Tíminn - 17.08.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.08.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ; | ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. j S ÚTGEFANDI: } IFRAMSÓKNARFLOKKURINN J ) PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar- 3948 og 3720. j. RITST JÓR ASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 27. árg. Reykjavík, þriðjndaginii 17. ágiist 194-3 81. blað Araiignrinn af starfi sex-mamia nefndariimar: Dr. B. J. Brandson Hinn kunni Vestur-íslending- ur, Dr. B. J. Brandson, var ný- lega kjörinn heiöursfélagi í læknafélaginu í Winnipeg. Hef- ir Dr. Brandson fyrir löngu unniö sér viðurkenningu sem einn færasti læknir þar um slóð- ir, enda var látið svo ummælt, þegar honum var afhent heið- ursskjalið, að meðan hann hefði verið kennari við háskólann og læknir við aðalspítalann þar, hefði ef til vill einhver komizt álika langt í virðing og vinsæld- um, en enginn frainar. Dr. Brandson hefir alltaf ver- ið þjóðræknismálum íslendinga mikil stoð og stytta. Hefir það verið íslendingum þar vestra mikill styrkur að eiga slíkan mann sem hann í sínum hópi. Ný launalög í und- kbúníngi Verða all'ar uppbælur Q yj staðl estar? I Samkvæmt beiðni fjármála- ráðherra hafa þingflokkarnir tilnefnt einn mann í nefnd til að athuga uppkast að nýjum launalögum fyrir opinbera starfsmenn. Auk fulltrúa flokk- anna eru í nefndinni tveir menn frá Bandalagi opinberra starfsmanna og einn frá fjár- málaráðherra og er hann for- maður hennar. Nefndin er þannig skipuð: Magnús Gíslason skrifstofu- stjóri (frá fjármálaráðherra), Andrés G. Þormar gjaldkeri og Guðjón B. Baldvinsson skrif- stofumaður (frá Bandalaginu), Sigurvin Einarsson kennari (frá Framsóknarfl.), Guðjón Guð- jónsson skólastjóri (frá Alþýðu- flokknum), Hlöðver Sigurðsson skólastjóri (frá Sósíalistafl.) og Jakob Möller (frá Sjálfstæðis- flokknum). Eftir því, sem blaðið hefir frétt, mun yfirleitt gert ráð fyr- ir því í uppkasti fjármálaráð- herrans, að staðfesta flestár eða allar þær launauppbætur, sefn hafa komizt á síðari árin, þar á meðal 30% launauppbótina, er veitt var á síðasta ári og end- urnýjuð var fyrir þetta ár á seinasta Alþingi. Alþingí kemur saman 1. sept. Ríkisstjóri íslands hefir til- kynnt, að Alþingi íslendinga eigi að koma saman til fram- haldsfunda miðvikudaginn 1. september klukkan 2 eftiT há- degi. * Eínníg samkomulag um framleíðslukostn- aðarvísítölu landbúnaðaríns Þess má nú vænta, að deilan milli bænda og launþega um hlutfallið milli afurðaverðs og kaupgjalds, sé leyst. Nefnd sú, er seinasta Alþingi ákvað að leitast skyldi við að finna samkomulag um þessi mál, hefir skilað áliti sínu og orðið sammála um það. Að öðru leyti hefir ekkert frekara verið birt um niður- stöður nefndarinnar, þar sem álit hennar er til athug- unar hjá ríkisstjórninni. En þess má fastlega vænta, að það sé þannig úr garði gert, að hlutaðeigendur megi vel við una, og mætti telja það til beztu tíðinda um langt skeið. Deilan um þessi mál hefir lengi staðið lausn dýr- tíðarmálsins fyrir einna mestum þrifum og einnig haft óheppileg áhrif á gang fleiri stórmála. í dýrtíðarlögunum, sem sein- asta Alþingj samþykkti, var starfssvið nefndarinnar ákveð- ið eins og'hér segir: „Skipa skal sex manna nefnd, er finni grundvöll fyrir vísitölu framlaiðslukostnaðar landbún- aðarafurða, er fara skal eftir við ákvörðun verðs landbúnaðaraf- urða, og hlutfall- milli verðlags landbúnaðarvara og kaupgjalds stéttarfélaga, er miðast við það, að heildartekjur þeirra, er vinna að landbúnaði, verði i sem nán- ustu samræmi við tekjur ann- arra vinnandi stétta. Skal i því sambandi tekið tillit til þess verðs, sem fæst fyrir útfluttar landbúnaðaraíurðir. Nefndin skal skipuð hagstofu- stjóra, og sé hann íormaður nefndarinnar, forstöðumanni búreikningaskrifstofu ríkisins, tveim mönnum eftir tilnefn- ingu Búnaðarfélags íslands, ein- um eftir tilnefningu Alþýðu- sambands íslands og einum manni tilnefndum af Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæjar- félaga. Nú verður nefndin sammála um vísitölu framleiðslukostnað- ar landbúnaðarafurða og hlut- fall milli verðlags á landbúnað- arafurðum og kaupgjaldi stétt- afélaga, og skal þá verð á land- búnaðarafurðum ákveðið í sam- ræmi við það, meðan núverandi ófriðarástand helzt. Þó er ríkis- stjórninni heimilt að ákveða lægra verð á einstökum vöru- tegundum gegn framlagi úr rík- issjóði. Nefndin skal ljúka störfum og skila áliti til ríkisstjórnarinnar fyrir 15. ágúst 1943.“ Samkvæmt fyrirmælum þessa ákvæðis dýrtíðarlaganna tóku sæti í nefndinni Þorsteinn Þor- .steinsson hagstofustjóri, Guð- mundur Jónsson kennari á Hvanneyri, sem er formaður bú- reikningaskrifstofunnar, Stein- grímur Steinþórsson búnaðar- málastjóri og Sigurjón Sigurðs- son bóndi I Raftholti, tilnefndir af Búnaðárfélagi íslands, Guð- mundur Guðmundsson hagfræð- ingur, tilnefndur af Bandalagi opinberra starfsmanna, og Þor- steinn Pétursson, tilnefndur af Alþýðusabmandi íslands. Nefndin tók strax til starfa og aflaði sér margvíslegra upp- lýsinga varðandi þessi mál. Á- liti sínu skilaði hún til ríkis- stjórnarinnar síðastliðinn laug- ardag og hafði hún þá náð fullu samkomulagi um þau mál, sem hún átti að fjalla um, þ. e. hlut- fallið mili afurðaverðs og kaup- gjalds og framleiðslukostnaðar- vísitölu landbúnaðarins. Ríkisstjórnin hefir nú álit nefndarinnar til athugunar og getur hún nú, samkvæmt áður- greindu lagaákvæði, fest verð- lagið í samræmi við kaupgjald eftir tillögum nefndarinnar. Verðlagið hækkar þó samkvæmt vísitölunni, ef kaupgjald eða aðrir kostnaðarliðir landbúnað- arins aukast. Um það verður ekkert sagt á þessu stigi, hvernig endanlegar niðurstöður nefndarinnar munu mælast fyrir hjá hinum einstöku hagsmunaaðilum, þar sem þær eru enn ekki kunnar. En þess ber að vænta, að þeim verði vel tekið. Engin <*getur sagt um, hver bera myndi endanlega meira úr býtum, ef togstreita sú, er ríkt hefir í þessum efn- um, héldi áfram, en víst er það, að hún gæti haft hinar háska- samlegustu afleiðingar, þar sem af henni myndi hljótast aukin dýrtíð og verðbólga. Allir hugsandi menn hafa á- reiðánlega vænzt þess, að nefndin næði samkomulagi um þessi mál, þvi að með því móti væri ^ögð mikilvæg undirstaða viðreisnar í dýrtíðar- og fjár- hagsmálunum. Togstreitan um þessi mál hefir einmitt verið einn versti þrándurinn þar í vegi, og hefir auk þess haft spillandi áhrif á margt fleira í sambúð hinna vinnandi stétta landsins, sem þurfa að geta unnið saman, ef málefni þjóð- arinnar eiga að leysast á æski- legastan hátt. Tvær árásir her- manna á konur Nýlega hafa blaðinu borizt fregnir utan af landi um tvær árásir hermanna á konur. Fyrri árásin var á Seyðisfirði fyrir rúmum mánuði síðan. Réð- ist hermaður þar á konu, fleygði henni niður og barði til óbóta áður en henni barst hjálp. Ekki mun hafa náðst i sökudólginn. Síðari árásin var í Mosfells- sveitinni síðastl. sunnudags- kvöld. Kona frá Úlfarsá, er var á leið heim til sín frá Lamb- haga, varð fyrir árás hermanns og hlaut nokkura áverka. Mað- ur hennar, sem sá að henni var veitt eftirför, kom henni til hjálpar, en þá lagði hermaður- inn á flótta. Lögreglunni tókst síðar að handsama hann. Mynd þessi er aj einu nýjasta orrustuskipi Breta, Howe, sem talið er af ýms- um traustasta herskip, er byggt hefir verið. Það er 35 þús. smál. og hefir tiu 14 þuml. fallbyssur og sextán 5,25 þuml. fallbyssur. Það hefir fjórar orr- ustuflugvélar á þilfari. Þótt gildi annarra herskipategunda, einkum flug- vélaskipa, hafi aukist hlutfallslega í þessari styrjöld, byggjast þó yfirráðin d* heimshöfunum enn á orrustuskipunum. því að í stórum sjóorrustum liafa þau ennþá mest að segja. Erlent yfirlit 17. ágúst: Leikslok á Sikiley Loftsóknin g'egn ftalíu er undanfari innrásar. Samkvæmt seinustu fregnum frá Sikiley hraða nú Þjóðverj- ar för sinni til strandar og hafa hætt vörninni á flestum vig- stöðvum. Virðist það nú kapps- mál þeirra að koma sem mestu af liði sínu og hergögnum yfir Messínasund til ftalíu og hafa þeir til þess fjölda smáskipa. Bandamenn halda uppi stöðug- um árásum á flutninga þeirra, einkum úr flugvélum. Getur það ekki dregizt nema örstutt úr þessu, að styrjöldinni ljúki á Sikiley. Jafnhliða sókninni á Sikiley hafa Bandamenn undanfarið haldið uppi miklum loftárásum á ítalskar borgir. Tjón er talið gífurlegt. Þó kann. það að vega meira, að loftárásir virðast mjög lama viðnámsþrótt almennings. Má vel marka það af því, að ítalska stjórnin hefir nú lýst Róm óvíggirta og þýzka útvarp- ið heíir sagt frá því, að páfa- ríki væri nú yfirfullt af flótta- mönnum. Loftárásir Bandamanna á Ítalíu benda hiklaust til þess, að næsta markmið þeirra sé að ráðast inn í Ítalíu. Loftárásirn- ar eru undanfari innrásarinnar. Á þessu stigi verður engu um það spáð, hvernig innrás á Ítalíu rnuni heppnast Banda- mönnum. Veltur þar mjög á viðnámsþrótti ítala og þó eink- um því, hversu miklu Þjóðverj- ar vilja fórna til varnarinnar. Aðstaða til varnar er á ýmsan hátt góð á Ítalíu. Mestallt mið- bik Ítalíuskagans er hálent og allar helztu landleiðir með ströndum fram. Eru þar víða góð aöstaða að tefja fyrir fram- sókn innrásarhers, án mikils liðsafla. Innrás í Ítalíu getur því orðið Bandamönnum kostnað- arsöm. Fregnir frá Ítalíu virðast benda til þess, að Þjóðverjar hafi nú raunverulega tekið þar her- stjörnina í sínar hendur. Háfa þeir unnið aö því að koma sér upp varnarvirkjum víða um landið og bendir það til þess, að þeir ætli sér ekki að reyna að verjast til þrautar fyrst um sinn, heldur að tefja fyrir Bandamönnum. Þó má telja víst, að Þjóðverjar geri sitt ítrasta til að halda Pódalnúm, sem er frjósamasti hluti ítaliu. Missir Sikileyjar er þungbær fyrir ítali að því leyti, að það- an hafa þeir fengið mikið af landbúnaðarvörum. Má búast við miklum matvælaskorti á ít- alíu á komandi mánuðum, en Þjóðverjar munu lítt hirða um það. Þeir munu telja sér hag í því, að ítalir verði sem mest þurfandi fyrir hjálp Banda- manna, þegar styrjöldinni lýk- ur þar. Hins vegar mun skortur- inn hjálpa til þess, að viðnáms- þróttur ítala bresti sem fyrst og lendi þar allt í stjórnleysi og öngþveiti, getur það orðið vörn- um Þjóðverja alvarlegastur hnekkir. Sú aðferð Þjóðverja, að reyna að þvælast fyrir Bandamönnum, án þess að þurfa að færa stórar fórnir, — en þannig hafa þeir hagað sér á Sikiley, — virðist benda til þess, að þeir séu orðnir vonlausir um sigur í styrjöld- inni, en geri sér hins vegar von um einhverja undankomu frá algerum ósigri, ef þeir geta haldið út sem lengst. Þess vegna reyna þeir nú að komast hjá öllum stórum viðureignum og spara flugher sinn sem mest. Hefir hann t. d. lítið haft sig í frammi á Sikiley. Vonir þessar byggja Þjóðverjar m. a. á því, að næstu árin hljóta Bandarík- in að beita sér meira og meira gegn Japönum og ef til vill get- ur komið upp kurr milli Banda- manna og Rússa. Fyrir Bandamenn er ávinning- urinn við það að ná Ítalíu þessi: Bætt aðstaða til árásar á iSn- aðarver Þjóðverja í Austurríki og Tékkóslóvakíu, en þangað hafa Þjóðverjar flutt mikið af hergagnaiðnaði sínum seinustu árin, og bætt aðstaöa til inn- rásar i Suður-Frakklandi og á Balkanskaga. Síðast en ekki sízt er hinn siðferðilegi ávinningur, er fellst í aukinni trú á sigur Bandamanna og minnkandi trú á sigur Þjóðverja, en sú myndi verða niðurstaðan af uppgjöf Ítalíu. Hins vegar dregur það nokkuð úr þessum ávinningi, að Bandamenn verða að sjá ítölum fyrir ýmsum vistum og yrði það erfiðara en ella, ef t. d. Þjóð- verjar eyðileggðu eða rændu ít- alska kaupskipaflotanum. Þessi erfiðleiki myndi þó ekki vega neitt verulega á móti þeim á- vinningi, sem það er fyrir Bandamenn að ná Ítalíu. Seinustu fréttir Sókn Rússa færist stöðugt i aukana. Her þeirra gerir nú stöðugar árásir á úthverfi Kar- kov. Á Bryanskvígstöðvunum hafa þeir tekið Karatsev, sem talið var öflugasta vígi Þjóð- verja þar. Virðast þeir nú stefna að því að umkringja Briansk. Churchill er nýkominn vestur um haf. Munu þeir Roosevelt halda fund með sér i Kanada. A víðavangi EINHUGURINN í SJÁLF- STÆÐISFLOKKNUM. Morgunblaðið lætur mjög af dví í seinasta Reykjavíkurbréfi sínu, að sterkur einhugur ríki i Sjálfstæðisflokknum og alveg sérstök ánægja með foringjann, Ólaf Thors. Bæj arstj órnarkospingarnar og Dingkosningarnar á fyrra ári báru vissulega ekki merki um pennan einhug. í bæjarstjórn- arkosningunum gengu Sjálf- stæðismenn klofnir til leiks á ísafirði og Akureyri og í þing- kosningunum i Reykjavík. í nær öllum sveitakjördæmum tapaði Sjálfstæðisflokkurinn stórlega frá því 1937 . Allur Bænda- flokkurinn gekk til þurðar og 1000 atkvæði betur. Á þingi í vetur kom ekki heldur fram þessi einhugur í Sjálfstæðisflokknum. Flokkur- inn var tvíklofinn í dýrtíðar- málinu, stærri parturinn vill leysa málið á kostnað bænda einna. í rafmagnsmálinu barðist Morgunblaðið hatramlega gegn Ingólfi Jónssyni og Jóni Pálma- syni, er fylgdu þar stefnu Fram- sóknarflokksins. Þannig mætti lengi telja. Einhugann í Sjálfstæðis- flokknum má þó gleggst marka á afstöðunni til íaúverandi rík- isstjórnar. Vísir styður hana ákaft, en Morgunblaðði notar öll tækifæri til að gera lítið úr henni. Ánægjuna með foringjann má bezt marka á því, að enginn Sjálfstæðismaður hreyfði minnstu mótmælum, þegar rík- isstjóri, andstætt þingræðis- venjum, sparkaðl honum úr stjórnarsessi og lét ópólitíska stjórn fá völdin. Samkvæmt þingræðisvenjum átti Ólafur að lafa áfram þangað til Alþingi hafði myndað nýja stjórn. Rík- isstjóri áleit það ófært og öll þjóðin — Sjálfstæðismenn ekki undanskildir, þegar Thorsfjöl- skyldunni er sleppt — var hon- um innilega sammála um það. Svo ætlar Morgunblaðið aö telja fólki trú um, að Sjálf- stæðismenn séu alment ánægðir með slíkan mann fyrir foringja. BROSLEGIR TILBURÐIR ALÞÝÐUBIAÐSINS. Aiþýðublaðið er að gera að umtalsefni skoðanir einstakra manna innan Framsóknar- flokksins á hinn broslegasta hátt. Blaðið talar t. d. um það eins og einhverja nýjung, að Ey- steinn Jónsson benti á það í grein í Tímanum fyrir skömmu, að vinnandi framleiðendur við sjóinn ættu að fylkja sér með framleiðendum sveitanna. Ey- steinn Jónsson hefir á undan- förnum árum hamrað meira á þessu en nokkur annar maður og má þar skírskota til greina, er hann reit í Tímann um þessi mál á fyrra ári. Óvíða er þessi samvinna líka komin betur á veg en í kjördæmi hans. Engu síður broslegt er það, þegar Alþýðublaðið er að tala um, að Hermann Jónasson hafi „snúizt“ í skilnaðarmálinu, þar sem hann sé fylgjandi sam- bandsslitum á næsta ári. Þegar ágreiningur varð um þetta mál í Framsóknarflokknum á sínum tíma, mótaði H. J. einmitt þá stefnu, sem flestir hafa nú sam- einast um. Hann vildi þá fresta skilnaðinum við Dani, unz það væri samrýmanlegt sambands- lögunum. Það var þá hin „hæg- faraleið" í málinu, en „hrað- faraleiðin" var að skilja við Dani þá þegar. Eftir næstu ára- mót er uppsögn sambandslag- anna leyfileg samkvæmt ákvæð- um þeirra sjálfra og sambands- slit geta þá orðið á hinn lög- formlegasta hátt. Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson hafa því ekki breytt (Framh. á 4. siðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.