Tíminn - 21.10.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI:
ÞÓRARINN ÞÖRARINSSON.
ÚTGEFANDI:
FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.
Símar 3948 og 3720.
RITST J ÓR ASKRIFSTOFUR:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Sími 2323.
27. árg.
Reykjavík, fimmtnclagiim9 21. okt. 1943
103. blað
Þátttaka Islands í hjálparstarí
semi sameínuðu þjóðanna
*
Alyktun sampykkt í sameínuðu piogi
Á fundi í sameinuðu Alþingi í fyrradag var samþykkt svohljóð-
andi tillaga til þingsályktunar frá ríkisstjórninni um aðild ís-
lands í hjálpar- og endurreisnarstofnun hinna sameinuðu þjóða:
„Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórn íslands að gerast aðili
fyrir hönd íslands í hjálpar- og endurreisnarstofnun hinna
sameinuðu þjóða.“
Framsöguræða
utaiiríkismálaráð-
lierra.
leið
og tillagan var lögð (
sameinað Alþingi fylgdi
utanríkismála-
úr hlaði með
Bandaríkjanna
Um
fyrir
Vilhjálmur Þór
ráðherra henni
þessari ræðu:
„Ríkisstjórn
hefir boðið ríkisstjórn íslands
að vera aöili í hjálpar- og end-
urreisnarstofnun hinna sam-
einuðu þjóða.
Ríkisstjórnin hefir rætt þetta
mál á mörgum fundum með ut-
anríkismálanefnd og er nefnd-
in og ríkisstjórnin einhuga um
að vilja ta'ka þessu boði, og
leggja málið fyrir hið háa Al-
þingi eins og nú er gert.
Ég hefi áður gert háttvirtum
þingmönnum grein fyrir skyld-
um og réttindum þátttakenda
og fyrirkomulagi stofnunarinn-
ar og tel því óþarft að endur-
taka það hér.
* Tilgangur stofnunarinnar er
að hjálpa á svæðum, sem eru
undir eftirliti einhverra hinna
sameínuðu þjóða, hjálpa þeim,
sem búa við skort og lina þján-
ingar þeirra, sem líða hörm-
ungar vegna stríðsins eða af-
leiðinga þess. — Er ætlunin, að
hjálpin verði veitt, meðal ann-
ars, með matvæla- og fatnaðar-
framlögum, útvegun húsnæðis,
læknishjálp og fyrirbyggingu út-
breiðslu farsótta og pesta, að-
stoð við heimflutning fanga og
útlaga, aðstoð við endursköpun
iðnaðarframleiðslu og endur-
reisn þýðingarmikilla stofnana.
Það er augljóst, að íslenzka
þjóðin, með því að gerast aðili
í þessari hjálparstarfsemi, tekst
á hendur skuldbindingar um
fjárgreiðslur og matvæli, þó
innan þeirra takmarka sem við-
ráðandi verða.
Það hefir því miður orðið svo,
að við höfum eigi komizt hjá að
missa marga góða hrausta
menn, sem hafa látið lífið af
völdum ófriðarins, m. a. er
mörgum skipum okkar hefir
verið sökkt. Engu að síður ber
oss að hafa það vel í huga, að
hlutskipti íslenzku þjóðarinnar,
það sem af er þessu stríði, hefir
að öðru leyti verið það að hafa
nóg matvæli og fjárhagsafkoma
betri en áður var.
En þegar við hins vegar hugs-
um til þeirra mörgu þjóða, sem
nú eiga við hin bágustu kjör að
búa, sem liðið hafa og líða enn
af völdum ófriðarins hungur og
allskonar hörmungar, þá ætla
ég, að við hér séum allir einhuga
um, að það sé bæði rétt og sjálf-
sagt, að ísland gerist aðili í
þessu göfuga samstarfi hinna
sameinuðu þijóða í þágu misk-
unnsemi, mannúðar og bróður-
þels.
Ég tel öruggt og víst, að
drengskapur og skapgerð ís-
lendinga sé enn svo, að þeir allir
standi sem einn maður að baki
hinu háa Alþingi í þessu máli.
Með þessum orðum vildi ég
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar
hafa mælt með 'tillögu til þings-
ályktunar á þingskjali 195.“
Tilliögun og fram-
kvæmdastjórn.
Um fyrirkomulag og fram-
kvæmdastjórn hjálpar- og end-
urreisnarstofnunarinnar skal
þetta tekið fram:
Hver þátttakandi ríkisstjórn
skal skipa einn fulltrúa, án til-
lits til stærðar þjóðarinnar, til
þess að taka sæti í ráði, sem á-
kveður aðallínur um stdsí stofn-
unarinnar og framkvæmdir.
Ráðið skal halda a. m. k. tvo
reglulega fundi á ári, en koma
saman til aukafunda, þegar
miðstjórnin ákveður.
Miðstjórn skipuð fulltrúum
Bandaríkjanna, Kína, Sovét-
Rússlands og Stóra-Bretlands,
skal fara með völd ráðsins,
þegar það er ekki samankomið.
Vörunefnd skal skipuð fulltrú-
um þeirra ríkja sem líkleg eru
til að verða aðalframleiöendur
þeirra vara, sem nota þarf í
starfi stofnunarinnar. — Nefnd-
in skal tilnefnd af miðstjórn-
inni og staðfest af ráðinu.
Evrópunefnd skal skipuð ráðs-
fulltrúum eða varafulltrúum
ríkisstjórna þeirra þjóða, sem
lönd eiga innan Evrópu og ráðs-
fulltrúum þeirra annara ríkis-
stjórna, sem beinna hagsmuna
hafa að gæta við hjálparstarf-
ið í Evrópu. Á sama hátt skal
skipuð nefnd fyrir Asíu.
Evrópunefndin kemur í stað-
inn fyrir „Inter-Allied Commit-
tee on post war relief“, sem sett
var á laggirnar í Lundúnum 24.
sept. 1941, og skulu skjöl þess-
arar nefndar gerð aðgengileg
Evrópunefndinni.
Aðrar fastar nefndir, sem tai-
ið verður æskilegt að setja á
stofn, getur miðstjórnin tilnefnt
og ráðið staðfest.
Affal-framkvæmdastjóri velur
ráðið eftir samhljóða tilnefn-
ingu miðstjórnarmanna. Hann
fær fullt umboð til framkvæmda
innan þeirra aðallína, sem gefn-
ar verða af ráðinu og miðstjórn-
inni. Hann hefir vald til að
velja sér aðstoðarframkvæmda-
stjóra, fulltrúa og sérfræðinga,
eftir því, sem hann telur þörf á.
Skuldbindingar þátttakenda:
Allur kostnaður við sendingu
fulltrúa á samkomu stofnunar-
innar skulu greiddar af ríkis-
stjórn þeirri, sem fulltrúann
sendir.
Áætlun um stjórnarkostnað
skal aðalframkvæmdarstjórinn
gera fyrir ár hvert og auka-á-
ætlun þegar þurfa þykir. Þeg-
ar ráðið hefir fallizt á áætluri-
ina, skal kostnaðinum skipt
niður á þátttakandi ríkisstjórn-
ir í því hlutfalli, sem ráðið á-
kveður. •— Ríkisstjórnirnar lofa
að greiða til framkvæmdastjórn-
arinnar þannig ákveðinn hluta
þeirra í stjórnarkostnaðinn, þó
aðeins innan þess ramma, sem
stjórnarfarslegur réttur þeirra
veitir.
Um vöruforffa og föng: Að svo
miklu leyti, sem löggjafarvaldið
heimilar, skal hver þátttakandi
stjórn leggja sinn skerf til að
halda uppi stofnuninni til þess
að framkvæma ákvæði um til-
gang hennar. Framlag og form
þess skerfs skal ákveðið með
vissu millibili af löggjafarvald-
inu. Gerð skal grein fyrir öllum
slíkum framlögum er stofnunin
tekur við.
Úrsögn: Ríkisstjórnirnar geta
sagt sig úr þátttöku hvenær sem
er, þegar liðnir eru sex mánuð-
ir frá því að þátttaka hófst. Slík
úrsögn kemur í gildi 12 mánuð-
um eftir að hún berst aðalfram-
kvæmdastjóranum að tilskildu
því, að ríkisstjórnin hafi þá innt
(Fravih. á 4. siSu)
Skýrsla stjórnar Mjólkursamsölunnar
Reykvíkingar haia aldrei f engið meiri
mjólk að haustlagi en einmitt nú
Áthyglisveróar upplýsíngar um mjólkurbúðír AlÞýðubrauðgerðarinnar
Tímanum heíur borizt mjög glögg og rækileg skýrsla frá stjórn Mjólkursam-
sölunnar um ádeilur þær, sem mjólkursalan í bænum hefir sætt undanfarið. Kem-
ur þar margt merkilegt í ljós og eru afhjúpaðar margar rangar staðhæfingar, er
áður hefir verið haldið fram í þessu máli.
Athyglisvert er t. d. það, að Alþýðublaðið hefir allra blaða harðast gagnrýnt
mjólkurbúðirnar í bænum, en við athugun kemur í ljós, að heilbrigðisyfirvöldin
telja búðir Samsölunnar í góðu lagi, en hinsvegar reynast mjólkurbúðir þær, sem
stuðningsfyrirtæki blaðsins, Alþýðubrauðgerðin, rekur, algerlega óforsvaranlegar. Sýn
ir þetta vel heilindin hjá þeim mönnum, er fremstir hafa verið í árásunum á Sam-
söluna.
Skýrsla stjórnar Samsölunnar fer hér á eftir:
Vegna ýmissra villandi og
rangra ummæla um mjólkur-
söluna hér í bænum undanfarið,
vill stjórn Mjólkursamsölunnar
upplýsa eftirfarandi atriði, til
réttari skilnings á þeim mál-
um, fyrir þá, sem vilja vita hvað
rétt er, er þessi mál eru rædd:
Mjólkurskorturinn
Það, sem mest hefir verið rætt
síðustu daga hér í bænum, er
skorturinn á neyzlumjólk, sem
nú hafa verið nokkur brögð að
um stund. Það kemur vissulega
óþægilega við marga 'borgarbúa,
og því hægt að vekja margs kon-
ar gremju og fullyrðingar, sem
á lítilli sanngirni eru reistar,
þegar nánar er að gætt. Þau at-
riði, sem einkum ber að kynna
sér, þegar rætt er eða ritaö um
þetta efni eru: Hin gífurlega
fólksfjölgun í bænum á síðustu
árum, framleiðslumagnið og að-
staðan til framleiðslunnar, og
hvað gert hefir verið eða ógert
látið til að bæta úr þeim ágöll-
um og erfiðleikum, sem hér
koma fram.
Árið 1934, þegar söluskipulag-
inu um mjólk og mjólkurafurðir
var komið á, var fólksfjöldi í
bænum 34.231, en öll mjólkur-
framleiðslan á verðjöfunarsvæð-
inu talin vera, eftir því sem næst
var komist, 6.3 milj. lítra. Var
þá mjólkurskortur að haustinu
engu síður en nú og hann í
miklu stærri stíl en nú er. Sam.-
svarar það mjólkurmagn um y2
lítra mjólkur á dag á hvern íbúa
bæjarins áíúð 1934. Nú er mann-
fjöldi 1942~talinn vera 40.902 en
mjólkurframleiðslan á verðjöfn-
unarsvæðinu nam það ár 15.5
milj. lítra. Samsvarar það því að
um rúman 1 lítra mjólkur sé að
ræða á dag á hvern íbúa bæj-
arins, eða meira en helmingi
meira en 1934. — Nú er þessarar
mjólkur allrar að vísu ekki þörf,
ef framleiðslan væri allt af
jöfn. En eins og kunnugt er,
verður hún jafnan langminnst
að haustinu, sem bæði er a.ö
kenna veðráttu og burðartíma
kúnna. En sé hins vegar borið
saman það mjólkurmagn, sem
nú er á boðstólum hér yfir
hausttímann og það magn, sem
verið hefir á sama tíma undan-
farandi ár, þá kemur sams kon-
ar aukning í ljós eins og eftir-
farandi skýrsla sýnir:
Mjólkurmagn það, sem
látið hefir verið úti frá
mjólkurstöðinni hér, að frá-
dreginni mjólk til setuliðs-
ins, nam að meðaltali á dag:
í sept. 1939: 15.059 ltr.
- — 1940: 15.871 —
- — 1941: 19.510 —
- -- 1942: 19.225 —
- — 1943: 23.309 —
I framhaldi af þessu er svo
þess að geta, að fyrstu 7 daga
yfirstandandi októbermánaðar
hefir mjólkurstöðin látið úti að
meðaltali 23.824 lítra á dag,
auk þeirrar mjólkur, sem farið
hefir til setuliðsins. Eins og
skýrsla þessi ber með sér, er
salq,n á dag í bæinn 4.084 lítr.
meiri á dag en s. 1. ár og 8.250
lítrum meiri á dag en árið 1939,
— árið áður en setuliðið settist
hér að. — Haustið 1942 var hér
um engan mjólkurskort að ræða
með 19.225 lítra daglegri sölu.
Hinn 31. ág. þ. á. og aftur 1.
okt. óskaði framkvæmdarstjóri
Mjólkursamsölunnar, að stjórn
Samsölunnar ákvæði, hvort
halda skyldi áfram sölunni á
mjólk til setuliðsins, og var það
í bæði skiptin ákveðið að sú
sala skyldi haldast óbreytt
fyrst um sinn, þar sem fyrir lá:
1. Að í bæinn fór rúmum 4
þús. lítrum meira daglega, en
síðastliðið haust, þegar um eng-
an skört var að ræða.
2. Þar sem setuliðið hafði lát-
ið á sér skilja, að viðskiptin við
það myndu mjög óviss fram-
vegis, ef dregið yrði að ráði úr
því magni, sem það fékk þá.
Það, sem stjórn Mjólkursam-
sölunnar hafði við að styðjast
í þessu efni, kemur greinilega
fram í bréfi forstjóra Mjólkur-
bús Flóamanna, hr. Stefáns
Björnssonar, — en þar segir
svo m. a.:
„í sumar mætti Captain Harry
J. Robertson hér fyrir hönd
setuliðsins. Þegar ég, eitt sinn
í sumar, benti Captain Robert-
son á það, að svo hlyti að fara,
að draga yrði úr mjólkursölu til
setuliðsins í haust, eða að jafn-
vel yrði að svifta það allri mjólk,
ef mjólkurskortur yrði, skýrði
hann mér frá því, að þar sem
setuliöið hefði samkv. beiðni ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar, keypt
meira af mjólk framan af sumri
en það hefði kært sig um, gæti
það ekki sætt sig við það, að
mjólkurmagn það, er það fengi
nú daglega, yrði skert til muna,
eða salan stöðvuð í haust. Hann
lét einnig svo um mælt, að ef
mjólkurskammtur setuliðsins
yrði minnkaður í haust, mundi
hann ekki fást aukinn aftur,
þótt þess yrði óskað......“
Með þetta tvennt fyrir aug-
um: stórum meira magn til sölu
í bæinn nú en síðastliðið haust,
og hættuna á því að missa mjög
hagkvæman markað ef dregið
yrði til muna úr magni því, sem
setuliðið fékk, — þá ákvað
stjórn Mjólkursamsölunnar tví-
vegis, — (en ekki forstjóri henn-
ar eins og látið hefir verið í
veðri vaka) að salan til setuliðs-
ins héldist óbreytt, — og þar
sem það var þá einnig vitað, að
um skort gæti aldrei verið að
ræða, nema örstuttan tíma.
Stjórnin fékk heldur ekki bet-
ur séð, en að það væri neytend-
um einnig nokkúrt hagsmuna-
mál, að ekki væri að óþörfu,
mikinn hluta ársins, stofnað til
þess, að verulegur hluti mjólk-
urinnar færi í mjög verðlitlar
vörur, eins og til dæmis ost til
útflutnings, sem hefði óumflýj-
anlega í för með sér aukna
kröfu til verðjöf-nunar og þá
hækkunar á verði neyzlumjólk-
ur almennt. Stjórn Samsölúnn-
ar getur ekki í þessu sambandi
látið hjá líða að lýsa undrun
sinni yfir því, hve tekizt hefir að
halda framleiðslunni uppi og
auka hana, þegar tekið er tillit
til þeirrar aðstöðu, sem bændur
hafa átt við að búa undanfarið,
— skort á vinnuafli, óhagstætt
veðurfar í sumar og nú í haust
einhverja þá verstu veðráttu,
sem komið hefir hér á landi um
langa hríð, — eða áratugi a. m.
kosti.
Salan til setuliðsins hefir ver-
ið, sem hér segir fyrstu 7 daga
hvers mánaðar, — og eru þeir
teknir vegna þess hve fáir dagar
eru enn liðnir af þessum
mánuði:
Frá Mjólkurstöffinni:
1,—7. ágúst alls 21.1511/2 iítri
= meðaltal á dag 3021 lítri
1.—7. sept. alls 16.781 lítri
= meðaltal á dag 2397 lítrar
1.—7. okt. alls 9.198i/2 lítri
= meðaltal á dag 1314 lítrar
Hefir magnið hér því verið
minnkað um meira en helming
á dag, skv. ráðstöfunum for-
stjórans eða um 1607 lítra frá
því, sem var í byrjun ágústmán-
aðar. •
Frá Mjólkurbúi Flóamanna
hefir salan verið um 5000 lítrar
á dag og var ekki talin ástæða
til að breyta því af framan-
greindum ástæðum.
Úr þessu magni hefir nú verið
dregið að mun, til að sjá hve
mikið vantar hér á markaðinn,
en það getur aldrei verið stór-
vægilegt samlcv. reynslu undan-
farandi ára. Hins vegar vill
stjórn Mjólkursamsölunnar
benda á það, aö víðar er nú •
mjólkurskortur hér á landi en í
Reykjavík og Hafnarfirði. Hefir
það alltaf átt sér stað í stórum
stíl, þenna hluta árs og það
jafnvel á mörgum sveitaheim-
ilum lika. Bæjai’stjórn Vest-
mannaeyja telur svo mikinn
skort þar á mjólk, að hún hefir
snúið sér til Samsölunnar hér,
og beðið hana um mjólk frá
Mjólkurbúi Flóamanna og boð-
izt til að sækja hana til Stokks-
eyrar. Er talið, að þar hafi kúm
fækkað stórkostlega m. a. vegna
þess, að bæjarmenn telja gróða-
vænlegra að stunda nú aðra at-
vinnu, sem í boði er. — Á ísa-
firði, þar sem bærinn rekur kúa-
bú, er að sögn mikill mjólkur-
skortur, og sum kauptún lands-
ins eru sama sem alveg mjólk-
urlaus eins og oft áður.
En furöulegast í öllum þess-
um árásum á samtök bænda,
fyrir að hafa ekki næga fram-
leiðslu eða að skipta við setu-
liðið lítið eitt með framleiðslu
sína, er það, að þær skuli fram
komá, að mestu leyti, vegna
manna, sem flúið hafa frá fram-
leiðslunni og til kaupstaðanna
hér, — og heldur hafa kosið að
selja ^etuliðinu alla vinnu sína,
heldur en að starfa að fram-
leiðsluvörum landsmanna, sem
þeir^síðan telja sig eiga heimt-
ingu á að fá, hvort sem hún er
til eða ekki, — eða hvort sem
aðrir, sem eftir eru við fram-
leiðsluna, bíða tjón við það eða
ekki.
Vöruvöndunín
Þá koma fram allháværar og
miður sanngjarnar raddir um
að varan sé slæm og eru þar á
meðal lýsingar, sem á einskærri
fáfræði eru byggðar. Sannleik-
urinn er sá, að aðstaðan til
(Framli. á 4. síðu)
Olafur Thors hefír vifnað
í eiðrofsmálinu
Hann tók kostinn, sem verstur var
í gær vitnaffi Ólafur Thors á Alþingi um atburffi þá, sem
gerffust í stjórnarráffinu 17. jan. 1942, eftir aff nokkrir sam-
flokksmenn hans liöfffu neytt hann til aff rjúfa þögn sína
í málinu. Hefir áffur veriff skýrt frá affferff þeirra Sigurffar
Bjarnasonar og Gunnars Thoroddsen til þess aff neyða Ól-
af til aff gefa skýrslu um máliff.
Vitnisburður Ólafs var eins og
vænta mátti. Hann hafði ekki
manndáð til að viðurkenna
sannleikann, en neitaði heldur
ekki afdráttarlaust. Hann taldi
frásögu þeirra Hermanns Jón-
assonar og Eysteins Jónssonar
„fjarri öllum sanni“,lán þess þó
að nefna nánara, hvað rangt
væri í frásögu þeirra. Þá játaði
hann, að hann og Jakob Möller
heffeu að gefnu tilefni gefið H.
J. og E. J. til kynna, að Sjálf-
stæðisflokkurinn myndi ekki
taka kjördæmamálið upp að
fyrra bragði á þinginu 1942 og
myndi heldur ekki styðja till. Al-
þýðuflokksins um, að landið væri
eitt kjördæmi. 1
Annars var ræða Ólafs að öðru
leyti vafningur hins seka, er
reynir að komast hjá kjarna
málsins og ræður því ýms auka-
(Framh. á 4. síðu)