ur hörmulegur misskilningur
það er, að torvelda svo söng- og
tónmennt sem gert er hér á ís-
landi, með því að leggja 50—
80% verðtoll á hljóðfæri, sem
keypt eru til landsins.
íslendingar hafa lengl verið
sundurlyndir, og hefir það
sjaldan komið berar fram en
einmitt nú. Vantar eitthvað 1
uppeldi þjóðarinnar? Plató á-
leit, að almenn tónlistarþekk-
ing væri einn af nauðsynleg-
ustu þáttum í mennt þjóðar,
og vildi hann með fræðslu og
fyrirgreiðslu á þessu sviði al-
veg sérstaklega efla félagsleg-
an þroska. í þessu efni er fram-
kvæmdin hér á landi mjög á
móti því, sem Plató vildi hafa,
en hvort sem það er nú tilvilj-
un eða ekki, þá fylgir það þó,
Tollur gegn tónmennt
og' kenningar Platós