Tíminn - 18.06.1943, Qupperneq 1

Tíminn - 18.06.1943, Qupperneq 1
RITSTJÓr : s ÞÓRARINN ^ ÓRARINSeON. | ÚTGEFANDI: í FRAMSÓKNARFLOirXUTlINN. PRENTSMIDJAN EDDA hJ. ( Símar 3948 og 3720. > RITE rJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, LlndarsSVj S A. Sim&r 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHKtMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHUSI, Llndargötu 0 A. Síml 2323. »7. árft. Reykjavík, föstudagiim 18. jiiní 1943 Kosningalmeyksli Kveldúlfs íást ekki rannsökuð 8000 félagsmemi í U, M. F. í. Keppeudur á íþrótta- móti þess verða um 130 Ungmennafélag íslands eykst nú og eflist meí ári hverju. Fleiri og fleiri félög ganga undir merki þess og starfsemi þess verður stöðugt fjölbreyttari. Um aðra helgi mun það halda sam- bandsþing sitt og veglegt’ í- þróttamót að Hvanneyri. Bitari U. M. F. í„ Daníel Ágústínusson, hefir sagt Tímanum þessar fregnir af starfsemi þess. Þessi héraðssambönd hafa ný- lega gengið í U. M. F. í.: Héraðssamband Skagafjarðar- sýslu, með 8 ungmennafélögum og 338 félagsmönnum. Stjórn skipa: Formaður Sigurður Bryn- jólfsson, Sauðárkróki, ritari Guðjón Ingimundarson, Sauð- árkróki og féhirðir Sigurður Karlsson Hólum. Ungmennasamband Austur- Húnvetninga, með 7 ungmenna- félögum og 32 félagsmönnum. Stjórn skipa: Formaður Jón Jónsson Stóradal, ritari Grímur Gíslason Saurbæ og féhirðir Torfi Sigurðsson Mánaskál. Ennfremur hafa þessi ung- mennafélög gengið í U. M. F. í.: Ungm.fél. Ólafsvíkur, Ólafsvík, félagsmenn 50, Ungm.fél. Neisti Djúpavogi, félagsmenn 40, Ung- mennafél. Stigandi, Álftafirði, félagsmenn 42, Ungm.fél. Hrafn- kell Freysgoði, Breiðdal, félags- menn 80, Ungm.fél. Einherjar Vopnafirði, félagsmenn 48. Eftir þessa aukningu eru fé- lög i U. M. F. í. 150, með um 8000 félagsmönnum. Sambandsþing og landsmót að Hvanneyri. Eins og áður er tilkynnt, þá hefst 14. sambandsþing U. M. F. í. að Hvanneyri fimmtudaginn 24. júní kl. 9 árdegis og lands- mót í íþróttum laugardaginn 26. júní kl. 10 árdegis. Keppendur verða um 130 úr flestum héröð- um landsins. Verðlaun verða m. (Tranih. i 4. tíSu) Dómsmálaráðherra stingur áskorun kjör- bréianeindar Alþingis undir stól Ölluni er kunn röggsemi dómsmálaráðherrans í mál- inu gegn Jóni ívarssyni fyrv. kaupfélagsstjóra. Al- menningi var hátíðlega tilkynnt í útvarpinu, að rann- sóknardómari hefði verið skipaður í mál hans og yrði ílugvél send með hann til Hornafjarðar við fyrsta tæki- færi. Annar yfirborðsháttur ráðherrans í því máli var eftir þessu. Þjóðin átti svo sem að sjá, að hún hefði fengið skeleggan dómsmálaráðherra! En reynslan hefir sýnt, að ráðherrann er ekki jafn skeleggur í ýmsum þýðingarmeiri málum. í næstum sex mánuði hafa legið hjá honum tilmæli frá þing- nefnd um rannsókn kosningahneykslanna á Snæfells- nesi. Það er ekki kunnugt, að ráðherrann hafi gert neitt í því máli. Þar er þó á ferðinni margfalt stærra og al- varlegra mál en hin ómerkilega kæra á hendur Jóni ívarssyni. Eins og kunnugt er, urðu all- miklar umræður á seinasta þingi um kosninguna á Snæfellsnesi. Fyrir lá kæra frá einum kjós- anda þar, Kristjáni Jenssyni, um alvarlegar misfellur i sam- bandi við kosninguna. Öllu al- varlegri virtust þó upplýsingar um framferði eins auðfélags þar, Kveldúlfs. Mátti af þvi og fleiru álykta, að verulegar til- raunir hefðu verið gerðar til þess af hálfu eins stjórnmála- flokks að hafa áhrif á kosning- una með fjármagni. Með tilliti til þessara upplýs- inga lögðu Framsóknarmenn til, að gildistöku kosningarinnar yrði frestað, unz rannsókn hefði farið fram. Töldu þeir, að slíkt væri hæfileg viðvörun fyrir þá, er síðar kynnu að ætla að vinna kosningu með fjármagni. Bandalagið, sem stóð að ríkis- stjórn Ólafs Thors, vildi þó ekki á þetta fallast. Er ekki ósenni- legt, að sú samfylking verka- mannaflokkanna með íhaldinu geti reynzt þeim dýr síðar. Það fékkst þó framgengt, að kjörbréfanefnd þingsins skyldi taka mál þetta til frekari at- hugunar. Var nefndin sammála um að beina þeirri áskorun til dómsmálaráðherra, að fyrir- skipa rannsókn á kosningunni á Snæfellsnesi. Þessi áskorun var ráðherran- um send í svohljóðandi bréfi, dagsettu 5. jan. síðastl.: „Hinn 18. nóvember 1942 var á fundi í sameinuðu þingi sam- þykkt tillaga um rannsókn á þingkosningu í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 18. og 19. okt. s. á. og fylgir hér með afrit af þessari tillögu. Eins og afritið ber með sér, er tillagan samþykkt vegna þess, að frá Kristjáni Jenssyni hafði borizt skrifleg skýrsla um ýmsa (Framh. á 4. síðu) Loftárás á Súðina TVeir skipverjar látnir af sárum, aðrir tveir hættulega særðir. Skipið er stórskemmt. Viðskíptaráðid Ólafur Jóhannesson tekur sæti Jóns ívarssonar Hinn 12. þ. m. var Ólafur Jó- hannesson, lögfræðingur, skip- aður til þess að taka sæti í við- skiptaráði í stað Jóns ívarsson- ar fyrrv. alþingismanns, er hafði sagt sig úr ráðinu. Úrsögn Jóns úr ráðinu var svohljóðandi: „Ég leyfi mér hér með að til- kynna hinu háa viðskiptamála- ráðuneyti, að ég hefi ákveðið að taka eigi sæti i Viðskiptaráði, án tillits- til, hver úrslit máls þess kunna að verða, er höfðað hef- ir verið á hendur mér, vegna meintra brota á verðlagsákvæð- um. Ákvörðun þessi er þó eigi reist á því að ég telji mig hafa aðhafzt nokkuð það, er geri mig óhæfan til að starfa í ráðinu.“ Jón ívarsson var skipaður í ráðið í janúarmánuði síðastl., en ríkisstjórnin ákvað síðar, að hann skyldi eigi starfa þar fyrr en mál það, sem höfðað var gegn honum, væri'á enda kljáð. Þýzk fjórhreyfla sprengjuflugvél gerði árás á strandferða- skipið Súðina um kl. 13Va á miðvikudaginn, er skipið var á sigl- ingu á Skálfanda. Varpaði fiugvélin á skipið þremur sprengj- um og féll ein mjög nálægt því bakborðsmegin, en síðan hófu flugmennirnir á það skothríð úr fallbyssu og vélbyssum. í skot- hríðinni særðust sex menn, tveir til ólífis, tveir hættulega og tveir lítilsháttar. Flugmönnunum tókst að koma skipverjum alveg að óvörum með þeim móti, að þeir flugu að skipinu undan sól. Ein sprengjan féll það nálægt skip- inu, að það laskaðist að aftan og kom sjór inn í lestarúmið. Byrjaði skipið næstum strax að sökkva að aftan. Þegar flug- vélin hafði linnt skothríðinni, flaug hún einn hring yfir skip- inu, en stefridi síðan til hafs. Munu flugmennirnir sennilega hafa talið víst, að skipið myndi sökkva. Þegar flugvélin var far- in, settu skipverjar út bátana og komu tveir brezkir togarar, er voru þarna að veiðum, til liðs við þá. Flutti annar togarinn hina særðu skipverja til Húsa- víkur, en hinn dró Súðina til lands. Á leiðinni í land dóu tveir skipverjar af sárum, Hermann Jónsson úr Reykjavík, og Guðjón Kristinsson frá ísafirði. Hinir særðu skipverjarnir voru strax fluttir í sjúkrahús, er til Húsa- víkur kom. Tveir þeirra, Guð- mundur Guðmundsson þjónn, Reykjavík og Ólafur Ólafsson, kyndari, Reykjavík, eru taldir alvarlega særðir. Togarinn, sem dró Súðina, kom með hana til Húsavíkur seint um kvöldið. Hefir athugun farið fram á skipinu og má telja líklegt að gera megi við skemmdirnar. Nokkrar skemmdir eru aftan á skipinu og kom því sjór inn í vélarúmið og afturlestina. Hins vegar er framlestin heil og hef- ir því skipið ekki sokkið. Ofan þilja hafa orðið miklar skemmd- ir af skotum og eldi, er kviknað hefir af völdum þeirra. Á Súðinni er um 30 manna áhöfn. Aðeins tveir farþegar voru með skipinu, er árásin var gerð. mÚr kveðjuboði Bonesteels hershöfðingja. Bonesteel, á miðri myndinni, að lieilsa ríkisstjórafrúnni. Key, nýi hershöfðinginn, til vinstri. — U. S. Army Signal Corps tók myndina. Erlent yfirlit 18. júní: Hvenær heíst innrás Banda- manna og sókn Þjóðverja? Verður Evrópustyrjöldin ekki búin fyrr en 1946? Sá tími er nú kominn, að menn búast á hverri stundu við innrás Bandamanna á megin- land Evrópu og sókn Þjóðverja í Rússlandi. Sókn Þjóðverja í Rússlandi sumarið 1941 hófst 22. júní. í fyrra hófst aðalsókn þeirra ekki fyrr en 28. júní, þegar hinar staðbundnu orustur á Kerch- skaga og við Sevastopol eru undanskildar. Þótt flestir herfræðingar hafi spáð því, að Þjóðverjar muni halda uppi sókn í Rússlandi í sumar, eru þó nokkrir annarar skoðunar. Þessir menn byggja skoðun sína m. a. á útvarpser- indum eins helzta fyrirlesara þýzka útvarpsins um styrjaldar- mál, Dittmars hershöfðingja. Hann hefir í seinustu erindum sínum gefið til kynna, að Þjóð- verjar þyrftu ekki að hefja sókn að þessu sinni. Þeir hefðu þurft að halda uppi sóknarstyrjöld undanfarin ár til að tryggja sér næg matvæli og hráefni, en væru búnir að vinna nóg af löndum til að fullnægja þeirri þörf, og þyrftu nú helzt nokk- urn hvíldartíma ^il að notfæra sér þessi nýfengnu auðæfi og endurskipuleggja her sinn. Þjóð- verjar þurfa ekki lengur að vera í sókn, segir Dittmar, en aftur á móti þurfa Bandamenn þess. Fyrir Þjóðverja skiptir nú mestu máli að undirbúa sig það Bonesteel hershöíð- ingi á iörum Charles H. Bonesteel hers- höfðingi er að hverfa brott héð- an eftir 21 mánaðar herstjórn. Var margmenni saman komið í boði hans í aðalbækistöðvum ameríska Rauða krossins í Reykjavík, er hann kvaddi liðs- foringja sína og vini og fleiri s. 1. þriðjudagskvöld. Voru þar á meðal sendiherrar erlendra ríkja hér, ráðherrar íslands, embætt- ismenn ýmsir og þjóðmálaleið- togar, blaðamenn og margir fleiri. Hefir Bonesteel hershöfðingi setið hverja kveðjuveizlu af annarri síðastliðinn hálfan mánuð, og þar á meðal þegið boð íslenzku ríkisstjórnarinnar í þinghúsinu fyrir fám dögum. (Framh. á 4. siðu) vel, að þeir geti verið öruggir um sigur, þegar lokaþátturinn hefst. Ýmsir sænskir fréttaritar- ar í Þýzkalandi skýra frá áliti ráðandi manna i Þýzkalandi á svipaða leið. M. a. telja þeir, að nokkurt hlé sé nauðsynlegt fyrir Þjóðverja til þess að geta flutt vopnaverksmiðjur sínar austur á bóginn, svo að flugher Banda- manna geti síður náð til þeirra. Þeir herfræðingar, sem spá sumarsókn Þjóðverja, telja þennan áróður Dittmars og fé- laga hans blekkingu eina, sem líka eigi að nota til afsökunár, ef sumarsóknin kynni að mis- takast. Þeir segja, að Þjóðverj- um sé það nauðugur einn kost- ur að reyna að sigra Rússa nú, ef þeir ætla að halda þeim ráns- feng, er þeir hafa náð í Austur- vegi. Þótt nokkur ágreiningur riki þannig um fyrirætlanir Þjóð- verja í sumar, virðast hins vegar allir sammála um það, að Bandamenn muni ráðast til inn- rásar í sumar, þótt getgátur séu hinsvegar ólíkar um það, hvar eða hvernig þær framkvæmdir þeirra verða. Almennt virðist því ekki spáð, þótt búist sé við miklum hern- aðaraðgerðum í Evrópu í sumar, að styrjöldin þar verði til lykta leidd fyrst um sinn. Þannig skrifar t. d. fréttaritari „The New York Times“ í London ný- lega á þessa leið: — Ef þú ræddir við þá menn, sem eiga að stjórna innrásar- hernum, sjá um flutninga hans, birgðaöflun, flugvernd o. s. frv., myndir þú finna sárfáa, sem á- litu að styrjöldin í Evrópu yrði búin árið 1944. Þeir yrðu fleiri, sem vonuðust til að hún yrði búin fyrir árslok 1945, og nokkr- ir þættust alveg vissir um það. Margir þeirra aðgætnari myndu hins vegar ekki telja ósennilegt, (Framh. á 4. siðu) Seinustu fréttir Þing brezka verkamanna- flokksins hefir neitað kommún- istaflokknum um inngöngu. Var synjunin samþykkt með yfir- gnæfandi atkvæðamun. Nánara verður skýrt frá þessu máli síðar. Georg Bretakonungur er nú í liðskönnun í Afríku. Loftsóknin gegn Sikiley fer dagharðnandi. 64. blað ^ímmrt í næsta blaði Tímans hefst' greinaflokkur eftir Hermann Jónasson, þar sem hann ræðir um stjórnmálaleg viðhorf og viðfangsefni nú og í náinni framtíð. t A. viúavangi KLOFNINGURINN í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM. Blöð Sjálfstæðisflokksins eru með stööugar dylgjur um óein- ingu og kloíning í Framsóknar- flokknum. Framsóknarmenn geta látið sér allar slikar slúðursögur liggja í léttu rúmi. Reynslan sýnir, að alltaf þegar á heíir reynt málefnalega, hefir flokk- urinn staðið sem heild. Svo mun enn reynast. En það er ekki hægt að segja aað sama um Sjálfstæðisflokk- inn. Tökum þrjú dæmi: í dýrtíðarmálinu var flokkur- inn tvíklofinn á seinasta þingi. Meirihlutinn, bæjarmennirnir, vildu minnka dýrtíðina með einhliða lækkun afurðaverðsins. Minnihlutinn, sveitafulltrúarn- ir, aðhylltust hins vegar stefnu Framsóknarflokksins. í rafmagnsmálinu var flokk- urinn lika tvíklofinn. Morgun- blaöið réðist með heipt á þá stefnu, er Jón Pálmason og Ing- ólfur á Hellu höfðu lýst sig fylgj- andi í rafmagnsmálanefndinni. í sjálfstæðismálinu er flokk- urinn líka klofinn. Ólafur Thors þykist vilja tafarlausan skiln- að við Dani, en Jóhann Jósefs- son og Pétur Magnússon eru þess mjög letjandi. Svona mætti lengi telja. Þetta er heldur ekki undarlegt. Flokk- urinn hefir um skeið leikið þann leik, að látast vera með öllum og öllu. Úr þessu verður vitan- lega ekki annað en hringlanda- skapur og stefnuleysi. Fylgi flokksins hefir líka óð- um verið að molna að undan- förnu, því að fleiri og fleiri hafa komið auga á leikaraskapinn. Víða komu fram klofningslistar í bæjarstjórnarkosningunum síðustu. Gleggst var þó fylgis- tapið í sveitunum í þingkosn- ingunum í fyrra, ef saman- burður er gerður við þingkosn- ingarnar 1937. Eina von flokksins til þess að stöðva flokkshrunið er að blekkja með óeiningu og klofn- ingi í öðrum flokkum, svo að svo að menn fari síður þangað. En flóttinn frá flokknum, eink- um í sveitunum, verður ekki stöðvaður. Framleiðendur vita, að Framsóknarflokkurinn er þeirra flokkur. Þess vegna ligg- ur leið þeirra þangað. Þá þróun geta slúðursögur íhaldsblaðanna ekki stöðvað. HENGING SIGURÐAR. Tímanum hefir nýlega borizt Helgafell, 1.—3 hefti þessa árs. Ritstjórar þess eru mjög vin- samlegir Tímanum og er illa gert að endurgjalda það ekki. Það verður þó að biða að sinni. Að svo stöddu skal þeim að- eins bent á það, að Helgafell verður aldrei hátt metið bók- menntarit, ef það leggst svo lágt að birta framvegis annan eins þvætting og hengingargrein Sigurðar Einarssonar. Grein Sigurðar bregður upp óhugnanlegri mynd af andlega voluðum manni, sem veit sig verðskulda ýmsar misj afnar sögur, grípur því hengingarsög- una fegins hendi og hyggst að nota hana til að þvo sig hvítan af öllu öðru umtali og gerast um leið hin mikla hetja fólks- ins, er veitir slefberunum lengi vanrækta hirtingu. En eftir allan samvizkuþvottinn og (Framh. á 4. Mu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.