Tíminn - 06.08.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.08.1943, Blaðsíða 3
78. blað TlMIM, fostudagmn 6. ágnst 1943 311 Kristján Hansen Frelsishetja Tékkóslóvakíu vegaverkstjóri á Sauðárkróki. Þann 28. maí s. 1. andaðist að heimili sinu að Sauðárkróki, Kristján Hansen vegaverkstjóri. Þar er hniginn í valinn merkur maður og ágætur. Kristján er fæddur að Sauðá við Sauðárkrók 18. okt. 1885 og var því 57 ára þegar hann létzt. Foreldar hans voru Björg Jó- hannesdóttir og Hans Kristján Hansen, danskur maður, sem fluttist til Sauðárkróks og hóf búskap að Sauðá. Kristján var næst elsta barn þeirra hjóna. Ólst hann upp í foreldrahúsum við öll venjuleg sveitastörf. Var hann bráðþroska og gjörvllegur. Kristján hóf nám í Bændaskól- anum á Hólum og útskrifaðist þaðan vorið 1906. Árið 1909 kvæntist Kristján Þóreyju Sigmundsdóttur, aust- firzkri að ætt, hinni mestu á- gætiskonu. Eigi varð þeim hjón- um barna auðið, en stúlkubarn tóku þau til fósturs og hafa alið upp, sem sitt eigið barn. Kristján Hansen var stór maður vexti, þrekinn og gjörvi- legur .Hann var ljós yfirlitum, karlmenni hið mesta, og bar með sér, hvar sem hann fór, öll beztu einkenni hins norræna kynstofns. Kristján var maður prýðilega gefinn, og aflaði sér, mikillar þekkingar við sjálfs- nám. Hann var mjög frjálslynd- ur í skoðunum, samvinnumaður af hug og hjarta. Hann hélt fast á máli sínu, en sýndi þó ávallt lipurð og samvinnuþýð- leik. Eins og áður er nefnt var Kristján Hansen hraustmenni hið mesta. Hann stundaði í- þróttir á yngri árum og var í- þróttamðaur góður. Er yísk, að það rúm var ávallt vel skipað þar sem Kristján var fyrir, hvort heldur sem var til sóknar eða varnar. Koma mér í hug ummæli Sturlungu um Kolbein grön, þar sem segir að Kolbeinn var „höfuðkempa til vopna sinna“. Svo mundi og fylgd Kristjáns hafa verið, ef hann hefði lifað á Sturungaöld. Árið 1920 varð Kristján vega- verkstjóri við þjóðvegi í Skaga- firði og gegndi því starfi síðan til dauðadags. Verkstjórn Krist- jáns var traust og örugg, eins og skapgerð hans. Hann var ágæt- ur stjórnandi og voru mikil af- köst undir stjórn hans. Verka- menn Kristjáns héldu mjög af honum, enda hlutaðist hann um að þeir hefðu sem bezta aðbúð, og umgekkst þá að öllu leyti sem jafningja sína. Eigi gat hjá því farið, að maður með starfsorku og hæfi- leika Kristjáns, drægist inn á fleiri verksvið en það sem aðal- starf hans náði til. Kristján var um langt skeið sláturhús- stjóri hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga og átti sæti í stjórn félags- ins allmög síðustu árin. Hann vann sér traust allra, er honum kynntust, og þeir voru margir, við þessi störf. í skattanefnd Sauðárkrókshrepps átti Krist- ján sæti um langt skeið. Kristján Hansen hafði mik- inn áhuga fyrir landsmálum, og myndaði sér þar ákveðnar skoð- anir, sem hann barðist fyrir með fullri djörfung og kappi, án þess þó að beita nokkuru sinni ofstæki eða óheilindum, því að slíkt var andstætt hinni heiðu og hreinu skapgerð hans. Kristján hafði í öndverðu tekið sér stöðu í Framsóknarflokkn- um og fylgdi þeim flokki óskipt- ur og heill. Var hann ávallt einn af öruggustu forystumönn- um flokksins í Skagafirði. Ail- mörg síðustu árin var Kristján í stjórn Framsóknarfélags Skagfirðinga. Heimili þeirra hjóna, Þóreyj- ar og Kristjáns, á Sauðárkróki, var víðfrægt fyrir gestrisni. Frá því ég í fyrstu kynntist þeim hjónum árið 1928, var ég helma- gangur á heimili þeirra ávallt þegar ég kom til Sauðárkróks. Vegna starfs Kristjáns sem verkstjóri og sláturhússtjóri, áttu fjölmargir erindi við hann. Var öllum, sem að garði báru, tekið með þeim hlýhug og þeirri alúð, sem ávallt einkenna góða húsbændur. Ég veit að ég mæli fyrir munn fjölmargra vina þeirra hjóna, þegar ég nú þakka þeim margar ógleymanlegar stundir í litla en hlýlega húsinu þeirra á Sauðárkróki. Þótt sal- arkynni væru ekki mikil, þá var þó ávallt eins og nægilegt rúm væri fyrir alla, sem heim til þeirra komu. Síðustu árin barðist Kristján við ólæknandi sjúkdóm. Hann lagðist á spítala 1940 og var þá skorinn upp. Fékk hann nokkra bót í bili. En heill heilsu varð hann aldrei eftir það. Mun hon- um sjálfum hafa verið ljóst hvert stefndi. Hann gegndi öll- um sínum störfum til hins síð- asta með þreki og _ æðruleysi hinnar sönnu hetju. f banaleg- unni talaði hann um dauða sinn eins og sjálfsagða og eðlilega leið, sem ástæðulaust væri að óttast. Hann dó eins og hann hafði lifað, öruggur og ákveð- inn. Ég eignaðist þau árin sem ég dvaldi í Skagafirði.marga ágæta vini. Kristján Hansen er einn af þeim, og einn af þeim, sem ég met mest. Hann er i mínum aug- um ímynd þeirrar hetjulundar og drengskapar, sem svo vel er lýst í okkar beztu fornritum. Ég þakka þér, vinur, fyrir allar þær minningar, sem við þig og þitt heimili eru tengdar. Steingrfmur Steinþórsson. mestu, hvaða sveitir eru bezt fallnar til að taka upp þessa eða hina framleiðsluna, og af hálfu þess opinbera hefir ekk- ert verið gert til að ýta undir aukna verkaskiptingu við fram- leiðslu landbúnaðarvaranna. Þó er það vafalaust, að hún á að aukast, og er það eitt af mörg- um verkefnum, sem bíða nefnd- anna að finna leiðir til þess að svo megi verða. IV. Eins og áður hefir verið vikið að, hefir framleiðslukostnaður aukizt meira í landi hér, við hvaða framleiðslu sem er, en í öðrum þeim löndum, sem við höfum spurnir af. Það er því alveg víst, að hann verður að lækka, svo framarlega sem við eigum að geta unað við sama verð fyrir okkar vörur og aðrar þjóðir fá fyrir sams konar vör- ur. Hvað íandbúnaðarvörurnar snertir, þá eru þær nú fram- leiddar við ákaflega ólika stað- hætti. Umbætur síöustu 20 ár- anna á jörðunum hafa o'rðið misjafnar. Á sumum jörðum eru nú öll túnin slétt og vélslæg, og þar notaðar heyvinnuvélar. Á öðrum hefir ekkert verið gert til umbóta túnunum. Þau eru enn svo óslétt, að vélum verður ekkii viðkomið. Auk þess eru túnin í misjafnri rækt, svo að sums staðar fæst helmingi meira hey en annars staðar úr hverju ljáfari. Þetta gerir þann mun á afkomu bóndans, að sums staðar verðum fimm sinn- um dýrara að afla heyja en á öðrum stöðum. Þetta er mikill munur, og gerir mikinn mun á því verði, sem bóndinn þarf að fá fyrir vörur sínar, til þess að fá reksturskostnað búsins greiddan. Af hálfu þess opin- bera hefir verið reynt að fá alla með í umbótastarfið. Menn eru og hafa verið hvattir með ræð- um og ritgerðum, ráðum og styrkjum til að leggja hönd á plóginn. En allar þær ráðstaf- anir hafa náð misjafnt til manna. Einkaframtakið hefir verið látið njóta sín til fulls hjá hverjum einum, og árangurinn er sá, að enn eru margir aftur úr og aðrir komnir stutt áleiðis. Sá munur kemur svo fram í því, að sumir fá ekki nema 200 hesta af heyi eftir karlmann og kven- mann eftir 10 vikna heyskap, en aðrir fá 500, 600 og allt upp undir 800 hestburði eftir sama mannskap og þær vélar og hesta, sem umbæturnar gera mögulegt að nota. Allir munu alveg sammála um það, að keppa beri að því að gera öll tún vélslæg, og Alþingi hefir veitt aukastyrki til að styðja að því að svo geti orðið á næstu árum. Flestir munu líka sam- mála um það, að keppa beri að því að túnin verði það stór og (Framh. á 4. síðu) Meöan afreksmanna verður minnst mun nafn Tómasar Mazaryks, forseta Tékkósieóvakíu, f minni geymt. Hann ólst upp undir oki Austurríkismanna, ruddi sér braut til vegs og virðingar, leiddi málstað Tékka til sigurs, kom því til leiðar, að tékkóslóvaska iýðveldið var stofnað eftir heimsstyrjöldina, stýrði því betur öllum hiniun nýju ríkj- unum og dó í hárri elli, sem einn virtasti og dáðasti stjórn- málaskörungur heimsins. Við erum í Moskvu 1917, snemma á dögum rússnesku bylting- arinnar. Hörð skothríð kveður við á götunum. Frá járnbrautar- stöðinni kemur maður og gengur ofur rólegur út á torgið. Hann stefnir að þjóðgistihöllinni. Þegar hann hefir náð spölkorn út á torgið, stöðvar flokkur hermanna hann. Liðsforingi spyr hann, hvert ferðinni sé heitið, og segir honum síðan, ða það sé ókleift að fara yfir torgið, vegna skothríðar frá báðum hliðum. Þetta var satt: Öðrum megin voru menn Kerenskys, en hinum megin bolsévikkar, og kúlur úr rifflum og vélbyssum hvína yfir torgið. Liðsforinginn ráðleggur honum að snúa til Metropólgistihússins. En maðurinn lét ekkert aftra sér. Hröðum, föstum skrefum gekk hann yfir torgið, þótt kúlurnar þytu kringum hann. Þegar hann kemur að dyrum gistihallarinnar, er hurðinni skellt í lás. Hann drepur harkalega á dyr og kallar: „Opnið þið strax. „Búið þér hér?“ hrópar dyravörðurinn fyrir innan. Og Mazaryk, því að sá var maðurinn, svaraði: „Verið þér ekki að þessum þvættingi, hleypið mér inn“. „Ég gat ekki fengið af mér að ljúga,“ var Mazaryk vanur að segja, er hann lýsti þessum atburðum síðar. „Ég gat ekki fengið af mér að ljúga.“ Með þessum orðum er einum þættinum í skapferli Mazaryks lýst til hlítar. Flestum myndi hafa orðið á að bregða fyrir sig ósannindum á slíkri stundu. „Pravda Vitezi" — sannleikurinn skal sigra, var kjörorð hans og þess nýja ríkis, er hann setti á stofn. Sannleikurinn var honum stórum meira virði en jafnvel lífið sjálft. Honum auðnaðist líka að leiða sannleikann til sigurs. Upp úr ringulreið styrjaldarinnar reis frelsisunnandi þjóð. Hann átti mestan þátt í því að glæða þann frelsishug og honum var það að þakka, að hugsjón frelsisins varð að veruleika. Og hann gerði meira: Hann leiddi þjóð sína á þrengingartímunum og honum auðnaðist að stýra fleyi hennar heilu og höldnu gegnum brim og boða byltingar og bjargaskorts og skipa henni í sveit með hinum bezt metnu og dáðríkustu þjóðum í Norðurálfu. Mazaryk var maður, sem hafði hafizt til vegs og virðingar af sjálfdáðum. Hann var lítillar ættar og af fátæku foreldri og átti erfitt um vik að njóta menntunar í æsku. En hann var gæddur óvenjulegu viljaþreki og alinn upp við iðjusemi og sjálfsaga. Að því bjó hann ævilangt. * í Cejc, litlu þorpi i Móraviu, bjd ökumaður, Slóvaki frá Kóp- kaníu, sem var kvæntur tékkneskri konu af þýzkum uppruna. Þessi ökumaður var sveitamaður að ætt og uppeldi. Hann unni sveitalífinu og hirti hestana sína af kostgæfni og umhyggju, en kjör hans voru kröpp, því að hann lifði undir oki austurriska keisaradæmisins og var ánauðugur maður en ekki frjáls þegn. Hann hafði engrar menntunar notið. Á barnsaldri hafði hann að sönnu lært að lesa. Það hafði gömul kona, sem hann tók upp kartöflur fyrir, kennt honum. En þar með var öllu skólanámi hans lokið. En hann var öðrum kostgæfnari leérisveinn í skóla lífsins í móravíska þorpinu, þar sem hann stritaði dag hvern með hestum sínum. Kona hans hafði hins vegar hlotið meiri menntun. Hún hafði verið eldastúlka á heimili ríks manns og kynnzt þar yfirstéttarfólki og öðlazt meiri.viðsýni og séð fleiri hliðar lífsins. Hún hafði að minnsta kosti séð nógu mikið til að skilja, hve menntun var mikils virði, og hún hafði staðráðið að eitthvert barna sinna skyldi hljóta meiri menntun en henni og manni hennar hafði auðnazt, hversu mikið sem hún þyrfti á sig að leggja til þess. Þessi hjón gátu son, sem snemma var fjörugur og áræðinn. Hann líktist móður sinni ungur um flesta hluti, en þó var hann einnig gæddur þrautseigju og skapfestu gamla ökumannsins. Hugur hans hneigðist bátt í þá átt, sem móðir hans kaus helzt. Hvenær, sem færi gafst, sat hann yfir bókum, er hann hafði komizt yfir, og þegar á barnsaldri tók hann að ganga um og biðja fólk um blýant og blöð til að rissa á. Þessi drengur var Thomas Mazaryk, sonur Jósefs og Theresu Mazaryks, síðar háskóla- kennari og forseti Tékkóslóvakíu. Hver hefði getað spáð honum slikum örlögum? Hvað gat hann lært til slíkra starfa, sonur hestgæzlumanns í sveitaþorpi? Og hvað gat móðir hans kennt honum, fátæk vinnukona, sem engin fjárráð hafði? Nei, auðnum var sannarlega ekki fyrir að fara. Þau höfðu varla málungi matar. Eins og aðrir drengir í þorpinu notaði Tómas Mazaryk aðeins skó um það leyti árs, er kaldast var. Strax og hlána tók á vorin voru skórnir lagðir til hliðar, og sumarlangt hlupu drengirnir um berfættir. Þegar heldra fólkið kom til veiða í byggðarskóginum, voru þjónar þess vanir að fleygja matar- leifunum, og þá kom Mazaryk þangað ásamt öðrum þorpsbúum til þess að hirða molana af borðum hinna ríku. Á páskunum gekk hann í flokki annarra barna á milli húsanna og söng sálma í þeirri von, að einhver húsfreyja myndi launa sönginn með páskaeggi. Ekki naut hann mikillar vinsemdar, þeirra, sem betur voru settir í þjóðfélaginu. Faðir hans var í þjónustu aust- urrískrar undirtyllu, sem fór með verkamennina eins og hunda. Þjóðleg viðreisn flaug engum í hug á þessum kúgunarárum. Eins og allir aðrir fann hann sárt til þess að vera fyrirlitinn Slóvaki, og þegar amma hans gaf honum hvítar slóvakabúxur að fornri siðvenju, þá grét hann beiskum tárum yfir lægingu lands og þjóðar. Samt þekkti hann harla lítið til hinnar fornu gullaldar þjóðar sinnar, þegar í Bæheimi bjó voldug þjóð og Prag var mikil borg. í augum unglingsins var Vínarborg miðdepill heimsins og Austurríki tákn valds og dýrðar. Hann gekk í þorpsskólann, þegar hann hafði aldur til, og öðl- aðist þar ofurlitla nasasjón af þekkingu. En mikið var það ekki, því að kennarinn var hvorki sérlega menntaður eða margfróður. En jafnhliða þessu námi sínu vann hann hörðum höndum eins og aðrir drengir í þorpinu til þess að drýgja rýrar tekjur for- eldra sinna. Járnsmiðurinn, sem hann vann hjá, veitti snemma athygli einhverju óvenjulegu í fari drengsins. Ekki stafaði það þó frá klæðaburði hans, því að hann var jafn fátæklega til fara og aðrir snáðar á hans reki. Ekki hafði hann heldur af meiri líkamsburðum að státa en algengt var. En það speglaðist eitt- hvað í andliti hans, augum hans, og geislaði frá breiðu enninu, en einkum kom það þó í ljós í þeim áhuga, sem hann sýndi á hverju verki, er honum var falið, hversu auvirðileg’t, sem það var. Sambtmd ísl. snwdwiwfétofni Samvinnumenn! Stofnsjóður yðar er góð líftrygging. Varasjóð- ur er yður trygging fyrir góðum framtíðarvið- skiptum. Blautsápa frá sápuverkRBiiðjuBMl Sjefn er almeut viS> urkeBBd fyrir g»8i. Flestar kánwSv aetu Sjaínar-blautsápu IJTBOÐ. Tilboð óskast i vegagerð og byggingu steinsteypustöpla undir útispennustöð við Öldugötu í Hafnarfirði. Útboðslýsingu og upp- drætti má sækja til teiknistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, Reykjavík. Tilboð í verkið skal komið til Raf- magnsveitunnar fyrir kl. 11,30 á hádegi, mánudaginn 9. þ. m. Rafmagnsvetta Reykjavíkur. Aðstoðarþvottaráðskonu vantar við Þvottahús Landsspítalans frá 1. september n. k. Um- sóknir, með upplýsingum um nám og störf, og meðmælum ef fyrir hendi eru, sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrri 15. ágúst næstkomandi. Upplýsingar um starf þetta gefur skrifstofa ríklsspitalanna og þvottaráðskona Landsspítalans. Reykjavík, 3. ágúst 1943. Stjórnarnefnd ríkisspítalanna. Flngferðirnar Reykjavík — Egilsstadir Flugferðirnar til Egilsstaða eru byrjaðar. Þennan mánuð verð- ur farið tvisvar í viku, þ. e. ÞRIÐJUDAGA og FÖSTUDAGA. Pantanir austanlands annast frk. Sigriður Jónsdóttir, Egils- stöðum. Nánari upplýsingar í skrifstofu vorri I Reykjavik. Flugfélag tslamls, H. F. Gistihúsíð á Laugarvatni hættir allri gréiðasölu til tjalda- fólks og ferðamanna frá 8. á- gúst, sökum viðgerðar á rafstöð skólans. Gtstlhússstjórmn. Kventöskur og veski mikið úrval. Verzlun H. T 0 F T Skólavörðustíg 5. Simi 1035. Tveir hestar rauðir að lit, hafa tapast. Ann- ar- hesturinn er dökkrauður. Mark blaðstýft aftan hægra og sýlt vinstra. Keyptur af Ágúst frá Miðey. Hinn hesturinn er fagurrauð- ur, með mikið fax, nýjafnað. Mark óvíst, líklega eitt undir- ben. Hvítur blettur undan ak- týgjaspaða á herðakambi. Ætt- aður frá Þorvaldseyri en seldur að Fróðholti á Rangárvöllum og var þar sennilega 7—8 ár. Báðir eru hestarnir stórir og fallegir, spakir og vanir vagn- hestar. Þeir, sem verða hestanna varir, annars eða beggja, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það strax undirrituðum símleið- is, gegn greiðslu fyrirhafnar. Þorsteimi Einarssoii, Brekku við Reykjavík. Sími 1554 eða 5826.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.