Tíminn - 17.08.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.08.1943, Blaðsíða 2
322 TÍMIM, þrlgjndaginn 17. ágúst 1943 81. blag Þorbjorn á Geitaskarðis Hínn „laxneskí“ prestur Tíminn hefir áður gert að umtalsefni hið óvirðulega hlutverk, sem séra Jón Thorarensen hefir valið sér með því að hlaupa fram úr fylkingu embættismanria til að kasta steinum að íslenzkum bændum og öðrum þeim, er vilja efla ræktun landsins og stuðla að gengi sveitanna. Þess skal getið til verðugs lo<'s forstöðumönn- um „Sjómannadagsins“, að þeir neituðu að birta grein séra Jóns í Sjómannadagsblaðinu. I grein þeirri, er hér birtist, þakkar Þorbjörn bóndi á Geita- skarði séra Jóni kveðjuna eins og hann hefir til unnið. Baðsiofuhjal ^ttninn Þri&judagur 17. ágúst Vélaverzlun sjávarútvegsins Það er nú talið ekki fjarri lagi, að um 70 tegundir mótor- véla séu í notkun í bátaflota landsmanna. Allir útvegsmenn og sjómenn munu sammála um, að þessi mikli tegundafjöldi valdi miklum óþægindum og tjóni fyrir útveginn. Liggja til þessa fjölmargar ástæður, og ekki sízt sú, hversu miklum erf- iðleikum er bundið að hafa ætíð aðgang að varahlutum í þessar mörgu vélategundir. Þá veldur hinn mikli tegundafjöldi mikl- um vandkvæðum við alla með- ferð vélanna. Það væri ólíkt meiri trygging fyrir því að rétt væri farið með vélarnar og að þær nýttust til fulls, ef færri væri tegundirnar. Það er ekki lítið tjón, sem af því leiðir á ýmsar lundir, að menn þurfa stöðugt að vera að þreifa sig áfram um meðferð nýrra og nýrra vélategunda. Auk þess eru gæði vélanna ákaflega mis- munandi og erfitt fyrir útvegs- menn að átta sig á því, hvaða ráð er bezt upp að taka þegar velja skal vél í bát. Nokkuð er það að sjálfsögðu útvegsmönnum til stuðnings, að Fiskifélagið hefir í sinni þjón- ustu vélfræðiráðunaut, — en flestir munu þó álíta, að gera þurfi einhverjar öflugri ráð- stafanir til þess að tryggja mönnum góðar vélar og nægar birgðir varahluta í þær. Fleira en eitt úrræði geta komið til greina. Sumir hafa stungið upp á einkasölu á báta- vélum, og er margt, sem mælir með þeirri hugmynd. Sumir hafa látið sér detta í hug að setja mætti á stofn mótorvéla- verksmiðju í landinu, er fram- leiddi þær ^vélar, sem báta- flotinn þyrfti, — og má vel vera, að þetta sé framtíðarúr- ræði. Enn aðrir hafa bent á, að heppilegast myndi að leyfa ekki verzlun nema með nokkrar úrvalstegundir véla og skuld- binda umboðsmenn þeirra til þess að hafa jafnan nægar véla- og varahlutabirgðir. Þetta er nú allt til athugunar, en ég vildi fyrir mitt leyti varpa fram til yfirvegunar, hvort ekki væri rétt að setja á fót öfluga mótorvélaverzlun, annað hvort á vegum ríkisins eða al- mennra verzlunarsamtaka, og hefði verzlun þessi vélfræði- ráðunaut Fiskifélagsins sér til aðstoðar sérstaklega, og væri öll tilraunastarfsemi með vélar 1 sambandi við hana. Þessi verzl- un ætti auðvitað að hafa á boð- stólum aðeins góðar og hentug- ar vélar og ætíð nægar birgðir varahluta. Útvegsmenn myndu tvímæla- laust, ef vel tækist með verzl- un þessa, snúa sér fyrst og fremst til hennar í framtíðinni. Menn myndu finna, að þeir gætu treyst henni, átt þar vís- ar góðar vélategundir og örugg- an aðgang að varahlutum til þeirra, sem er eitt hið allra stærsta atriði í þessu sambandi. Verzlun þessari yrði að sjá fyrir nægilegu fjármagni og yrði Alþingi að hlaupa undir bagga í því efni, enda yrði vafa- laust að setja löggjöf um slíka stofnun. Ef til vill kemur það í ljós við þá athugun þessa máls, sem nú fer fram eða við reynslu síðar, að vélainnkaupum til landsins verði ekki komið í skipulegt horf nema öll innkaupin verði á einni hendi og yrði þá að veita verzluninni einkarétt á inn- flutningi véla. Milliþinganefndin í sjávarút- vegsmálum hefir nú þetta mál til áthugunar ásamt öðrum vandamálum útvegsins. Væri mjög æskilegt, að sem allra flestir útvegsmenn létu nefndinni í té bendingu um þetta mál og önnur þau, sem þeir telja aðkallandl að leysa. E. J. Við erfiði hásumarsannanna í hita hádegissólar hins annaríka dags, hefir hafgolan verið mér kærkomin sending frá guði hafsins til íslenzkra dalbyggða, til að veita' svölum sveittum ennum og lúnum limum okkar, sem meira höfum af erfiði en hvild. Hún hefir verið mér í- mynd þeirrar velþóknunar og þess bróðurhugs, sem hin miklu máttarvöld vildu ríkja láta milli hinna vinnandi erfiðislúnu manna inn til dala og út til hafs. — Nú í seinni tíð hefir til okkar landbúenda borizt goluþytur frá ströndu og hafi, goluþytur and- fúll og illspár og að öllu ó- skyldur hafgolunni. Það er út- ræna þess ógerðarskapar, sem kasta vill stríðshanzka úlfúð- ar og stéttarígs í andlit okkar bænda og sveitalýðs. Um nokkurt skeið, þó einkum síðan ófriðarbylgjan skall yfir veröld alla með hvers kyns hörmungum og dýrtíðarböli, hafa íslenzk blöð, tímarit, út- varp og fleiri menningartæki verið notuð til birtingar niðr- andi ummæla, ósannra sleggju- dóma og algerlega skilnings- lauss þvættings um íslenzkan landbúnað og íslenzka land- bændur, enda ekki að undra, þótt illa og óhönduglega til tæk- ist, þegar menn, sem aldrei hafa ærlegt handtak unnið til lands eða sjávar og snúa mundu handarbökum saman, ef til verklegra starfa skyldu ganga, fara að ræða og skrifa um bú- skap og landbúnaðarmál með myndugleik, en imynduðu viti og þekkingu, — enda eru glap- farir þessara manna stórar. í síðasta tbl. „Sjómanna- blaðs Víkings" birtist grein eft- ir séra Jón Thorarensen með yfirskriftinni „Tvær Ieiðir“. Það er engin nýjung, áð Sjómanna- blaðið -Víkingur flytji úlfúðar- fullan skæting til okkar bænda, sem við gjarnast látum ekki á okkur festa og höfum að engu. En nú geri ég þá undantekn- ingu, að hrlpa niður nokkrar línur til andsvara, af þvl að hér stendur að verki prestur, sem gæddur ætti að vera meiri sann- Það var í fyrradag, sem ég kom við á Neðri Sámsstöðum í Fljótshlíð. Þann dag var þurrk- ur og fagurt veður, en þurrk- dagar hafa annars verið fáir þar á þessu sumri. En nú naut sín útsýnið út um stóru gluggarúð- una í Sámsstaðahúsinu, en rúð- an sú myndar eins og ramma utan um eitt af hinum dásam- legu málverkum, sem máluð eru á móður jörð, sem sé útsýnið fram Hlíðina, með Þórsmörk og Eyjafjallajökul í baksýn. Á Neðri-Sámsstöðum er margt að sjá og margt að læra. Þar er tilraunastöð Búnaðarfélags ís- lands, og henni stjórnar Klem- ens Kristjánsson, sem allir kannast við. Kornræktin á Sámstöðum er nú orðin lands- kunn. Hitt er ekki víst að menn viti eða geri sér ljóst, að þar eru nú seytján dagsláttur, sem korn vex á, eða að kornakrarnir á Neðri-Sámsstöðum eru í sum- ar stærri en meðal tún. Kornið hefir þegar náð þeim þroska, að sýnt er, þrátt fyrir kolt vor og seina sáningu, að það nær eðli- legum þroska i þessum og næsta mánuði, komi ekkert sérstakt fyrir. Garðmatinn, kartöflurnar og rófurnar, er hætt að rækta í görðum á Neðri-Sámsstöðum. girni og skilningi en almennt gerist. Að öðru leyti tel ég grein hans einhvðrja fáránlegustu, ósanngjörnustu og óirökstudd- ustu árás á hendur íslenzkra bænda og landbúnaðarins, sem ég hefi lesið, og er þá langt til jafnað. Höfuðpaur eða framherji þessarar níðstefnu á hendur ís- lenzku bændaliði og landbúnað- armönnum, Halldór Kiljan Lax- ness, (sem hinn hempuklæddi maður hefir'nú tekizt í hendur við), hefir þrátt fyrir glöp sin, fálmað fyrir sér til úrlausnar þeim vandkvæðum, sem hann telur á vera, þótt úrræði hans séu hvort tveggja í senn, hlægi- leg og fjarstæð. En þá tilreynd forðast -presturinn. Hann tekur sér vald hins kröftuga herra- manns og sjáanda, hann skip- ar sauðum til hægri og höfrum til vinstri. Það eru sjómenn og og útgerðarmenn, sem eiga að erfa lífið, landið og framtíðina, en við landbændur erum hismið, án kjarnans, sem kasta má til hliðar. Presturinn segir svo í byrjun greinar sinnar: „Það eru til tveir vegir, bæði í andlegum og veraldlegum mál- um. Önnur leiðin er sú, að binda hugann við aukaatriðin, við það, sem ekki byggir upp og eflir, en sundurdreifir og ber ekki ávexti, jafnvel niffurrífur og eyffileggur. Hin leiðin er sú, að' sjá aðalatriðið, greina það ávalt frá því, sem litlu máli skiptir, beina lífi og kröftum inn á þá braut, svo vegurinn til framtíðarinnar megi verða bjartur, svo kraftarnir megi eflast og sjálfstæðið, og yfir- leitt gildi lífsins. íslenzka þjóðin, sem aldrei frekar en nú, þarf að byggja upp sjálfstæði sitt og þjóðar- meðvitund, þarf að gera sér þetta Ijóst. Við henni blasa tvær leiðir. Önnur leiðin er sú, sem farin hefir verið undanfarið, aff sjá ekkert nema landbúnaff- inn, sem samanborið við sjáv- arútveginn hefir ávallt verið hinn litli og veiki bróðir, og í samanburffi viff sjávarútveginn óarðbær, og nú á seinustu tím- um borinn uppi meff rúmlega Það er ræktað á ökrum. Kart- öfluakrarnir eru nú þrjár dag- sláttur, en rófanakrarnir tvær. Enginn minnsti vafi er á því, að þau héröðin, sem bezta hafa aðstöðurta til slíkrar ræktunar, eins og Hornafjörður, Upphérað, Barðaströnd o. fl. eiga ein- göngu að rækta garðmatinn á ökrum og láta mannshöndina snerta sem minnst á því, heldur nota vélarnar og hestana, sem aftur er stjórnað af mannshend- inni og mannsvitinu. Klemens gerir margs konar tilraunir með kornrækt og kart- öflur. Um þær lesið þið árlega í skýrslum Klemensar í Búnað- arritinu, en þó vil ég benda á, að frá honum getið þið á hverju vori fengið nokkrar kartöflur af þeim tegundum, er gefa þar bezta raun, sett þær niður hjá ykkur og borið saman, hvernig þær reynast samanborið við út- sæðið, sem þið hafið. Reynslan er alltaf ólýgnust, og enn eru margir Tómasar, sem þurfa að reyna sjálfir, þreifa á, eigi þeir að trúa. En þótt kornakrar og garð- matstilraunir Klemensar séu ó- metanleg leiðarmerki á þroska- braut kornræktarinnar og sigl- ingunni úr gömlu arfagörðun- um inn á kartöflu- og rófna- tveim tugum miljóna úr ríkis- sjóði. Hin leiðin er, að sjá það og viðurkenna, að íslenzk út- gerð og íslenzkir sjómenn hafa aflað og flutt inn í landið svo að segja allt það fjármagn, sem valdiö hefir gerbreytingu lands og lýðs, byggt landið upp, eflt það og gefið því sæti meðal framfaraþjóða. Svo mörg eru þau, og miklu fleiri, ég segi ekki hin heilögu, heldur stóru orð prestsins. Hvaðan tekur presturinn sér þá heimild að fullyrða, að íslenzk- ur landbúnaður hafi verið og sé algert aukaatriði, er engu máli skipti til uppbyggingar íslenzku hagsmuna- og menningarlífi? Hvaðan er honum komin vissa sú, að þeir menn, sem beita sér fyrir bættri aðstöðu og batn- andi hag íslenzkrar bænda- stéttar, séu refilstiga börn eða eins og presturinn kemst að orði, „að sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi heyri þeir ekki“? — Hvaðan hefir presturinn fengið þá vitrun, sem hann kallar „ó- hrekjandi staðreyndir", að framtíð þessa lands og þjóðar sé algerlega bundin viff íslenzku sjómannastéttina og ekkert annað? Allir þeir, sem ekki sjá þetta og skilja strax, segir presturinn að séu að hætti strútsins með höfuðiö á kafi í sandinum. Það lá menn gjarn- ast öðrum, sem sjálfa hendir, og líklega ekki síður prestar en aðrir menn. Mér finnst prestur- inn með höfuð sitt og herðar á kafi í sandi misskilnings og for- dóma í garð íslenzks landbúnað- ar. Hvaðan tekur presturinn sér rétt til þeirrar fullyrðingar, að sjómannastéttin sé þýðingar- mesta stétt þjóðarinnar, og að allar aðrar stéttir og störf þeirra séu lítils virði til þjóðarþrifa, og hvar hefir hann fengið vissu fyrir því, að þeim einum pen- ingum sé vel varið, sem lagðir séu í skip og útgerð? Þangað skuli hverjum eyri stefnt, segir hann. Presturinn leyfir sé þá | fullyrðingu, að íslenzkur land- búnaður geti varla lifað í skjóli stríðs og hörmunga, hvað þá á venjulegum tímum. Þetta er sagt um þann atvinnuveg ísl. þjóðarinnar, sem lifað hefir lengst allra íslenzkra atvinnu- vega og staðið Æf sér þrenging- ar elds og ísa, hungur og heljar- pestir og skapað þjóðinni and- legan lífsþrótt og heilsustyrk í gegnum aldanna raðir. Er það ekki íslenzkt sveita- og dalalíf, íslenzkt sveitafólk, (Framh. á 3. siOuJ akra framtíðarinnar, þá var það ekki vegna þeirra, sem ég tók penna i hönd, heldur vegna tún- ræktarinnar, og þess, að Neðri- Sámsstaðir eru fyrsta býlið í sveit hér á landi, þar sem svo er komið, að öllu fóðri handa öllum bústofni búsins er aflað á ræktuðu landi, og þó raunar meira til. Þar er kominn rækt- arbúskapurinn eins og ætla má, að hann verði almennt síðar meir í öllum aðalatriðum. Sámsstaðabærirnir voru þrír, Vestur-, Mið- og Austurbær. Miðbærinn var kirkjueign, og þar settist Klemens fyrst að með tilraunir sínar. Síðar fékkst Austurbærinn keyptur, og við það skapaðist aðstaða til að skipta óræktarlandinu svo, að annar bærinn fékk allt land- ið neðan við gömlu túnin, og k|allaðist Neðri-Sámsstaðir, en hinn bærinn fékk allt ofan við og öll gömlu túnin, og var kall- aður Efri-Sámsstaðir. Síðan var byggt nýtt íveruhús á Neðri- Sámsstöðum, sem stendur þar neðan við gamla túnið. Landið, sem fylgir Neðri-Sámsstöðum, er liðlega 71 ha. Það var mest hálfdeigar og blautar mýrar, en einnig nokkuð valllendi. Gamla túnið var 230 hesta tún. Það fylgir nú Efri-Sámsstöðum, og þar býr bóndi, sem rekur gott bú, (10 kýr, 70 fjár og 16 hross). Nú hefir meginið af mýrlend- inu verið ræktað. Mikið af því er brotið land, sem nú eru akr- ar eða tún, en nokkuð stendur „ÞÚ VILT FARA MEÐ MIG INN í BAÐSTOFU" stendur í ný- komnu bréfi (27. júlí), „en ég er ekki sparibúinn eins og þú sérð. Kem «úr svarðargröf í dag (gerir ekkert, góði, það er ekki svo fínt hérna inni). Hefi enn ekki lokið vorverkum, þó að nú séu bráð- um 11 vikur af sumri“. Og svo heldur gesturinn áfram: „Ég BÝ Á EINUM NYRSTA ÚTSKAGANUM“, segir hann. „Ég man sjö verulega hörð vor. Þetta vor er eitt af þeim. Um sólstöður var úthagi allur grár yfir að líta og varla kominn sauðgróður, enda var hitinn ekki nema eitt til tvö stig um há- daginn vikum saman. Einu sinni í júní var tveggja stiga frost að degi til. ÉG LÉT ÆRNAR MÍNAR BERA SNEMMA, og þó tel ég að öllu samanlögðu réttara að láta bera seint. Ærnar vex-ða að vísu magrari að haustinu, af því að þær mjólka meira. En þær verða hraustari, af því að þær taka ekki eins nærri sér vorkuldana. Ef ær bera seint, verða lömbin að vísu smærri, einkum þar sem landlétt er, en þau verða feitari og hraustari til lífs. — Þú spyrð, hvers vegna ég léti þá bera svona snemma. Það gerði ég af því, að ég vil fylgjast með hverri á um burð, en á ekki hæfilega stóra girðingu til að geyma ærnar í. En annir vaxa um allan helm- ing, þegar líður á maí. Þú mátt segja bóndanum, sem þú nefnd- ir, og eins yfirlækninum fyrr- verandi, að ef þeir hafi sleppt áixum sínum um burð undanfar- ið, þá skuli þeir ekki gera það oftar. — Já, ég sá nú reyndar eftir því að láta bera snemma í vor. Fyrsta ærin mín bar 8. maí. Það var fjórði stórhríðardagur- inn af sjö, sem komu hver á eftir öðrum. Þessi fyrsta ær mín þurfti að vísu ekki nema annan spenann til að fæða bæði lömb- in fyrst í stað. Samt voru þau ekki vel sælleg, þegar frá leið. Voru of lengi í húsi. Það var lengi frost og gaddur yfir allt, þó að hríðina birti. LÓAN KOM UM SUMARMÁL. Hún hélt sig mjög í hópum og vildi auðsjáanlega vera við öllu búin, enda hvarf hún aftur al- veg og sást ekki lengi. Stelkur- inn kom um líkt leyti og lóaix. Hann hélt sig í fjörunum þar norður frá og treysti á elju sína og áhuga, en hvorugt dugði nú móti „vordauðans sigð“. Síðasta stórhríðarmorguninn var óvenju mikið af stelk í fjörunni, og var hver einasti dauður. í DAG VELLUR SPÓINN eins og ekkert hafi í skorizt, en svo óhreyft síðan það var þurrkað. Skurðir eru þéttir, lokræstir, 1,1 til 1,35 m. djúpir með 7 metra millibili. Nú má sjá mýrar, er þurrkaðar voru fyrir einu til sjö árum og má mjög glögglega sjá, hvernig gróðurinn hefir smá- breytzt úr mýrargróðri í mikið til valllendisgróður. Ennþá, eft- ir sjö ára góða þurrkun, er þó það mikið af mýrgresi, að kýr mundu ekki éta töðuna græna og ekki mjólka af henni einni. Senilega þarf að líða 12—16 ár áður en graslagið breyttist til fulls í valllendisgróður. Enn er nokkurt valllendi óræktað eftir. Það er hólfað sundur, borið á það, og kúnum beitt á það til skiptis, en líka að nokkru á ræktað land. En kornið og hálmurinn, sem af ökrunum fæst, gefa miklum mun meira fóður en kýrnar sækja að surnr- inu á óræktaða beitilandið, svo segja má með réttu, að skepn- urnar lifi alveg á ræktaða land- inu. Það voru komnir inn nokk- uð á sjötta hundrað töðuhesta, og eftir úti mikið sætt, svo mik- ið, að öll verður taðan um 750 hestar. Og öll er hún sprottin á nýrækt, mest gerðri síðustu ellefu árin, eftir að jörðinni var skift eins og nú er. Sýnir þetta dæmi ekki stefn- una? Þarf ekki að skifta jörð- unum, bæði þeim, sem óskift land eiga , eins og Sámsstaðir áttu, og hinum, sem mikla ó- notaða landið eiga og sem ekki er notað? Og þarf ekki að ræsa hnípinn var hann í vor, að ég ætlaði ekki að þekkja hann. Ég sá hann í hópum að næturlagi á skarjum frammi. Þá var líka hvergi snjólaust nema þar.“ ÞAÐ ER ÝMISLEGT FLEIRA í þessu bréfi af „útskaganum". Þar eru t. d. nokkur orð um Laxness, Árna í Skógarseli, Stefán Jónsson frá Kambi og Guðmund Inga Kristjánsson. Það eru víst margir á því, að Laxness hefði getað valið sér heppilegra stílsefni en land- búnaðarmál. Ég skal taka það fram til skýringar, að það kvað hafa komið svar frá Stefáni, en Tímanum þótti það of langt, og svo var það prentað í Alþýðxx- blaðinu. Bréfið endar á þessa leið: „Einfaldasta og sjálfsagð- asta r.áðið til þess að sveitirnar blómgist og byggist að nýju er, að fólkið, sem unir þar ennþá, eigi kost á að búa við sem allra bezt kjör að svo miklu leyti, sem það er á valdi þjóðfélagsins. Það skaltu segja Alþingi og ríkis- stjórn, ef þeir háu herrar líta inn til þín. Segðu þeim, að því betur, sem búið er að bóndan- unx, því betur muni hann eftir fi'amtíðinni áður en hann „hverfur og skundar á skóga“. . ÉG SKILA ÞESSÚ HÉR MEÐ. Og ef bréfritarinn vill koma með tillögur til umbóta á land- búnaðinum og lífskjörum sveitafólksins, verða þær áreið- anlega teknar með i baðstofu- hjalið. Ég vona, að hann líti inn aftur um gangnaleytið, og segi okkur nýjar fréttir að norð- an. ÚR ÖÐRU BRÉFI: „ — Hvað er eiginlega hæft í þvi, að nám- ur séu í jörð á íslandi? Ég hefi sérstaklega heyrt talað um það á síðustu árum, að hér muni vera járn, og að einhverjir út- lendingar hafi komið hingað rétt fyrir stríðið og viljað fá að vinna þetta járn úr jörðinni. í útlöndum eru víst oftast not- uð kol til að bræða járnið eða járnsteininn. En er ekki hægt að nota rafmagn til þess líka? Ef hér eru járnnámur, og ef hægt er að bræða járn við raf- nxagn, skilst mér, að ísland sé áreiðanlega eitthvert bezta land í heimi.“ ÞVÍ MIÐUR GENGUR MÉR ILLA að svara þessum spurn- ingum. En ég hygg, að menn hafi yfirleitt ekki gert ráð fyrir, að ísland væri mikið námuland. Af einu verðmætu jarðefni hafa menn þó lengi vitað hér á landi, en það er brennlsteinn. Hann var unninn úr jörð og talsvert flutt út af honum snemma á öldum, en aldrei hefir þar orð- (Framh. á 4. síOui mýrarnar? Nú vanta beinlínis margar jarðir kúa-haga, af því að valllendi vantar, þó mýr- lendið sé nægjanlegt? Og þurfa ekki allar jarðir að eignast vél- slæg tún í góðri rækt, svo fram- leiðslan verði ódýrari? Ég held að Neðri Sámsstaðir verði næstu árin fyrirmyndin, sem að verði stefnt og að eigi að stefna. Stefna að því, að þurka mýr- arnar, skifta býlunum skipu- lega, og gera á hverju býli, bæði þeim gömlu og nýju, 500 hesta góð vélslegin tún, svo fram- leiðslan verði ódýrari en hún er nú. Að endingu vil ég svo geta þess, að þó stöðin á Neðri Sáms- stöðum hafi árlega haft styrk til starfrækslu sinnar, þá má segja, að sá styrkur saman- lagður í öll árin, sé ekki meiri en xiemur verði bygginganna, sem þar hafi verið gerðar. Ný- ræktin hefir því verið borin uppi af arði búsin's. Kemur okkur ekki öllum sam- an um, að tún allra jarða lands- ins þurfi að verða lík Neðri- Sámsstaða túninu, Sé svo, hvernig verður því marki þá fljótast náð? Hvernig fást bezt samtök um það? Um það þarf að fa,ra að hugsa i alvöru, þvi tíminn líður og framundan er samkeppni við aðrar þjóðir, sem eins og stendur framleiða samskonar vörur og við mikið ódýrara. 8. ágúst 1943. Páll Zóphóníasson. Psill Zópliónlasson: Á Nedrí-Sámsstöðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.