Tíminn - 08.06.1943, Síða 3

Tíminn - 08.06.1943, Síða 3
60. blatS Tfmnnv, þriðjudagum 8. júní 1943 239 amnAll ©ánar«I«*irin!nr. Á öndverðum síðastl. vetri barst sú sorgarfregn út um byggðir þessa lands, að eitt meðal beztu skipa fiskiflotans, togarinn „Jón Ólafsson“ væri horfinn með allri áhöfn, 13 hraustra drengja á bezta aldri og í blóma lífsins. Meðal þeirra, sem hurfu með togaranum „Jóni Ólafssyni,“ var Helgi Eiríksson Kúld, Sól- eyjargötu 21, Reykjavik, sem þá var 1. stýrimaður á togaranum. Helgi var fæddur að Ökrum í Mýrasýslu 26. apríl 1906. For- eldrar hans voru merkishjónin Eiríkur Kúld Jónsson trésmiður og bóndi á Ökrum, og kona hans Sigríður Jóhannsdóttir bónda Jónassonar í Öxney á Breiða- firði. Jón faðir Eiríks Kúlds, sem einnig var bóndi á Ökrum, var sonur Eyjólfs dbrm. Einars- sonar í Svefneyjum á Breiða- firði, en móðir Eiríks og kona Jóns Eyjólfssonar, var Elín Helgadóttir alþingism. Helga- sonar í Vogi á Mýrum. Er því óhætt að fullyrða, að H. E. K. var af traustum og merkum ættstofnum borinn í báðar ættir, bæði af Breiðafirði og Mýrum, enda féll honum sú hamingja í skaut, að fá að erfð- um marga góða mannkosti for- feðra sinna og mæðra, og bar einnig gæfu til, að geta látið aðra njóta þeirra í ríkum mæli. Helgi var 10 ára að aldri, er faðir hans andaðist, og móður sína missti hann 5 árum síðar. Þegar faðir Helga andaðist — en það var veturinn 1916—1917 — stóð móðir hans uppi með 6 börn, flest í ómegð, farin að heilsu og við lítil efni. Varð hún því að bragða búi þegar á næsta vori. Fór Helgi þá til Jóns Sig- urðssonar og Sigurbjargar Bjarnadóttur, sem þá voru einnig búsett á Ökrum og reynd- ust þau honum sem góðir for- eldrar. Þá umönnun mat Helgi mikils og mun hafa endurgoldið á margan hátt, þá ér hann hafði þroska og efni til. Aðal ævistarf Helga var sjó- mennska. Tók hann ungur að aldri að stunda sjóróðra á ára- bátum, en um 1927 réðist hann á togara og var við þá atvinnu æ síðan, — að undanskildum einum vetri, er hann stundaði nám við sjómannaskólann og tók hann þaðan stýrimanns- próf þá á næsta vori. Margt bendir til þess að Helgi hafi reynzt sjómaður góður, enda átti hann kyn þar til, því að ýmsir forfeðra hans voru sæ- garpar miklir. Hann var hraust- menni mikið og hugrakkur, skyldurækinn og reglusamur svo að af bar. Einnig var reynd- in sú, að hann var um 12—13 ára skeið háseti á sama togara — „Þórólfi" — með sama skip- stjóra, eða þar til fyrir 3 árum að honum bauðst staða sem stýrimaður fyrst á togaranum „Skutli“ frá ísafirði og síðar á „Jóni Ólafssyni", er hann fór með hina síðustu för. Að Helgi ekki var lengur á togaranum Skutli mun aðallega hafa verið af þeirri ástæðu, að hann taldi sig vera of langt frá átthögum sínum, er hann hafði land undir fæti, þar sem að tog- arinn lagði upp afla sinn á ísa- firði. En æskustöðvarnar voru Helga ætíð kærar. Svo kærar, að flestar af frístundum sínum — ef tími vannst til — notaði hann til þess að „koma heim“ eins og hann orðaði það. Hann lang- aði ætíð til þess að litast um í heimahögum, og halda uppi kynnum og vinfengi við fólkið þar, — fyrst og fremst ættmenn sína og þá, er hann sérstaklega kynntist á uppvaxtarárum sín- um, og var alltaf reiðubúinn til þess aö gera þeim greiða. Helgi var,umfram marga aðra, vandaður maður og ábyggilegur, sem óhætt var að treysta. Hann var vinfastur, frændrækinn og hjálpsamur, enda nutu margir góðs af örlæti hans, bæði skyld- ir og vandalausir, og þó einkum þeir er lítt voru efnum búnir. Systkinum sínum reyndist hann bezti bróðir og lét sér mjög annt um afkomu þeirra og veitti stuðning ef með þurfti, þá er efni hans tóku að aukast, svo að honum varð það kleift. Ég, sem þessar línur rita, þekkti Helga vel, frá því er hann var barn að aldri, og naut vin- áttu hans á margan hátt. Sú viðkynning varð mér á þann veg, að betri dreng hefi ég ekki kynnzt, — og munu margir geta sagt hið sama. Nú ert þú horfinn, drenglyndi vinur. Það gerðist fyrr en varði. Þú stóðst á verði skyldunnar meöan stætt var, en „enginn má sköpum renna“. Frændur þínir og vinir trega þig mjög, en minningin um þig veitir þeim hugarhægð, því að hún er á einn veg: minning unv góðan dreng. Sigurður Einarsson. beztu „tillögur með greinargerð um framtíðarskipun landbún- j aðarmála hér á landi og áætlun j um framkvæmd hennar.“ Gert | er ráð fyrir að veita verðlaun fyrir þrjár ritgerðir, alls 10 þús. kr., og eiga ritgerðirnar að vera komnar til félagsstjórnarinnar fyrir 7. jan. næsta vetur. Þetta hefir verið auglýst í blöðunum, og er þar ýmislegt fleira sagt um það, hvernig ritgerðirnar eigi að vera. Sjálfsagt verða ýmsir til að reyna að vinna verðlaunin, en sumir þeir, sem ekki ætla sér það, væru kannske til með að taka þátt í baðstofu- hjali um þessi mál. Það er vel- komið, og auðvitað er þeim líka velkomið að taka til máls, sem ætla sér að skrifa verðlaunarit- gerðir. — En mér kemur í hug í þessu sambandi svipuð verð- laun, sem auglýst voru fyrir 80 árum. Þau verðlaun voru veitt fyrir beztu ritgerð um „framfarir íslands“, og gáfu enskir menn mikinn hluta af peningunum, en Bókmenntafé- lagið dæmdi. Verðlaunin fékk Einar Ásmundsson bóndi í Nesi í Höfðahverfi, og var ritgerðin prentuð sem sérstök bók í Kaup- mannahöfn árið 1871, en hún hefir verið lengi að seljast, þtí að ennþá er eitthvað til af henni hjá Bókmenntafélaginu. Bókin er 82 bls., en kostar eina krónu, ö^ þó er þetta ein bezta bók, sem ég hefi lesið. Ég minn- ist kannske á hana seinna. Verðlaunin, sem Einar fékk, voru 100 ríkisdalir = 200 kr. Einar í Nesi sat á þingi um tíma og var í stjórn Gránufélagsins. Hinn nýi Hólabiskup kaþólskra manna, Jóhannes Gunnarsson, er sonarsonur Einars í Nesi. Ljúkum við svo þessu tali í dag. Heimamaður. KAUPENDUR TlMANS! Tilkynnið afgreiðslunni strax, ef vanskil verða á útsendingu blaðsins. Afgreiðslusíminn er , 2323 Stúlkur vanar í eldhús Lands- spítalans. — Húsnæði fylgir. Upplýsingar hjá matráðskon- unni. Áskriftargjald Tímans utan Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar er kr. 30.00 árgangur- inn. Meðal útskúfaðra NIÐURLAG Enn átti hann þó eftir að lifa fagnaðarár. Árið 1888 flutti hon- um heila sveit hjálparliðs. Fyrst kom landi hans, séra Convardy, sem biskup Sandvíkureyja hafði kvatt til starfs í Kalavaó. En séra Convardy var nýkominn til eyjanna, svo að tilnefning hans vakti áköf mótmæli reyndari klerka, er gjarna vildu helga sig líknarstarfinu. Hvers vegna áttu þeir þess ekki kost að taka. við af séra Damien? Biskupnum kom þetta mjög á óvart, að svo margir skyldu vera reiðubúnir til þessa starfs. Hann ákvað því að senda annan mann til nýlendunnar og valdi í þetta skipti Hol- lending, séra Moellers. Litlu síðar kom til sögunnar írskur munk- ur, Jakob að nafni, er kom alla leið frá Ástralíu til þess að bjóða sig fram til líknarstarfa í Kalavaó, og að lokum þrjár nunnur frá Honolúlú, Maríanna, Vincent McCormick og Leopoldína Burns. Þær komu til Kalavaó í nóvembermánuði 1888 og tókust á hend- ur umsjá heimilis fyrir telpur og ungar^ stúlkur, auk þess sem þær veittu aðstoð sína við hjúkrun sjúklinga almennt. * Séra Damien fæddist í janúarmánuði. Á 49 ára afmæli sþru var hann orðinn mjög aðframkominn, og þótti honum sýnt, að skammt myndi ólifað. En það var honum huggun mest, að vel var séð fyrir hjálp og hjúkrun til handa hinum voluðu vesaling- um, er hann hafði einn svo lengi helgað alla krafta sína. í byrj- un marzmánuðar voru heijdur hans svo eyddar af sjúkdóminum.að hann fékk ekki lyft þeim upp til þess að blessa söfnuð sinn. 28. marzmánaðar lagðist hann venju fremur snemma til hvíldar og reis aldrei aftur á fætur. Honum þyngdi æ með degi hverjum. Líf hans var að fjara út. Mikill og djúpur harmur ríkti meðal sjúklinganna í nýlendunni, og dag hvern biðu hópar manna við kofadyr hans. Þeir voru komnir þangað til þess að biðja fyrir honum og leita frétta af líðan hans. Páskar voru snemma þetta ár, og það var hinzta löngun séra Damiens að fá að lifa enn eina páskahátíð í þessum heimi. Hon- um varð að ósk sinni. 15. aprílmánaðar lét hann kalla beztu vini sína að beði sínum. Hann talaði til þeirra veikum rómi og þrýsti hönd þeirra eftir því sem geta leyfði. Meðan hann var að kveðja þá, tók hann allt í einu andvörpin og var þegar örendur. Hið litla ríki útlaganna holdsveiku drúpti í sorg. Hann var lagður í jörð, þar sem hann hafði sjálfur vísað til, undir trénu, þar sem hann lagðist til hvíldar, er hann kom fyrst til Kalavaó. Steinn var reistur á leiði hans, og var höggvið á hann annars vegar „Séra Damien“, en hins vegar „Damien Deveuster.“ 27. janúarmánaðar 1936 voru bein séra Damiens tekin upp og lögð í veglega kistu. Voru þau flutt til San Franciskó og Pan- ama og þaðan heim til Belgíu. í Antwerpen stóðu konungur Belgíu og erkibiskupinn í Malínes á bryggju og biðu heimkomu þessa ágæta sonar ættlandsins, er hvílzt hafði í 48 ár í moldu lít- illar eyjar vestur í Kyrrahafi, eftir unna sigra, sem miklu meiri eru þeim, er herkonungar hafa unnið. í móttökuræðunum var hann nefndur „hinn dýrðlegi hermaður Krists“, „hjálpræði Sandvíkureyja", „sómi Belgíu“, „dýrðarkrans kirkjunnar" og „ljómi guðs“. Enn hefir þó séra Damien ekki verið hafinn í tölu dýrðlinga. Það bíður síðari tíma. Aðalfundur / W verður haldínn í húsi bankans í Reykjavík iöstudaglnn 11. júní 1943 klukkan 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegsbankans síðast- liðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir árið 1942. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdastjórnar fyrir reikn- ingsskil. 4. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 5. Breyting á samþykktum hlutafélagsins. 6. Önnur mál. f Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrifstofu bankans frá 7. júní n. k. og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hlutabréfin séu sýnd. Útibú bankans hafa umboð til að athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðisréttar fyrir, og gefa skilríki um það til skrifstofu bankans. Reykjavík, 7. maí 1943. f. h. fulltrúaráðsins. Stcfán Jóh. Stefánsson. Lárus Fjeldsted. 1AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA.Í + ÚTBREIÐIÐ TÍMANNf Sgm&awl ísl. tamvinMntélaga \ \ Samvinnumenn: Hafið eftirfarandi í huga: Tekjuafgangi kaupfélags er úthlutað til fé- lagsmanna í hlutfalli við viðskipti þeirra. Blautsápa frá sápuverksmiðjunni Sjöfn er almennt við- urkeimd fyrir gæði. Flestar húsmæður nota Sjaínar-blautsápu Auglýsing um skoðun bifreiðajog^bílhjóla í Gullbringu- og Kj ósarsýslu og Hafnaríjarðarkaupstað. Samkvæmt bifreiðarlögunum tilkynnist hér með, að hin ár- lega skoðun bifreiða og bifhjóla fer á þessu ári fram sem hér segir: \ 1 Keflavík: Mánudaginn 7. júní, þriðjudaginn 8. júní og mið- vikudaginn 9. júní kl. 10—12 árdegis og kl. 1—6 síð- degis daglega (alla dagana). Skulu þá allar bifreiðar og bifhjól úr Kaflavík, Hafna-, Miðness-, Gerða- og Grindavíkurhreppum koma til skoðunar að húsi Einars G. Sigurðssonar skipstjóra, Tjarnargötu 3, Keflavík. í Rafuarfirði: Fimmtudaginn 10. júní, föstudaginn 11. júní, þriðju- daginn 15. júní og miðvikudaginn 16. júní n. k. kl. 10 —12 árdegis og 1—6 síödegis. Fer skoðun fram við Strandgötu 50 og skulu þangað koma allar bifreiðar og bifhjól úr Hafnarfirði, Vatns- leysustrandar-, Garða- og Bessastaðahreppum, svo og bifreiðar og bifhjól úr Kjósarsýslu. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Vanræki einhver áð koma bifreið sinni eða bifhjóli til skoð- unar verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalög- unum. Bifreiðaskattur, sem fellur í gjalddaga þann j. júlí n. k. (skattárið frá 1. júlí 1942 — 1. júlí 1943), skoðunargjald og ið- gjöld fyrir vátryggingu ökumanns verður innheimt um leið og skoðun fer fram. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. Þetta tilkynnist hér méð öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. Sýslnmaðnrlim í Gullbringu- og Kjósarsýslu og hæjarfógetinn í Hafuarfirði 28. maí 1943. Bergur Jónsson. Fyrir síðustu jól kostuðu egg allt að 20,00 krónur kílóíð í heildsölu. Nú kosta þau 11,40.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.