Tíminn - 02.07.1943, Blaðsíða 2
270
Timnnrc, föstndagmn 2. jjúlí 1943
68. blað
Föstudagur 2. júlí
Tvær rædur -
- tveir mena
Pyrir nokkru síðan flutti
Björn Ólafsson ráðherra erindi
í útvarpið um fjármál og at-
vinnumál.
í erindi þessu rakti hann
nokkrar alkunnar staðreyndir
úr fjármálaþróun síðustu miss-
era. Hann minnti á það ástand,
er skapast hefði, þegar núver-
andi ríkisstjórn tók við völd-
um. Þá vildi enginn eiga né
spara peninga, því að þeir stór-
lækkuðu í verði með hverjum
mánuði. Menn keyptu heldur
allt, sem hönd á festi fyrir
margfalt verð, postulínskýr, ef
ekki vildi betur til. Með stöðvun
þeirri, sem þinngið og stjórnin
kom á verðlagið um síðustu
áramót, hefir þetta breytzt mjög
til batnaðar. Fólk hagar sér nú
skynsamlegar með peningana.
Mikið veltur á því, að missa
ekki aftur það taumhald, sem
náðst hefir.
Ráðherrann benti líka á, að
með núverandi framleiðslu-
kostnaði hjá okkúr mætti engu
muna, til þess að halli yrði á
útflutningsvörum, — þrátt fyr-
ir stríðsverðið. Þegar markaðs-
verðið lækkar eitthvað frá því,
sem er, kemur syndaflóðið.
í raun og veru sagði ráðherr-
ann ekkert nema það, sem hver
viti borinn maður veit og skil-
ur, hvar í flokki, sem hann
stendur. — Hitt er annað mál,
að meiri hluti þjóðarinnar lítur
mest á stundarhag, breytir ver
en hann veit og lifir eftir kjör-
orðinu: Flýtur meðan ekki sekk-
ur.
Nokkru síðar stóð annar mað-
ur upp á Þingvöllum og hélt
langa ræðu. Hana heyrðu fáir,
en hún var prentuð í Morgun-
blaðinu, svo að því fleiri gætu
lesið. Þetta var Ólafur Thors,
formaður stærsta stjórnmála-
flokks landsins og sá maður,
sem mest ógagn hefir unnið ís-
lenzku þjóðinni í atvinnumál-
um og fjármálum með stjórn-
málabralli sínu. Hann hagaði
orðum sínum eins og hann væri
„það, sem koma skal,“ kjörinn
til að skapa frið og einingu með
þjóðinni og laga það, sem nú-
verandi ríkisstjórn hefði úr
lagi fært. Hann bar allþungar
sakir á stjórnina og lét skína í,
að öðru vísi og betur hefði ver-
ið haldið um stjórnar taumana
meðan hann hafði þá í hendi.
Stjórnin aðhefðist fátt gagn-
legt, en gortaði og skrumaði því
meira.
Annað höfuðblað Sjálfstæðis-
flokksins, Vísir, hefir í raun og
veru svarað ræðu Ól. Thors í
forustugrein á mánudaginn var.
Þykir rétt að tilfæra hér nokkr-
ar setningar úr greininni, til
þess að sýna, hvernig þeir Sjálf-
stæðismenn, sem ekki eru al-
gerlega á klafa hjá Kveldúlfi,
líta á málfærslu Ólafs Thors.
Vísir segir:
„Metingur um afrek og við-
kvæmni fyrir athöfnum eða at-
hafnaleysi er engin trygging
fyrir því, að þeir, sem mest met-
ast og mesta viðkvæmni ala í
andanum og brjóstinu myndu
hafa aðstöðu til að gera betur
-----Það sýndi aðstaða Sjálf-
stæðisflokksins, er hann var
einn í stjórn, sem minni hluta
flokkur. Hann mátti sig ekki
hræra, sökum þess, að aðrir
flokkar bönnuðu honum það, —
settu það beint sem skilyrði fyr-
ir hlutleysi, að hann gengi ekki
lengra í athöfnum en dagleg
nauðsyn krafði.“
Frltt út lagt þýðir þetta: Ól.
Thors ætti að tala varlega.
Hann samdi við sósíalista í fyrra
um að gefa dýrtíðinni lausan
taum, gera ekkert til að hamla
móti skæruhernaði og skemmd-
arstarfsemi gegn afkomu þjóð-
arinnar. Vísir segir ennfremur,
að þótt flokkar þeir, sem sífellt
eru að nöldra um ríkisstjórn-
ina gætu komið á einhverju
samstarfi „myndi sú stjórn, er
styddist við veikan meirihluta á
þingi, eiga sárfáa lífdaga fyrir
höndum, — hljóta auk þess ó-
mildan dóm þjóðarinnar, sem
Sæmundur Fríðriksson:
Enn um mæðiveikivarnirnar
Athugasemd wið svar Runólfs Sveinssonar
Runólfur Sveinsson, skóla-
stjóri, sendir mér stutt svar í 5T.
tbl. Tímans í tilefni af því að ég
mótmælti tveim atriðum í grein
hans um sauðfjárrækt, mæði-
veiki og innflutning sauðfjár.
Þar sem skólastjórinn hrekur
ekkert af því, sem fram kemur í
svargrein minni í 30. tbl. Tím-
ans, er lítil ástæða til þess fyrir
mig að halda áfram umræðum.
Þó vil ég gera smá athuga-
semdir við hið stutta svar.
Runólfur Sveinsson segir, að
ég hafi ýmist misskilið eða rang-
fært sumt í grein sinni. Hann
tilfærir þó ekkert dæmi því til
sönnunar. En það er siður
sumra, þegar þeir eiga erfitt
með að rökstyðja áður framsett-
ar fullyrðingar sínar, að tala
um misskilning og rangfærslur
hjá þeim, sem hreyfa mótmæl-
um. Skólastjórinn tók svo skýrt
til orða, að ekki var hægt að
misskilja hann, ef taka má orð
hans alvarlega. Hann sagði, að
íslenzkt sauðfé væri svo lélegt
og illa ræktað, að varla svaraði
kostnaði að halda áfram rækt-
un þess og dilkakjötið væri
varla söluhæft. Hann sagði einn-
ig, að því fé, sem árlega er varið
til mæðiveikivarnanna væri
að verulegu eða öllu leyti kast-
að á glæ. í grein minni sýndi ég
fram á, að þessi ummæli hans
hafa ekki við rök að styðjast.
f svari sínu reynir R. S. að
draga úr þessum ummælum sín-
um með því að segja, að hann
hafi ekki trú á því að rækta
mæðiveikt sauðfé. En í fyrri
grein sinni dæmdi hann íslenzka
sauðfjárstofninn og dilkakjötið,
án þess að ræða í því sambandi
um sauðfjársjúkdóma. Hann
taldi fjárkynið sjálft of lélegt.
Um íslenzka sauðfjárkynið
skal ekki fjölyrt hér. Það hefir
sína kosti og sína galla, og
reynslan ein getur úr því skorið,
hvort heppilefera er að flytja
inn erlend fjárkyn, eða rækta
betur þann stofn, sem hér er.
En á það má benda, að mæði-
veikin hefir ekki haft áhrif á
markaðshæfni dilkakjötsins
eins og R. S. gefur í skyn. Dilka-
kjötið af mæðiveikisvæðinu hef-
ir alls ekki verið rýrara síðan
mæðiveikin kom, en það var
áður. Annars kveðst R. S. ekki
vilja ræða um dilkakjötið, en
vísar í þess stað, sínu máli til
stuðnings, á grein eftir Halldór
Pálsson sauðfjárræktarráðu-
naut í Tímanum 1937, er nefn-
ist „íslenzkt dilkakjöt og enski
markaðurinn."
Þetta er yfirgripsmikil grein
um markaðshæfni kindakjöts
yfirleitt. Þar eru sagðir kostir og
gallar á íslenzka dilkakjötinu
sem útflutningsvöru. Er þar sýnt
fram á það, að verkun, fryst-
Hafsteiim Pétnrsson:
Afhugasemd við greín Páls
Kolku: Samúðarskeytið
upp yrði kveðinn I kosningum á
næsta vori. Þar við bætist svo,
að sú .stjórn myndi bera dauð-
ann í sér, að klofningur yrði í
þeim flokkum, -er að henni
stæðu, áður en varði.“
Þetta rósamál þýðir hreint út
sagt:
Ólafur Thors vill fyrir hvern
mun komast í stjórn og er reiðu-
búinn til að selja fjandanum
sál og sannfæringu til þess.
Hann reynir eflaust að kaupa
hlutleysi sósíalista með því að
ganga að öllum afarkostum
þeirra, í því trausti að geta
blekkt þá og hlunnfarið, þegar
til framkvæmda kemur. En slík
stjórn er dauða dæmd. Það yrði
uppreist í Sjálfstæðisflokknum
til að reka óstjórnina af hönd-
um sér. Kosningar yrðu næsta
vor og braskararnir yrðu að þola
dóm þjóðarinnar.
Enn segir Vísir:
„Líkurnar eru því allar til að
núverandi stjórn sitji enn um
skeið og annist viðeigandi mála-
miðlun milli flokkanna á þingi,
jafnvel þótt þeir sýndu viðleitni
í að vera henni andstæðir.
Keyrði úr hófi andstaðan, gæti
auðveldlega farið svo, að stjórn-
in yrði að rjúfa þing og efna til
nýrra kosninga----------.“
Þetta þýðir: Ætli Ól. Thors
sér að ganga í lið með sósíalist
um til að gera stjórninni ó-
mögulegt að starfa, mun hún
efna til nýrra kosninga. — Hvort
Sjálfstæðisflokkurinn skipar
sér þá óskiptur um Kveldúlfs-
mattadórana er annað mál.
Engum getur blandazt hugur
um, að þessar tvær ræður túlka
tvö ólík sjónarmið Sjálfstæðis-
manna.
Það getur riðið á miklu fyrir
afkomu þjóðarinnar í brimróti
ófriðarins, hvort sjónarmiðið á
fleiri formælendur. +
ing, mat og allur frágangur á
kjötinu hefir mikla þýðingu,:
jafnvel engu síður en kjötgæð-
in sjálf. í greininni er hvergi
sagt, að íslenzkt dilkakjöt sé lé-
leg eða lítt seljanleg vara, þó
bent sé á að betra dilkakjöt
komi á brezkan markað. En það
er líka breitt bilið á milli þess,
að varan sé sú bezta, sem völ
er á á heimsmarkaði, og hins,
að hún sé varla söluhæf.
* * *
Um mæðiveikivarnirnar seg-
ist skólastjórinn ekki vilja ræða
að þessu sinni, enda gerir hann
enga tilraun til að mótmæla
þeim niðurstöðum, er ég kemst
að um þá þýðingu, er varnirnar
hafi haft. Hann segir nú aðeins,
að þær séu of dýrar, að bændur
séu að missa þolinmæðina í
stríði við mæðiveikina og við-
hald mæðiveiku ánna sé of dýrt,
miðað við arð þeirra.
í grein minni var sýnt fram
á, að það hefði verið mörgum
sinnum dýrara fyrir þjóðfélagið
að sleppa sauðfjárpestunum
lausum, án allra hindrana, held-
ur en framkvæma varnirnar í
því formi, sem gert hefir ver-
ið. Og það má fullyrða, að nú
hefði allt að því helmingi fleiri
bændur landsins átt í stríði við
mæðiveiki, ef engar varnir hefðu
verið settar. Þá þarf heldur ekki
að „sökkva sér djúpt niður í
útreikninga" til að sjá það, að
viðhaldskostnaður á mæðiveiku
fé hefði nú verið allt að því
helmingi meiri alls á landinu,
ef mæðiveikinni hefði verið
sleppt lausri.
Runólfur Sveinsson heldur
fast við það, að eina ráðið
til að bæta úr vandræðum þeim,
er af sauðfjársjúkdómum stafi
sé það, að flytja inn erlend
sauðfjárkyn til blöndunar og
hreinræktunar. Þetta er mál út
af fyrir sig og má vel vera, ef
vel er á haldið, að það geti kom-
ið að gagni í framtíðinni. En
það er ástæðulaust að vera að
blanda því nokkuð saman við
þær ráðstafanir, sem til þessa
hafa verið gerðar, til að hindra
útbreiðslu sauðfjársjúkdóm-
anna, eða að láta í veðri vaka,
að slíkur innflutningur hefði
getað komið í staðinn fyrir
varnirnar. Því jafnvel þótt R.
S. hefði komið fram með þessa
tillögu, skömmu eftir fyrstu út-
breiðslu fjárpestanna, hún ver-
ið framkvæmd og borið góðan
árangur, hefðu varnirnar samt
verið sjálfsagðar. Fyrst hefði
tekið alllangan tíma að reyna
styrkleika hinna nýju fjár-
kynja gegn mæðiveiki og því
næst að útbreiða þau um land-
ið. Meðan á því stóð, hefði ekki
verið hægt að gera annað en,
verjast vágestunum eftir föng- ;
um, eins og gert hefir verið.
Það, sem R. S. gæti haft ástæðu <
til að sakast um, er það, að til- !
raunir í þessa átt skuli ekki
hafa verið gerðar nema einung-
is með eitt kyn, er fyrir var í
landinu. En það er tilefnislaust
fyrir alla og ekki sízt þá, er;
framarlega standa á sviði land-
búnaðar, að fordæma það, sem
gert hefir verið í málum þess-
um, án þess að geta með rökum
bent á nokkuð; er hægt hefði
verið að gera í þess stað.
Runólfur Sveinsson talar um
mistök og glappaskot í sam-
bandi við þessa starfsemi og
bendir á, að ef til vill þurfi að
skipta um stjórn þessara mála.
Því er ekki að neita, að ýms
mistök hafa átt sér stað, og það
má vel vera að skipta þurfi að
einhverju leyti um menn við
störfin. Er þá mest um vert, að
vel tækist til með skipun nýrra
manna. En víðar mun mega
benda á mistök í sambandi við
rekstur opinberra stofnana,
jafnvel á sviði landbúnaðar, og
nokkur þörf mannaskipta, svo
hvert sæti sé vel skipað.
Það, sem helzt virðist hægt
að gera í málum þessum, eins
og nú er komið, er þetta:
1. Hindra af fremsta megni
frekari útbreiðslu fjárpestanna
með vörzlu, girðingum og fjár-
flutningabönnum, meðan sýni-
legt er, að slíkar aðgerðir borga
sig fyrir þjóðarheildina.
2. Vinna ötullega að útbreiðslu
þeirra fjárstofna, er sterkastir
eru gegn fjárpestunum, en þá
verður að finna með tilraunum
og rannsóknum. Vera má, að
innflutningur á erlendu fé geti
þar komið að liði, eins og R. S.
bendir á. . í
3. Halda ósleitilega áfram til-
raunum með lækningar og varn-
arlyf gegn sauðfjársjúkdómun-
um.
Oft hafa vísindin komið til
hjálpar í svipuðum tilfellum og
þessu. Ekki er ólíklegt, að enn
geti svo farið.
Sæmundur Friffriksson.
Það er rétt, að yfirlýsingin
frá okkur, nokkrum Húnvetn-
ingum, var frá mínu sjónar-
miði ~Tram sett af samúð með
Hannesi Pálssyni, eftir að sýslu-
maðurinn okkar sendi samúðar-
skeyti sitt í Morgunblaðið með
Kolka lækni, og kryddaði það
með óþörfum og mjög óviðeig-
andi árásum á Hannes Pálsson.
Það er tvennt, sem yfirlýsing
okkar setur ákveðið fram:
Aff árás læknisins á Hannes
Pálsson sé runnin af stjórn-
málalegum ástæðum eða af því,
að hann var frambjóðandi
Framsóknarflokksins. Þessu er
árangurslaust að neita, því að
það skilur hver maður, og lækn-
irinn þá einnig.
Hitt atriðið, sem við vildum
undirstrika var, að sá embætt-
ismaður á skilið áminning, sem
lætur sér sæma í opinberu máli
að gefa í skyn, að hann muni
geta hugsað sér að nota sér að-
stöðu sína sem embættismaður
til áhrifa á kjósendur. Slíkt get-
ur ekki að neinu leyti talizt
betra en bera fé á menn í þessu
skyni, nema síður sé.
Eftir að við rituðum nefnda
yfirlýsingu, sáum við svar Kolku
læknis við kæru Framsóknar-
flokksins. Þar viðurkennir
læknirinn, að hann hafi skrif-
að þetta fræga bréf sitt 1 reiði-
kasti og virðist sjá eftir og telja
það betur óskrifað.
Þessa yfirlýsingu læknisins
vil ég mega skilja svo, að hann
muni ekki vitandi vits láta á-
líka ritsmíð frá sér fara, og tel
ég því þessa kæru hafa orðið
hönum til sálarbata og hafi
læknirinn þar með fengið hæfi-
lega áminningu.
Það er rétt hjá lækninum, að
ég og að minnsta kosti nokkrir
fleiri af þeim, sem skrifuðu und-
ir yfirlýsinguna, höfum áður
óskað þess, að hann væri hér
áfram sem læknir. Einnig bár-
um við Gunnar Grímsson kaup-
félagsstjóri, ásamt Jóni S.
Pálmasyni, fram tillögu á sýslu-
fundi um, að sýslunefnd veitti
lækninum viðurkenning fyrir
læknisstörf, og var það sam-
þykkt. Af þessu sést, að
Páli Kolka lækni hefir verið
sýnd full viðurkenning af Fram-
sóknarmönnum hér í sýslu, þótt
alltaf hafi verið vitað, að hann
var ákveðinn Sjálfstæðismaður
og reyndi að hafa pólitísk áhrif.
Hvefsni læknisins í okkar
garð ætla ég að leiða hjá mér.
Asgeir Bjarn|iórssoii:
Þrír merkir víðburðír
í sögu ísl. myndlistar
Það má telja stórviðburð í
sögu íslenzkrar myndlistar, að
sýningarskáli hefir verið reistur
í miðjum höfuðstaðnum. I?essi
langþráði skáli er nú loksins
risinn, að vísu á tréfótum í feni,
sem er vel viðeigandi, því að
það er táknrænt fyrir ástand
Bandalagsins nafntogaða. En
hvað sem því líður, hefir skál-
inn margt til síns ágætis, vítt
til veggja og góða birtu.
Svo var skálinn, sem vera bar,
hátíðlega vígður með yfirlits-
sýningu íslenzkrar mjmdlistar.
Enda var sýningin hin fjöl-
þættasta, sem hér hefir sézt, og
þar voru lifendur og dauðir, ill-
ir og góðir, virtir og lítilsvirtir
í einu bróðurlegu samfélagi og
virtist fara vel á því öllu.
Allqinn þjóðsaga telur það
hafa verið þrekraun mikla, að
liggja Jónsmessunótt úti á kross-
götum. En til mikils var að
vinna, því að hamingjan var í
fylgd með hverjum þeim, er
raunina stóðst, en hver sá, er
glepjast lét af freistingum álf-
anna, varð fífl eða skertur á viti
til æviloka.
Allflestir hérlendir lista-
menn hafa legið á krossgötum
framandi stórborga, og skal það
sízt lasta. En átakanlega bar
sýningin vott um, hve fáir hafa
staðizt þrekraunina. Sumir hafa
jafnvel látið glepjast af því au-
virðilegasta og yfirborðskennd-
asta. — Þeir gátu ekki flotinu
neitað.
Þá er það allmikil nýlunda,
að maður af íslenzkum ættum,
Hjörvarður Krnason, flytur al-
þýðufyrirlestur á enskri tungu
við Háskóla íslands. Og þessi
stórmerki gerast, án þess að
Rutherford hafi áður lesið komu
þeirra í pýramídanum mikla.
Ennþá talar alþýðan hér ís-
lenzku, hvað sem síðar kann að
verða.
Fyrirlestra þessa heyrði ég
ekki, en útdrátt úr þeim las ég
1 Lesbók Morgunblaðsins. Sann-
ast að segja hélt ég, að blaða-
maður af lakara endanum hefði
skrifað þenna útdrátt, misskil-
ið og r'angfært allt, svo sem fyr-
ir kann að koma hjá sum-
um þessara bráðnauðsynlegu
manna. Mér til mikillar furðu
heyrði ég svo af eigin vörum
fyrirlesarans, að hann hafði
sjálfur samið útdráttinn á enska
tungu, en Valtýr Stefánsson
rits;tjóri snúið á íslenzku.
Nú ætla ég að víkja nokkrum
orðum að því, hvernig sá góði
fræðari, H. Á., kennir okkur „að
skoða málverk. Hann segir með-
al annars:
......... Ekkert er dul-
arfullt við málverk, séu þau
grandskoðuð. — Sannur lista-
maður hefir enga tilhneigingu
til að trufla eða afvegaleiða á-
horfendur. Það, sem honum
liggur á hjarta, setur hann á
léreft eins Ijóslega eins og hann
gerir sér sjálfur grein fyrir
efninu, til þess að við hin sjá-
um það, ef við höfum til þess
vilja.“
Þetta eru orð í tíma töluð,
og ég vil bæta því við, að list-
skýrendum ber einnig að breyta
eftir þessu gullna lögmáli. Og
nú skulum yið athuga, hvernig
H. Á. hefir tekizt það.
Hann kastar fram spurning-
unum: „Hvað er list?“ og „hvað
er fegurð?“ Bersýnilega vex
honum í augum hverfulleiki
smekksins. Hann segir:
„Ef við hugsum okkur um
augnablik, komumst við að raun
um, að kröfur til fegurðar
breytast með hverri kynslóð.
Það, sem fagurt var í augum
Egipta 25 öldum fyrir Krist,
þarf ekki að vera fagurt í aug-
um núlifandi manna. Það, sem
Kínverjum þykir fallegt, getur
vestrænum mönnum þótt
einskis virði. Þetta sjáum við
bezt með því að athuga, hve
breytilegar kröfur eru gerðar til
kvenlegrar fegurðar. Þær eru
áreiðanlega allt aðrar í dag, en
þær voru fyrir 30 árum.“
H.Á. virðist ekki hafa komið
auga á hið sama og Tómas Guð-
mundsson forðum: „hve hjört-
um mannanna svipar saman í
Súdan og Grímnesinu,“ þegar
um fegurð kvenna er að ræða.
Spurningin: „hvað er list“,
virðist vefjast nokkuð fyrir H.
Á. og lái ég honum það ekki,
því að hugtakið „list“ er býsna
teygjanlegt. Hann veltir vöng-
um yfir „naturalistískri" og
„ekki naturalistiskri“ liát og
virðist hvergi koma auga á
kjarna málsins, sem er í höfuð-
atriðum: mismunandi aðstæður
mismunandi þjóða á mismun-
andi tímum. Afköst þjóða og
tímabila hafa verið afar mis-
jöfn að vöxtum og gæðum, en
orsakirnar hafa verið misjöfn
skilyrði til afkasta.
Málmvinn'sía var skammt á
veg komin hjá Egiptum, og því
torvelt að fást við jafn harðan
stein og granít, sem var aðal
efnið, sem þeir höfðu til að
höggva myndir í, enda ber list
þeirra minjar þess.
Grikkir voru lengra komnir í
málmvinnslu, auk þess höfðu
þeir þjálla efni (marmara) til
að skapa úr listaverk. Þess
vegna ná þeir en ekki Egiptar
hámarkinu í „naturalistiskri"
höggmyndalist, þótt báðir
stefndu að sama markinu.
Sama máli gegnir, ef litið er á
þá risaþróun, sem varð í mál-
aralistinni, er olíulitirnir komu
til sögunnar og gerðu mönnum
kleift að leggja svo mikið starf
sem verkast vildi í hverja mynd.
Auk þess breyta olíulitir ekkert
blæ við að þorna, svo sem frescó
eða tempera. Annars gildir það
sama um list endurreisnartím-
ans og um list allra annarra
tíma, að hún er öruggasti dóm-
ur hverrar kynslóðar yfir sjálfri
sér. Endurreisnartíminn var
glæsilegt raunsæis- og fríhyggju
tímabil. Þá efldust siglingar og
viðskipti. Þá hófst raunsæi á
hærra stig í vísindum og listum.
Þessara staðreynda getur H. Á.
hvergi. Þess í stað segir hann:
„Lítum snöggvast á listasöguna
í heild sinni. Fyrstu listaverk
heims gerðu hellisbúar, er uppi
voru fyrir 25000 árum f. Kr. Frá
þeim tíma og fram til 500 ára
f. Kr. eða í 24500 ár var list
mannkynsins ekki „natúralist-
isk.“
Má ég spyrja, hvers vegna var
hún ekki „naturalistisk“? Voru
ekki hinir frumstæðu hellisbú-
ar eins „naturalistiskir“ í list
sinni og þeim framast var unnt?
— Þeir voru eins og börn— gátu
ekki betur.
Hvað segir svo H. Á. um Vin-
cent van Gogh? Jú, það hljóðar
svona:
„Hinar skýrandi áherzlur á
meðferð raunsærra viðfangs-
efna, sem gerir myndir van
Goghs frábrugðnar raunsærri
eftirlíking hlutanna í myndum
hans, eru sprottnar af hugrenn-
ingum manns, sem var á tak-
mörkum vitfirringar. En yfir-
burða hæfileikar van Goghs
lýstu sér í því hvernig hann gat
leitt í ljós fyrir okkur og gert
okkur skiljanleg sérkenni hins
hálfvitfirrta heims.“