Tíminn - 06.08.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.08.1943, Blaðsíða 1
RrrsTJóni: ÞÓRARHSTN ÞÓRARINSSON. ÚTGKFANDI: FRAMSÓKNARFLOKK ORINN. PRENTSMTÐJAN EDDA hJ. Símar S948 og 3720. \ RITST„ \__.SKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargöta • A Elmar 2353 og 4373. AFGREIÐ8LA, ENNHKEMTA OG AUGLÝSENG ASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A Sími 2323. *7. árg. Reykjavík, föstndagiun 6. ágúst 1943 78. bla ð Endurbaetur stjórnskipulagsins er eitt stærsta framtiðarmálið Það verður þegar að heijast handa um nauðsynlega athugun og undirbúníng Þegar andstöðuflokkar Framsóknarflokksins hófu brölt sitt í kjördæmamálinu á fyrra ári, bentu Framsókn- armenn m. a. á, hversu heimskulegt væri að gera ófull- komna breytingu á einum þætti stjórnarskrárinnar, þegar nauðsyniegt væri að gera fullkomna endurskoðun og endurbót á henni allri. Þess vegna lögðu þeir til, að kjörin yrði sérstök nefnd, er ynni að þessu verki, aflaði sér fullkominnar þekkingar um erlendar fyrirmyndir og reynslu í þessum efnum, kynnti sér þær breytingar, er þar væru fyrirhugaðar, og gerði síðan frumdrætti að nýrri, fullkomnari stjórnartilhögun hins íslenzka lýð- veldis, er styddist jöfnum höndum við innlenda reynslu og staðhætti og farsæl eiiend fordæmi. Siimulcysi um uudirbiiuiugiim. Kristján \ Hansen Fyrir nokkru lézt einn af merkustu mönnum Skagafjarð- ar, Kristján Hansen vegaverk- stjóri. Sjá grein um hann á öðrum stað í blaðinu. r Iþrótta- og skemmti- svæði Reykjavíkur Sérstök nefnd, sem'var kjörin til þess fyrir nokkru að velja íþrótta- og skemmtisvæði Reykjavíkur, hefir nú skilað á- liti. Leggur hún til, að það verði í svokölluðum Laugardal eða umhverfis sundlaugarnar. Land- svæðið, er hún ætlar til þessara afnota, er um 95 ha. Á svæði þessu er skýlt í öllum áttum, landið er slétt og grasi gróið og jarðhiti við hendina. Nokkrar byggingar eru þar, er færa verður í burtu, og verður bærinn vitanlega að kaupa þær og ræktarlönd þau, sem þarna eru. í nefndinni, sem annaðist þetta mál, áttu sæti: Erlingur Pálsson, Jens Guðbjörnsson, Benedikt G. Waage, Sigmundur Halldórsson og Gunnar Þor- steinsson. Furðulegt verkíail á SígluSírði Furðulegt verkfall hófst hjá síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði i fyrrakvöld. Um 30 kyndarar, sem vinna hjá verksmiðjunum, sendu verk- smiðjustjórninni seint í fyrra- dag kröfu um kauphækkun og sögðust leggja niður vinnu eftir 2—3 klst., ef eigi yrði á þær fallist. Áður höfðu nokkrar um- ræður orðið um þessar kröfur, án þess að samkomulag Kefði náðst. Þegar verksmiðjustjórnin neitaði að fallast á kröfurnar, hófu kyndararnir verkfall kl. 9 í fyrrakvöld. Hefir ekkert verið unnið við verksmiðjurnar síðan. Kyndararnir eru ráðnir yfir sumarið með tveggja mánaða kauptryggingu og hefir verka- mannafélagið Þróttur jafnan samið fyrir þeirra hönd. Félag- ið hefir lýst verkfallið sér óvið- komandi. Hefir verksmiðju- stjórnin farið þess á leit við fé- lagið, að það kveddi kyndarana til vinnu eða leyfði þá verk- smiðjunum að ráða utanbæjar- menn til vinnu. Ekki var kunn- ugt um svar félagsins, er blaðið (Fran.h. á 4. síðu) Eins og kunnugt er, þá féll- ust hinir flokkarnir ekki á þess- ar tillögur Framsóknarmanna. Þeir hröðuðu af breytingu á kjördæmaskipuninni, er gerðu hana stórum lélegri en hún áð- ur var. Að því leyti var þó geng- ið til móts við Framsóknar- menn, að sett var á laggirnar nefnd, er athuga skyldi stjórn- arskrármálið, en starfssvið hennar þó ákveðið þannig, að vart er að vænta þess að hún framkvæmi það verk, sem hér þarf að vinna, nema Alþingi gefi henni fullkomnari fyrir- mæli. Frá þessari nefnd kom í vor frv. um nýja stjórrfarskrá, sem eigi felur í sér aðra breytingu en þá, að nafn lýðveldisforseta er sett í stað nafn konungs, þar sem það hefir verið i stjórnar- skránni. Var hæstiréttur áður búinn að vinna þetta verk fyrir tilmæli Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, því að rétt þótti að hafa slíka stjórnarskrá undirbúna, ef skyndilega þyrfti að ganga frá lýðveldisstofnun- inni. Þótt þetta stjórnarskrárfrum- varp, sem áðurgreind nefnd hef- ir gengið frá, verði samþykkt á næsta vetri, eins og nauðsyn- legt er til þess að ljúka lýðveld- isstofnuninni, er eftir sem áður jafnrík þörf fyrir fullkomna endurskoðun og endurbætur stjórnarskrárinnar — og jafn- vel enn ríkari en áður. Æ'Ssta valeíið Einmitt sú breyting, að æðsta valdið flytzt inn í landið, gerir það nauðsynlegt, að sá þáttur stjórnarskrárinnar, er um það fjallar, verði tekinn til ræki- legrar athugunar. Þótt það kynni að vera hyggilegt að á- kveða valdsvið konungs, eins og það er gert í núgildandi stjórn- arskrá, er næsta ólíklegt að rétt sé að ákveöa valdsvið forseta á sama hátt. Það er ekki sízt um þetta efni, er afla þarf vand- aðra upplýsinga um erlenda reynslu. Nokkuð hefir verið um það rætt, að okkur myndi henta ameríska fyrirkomulagið, þ. e. að forseti, en ekki þingið, skipi stjórnina, og hafi fram- kvæmdavaldið að mestu í sín- um höndum. Vitanlega hefir þetta fyrirkomulag sína kosti, en gallarnir eru líka margir, eins og gleggst sést nú í Banda- ríkjunum. Þar ríkir nú mesta ósamkomulag milli þingsins og forsetans, er m. a. hafa komið fram á þann hátt, að forsetinn hefir synjað að undirrita lög frá þinginu, þingið hefir stað- fest með tilskildum meiri- hluta lög, er forsetinn hefir neitað að undirrita (lög um hömlur gegn verkföllum), þing- ið hefir neitað um fjárveiting- ar til ýmsra dýrtíðarráöstafana, er forsetinn hefir borið fram o. s. frv. Þetta ósamkomulag fram- kvæmdavaldsins og löggjafar- valdsins virðist geta orðið mjög hættulegt. Enska fyrirkomulag- ið, sem undir langflestum kringumstæðum tryggir sam- vinnu löggjafarvaídsins og framkvæmdavaldsins, virðist hins vegar reynast mjög vel um þessar mundir. Það, sem margir virðast hall- ast að, er að láta forsetann ekki vera of valdalítinn, eins konar „toppfígúru“, en heldur ekki of valdamikinn, eins konar ein- ræðisherra. Hér getur orðið erfitt að sigla bil beggja. Vand- leg athugun erlendra fyrir- mynda ætti þar að geta oröið nokkur vegvisir. Kosninga- fyrirkoinulagið Annað atriði stjórnarskrár- innar, sem vandlega þarf að at- huga, er kosningafyrirkomu- lagið. Sennilega er hvergi í víðri veröld jafn óviturlegt og sundurleitt kosningafyrirkomu- lag og hér. Hér eru einmenn- ingskjördæmi, hlutfallskosn- ingar, uppbótarsæti. Slíkur hrærigrautur þekkist hvergi annars staðar og vafalaust eru hlutfallskosningar í tvímenn- ingskjördæmum met í flónsku- legri kosningatilhögun, þar sem slíkt fyrirkomulag getur gert þessi kjördæmi raunverulega áhrifalaus. Annars eru margir gallar núverandi kosningatil- högunar svo augljósir, að ó- þarft er að benda á þá. í þessum efnum er okkur á- reiðanlega bezt að treysta reynslu hinna stóru lýðræðis- þjóða, Breta og Bandaríkja- manna. Þessar þjóðir hafa allÞ- af fylgt því fyrirkomulagi, er hér hefir og þjóðlegastar ræt- ur, einmenningskjördæmunum. Kosningafyrirkomulagið hér er komið í það horf, að það er ekki þolandi til langframa, þótt seinasta breytingin taki út yfir allan þjófabálk, eins og áhrif hennar á starfshæfni þingsins hafa líka leitt í ljós. Þessi þátt- ur stjórnarkerfisins, sem ef til vill er líka sá mikilvægasti, þarfnast vissulega vandaðra endurbóta. Aukiit sjálfstjórn héraðaima. Eitt atriðið, sm taka þarf og (Framh. á 4. síðu) Á víðavangi HELZTU VÍGSTÖÐVAR BANDAMANNA Tíminn birti fyrir nokkru uppdrœtti af rússnesku vígstöðvunum. Hér birtast kort a) vígstöðvunum við Miðjarðarhaf og á Kyrrahafi. Lesendur blaðsins œttu að geyma þessa uppdrœtti til þess að geta glöggvað sig betur á hernað- aratburðum þeim, sem í vœndum eru. á aðaluppdrœttinum eru sýndar helztu borgir á Ítalíu og Sikiley, en á litla kortinu í horninu aðstaðan við Miðjarðarhaf. Möndulherirnir halda nú aðeins Messinahorhinu af Sikiley síðan Bandamenn tóku Cataníu. Uppdráttur þessi sýnir svœði það, þar sem nú er háð aðalbaráttan milli Japana og Bandaríkjamanna. Helztu stöðvar Japana á þessum slóðum er Truk, Rabaul og Munda á Nýju-Georgíu, sem er eyjaklasi vestur a) Salo- monseyjum. Bandaríkjamenn hófú nýlega sókn, sem stefnir að þvi að ná Munda á Nýju-Georgíu og Salamaua á Nýju-Guineu, SEINUSTU FRÉTTIR Rússar hafa tekið Orel og Bretar hafa tekið Cataníu Tveir merkir atburðir í styrj- öldinni gerðust síðastliðinn sól- arhring. Þjóðverjar . tilSynntu, að þeir hefðu hörfað úr Orel og Bretar tilkynntu, að áttundi herinn hefði tekið Cataníu. Orel er mjög mikilvægur bær frá hernaðarlegu sjónarmiöL Þangað liggja margar járn- brautir og talið er, að þaðan myndi Þjóðverjum hafa verið einna auðveldast að sækja til Moskvu. Þjóðverjar tóku Orel í- október 1941. Taka Orel mun mjög bæta aðstöðu Rússa til áframhald- andi sóknar, enda herma fregn- ir, að þeir ætli ekki að láta þar staðar numið. Næsta. takmark virðist vera að taka Bryansk. Eftir fall Cataníu er Messina eina stórborgin á Sikiley, sem enn er í höndum möndulherj- anna. En vörnin þar mun verða erfið, því að Bandamenn sækja þangað bæði með norður- ströndinni og austurströndinni. Möndulherirnir lögðu mikið kapp á að halda Cataníu og var því áttunda hernum teflt þar fram til sóknar. Hefir hann enn aukið við frægð sína. Aðalinnrásin verdur gerð irá Englandi ALGIER. — Elmar Davis yfir- maður upplýsingaskrifstofu Bandaríkjanna hefir sagt í út- varpi sameinuðu þjóðanna, að aðalinnrásin á meginlandið verði gerð frá Englandi. Hann sagði, að England væri ekki lengur „staður hetjulegrar varn- FORDÆMI ÞINGEYINGA. Páll Zophóníasson ráðunaut- ur hélt í vor nautgripasýningar í Húnavatnssýslum, Skagafirði, Eyjafirði og Suður-Þingeyjar- sýslu. í Eyjafirði voru sýning- arnar bezt sóttar, en lakast í Húnavatnssýslu. í Þingeyjar- sýslu voru sýningarnar og vel sóttar. Páll segir, að síðan sýningar voru seinast haldnar í þessum héruðum, hafi orðið mest fram- för í Eyjafirði. Hins vegar telur hann, að Suður-Þingeyingar eigi beztu kýrnar og hafi svo verið lengi, að þar væru jafn- beztar kýr á öllu landinu. Má þakka það löngu kynbótastarfi þeirra Þingeyinga. Það mun og almennt talið, að Suður-Þingeyingar eigi jafnbezt sauðfé, enda hafa þeir einnig verið brautryðjendur í kynbóta- starfi á því sviði. Telja kunn- ugir, að yrði lambakjöt flokkað eítir héruðum, myndi þingeyska kjötið seljast bezt á enskum markaði. Árangurinn af kynbótarækt þeirra Þingeyinga mætti verða öðrum landsmönnum til mikils lærdóms og. hvatningar. Það er ekki nóg að hugsa um höfða- töluna. Tuttugu góðir gripir geta gefið meiri arð en þrjátiu léleg- ir. Þetta hafa allt of margir bændur ekki gert sér nógu ljóst. Auknar kynbætur eru eitt af mikilvægustu framtíðarmálum landbúnaðarins. Talsvert hefir áunnizt, en meira er þó eftir. ÁDEILA Á HÆSTARÉTT. . Fyrir nokkru síðan er komið út smárit eftir Magnús Torfason sýslumann, er nefnist: Furðu- legur hæstaréttardómur. Rekur hann *■ þar dóm og afskipti hæstaréttar af landamerkjamáli í Árnessýslu, með rökvisi og röggsemi. Verður ekki annað sagt, að lestri loknum, en að hæstarétti virðist hafa verið næsta mislagðar hendur í máli þessu og því ekki vanþörf á, að það verði tekið upp að nýju. WILLKIE OG ÓLAFUR. Vísir er að segja frá því í gær, að sú framkoma Wendell Will- kies sé til stórrar fyrirmyndar, að hafa stutt Roosevelt, þótt hann hafi fallið fyrir honum í kosningum. Þetta er alveg rétt hjá Vísi. En væri það úr vegi, vegna þessa tilefnis, að Vísir athugaði framkomu Ólafs Thors við eft- irmenn sína í stjórnarráðinu. Hefir hann ekki látið blað sitt ráðast hvað eftir annað á Vil- hjálm Þór, sem þó hefir manna mest bætt úr afglöpum Ólafs, t. d. í olíumálinu? Væri það ekki fróðlegt fyrir Vísi, að bera þá saman, Willkie og Ólaf? SMÁSKEYTI TIL ANDSTÆÐ- INGA LANDBÚNAÐARINS. Úr bréfi frá bónda: Ég heyri ýmsa kaupstaðamenn vera að tala um það, að hætta eigi fram- leiðslu landbúnaðarvara og flytja inn kjöt, mjólk og smjör frá öðrum löndum, þar sem framleiðslan væri ódýrari. Hins vegar tala þeir ekki um það að flytja eigi hingað verkafólk frá löndum, þar sem kaupgjaldið er lægra. Víða annars staðar get- ur orðið atvinnuleysi eftir stríð- ið og þetta getur því orðið vel framkvæmanlegt. Mér finnst, að hinir góðu kaupstaðamenn, er vilja leggja niður landbúnað- inn, mættu líka brjóta heilann um þetta úrræði. ar“ heldur „miðstöð mikilla hernaðaraðgerða“. Þá sagði hann: Frá Englandi verður hafin sú innrás, sem mun sanna, að ekki síður en hægt var að sigra Sikiley. verður hægt að sigra „Evrópuríkið“. (Frá ame- ríska blaðafulltrúanum).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.