Tíminn - 06.08.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.08.1943, Blaðsíða 4
312 TÍHBCVN, föstndaglnn fi. ágiist 1943 78. MaíV Utanfarir lækna Fimm íslenzkir læknastú- dentar fara bráölega tii Banda- ríkjanna á vegum Rockeí'eller- stofnunarinnar;. Munu þeir starfa við sjúkrahús víðsvegar um Bandaríkin. Fjorir þeirra íá auk þess styrk, sem nemur 50 dollurum á mánuði, meðan þeir dvelja ytra. Rockefellerstofnunin veitti í fyrra í fyrsta sinn fimm slika vinnustyrki, en þeir eru til eins árs. Tveir af læknakandidötun- um, sem fóru í fyrra, þeir Krist- inn Jóhannsson og Oddur Ólafs- son, eru þegar komnir heim, en hinir veröa eitt ár enn við nám vestra. Þeir, sem fara að þessu sinni, eru þessir: Hannes Þórarinsson, verður í Minneaþolis. Haukur Kristjánsson, verður í Richmond, Virginia. Sigmundur Jónsson, verður i Durham, Norður-Carolina. Stefán Ólafsson, verður í Madison, Wisconsin. Oddur Sigurðsson, vrður í Durham, Norður-Carolina. Prófessor Niels Dungal veitir styrki þessa fyrir hönd Rocke- fellerstofnunarinnar. Götunöfní Reykjavík Á fundi bæjarráðs 29. f. m. voru lagðar fram tillögur próf. Ólafs . Lárussonar, háskólarit- ara Péturs Sigurðssonar og dr. Einars Ól. Sveinssonar, um nöfn á nýjum götum í Rauðar- árholti, suðurhluta Norðurmýr- ar og í Langholti. Tillögurnar eru þessar: Rauðarárholt: Gatan, sem liggur frá Stór- holti að Kringlumýrarvegi, samhhða Suðurlandsbraut, heiti Skipholt. Gatan samhliða Skip- holti milli hennar og Suður- landsbrautar heiti Brautarholt. Göturnar frá Suðurlandsbraut að Skipholti, talið frá vinstri, heiti Hörgsholt, Vallholt og Stúfholt. Gatan, sem liggur til austurs frá Stúfholti, heiti Kols- holt. Suðurhluti Norðurmýrar: Gatan, sem liggur hornrétt af Miklubraut að Reykjanesbraut, milli Miklubrautar og Engihlíð- ar, heiti Eskihlíð, en gatan milh Eskihlíðar og Engihlíðar heiti Mjóahlíð. Gatan, sem liggur frá Háteigsvegi að Reykjanesbraut, heiti Reykjahlíð, og gatan, sem liggur í framhaldi af Nóatúni, frá torgi við Háteigsveg, heiti Langahlíð. Langholt: Gata, sem liggur næst fyrir vestan Langholtsveg og sam- hliða honum, frá Kleppsvegi, heiti Hjallavegur, og næsta gata þar fyrir vestan, samhliða Hjahavegi, heiti Kambsvegur. Tillögurnar voru samþykktar. Furðulegt verkfall. (Framh. af 1. síðu) átti tal við Siglufjörð í gær- kveldi. Kyndararnir hafa hærra kaup en aðrir óbreyttir starfsmenn verksmiðjanna. Allmikil síld var í þrónum, er verkfallið hófst, og búizt við, að hún eyðileggist, ef það stendur lengi. Öllum skipum hefir orðið að beina til annara staða síðan verkfallið hófst og veldur það sjómönnum miklu tapi og óþæg- indum. Það þarf vart að taka fram, að þetta fantabragð kyndar- anna mælist mjög illa fyrir. Er ekki sizt hættulegt fyrir verka- lýðsfélögin sjálf, ef einstökum hópum manna innan þeirra, tekst að hafa að engu samninga þeirra við atvinnurekendur. Tiltrúin til félaganna hverfur þá og mætti þeim vel vera ljóst, hvaða afleiðingar það getur haft. ÚTSKORIN VEGGHILLA tll sýnls og sölu áThorvaldsensbazar Austurstræti 4. fhff——i— ■ m GAMLA KTAt—m— 1 i Veðreíðar (Sporting Blood). ROBERT YOUNG, MAUREEN O’SULLIVAN m . Sýnd kl. 7 og 9. ÓVÆNTUR FRÆNDI (Unexpected Uncle). ANNNE SHIRLEY, JAMES CRAIG. <m mm m>m mm i» m ffmmmmrn m m JA BÍÓ nmiwmmmm m Sonur refsi- nornarinnar (Son of Fury). Söguleg stórmynd með GENE TIERNEY, TYRONE POWER. GEORGE SANDERS. Bönnuð börnum jmgri en 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ameríkumenn eru fyrir nokkru byrjaðir að framleiða bifreiðar, sem geta farið jafnt um láð og lög. Hér sjást þrjár slíkar bifreiðar vera á sjó úti. ú R BÆNUM Endurbætur Knattspyrnumót Reykjavíkur hóíst í fyrrakvöld. í’ram vann K. R. með 6:2 mörkum. Á Islandsmótinu í vor tapaði Fram fyrir K. R. Nú iiaíði Pram mikla yfirburði. Drengjamóti Ármanns er nýlokið. Keppendur voru frá Ár- manni, I. R. og K. R. og Fimleikafélagi Haínarfjarðar. Margir efmlegir ung- lingar tóku þátt í mótinu. tíigursæl- astur varð hlauparinn Fmnbjörn Þor- valdsson úr I. R. Er hann nýiluttur hingað frá ísafirði. Hann fékk 11 stig. Sveit K.R. setti nýtt drengjamet í ÍOUO m. boðhlaupi á 2:13.0 mín. Svikna drengskapar- heltið. (Framh. af 2. siðu' kannske ekki hærra en það. En þessu er ekki eins farið með samvinnumenn, er hafa mótast í ööru andrúmslofti. Þess vegna gat Pétur á Gautlöndum sagt hin frægu orð: Mér hefir aldrei orðið að slysi að treysta mönn- um. Menn með reynslu og lífs- skoðun Péturs líta öðruvísi á drengskaparheit en þú. Þegar þeim verður það að slysi, að treysta drengskap annara, verð- ur þeim það ekki aðeins eftir- minnilegt. Þeir telja sér einnig skylt að láta ekkert ógert til að hipdra það, að þeir eða aðrir verði aftur fyrir slikum slysum, því að fari slik slys að verða tið, er siðferði og stjórnarfar þjóð- arinnar komið á það stig, að skammt er til glötunarinnar. Þess vegna skaltu ekki ætla það, Ólafur Thors, að heitrof þitt sé gleymt. Meðal Framsókn- armanna bætir það heldur ekk- ert fyrir þér, þótt verknaður þinn yrði ekki flokknum til eins mikillar bölvunar og þú ætlaðir upphaflega. Þér verður ekkert frekar fyrirgefið fyrir það. Það er ekki hægt að fyrirgefa þér, nema á kostnað réttlætis og drengskapar. Ef þér eða öðrum eiga að haldast uppi drengskap- arbrot í opinberu lífi, þá má hætta að tala um siðgæði í landinu. Þú heldur að þú sért stór maður í dag, Ólafur Thors. Þú heldur að þér leyfist dreng- skaparbrot, án þess að vegur þinn minnki nokkuð. Þú sérð í anda hópinn, sem Jóhann Haf- stein safnaði saman 17. júní til að hylla þig eins og foringjann. En það var ekki þjóðin, ekki einu sinni Sjálfstæðisflokkur- inn. Þjóðin á eftir að rumska og rísa, heimta betra hátterni af forráðamönnum sínum, meiri ábyrgðartilfinningu, meiri drengskap. Þessi vakning mun og ná til Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að má af sér brennimarkið, sem þú hefir sett á hann. Sú tíð kemur, að hann mun skipa til forustu mönnum, sem andstæðingarnir þora að treysta í samningum. Óáran sú, sem nú ríkir í íslenzk- um stjórnmálum, á eftir að víkja inn í móðu fortíðarinnar fyrir nýrri og bættri stjórnar- menningu. Það eina, sem þér gæti þá tilheyrt, 'væri að vera einskonar nátttröll liðinnar ó- aldar til viðvörunar þeim, sem annars kynnu að hrasa. Þ. Þ. Lesendur! Vekið athygll kimningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Tlmann. Skrifið eða simið tll Tímans og tilkynnið honum nýja áskrií- endur. Simi 2323. stjórnskipulagsins. (Framh. af 1. síöu) til vandlegra athugunar, er aukin sjálfstjórn héraðanna. Sú þróun, að öll sjálfstjórn, er hér- uðin hafa haft,sé méira og meira dregin í hendur ríkisvaldsins í Reykjavík, er vissulega vafasöm. Það, sem sennilega hefir reynzt bezt í stjórnarkerfi Bandaríkj- anna, er sjálfstjórn fylkjanna. Með þessu fyirkomulagi eru völd almennings raunverulega aukin, betur er hugsað um mál- efni þeirra, sem fjarlægari eru miðstöð stjórnarkerfisins og málefnum er yfirleitt meira framfylgt af alúð og þekkingu. Víða um land er vakandi á- hugi fyrir þessu. Nýlega hafa t. d. Múlasýslur, Seyðisfjarðar- kaupstaður og Norðfjarðar- kaupstaður, kosið nefnd til að vinna að sameiginlegum mál- efnum þessara staða. Sennilega verður Austur-Skaftafellssýslu boðin þátttaka í nefndinni. Ef þessi samtök reynast vel, getur þar myndazt vísir að stjórnar- kerfi, er annast ýms heimamál, er nú falla undir ríkisvaldið. Það virðist t. d. eðlilegt, að fleiri héruð sameinuðu sig um slíka stjórn, þar sem skilyrði til þess eru fyrir hendi. Nýlega hélt ungur hagfræð- ingur því fram í útvarpserindi, að ráðið til a^ bæta stjórnar- kerfið væri aukið vaid embætt- ismanna. Nefna má tvö dæmi, þar sem aukið vald héraðanna myndi áreiðanlega gefast betur en aukið vald embættismanna, búsettra í höfuðstaðnum. Vega- málastjóri hefir verið valda- mikill í vegamálaframkvæmd- um og hann er í röð betri em- bættismanna. Þó virðist vega- vinnan víða í hálfgerðu ólagi. Það er næsta líklegt að betra lag væri á þessum framkvæmd- um, ef héraðsstjórnir önnuðust um þær. Landlæknir hefir verið ráðamikill í heilbrigðismálum, en þó eru mörg héruð læknis- laus. Myndi það vera þannig, ef héröðin sjálf ættu að ann- ast útvegun þeirra og ráðningu? Það mun vitanlega verða erfitt að ákveða mörkin milli sjálf- stjórnar héraöanna og yfir- stjórnar ríkisvaldsins. Þess vegna krefst þetta mál góðrar athugunar og samráðs kunnugra manna. Undirbnningsstarfið má ckki clragast lengur Hér hafa aðeins verið nefndir örfáir þættir í stjórnarskipu- laginu, er þarfnast rannsóknar og endurbótar. Margt fleira mætti nefna. Það má ekki ollu lengur svo ganga, að ekki sé hafizt handa um þessa undirbúningsvinnu. Hún hlýtur að taka alllangan tíma, því að ekki þarf aðeins að safna gögnum, heldur verður einnig að reyna að finna grund- völl, er sem flestir geta sam- einazt um. Alþingi, sem bráðum kemur saman, verður að hlutast til um, að núverandi stjórnarskrár- nefnd eða önnur nefnd, sem til þess væri kjörin, hefjist handa um undirbúning nýrrar stjórn- arskrár. Nefndin þyrfti senni- lega að ráða sér fastan starfs- mann, er annaðist söfnun upp- lýsinga og önnur dagleg störf. Fátt er mikilvægara en að stjórnskipulagið sé eins vandað og fullkomið og framast er auð- ið. Þess vegna má ekki sýna tómlæti í þessu máli. STÚLKA óskast í vist nú þegar eða með haustinu.. GOTT KAUP! Gnðrn. Tryggvason, Meðalholti 15. (Simi 5564) j (Einnig til viðtals í skrif- j stofu Timans, sími 2353). j Aðalftmdni*. (Framh. af 2. síðu) heimilisiðnaðar, kynnisferða, búreikningahalds og raforku- leiðbeininga. Auk þessa var og lagt fé til sauðfjárræktarbúss- ins á Svanshóli og útgáfu árs- rits sambandsins. Má af þessu marka, að félagið hefir mörg járn í eldinum og lætur til sin taka alhliða framfaramál á sambandssvæðinu. Mun þó hörgull á fé þröskuldur í vegi þess, að það megi meiru áorka til hagsbóta. Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkjubóli flutti á fundinum erindi um samvinnu i sveitum, einkum um búrekstur, og hóf mál sitt á snjöllu kvæði. Var ræða hans öll mjög gerhug- ul. — Jón H., Fjalldal, bóndi á Mel- graseyri, hélt undir fundarlok ræðu um þjóðlega prýði heim- ila, utan húss og innan. Talaði hann meðal annars um hús- gögn á sveitabæjum og skrúð- garða. Sem mörgum er kunnugt, er heimili Jóns sjálfs, Melgraseyri, frábært að snyrtimennsku allri og prýði, svo að til fyrirmyndar er hvar á landinu sem er. Getur Jón því gilt úr flokki talað. Um þann þátt íslenzkrar sveitamenningar hefir einmitt verið allt of hljótt og mikils til of lítið um hann skeytt. Það er ekki síður nauðsynlegt, að heimilin séu fögur og hlýleg, bæði hið ytra og innra, en að þau séu björt og hlý. Skár þó ekk-i of lítið gert úr því atriði. 1 / Búnaðarþættir (Framh. af 3. síðu) í það góðri rækt, að ekki þurfi að heyja á reitingsengjum, þar sem maðurinn losar ekki nema 3—4 hestburði á degi hverjum, þótt duglegur sé. En hvernig verður þessu marki fljótast náð? Getum við náð því það fljótt, að kostnaðurinn við framleiöslu landbúnaðarvar- anna verði kominn það langt niður í ófriðarlokin, að við þol- um að selja vörur okkar fyrir sama verð og aðrar þjóðir þá gera? Finnur Búnaðarfélags- nefndin leið til þess? Eða eig- um við að taka fram fyrir hend- ur einkafr^mtaksins og láta það opinbera umbæta jarðirnar á fáum árum. Láta það opinbera slétta og rækta rúnin, svo að þau verði öll í góðri rækt, öll vélslæg og ekkert þeirra gefi af sér minna en 500 'hesta heys, sem bóndinn getur heyjað við annan mann með aðstoð hey- vinnuvéla og hesta? Þetta er hægt á skömmum tíma, en það kostar peninga, vinnu, stórvirk- ar vélar og mikil áburðarkaup. (Framhald) • * DraglS ektl lengur aC geraut áskrlfendur »5 Dvöl, þessu sérrtseC* timaritl 1 ialenzkum bókmenntum. — Ykkur mun þykja vsent um Dvöl, og þvf veenna um hana aem þlO kynniat haaal betur. FÉLAGAR KAUPFÉLAGS KRÓKSFJARÐAR! Innilegustu þakkir til ykkar allra, sem sýnt hafið mér vinahug og virðingu með þvi að gefa mér mjög verðmœta merka gjöf l tilefni þess að ég lét af störfum við kauvfé- lagið um siðastliðin áramót. Guð blessi ykkur alla l samstarfi og samhug \ JÓN ÓLAFSSON Króksfjarðarnesi. Tílkynníng um at vinnuley sisskr áningu. Hér með tilkynnist, að atvinnuleysisskráning, sam- kvæmt ákvörðun laga nr. 57 frá 7. maí 1928, fer fram á Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Bankastræti 7 hér í bæ, dagana 4., 5. og 6. ágúst þ. á., og eiga hlut- aðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögum að gefa sig þar fram á afgreiðslutímanum kl. 10—12 fyrir hád. og 1—5 eftir hád. Reykjavík 4. ágúst 1943. ISorgarstjórinn í Reykjavík. The World’s News Seen Through THE CHRISTJAN SCIENCE MONITOR An International Daily Newspaper ii Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Homc. The Christjan Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $ 12.00 Yearly, or $1.00 a Month. SsrurcLy Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cenu. Neuo--------------------------------------------- Addnwa- SAMPLB COPY ON REQUEST ÚTSÖLUSTARIR TtMANS I REYKJAVlK Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 .................. Sími 2260 Þorsteinsbúð, Hringbraut 61.......................... — 2803 Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ..................... — 5395 Leifskaffi, Skólavörðustíg 3 ........................ — 2139 Bókaskemman, Laugaveg 20 B......................... Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu .......................... — 5325 Söluturninn, Hverfisgötu ............................ — 4175 Sælgætisbúðin Kolasundi ........................... Verzlunin Ægir, Grófinni........................... Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ....... — 1336 Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstræti 6 ............... — 3158 Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 ...................... — 1764 Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29 .................. — 1916 Gleymið ekki að borga T í m a n n. Áskriftargjald Tínians utan Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar er kr. 30.00 árgangur- inn. Egill Sigurgeirsson hæstaréttarmálaflutnlngsmaSur Austurstræti 3 — Reykjavík Útbreiðið Tímann!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.