Tíminn - 26.10.1943, Page 2

Tíminn - 26.10.1943, Page 2
414 TtMINN, Þriðjmlagiim 26. okt. 1943 104. blað Þriðiudayur 26, oUt, Fréttabréf nr A. - Húnavatnss vslu Þingfréttir Tímans: Óðalsréttur og eríðaábúð húnvetnskra bænda víð veðurfaríð skemmd voru af kali tólf vikur af sumri. Hófst úr því sláttur1 almennt. Á gömlum og sérstak- lega harðlendum túnum var grasspretta samt undir meðal- lag í fyrri slætti og flæðengi voru í betra lagi, en á hálfdeigri jörð var gras lítið. Þann 24. júlí gerði ofsarok af norðri með miklum kulda, er hélzt í þrjú dægur. Péll þá kart- öflugras í mörgum görðum og náði sér ekki aftur, vegna áfram- haldandi kulda. í ágústmánuði voru frost flestar nætur og stimdum mjög mikil. Háar- s,pretta var engin að kalla. Nýting á heyjum var ágæt fram að höfuðdegi, en þá brá til óþurrka, sem héldust út hey- annatímann. Voru allmikil hey úti, er áfallið kom þann 24. fyrra mánaðar. Fimmtudaginn 23. september s. 1., gerði ofsa norðan veður, sem hélst með mikilli fannkomu alla þá nótt og fram á næsta dag. Birti þá veður og lægði, en þó hélst hríðarveður til fjalla fram á laugardag. Er hríðina birti, var komin mikil fönn í öll- um sveitum héraðsins og engin minni í veðursælustu sveitum fram til dala en á útkjálkum. Voru fannir miklar alls staðar, er í var dró og slétt yfir öll gil. Menn þóttust vita, að fé mundi hafa fennt, en gátu lítið aðhafst til að leita þess vegna annarra aðkallandi anna. Dag- inn fyrir áfallið höfðu menn komið með fénað sinn heim úr fyrri réttum og voru skepnurnar því illa fyrirkallaðar slíkt veður og mun af þeim sökum fleira hafa farist en ella hefði orðið. Strax fundust kindur fenntar í ár og læki. Er vika var liðin af október, gerði sunnan þýðviðri og varð á nokkrum dögum örísa í lágsveit- um. Fannstjþá margt fé í fönn og flest lifandi, en svo illa kom- ið, að það gat hvorki notast til lífs eða þá lags. Eins og áður segir, voru mikil hey úti, er hríðina gerði, sem nú hafa náðzt að mestu, en auðvit- að stórskemmd. Kartöfluuppskera er sára lítil í héraðinu. í þeim görðum, er skemmdust í júlí, var engin spretta og annars staðar lítil. Er áfallið í sept. kom, var víða eftir að taka upp kartöflur og urðu þær því ónýtar af frostum, þar sem ekki lá snjór eftir. Kjör svcitamaima og tíðarfarið Tjón það, sem landbúnaður- inn hér í héraðinu hefir beðið af völdum tíðarfarsins í sumar og haust, verður vart í tölum talið, svo margs konar er það. Og úr mörgum héruðum norðan- lands mun svipaða sögu að segja. Svona er nú „sveitasæl- an“ svipul stundum. Þeir, sem mest misskilja að- stöðu bændanna og kjör sveita- fólksins og fárast yfir of háu verði framleiðsluvaranna, ættu i að leiða hugann ofurlitla stund að þeirri hörðu baráttu, sem i fólkið í sveitum landsins hefir | háð við óblíð náttúruöfl undan- ! farnar vikur. Það ætti engum að vera of- vaxið að fylgja sveitamanninum í anda, þó stórviðri sé, um byggðir og háfjöll í leit að ■ skepnum sínum, sem hann hefir i eignast með erfiði margra ára j og öll lífsafkoma hans byggist i á? Eða fylgja honum við að krafla heyið sitt — sumarkaupið — upp úr djúpri fönninni? Undanfarnar vikur hefir dag- ur og nótt oft og tíðum verið samfelldur vinnutími bóndans og fólks hans, við björgun margs konar verðmæta. En þeir hafa áreiðanlega ekki „alheimt daglaun að kvöldinu", því að á- rangur hefir ekki orðið sem erf- iði. Að láta hugann reika með sveitafólkinu við starf þess og stríð, ætti ef-til vill að verða til nokkurs skilningsauka á sveita- lífinu? Hitt væri þó enn æski- legra, að þeir mörgu, sem ekki skilja kjör sveitafólksins og þekkja heldur ekki þau gæði.sem landið hefir að bjóða öllum, sem vilja, „yrkja það og plæja“, kynntust því af eigin sjón og raun. Víðáttu mikil lönd bíða lítt eða ekki notuð eftir þúsund- um vinnandi handa. Þetta var nú útúrdúr frá fréttunum. Verklegar framkvæmdir Jarðræktarframkvæmdir hafa verið með minsta móti þetta ár og mun mest valda fólksfæð í sveitunum, ásamt óvissri fjár- hagsafkomu. Mikill áhugi er í héraðinu fyr- ir að fá stórvirk jarðvinnslu- tæki. Hefir búnaðarsamband héraðsins undirbúið kaup á skurðgröfu. í sumar var mælt (Framh. á 3. síðu) Þrír þingmenn, Jón Sig- urðsson, Bjarni Ásgeirsson og Jón Pálmason, flytja ýtarlegt frv. um ættaróðal og erfðaá- búð. Frumvarpið hefir verið undirbúið af Búnaðarþingi og Búnaðarfélagi íslands. í greinargerð þess segir svo: „Með lögunum um erfðaábúð og óðalsrétt, sem sett voruÁ Al- þingi 1936,, var bændum gefinn kostur á annarri skipan á um- ráðarétti jarða en tíðkazt hafði hér á landi. Á síðari árum, eftir að bænd- ur fóru að stórbæta jarðir sín- ar og reisa á þeim varanlegar og dýrar byggingar, hefir mörgum ungum bændum reynzt lítt kleift að kaupa af foreldrum sínum eða meðerfingjum. Oft hafa þeir því annað tveggja orð- ið að hrökklast af jörðinni og leita til kaupstaðanna af þeim sökum. Jarðirnar hafa þá verið seldar hæstbjóðendum og stund- um lent fyrir þá sök í braski hjá mönnum, er hafa hugsað um það eitt að rýja þær að verðmætum til þess a,ð ná sem fyrst ein- hverju upp í jarðarverðið. Þá hefir oft viljað leiða af þessum jarðakaupum, að l^aup- end.urnir hafa litlu getað áork- að til umbóta á jörðum sínum, eða að veðskuldir hafa hlaðizt á jarðirnar, sem eigendur þeirra geta ekki risið undir á kreppu- tímum. Tilgangurinn með óðals- réttarlögunum var að gefa sjálfseignarbændum kost á að losna við þessa ágalla fyrir niðja sína, er jarðirnar sætu, með því að gera þær að ættaróðulum. Nokkrir bændur hafa notfært sér lögin á undanförnum árum og unnið með þeirri ráðstöfun margt í senn: Spornað við því, að jarðir þeirra lentu í braski; komið í veg fyrir óeðlilega hátt jarðarverð, sem torveldar heil- brigðan búrekstur á jörðunum; bundið fjármagn í sveitinni, er ella mundi að líkindum flytjast þaðan, og síðast en ekki sízt, treyst svo rammlega sem verða má þau bönd, er binda bænd- urna og niðja þeirra við ættar- óðulin um ókomna framtíð. Með lögunum um erfðaábúð var leiguliðum þess opinbera gefinn kostur á að tryggja niðj- um sínum umráð og afnot á- búðarjarðar sinnar, meðan þeir kysu það og með óbreyttu eftir- gjaldi. Jafnframt var þeim bændum, er erfðaábúð tækju á jörðum sínum, héimilað að fá þær keyptar, ef þeir gerðu þær að ættaróðulum. Með þessum á- kvæðum var versti ókostur Otto Johaiisson aðalræðismaður: Svíþjóð og styrjöldín Tíminn hefir lagt nokkrar spurningar fyrir aðalræðis- mann Svía hér á landi, herra Otto Johansson. Hefir hann vikizt vel við tilmælum blaðsins, og fara hér á eftir spurn- ingarnar og svör aðalræðismannsins. Staríhæít þíng í viðtalinu við Bernharð Stef- ánsson, sem birt var í seinasta blaði, víkur hann að því, að and- úð manna á þinginu sé óvenju- lega sterk um þessar mundir. Hann telur það heldur ekki ó- eðlilegt, þar sem þingið hefir nú reynzt óstarfhæft í næstum ár. Ástæöurnar til þessa ófarnað- ar skulu ekki raktar hér, enda gerir Bernharð því nokkur skil í viðtalinu. Hitt skiptir líka ekki síður máli, að menn reyni að gera sér ljósar þær leiðir, er vera kunna til úrbóta. Það er ljóst mál, að nokkuð af þessum úrbótum þurfa að vera breytingar á þinginu sjálfu. Það er orðið of fjölmennt og því seint í vöfum. Uppbótarfyrir- komulagið eykur yfirboðin og glundroðann. Sama má segja um hlutfallskosningar í tví- menningskjördæmum. Þing- mönnum þarf að fækka. Athygl- isverð úrræði til að fullnægja bæði landssjónarmiðinu og kjör- dæmasjónarmiðinu við skipun þingsins eru hinar gömlu stjórnarskrártillögur Benedikts Sveinssonar eldra og Jóns á Gautlöndum. Samkvæmt þeim átti efri deild að vera þjóðkjör- in, en neðri deild skipuð kjör- dæmakosnum mönnum. Kæmu deildirnar sér ekki saman, átti sameinað þing að skera úr. Kjör- dæmaþingmennina ætti ein- vörðungu að kjósa í einmenn- ingskjördæmum. Forseta ríkis- ins ætti að hafa þjóðkjörin og ætti hann að geta skipað ríkis- stjórn með all-víðtæku valdi, ef þingið brysti samheldni til þess, en slíkt myndi aðeins heyra til undantekninga. Þótt breytingar á þingskipun- inni geti orðið til bóta, munu þær aldrei einar saman gera þingið eða þjóðfélagið starfhæft. Starfhæft þing og starfhæft þjóðfélag byggist fyrst og fremst á því, að innan þingsins og þjóðfélagsins sé nógu samhent- ur og öflugur meirihluti. Megin- úrræðið til að gera þingið og þjóðfélagið starfhæft er að mynda slíkan meirihluta. Til þess eru þrjár leiðir: Ein leiðin er að efla afturhald- ið, sem vill móta þjóðskipulagið eftir hagsmunpm fárra auð- manna. Þeir eiga að eiga at- vinnufyrirtækin og fjármagnið og ráðstafa því, eins og þeim hentar bezt, án tillits til, hvort það kemur alþýðustéttunum betur eða ver. Atvinnufyrirtæk- in eiga ekki að vera starfrækt, þegar þau gefa eigendunum ekki nægan arð, þótt það orsaki atvinnuleysi og skort. Skattar eiga að vera lágir og því lítil framlög til opinberra fram- kvæmda, jarðræktar í sveitum, menntamála, alþýðutrygginga. Lögregluvaldið á að vera sterkt til þess að eigna- og yfirráða- réttur þeirra ríku sé ekki í neinni hættu. Þetta er í fáum orðum það þjóðskipulag, sem er draumsjón hinna nýríku stór- gróðamanna, — nýja aðalsins, er Árni frá Múla nefnir svo. Önnur leiðin er að efla komm- únista, sem vilja koma rikis- eign og ríkisrekstri á alla mögu- lega hluti, láta alla vera þjóna ríkisvaldsins og því þægar und- irlægjur þeirra manna, sem tekist hefir að ná ríkisvaldinu undir stjórn sína og viðhalda þeirri stjórn sinni með valdi hnefans og lögreglukylfunnar. Þriðja leiðin er að efla flokk, sem þræðir bil beggja, veitir einkarekstrinum svigrúm inn- an hæfilegra takmarka og læt- ur ríkið hafa hæfilegt vald til að koma á þeirri skipulagningu, sem er nauðsynleg til að tryggja jafnvægi milli atvinnuveganna, stöðuga atvinnu fyrir alla og sæmilega lífsafkomu fyrir alla. Með félagsrekstri og frjálsri skipulagningu, eins og t. d. bændur hér eru nú að undirbúa með skiptingu landsins í viss framleiðslusvæði, má draga úr afskiptum ríkisins. Það er þessi þriðja leið, sem farin verður hjá nábúaþjóðum okkar á Norðurlöndum og Bret- landseyjum. Það er tímanna Eríið barátta Tíðarfar, skepmi- liöld og grassprclta Síðastliðið vor var með af- brigðum kalt. í byrjun maímán- aðar gekk í norðanhríð með frosti og mikilli fannkomu í uppsveitum sýslunnar og tölu- verðan snjó lagði og í lágsveit- um. Hélzt hríðarveður marga daga úm allt héraðið og mun innistaða á fénaði hafa verið frá 8 til 10 daga, þar sem verst var fram til dala. Um miðjan mánuðin stillti veðráttan og var köld, en úrkomulaus tíð um sauðburðinn. Þrátt fyrir gróður- leysi voru lambahöld því sæmi- lega góð, þar sem mæðiveiki var ekki á mjög háu stigi. Vorkuld- arnir héldust að sólhvörfum. Var þá aðeins komin sæmilegur bithagi á beztu tún, en úthagi allur grár. í kuldanum í maímánuði, skaðkólu mörg tún, sérstaklega- flatlendar nýræktir, svo gras- spretta brazt á þeim með öllu. Um sólstöður brá til sunnan hlýinda með nokkurri úrkomu. Spratt þá gras svo ört, að gott gras var komið á tún, sem ó- tákn, að forsprakkar jafnaðar- manna í Bretlandi viðurkenna nú réttmæti einkarekstrar á ýmsum sviðum, þar sem þeir af- neituðu honum áður, og for- sprakkar íhaldsmanna þar telja nú fjarstæðu að afnema ýmsa opinbera skipulagningu, er komizt hefir á af styrjaldar- ástæðum og þeir fordæmdu harðlegast áður fyrr. Það er. líka víst, að þessi stefna á mest fylgi hér á landi. En þetta fylgi er ósamstætt enn. Það er meginþorri Fram- sóknarflokksins, meirihluti Sjálfstæðisflokksins, mikill hluti Alþýðuflokksins og nokkur hluti Sósíalistaflokksins. Það eru bændur, smáútvegsmenn, sjó- menn, athugulir verkamenn og millistéttarfólk kauptúna og kaupstaða. Þetta fylgi milli- stefnunnar verður að bræða sig sáman og það fyrr en seinna, ef glundroðinn á ekki að verða svo mikill, að tilviljunin ein geti komið afturhaldinu eða kommúnistum til valda. Þegar slík samtök hafa kom- izt á, mun þingið öðlast starf- hæfni sína að nýju og öng- þveitinu, sem nú ríkir, verður þá snúið í viðreisn. Þ. Þ. Hver áhrif hefir stríffiff haft á atvinnulífiff í Svíþjóð? Ég er þakklátur fyrir, að Tím- inn hefir óskað upplýsinga um Svíþjóð, sem nú er næstum því lokað land og gleymt bak hinna háu múra, er þýzka herveldið hefir reist umhverfis það. Styrjöldin hefir vitanlega valdið djúptækum breytingum í atvinnuháttum Svíþjóðlir. Sænsk útflutningsframleiðsla hefir misst markaði sína að þrem fjórðu hlutum. Nýir mark- aðir hafa aðeins fengizt að litlu leyti innan takmarka hinnar þýzku girðingar. Þegar af þeirri ástæðu hefir orðið óhjákvæmi- legt að breyta til um framleiðslu. Auk þess hefir ríkisstjórnin orð- ið að leggja kapp á að hervæða landið í skyndi, hvað sem það kostaði, svo að hvorugur stríðs- aðili teldi sér hag í því að gera Svía að fjandmönnum sínum. Jafnhliða varð ríkisstjórnin að tryggja þjóðinni lífsnauðsynjar, þrátt fyrir einangrunina. Þetta tvennt hefir jöfnum höndum valdið mjög verulegum breyt- ingum í iðnframleiðslunni og atvinnuvegunum í heild. Margar verksmiðjur, sem áður stunduðu útflutningsframleiðslu, starfa nú á vegum ríkisstjórnarinnar að framleiðslu hergagna, en af þeim er daglega afgreitt til her- varnanna, sem svara tveggja miljóna króna virði. Jafnvel daglegt fæði og klæði almenn- ings hafa tekið breytingum. Daglegt brauð í Svíþjóð er nú öðru vísi en það var fyrir stríð- ið, og óhóf í klæðaburði er af- numið. Þetta ber þó ekki svo að skilja sem Svíþjóð eigi við óyf- irstíganlega örðugleika að etja, því að yfirleitt hefir tekizt að afla nægilegra lífsnauðsynja. Umkvartanir og óánægja hafa ekki heldur gert vart við sig svo sem átti sér stað í fyrri heims- styrjöldinni. Hvaff hefir helzt veriff gert til öflunar á vörum sem stöffvast hefir innflutningur á sökum innilokunar landsins af völdum stríffsins? Auðvitað er þröngt í búi með marga hluti. Nauðsynjar eru yf- irleitt skammtaðar, og skammt- aðar knappt. Einungis mjólk og jarðepli eru svo ríkuleg, að skömmtun er ekki nauðsynleg. Það ber vitni um, hve spart verður að halda á, að brauð- skammturinn er aðeins 176 grömm á dag, kjöt 25 gr. og kaffiskammtur tæp 2 gr. á dag. Brauðskammturinn er talinn nokkurn veginn nægilegur, kjöt- skammtinn má bæta upp með fiski, sem fæst þó ekki nema með höppum og glöppum. Auk þess er ýmiss konar óvenjulegt kjötmeti notað svo sem af íkorn- um, refum, krákum o. s. frv. Kaffið er drýgt með kaffibæti, en af þeirri vöru eru um 150 mismunandi tegundir á boðstól- um. Klæði og skófatnaður er líka stranglega skammtað. Af skófatnaði fá menn eina skó og eina skósóla yfir skömmtunar- tímabilið, sem er hálft annað ár. Einnig þessi skömmtun er bætt upp með gervileðri og trésólum. Skortur á öðrum vörutegund- um er einnig bættur upp með gervivörum að verulegu leyti. Verstu erfiðleikar iðnaðarins og alþýðu manna einnig, er skort- ur á eldsneyti. Innflutningur kola frá Englandi, sem var býsna mikill fyrir stríðið, er vitanlega úr sögunni, og það, sem fæst af kolum frá Þýzkalandi, er hvergi nærri fullnægjandi. Það er því hætt að hita hús með koiiim. Þau fara öll til iðnaðarins. Á heimilunum er því ein.göngu hitað með viði, en til þess þarf óhemju mikið. Heill her manna, mikið á annað hundrað þúsund menn, vinna að staðaldri við skógarhögg. Samkvæmt áætlun nemur viðarhöggið í ár 55 milj - ónum rúmmetra, en úr því mætti leggja viðarköst, er væri einn metri á hæð og einn metri á breidd, umhverfis alla jörðina og fjórðungi betur. Mikill skortur er líka á fljót- andi eldsneyti. Að vísu voru miklar birgðir í landinu af ben- zíni og olíu, er styrjöldin skall á, en þær varð að spara handa hernum, ef ófrið skyldi bera að höndum. Dálítill innflutningur á sér jafnan stað með skipum þeim, sem fá leyfi hernaðar- þjóðanna til að sigla í aðrar heimsálfur frá Svíþjóð, en það eru um 60 ferðir á ári. Nokkuð er unnið af olíu innan lands. Olíuverksmiðjur hafa verið reistar á tveim stöðum, þar sem forn leirsteinslög hafa olíu að geyma. Fær flotinn talsvert af olíu til sinna þarfa á þennan hátt. Smurningsolíur eru líka framleiddar innanlands. Þær fást úr skógarviði. Einkabílar verða líka að nota viðarkol sem eldsneyti. Við rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið á nota- gildi skógarins, hefir margt merkilegt komið í ljós. Úr skóg- arviði er ekki aðeins unnið elds- neyti og pappír, heldur og fjölda mörg önnur efni, sem iðn- aðurinn þarf sárlega á að halda. Jafnvel fóður handa búpeningi hefir verið framleitt í stórum stíl úr fóður-trjákvoðu, sem er nú framleidd í pappírsverk- smiðjunum. Góð vefnaðarvara er meira að segja líka unnin úr tré, svo að fataskortur hefir ekki verið tilfinnanlegur. En skógar- viðurinn hefir inni að halda fjöldann allan af öðrum efnum, svo að stofnuð hefir verið sér- stök rannsóknarstofa til að rannsaka notagildi skóganna leiguábúðarinnar felldur burtu á þessum jörðum, þ. e. hið al- gera öryggisleysi leiguliðans. — Skal nú því næst vikið nokkuð að undirbúningi frv. og helztu breytingunum, sem gerðar eru á gildandi lögum. Búnaðarþingið 1942 samþykkti áskorun á stjórn Búnaðarfélags íslands, að hún léti fram fara endurskoðun á gildandi lögum um erfðaábúð og óðalsrétt. Jafn- framt var bent á nokkur atriði, er búnaðarþingið óskaði, að tekin væru til athugunar í því sambandi. Stjórn Búnaðarfé- lags íslands fól nokkru síðar þeim Jóni Hannessyni, bónda í Deildartungu, og Jóni Sigurðs- syni, bónda á Reynistað, að framkvæma þessa endurskoðun. Nefndarmenn afhentu stjórn Búnaðarfélags íslands tillögur sínar í frumvarpsformi, en hún lagði frv. fyrir síðasta búnaðar-- þing. Búnaðarþingið gerði á frv. nokkrar minni háttar breyt- ingar, og vai; frv. að því búnu samþykkt í einu hljóði, þ. e. með 24 samhljóða atkvæðum. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er að mestu samhljóða framan- greindu frv. og flutt samkv. á- skorun frá stjórn Búnaðarfélags íslands. Helztu breytingarnar, sem frv. gerir á gildandi lögum, eru þessar: 1. Ákvæðin um óðalsrétt og erfðaábúð eru algerlega að- greind, en ekki fléttuð saman, eins og nú er, sem veldur nokkr- um óþægindum. 2. í 5. gr. er lagt til, að fyrsti viðtakandi jarðarinnar, eftir að jörðin er gerð að ættaróðali, greiði fráfaranda eða búi hans hálft fasteignamatsverð jarðar- innar, að frádregnum áhvílandi veðskuldum, í stað þess, að í lögunum ber viðtakanda að greiða til samarfa sinna 3% í allt að 25 ár af fasteignamats- verði jarðarinnar, að frádregn- um áhvílandi veðskuldum, þ. e. af þeirra hlut í fasteigninni, ef hún hefði komið til skipta. Er þetta gert til hagræðis fyrir erf- ingjana, sem yfirleitt kjósa heldur að fá sína peninga strax greidda. 3. í 9. gr. er lagt til, að erfða- fjárskattur greiðist ekki af ætt- aróðali og fylgifé þess. Þetta á- kvæði verður að teljast eðlilegt og sanngjarnt, þegar litið er á það, að þessar eignir eru í eðli sínu miklu fremur ættareignir en einkaeign og umráðaréttur viðtakanda yffr þessum eignum því allt annar en þeirra, er geta (Framh. á 4. siðu) yfirleitt. Gera menn sér góðar vonir um mikinn árangur af þessum rannsóknum. í trjá- kvoðuverksmiðjunum hefir jafnvel tekizt að framleiða efni, sem má nota í stað kjöts. Að vísu hefir þetta gervikjöt ekki verið framleitt í stórum stíl, en það getur orðið næsta þýðingar- mikið, ef stríðið dregst mjög á langinn. Bagalegur skortur er á gúmi, þar sem innflutningur er sáralítill. Tekizt hefir að fram- leiða gervigúm, en fram að þessu aðeins í smáum stíl. Rækt- un er hafin á gúmplöntum, og gætu báðar þessar nýju iðn- greinar orðið allumfangsmikl- ar, ef ófriðurinn verður lang- vinnur. „Neyðin kennir naktri konu að spinna“, segir máltækið, og verða þau sannindi ljósari með degi hverjum í Svíþjóð. Er tilfinnanlegur skortur á nauffsynjavörum? Það mun óhætt að líta svo á, að Svíþjóð sé nú sjálfri sér nóg um framleiöslu á matvælum, ef uppskera bregst ekki, en landið er og verður háð innflutningi á krajtfóðri handa búpeningnum. En tvö árin af fjórum, síðan ó- friðurinn hófst, hefir uppskera brugðizt í Svíþjó^svo að gengið hefir mjög á þann matvæla- forða, sem til var í landinu í upphafi styrjaldarinnar, þrátt fyrir sparnað og stranga skömmtun. í ár hefir uppskeran verið ríkuleg, svo að birgðir hafa aukizt aftur. Erfiðleikarnir eru margvíslegir, eins og ljóst má verða af framansögðu, en öll

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.