Tíminn - 16.07.1943, Page 1

Tíminn - 16.07.1943, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA hl. Símar 3948 og 3720. RITST J ÓR ASKRIPSTOFDR: EDDUHÚSI, Llndargðtu 9A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOPA: EDDUHÚSL Llndargötu 9A. Síml 2323. 17. árg. Reykjavík, föstndagiim 16. júlí 1943 72. blað Frá aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga Hrossasýning að Þjórsártúni 4. júlí síðastliöinn var hrossa- sýning mikil var haldin að Þjórsartúni. Var það Búnaöar- samband Suöurlands, er í'yrir henni stóð, meö aðstoð Búnað- arí'élags Islands. Undirbúning aí' hálí'u þessara stofnana höfðu Guðjón Jónsson í Asi, Harald- ur Halldórsson á Rauðalæk, Björn Einarsson á Neistastöð- um, Árni Jónsson ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands og Gunnar Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur Búnaðaríé- lags Islands annazt. 101 hross var sýnt, er öll höfðu hlotið 1. verðlaun á hrepþa- sýningum, 28 stóðhestar og 73 hryssur. Voru hrossin víðs veg- ar að úr þrem sýslum. Hlutu 3 hestar og 35 hryssur 1. verð- laun. En beztur allra hesta á sýningunni var dæmdur Roð'i frá Hrafnkelsstöðum, eign Hrossaræktarfélags Hruna- mannahrepps, og var hann sæmdur silfurbikar, er þing- menn Sunnlendinga höfðu gef- ið. Bezta hryssan áleizt vera Bleik frá Galtafelli í Hreppum. Voru heiðursverðlaun þau, er á hana féllu, kaffistell úr silfri, er gefið höfðu kaupfélögin sunnlenzku austan fjalls. Dómnefndina skipuðu Gunn- ar Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur, Jón Pálsson dýra- læknir og Sveinn bóndi á Hrafnkelsstöðum. Síðdegis, er dæmt hafði verið um hrossin, flutti Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri ræðu, en Gunnar Bjarnason skýrði frá úrslitum. Um kvöldið var dansað. Nær 800 manns sóttu sýning- una, er var hin myndarlegasta. Fyrirhleðskn í Djúpós 20 ára Síðastliðinn sunnudag var fjölmenn samkoma haldin í Þykkvabænum í Rangárvalla- sýslu í þvi tilefni, að tuttugu ár eru liðin síðan hafizt var handa um fyrirhleðslu Djúpóss. Setti Hafliði Guðmundsson í Búð samkomuna, en þingmenn Rangæinga fluttu ræður. Var síðan dansað í Rangæingabúð, sem reist hafði verið í því skyni. Þykkvibærinn í Rangárvalla- sýslu er eina forna þéttbýlið á landinu. Þar eru 30 heimili, sem kalla mætti í þorpi. Móðir þessa afbrigðis íslenzkrar byggðar er hið víðáttumikla engjaland, Safamýrin, og láglendur, en sem betur fer talsvert hólóttur rimi syðst á grösum, sjávarmegin mýrarinnar, sem stytt gat hey- bandsveginn til mikilla muna, ef byggð yrði þar reist. Og þar var byggðín reist, og væri vel þess vert að rannsaka sogu þessa byggðahverfis frá upphafi. — En þeir, sem muna allt að hálfri öld, munu í þessu byggðarlagi um margt sjá fyrirmynd þess, sem koma skal, þegar fólkinu fjölgar í landinu, en Vestur- heimur og íslenzk sjávarsíða þykja ekki lengur til þess fallin, að veita fólksfjölguninni við- töku. Því að þarna eru með sér- stökum hætti sameinaðir kostir dreifbýlis og þéttbýlis, og það þannig, að hlutaðeigendum (Framh. á 4. síöu) Sambandsfélögín eru nú 50 Félagatala peirra er 20 189 Aðalfundur S. í. S. var settur að Hólum í Hjaltadal fimmdaginn 15. þ. m. kl. 9,30 árdegis. Á fundinum* eiga sæti 81 fulltrúi frá 50 félögum. Við fundarsetningu voru 77 þeirra mættir. Auk þess sitja fundinn stjórn Sam- bandsins og framkvæmdastjórar, skólastjóri Samvinnu- skólans og yfirkennari og nokkrir gestir. Einar Árnason, formaður Sambandsstjórnar, setti fundinn og flutti skýrslu um gerðir stjórnarinnar, en íorstjóri Sambandsins flutti skýrslu um starfsemi þess og fjárhag. Jafnframt lagði hann fram reikninga ársins 1942 og skýrði þá ýtarlega. Fara hér á eftir fáein atriði úr skýrslu forstjórans. í ársbyrjun 1942 voru 48 samvinnufélög í Sambandinu, en 2 bættust við á árinu, Kaup- félag Arnfirðinga og Kaupfélag Súgfirðinga. Voru félögin því 50 í árslok. Tala félagsmanna í sam- bandsfélögunum var 20189 í árslok og hafði fjölgað um 1595 eða 8,6% á árinu. Starfsmenn sambandsins voru alls 418, þar af 211 karlar og 207 konur. Við- vöruflutninga unnu 102, við fræðslustörf 4 og við iðnað 312. Vörusala Sambandsins nam um 69.5 miljónum króna og hafði aukizt úm 14.5 miljónir frá næsta ári á undan, mest vegna verðhækkunar. Sala inn- lendra vara innan og utan lands nam tæpum 23.8 miljónum og var 2.9 milj. lægri en árið áður. Samvinnuskólinn starfaði 7 mánuði eins og venjulega. í fyrravor útskrifuðust 25 nem- endur úr skólanum. Verksmiðjur Sambandsins og önnur fyrirtæki þess. Samband- ið rak eftirgreind fyrirtæki ár- ið sem leið: Á Akureyri: Ullar- verksmiðjuna Gefjuni, Skinna- verksmiðjuna Iðunni og sauma- stofu. í Reykjavík: Frystihús, garnahreinsunarstöð, sokka- prjónastofu og saumastofu, á- samt útsölu á framleiðsluvörum verksmiðjanna. í Vestmanna- eyjum: Frystihús og útsölu á verksmiðjuvörum S.Í.S. og inn- lendum afurðum. Framleiðsla Gefjunnar og Ið- unnar var nokkru minni en ár- ið áður. Stafaði það aðallega af vöntun á verkafólki og að taka þurfti ajlmargt af óvönu starfs- fólki, en einnig að nokkru leyti af því, að seint gekk að fá er- lendar efnivörur til framleiðsl- unnar. Þó að magn framleiðsl- unnar hafi minnkað verulega, varð þó vörusalan vegna hækk- aðs verðlags svipuð að krónu- tölu. Vörusala verksmiðjanna og annarra fyrirtækja S.Í.S. varð sem hér segir: Gefjun ........... Skinnav.sm. Iðunn. Saumast., Akureyri Garnastöðin ...... Sokkaprjónastofan Verksm.útsalán og saumst. í Rvík ... Vöruútsalan í Vestmannaeyjum . 1.937.141,20 1.742.106,56 456.961,01 554.771,13 112.736.10 821.460,42 . 473.690,23 Samtals kr. 6.298.866,65 Sameignarfyrirtæki. Sápu- verksmiðjan Sjöfn og Kaffi- bætisverksmiðjan Freyja á Ak- ureyri, eru eign Kaupfélags Ey- firðinga að hálfu. Sala á fram- leiðsluvörum þeirra nam kr. 950.000,00. Sápuverksmiðjan jók framleiðslu sína verulega, en framleiðsla kaffibætisverk- smiðjunnar var svipu'ð og árið áður. Eftirlitið. Síðastliðið ár heim- sóttu eftirlitsmenn Sambands- ins öll Sambandsfélögin. Víðast hvar höfðu eftirlitsmennirnir aðeins skamma viðdvöl, en á fá- einum stöðum, þar sem sér- staklega stóð á, dvöldu þeir nokkurn tíma. Við fjögur Sam- bandsfélög urðu framkvæmda- stjóraskipti, K-aupfélagið Björk á Eskifirði, Samvinnufélag Fljótamanna, Samvinnufélag Dalahrepps og Kaupfélag Suð'- ur-Borgfirðinga, Akranesi. Á síðari árum hefir mikið unnizt á í því að samræma bókhald kaupfélaganna og koma á það betra skipulagi, þar sem þess þurfti við. Er bókhald félaganna nú orðið yfirleitt í góðu lagi. í árslok 1941 hætti Ragnar Ólafs- son lögfræðingur eftirlitsstarfi sínu hjá Sambandinu, en 1. jan. 1942 var Ólafur Jóhannesson lögfræðingur ráðinn yfirmaður við. eftirlitið. Vann hann áður við það ásamt þeim Ragnari og Benedikt Jónssyni, sem mest hefir ferðast milli félaganna. Efnahagur Sambandsins og sambandsfélaganna. í árslok var Sambandssjóður kr. 2.743.000.00 en sameignar- sjóðir námu 3.185.000,00. Sambandsfélögin hafa mjög bætt hag sinn gagnvart Sam- bandinu árið sem.- leið. í árslok 1942 voru innieignir þeirra hjá Sambandinu um 17.8 milljónir og skuldir 1.6 milljónir, svo að innieignir umfram skuldir námu um 16.2 milljónuip króna. í árslok 1941 voru tilsvarandi innieignir tæpar 9 milljónir króna, og hafa sambandsfélögin því bætt hag sinn í reikningum hjá S. í. S. um fullar 7.2 mill- jónir. Sjóðeignir félaganna jukust allmikið á árinu. Sameignar- sjóðir námu í árslok rúmum 10 milljónum og höfðu hækkað um nærri 2.6 milljónir á árinu. Stofnsjóðir námu 5.8 milljónum og höfðu hækkað um rúmlega eina milljón. Innstæður í inn- lánsdeild námu 10.8 milljónum og höfðu nær því tvöfaldazt. Sambandsfélögin seldu að keyptar vörur og iðnvörur, sem þau framleiddu sjálf, fyrir full ar 65.2 milljónir, en innlendar afurðir fyrir 47.9 milljónir. Öll vörusala Sambandsfélaganna nam því árið, sem leið, um 113.1 milljón króna. Árið áður nam ÖU vörusalan 71.2 milljónum og hefir því aukizt um nær því 42 milljónir á árinu. í árslok 1942 voru starfsmenn allra sambandsfélaganna 875. Stjórn Sambandsins hafa skipað á þessu starfsári: Einar Árnason, fyrv. álþingismaður, Eyrárlandi, formaður, Björn (Framh. á 4. síðu) Eins og margoft áður hefir verið hermt frá í blöðum og útvarpi er á döfinni happdrœtti um stórt hús í Laugarneshverfi til fjáröflunar handa Hallgríms.- kirkju á.Skólavörðuhœð. Myndin hér að ofan er úr eldhúsi þess, sem er inn- réttaö á sjaldgœfan hátt og mjög vandað, eins og húsið allt. — Hvaða liúsmóðir skyldi hreppa það hlutskipti að matselda í því? Erlent yfirlit 16. júlís Meðferðin á Gyð- iiigiiin í Pollandi Fregnir frá Póllandi gefa til kynna, að Gyðingahverfið í Varsjá hafi verið jafnað við jörðu í vor í hefndarskyni. Gyðingarnir þar höfðu hafið skipulagðan mótþróa gegn Þjóð- verjum, enda þótt þeim hlyti að vera ljóst, að slíkt gat aðeins endað á einn veg. Þýzku her- mennirnir voru miklu fjölmenn- ari, búnir hinum fullkomnustu vopnum, sem auðvelt var að beita gegn afkróuðu fólki, sem engin eiginleg vopn hafði. Það var upphaf þessa Gyð- ingahverfis, að 16. október 1940 gáfu Þjóðverjar út þá til- skipun, að allir Gyðingar í Varsjá skyldu upp frá því búa á tilteknu svæði í borginni og hvergi annars staðar. Þetta svæði var síðan skilið frá öðr- um borgarhlutum með háum múrum og rafhlöðnum gadda- vírsgirðingum. Hliðin voru ell- efu og gættu þeirra lögregla Þjóðverja, Pólverja og Gyðinga. Áður en Þjóðverjar réðust inn í Pólland bjuggu í þessum afgirtu hverfum 200 þúsund menn. Þarna vistuöu Þjóðverj- ar þó 500—700 þúsund Gyðinga. Ótal lífsreglur voru þeim settar og heilbrigðiseftirlitvar alls ekk- ert, þrátt fyrir þrengslin, sem þeir áttu við aö búa. Það var þó ekki fyrr en í maímánuði 1942, að þýzka her- stjórnin lét hefjast verulega handa um að jafna reikning- ana við Gyðingana. Tilskipanir voru gefnar út og borgarráði Gyðinga var falið að birta al- menningi þær. Þessar tilskipan- ir tala glöggu máli um þau tök, sem Gyðingar í Varsjá voru beittir. Hin fyrsta var gef- in út 7. júlí 1942. Segir þar: Þýzk yfirvöld skipa svo fyrir, að allir Gyðingar, án tillits til aldurs og kyns, skuli fluttir brott. (Allmargar undantekningar, er tóku til vissra stétta, voru þó veittar). Sérhver Gyðingur, sem fluttur verður brott, má hafa meðferð- is farangur, er vegi allt að þrjá- tíu pund. Mat skal hafa til þriggja daga. Peninga og önn- ur verðmæti má hafa meðferðis. Brottflutningurinn hefst 22. júlí 1942 klukkan 12 að kvöldi. Sérhver Gyðingur, sem fer út úr Gyðingahverfinu leyfislaust eftir að brottflutningur er haf- inn, gerir tilraun til að hindra eða trufla brottflutning eða hvetur aðra til þess að gera það, verður skotinn. Sérhver Gyð- ingur, sem þessi tilskipun nær eftir og kann að finnast í Var- sjá eftir brottflutningana, verð- ur skotinn. Enginn vissi hvert ferðinni var heitið. Álíka tilkynningar ráku hver aðra næstu daga. Gyðingum, sem gerðust sjálf- boðaliðar við brottflutningana, var hins vegar heitið fríðindum. Þeir skyldu fá auka-matar- skammt til ferðarinnar, fjöl- skyldum þeirra skyldi ekki sundrað og þar fram eftir göt- unum. 9. ágúst var ný tilskipun hengd upp á götuhornum í Gyðingahverfinu. Öllum Gyð- ingum í suðurhluta þess, að undanskildum verkamönnum, sem unnu í þjónustu tveggja þýzkra fyrirtækja, var skipað að hverfa brott klukkan 6 ár- degis 10. ágúst. Dauðarefsing var lögð við öllum brotum og mótþróa. 16. ágúst var gefin út tilskip- un um það, hvar Gyðingar þeir, sem voru eftir í Gyðingahverf- inu, máttu búa. Jafnframt var öllum Gyðingum, sem eigi höfðu störf með höndum, skipað að hverfa til einhverrar vinnu. 5. september var enn fyrir- skipaður stórfelldur brottflutn- ingur fólks, að þessu sinni um miðja nótt. Það átti að skilja íbúðir sínar eftir opnar og hafa meðferðis mat til þriggja daga. Hver sá, er þessi tilskipun tæki til, sem kynni að finnast í Var- sjá eftir klukkan 10 sunnudag- inn 6. september, skyldi skot- inn. í árslok 1942 var svo komið, að aðeins 40000 Gyðingar, sem allir störfuðu hjá þýzkum fyr- irtækjum, voru eftir í Gyðinga- hverfi Varsjárborgar. Þegar á- kveðið var að senda þá einnig í útlegð í janúar í vetur, kom fyrst til skipulegs mótþróa. Um miðjan apríl urðu ný uppþot, og þá var Gyðingahverfinu eytt. Seinustu fréttir Á Sikiley sækja Bandamenn fram, Bretar á austurströnd- inni og Bandaríkjamenn á suð- urströndinni, en mæta þó harönandi mótstöðu. Einkum hafa sveitir úr Hermann-Gör- ingsherfylkinu svonefnda reynzt Bretum harðsnúnar í grennd við borgina Ágústu. Þjóðverjar segja, að fallhlífarsveitir, er lent hafa í grennd við Kataníu, er virðist vera næsta takmark Breta, hafi verið upprættar. Franskar hersveitir eru nú sagðar berjast á Sikiley með Bandamönnum, en í liði Þjóð- verja eru sagðir Júgóslavar og Pólverjar, er sæti nú færi að komast á náðir Bandamanna. Lík Sikorski, pólska forsætis- ráðh., verður flutt tii Póllands að stríðinu loknu og jarðsett í Kraká. Á víðavangi VÍSIR AÐVARAR ÓLAF THORS AFTUR. Tíminn hefir áður gert að umtalsefni viðvörun þá, er Vísir beindi til Ólafs Thors eftir Þing- vallafundinn. Ef hann léti sér detta í hug að gera bandalag við kommúnista til að fella núver- andi ríkisstjórn og timbra upp veikri tveggja flokka stjórn, mundi hart verða látið mæta hörðu. í fyrradag flytur Vísir aðra aðvörun um þetta undir fyrir- sögninni: — „Orðrómur um tveggja flokka stjórn. — Kom- múnistarnir ekki samvinnu- hæfir á þeim grundvelli“. Kemst Vísir svo að orði í greininni: Spekingarnir í kommúnista- flokknum eru sífellt að reyna að nugga sér upp við Sjálfstæðis- menn, sumpart til þess að gera ýmsa flokksmenn tortryggilega, en þó einnig af þeim orsökum að hentistefnumönnunum í flokknum finnist það henta, — ekki sizt innan bæjarstjórnar Reykjavíkur. Þetta mun hafa leitt til þess að sá orðrómur hefir gengið um bæinn að undanförnu, að mönn- um innan Sjálfstæðisflokksins lægi það ríkt á hjarta að efna til stjórnarsamvinnu með komm- únistum á hausti komanda. Orðrómur þessi hefir við enga rök að styðjast, en þykir vafa- laust vatn á myllu andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins, sem með þessu tekst ef til vill að gera einstaka flokksmenn tor- tryggilega í augum auðtrúa sálna. — — — .-------Vísir mun eftir frek- ustu getu gæta þess að boð- skapur hreinlætisvikunnar verði i heiðri hafður í stjórnmálum, sem á öðrum sviðum, og takist það, sem ekki er að efa, mega kommarnir vita hvar þeim er markaður bás, þótt sjálfir vilji þeir teljast í tölu siðaðra manna.“ Það má nú segja, að þessir títuprjónar séu vafðir í silki- umbúðir. En „hentistefnumenn" Sjálfstæðisflokksins munu þó finna fyrir oddunum — ekki sízt ■ innan bæjarstjórnar Reykjavíkur! Vísir lofar svo að vaka yfir hreinlæti sumra flokksmanna sinna, — en treyst- ir því alls ekki, að þeir séu fær- ir um það upp á eigin spýtur. SKÍTSEYÐI ALÞÝÐUBLAÐSINS. Tíminn leggur lítt í vana sinn að elta ólar við nart Reykjavíkurblaðanna í garð bænda. Til þess er það of heimskulegt, enda ætlað viss- um hópi lesenda í bænum. Að þessu sinni skal gerð sú undantekning að birta lítið sýn- ishorn úr Alþýðublaðinu s. 1. þriðjudag. Er pistill þessi sýni- lega skrifaður af einni undir- tyllu í ritstjórn blaðsins, enda birtur athugasemdalaust frá blaðsins hálfu og því á þess á- byrgð: „Á síðasta Búnaðarþingi var rætt um að fækka sauðfé í landinu. Framleiðsla á kjöti væri of mikil. Það er hreinasta bull! íslendingar áttu eitt sinn úm 12 kindur á hvern íbúa. Þá átu þeir allt sitt kjöt. Nú eru kindur helmingi færri á mann, en kjötið étzt ekki upp. Hvers vegna? Verðið er of hátt. Hvað má segja t. d. um kr. 12 fyrir 1 kg. af hangikjöti? Óafsakan- lega dýrt. ^ Ég hefi talað við heimilis- feður, sem hafa ekki ráð á að borða kjöt oftar en einu sinni í viku. Mér er vel við bændur. Ég ann íslenzkri sveitasælu al- veg eins mikið og hver annar íslendingur. En ég þegi ekki yf- ir þeirri sannfæringu minni, að bændadekrið er að verða plága, dýr plága. Verkalýður við sjó- inn má ekkert eignast. Hann (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.