Tíminn - 09.10.1943, Side 2

Tíminn - 09.10.1943, Side 2
386 TÍMXN, langardagiim 9. okt. 1943 97. blað ..... ^imtnn Ltmgardugur 9. oht. Baráttan við kommúnista Það heyrist alltaf hærra og hærra í þeim röddum, að óáran stjórnmála- og fjárhagslífsins verði aðeins útrýmt með ofbeldi. Annað hvort verði kommúnistar að hefjast til valda eða and- stæðingar þeirra að taka hönd- um saman til að beita þá þeirri meðferð, sem þeir hafa hugað öðrum. Það er næsta furðulegt að heyra þessar raddir um líkt leyti og þjóðin ætlar að ráða fullveldismáli sínu til lykta. Hver myndi verða tiltrú hinna voldugu lýðræðisríkja til íslend- inga, ef þeir grundvölluðu harð- svíraða ofbeldisstjórn á sama tíma? Mundu þau telja rétt að viðurkenna sjálfstæði smáþjóð- ar, er eigi héldi betur á málum sínum en það, að annar helm- ingur hennar héldi hinum helmingnum í heljargreipum kúgunarinnar? Það er áreiðanlega óhætt að segja það strax, að leið ofbeldis- ins verður aldrei leið björgunar- innar, heldur enn meiri ófarn- aðar og álitsleysis. Ein helzta orsök ríkjandi öng- þveitis er vaxandi vegur þeirra manna, sem tigna kúgunar- skipulagið rússneska og vilja taka það til fyrirmyndar hér á landi. Með lævísum áróðri hefir þessum mönnum tekist að ná yfirráðum í verkalýðsfélögunum og að skapa um sig allsterkan flokk. í seinustu kosningum voru þeir eini flokkurinn, er bættu verulega fylgi sitt. Þessi fylgisaukning kommún- ista hefir orðið til þess, að margir andstæðingar þeirra hafa ekki séð, nema tvö úrræði til að vinna gegn þeim. Annað úrræðið er að haga málflutningi sínum eins og kommúnistar, bjóða sumu yfir- boðin og þeir og reyna að vinna sér fylgi á þann hátt. Vegna þessarar samkeppni við komm- únista hefir Alþýðuflokkurinn og stór hluti Sjálfstæðisflokks- ins ekki þorað að gera neitt á Alþingi, sem var andstætt kommúnistum. Það er aðalorsök aðgerðarleysisins þar. Hitt úrræðið er að blása í mikla herlúðra og heimta mynd- un einnar breiðfylkingar, þar sem bændur samfylgtu með strðsgróðavaldinu, til að taka kommúnista sömu fantatökum og þeir hafa hugað öðrum. Þetta heróp eykur aðeins liðstyrk kommúnista, því að stríðsgróða- valdið yrði uppistaða slíkrar breiðfylkingar og margir óska allra sízt eftir harðstjórn þess. Það er hvorugt þessara úr- ræða, sem gildir. Þekktur brezk- ur stjórnmálamaður bað ný- lega hina afturhaldssamari landa sín^ að láta ekki kom- múnistahræðsluna spilla sam- búð Breta og Rússa. Hann sagði: Óttist ekki kommúnism- ann. Ef við komum húsi okkar 1 lag, reynist hann óskaðlegur. Það er þetta, sem Framsókn- arflokkurinn hefir haldið fram og barist fyrir. Það, sem þarf til að kveða niður kommúnismann, er að gera nægar umbætur, verklegar og félagslegar. Það þarf starfhæft, framsýnt stjórn- skipulag, sem tryggir hverjum manni atvinnu og sæmilega af- komu. Það þarf að jafna að- stöðumuninn í þjóðfélaginu, svo að enginn þurfi að finna til þess að hann sé í einskonar undirstétt og verði að eiga brauð sitt og rétt sinn undir náð ann- ara. Það, sem næst liggur fyrir að gera, er að leysa dýrtíðarmálin á heilbrigðan hátt. Stéttirnar hafa nú það mál til meðferðar. Nái þær ekki samkomulagi, verður Alþingi að leysa málið, án tillits til þess, hvort yfirboð kommúnista ganga í þá eða aðra átt. Þessi lausn verður að ná mjög róttækt til stríðsgróða- valdsins, svo að alþýða manna þurfi ekki að óttast að verið sé að hlúa að því. Lausn dýrtíðar- málsins þurfa síðan að fylgja miklar verklegar og félagslegar Eysicinn Jónsson: Eíga vinnandi Sramleiðend- ur og verkamenn að berjast? (Fyrri greín) ÞINGFRÉTTIR TÍMANS Mínkairv. visað frá Neðri deild hefir með rökstuddri dagskrá vísað frá frumvarpi Péturs Ottesens um bahn gegn minkaeldi. Dagskráin var sam- þykkt með 17:8 atkv. Þess er eigi sjaldan minnzt, hve stórfelldar framfarir hafa orðið á íslandi síðustu áratug- ina. Það er ekki óalgengt að heyra menn, sem hamast hafa gegn mörgu því, sem mest er til framfara talið og menningar- auka, hafa það eftir útlending- um, að þeir hafi fallið í stafi, er þeir urðu þess áskynja, hverju 120 þús. menn í strjál- býlu landi gátu áorkað á tiltölu- lega fáum árum. Hvað sem líður vitnisburðum erlendra manna um þetta, þá er það víst, að þegar ísl. menn ræða þessi efni á þann hátt, að eigi á úr að verða ádeila á ná- unganum, þá kemur þeim sam- an um að til stórvirkja verði að telja framfarir þjóðarinnar í verklegum og félagslegum efn- um. Um það er tæpast hægt að deila, að hraðstígastar voru al- mennar framfarir í landinu síðasta hálfan annan áratug fyrir styrjöldina og þó raunar nánar tiltekið síðustu 12 árin áður en ófriðurinn brauzt út. Þó var síðari hluti þessa tíma- bils eigi hentugur landsmönn- um til stórátaka, þar sem yfir skall hin versta viðskiptakreppa, sem bitnaði geysi-hart á okkur íslendingum sérstaklega á þann hátt, að við misstum á örstutt- um tíma bezta markaðinn fyr- ir aðalútflutningsvöruna. Eigi að síður voru verklegar fram- farir í landinu á þessum árum meiri en nokkru sinni fyrr. Nú er það fjarri mér að rekja allar framfarir beint til stjórn- málaafskipta. Eigi að síður er það þó staðreynd, að stefna sú, sem fylgt er í stjórnmálum, verður áhrifaríkust um það, hversu sækist um framfarir með þjóðinni. Allar mestu framfarir í lög- gjöf og stjórnarframkvæmdum athafnir, sem tryggi öllum góða afkomu. Þetta er leiðin, sem þarf að fara. Um þessa stefnu þurfa allir að sameinast,sem ekki vilja láta breiðfylkingarnar til hægri og vinstri, stríðsgróðamennina og kommúnistana, skapa enn meira öngþveiti og glata frelsi og virðingu þjóðarinnar til fullnustu. Það þarf sterkan, um- bótasinnaðan miðflokk. Leiðin úr ógöngunum eru miklar verk- legar og félagslegar umbætur á lýðræðisgrundvelli en ekki of- beldi og harðstjórn. Þ. Þ. síðustu ára eiga rætur sínar að rekja til þess samstarfs, sem tekizt hefir tvívegis um nokkur ár 1 hvert sinn með samvinnu- mönnum í landinu og umbóta- sinnuðum verkamönnum. Sam- starf þetta hefir orðið fyrir for- ystu Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins og var burðar- ásinn í stjórnmálum landsins fram til ársins 1938. Verður hér eigi rakin sú mál- efnasaga, en hægurinn hjá að gera slíku nokkur skil í tómi. Því fór víðs fjarri, að sam- starf þessara flokka væri óá- talið af öðrum, og er slíkt ekki tiltökumál, ef í hóf er stillt. Um- bótabarátta þessi sætti full- komnum ofsóknum úr tveimur áttum, til jafns við það, sem þær hafa mestar orðið hér í landi, og er þá mikið sagt. Ann- ars vegar stóðu forkólfar sam- keppnisstefnunnar í landinu og börðust gegn tekjuöflun og því, að allt yrði „skipulagt“ eins og það var kallað. Hins vegar stóðu forkólfar kommún- ista og buðu verkamönnum í landinu sína forsjá, boðuðu fjandskap við umbætur á lýð- ræðisgrundvelli og trú á niður- rifsstarfi, sem enda ætti í bylt- ingu og einhliða valdatöku verkamanna. Samkeppnismenn lögðu fyrst áherzlu á að kljúfa samstarfið með því að boða nauðsyn þess, að bændur hefðu einhliða sjón- armið atvinnurekenda og ættu að snúast gegn verkamönnum í stað þess, að starfa með þeim. Um stundarsakir varð það á- gengt, að þeir moluðu utan úr Framsóknarflokknum, en eigi leið á löngu unz reynslan sýndi ótvírætt, að bændastétt lands- ins gat eigi leyst brýnustu nauðsynjamál sín í samstarfi við þá, er stefnunni réðu í flokki samkeppnismanna. Leið- réttist þá sá glundroði í fylk- ingu samvinnumanna, er orðið hafði um skeið. Eins og áður er að vikið, urðu hinir stórfelldustu fjárhags- örðugleikar á vegi þjóðarinnar nokkrum árum fyrir styrjöldina. Þótt allt væri gert, sem fram- kvæmanlegt var talið, til þess að brjótast yfir örðugleikana, gat enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir, að þjóðin yrði þeirra tilfinnanlega vör. Þessa örðugleika notuðu and- stæðingar umbótaflokkanna sér (til fullrar hlítar og náði sá leik- ur jafnvel út fyrir landsteinana, svo sem því miður er ekki eins dæmi í stjórnmálasögu lands- ins. Hámarki sínu náði þessi bar- átta þegar forkólfar kommún- ista og samkeppnismanna sam- éinuðust um að vinna gegn for- vigismönnum umbótasinnaðra verkamanna innan verklýðsfé- laganna, sameinuðust um að fá verkalýðinn með verkföllum til þess að trufla atvinnulíf landsmanna, þegar mest á reið, og gera þannig stjórninni ó- kleift að hafa vald á atvinnu- og fjárhagsmálum þjóðarinnar. (Hafnarfjarðardeilan fræga er gott dæmi' um þetta.). Þegar hér var komið höfðu fulltrúar samkeppnismanna al- veg snúið við blaðinu. Nú lögðu þeir ekki lengur megin- áherzlu á, að bændur gætu ekki átt samleið með verkamönnum, eins og gert var meðan þeir höfðu von um að geta komið samstarfi umbótaflokkanna fyr- ir kattarnef með því að kljúfa Framsóknarflokkinn. Nú voru þeir allt í einu orðnir verka- mannaforkólfar sjálfir og léku það hlutverk af jafnmiklum á- kafa og hið fyrra. Umbótasinnuðum verka- mönnum tókst eigi að standast áhlaup þessi, enda voru þeir beittir tangarsókn fullkomlega, þar sem kommúnistar sóttu fram á aðra hönd og forkólfar samkeppnismanna á hina, og eigi var vandað til vopnanna. í þessum átökum klofnaði Al- þýðuflokkurinn, stjórnarsam- starfið rofnaði og síðan hefir eigi staðið stundinni lengur á Alþingi nokkurt samstarf um ákveðna stefnu í innanlands- málum þjóðarinnar. Hefir það sýnt sig áþreifanlega, að ekki hefir tekizt að leysa vandamál landsmanna í heild sinni þann- ig síðan, að nokkur telji viðun- andi. Þjóðstjórnin var nauðsyn eins og komið var og vann ýms þörf verk, ekki sízt í sambandi við hernám landsins og yiðskipt- in við aðrar þjóðir, sem án efa verða að verðleikum metin síð- ar. Framan af vann hún vel að nauðsynlegum ráðstöfunum vegna erfiðleika atvinnuveg- anna, en þegar að því kom að leysa innlandsmál þau, sem að- kallandi urðu vegna áhrif ófrið- Samkvæmt dagskránni var frv. vísað frá í trausti þess að ríkisstjórnin gerði þessar ráð- staf anir: „1. Láti fræðimenn rannsaka, hver áhrif það mundi hafa á dýralíf landsins og gróöurfar, ef minkar yrðu villt dýr á íslandi. 2. Láti þegar endurskoða lög- gjöfina um loðdýrarækt með það fyrir augum að fyrirbyggja betur en nú er gert, að minkar sleppi úr haldi, með því m. a. að heimilað sé að svipta menn loðdýraræktarleyfum og drepa minkastofn þeirra fyrirvara- laust, ef búr og girðingar eru ekki nægilega tryggilegar eða þeir gæti ekki ýtrustu varkárni í því að láta dýrin ekki sleppa, fyrirskipa merkingu aliminka og setja strangari refsiákvæði við að láta minka sleppa úr haldi. 3. Geri auknar ráðstafanir til að útrýma villimink. Þeir, sem greiddu atkvæði sitt með dagskránni, munu m. a. hafa byggt afstöðu sína á því, að ósannað væri, hvort villi- minkar gætu þrifizt hér til langframa, t. d. í hörðum árum, en ef svo reyndist, væri ósannað, hvort þeim villiminkum, sem hér væru nú, yrði útrýmt og væri þá lítill hagur í því að fella minkastofninn, ef villiminkur yrði hér hvort eð er. Þess vegna vildu þeir ekki fallast á frv. fyrr en meiri reynsla lægi fyrir. Umræðnr um nýbýla- málið. Þingsályktunartillaga Fram- arins, varð engin stefna fundin, er starfhæfur meirihluti gæti myndast um, og svo stendur enn í dag. Framsóknarflokkurinn reyndi sem miðflokkur í landinu að eiga hlut að myndun slíks meiri- hluta um vandasömustu verk- efnin með Sjálfstæðisflokknum, þegar fyrir lá að eigi var unnt að fá slík samtök gerð með full- tingi Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins saman. Allir vita, hvernig á því starfi var haldið af hálfu Sjálfstæðisfl. Allir þekkja og afleiðingar þess. Niðurrífsöflin í landinu unnu sigur árið 1938 undir forustu kommúnista og margra af for- kólfum samkeppnismanna, og það er þýðingarlaust að loka augunum fyrir því, að þau hafa færst í aukana síðan og þó sér- staklega við síðustu kjördæma- breytingu, og þau halda enn velli á Alþingi. . Frh. sóknarflokksins um rannsókn á skilyrðum til nýbýlamyndunar er komin til 2. umræðu í sam- einuðu þingi. Tillagan og grein- argerð hennar hefir áður ver- ið birt í blaðinu. Sveinbjörn Högnason fylgdi tillögunni úr hlaði við fyrstu umræðu. Hann gat þess, að síðan 1936, er nýbýlalögin voru sett, hafi verið stofnuð 300 ný- býli. Sum þeirra hefðu senni- lega ekki nóg land og væru ekki heldur á hinum ákjósan- legustu stöðum. Stafaði þetta af því, að ekki væri alltaf auð- velt að fá hin hagkvæmustu lönd. Tillagan gerði því ráð fyrir, að nýbýlastjórn gerði heildarrannsókn á því, hvar væri bezt að stofna nýbýli og nýbýlahverfi og yrði síðar við stofnun nýbýla byggt á þeirri rannsókn. Þau tíðindi gerðust við þessa umræðu, að fulltrúi kommún- ista, Þóroddur Guðmundsson, réðist gegn tillögunni með miklu offorsi. Kvað hana að vísu líta sakleysislega út, en markmið hennar væri aðeins að skapa möguleika fyrir Framsóknarflokkinn til að gera kröfur um ný miljónaframlög til landbúnaðarins Jafnframt bar hann Framsóknarflokkinn hinum mestu svívirðingum. Allir þingmenn kommúnista sátu hjá við atkvæðagreiðslu um að vísa tillögunni til 2. um- ræðu. Sjást hér enn sem fyrr heilindi kommúnista. Þeir þykj- ast vera með stofnun nýbýla- hverfa, en þegar rannsaka á skilyrði fyrir _þau, snúast þeir öndverðir á móti. Ákvæðisvinna. Efri deild hefir samþykkt samhljóða þingsályktunartillögu frá Jónasi Jónssyni um að skora á ríkisstjórnina að afla frá Rússlandi og Bandaríkjunum sem allra ýtarlegastra heimilda um skipulag ákvæðisvinnu í þessum löndum í öllum aðal- greinum framleiðslunnar og leggja niðurstöður þeirrar at- hugunar fyrir Alþingi. Ýms fruinvörp. Eysteinn Jónsson flytur frv. um lendingarbætur í Stöffvar- firffi. Ríkisstjórnin flytur frv. til laga um innheimtu skatta og útsvara. Samkvæmt því skal ný stofnun, innheimtustofnun rík- isins, annast innheimtu skatta og útsvara í Reykjavík. Stofn- un þessi skal hafa sérstakan yfirmann, er nefnist innheimtu- stjóri. Yllhelm Keilliau: Daumörk Grein þessi birtist nýlega- í „Norsk Tidend“. Höfundurinn er er norskur háskólakennari í hagfræffi, sem hefir unniff sér álit fyrir ritgerffir um alþjóffamál. - fram í þessari grein mun þykja Danmörk hefir skipað heið- urssess "í sögu síðustu aldar: Danmörk var fyrsta landið, sem reis upp til varnar með vopn í hönd, er Þjóðverjar hófu hina nýju landvinningastefnu síná. Danmörk háði tvö stríð ein síns liðs gegn árásarliðinu sunnan að. Herfarir Þjóðverja 1848 og 1849 urðu árangurslausar. Danir héldu velli. En árið 1864 urðu þeir að láta undan ofureflinu. Á því ári myndaðist sú van- máttarkennd eða „trúin á ósig- urinn“, sem smitaði franska herinn undir forustu Bazaines 1870 og herskara Gamelins 1940. í Danmörku var þessi vanmátt- arkennd orðin svo sterk, að Danir gengu undir böðulsöxina 9. apríl 1940, án þess að gera teljandi tilraun til að beita vopnum til varnar. Við þessa uppgjöf var brotið nýtt blað í sögu Danmerkur. Þetta land, sem fyrir þremur - Hugmynd sú, er hann varpar nýstárleg og djarfleg. aldarfjórðungum hafði boðið Þýzkalandi byrginn eitt síns liðs, gerðist nú fyrst til að gefast upp baráttulaust. Danir höfðu sterk rök sér til afsökunar. Eng- inn hefir heldur orðið til þess að áfellast þá í raun og veru. En uppgjöfin 1940 var næsta dapurleg í samanburði við minn- ingarnar um hetjubaráttuna í Slésvíkurófriðnum. Það var éngu líkara en saknaðarstef Björn- sons, er hann kvað 1864, hefðu allt í einu rætzt í þessari síð- ustu og verstu heimsstyrjöld: Da siden du sejlte í Kattegat, det var sá tyst. Der lá kun en tysk admiralfregat under Skánes kyst. Atburðir þeir, sem orðið hafa síðustu vikurnar, hafa óvænt og snögglega rofið þögnina. Fregn- irnar um verksmiðjur, sem sprengdar hafa verið í loft upp víðs vegar um landið, og dönsku herskipin, sem var sökkt, er þau gátu ekki komizt undan, hafa sýnt gervöllum heiminum, a.ð- enn lifir í gömlum glæðum í Danmörku. Það er ef til vill of snemmt að gera sér grein fyrir því, hve harðsnúin og langvinn hin nýja andstaða muni verða í Danmörku. En óhætt er að fullyrða, að með atburðunum í ágúst 1943 hafi á nýjan leik orð- ið þáttaskipti í sögu dönsku þjóðarinnar. Alþýða manna hef- ir sagt hinu þýzka stórveldi stríð á hendur bæði í orði og verki. Enda þótt Danmörk taki í orði kveðnu ekki þátt í stríð- inu, hefir danska þjóðin skipað sér í fylkingu. Þessi nýja afstaða, sem Danir hafa tekið, mun hafa mikla þýðingu fyrir stjórnmálin á Norðurlöndum, að lokinni styrj- öldinni. Það eru engar líkur til, þess framar, að Danir láti blekkjast til fylgis við þá, sem halda því fram, að Norðurlönd eigi að stofna nýtt samband sín á milli á grundvelli hlutleysis- stefnu þeirrar, er svo illa heíir gefizt. Það ætti líka að vera al- veg óhætt að gera ráð fyrir því, að Danmörk muni vilja vígbú- ast eftir ófriðinn og danska þjóðin muni fús til þess að leggja sinn skerf til landvarna bandalagsþj óðanna. En jafnframt þessu verður aö hafa það hugfast, að Danmörk mun jafnan verða veikur liður í varnarkerfinu gegn Þýzka- landi, ef það fær bolmagn til hefndarstríðs á nýjan leik. Enda þótt Danmörk vígbúist eftir föngum, verður þessari stað- reynd ekki haggað, nema með því móti að breyta hinni land- fræðilegu afstöðu. Það verður því eitt af höfuðúrlausnarefn- um bandalagsþjóðanna, áður en fullur friður er saminn, að finna ný úrræði til að tryggja Danmörku gegn árásum. í því sambandi er réttmætt að rifja það upp, að Bismark og Moltke völdu einmitt Slesvík- Holstein sem fyrsta fórnar- lambið, er þeir hófu landvinn- ingastefnu sína. Landránið 1864 var fyrsti hornsteinninn að þýzka heimsveldinu. Fram til 1864 var allt veldi Prússlands bundið við meginlandið. Eftir innlimun Slesvík-Holsteins gat þýzka herveldið einnig teygt hramminum ógnandi út á hafið. Með því að svipta Þýzkaland Slesvík-Holstein, verður land- fræðileg afstaða þess allt önnur og óhægari líkt og Prússlands til forna. Nú má ekki gera ráð fyrir því, að Danmörk hafi nægilegt bol- magn til að ráða yfir Slesvík- Holstein. Það er ekki heldur hægt að benda á þjóðernisleg og stjórnarfarsleg rök til að sam- eina hin fornu hertogadæmi Danmöfku. Úrræðið, sem grípa verður til, er því að gera Sles- vík-Holstein að yfirráðasvæði bandalagsþjóðanna í samein- ingu. í grein, sem nýlega birtist frá minni hendi í þriðja bindi af „Solidarity", hefi ég vakið máls á þessu úrræði. Ég hefi stungið upp á, að Slesvík-Holstein verði gert að verndarríki undir stjórn bandalagsþjóðanna. Tillaga mín gengur líka út á það, að her- togadæmin verði skýrð upp, og nefnd hinu fornsögulega nafni Kímbría, enda verði þar aðalbækistöð fyrir væntanlegan alþjóðaher, sem mundi fá þar hina æskilegustu hernaðarlega aðstöðu. Ef horfið væri að þessu ráði, myndi það veita nægilega tryggingu gegn þýzkum tilraun- um til að hrinda af stað þriðju heimsstyrjöldinni. Það mundi einnig leysa hið danska vanda- mál, sem bandalagsþjóðirnar yfirleitt, en einkum Norðurlönd, mættu vel við una. Til þess að koma í veg fyrir misskilning, skal það tekið fram, að þessi hugmynd um Kimbríu, er algerlega frá eigin brjósti runnin. En mér virðist hún vera þannig vaxin, að hún sé þess verð að vera athuguð og rædd af öllum þeim, er láta sig nokkru skipta hin miklu viðfangsefni um frið og öryggi á ókomnum tímum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.