Tíminn - 18.06.1943, Side 4

Tíminn - 18.06.1943, Side 4
256 TlMIIVIV. fösluclaglmi 18. juní 1943 64. blað Aðalfundur Búnadar- sambands Sudurlands tR BÆIVUW Menntaskólanum var slitið í gær. Að þessu sinni luku prófi við skólann 48 stúdentar og 84 gagnfræðingar. Kennaraþing verður sett í Austurbæjarskólanum annað kvöld. Mun það einkum ræða um móðurmálskennsluna og þjóð-' ræknismálin. Kennaraprófi í íslenzkum fræðum hafa þessir kandídatar lokið við Háskóla íslands: Andrés B-ömsson I. einkunn 97% stig, Árni Kristjánsson 1. einkunn 98% stig oe- Bjami Einarsson 1. einkunn 99 stig: Dregið hefir verið nýlega 1 happdrætti frjáls- lynda safnaðarins og kom upp númer 18111. Eigandi hans reyndist Ásmund- ur Ásmundsson, starfsmaður hjá veið- arfæraverzluninni Verðandi. Vinning- urinn var nýtízku bifreið. Barnakórinn Sólskinsdeildin kom til bæjarins í gær eftir viku- ferðalag til Vestmannaeyja. — Kór- inn hélt fjórar söngskemmtanir í Eyj- um við fádæma aðsókn og ágætar undirtektir. Voru viðtökur allar í Eyj- um hinar ánægjulegustu. — Á heim- leiðinni kom kórinn við undir Eyja- fjöllum og fór meðal annars að-Skóga- fossi. 8000 félagsmenu (Framh. a) 1. nöaj a. þessi: Skjöldur, farandgrip- ur, sem þaö héraðssambandið hlýtur, sem fær samanlagt flest stig á mótinu. Hann er nú i höndum Ungmennasambands Kjalarnessþings. Þá hefir Ung- mennasamband Borgarfjarðar geíið verðlaunagrip handa þeim einstakling, sem ílest stig hlýt- ur á mótinu, og Kaupfél. Borg- firðinga verðlaunagrip fyrir þann mann, er sýnir bezt afrek í sundi. Sennilega verða fleiri einstaklingsverðlaun. Eru þau öll unnin til eignar. íþróttakennslan. íþróttakennarar U. M. F. L, 8 að tölu, eru enn allir að störf- um og hafa haldið fjölda nám- skeiða viðsvegar um landið i vetur og vor. Ahugi ungmenna- félaga fyrir störíum þeirra er mikill og hefir ekki verið hægt að sinna beiönum allra félag- anna í vor um kennara. íþróttamót héraðssamband- anna eru hafin. Nokkrum þeirra veröur lokið íyrir landsmótið að Hvanneyri. Bæktunarstarfseml U. M. F. í. Bjarni F. Finnbogason búfr. frá Stokkahlöðum er ráðinn til þess að annast ræktunarleið- beiningar í vor meðal barna- og unglinga og leiðbeina við gerð og hirðingu skrúðgarða. Starfs- svæði hans verður Héraðssam- band Eyjafjarðarsýslu. Minningarsjóður Aðalsteins Sigmundssonar. Hann var stofnaður af U. M. F. í. við fráfall A. S. og hefir þann tilgang að styrkja efni- lega unga menn til náms, er sýnt hafa félagsþroska í ungmenna- félagi. Sjóðurinn er nú orðinn um 6000 krónur. Hafa honum nýlega borizt kr. 1000.00 frá í- þróttasambandi íslands og kr. 500.00 frá Ungmennafélagi Reykjavíkur. Sambandsstjórnin þakkar öll- um, sem heiðrað hafa minningu þessa mæta forvígismanns ungmennafélaganna með fram- lögum í sjóðinn. Framvegis tekur stjórn U. M. F. í. og af- greiðsla Tímans, Reykjavík, við fjárframlögum í Minningarsjóð Aðalsteins Sigmundssonar. A ví3avanjt[i. (Framh. af 1. 3ÍBu) öll gífuryrðin um slúðrið, endar Sigurður sjálfur í þeirri heng- ingaról, er hann hafði búið slúðursagnahöfundunum, því að í smáletraðri neðanmálsklausu tilreiðir hann lesendunum au- virðilegustu slúðursögu í þeim tilgangi að spilla ‘ áliti eins mikilsmetins andstæðings síns. Rétta nafnið á grein Sigurðar hefði verið: Andleg henging mín. Það, sem slúðursagan lét Sigurði mistakast í háskólakap- ellunni, hefir , honum tekizt í þessari grein, þótt í nokkuð breyttri merkingu sé. Vinnið ötullet/a fj/rir T* tnann. Aðalfundur Búnaðarsam- bands Suðurlands var haldinn að Hellu á Rangárvöllum seint í maímánuði. Voru þar mættir 40 fulltrúar 28 búnaðarfélaga, auk búnaðarmálastjóra, nokkurra búnaðarþingsmanna, sýslu- manns og þingmanna Rangæ- inga, þriggja ráðunauta og stjórnar Búnaðarsambandsins, er skipuð er þeim Guðmundi Þorbjarnarsyni bónda á Stóra- Hofi, formanni, Degi Brynjólfs- syni, bónda í Gaulverjabæ og Sveini Einarssyni, bónda að Reyni. Á fundinum var rætt um margvísleg mál bænda og bún- aðarsambandsins og gerðar um þau ályktanir. Var meðal ann- ars harðlega móímælt fram- komnum áróðri gegn hlutfalls- legri og eðlilegri verðhækkun á landbúnaðarvörum og gerð skil- yrðislaus krafa um það, að verðið haldist til jafns við ann- að verðlag í landinu. Telji Al- þingi og ríkisstjórnin að greiða eigi hluta af útsöluverði land- búnaðarvara úr ríkissjóði „krefst fundurinn,“ segir í samþykktinni, „að það sé greitt beint til neytenda í hlutfalli við vörukaupin." Skorað var á Alþingi að sam- j þykkja. frumvarp um bann i gegn minkaeldi, skorað á nefnd þá, sem gera skal tillögur um stað fyrir bændaskóla Suður- lands, að hafa lokið störfum fyrir 1. júlí, skorað á Búnaðar- félag íslands að hlutast til um, að verzlun með búvélar verði komið í það horf, sem bezt stuðlar að aukinni tækni og af- köstum á sviði jarðræktar og skorað á Alþingi og ríkisstjórn að hlutast til um að dreifbýlið fái raforku með jafn góðum kjörum og þéttbýlið nýtur. Mörg fleiri mál voru til um- ræðu og athugunar, meðal annars efling fóðurbirgðafélag- anna. Samþykkt var fjárhagsáætl- un fyrir næsta starfsár sam- bandsins. Var ákveðið að verja 12 þús. krónum í launagreiðslur til ráðunauts og trúnaðar- Happdrætti Lau^ arneskirkju Sóknarnefnd Laugarneskirkju efnir um þessar mundir til happdrættis um stórt og nýtt steinhús við Langholtsveg til ágóða fyrir Laugarneskirkju. Er kirkjan sem kunnugt er í smíð- um, og er það von safnaðarins að geta með happdrættinu afl- að svo mikils fjár, að kirkju- smíðinni verði lokið. Kirkjulegt starf í Laugarnes- sókn var hafið með almennum guðsþjónustum haustið 1936. Fór þetta starf fram á vegum dómkirkjusafnaðarins. Þessari tilraun var vel tekið af fólki, og mun hún hafa átt þátt í því, að kirkjumál Reykjavíkur voru leyst með lögum um skiptingu bæjarins í prestaköll, er komu til framkvæmda 1940,- Árin 1937—1940 starfaði nefnd manna úr núverandi Laugar- nessókn að undirbúning kirkju- byggingar í samvinnu við sókn- arnefnd dómkirkjusafnaðar. Var Guðjón Samúelsson pró- fessor fenginn til að gera frum- uppdrátt að Laugarneskirkju. — Laugarneskirkja skyldi hún heita, því að hér er um að ræða endurreisn Laugarneskirkju hinnar fornu. Árið 1940 var bænum skipt i prestaköll, og var þá undirbún- ingsnefndin kosin svo til óbreytt sem hin fyrsta sóknarnefnd Laugarnessafnaðar. Tæpu ári síðar, í ágústmán- uði 1941, var kirkjusmíðin hafin eftir nýjum og veglegum upp- drætti húsameistara ríkisins. Og nú er kirkjan risin af Kirkju- bólstúni. Hún blasir við af hafi og- af vegunum í grenndinni. Fjár er vant til að ljúka bygg- ingunni, og þess vegna er gripið til happdrættis. Bregðast bæj- arbúar vonandi vel við, svo að fljótlega verði unnt að ljúka smíði Laugarneskirkju, kristni- lífi Reykjavíkur til eflingar og bænum til prýðis. manna, 2500 til fræðslustarfs og námskeiða, 1200 til kartöflu- | geymsla, 500 til fiskiræktar, 500 til leiðbeininga um rafvirkjun, 2000 krónum til undirbúnings menntaskóla í sveit, 1000 krón- um til búvélaverkstæðis í Vík i Mýrdal, 300 krónum til sauðfjárræktarbúa og 300 til Vatnafélags Rangæinga. í stjórn sambandsins var endurkosinn Guðmundur Þor- bjarnarson á Stóra-Hofi, en til vara Klemenz Kristjánsson. Fundarstjórar voru Bogi Thor- arensen í Kirkjubæ og Sigur- grímur Jónsson í Holti; fundar- ritarar Dagur Brynjólfsson í Gaulverjabæ og Þorsteinn Sig- urðsson á Vatnsleysu. Erindi um búvélar var flutt á fundinum. Flutti það Árni G. Eylands. Kvöldvaka blaöa - manna Blaðamannafélag íslands efndi til kvöldvöku í útvarpinu annan dag hvítasunnu. Jón Þór- arnisson, fréttamaður útvarps- ins, var þulur. Kvöldvakan hófst með því, að Ragnar Jóhannes- son blaðamaður flutti „minni prentlistarinnar", kvæði eftir Þorstein heit. Gíslason ritstjóra, og síðan söng Þorsteinn Hann- esson, er verið hefir ritstjóri og blaðamaður á Siglufirði, sama kvæði undir lagi, sem Jón Þór- arinsson hefir samið. Þessu næst flutti Skúli Skúlason rit- stjóri, formaður Blaðamanna- félagsins, ávarp. Hannes á Horn- inu flutti þátt um daginn og veginn, Jón Helgason blaðamað- ur sagði stuttan ferðasöguþátt, Sigurður Guðmundsson blaða- maður flutti erindi, Jón H. Guð- mundsson ritstjóri las smásögu, Árni ritstjóri Jónsson frá Múla söng einsöng, Axel Thorsteins- son, fréttamaður útvarpsins, sagði endurminningar um blaðamennsku sína, Karl ísfeld blaðamaður flutti kvæði eftir sig og loks lýsti Bjarni Guð- mundsson blaðamaður dagleg- um störfum blaðamanna og voru skeyttar inn í frásögnina ýmsar hljómplötur, þar sem heyra mátti hversdagslega starfsönn í blaðaskrifstofum og prentsmiðjum. Kvöldvöku þessa undirbjuggu Bjarni Guðmunds- son, Jón Þórarinsson og Ragn- ar Jóhannesson. Var það starf af hendi leyst méð slíkri prýði, að vert er að þakka, enda ein- kenndi það þessa kvöldvöku, hve allt gekk rösklega, einn jafnan tilbúinn, er annar hafði lokið máli sínu. Ráðgert hafði verið, að Valtýr Stefánsson ritstjóri yrði þulur kvöldsins, en vegna veikinda- forfalla.gat það eigi orðið. Frá Noregí í Noregi er nú aðeins greitt afnotagjald af 8500 útvarps- tækjum. Flestöll útvarpstæki, sem voru í notkun, er innrásin var gerð, hafa Þjóðverjar gert upptæk, vegna þess að Norð- menn hlustuðu á útvarpsstöðv- ar Bandamanna . Aðbúnaður Norðmanna þeirra, sem vinna nauðungarvinnu við hervarnir Þjóðverja, er talin hinn bágbornasti. Viða er skort- ur á viðunandi vistarverum og matur er lélegur. Unnið er að byggingu flugvalla, greftri skot- grafa, ýmsum hernaðartálmun- um öðrum o. s. frv. Mest er unn- ið að þessum framkvæmdum í Norður-Noregi og hafa verið fluttir þangað menn víðsvegar að af landinu. Nokkrir þekktir Norðmenn hafa nýlega látizt í hinum ill- ræmdu fangabúðum Oranien- borg í Þýzkalandi. Meðal þeirra er fyrrv. formaður símamanna- sambandsins, William Ander- sen. 17. maí var ekki haldinn há- tíðlegur í Noregi að þessu sinni. Quisling hafði fyrirskipað, að aðeins nazistar hefðu frí þenn- Kosumgahneyksli (Framh. af 1. síöu) galla á kosningu þessari. En það var jafnframt fram tekið, sem og leiðir af hlutarins eðli, að rgnnsóknin skyldi taka til kosn- ingarinnar almennt og undir- búnings hennar, en ekki tak- markast við þau atriði, sem um ræðir í bréfi Kristjáns Jensson- ar, en rannsókn á þeim atriðum virðist nú lokið. í samræmi við þennan vilja samþykkti kjörbréfanefnd á fundi sínum 17. des. 1942 með öllum atkvæðum eftirfarandi tillögu: „Nefndin samþykkir, sam- kvæmt ályktun Alþingis að beina því til dómsmálaráðu- neytisins að láta fara fram réttarrannsókn á kosningu í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu 18. og 19. okt. s. 1. og und- irbúningi hennar“. Samkvæmt framangreindri á- lyktun $r þess hér með farið á leit, að fyrirskipuð verði rann- sókn á kosningunni í Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu 18. og 19. okt. s. 1., svo og öllum undir- búningi hennar.“ Þess skal getið, að allir full- trúarnir í kjörbréfanefndinni, Sjálfstæðismennirnir ekki síður en hinir, voru sammála um þessa áskorun. Síðan dómsmálaráðherranum var sent bréf þetta eru liðnir 51/2 mánuður, án þess að kunn- ugt sé, að hann hafi neitt gert til þess að fullnægja umræddri beiðni þingnefndarinnar, sem er vafalaust borin fram í um- boði meirahluta Alþingis. Hvað veldur þessum undan- brögðum ráðherrans? Það er ekki til nema ein skýr- ing á þessari framkomu ráð- herrans. Eins og bréf nefndarinnar sýnir, átti þessi rannsókn ekki síður að beinast að öðrum atrið- um en bréfi Kristjáns Jenssonar og komu þá síldarmjölsgjafir Kveldúlfs í fyrstu röð. Rann- sókn á því máli hefði áreiðan- lega orðið auðfélagi þessu til lítils sóma, og ekki sízt Ólafi Thors, sem var búinn að lýsa yf- ir því í þinginu, að mjölið hefði verið sent samkvæmt pöntun og eftir venjulegum viðskiptaleið- um! Er þó kunnugt, að sumir, sem fengu mjölið, höfðu aldrei pantað það eða verið krafðir um greiðslu. Einar Arnórsson var þingmað- ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er hann gerðist hæstaréttardóm- ari. Hann var þá einn af nán- ustu vildarvinum Kveldúlfs- valdsins. Vera hans i hæsta- rétti virðist ekki hafa slitið þessi tengsli. Það er a. m. k. ekki hægt að sjá, að nein önnur ástæða geti valdið því, að hann vill hlífa Kveldúlfi við þessari rannsókn. Almenningur. fer nú áreiðan- lega að skilja, hvers vegna Sjálfstæðismenn á þingi voru með áskoruninni til dómsmála- ráðherra um rannsóknina. Þeir treystu Einari Arnórssyni til að stinga málinu undir stól. En dómsmáláráðherrann mun áreiðanlega hljóta sinn dóm hjá þjóðinni fyrir undandrátt sinn í þessu máli, ekki sízt, þegar hann er athugaður við hliðina á gauraganginum í máli Jóns ívarssonar. Þetta tvennt sýnir bezt, að Einar hefir engu gleymt og ekkert lært, síðan hann var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir veru sína í hæsta- réti. Þjóðin hlýtur því að spyrja, hvort slíkur maður eigi að eiga afturkvæmt 1 hæstarétt. Sjálfstæðisflokknum hefir tekizt, fyrst með aðstoð verka- lýðsflokkanna og síðan með til- styrk dómsmálaráðherrans, að hindra athugun á meintri kosn- ingaspillingu stórgróðavaldsins. En baráttunni gegn henni verð- ur samt haldið áfram. Dómstóll 3,lmennings er hinn endanlegi úrskurður og hann er meira virði en stundarhjálp Brynjólfs Bjarnasonar og Einars Arnórs- sonar. an dag, því að nazistaflokkurinn hefði verið stofnaður 17. maí fyrir 10 árum. Óvenjulega mik- ill lögregluvörður var á götun- um. Útbroiðið Tímann! Rödd hjarlans (Holð Back the Dawn). Amerísk stórmynd. CHARLES BOYER, OLIVIA DE HAVILLAND PAULETTE GODDARD. _______Sýnd kl. 7 og 9. aa »14—*t4. RÆNINGJARNm, eð William Boyd. r-——- - . - ■ NÝJA BÍÓ - Söngvaeyjan (Song of the Islands). Söngvamynd í eðlilegum litum. Aðalhlutv. leika: BTTY GRABLE, VICTOR MATURE, JACK OAKIE. kl. 3, 5, 7 og 9. Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför Böðvars sonar okkar. Ólafsvík, 15. júní 1943. MAGNEA BÖÐVARSDÓTTIR. JÓNAS ÞORVALDSSON. >»»»»»»»»»»»»»0»»»»»»»»»0»»»»»00»»»»t The World’s News Seen Through The Christian Science Monitor Án Internationál Daily Newsþaþer i» Truthful—Constructivc—Unbiased—Free from Sensadonal- ism — Gditorials Are Tiinely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Sciencc Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $12.00 Yearly, or $1.00 a Month. Saturday Issue, incíuding Magazine Section, $2.60 a Yeex. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. SAMPLB COPY ON REQUEST Reykjavík. Sími 1249 Simnefni: Sláturfélag. iKeykhús. — Frystihús. IViðursnðnverksmiðja. - Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: NiOur- soOiO kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurO á brauO, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. FrosiO kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. E)gg frá Eggjasölusamlagi Ueykjavíkur. BoMe^teel liershöfðingi (Framh. af 1. síöuj Bonesteel hefir áunnið sér virðingu íslendinga fyrir rögg- semi sína og staðfastan vilja til að sambúð hers og heimaþjóð- ar mætti sem bezt verða og óhappaminnst. Hefir skilningur hans á því, að hér bjó þjóð, sem vildi vera frjáls í landi sínu, verið öruggastur leiðarsteinn hans í allri herstjórn sinni á íslandi. Hann mun og sjálfur hverfa héðan með góðum hug til þjóðarinnar, er forlögin færðu honum að höndum að rækja svo erfitt starf á meðal, og ýmissa embættismanna hennar, er hann hefir átt sam- vinnu við. Hið hrjóstruga og ill- viðrasama land hefir einnig öðl- azt ítök í hug hans, og á brott með sér hefir hann málverk af Esjunni, „þúsund-lita-fjallinu“, eins og það blasti við honum úr herbúðum hans í nærfellt tvö ár. Málaði frú Barbara Árna- son þá. mynd. Þegar styrjöld linnir og friður er kominn á með frjálsum þjóðum, fýsir Bonesteel hershöfingja að koma hingað aftur og sjá landið aug- um ferðamannsins. Bonesteel hershöfðingi er nú 58 ára gamall. Faðir hans og afi gengu báðir í herskóla og sjálf- ur lauk hann herskólanámi 1908. Hefir hann verið í þjón- ustu hersins í 39 ár. í fyrri heimsstyrjöldinni barðist hann í Frakklandi, og einnig hefir hann verið í herþjónustu í Fil- ippseyjum og Sandvíkureyjum. Erlent yfirlit (Framh. af 1. síðu) að Evrópustyrjöldin drægist fram á árið 1946. En á þessu sumri ættu þó allt- af að sjást fyrstu merki þess, að Evrópuvigi Hitlers yrði yfir- unnið. Flugher Bandamanna eflist óðum, bæði í Bretlandi og Afríku. í sumar mun heimurinn verða vitni að margfalt stór- felldari loftsókn en nokkuru sinni áður, nema Hitler geti með einhverjum ráðum neytt flug- heri okkar til að berjast ann- ars staðar eða spillt aðstöðunni til flugárása frá Bretlandi. — Þessi ummæli hins ameríska fréttaritara virðist benda til þess, að Bandamenn séu enn á því stigi, að loftárásirnar séu mikilvægasti sóknarhernaður þeirra. Með þeim ætli þeir að eyðileggja framleiðslumátt og úthald Þjóðverja og gera þannig innrás í stórum stíl auðveldari síðar. í þessu sambandi má nefna nokkrar tölur frá flugmála- ráðuneytinu brezka. Allt árið 1941 var varpað 22 þús. smál. af sprengjum á Þýzkaland, en síðustu þrjá mánuðina (marz, apríl, maí) 31,500 smál., þar af 12,500 smál. í maí einum. Hér eru ekki meðtaldar sprengjur, sem hefir verið varpað á ítaliu og hernumdu löndin. Þessar tölur tala skýrustu máli um efl- ingu loftsóknarinnar. Sonur Bonesteels, sem einnig er herskólagenginn, gegnir her- þjónustu í Norður-Afríku.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.