Tíminn - 14.05.1943, Blaðsíða 3
53. blað
TtMIXrV, föstndaginn 14. maí 1943
211
FIMWTUGUR
Benedikt Benjamínsson
stöðvarstjóri og póstafgreiðslumaður
Þann 22. f. m., fyrsta sumar-
dag, varð fimmtugur Benedikt
Benjamínsson, stöðvarstjóri og
póstafgreiðslumaður á Djúpa-.
vík. Hann er fæddur að Brúará
í Kaldrananeshreppi í Stranda-
sýslu 22. apríl 1893. Ólst hann
upp hjá foreldrum sínum, Ben-
jamín Ólafssyni og Magndísi
Ólafsdóttur, mestu sæmdar-
hjónum. Bjuggu þau lengst af
á Ásmundarnesi 1 Kaldrana-
neshreppi, og er þar því æsku-
heimili Benedikts. Benjamín
faðir hans var gáfaður maður,
prýðilega skáldmæltur, og eru
lausavísur hans héraðsfleygar
víða norður hér, og munu lengi
lifa á vörum fólksins. Refa-
skytta var Benjamín svo góð,
að í minnum er haft. Foreldrar
Benedikts bjuggu við lítil efni.
En þrátt fyrir þessar erfiðu að-
stæður, hefir honum þó tekizt
að afla sér góðrar almennrar
þekkingar. Meðan Benedikt
var í föðurgarði, fór hann oft
til veiðistöðva við ísafjarðar-
djúp, og stundaði sjómennsku
seinni hluta vetrar og fram eftir
vorum. Var það oft drjúgur
hlutur, sem röskir menn á
þennan hátt færðu heimilum
sínum, en oft voru þessar ferðir
erfiðar, þar sem það var venjan
að menn lögðu land undir fót
vestur yfir heiðar og báru far-
angur sinn allan á bakinu.
25 ára gamall tók Benedikt að
sér póstferðir frá Ófeigsfirði til
Staðar í Hrútafirði. Tveim ár-
um síðar var póstleiðin stytt og
Strandapósturinn Játinn fara
milli Hólmavíkur og Ófeigs-
fjarðar. Hefir Benedikt því nú
í aldarfjórðung farið árlega frá
15—25 póstferðir hér um norð-
urhluta Strandasýslu, og mun
sú leið af flestum sem til þekkja,
vera talin ein með erfiðustu
póstleiðum á landinu. Að vetri
til verður þessi leið alls ekki
farin nema fótgangandi, og geta
menn séð,hversu mikil þrekraun
það er að ferðast hættulegar
leiðir í hriðarveðri dögum sam
an með 70—80 punda byrði, og
mun það engum heiglum hent.
Mundi nú margur geta sér þess
til, að Benedikt sé eitthvert
heljarmenni á að líta, en svo er
ekki. Hann er fríður maður
sýnum, í hærra meðallagi á
vöxt, en grannvaxinn. Ferða-
maður er hann með afbrigðum
góður, enda mun svo hafa ver-
ið nú um mörg undanfarin ár
og er enn, að fáir ókunnugir
hafa farið um Strandir, sem
leiðsagnar hafa með þurft, að
til hans hafi ekki verið leitað
um aðstcð og mun hún jafnan
hafa verið í té látin og ekki um
það sakazt, þótt hann hafi ver-
ið nýkominn heim, hvíldarþurfi
eftir erfiða ferð.
Um vinsældir Benedikts, sem
pósts, verður ekki ofsögum sagt,
enda fullkomlega að verðleik-
um, því að hann vill hvers
manns bón gera. Munu margir
mega minnast þess með þakk-
læti, þegar Reykjarfjarðarhér-
að hefir verið læknislaust, og
mun þeim mönnum, sem jafn-
fúsir eru að bera byrðar al-
mennings og létta þannig lífs-
að sundurþykkja íslendinga er
mikil.
Væri nú ekki rétt að gefa
þessu meiri gaum en verið hef-
ir, og þar sem alltaf er verið að
gera tilraunir með eitt og ann-
að, mætti þá ekki líka gera eft-
irfarandi tilraunir varðandi
framangreint?
1. Afnema algerlega toll á
hljóðfærum.
2. Auka verulega almenna
tónlistarfræðslu.
3. Veita styrk til kaupa eða
smíða á þeim hljóðfærum, sem
að dómi sérfróðra manna yrðu
talin heppilegust fyrir almenn-
ing.
Síðasta atriðið kann að þykja
nokkuð róttækt, en ekki verð-
ur séð, að það sé nein fjarstæða.
Ýmiskonar styrkir eru veittir
til kaupa á áhöldum, til þess að
afla sér brauðs, en þar sem því
er jafnan viðbrugðið, að mað-
urinn lifi ekki á einu saman
brauði, þvi skyldi það þá vera
fjarstæða að veita styrk til
kaupa á áhöldum, til þess að
afla sér andlegrar fæðu?
Guðjón F. Teitsson.
enga hjálp nær að fá en á
Hólmavík, hve fús hann var að
liðsinna. Þeir skilja það bezt,
sem einangraðir búa og erfitt
eiga um samgöngur, hvers
virði það er, að pósturinn sé
maður, sem skilur aðstæður
fólksins og erfiðleika. Það mun
líka svo, að þegar Benedikt nú
lætur af þessu starfi, að um
leið og menn þakka honum vel
unnin störf og óska honum
gæfu og gengis í framtíðinni,
óska þeir þess sjálfum sér til
handa, að eftirmaður hans verði
sem líkastur honum. Á betra
verður tæpast kosið. Því þó nú
séu liðin 25 ár síðan Benedikt
fyrst lagði leið sína um Strand
ir sem póstur, og margt hafi nú
víða til hins betra breytzt um
samgöngur og aðstæður allar,
þá hefir þó nyrzti hluti Stranda-
sýslu að ýmsu borið skarðan
hlut frá borði. Virðist þó ekki
ósanngjarnt, sé það skoðun
manna, að við beri að halda
afskekktum dreifðum byggð-
um, að gefa þeim kost á að
njóta einhverra þeirra þæginda,
sem þéttbýlið nýtur, því fækka
baráttuna á sama hátt og
Benedikt póstur hefir gert.
Þrátt fyrir það hve erfið og
umfangsmikil ferðalög Bene-
dikt hefir með höndum haft,
hafa hlaðizt á hann mörg trún-
aðarstörf önnur í þágu sveitar
sinnar. Hann hefir um langt
árabil átt sæti í hreppsnefnd
Kaldrananeshrepps, verið
sóknarnefnd og átt sæti í stjórn
fóðurbirgða- og nautgriparækt
arfélaga hreppsins. Grenja-
skytta er Benedikt ágæt sem
faðir hans, og hafði af því mik
ið yndi, enda hefir leið hans
oft legið upp um fjöll og hálsa
þegar hann hefir komið úr
póstferð. Hvar sem Benedikt
hefir að unnið, hefir hann jafn-
an þótt hinn nýtasti starfs-
maður.
Benedikt er kvæntur Finn-
fríði Jóhannsdóttur, uppeldis
dóttur Guðjóns sál. Guðlaugs
sonar fyrrv. alþm. Er hún gáfuð
kona. Áttu þau nú nýverið 25
ára hjúskaparafmæli. Þau eiga
5 uppkomin börn, 2 syni og 3
dætur. Benedikt bjó lengst aí
sinn búskap á bernskuheimili
sínu Ásmundarnesi, þar til er
hann lét þá jörð af hendi við
dóttur sína og tengdason.
Keypti hann þá Brúarána og
bjó þar, þangað til á síðastliðnu
vori, að hann varð stöðvarstjóri
og póstafgreiðslumaður á
Djúpuvík.
Benedikt er maður glaður og
skemmtilegur, prúðmenni
framgöngu og höfðingi heim að
sækja. Nú á þessum tímamót
um ævi hans munu margir árna
honum heilla. Innan yfir heið-
ina mun sunnanþeyrinn flytja
honum hlýjan hug gömlu sveit
unganna, sem þakka honum
samstarfið um undanfarin ár
og biðja honum blessunar
framtíðinni.
Sit heill að starfi.
Þorst. Matthíasson.
Dvöl
DraglB ekkl lengur af
gerast áskrtfendur af
Dvöl, þessu sérstseös
hmaritl í íslenzkum bókmenntum. —
Ykkur mun þykja vœnt um Dvöl, of
þvi vœnna um hana sem þiö kynniz'
henni botur.
H- W- Morton:
Churchill heimsækir ísland
í ágústmánuði 1941 hittust þeir Churchill og Roosevelt
á Atlantshafi og höfðu samflot til Placenta á Nýfundna-
landi. Þar áttu þeir ráðstefnu og gerðu drög að „Atlants-
hafssáttmálanum“, sem síðan er frægur orðinn. Á heim-
Ieiðinni kom Churchill til Reykjavíkur. H. W. Morton er
brezkur blaðamaður, sem var í förinni og hefir nýlega gefið
út bók um hana. Einn kaflinn fjallar um komuna til ís-
lands, og fer hann hér á eftir.
Árla morguns vorum við komnir að tignarlegu háfjallalandi,
greyptu gljúfrum og eldhraunum. Þetta var annar góðviðrisdag-
urinn, sem við fengum í ferðinni, og eini sólskinsdagurinn síðan
við létum í haf.
Á úthafseyjum, þar sem bjartviðri er fágætt, bregður sólskinið
sindrandi ljóma yfir landið, eins og það keppist við að sýna dá-
semdir sínar sem snöggvast, áður en næturmistrið og regnið leggst
að aftur. Þannig var þetta á íslandi, laugardaginn 16. ágúst, er
við sigldum inn eftir löngum firði, sem vel mátti jafna við Eyja-
hafið gríska.
Hinar giljóttu, skóglausu hlíðar, hin eyðilegu mýrlendi og
tindaklasar bentu ótvírætt til þess, að slíkir dýrðardagar mundu
vera harla fágætir á þessari norrænu eyju.
Churchill var að fara til Reykjavíkur, til að líta eftir hersveit-
unum og sjá sig dálítið um á eyjunni. Nokkrum vikum áður
höfðu Bandaríkjamenn gengið í lið með okkur til að verja fjand-
mönnum að ná fötfestu á íslandi. Höfðu þeir sent herlið til
landsins og ákvarðað að veita herskipavernd ameriskum skipa-
lestum á leið til íslands. Þegar Churchill skýrði frá þessum at-
burði í neðri málstofunni í júlímánuði, komst hann svo að
orði, að „þetta væri einhver merkasti viðburður, sem gerzt
hefði síðan styrjöldin hófst.“ Og nú kom hann beint af fundi
Roosevelts forseta til að sjá eina landið, þar sem amerískur og
brezkur her var starfandi í samvinnu.
Prinsinn af Wales kastaði akkerum inni á- firðinum, en við
gngum um borð í tundurspilli, er skyldi flytja okkur til Reykja-
vikur. Helztu virðingarmenn í þeirri för voru þeir Churchill, Sir
John Dill, Sir Wilfred Freeman og hinn ungi og fríði sjóliðsfor-
ingi, Franklin D. Roosevelt. Tundurspillirinn öslaði út fjörðinn í
glampandi sólskininu, beygði fyrir annes nokkurt og stefndi til
strandar, þar sem við sáum glampa á hvít hús í fjarska. Eftir
því sem borgin nálgaðist, urðum við forvitnari að sjá, hvernig
umhorfs væri í höfuðborg íslands.
Norðurlönd hafa verið mér sem lokaður heimur, því miður.
Leiðir mínar hafa jafnan legið tfl Miðjarðarhafsins. Ég vissi að
vísu, að ísland og Danmörk höfðu sameiginlegan konung, þar
til er Þjóðverjar löbbuðu sig inn í Danmörku vorið 1940, og ís-
lendingar rufu sambandið og kusu sér ríkisstjóra. Ég vissi líka,
að ísland er meðal þeirra fáu landa, ef ekki hið einasta, sem
engan her hefir. En um landið eða þjóðina hafði ég enga hug-
mynd. Það hefði alls ekki komið mér á óvart að rekast á hrein
dýr á götum Reykjavíkur. Satt að segja átti ég hálft í hverju
von á því. En ferðagleði á einmitt rót sína að rekja til eftir
væntingar um hið ókunna. Það er sjaldgæft nú orðið, að koma
til lands, sem hefir enga upplýsingaskrifstofu í London og hefir
ekki auglýst fegurð sína og dásemdir með glossalegum vegg
myndum eða freistandi ferðabæklingum. En eitt mundi ég
sambandi við Reykjavík, þótt undarlegt megi virðast: þar hefst
ævintýrasaga Juels Verne; Förin til miðdepils jarðarinnar. Hvað
gat betra verið en eiga í vændum að stíga fæti í svo sögulega
borg?
Við höfnina var allt á ferð og flugi, eins og títt er í hafnar-
borgum, en í fjarska gnæfðu eyðileg fjöll, þar sem hvergi vott-
aði fyrir trjágróðri. Húsin virtust vera lítil, snotur og ljósleit.
Þegar tundurspillirinn skreið inn á höfnina, sáum við heiðurs-
vörð úr landher, sjóliði og flugher, standa á bryggjunni, en að
baki honum, á götum, þökum og við glugga höfðu íslendingar
byrpst saman í þúsunda tali. Laust mannfjöldinn upp fagnaðar
ópi miklu, er Churchill steig á land.
Er hann hafði heilsað upp á heiðursfylkinguna, ók hann í bif
reið með brezka sendiherranum til að heilsa upp á Svein Björns-
;on, ríkisstjóra. Eftir uppástungu hans ávarpaði Churchill mann-
fjöldann frá svölum Alþingishússins og lofaði því, að Bretland
og Bandaríkin skyldu verja ísland, meðan stríðið stæði yfir, og
ábyrgjast sjálfstæði þess, að stríðinu loknu. Þá ók hann á brott
':il að vera við hersýningu og skoða landið.
Við Spring, vinur minn, nutum lífsins í Reykjavík í fyllsta
mæli. Eftir skipsþrengslin var hún í augum okkar sem dásam-
legt sambland af París og New-York! Borgin er lítil, — íbúar um
10 þúsund, — en sýnilega vel stæð og atvinna mikil, gjörólík öllu
bví, sem ég hafði gert mér í hugarlund. í stað krokulegs fólks,
sem æki hreindýrasleða og nagaði selspik, sáum við okkur til
undrunar fjölda af Ijóshærðum, vel klæddum stúlkum með hið
Eurðulegasta úrval af höttum. Á glókolla þessa var tyllt höttum
i stærð við eldSpýtustokk, höttum á stærð við skotmörk fyrir
bogskyttur, höttum, sem líktust skrauthjálmum á tindátum og
'iöttum, sem varla voru annað en klæðispjatla. Og hvar höfðu
bær fengið þetta? Ég hafði ekki kjark í mér til að spyrja, en
^éu þeir frá Englandi, eins og flest annað í búðunum, má það
kallast vel að verið, að við skulum hafa tima til að búa þá til og
^enda þá yfir hættusvæðið meðan styrjöldin stendur sem hæst
Sennilega er þetta eitt af því, sem talið er að haldi uppi útflutn-
ngsverzlun okkar.
Stríðið leikur okkur grátt á marga lund. Á Englandi gengur
Ejöldi kvenna nú berfættar, og vel fer þeim það, en þar, sem
■'ænta mætti fyrst og fremst að sjá hlýja ullarsokka, eru allar
5túlkur í silkisokkum undantekningarlaust. Við hittum fyrir búð-
5r, sem voru fullar af enskum silkisokkum, og í sumum búðar
gluggum var ekkert annað til sýnis.
Það er vitanlega eðlilegt, að lífsþægindi og tilhald verði að sitjaá
hakanum í þeim löndum, sem leggja alla orku sína i framleiðslu
bergagna, svo sem England. Það væri heldur ekki að undra, þótt
lífið yrði óbrotið á stríðstímum á eylandi, sem verður að flytja
inn megnið af lífsnauðsynjum sínum og allan glysvarning hand-
an um hafið. En til þess að skilja til hlítar, hve mikil breyting er
orðin á högum okkar síðan fyrir stríð, hve mikið við leggjum af
mörkum til stríðsins, verðum við að fara frá Englandi til Ný
Eundnalands og íslands, sem ekki voru talin nein býlífislönd fyr
ir ófriðinn, en þar er ennþá hægt að eyða peningum í óþarfa.
Það, sem fékk okkur enn meiri undrunar en búðir, þar sem
hægt var að kaupa smjör í pundatali, heila osthleifa, rjóma
lítratali, súkkulaði og meira að segja ljósmyndafilmur, voru bóka
búðirnar í Reykjavík. Tala þeirra og fjölbreytni mundi gera
minnkun. margri enskri borg með tvöfalda eða þrefalda íbúa-
tölu móts við Reykjavík. Furðulegt var að sjá hinn mikla bóka-
kost á erlendum málum, einkum ensku og þýzku. Einn búðar
gluggi var þéttskipaður nýjustu enskum bókum. Mér var sagt
að þær væru ekki aðeins keyptar af setuliðinu, heldur og af ís-
lendingum. Framh. í næst ablaði.
Samband ísl. samvinnufélaga
Skiptið við kaupfélögin. Þá safnið þér fé til
tryggingar framtíð yðar og félaganna.
Blautsápa
frá sápnverksmlll|Buuai Sjöfn er almennt vlð-
arkeBfld fyrir f»ðL Flestar húsmœður nota
Sjafnar-blautsápu
Sel skelja- og pússníogarsand.
Sími 2395.
um
takmörkun á vafnsnotkun
úr vatnsveitu Reykjavíkur.
Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur 6. þ. m. var gerð eftirfar-
andi ályktun:
Vegna þess að tilfinnanlegur vatnsskortur hefir verið í ýms-
um hverfum bæjarins undanfarið, er brýnt fyrir bæjarbúum að
fara eins sparlega með vatn og frekast er kostur.
Til þess að reyna að ráða bót á vatnsskortinum, ákveður bæj-
arstjórn að banna með öllu að vatn sé notað á þann hátt, að
því sé sprautað úr slöngum við gluggaþvott, húsþvott, gangstétta-
þvott, bifreiðaþvott. Við slíkan þvott má nota fötur eða önnur
hæf ilát, en þá er bannað að láta sírenna í þau vatnsveituvatn.
Ennfremur er sérstaklega brýnt fyrir fólki að takmarka eftir
föngum vatnsnotkun við þvotta á fatnaði, og láta ekki sírenna
þar heldur, né við afvötnun á matvælum. i
Brot gegn þessum fyrirmælum ber að líta á sem misnotkun
vatns og skal loka fyrir vatnið hjá þeim, sem brotlegir reynast,
eftir reglum sem bæjarráð setur.
Vatnsveíta Reykjavíkur.
Frá
Rafmagnsveítu Reykjavíkur
Tilkynnið flutninga á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, sími
1222, vegna mæla álesturs 14. maf.
Rafmagnsveita Reykjavíkur.