Tíminn - 16.07.1943, Qupperneq 3
72. blað
TÍMIIViV, föstudagiim 16. júlí 1943
287
HallgrímurÞóraríns-
son á Ketílsstöðum
sjötugur
Hinn 20. maí s. 1. varö Hall-
grímur bóndi Þórarinsson á
Ketilsstöðum á Völlum 70 ára.
Engum, sem mætir Hallgrími
á Ketilsstöðum á hesti, á sæmi-
legum vegi, dettur í hug, að
þar fari sjötugur maður. Sama
er og að hitta hann á heimili
hans. Þar mætir maður alltaf
hinum síkvika húsbónda, sem
engin ellimörk sjást á, þrátt
fyrir veila heilsu oft og tíðum.
Veldur þar nokkru um, að Hall-
grímur er gestrisinn i bezta lagi.
Ketilsstaðir eru höfuðból að
fornu og nýju, þar hefir Hall-
grímur búið yfir 40 ár og ætíð
viljað sitja jörð sína svo sem
höfuðbóli sæmir.
Aðalfundur Búnaðarsam-
bands Austurlands minntist
sjötugsafmælis Hallgríms á
viðeigandi hátt, enda hefir hann
átt sæti í stjórn sambandsins
um fjöldamörg ár og lengst af
sem formaður þess.
Það er ósk og von allra vina
Hallgríms, að hann megi enn
um langt skeið verjast brögðum
elli kerlingar og þó hann ráði
ekki niðurlögum hennar, þá
auðnist honum að sýna hvað ís-
lenzkt táp og fjör megnar i bar-
áttunni við hina gömlu norn.
I. P.
Frú Sigrún Kjart-
ansdóttír sjötug
Frú Sigrún Kjartansdóttir frá
Mosfelli átti sjötugsafmæli 6.
júní síðastliðinn. Hún 'fæddist
að Ytri-Skógum undir Eyja-
fjöllum, dóttir séra Kjartans
Jónssonar og Ragnhildar Gísla-
dóttur konu hans. Var hún
fjórtán ára, er hún fluttist frá
Ytri-Skógum að Elliðavatni
með foreldrum sínum, er séra
Kjartan lét af prestsembætti.
Tæpra nítján ára að aldri,
1892, giftist Sigrún séra Gísla
Jónssyni frænda sjnum. Var
hann þá nývígður til Meðal-
landsþinga. Reistu þau ungu
hjónin bú að Langholti í Meðal-
landi. Átján árum síðar, vorið
1900, var séra Gísla veitt Mos-
fellsprestakall í Grímsnesi og
fluttu þau þá þangað. Bjuggu
þau þar í átján ár við rausn og
vinsældir sóknarfólks. En vorið
1918 lézt séra Gísli, rnaður
á bezta aldri. Höfðu þau hjón
eignazt tólf börn. Létust tvö
þeirra í bernsku, en tíu komust
til fullorðinsára. En þrem dætr-
um hefir frú Sigrún orðið á bak
að sjá uppkomnum. Meðal eft-
irlifandi barna hennar er Kjart-
an skáld Gíslason.
Munu þeir margir, er hlýlega
hafa hugsað til frú Sigrúnar á
sjötugsafmæli hennar, bæði
fyrrverandi sóknarbörn manns
hennar í Skaftafellssýlu og Ár-
nessýslu og aðrir, sem hafa
kynnzt henni á lífsleiðinni.
Tveir jarpír hestar
hafa tapazt frá Bæ í Kjós.
Annar dökkjarpur. Mai’k:
fjöður framan hægra, fjöður
framan og biti aftan vinstra.
Hinn skoljarpur. Mark: hálft-
af framan og biti aftan hægra,
sýlt og gagnbitað vinstra.
Þeir, sem kunna að verða
hestanna varir, geri svo vel að
láta vita á símstöðina Reyni-
vellir í Kjós.
Hún komst tíl Lössu
í grennd við þorp við rætur DókarSkarðsins, á landamærum
Kína og Tíbets, er kona á ferð. í fylgd með henni er unglings-
piltur.
Til sýndar vekja þau enga athygli, umfram þúsundir Búdda-
trúar-pílagríma, sem árið um kring feröast fram og aftur um
Tíbet og vitja helgra stáða. Meginþorri þessa fólks er munkar og
nunnur. Margir hefja för sína án alls farareyris og treysta al-
gerlega á gestrisni og góðvild landsfólksins, en þeir, sem betur
eru settir, hafa í hæsta lagi ráð á einhverju smáræði til að grípa
til, þegar engar ölmusur gefast. En það er líka sjaldgæft, að munk-
ur, sem lesið getur ritningarnar, komið fram sem særingamaöur
og spáð um framtið fólks, svelti eða skorti nauðsynlegan búnað
á leið sinni um fjalldali Tíbets.
Göngukonan, sem getið er í upphafi, er sýnilega miklu eldri en
pilturinn. Hún er búin grófgerðum stakki og hefir kínverska il-
skó á fótum. í eyrnasneplunum lafa síðir hringar, og um hárið
er rautt band. Hárflétturnar ná langt niður á bak, og ef vel er
að gáð, má sjá þess merki, að neðan í hár konunnar sjálfrar er
siungið hrafnsvörtu kviðarhári af jakuxa. Til þess að ekki sjáist
litarmunur á hárinu, hefir hún litað hadd sihn með kínversku
bleki. í andlit sér hefir hún makað kókódufti, blönduðu kola-
mylsnu. Pilturinn, sem er í för með henni, er hins vegar ekki
dulbúinn. Hann er það, er hann í fljótu bragði virðist vera: Tíbet-
maður. Hann er í saffrangulum kyrtli, eins og tíbezkir munkar
alla jafna eru. En eigi að síður talar hann ensku, er hann ávarpar
konuna.
Þessi kona er þó ekki ensk. Hún er frörísk. Réttu nafni heitir
hún Alexandra David-Neel. Pilturinn er fóstursonur hennar,
Jongden að nafni.
Hún er á leið til Lössu, og þvi er hún dulbúin, að þangað er
öllum útlendingum stranglega bannað að koma. En hún hefir
svarið þess dýran eið, að þangað skuli hún komast eigi að síður.
Staðfastur vilji konu skuli sigra alla erfiðleika. Hún hefir komið
fjórum sinnum til Tíbet áður og kann tungumál landsmanna og
þekkir siði þeirra. En þetta er í fyrsta skipti, sem hin heilaga, for-
boðna borg, er lokatakmarkið.
Hún hefir íhugað það mjög vandlega, hvaða leið hún ætli að
fara inn í Tíbet, og gætt þess af mikilli varkárni, að enginn orð-
rómur bærist um ferðalagið og fyrirætlanirnar, þvi að tíbezk
yfirvöld eru vel á verði gagnvart útlendingum og láta einskis
ófreistað til þess að hafa hendur í hári þeirra, ef þau hafa grun
um yfirtroðslur við forn lög landsins af þeirra hálfu. Gegnum
Dókarskarð fer mikill fjöldi manna á hverju hausti, og hún setti
traust sitt á það, að þar veittist auðvelt að dyljast meðal ara-
grúa pílagríma víðs vegar að úr fjalllendi og landamærahéröðum
Tíbets. Þar myndi þess eigi gæta, þótt málblær hennar, andlits-
ast gerist um Tíbetbúa. Nákvæmri athugun yrði eigi komið við,
ast gerist um Tíbetbúa. Nákvæmri athugnu yrði eigi komið við,
vegna þess hve leiðin væri fjölfarin.
Þegar þau höfðu nálgazt þorpið neðah við skarðið, lét hún
bui'ðarkarla tvo, er verið höfðu henni til föruneytis, snúa við. Við
þá lét hún í veðri vaka, að hún ætlaði að safna jurtum þarna við
landamærin. Með þá til föruneytis var þess ekki að vænta að
ferðalagið heppnaðist. Það hefði vakið allt of mikla athygli.
Því urðu þeir að snúa við, þótt erfitt yrði að vera án þeirra.
Nýja bifreiðaxnálmngfat'stofan
í Hafnarfírði
Eins og áður hefir verið getið í Tímanum, stofnsettu. Magnús
Kjartansson og' Sveinn Magnússon í Hafnarfirði í vetur vinnu-
stofu, þar sem bifreiðar eru málaðar með fullkomnum nýtízku
tækjum. Var mikil þörf á slíkri vinnustofu, enda hafa þeir Magnús
ekki komizt yfir að sinna öllum þeim beiðnum, er þeim hafa borizt.
8—9 bifreiðar geta verið í einu inni í málningarstofunni. Á
myndinni, sem hér fylgir, sjást þrjár bifreiðar í einu horninu.
Þær hafa komið inn skellóttar, rispaðar og ósjálegar. Þær fara út
gljáandi og fallegar.
Satnband ísl. samvinnufélaga:
Aðalfundur vor verður haldinn að Hólum í
Hjaltadal dagana 15., 16. og 17. júlí næstkom-
andi.
DragiO elcki lengur aö
gerast áskrifendur a3
Dvöl, þessu sérstssða
timarlti i islcnzkum bókmenntum. —
Ykkur mun þykja ,vænt um Dvöl, og
þvi vaenna um hana sem þiO kynntet
hemal hetur.
Auglýsið í Tímamim!
Lesendur l
Vekið athygli kunningja yð-
ar á, að hverjum þeim manni,
sem vill fylgjast vel með al-
mennum málum, er nauðsyn-
legt að lesa Tímann.
þess var ekki langt að bíða. Er
hann sendur þangað daginn eft-
ir með erindi frá móður sinni
til húsfreyju. Þykir honum nú
vandast málið og hugsar ráð
sitt.
Þar á Hvítárvöllum var þá
niðursetningur, er Hákon hét
og kallaður Hákon stóri. Var
hann talinn vinnufær og hafði
burði nóga, en fékkst ekki til
að vinna og vildi ekki, í tilbót,
vera nema í beztu vistum. Var
hann í gamla bænum, en þá var
Andrés búinn að byggja timbur-
hús. Tekur Guðmundur það ráð,
að fara fyrst til karls og segja
honum sögu sína og biðja hann
ráða. Karli var hann vel kunn-
ugur og haföi karl oft gefið hon-
um bita af mat sínum, er var
svo ríflega skmmtaður, að hann
dró undir sig. Hlustar Hákon
stóri rólegur á Guðmund Qg
sagði svo: „Misstu aldrei kjark-
inn, strákur, hvað sem fyrir
kemur.“ Fer Guðmundur inn í
húsið og lýkur erindi sínu við
húsfreyju, og setur hún mat fyr-
ir hann í eldhúsinu að vanda.
Á meðan drengur er að borða
kemur Andrés ofan af lofti, og
heilsar Guðmundur honum,
eins og ekkert hafi í skorizt.
Tekur Andrés því fálega, en
ekki illa. Gengur síðan til stofu
og segir Guðmundi að koma
þangað til sín, þegar hann sé
búinn að borða. Minnkaði þá
heldur matarlystin, en lauk þó
matnum. Sá hann, að Sesselju
var ekkert um þaö gefið, að
hann færi inn til Andrésar, en
þó hindraöi hún það ekki.
Þegar Guðmundur kemur inn
í stofuna, kallar Andrés hann
inn í innri stofuna, tekur í öxl
hans og spyr hann að því, hvort
hann hafi ætlað að berja sig í
gær, og játar Guðmundur því
eftir nokkra þögn, þótt kjark-
urinn væri lítill. Spyr þá An-
drés, hvers vegna hann hafi
gert það, og segir Guðmundur,
að sér hafi þótt hann óþarflega
harðleikinn við sig, en hann
hafi ekki getað annað í móti.
Spyr Andrés hann þá, hvort
hann mundi hafa flogið á sig
í eldhúsinu, hefði hann treyst
sér til þess, og játti piltur því.
Þá tekur Andrés sóp, sem var
í stofunni, og segist ætla að
koma honum af því -að koma
þangað til að sníkja og haga
sér svona við sig, og heldur þar
hirtingaræðu yfir Guðmundi
með sópinn á lofti, en heldur
sýnist Guðmundi svipur hans
mildast og segir, hvort hann
ætli ekki að fara að flengja sig,
því sé bezt aflokið. Sleppir þá
Andrés Guðmundi og sópnum,
fer í vasa sinn og fær honum
tveggjakrónu pening og segir
honum, að hann skuli alltaf
halda kjarkinum, hvað sem á
dynji.
Löngu síðar, er Guðmundur
heimsótti Andrés í síðasta sinni,
tóku þau hjón honum tveim
höndum. Þegar Guðmundur
kvaddi hann, klappaði Andrés á
öxl Guðmundar og spurði, hvort
hann myndi, er hann hefði
komið í stofuna til sín á Hvítár-
völlum forðum.
Spánska nautið.
Eitt sinn fékk Andrés á Hvít-
árvöllum nautkálf að, svart-
flekkóttan, hyrntan. Var hann
ungur og tjóðraður í túninu
fyrra sumarið, og svínalinn.
Einkum fór honum vel fram á
laxasoðinu.
Næsta sumar er tuddi laus í
kúnum. Var Guðmundur þá
eitt sinn að sækja Heggstaða-
kýrnar, og voru þær að vanda
saman við Hvítárvallakýrnar.
Þegar hann er að skilja kýrn-
ar, sýnist honum boli horfa ein-
kennilega á sig, en gefur sig ekki
að honum, tekur kýrnar sínar
og rekur þær heim á leið. Guð-
mundur reið hryssu góðri, er
móðir hans átti. Fylgir boli á
eftir, og hvetur Guðmundur
kýrnar, en sér brátt, að boli
hugsar um hann en ekki kýrn-
ar. Ríður hann þá undan og að
melöldu, er þar var á leiðinni,
og dró þá saman með bola og
hestinum, er á ölduna kom. Voru
þar beitarhús og heytóft að
baki þeirra með þriggja álna
grjótveggjum, og var laust grjót
ofan á veggjunum, sem notað
hafði verið til að búa að heyinu.
Þegar hryssan nálgast dyrnar
(Framh. á 4. siðu)
Athugasemd
í 10. hefti ritsins íslenzk
fyndni, bls. 44, kynnir rit-
stjórinn, Gunnar Sigurðsson frá
Selalæk, Odd héraðslækni Jóns-
son, fyrir lesendum sínum með
þessum orðum:
„Oddur læknir Jónsson var
gáfumaöur og góður læknir, sér-
staklega hafði hann orð á sér
fyrir það, hve laginn hann var
að hjálpa konum í barnsnauð.
Hann var lengst af læknir á
Vestfjörðum, en var settur af á
efri árum sínum sökum óreglu.:i:
Þó var hans oft vitjað.“
Það eru engar smásakir, sem
ritstjórinn ber á þennan flug-
gáfaða, fjölhæfa og vinsæla
embættismann, þegar hann
hefir legið í gröf sinni hartnær
23 ár. Að hafa verið settur frá
embætti sökum óreglu, er
kuldalegt eftirmæli, og þótt
heimildarmaður ritstjórans hafi
látið þessa athugasemd fylgja
sögunni, verður ekki annað séð,
en hún hefði notið sín jafn vel
þótt athugasemdinni hefði ver-
ið sleppt. Að minnsta kosti var
honum skylt að ganga úr skugga
um, hvort rétt væri frá skýrt og
hefði hann þá komizt hjá því
að bera rangar sakir á dauðan
mann.
Oddur Jónsson var fæddur ár-
ið 1859, tók embættispróf í lækn-
isfræði 1887. Settur aukalækn-
ir í Vestur-ísafjarðarsýslu 1888,
aukalæknir í Strandasýslu
norðanverðri 1894 og aukalækn-
ir í Barðastrandasýslu 1897
(Flateyjarhéraði). Árið 1902 var
honum veitt Reykhólahérað og
gegndi hann því embætti til
dauðadags, en hann lézt 14.
ágúst 1920.
Það er þvi fjarri öllum sanni
að hann hafi verið „settur af á
efri árum.“ Hann þjónaði emb-
ætti sínu til dauðadags við
mikið álit og vaxandi vinsældir.
Árið 1906 fór Oddur til Dan-
merkur, að dauða kominn vegna
illkynjaðs sjúkdóms, sem hafði
þjáö hann árum saman. Var þar
geröur á honum stór skurður og
fékk hann bót um hríð. Þó mun
(Framh. á 4. síðu)
^ sem hvert heimili þarS að eignasi
Heílsurækt og mannamein
heitir ný bók, sem kemur út í haust. Þessi bók er að miklu leyti þýðing á nýútkominni amer-
ískri lækningabók, sem margir af kunnustu læknum Bandaríkjanna hafa unnið að.
Átján læknar í Reykjavík hafa unnið að íslenzku útgáfunni, sem er sniðin fyrir íslend-
inga, með því að bæta inn í ýmsu, sem máli skiptir hér á landi, sleppa öðru, sem eingöngu er
miðað við Ameríku, en margir kaflar eru meira eða minni umsamdir og sumir alveg frum- .
samdir af íslenzkum læknum, þar sem það hefir verið talið til bóta.
Bókin er samin með það fyrir augum, að veita almenningi fræðslu um læknisfræði nú-
tímans, sem er í stöðugri þróun og stefnir meir og meir í þá átt að koma í veg fyrir sjúkdóma,
með því að auka ekki einungis hreysti og heilbrigði, heldur einnig andlega og líkamlega vel-
líðan. Margur ólæknandi sjúkdómur stafar af vanþekkingu, og öruggasta ráðið til að komast
hjá hvers konar vanheilsu, er að afla sér þeirrar^ þekkingar, sem læknisfræði nútímans ræð-
ur yfir.
Þessir læknar hafa unnið að íslenzku útgáfunni:
Bjarni Jónsson, Guðm. Thoroddsen, Gunnlaugur Claessen, Halldór Hansen, Hannes
Guðmundsson, Iíelgi Tómasson, Jóliann Sæmundsson,'- Jón Hj. Sigurðsson, Katrín
Thoroddsen, Kristín Ólafsdóttir, Kristján Sveinsson, Niels Dungal, Ólafur Geirsson,
Ólafur Þorsteinsson, Snorri Hallgrímsson, Theódór Skúlason, Valtýr Albertsson og
Þórður Þórðarson.
Um útgáfuna annast Niéls Dungal, Bókin verður alls um eða yfir 800 bls. með mörgum
myndum.
Til að gera sem flestum
kleift að eignast þessa bók,
er öllum gefinn kostur á að
gerast áskrifendur að henni
í shirtingsbandi fyrir kr.
95,00, en bókhlöðuverð er á-
kveðið kr. 150,00. Á móti á-
skriftum tekur Snorri Hall-
grímsson, dr. med, pósthólf
673, Rvík, til ágústloka.
Munið að vanheilsa stafar oft af vanþekkingu.
Bókaútgáían DAGRENNING, R.vík.
Hr. dr. med. Snorri Hallgrímsson,
Pósthólf 673, Reykjavík.
Undirritaður óskar hér með að gerast kaup-
andi að bókinni HEILSURÆKT OG MANNA-
MEIN. Andvirðið, kr. 95,00, áð viðbættu póst-
kröfu- og burðargjaldi, mun ég greiða við mót-
töku.
Nafn ....................................
* #
Heimili .................................
T Póststöð ...........................:........