Tíminn - 16.07.1943, Side 2

Tíminn - 16.07.1943, Side 2
286 TÍMIM, föstmlagínn 16. jálí 1943 72. blað vSKiILI GUÐMIJIVDSSOIV: Föstudagur 16. jitíí Rafmagnsmálið „Meðan Róma brennur“ Senn eru nú liðin fjögur ár síðan styrjöldin hófst. Margt hefir breytzt i heimi hér á þess- um árum bæði hjá þjóðarheild- um og einstaklingum. Voldug ríki hafa misst sjálfræði sitt og hjara sem skuggi af sjálfum sér undir erlendri áþján. Mill- jónir manna hafa fallið, særzt eða horfið á vígvöllunum, mill- jónir draga fram lífið sem her- fangar. Milljónir friðsamra borgara hafa orðið húsvilltir og firrtir flestum bjargráðum. Milljónir hafa hreinlega dáið úr hungri. Allur heimurinn er flakandi í sárum og sbrg. Menning og mannréttindi, sem aldir þurfti t.il að byggja, eru troðin fótum. Og það skulum við vel gera okkur ljóst,' að upp úr þessum Ragnarökum skýtur hvorki ið- grænni jörð né glöðu og teitu mannkyni. Þótt endir verði bundinn á vopnaviðskipti á vígvöllunum, mun ólga og inn- byrðis barátta halda áfram í mörgum löndum og meðal margra þjóða, stórra og smárra. Þjóðirnar eru sundraðar. Hver höndin upp á móti annarri, bæði fyrir ytri áhrif og innbyrðis flokkadrætti. Heipt og hefndar- hugur okaðra þjóða mun brjót- ast út í ljósum loga, þegar kúg- unarböndin bresta. Aldrei fyrr hafa íslendingar verið svo nærri vettvangi styrj- aldar sem nú. íslenzkir þegnar hafa falið í íslenzkri löghelgi fyrir vopnum striðsþjóðar, sem við höfum vissulega ekki gert neitt til miska né troðið um tær. Við höfum orðið að vera í sambúð við erlendan her, sem er ægilega fjölmennur í saman- burði við tölu þjóðarinnar. Við höfum ekki fundið okkur kúg- aða, því að við höfum fyrir satt, að hann berjist gegn ofbeldi og ófrelsi og óskum því, að sigur fylgi vopnum hans. Vissulega höfum við orðið fyrir miklum á- troðningi og margt manna hefir „fallið“ með ýmsu móti, fallið í fordæmingu, þótt þeir hafi hvorki verið bitnir vopnum né dáið líkamlegum dauða. — Þeir hafa „fallið í verði“, eru og verða minna virði í þjóðlífinu eftir en áður. Samt sem áður munum við ekki bíða varanlegt tjón á þjóð- erni okkar né tungu fyrir þess- ar sakir. Hvort tveggja er furðu lífseigt og á sér djúpar rætur. Og þrátt fyrir allt erum við því nær eina þjóðin í Norður- álfu, sem hefir haft frelsi og möguleika til að búa í haginn fyrir framtíðina meðan bál og brandur herja flest önnur lönd, — og Róma menning- arinnar brennur. En hvernig höfum við notað þetta? Hvernig höldum við á þjóðmálum okkar og hvert stefnum við? Við höfum ákvarðað að gerast lýðveldi og algerlega sjálfstæð þjóð. Það erum við þegar í raun og veru með innlendan ríkis- stjóra, sendiherra hjá stórþjóð- um og allt slíkt. Skilnaðurinn við Danmörku er aðeins stað- festing þess, sem þegar hefir verið veruleiki í þrjú ár. Það breytir því litlu til batnaðar um innanríkismál okkar. Það, sem við höfum aðhafzt meðan Róma brennur, er fyrst og fremst að gera fjármál þjóð- arinnar sjúk með verðhækkun- um, sem hljóta að leiða til mik- illar stökkbreytingar, jafn- skjótt og versta ófriðarbálið slokknar. Ef til vill verðum við aienn til að kippa því í lag, þótt erfitt verði og sársaukafullt. Við höfum breytt kosninga- lögum með þeim árangri, að fjórir þingflokkar nokkurn veg- inn jafn sterkir, vega þar salt, hver á sínum enda, en geta ekki haft samvinnu um að stjórna landinu. Við höfum komið þeirri ring- ulreið og stefnuleysi á skipun Alþingis, að hent hefir það í fyrsta skipti, að Alþingi hafi gefizt upp við að mynda þing- íbúar Reykjavíkur, ísafjarð- ar og Akureyrar, hafa fyrir nokkrum árum fengið raforku til heimilisnotkunar og iðn- reksturs. Flesta aðra lands- menn vantar rafmagnið. Aðeins í fáum kauptúnum eru vatns- aflsstöðvar og á nokkrum stöð- um olíuhreyflastöðvar til ljósa- framleiðslu. Árið 1941 höfðu aðeins rúmlega 4 af hverjum 100 sveitabæjum á landinu raf- magn frá vatnsaflsstöðvum, og víða eru þessar stöðvar svo afl- litlar, að þær fullnægja ekki þörfum heimilanna. Þessar vatnsaflsstöðvar fyrir einstaka bæi eru hlutfallslega flestar í Skaftafellssýslum, þar sem verkin lofa Bjarna heitinn 1 Hólmi og aðra snjalla atorku- menn. Á árunum 1939—1942 voru fram borin á Alþingi frumvörp um stofnun sjóðs, sem átti að veita lán til þess að gera orku- 'ver til raforkuvinnslu og raf- Jóliaimes Davíðsson: Flestum mun virðast sem ærið fátt sé frásagnar vert úr lífi óbreyttra alþýðumanna, er ólust upp í fásinni sveitalífsins fyrir síðustu aldamót. En ís- lendingasögur hafa alltaf verið að gerast og munu gerast með- an landið byggist. Kunningjar Guðmundar Ein- arssonar kalla hann oft blátt á- fram Guðmund refaskyttu, af þvi að hann hefir skotið hátt á þriðja þúsund refi. En fleira sögulegt hefir drifið á daga hans, og verður fátt eitt af því talið hér. Guðmundur er fæddur að Heggsstöðum í Borgarfirði 19. júlí 1873. Faðir háns, Einar sterki Guðmundsson, drukknaði á Leirárfjörum síðla hausts 1884. Kona hans var Steinþóra Einarsdóttir. Áttu þau 8 börn. Guðmundur var þá 11 ára, en tvær systur eldri, 12 og 16 ára. Móðir Einars var einnig á heim- ilinu, hnigin að aldri. Nóttina áður en lát Einars orkuveitur. Var til þess ætlazt, að ríkið leggði sjóðnum fé, en auk þess yrði aflað fjár til hans með nokkru gjaldi á stórar vatnsaflsstöðvar. Með þessum tillögum var stefnt að því að safna fé innanlands til áfram- haldandi rafveituframkvæmda, en áður höfðu allar stærri fram- kvæmdir á því sviði verið gerðar fyrir erlent lánsfé. Framsókn- arflokkurinn var sá eini af flokkum þingsins, sem stóð ó- skiptur með þessu máli, en vegna andstöðu flestra þing- manna í öðrum flokkum tókst aldrei að fá þessar tillögur sam- þykktar á Alþingi. Á sumarþinginu 1942 báru þingmenn Framsóknarflokksins fram svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd, er geri tillögur um fjáröflun til þess að byggja rafveitur, í því skyni að koma nægilegri raf- fréttist heim, en hann hafði farið í kaupstaðarferð út á Akranes, dreymdi Guðmund föður sinn, en þeir elskuðu hvor annan mjög, og svaf Guðmund- ur hjá honum. Þótti Guðmundi faðir sinn koma að rúmi sínu og segja honum, að hann mætti eiga úrið sitt, því að hann þyrfti þess ekki lengur. Fór elzta systirin fyrst á fæt- ur um morguninn og kom strax upp aftur og sagði að faðir sinn væri að koma, því að hún heyrði til hans Skugga, en það var hundur Einars bónda, sem aldrei skildi við hann. Var þá eins og Guðmundur vakni af draumi, og segist hann aldrei hafa verið fljótari á fætur en þá, til þess að komast út til gegninganna áður\en fregn kæmi, því að hann var viss um að faðir sinn væri látinn. Dvaldist hann síðan í penings- húsunum til hádegis, og var þá búinn að glima við sorg sína og yfirvinna nana — á yfirborð- inu. Segist hann á þeirri stund orku til ljósa, suðu, hitunar og iðnrekstrar í allar byggðir landsins á sem skemmstum tíma, enda verði raforkan ekki seld hærra verði í dreif- býli en stærstu kaupstöðun- um á hverjum tíma. Nefndin skal sérstaklega gera tillögur um aukinn stríðsgróðaskatt til að mæta óhjákvæmilegum útgjöldum við framkvæmdir í í þessu efni, er hefjist svo fljótt sem unnt er að fá inn- flutt efni til þeirra. Nefndin leggi tillögur sínar um þetta efni fyrir næsta reglulegt Al- þingi. Jafnframt ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að láta fara fram, undir umsjón raf- magnseftirlits ríkisins, rann- sókn á skilyrðum til vatnsafls- virkjunar í fallvötnum lands- ins og því, hvernig auðveldast sé að fullnægja raforkuþörf landsmanna hvarvetna á landinu, sérstaklega hvort hagkvæmara sé á hverjum stað að vinna orkuna í smáu orkuveri í námunda við notk- unarstaðinn eða taka hana úr sameiginlegri orkuveitu, sem sem lögð yrði frá stærra orku- veri um einstakar sveitir og kauptún eða heila landshluta. Rannsóknirnar skal hefja nú þegar og hraða þeim svo sem mögulegt er. Kostnaður við störf nefnd- arinnar og rannsóknir greið- ist úr ríkissjóði.“ Tillaga þessi var samþykkt á þinginu, efnislega óbreytt. Með þeirri samþykkt, sem er sú merkasta, sem Alþingi hefir gert um þessi mál, var sú stefna mörkuð, að raforku skyldi veitt um allar byggðir landsins og orkan seld við sama verði í sveitum og kaupstöðum. Með samþykkt tillögunnar er enn- fremur ákveðið, að láta rann- saka vatnsaflið og skilyrði til virkjunar hvarvetna á landinu, en slík rannsókn er óhjá- kvæmileg til undirbúnings væntanlegri landsrafveitu. Engar stærri rafveitufram- kvæmdir hafa verið gerðar hér á landi án aðstoðar ríkisins. Rafstöðvar kaupstaðanna hafa verið byggðar fyrir erlent láns- fé, sem fengið var gegn ábyrgð ríkissjóðs. Síðustu árin hafa Al- þingi borizt margar kröfur um aðstoð til að koma upp rafveit- um, fyrst og fremst fyrir kaup- staði og kauptún. Á síðasta þingi var beðið um ábyrgðir fyrir hafa breytzt úr barni í fullorö- inn mann, og hafi hann aldrei lifað nein æskuár. Hann herti sig upp, til að glúpna ekki frammi fyrir sín- um nánustu eða öðrum, svo að þeim yrði sorgin ekki þung- bærari sín vegna, heldur hafi hann reynt að hughreysta yngri systkini sín og móður sína. Segir Guðmundur frá atviki, er skeði daginn eftir, er grann- kona ein kom til að hugga móð- ur hans. Sagði sú við móður Einars, að hún væri nú fær um að bera þennan missi betur, því að hún væri orðin mótlætinu svo vön. Hún var þá búin að missa 12 börn sín af 18 og þrjá eiginmenn. Og ennfremur segir grannkonan, að ekki sjái á hon- um Gvendi, enda sé þetta svo mikill harðhnokki. Var þá sem hagl hryti af augum gömlu kon- unnar niður á prjónana. Stóð Þættir af Guðmundi relaskyttu (FYRRI HLUTI). Guðmundur Einarsson bóndi að Brekku á Ingjaldssandi í V.-ísafjarðarsýslu verður 70 ára hinn 19. þessa mánaðar. í tilefni af því hefir Jóhannes Davíðsson í Hjarðardal sent Tímanum þætti þá úr ævi Guðmundar, er hér fara á eftir. ræðisstjórn. Og þegar ríkis- stjóri skipar stjórn samkvæmt meðmælum meiri hluta Alþing- is, rísa jafnskjótt upp hópar manna innan þings og utan, til að sparka henni og gera óstarf- hæfa. Samhliða þessum sjúkdóms- einkennum er að verða djúptæk breyting í pólitískum starfs- grundvelli hér á landi, sem menn eru nú sem óðast að átta sig á. Meginbreytingin er sú, að launamenn, þeir sem taka fast kaup hjá ríki, einkafyrirtækj- um eða einstaklingum, hafa í raun og veru sameinazt í ein meginsamtök, Alþýðusamband íslands, þótt rætur hreyfingar- innar liggi miklu víðar, og gegnsýri suma þingflokkana alveg. Með þessu er að því stefnt, þegar stökkbreyting verður á verði útfluttra afurða í stríðs- lokin, og útflutningur stöðvast af samkeppni við aðrar þjóðir með lægri verðgrundvöll, að launamenn í öllum stjórnmála- flokkum standa sameinaðir um stundarhagsmuni sína, en þjóð- félagið sjálft'kemst í öngþveiti, — verður svelt til uppgjafar eins og umsetin borg. Þetta kalla sósíalistar að „alþýðan taki for- ustuna“. Og verði einhverjar vífilengjur af hálfu ríkisvalds og einstakra hópa, verða verk- föll og handafl látið skera úr. Þetta er það, sem er í undir- búningi á íslandi meðan Róma brennur. Á það hefir verið bent, að þessar afleiðingar séu óhjá- kvæmilegar, ef þeir þegnar þjóðfélagsins, sem einblína ekki algerlega á þrengsta stundar- hag, standa sundraðir um meg- inhagsmuni sína og þjóðfélags- ins, vegna ágreinings um ýms dægurmál, sem launamenn- irnir leggja á hilluna. Þessir menn verða að koma á meiri samvinnu og jöfnuði í at- vinnuvegum og atvinnuháttum þjóðarinnar, gæta hagsmuna hinna mörgu og smáu framleið- enda gegn' hinum ofríku, sem reyna að afla sér pólitískra valda með fjármunum, jafnvel í náinni samvinnu við upp- lausnaröflin. Það verður að reisa skorður við óhæfilegri auð- söfnun einstaklinga eða fjöl- skyldufyrirtækja, sem eiga t. d. fjórða hvern togara í landinu. Slíkt fólk er ofjarlar í litlu þjóð- félagi og jafn ólíklegt til að stuðla að friði og jöfnuði í rík- inu og úlfalda að komast gegn- um nálarauga eða ríkum manni í himnaríki. Geti stjórnmálaflokkarnir ekki leyst vandamálin, verða hags- munasambönd borgaranna að reyna að j.afna metin sín á milli, eins og nú þegar er verið að gera tilraun með. Hættum að safna glóðum elds að eigin húsum — meðan Róma brennur. + lánum til rafveituframkvæmda, er námu samtals 24 milj. króna. Venjulega er óskað ábyrgðar fyrir öllu því fé, sem þarf til framkvæmdanna, þar sem íbúar viðkomandi bæja eða héraða telja sér ekki fært að leggja fram fé eða vilja ekki hætta eigin fjármagni í fyrirtækin. Ríkið á að bera alla áhættuna, en aðrir að stjórna rafveitunum. í stað þess að halda áfram á, þeirri braut, að veita ríkis- ábyrgðir fyrir lánum til virkjun- arframkvæmda fyrir takmörk- uð svæði, þar sem byggðin er þéttust og skilyrði eru bezt til hagnýtingar rafmagnsins, á rík- ið nú að taka að sér fram- kvæmdir á sama hátt og það hefir áður gert í vega- og síma- málum. Aðeins með því móti verður tryggt, að framkvæmd- irnar verði miðaðar við alþjóð- arhag og að séð verði fyrir raf- magnsþörf allrar þjóðarinnar áður langt líður. Þetta hefir þegar verið að nokkru leyti viðurkennt af Alþingi með lög- unum um rafveitur ríkisins, sem samþykkt voru árið 1942. Sú stefna, sem tekin var á sumarþinginu 1942, með þings- ályktunartillögu Framsóknar- manna, að koma rafmagni til allra landsmanna og selja það sama verði hvar sem er á land- inu, er óframkvæmanleg á ann- an hátt en þann, að ríkið eigi allar stærri aflstöðvarnar og háspennulínur frá þeim. Heild- arlöggjöf um rafveitukerfi rík- isins þarf að setja nú þegar og fara eftir þeirri löggjöf við all- ar framkvæmdir á þessu sviði. Eitt af mörgu, sem styður þá skoðun, að rafstöðvarnar eigi að vera ríkiseign, er raforkuþörf margra ríkisstofnana. Þau rík- isfyrirtæki, sem nú eru til, þurfa að nota mikla raforku. En auk þess þarf svo fljótt sem verða má að koma upp áburðarverk- smiðju, sementsverksmiðju og fleiri stórum iðnaðarfyrirtækj- um, sem sennilega verða rekin af ríkinu eða einhverjum al- þjóðarfélagsskap, t. d. S. í. S., og slík fyrirtæki þurfa að nota mikla raforku. Ef ríkið setur upp rafveitukerfi, sem nær um allt land, er hægt að setja slík- ar verksmiðjur á þá staði, þar sem auðveldast er um útvegun hráefnis og aðstaða er að öðru leyti bezt til verksmiðjurekst- urs. Þegar ríkið á aflstöðvarnar er hægt að veita stofnunum þess og öðrum almenningsfyrir- tækjum rafmagn með sann- gjörnum kjörum, og um leið er tryggt, að landsmenn njóti sam- eiginlega hagnaðar af raforku- sölu til slíkra stórfyrirtækja, en viðskipti við þau munu yfirleitt verða til hagsbóta fyrir rafveit- urnar. (Framh. á 4. síðu) hún þá upp af rúmi sínu og gekk til grannkonunnar og mælti þessa vísu: „Utan manninn allir sjá, orð og gerðir heyra, en hugskotsranninn horfa upp á. held ég kosti meira.“ Helga Salómonsdóttir, amm- an, var þá yfir 80 ára og var Einar uppáhaldsbarnið hennar, og þá fyrst heyrðist til hennar æðruorð í öllum hennar raun- um. Eins og nærri má geta var ekkjan illa á vegi stödd eftir þennan missi. Þetta var tveim vetrum eftir fellisvorið mikla 1882, er kom við hjá flestum, svo að bústofninn var ekki mik- ill. Hélt þó ekkjan við búi á Heggs- stöðum, og hafði ráðsmenn að nafninu fyrstu árin, eða á sumr- in, en þeir fóru burt á haustin, og kom þá umhirða og forsjá búsins á Guðmund ásamt móð- ur hans. Ævintýri unglingsáranna. Eitt sinn, er G. E. var á 13. eða 14. ári, kom hann sem oftar að Hvitárvölíum, en þar bjuggu þá merkishjónin Andrés Fjeldsted og kona hans, Sesselja. Var Guðmundur þá að leita að tryppi, en vissi þó, að þess var ekki von í þeirri átt, sem Hvít- árvellir voru, en gerði lykkju á leið sína í von um eitthvað í svanginn, því að það brást aldrei, að húsmóðirin gæfi hon- um að borða, er hann kom þangað. B Æ K U R Leiðbeiníngar um hirðíngu búpenings Samið hafa , dýralæknar Bandaríkjahersins á ís- landi. 16 bls. með mynd- um. Pési þessi er gefinn út af upp- lýsingaskrif stof u Bandaríkj - anna og hefir að minnsta kosti Mjólkursamsalan fengið allstórt upplag af honum til dreifingar um starfsvæði sitt. Er það. og tekið fram, að pésinn hafi verið saminn í samráði við dýralækni ríkisins, Búnaðarfélag íslands, Mjólkursamsöluna og Rann- sóknardeild - Háskólans. Ættu allir þessir aðilar í félagi að vera nægileg trygging þess, að leiðbeiningar þær, sem pésinn flytur, séu í samræmi við ís- lenzka staðhætti og að öðru leyti „góð vísa, sem seint verður of oft kveðin“. í inngangi rits- ins segir, að dýralæknar Banda- ríkjahersins hafi tekið þátt í því með íslenzkum fræðimönn- um að leita að lyfi gegn mæði- veikinni. — „Fátt vita menn um þennan saiiðfjársjúkdóm, þótt hann drepi árlega mörg þúsund fjár á, í^landi. Hans hefir nú orðið vart í Suður-Afríku og á nokkrum stöðum í Norður-Da- kota og Montana í Bandaríkj- unum.“ Að ööru leyti skiptist pésinn í stutta þætti um kýr og meðferð mjólkur, svínarækt og hirðingu sauðfjár. Þótt vart verði sagt, að pési þessi flytji neitt það, er ekki hafi áður sézt hér á prenti, verða slíkari áminningar og leiðbeiningar seint um of brýndar fyrir almenningi. Enn er margt í húsakynnum og hirð- ing búpenings, sem- stendur til stórra bóta hér á landi. Hitt skiptir þó meira máli, að íslenzkir dýralæknar og vísinda- menn hafa fengið dugandi sam- verkamenn erlenda til að berj- ast við mæðiveikina og reyna að finna orsakir hennar og læknis- lyf gegn henni. Takist þessum mönnum í sam- einingu að finna ráð, er dugir gegn þessum vágesti, munu þeir hljóta mikla þökk íslenzku þjóðarinnar. íslenzkir bændur eru ekki svo vanir því, að óvið- komandi menn leggi fram krafta sína til að leysa vand- ræði þeirra, að þeir vanmeti þær tilraunir í þá átt, sem af góðum hug eru gerðar. Því verður hins vegar ekki neitað, að dýralæknar Banda- (Framh. á 4. síðu) Þegar piltur er setztur að mat í eldhúsinu, kemur húsbóndinn niður og spyr, á hvaða ferð hann sé nú, og segir Guðmund- ur honum. það. Spyr bóndi þá, hvar hann hafi átt von á trypp- inu, og segir drengurinn satt um það. Spyr þá bóndi aftur, hvort hann sé að taka af sér krók. Guðmundur man ekki, hverju hann svaraði þessu, en Andrési mun hafa mislíkað. Segir hann þá við Guðmund, að hann skuli koma sér út og burt, en strákur segist skuli fara þegar hann sé búin að borða það, sem hún Sesselja hafi gef- ið sér. Tók þá Andrés í öxl Guð- mundar og kastaði honum upp í ganginn, en í eldhúsið var gengið niður tröppur. Guðmund- ur ætlar að snúa aftur og ljúka matnum, en Andrés kemur þá upp og rekur Guðmund út á undan sér. Þegar út kemur, tekur strák- ur prik, sem hann hafði haft í hendinni, en skilið eftir við dyrnar, slær því aftur fyrir sig og finnur, að það kemur í An- drés bónda, hleypur síðan af stað og lítur ekki aftur. Þegar piltur var kominn úr augsýn, fer hann að hugleiða þetta tiltæki sitt, og þykir illt sitt uppátæki og verður alvar- lega hræddur, og sér móðir hans á honum, þegar heim kemur, að eitthvað var að, en Guðmundur dylur hana þess, sem vonlegt var, því að hart mundi tekið á slíku. Hugsar Guðmundur nú með kvíða til þess, er hann næst þurfi að fara til Hvítárvalla, en

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.