Tíminn - 17.08.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.08.1943, Blaðsíða 3
81. blað TÍMEVTV, þriðjndagiim 17. ágúst 1943 323 §aga imábýlii Frelsishetja Tékkóslóvakíu Ég hefi nýlokið lestri þessar- ar bókar. Það er tuttugu ára þróunarsaga smábýlis austur í Skaftafelssýslu, býlis, sem var örreitis kot fyrir rúmum 20 ár- um, en er nú nýtízku bújörð með stóru véltæku túni, girð- ingum og miklum og vönduðum byggingum, jörð, sem gefur ríú mikinn afrakstur árlega. Þetta er einnig höfuðdrættir af sögu manns, sem hefir hlotið óvenjulega skipulagshæfileika og framsýni í vöggugjöf, enn- fremur óbilandi starfsvilja, bjarsýni og umbótaþrá, manns, sem hefir orðið að berjast hinni þrotlausu baráttu einyrkjans við allar þær andstæður, fyrst dýrtíð, síðan fjárkreppu, fjár- pestir o. fl., er smábúskapinn hafa ásótt á umliðnum tveim áratugum, og í viðbót orðið að þola langvarandi veikindi sjálf- ur. Það er saga um það, hvernig hverjum nýjum erfiðleikum var rutt með hagsýni og elju og sigrazt á þeim. Af þessari bók má margt læra. Unga fólkið, sem er að byrja búskap, getur lært af henni, hvernig það á að skipu- leggja störf sín og framkvæmd- ir, til þess að ná sem mestum afköstum og árangri; einnig að halda nákvæma reikninga yfir búreksturinn og hafa með því móti gleggra auga á reynslunni og þagnýta sér hana sem bezt. Leiðtogar þjóðfélagsins geta einnig lært af þessari bók. Hún skýrir, hvernig frumbýl- ingurinn, sem verður að kaupa jörðina margföldu verði, verður að neita sér um öll lífsþægindi borgarbúans og leggja á sig þrotlaust erfiði til að greiða jarðarverðið, ef hann á að hafa von um að eiga framtíð þar. Ennfremur hvernig fátækur frumbýlingurinn verður að leggja ennþá meira á sig og sína til að geta komið nokkru af hugsjónamálum sínum um framfarír á jörðinni í fram- kvæmd. Út úr svo að segja hverri línu bókarinnar má lesa, hversu mikla erfiðleika ísienzkir bænd- ur hafa átt við að stríða al- mennt á tveim úmliðnum ára- tugum og hvernig þeim hefir verið ' mætt með þrautseigju, bjartsýni og trú á framtíðina og sýnir glöggt þær framfarir, sem orðið hafa í íslenzkum land- búnaði þrátt fyrir allt. Mér finnst, að ýmsir menn í höfuðstað landsins, sem tala hæst um 8-stunda vinnudag og telja sig sjálfkjörna leiðtoga þeirra fátæku — en fullir eru eigingirni og öfund til bænd- anna fyrir þann styrk, er ríkis- valdið hefir lagt til að draga úr erfiðleikum dreifbýlisins, hefðu gott af að kynna sér þessa bók og gætu máske fengið ofurlitla innsýn í þann heim, sem smá- bændur og einyrkjar á íslandi lifa í. Þeir gætu máske séð, að ekki er öll hamingja fólgin í því, að gera kröfur til annarra. Hákon í Borgum er um margt fremri ýmsum stéttarbræðrum sínum í hugviti, framsýni og listfengi. Og hann hefir átt mörgum fremur bjartsýni og trú á gróðurmoldina. Þessi bók hans er skemmtileg aflestrar og fróðleg. Ég hefði að vísu kosið að fá teikningar til skýringar á ýmsu, sem lýst er þar. Hákon á þakkir skilið fyrir bókina. Að lokum tek ég upp niðurlagsorð Hákonar úr bók- inni, sem lýsa vel hugsun hans: „Þróun er betri en bylting.“ Gunnar Guðbjartsson. Hinn „laxaeski" prestur (Framh. af 2. siSu) sem frá fyrátu hefir skaþað undirstöður þeirrar menningar- verðmæta með þessari þjóð, sem ennþá standa í fullu gildi og enn eru þess megnug, líklega flestum öðrum fremur, að skipa henni sæti meðal menningar- þjóða? Ég veit ekki betur en að tii þessa dags hafi íslenzkar sveitir lagt til stærstan skerf hinna nýtustu dugnaðarmanna þess- arrar þjóðar. Þeir eru langflest- ir sprottnir upp úr íslenzkri af- dalamold, afkomendur íslenzks bændafólks. Eru það ekki nú- tíma sveitabændur, sem sýnt hafa þá þrekraun, þótt vinnu- aflið sé að mestu fjarað burt frá búum þeirra, að auka frarn- leiðsluna og færa út ræktuðu svæði landsins? Líklega er það mála sannast, að aldrei hafi ís- lenzkur landbúnaður háð jafn harða baráttu sem nú. í þeirri baráttu hafa þeir öðlast þekk- ingu nýrar sanninda, sem verða mun þeim leiðarvísir og baráttu- styrkur á yfirstandandi og ó- komnum tímum. Hinir mönguðu fjendur, fordómar skilnings- leysi og andúðar af hálfu bæj- arlýðsins, mun ekki marka þeim framtíðarbraut. Við bændur eigum ekki gæfu vora undir tungurótum þess lýðs, en við þurfum mikið þrek og umburð- arlyndi til að þegja stöðugt við skilningslausu andúðarþvaðri þeirra manna, sem sjálfir liggja á mjúkum svæflum hægðar og hálauna. Síðla í- þessari forspjallsgrein Sjómannablaðsins kemst prest- urinn að þeirra niðurstöðu, að íslenzkar dala- og innsveitar- byggðir skuli í eyði leggjast og fólkið flytjast til sjávar, því að þar vanti ekki hin andlegu og líkamlegu lífsskilyrði. Treystir presturinn sér til, þrátt fyrir bjartsýni sína á sjávarsíðulíf, að gerast ábyrgur fyrir glötun þeirra sönnu and,- legu verðmæta, sem slík bylt- ing hlyti að valda, þegar ekki yrði lengur sóttur styrkur og þjóðhollur máttur til íslenzkra dala og sveitabyggða? Á prest- urinn ekki innan brjósts ráð á neinum þeim vogar eða mæli- tækjum, sem vega kunna eða mæla önnur verðmæti en þau, sem digrir sjóðir gulls eða seðla iskapa? Þekkir hann ekki gildi í þeirra verðmæta, sem skapa kunna tryggari undirstöður andlegrar, þjóðnýtrar farsæld- ar en peningar einir fá upp byggt? Fjarri sé það mér að vilja gera nokkra tilraun til að kasta rýrð á hina íslenzku sjómanna- stétt, og ég ætla mér ekki með þessum línum að fara að gera samanburð á henni og bænda- stéttinni. Slíkt tel ég fjarstæða heimsku, þar sem vitað er, að margt af hinum dugandi sjó- mönnum eru synir íslenzkra bænda. Þeir eru böxrn dala og dreifbýlis. Hitt vil ég halda, að hinum beztu mönnum sjó- mannastéttarinnar séu illar gjafir gefnar og óþægar með skjalli því og kjassyrðum, sem presturinn og aðrir slíkir fylla munn sinn með. Þennan prest skortir skilning og víðsýni til aö geta eygt útlínur þeirra lífs- möguleika og menningarlegrar hamingju, sem fólginn er í bættum og blómgandi hag hins íslenzka landbúnaðar og sveitalífs í nútíð og framtíð. Og það er meira en langt, það er óravegur milli hins Laxness- sinnaða lýðs og hins víðfeðma hugsjónaskálds, sem svo kvað: „Sú kemur tíð að sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa. Brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga.“ Enda þótt presturinn og mað- urinn Jón Thorarensen, kunni að vera vaxinn upp úr fjörunni, sem ég veit ekkert um, og enda þótt hann kunni að hafa reynt sveitabúskap og viðskipti við ís- lenzka mold og gengið á berum kjúkum frá þeim viðskiptum, sem ég segi ekki að verið hafi, þá þarf hann ekki að hefja grjótkast að íslenzkíum land- búnaði og bændafólki, — því að hafi honum óhönduglega farizt, á hann líklega sjálfur sökina. Lesendur! Vekið athygli kunningja yð- ar á, að hverjum þeim manni, sem vill fylgjast vel með al- mennum málum, er nauðsyn- legt að lesa Timann. Skriíið eða símið tll Timans og tilkynnið honum nýja áskrif- endur. Slmi 2323. FRAMHALD. Hann hét á Tékka að leggja rækt við sögu sína, tungu, trú og menningu, og umfram allt bókmenntir sínar, og hamla þannig gegn hinum þýzku áhrifum frá Austurríki, en halda þó sátt og friði við drottnara sína. Það var einmitt eitt af grundvallarat- riðunum í þessari endurreisnarbaráttu, að forðast allt, sem gæti gefið Austurrikismönnum átyllu til þess að beita harðræði eða vaxandi íhlutun. En þó varð að halda djarft á réttu máli. Þetta boðaði hann slafnesku þjóðunum, hvenær sem færi gafst: :í ræðum og fyrirlestrum, i háskólanum og á fundum og samkom- um og í riti 1 fjölmörgum blöðum og tímaritum. Alls staðar hljóm- aði boðskapur hans: Verndið þjóðleg verðmæti yðar, hefjið þjóð- lega, friðsama og áreitnislausa viðreisn og bíðið unz stund frels- isins nálgast. Það, sem yöur auðnast ekki að gera, munu synir yðar gera, ef þér leggið grundvöllinn. Engan grunaði þó, hve ná- læg stund frelsisins var, ekki fremur Mazaryk sjálfan en aðra. Raunar hóf hann líka baráttu á níunda tugi nítjándu aidar, en hvað eru áratugir í lífi þjóða? * Þar kom, að Mazaryk var kosinn fulltrúi Tékka á þing Austur- ríkis i Vín, og þar auðnaðist honum að hafa miklu meiri áhrif heldur en líklegt mátti telja. En oft var aðstaða hans óhæg og stundum jafnvel hættuleg, og þrátt fyrir allt var ekki sýnilegur mikill ávöxtur þessarar harðsóttu baráttu. Oft þurfti hann að beita sér til þess að bjarga málstað Tékka, oft næddi kalt um hann, oft var hann skotmark hinna austurríksku stórveldis- sinna og oft lögðu austurríksku stjórnarvöldin þungan hug og jafnvel illan grun á hann. En slíkt lét Mazaryk ekki á sig fá. í bernsku hafði hann hamrað járn í smiðju og það var eins og aað starf hefði mótað skapferli hans. Tvívegis reis hann upp og réðist af furðulegri hörku á austurrísku stjórnarvöldin: í ann- að skiptið, þegar hópur manna var sakaður um samsæri og dæmdur til þungrar og ótilhlýðilegrar refsingar, í hitt skiptið, er hann sannaði, að utanríkismálaráðuneyti Austurríkismanna hefði látið sér sæma að leggja fram fölsuð skilríki í mikilvægu máli. Hvorki hótanir né heiftúðlegar árásir höfðu áhrif á hann. Þessi djarfa barátta fyrlr réttlætinu og sannleikanum gerði hann að verðleikum frægan um alla Norðurálfu. * Svo skall heimsstyrjöldin á. Á svipstundu skipaðist veður í lofti. í stað hins gamla, rólega heims blasti allt í einu við ný og æðis- gengin veröld. Enginn vissi, hvað í vændum kynni að vera né hvað rísa myndi af rústum hinna hrjáðu stríðslanda. En eitt sáu allir: Þessi hildarleikur, sem hafinn var, fól í sér mikil örlög fyrir tugi þjóða og tugmiljónir manna. Tékkar og Slóvakar héldu hryggir og reiðir til vígvallanna. Þeir voru neyddir til þess að berjast við þriðju slavnesku þjóðina, Rússa, einmitt þá þjóð, sem margir höfðu helzt vonað, að myndi bjarga þeim úr klóm Austurríkismanna fyrir frændsemissakir, þótt ekki væri af réttlætisást. Þó gátu þeir ekki annað en barizt. Hrifningaralda fór um löndin, þar sem þýzkumælandi þjóðir bjuggu, og í vígamóði voru allir heimtaðir til leiks. Vopnlaus og undirokuð þjóðabrot máttu sín einskis. Stöku manni datt þó upp- reisn í hug. En allur þorrinn sá, að það var óvit eitt og vísastur vegur til þess að leiöa óheppilegt böl og þjáningar yfir hinar slavnesku þjóðir, sem voru á valdi Miðveldanna. * Mazaryk sá fyrir mikil tíðindi. í mörg ár hafði hann vænzt þess, að svona færi gæfist, en þrátt fyrir það var hann ekki enn við- búinn, þegar híldarleikurinn hófst. Honum hafði ekki unnizt tími til þess að fullkomna viðbúnað sinn. En breytt viðhorf kröfðust nýrra ákvarðana. Uppreisn kom ekki til greina — ekki að svo stöddu. Tékkar og Slóvakar urðu að hlýða valdboðinu og ganga í herinn — og berjast með óvinum sínum. En hann gerði sér ekki i hugarlund, að Rússar yrðu bjargvættur slafnesku bræðraþjóðanna. Það voru vesturveldin, sem hann vænti helzt stuðnings af, Frakkland og England, og ef til vill Bandaríkin, þar sem niðjar svo margra Tékka og Slóvaka, sem flúið höfðu harðstjórnina og eymdina heima fyrir, bjuggu. Hann hugleiddi málið rækilega. Hann sannfærðist um að Bandamenn myndu sigra að lokum, jafnvel þótt honum dyldist ekki, að Rússland riðaði á heljarbarmi. Tékkar voru í eðli sínu frjálshuga þjóð. Þeim hentaði bezt lýðræði, og lýðræðisþjóðirnar voru auövitað líklegastar til þess að hjálpa þeim. Þær mundu bezt skilja hug þeirra, kröfur þeirra og rétt þeirra. Frakkar voru lýðfrjáls þjóð, sem unni frelsinu heitt. Englendingum var runnið frjálsræðið i merg og blóð. Til þessara þjóða urðu Tékkar og Sló- vakar að snúa sér með réttlætis- og frelsismál sín. En gat hann komið óskum þeirra á framfæri? Hvernig átti hann að vekja samúð Frakka og Englendinga með málum slafnesku þjóðabrot- anna, nú þegar allur hugur þeirra snerist um það að berjast til sigurs fyrir tilveru sjálfra sín. Hann var þekktur háskólakennari og rithöfundur og mörgum kunnur vegna vígreifrar baráttu fyrir frelsi og réttlæti. En þrátt fyrir það hafði hann lítil kynni af auðkýfingum, iðjuhöldum og stjórnmálaskörungum þessara landa né öðrum, sem þar höfðu mest völd og áhrif. Þar að auki var hann vart viöurkenndur leiðtogi þjóðar sinnar. Og’hvað mátu svo vesturveldin þessar kúguðu þjóðir í Mið-Evrópu? Voru þær ekki gleymdar undir handarjaðri Austurríkismanna, Slafarnir þar orðnir austurríkskir fjandmenn í augum Bandamanna? Ekki gat Bæheimur heldur boðið þeim neitt, sem var kallandi rðveizla, jafnvel þótt þeir gerðu uppreisn. Og auk þess gat upp- reisnarher í Bæheimi, sem einhvers var megnugur, átt það á hættu, að Austurríkismenn, sem voru miklu veikari en Þjóðverjar, teldu sér ráðlegast að semja sérfrið, til dæmis gegn því að fá að halda löndum slnum. Og þá var til lítils gagns stofnað til stór- ræða. Það mátti ekkl hrapa að neinu. Það varð að hugsa málið rækilega, en þó varð að hefjast fljótt handa. Fyrst tókst hann för á hendur til Rotterdam, til þess að ná sambandi við kunningja sína í Frakklandi og Englandi. Því næst sneri hann aftur til Prag, til þess að ræða frekar við stuðnings- menn sína og áhrifamenn í Bæheimi. Eftir að þeir höfðu lagt á ráðin sín á milli, hélt hann enn til Hollands, lagði fram stefnu- skrá tékknesku föðurlandsvinanna og tókst fyrir meðalgöngu kunningja sinnna að koma henni á framfæri við ýmsa stjórn- málamenn Bandamanna. Er hann hafði þetta afrekað, hélt hann enn til Prag. En nú var ljóst orðið, að hann gat ekki verið mál- svari hinna slefnesku þjóða í löndum Bandamanna og átt þó búsetu í austurríska keisaradæminu. Hann varð að njóta meira frjálsræðis og öryggis. Tll þess að geta leyst það hlutverk, sem hann hafði valið sér, varð hann að komast úr landi, en eigi að síður varð hann þó að hafa við að styðjast öfluga hreyfingu Sumbnnd ísl. samvjnnufélngat Sam vinn uruenn! Stofnsjóður yðar er góð líftrygging. Varasjóð- ur er yður trygging fyrir góðum framtíðarvið- skiptum. Gjalddagi Tímans var 1. júií Þeir kaupendur, sem ekki hafa gert skil, eru beðnir að gera það hið allra fyrsta. Afgreiðsla Tínians er í Edduhúsi við Lindargötu, slmi 2323. ÉTSÖLUSTAÖIK TÍMAIS 1 REYKJAVÍK Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 .................. Síml 2260 Þorsteinsbúð, Hringbraut 61........................... — 2803 Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ...................... — 5385 Leifskaffi, Skólavörðustíg 3 ......................... — 2139 Bókaskemman, Laugaveg 20 B......................... Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu ........................... — 5325 Söluturninn, Hverfisgötu ............................. — 4175 Sælgætisbúðin Kolasundi .................. ........ Verzlunin Ægir, Grófinni........................... Bókáverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ........ — 1336 Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstrætl 6 ................ — 3158 Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 . ..-.................. — 1754 Konfektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29 ................... — 1916 heima fyrir. Hann stefndi vinum sínum til fundar við sig — meðal þeirra var dr. Benes, sem síðar varð forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, — tjáði þeim fyrirætlanir sínar og fól þeim í hendur baráttuna heima fyrir. Yfirvöldin höfðu lengi haft illan bifur á Mazaryk. En eigi að síður gerðist hann nú svo djarfur að ganga á fund landstjórans í Bæheimi til þess að kynna sér álit hans á frelsishreyfingu Tékka, því að harín leit á það sem eitt hið nauðsynlegasta undir- stöðuatriði í baráttu sinni að yita sem bezt hug austurrískra valdsmanna í þessu efni. Og hann gerði það, sem meira var: Hann tók sér ferð á hendur alla leið til Vínarborgar og átti samræður við ýmsa stjórnarherra þar. En allar þessar eftirgrennslanir styrktu hann í fyrirætlunum sínum. Mazaryk hafði staðráðið að færa Tékkum og Slóvökum frelsi og sjálfræði. Ef Austurríkis- menn sigruðu, var þess engin von, að slíkt myndi takast. Seytjánda dag desembermánaðar 1914 hvarf Tómas Mazaryk brott úr Bæheimi. Hinn tuttugasta og fyrsta dag desembermán- aðar 1918 kom hann aftur heim sem forseti hins nýja lýðveldis. Hann lagði leið sína fyrst til Ítalíu, og þar vann hann ótrauð- lega að því að komast í kynni við ýmsa áhrifamenn Banda- manna, er þar áttu dvöl. Síðan hélt hann til Sviss og settist að í Genf, sem var um þessar mundir tilvalinn aðsetursstaður fyrir hann. Þar hóf hann að sameina alla Tékka, sem hann náði til, til átaka í baráttu fyrir málefnum þeirra. En mikla erfiðleika var við að stríða, og auk þess varð hann persónulega fyrir þeim raunum, að elzti sonur hans, Herbert, lézt úr taugaveiki, en Aust- urríkismenn hnepptu dóttur hans, sem verið hafði einn skelegg- esti liðsmaður í frelsisbaráttu Tékka, í fangelsi. En því fór fjarri, að þetta drægi úr honum kjark. Hann sótti þvert á móti mál sitt af meira kappi en nokkru sinni áður, þrátt fyrir allar þær raunir, sem hann varð að þola, og allar þær hindranir, er Austur- ríkismenn leituðust við að leggja í leið hans. „Einn þeirra njósnara, sem áttu að sitja um mig, kom frá Prag rakleiðis til gistihúss míns,“ skrifaði hann síðar. „Mér höfðu þó borizt fregnir af komu hans. Samstarfsmenn mínir í „Maffía“ í Prag (leynifélagi frjálslyndra Tékka) voru vel á verði. Ég bað hann að koma til fundar við mig næsta dag og lagði fyrir hann margar trúnaðarspurningar um ástandið í Bæheimi, stjórnar- hætti og löggæzlu þar og fleira. Yngstu samstarfsmenn mínir höfðu mikið yndi af þessu samtali okkar. En að lokum fór svo, að þeir unnu hann á okkar mál og gerðu hann aö gagnnjósnara!" Mazaryk var í sífelldri hættu. „Vorið 1915,“ skrifaði hann, „fór ég allt í einu að finna til sárinda í öðrum handleggnum. Litlu síðar komu lítil kýli á öxlina. Læknirinn, sem stundaði mig, sagði, að þau stöfuðu af eitrun og samherjar mínir töldu, að gerð hefði verið tilraun til að eitra nærföt mín í þvottahúsinu." En hann skeytti lítt um lífshættu. Málefnið var honum fyrir öllu. Austurríkismenn voru þegar teknir að efast um sigur mið- veldanna, og raddir komu upp um það, að þeim væri hyggilegast að semja sérfrið við Bandamenn gegn því að þeir fengju að halda löndum sínum. Mazaryk duldist ekki þessi hætta. Hann brá þegar við og hélt til Lundúna, sem var þýðingarmesta stjórn- málamiðstöð Bandamanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.