Tíminn - 16.07.1943, Blaðsíða 4
288
TIMITVX. föstndaginn 16. julí 1943
72. blað
Héraðsmót
U. M. S. H.
Héraðsmót ungmennafélag-
anna í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu var haldið að
Skildi í Helgafellssveit sunnu-
daginn 4. júlí.
Mótið hófst með messugerð
við Arnarhól. Messuna flutti
séra Sigurður Ó. Lárusson. For-
maður héraðssambandsins,
Kristján Jónsson frá Snorra-
stöðum, setti mótið, en íþrótta-
keppninni stjórnaði Jónas Jóns-
son íþróttakennari.
Að lokinni messugerð flutti
Stefán Jónsson skólastjóri í
Stykkishólmi ræðu.
Fimm ungmenanfélög tóku
þátt í mótinu. íþróttafélag
Miklaholtshrepps bar sigur úr
býtum.
Úrslit urðu þessi í íþróttun-
um:
100 m. hlaup:
Bjarni Lárusson, Stykkis-
hólmi, 12.8 sek., Þorkell Gunn-
arsson, Akurtrööum, 13 sek.,
Benedikt Lárusson, Stykkis-
hólmi, 13.2.
800 m. hlaup:
Sveinbjörn Bjarnason, Hóli,
2 mín. 36,2 sek., Stefán Ásgríms-
son, Borg, Bjarni Lárusson,
Stykkishólmi.
75 metra hlaup kvenna:
Fjóla Þorkelsdóttir, Fagrahól,
10,6 sek., Helga Lárusdóttir,
Stykkishólmi, Guöný Árnadótt-
ir, Hellnafelli.
Langstökk:
Stefán Ásgrímsson, Borg, 5.86
m., Bjarni Lárusson, Stykkis-
hólmi, 5.69 m., Sveinbjörn
Bjarnason, Hóli, 5.59 m.
Þrístökk:
Sefán Ásgrímsson, Borg, 12,
52 m., Hinrik Guðmundsson,
Drápuhlíð, 11.72 m., Þorkell
Gunnarsson, Akurtröðum, 11.25
m.
Hástökk:
Stefán Ásgrímsson, Borg, 1.66
m., Kristján Sigurðsson, Hrís-
dal, 1.48 m., Einar Skarphéðins-
son, Hjarðarbóli, 1.48 m.
Spjótkast:
Ágúst Bjartmars, Stykkis-
hólmi, 34.85 m., Þorkell Gunn-
arsson, Akurtröðum, 32.40 m.,
Hinrik Guðmundsson, Drápu-
hlíð, 30 m.
Kringlukast:
Þorkell Gunnarsson, Akur-
tröðum, 32.70 m., Hjörleifur Sig-
urðsson, Hrísdal, 30.07 m., Hin-
rik Guðmundsson, Drápuhlíð,
29.20 m.
Kúluvarp:
Stefán Ásgrímsson, Borg, 10.20
m., Magnús Guðmundsson,
Stykkishólmi, 10.08 m., Krist-
ján Sigurðsson, Hrísdal, 10.03 m.
Glíma:
í henni voru 5 þátttakendur.
Flesta vinninga hlaut Stefán
Ásgrímsson, Borg.
Veður var gott allan daginn.
Mótið var mjög fjölsótt og fór
vel fram.
Gjafir til Stúdenta-
garðsins
Nýja stúdentagarðinum hafa
borizt tvær gjafir nýlega, and-
virði tveggja herbergja.
Magnús Torfason sýslumaður
gefur andvirði annars herberg-
isins til minningar um séra Jón
lærða Halldórsson í Hítardal.
Herbergið heitir „Hítardalur“,
og hafa forgangsrétt reglusam-
ir og efnilegir stúdentar, er
stunda íslenzk fræði. Skal þar
rm leita umsagnar Páls E. Óla-
sonar sagnameistara, meðan
hans nýtur við.
Andvirði hins herbergis gef-
ur Kvenstúdentafélag íslands.
Er það gefið af tilefni fimmtán
ára afmælis félagsins. Forgangs-
rétt að herberginu hafi íslenzk-
ur kvenstúdent, er stundar nám
við Háskóla íslands. Herbergið
heiti „Dyngja“.
ttbreiðið Tímann!
Á víðavangi.
(Framh. af 1. síðu)
má rýja eftir þörfum. Hann er
eins og alþjóðar eign. Nú er
honum yfirleitt brigzlað um
vinnusvik. Hann er með því sví-
virtur stórkostlega. Einn og einn
verkamaður er latur. Það er
eðlilegt. En slíkir menn eru í
öllum stéttum.
Alltaf er óskapazt yfir vinnu
bænda. En hver lifir sæmilega
við sjó án þess að þræla mikiö?
Enginn! Voru ekki bændum
seldar jarðir fyrir mjög lágt
verð yfirleitt? Jú. Mörgum sama
sem gefnar þær. Hvað hefir
verkalýðnum veriö gefið? Upp-
nefni, svívirðingar, vanþakk-
læti og eftirtölur. Allt er of mik-
ið handa honum. Allt er of gott
fyrir hann. Hann má helzt ekki
vera mannvinnungur. Og nú ó-
skapazt fjöldi blaða yfir vel-
megun hans. Þess þarf ekki.
Þúsundir manna í þessu landi
eru bláfátækir enn þá. Það er
því hrein nauðsyn á því, að þeir
fái mikla vinnu og vel borgaða
og innlend matvæli með miklu
lægra verði en nú eru þau.“
„BÆNDADEKRIÐ ER AÐ
VERÐA PLÁGA“.
Þetta er eitt af gullkornum
greinarhöfundar. Eftir því ættu
bændur að hafá fengið „kjara-
bætur“ fram yfir aörar stéttir
þjóðfélagsins og lifa við alls
konar þægindi og „dekur“, sem
aðrir eiga ekki völ á. Þeir hafa
eftir því ágæt húsakynni, raf-
magn, hitaveitur, vatnsveitur,
bifreiðar og skóla handa börn-
um sínum fast við bæjardyrnar.
Ekki kannast skjólstæðingur
Alþýðublaðsins viö neitt af slík-
um þægindum?
Barlómur blaðsins fyrir hönd
launþeganna er broslegur. Og
yfirleitt er erfitt að sjá nokkra
vitglóru í rausi Alþýðublaðsins
nema helzt að bera rógsorð og
vekja úlfúð milli þeirra íslend-
inga, sem enn búa í sveitunum,
og hinna, sem búa í bæjunum.
„ÉG ANN ÍSLENZKRI
SVEITASÆLU"
segir greinarhöfundur líka.
Já, sér er nú hver ástin. Hún er
svo brennandi, að hann vill út-
rýma öllu fólki úr sveitunum.
Bændur eiga að selja vörur fyr-
ir sama verð og áður, þótt kaup-
gjald við framleiðsluna hafi 5
—10-faldazt. Það eru „kjara-
bæturnar“, sem blaðið ann
bændum og sveitafólkinu yfir-
leitt. Það á að hjara við sult og
seyru í sveitinni til að geta
veitt honum og öðrum „kjara-
bótapostulum" úr Reykjavik
beina, er hann leggur upp í
lúxusbílnum til að viðra sig í
sveitasælunni. Er hægt að kalla
svona pilta annað en andleg
skítseyði?
Frá aðalíundí Samb.
ísl. samvinnuíélaga
(Framh. af 1. síðu)
Kristjánsson, kaupfélagsstjóri,
Kópaskeri, Jón ívarsson, kaup-
félagsstjóri, Hornafirði, Sigurð-
ur Jónsson, bóndi, Arnarvatni,
Vilhjálmur Þór, ráðherra,
Reykjavík, varaformaður, Þórð-
ur Pálmason, kaupfélagsstjóri,
Borgarnesi, Þorsteinn Jónsson,
kaupfélagsstjóri, Reyðarfirði.
Varamenn: Skúli Guðmunds-
son, kaupfélagsstjóri, Hvamms-
tanga, Jens Figved, kaupfélags-
stjóri, Reykjavík.
Endurskoðendur: Jón Guð-
mundsson, skrifstofustjóri,
Reykjavík, Tryggvi Ólafsson,
verzlunarmaður, Reykjavík, Ól-
afur Jóhannesson, lögfræðing-
ur, Reykjavík, Benedikt Jóns-
son, endurskoðandi, Reykjavík.
Framkvæmdastjórar: Sigurð-
ur Kristinsson, Reykjavík, for-
stjó'ri, Aðalsteinn Kristinsson,
Reykjavík, framkv.stj. Innfl,-
deildar, Jón Árnason, Reykja-
vík, framkv.stj. Útflutnings-
deildar, Óli Vilhjálmsson,
framkv.stj. fyrir skrifstofu S. í.
S. í Kaupm.höfn, Sigursteinn
Magnússon, framkv.stjóri fyrir
skrifstofu S. f. S. í Leith, Helgi
Þorsteinsson, framkv.stjóri fyr-
ir skrifst. S. í. S. í New York.
Leiðrétting.
Sú misritun hefir slæðst inn
í síðasta blað Tímans, að Pétur
Bjarnason hefði haft á hendi
skipstjórn á Súðinni, er árásin
Rafmagnsmálið.
(Framh. af 2. síðu)
Síðustu árin hefir þjóðin
eignazt allmikið fé í erlendum
gjaldeyri og þar með hafa skap-
azt möguleikar til að ráðast í
kostnaðarsamar en nauðsyn-
legar framkvæmdir, sem áður
skorti fé til. Það fjármagn, sem
safnazt hefir á stríðsárunum,
að nokkru leyti vegna þess, að
ekki hefir verið hægt að fá
keypt efni til nauðsynlegra
framkvæmda, þarf að nota til
gagnlegra hluta þegar ástæður
leyfa. Nokkru af því á að verja
til kaupa á vélum og efni til raf-
stöðvabygginga og raflagna um
allt landið. Ákveðna fjárhæð
af innieignunum erlendis ætti
nú þegar að leggja til hliðar í
þessu skyni.
Raddir heyrast, sem segja að
rafveitur um .allar byggðir
landsins geti aldrei svarað
kostnaði. Sérfræðingar geta á-
ætlað kostnað við að gera raf-
veiturnar, en tekjurnar er ekki
eins auðvelt að ákveða í krónu-
tali fyrirfram. Það er víst, að
notkun raforkunnar mun marg-
faldast á skömmum tíma. Aðal-
atvinnuvegina, landbúnað, sjáv-
arútveg og iðnað, vantar raf-
orku, og ný verkefni fyrir raf-
magnið skapast svo að segja
daglega eftir að rafveiturnar
eru byggðar. Líkur benda til
þess, að rafveitukerfi um allt
landið muni borga sig, peninga-
lega, innan skamms. Hitt er al-
veg víst, að það eykur hagsæld
og hamingju, heilbrigði og
menningu þjóðarinnar.
Nú eru peningarnir til, og
þeim verður ekki öðruvísi betur
varið.
Vitanlega kostar það mikið fé
að koma raforkunni í allar
byggðir landsins. Þó er hitt dýr-
ara, að láta vatnsaflið og önn-
ur gæði landsins ónotuð.
Hvammstanga, 6. júlí 1943.
Skúli Guðmundsson.
Athngasemd.
(Framh. af 3. síBu)
sami sjúkdómurinn hafa leitt
hann til dauða að lokum.
Sama ár (1906) kvæntist
hann ungri og góðri konu, sem
veitti birtu og yl inn í líf þessa
stórbrotna manns. Nokkru fyrr
hafði hann keypt jörðina Mið-
hús í Reykhólasveit og reist þar
bú. Blómgaðist hagur hans ár
frá ári, hann varð fjárhagslega
vel stæður, naut ástar og um-
hyggju sinnar ágætu konu og
mannvænlegu barna, og virð-
ingar og velvildar héraðsbúa.
Þetta kunni hann að meta að
verðleikum og undi hag sínum
prýðilega. Því miður naut hann
þessa skemur en skyldi. Hans
gamli sjúkdómur ásótti hann
von bráðar og leiddi hann til
dauða fyrir aldur fram.
Um læknisstörf Odds mynd-
uðust ævintýrakenndar sögur,
svo vel þótti honum takast
vandasamar læknisaðgerðir við
hin erfiðustu skilyrði.
Síðustu ár ævinnar átti hann
örðugt með að ferðast sakir
sjúkleika, en óskoraðs trausts
naut hann til síðustu stundar.
Ég, sem þessar línur rita, átti
ekki því láni að fagna að vera
í neinni persónulegri vináttu
við Odd lækni Jónsson og ber
því engin sérstök skylda til að
bera skjöld fyrir skeyti þau, sem
beint er að gröf hans, en svo
mikið þekkti ég hann, að svo
framarlega sem hann ekki hef-
ir breytzt því meir við vista-
skiptin, tel ég líklegt að hann
muni fáanlegur til að hjálpa
ritstjóranum um eitthvað, sem
nota mætti í fyrsta hefti „út-
gáfunnar", þegar hún hefir
göngu sína í ókunna landinu,
því fyndist Oddi heiðri sínum
misboðið, var hann ekki sérstak-
lega rómaður fyrir hógværð, né
heldur þurfti honum þá orð í
munn að leggja.
Jón Arinbjörnsson.
var gerð á hana, en hr. Ingvar
Kjaran er skipstjóri Súðarinn-
ar sem kunnugt er.
Hins vegar var það Pétur
Bjarnason, 1. stýrimaður á Súð-
inni, sem flutti brezka sendi-
ráðinu þakkir fyrir hönd skip-
stjóra og annarra skipverja, er
nutu aðstoðar hinna brezku
togara.
±SS3L
Þór
tll 'Vcstmannacyja. —
Vörumóttaka fyrir Iiá-
degi í dag.
Egill Signrgeirsson
hæstaréttarmálaflutningsmaður
Austurstræti 3 — Reykjavík
Vinniú ötullega fgrir
Tíniann.
Þættir af Guðmunili
refaskyttn.
(Framh. af 3. síðu)
nær boli að stanga hana, hend-
ir drengur sér þá af baki og
hleypur inn um húsdyrnar og
upp í jötuna og inn um garða-
dyrnar inn í tóftina, en boli
kemur á eftir inn í húsið og
upp í jötuna og treður sér inn
um tóftardyrnar, en þá er Guð-
mundur kominn upp úr tóftinni,
og þá snýst leikurinn við. Læt-
ur strákur þá grjótið ganga ó-
spart niður yfir skepnuna, og
hugsar nú ekki mikið um dýra-
verndun. Hellugrjótið dynur á
hrygg og síðum bola eins og bezt
lá við, og ver honum tóftar-
dyrnar eins lengi og hægt er,
en er bola fannst nóg komið af
svo góðu, ryðst hann út um
dyrnar, fram jötuna og kippir
þremur stoðum undan húsinu
um leið og hann ryðst út. Fer
piltur á eftir honum, nær í raft
og eltir bola, en hann hleypur
þar út í fúafeni og situr þar
fastur. Lætur Guðmundur spýt-
una ganga á honum, þar til
hann er uppgefinn og fer síðan
heim. Um nóttina fer piltur að
hugsa um, hvort boli muni nú
ekki drepast þarna í feninu, og
fer eldsnemma um morguninn
til að hyggja að bola, en hann
er þá allur á burt og þykir Guð-
mundi vænt um það, því að ekki
vildi hann verða til þess að
drepa bola.
Daginn eftir kom Guðmund-
ur að Hvítárvöllum og spyr þá
Andrés hann, hvort hann viti
nokkur deili á þessu með bola,
því að hann hafi komið heim
um nóttina illa útleikinn, og
sýndu merkin verkin. En fátt
karlmanna var heima á næstu
bæjum og átti Andrés þess ekki
von, að neinn hefði getað leikið
bola svo.
Segir þá Guðmundur Andrési
alla söguna, en hinn segist ekki
trúa því, að hann, drengurinn,
hafi verið valdur að þessu,
nema að hann sjái vegsum-
merki. Fór Andrés síðan með
Guðmundi á vettvang og sá
stríðsvöllinn.
Þessar tvær sögur frá ung-
lingsárum Guðmundar Einars-
sonar, sýna það bezt, að
snemma hefir borið á kjarki
hans og hugdirfð, snarræði og
kröftum, en þessa eiginleika
á hann í ríkum mæli, og hefir
oft þurft til þeirra að taka,
bæði á refaveiðum sínum, í lífs-
baráttunni og hinum fjölmörgu
viðureignum sírium við mannýg
naut, því að sannarlega hefir
hann oftar komizt í kast við
vonda bola en á æskuárunum
milli Heggstaða og Hvítárvalla.
Marga veiðiförina er hann bú-
inn að fara í Nesdal, sem er
nautaafrétt Dýrfirðinga og Ön-
firðinga, og oft komizt í kast
við þau, og oftast lent á hon-
um að vera nálægur, er þeir
voru handsamaðir að hausti.
Leiðbeiningar nm
hirðingu búfjár.
(Framh. af 2. síðu1
ríkjahersins hafa vakið svo
mikla athygli á störfum sínum
með pésa þessum, að það hlýtur
að verða þeim talsvert metnað-
armál, að árangurinn verði að
sama skapi jákvæður.
J. Ey.
OAMLA BlO-——.n.i
Vcðmálið.
(Nothing but the Truth).
Sprenghlægileg gaman-
mynd. — Aðalhlutv.:
PAULETTE GODDARD,
BOB HOPE.
Sýnd kl. 7 og 9.
GAMLA COLORADO.
Cowboy-mynd með
William Boyd.
Börn innan 12 ára fá ekki
aðgang.
-----BTÝJA BÍÓ
Ailams-
fjölskyldan
(Adam Had Four Sons)
INGRID BERGMAN,
WARNER BAXTER.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sýning kl. 5:
GULLNEMARNIR
(North to the Klondike)
Eftir samnefndri sögu
Jack London.
ANDY DEVINE,
BOB CRAWFORD,
EVELYN ANKERS.
Börn fá ekki aðgang.
lnnilegt hjartans þakklœti fœri ég hér með þeim kven-
félagskonum, sem beittu sér fyrir hinu virðulega samsœti,
er mér var haldið þann 9. júlí s. I., ásamt öðrum þeim, er
er þann dag heiðruðu mig með heimsóknum, veglegum
gjöfum og skeytum, — í tilefni þess, að ég hefi látið af
Ijósmóðurstörfum, eftir að hafa haft þau á hendi í 45 ár.
Guð ölessi ykkur öll.
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Bakka.
,, ---------—-—------------------------— -—. ^-^4
Tilkynning
um sðlu á biíreiðagúmmíum
Fyrst um sinn, eða þar til öðruvísi verður ákveðið, hafa eftir-
taldir aðilar á hendi sölu á
bifreiðahjólbörðum og tilheyrandi lijólbarða-
slöngum: .
Egill Vilhjálmsson h.f., bifreiðavarahlutaverzlun, Reykjavík,
Sveinn Egilsson, bifreiðavarahlutaverzlun, Reykjavík,
Ræsir h.f., bifreiðavarahlutaverzlun, Reykjavík,
Samband ísl. samvinnufélaga, Reykjavík,
Heildverzlun Ásgeirs Sigurðssonar, Reykjavík,
Finnur Ólafsson, heildsali, Reykjavík.
5. júll 1943,
Viðskiptaráðið.
Blautsápa
frá sápuverksmiðjunni Sjöfn er almennt við-
nrkennd fyrir gæði. Flestar húsmaðer nota
Sjainar-blautsápu
TÍMIAN er víðlesnasta auglýsingablaðið!
Fyrirhleðslan í Djúpós
(Framh. af 1. síðu)
er til sæmdar. Eigi veit sá,
er þetta ritar, hve gamall sam-
vinnuskóli Rangárnar og Þverá
hafa verið Þykkbæingum, en
hitt er víst, að þau hafa verið
þeim gagnlegur skóli í þessu efni.
Jafnframt því að frjóvga ogauka
grasvöxtinn, eftir að þau tóku
að flæða um hina víðlendu lág-
sléttu, lögðust þau í ála, sem
gerðu Þykkbæingum þungar
búsifjar, en jafnan hrundu þeir
þó meginvatnsmagninu í hinn
upphaflega farveg Hólsár með
fyrirhleðslum. Fyrir 20 árum var
viðureignin tvísýnust. Þá lagði
megin vatnsþunginn úr þessum
þremur stórám leið sína gegnum
Djúpós um Safamýri alla, svo
að lá við auðn byggðarinnar.
En þá var hafizt handa og
fullnaðarsigur unninn yfir hinu
90 faðma breiða straumvatni
með hinni kunnu Djúpósfyrir-
hleðslu, sem er mest mann-
virki sinnar tegundar hér á
landi.
Með fyrirhleðslunni var ekki
aðeins heyfeng hinna 30 jarða,
bjargað, heldur var þetta jafn-
framt hin mikilsverðasta sam-
göngubót, sem færði Þykkbæ-
ingum bifreiðina til frambúðar
heim í hlað. En til bráðabirgða
vildi svo til, að sama kvöldið
og þeim auðnaðist að teppa
Djúpós, kom hafskip fyrsta
sinni undir Þykkvabæjarsand
hlaðið nauðsynjavöru, fyrir
annan þátt samtakamáttar
þeirra sjálfra. Svo snöggt skipti
um aðstöðuna til aðdrátta,
þegar þessi illfæra skenamdar-
vættur var lögð í fjötra.
Eiga nú Þykkbæingar hey-
feng sinn tiltækan, en störinni
hafa þeir bætt vatnsmissinn
með veglegu skurðakerfi og
uppistöðugörðum, svo að gras-
vöxtur verður þar árvissari en
víða annars staðar.
Á árum þeim, sem liðin eru
síðan, hefir skipt mjög um hag
byggðarlagsins. Sést það á
húsabótum, hverskyns verkvél-
um, auknum bústofni, miklu og
góðu samkomuhúsi. En athygl-
isverðust er þó viðleitni Þykk-
bæinga, sem freista að breyta
sandeyðimörk sunnan byggðar-
innar, álíka víðáttumikilli og
Safamýri, í nytjgland. Og má
ætla að þeim heppnist það, þótt
eigi komi það að beinu gagni
þeim, sem fyrir því beitast.