Tíminn - 26.10.1943, Side 4
416
TlMIMV, PriðjMclagliin 26. okt. 1943
104. blað
Ólík afstaða . . .
(Framh. af 1. síðu)
neyzluvörur sæta lakari með-
ferð, skortur á þeim er miklu
meiri og milliliðakostnaður
mörgum sinnum hærri, verður
það enn ljósara, að hér er um
að ræða beina pólitíska árás á
hendur bændasamtökunum.
Til þess að sannprófa, hvort
hér væri um að ræða áhuga
fyrir velferð neytenda, hefir
Sveinbjörn Högnason borið fram
breytingartillögu við tillögu
Gunnars þess- efnis, að rann-
sóknin sé látin ná til allra inn-
lendra neyzluvara. Rannsóknin
yrði þá beint að þeim viðfangs-
efnum, þar sem þörfin er mest,
t. d. fisksölunni og kartöflu-
skortinum.
En þessi tillaga séra Svein-
bjarnar hefir hlotið hinar verstu
undirtektir margra Sjálfstæðis-
manna. Það er'^því hrein blekk-
ing, að þessi tillaga sé borin
fram af umhyggju fyrir neyt-
endum. Hún er ofsókn á hendur
þeim — tilraun Reykjavíkur-
íhaldsins til að sýna, að það sé
ekki óskeleggara í andstöðunni
við hagsmuni bænda en kom-
múnistar.
Gjafir eru yftnr
gefnar.
Bændur hafa þegar gert sér
Ijósa ofsóknartilraun þá, sem
hér er á ferðinni. Þeir hafa séð,
að tilgangurinn er að láta þá
sæta annari meðferð og öðrum
rétti en aðra landsmenn. Til-
búnar ádeilur á hendur þeim á
,að nota sem tilefni þess, að
fyrirtæki þeirra séu sett undir
pólitíska sakamálsrannsókn.
Bændur hafa því risið upp til
mótmæla. Mjólkurfélög þeirra
austan heiðar, vestan heiðar og
í Borgarfirði hafa því mótmælt
tillögu Gunnars, jafnhliða og
þau hafa mótmælt frv. kom-
múnista um mjólkurmálið.
Bændur munu því vissulega
veita'því mikla athygli, hvern-
ig meirihluti Sjálfstæðisflokks-
ins, sem þykist hlynntur bænd-
um, hagar sér í þessu máli.
Stendur hann með Reykjavík
uríhaldinu og kommúnistum til
þess að framkvæma ofsóknina?
Én það mega þeir góðu Sjálf-
stæðismenn vita, að hafi þeir
samvinnu við kommúnista til
þess að koma fram þessu of-
beldi gegn bændum, munu
bændur minnast þeirra gjafa,
sem þeim eru nú gefnar, og vel
getur þá verið, að hægt muni
að endurgjalda þær, þótt síðar
verði. Ef fyrirtæki bændanna
verða tekin til pólitískrar rann-
sóknar, væri kannske ekki van-
þörf á því, að ýms önnur fyrir-
tæki hljóti sömu meðferð.
Afstaða Sj ájf stæðisf lokksins
til olíuhringanna og samtaka
bænda í þessum málum, talar
líka nógu skýrt um það, hverra
erindi flokkurinn rekur. Hann
berst gegn hlutlausri rann-
sókn á olíuhringunum, en
margir þingmenn hans heimta
pólitíska rannsókn á félags-
skap bænda um mjólkursöluna.
Ný stjórn
(Framh. af 1. siðu)
stæðisþingmennirnir muni
verða að fórna „framtaki ein-
staklingsins“. Það fylgdi sög-
unni, að „nýja stjórnin“ myndi
taka við, er hún hefði tryggt
sér meiri hluta í þinginu. — Svo
virðist sem flestir leggi trúnað
á sögusagnir þessar, nema sjálf-
stæðismenn.“
Svo mörg eru þau orð. Því
verður ekki neitað, að orðróm-
ur þessi hefir gengið um bæinn
að undanförnu. Jónas Jónsson
skýrði einnig nýlega frá því í
Degi, — eða gaf í skyn, að slík-
ar samningaumleitanir færu
fram, en gerði jafnframt ráð
fyrir að stjórn, sem mynduð
væri með þessum hætti, myndi
ekki líkleg til langlífis. Virðast
þessi ummæli staðfesta al-
mannaróminn að nokkru, en
þingmenn fara oft nærri um
hvað gerist innan þingveggj-.
anna þótt þeir sjálfir taki ekki
þátt í ráðagerðum. Hins vegar
ber ekki að leyna því, að Sjálf-
stæðisflokkurinn myndi aldrei
standa óskiptur að slíkri stjórn-
armyndun og virðist þá óðs
manns æði að stofna til hennar.
Vísir hefir ekkert samband við
þá menn innan Sjálfstæðis-
flokksins, sem að samningum
þessum kunna að standa, og
getur því engar frekari skýr-
ingar gefið.“
ÚR BÆNUM
Trúlofun.
Fyrsta Vetrardag opinberuðu trúlof-
un sína ungfrú María Rögnvaldsdóttir,
Sólvallagötu 14 og stud. theol. Traustl
Pétursson frá Dalvík.
Háskólinn
var settur á laugardaginn. Rektor
flutti ýtarlega ræðu um starfrækslu
skólans. M. a. gat hann þess, að há-
skólinn hefði ákveðið að veita árlega
úr sáttmálasjóði 20—40 þús. kr. 10—15
næstu árin til útgáfu íslenzkrar orða-
bókar, sem nær yfir tímabilið síðan
1540, er prentun hófst á íslandi. Þá
gat hann þess, að 86 stúdentar hefðu
innritast i Háskólann í haust eða 32
í læknadeild, 25 í norrænudeild, 13 i
verkfræðideild, 8 í lögfræðideild 4 í
guðfræðideild og 4 í viðskiptadeild.
Jóhann Eiríksson,
bifreiðastjóri hjá mjólkursamsöl-
unni, varð fimmtugur í gær. Jóhann er
hinn mætasti maður og nýtur vin-
sælda þeirra, er hann þekkja.
Þingfréttir Tíinaiis
(Framh. af 2. síðu)
selt jarðeignir sínar eða ráðstaf-
að þeim á allan hátt eftir geð-
þótta sér til hagræöis.
4. í 10. gr. er lagt til, að op-
inberir styrkir til ættaróðala,
hvort sem þeir eru greiddir
samkv. jarðræktarlögum eða á
annan hátt, skuli ekki færast
sem fylgifé þess.
5. í 11. gr. er lagt til, að skipti
á‘ óðalsjörð séu því aðeins heim-
il, að jörðin hafi verið bætt
verulega, nema jörðin vegna
breyttra búnaðarhátta verði
ekki fullnytjuð af einum ábú-
anda. Ákvæðiö er sett til þess,
að erfingjar eða þeir, sem
skiptanna óska, verði að vinna
að umbótum á jörðinni, áður
en skipti geta farið fram, og
undirbúi þannig sína eigin
framtíð.
6. í 3., 4. og 5. kafla er mjög
víða ýmist kveðið skýrara á um
ýmis atriði eða bætt inn ákvæð-
um, er bersýnilega vantaði í lög-
in, en þarfnast ekki sérstakrar
skýringar.
7. Kaflinn um ættarjarðir, 26.
.■—33. gr„ er nýmæli. Með ákvæð-
um þessum er tvennt haft í
huga. Reynt er að verða við ósk-
um þeirra, er vilja, að jarðir,
sem verið hafa óslitið í sömu
ætt heila öld eða meira, megi
ekki selja, án þess að mönnum
af ættinni sé gefinn kostur á að
kaupa þær. Jafnframt eru lagð-
ar þær kvaðir á seljendur þess-
ara jarða, að verð þeirra til ætt-
manna megi ekki fara yfir fast-
eignamatsverð. í öðru lagi er
gengið til móts við þá bændur,
er af einhverjum ástæðum þykir
ákvæði óðalsréttarlaganna of
bindandi, að því er snertir arfa-
skipti o. fl„ en kjósa þó að nota
sér ákvæði þeirra að öðru leyti.
Þetta er gert á þann hátt, að
þeim er heimilað að gera jaröir
sínar að ættarjörðum með sér-
stökum gerningi. Hvor tveggja
ákvæðin eru líkleg til að verða
talsvert notuð, er fram líða
stundir.
■8. í 8„ 9. og 10. kafla, er fjall-
ar um erfðaábúð, er rýmkuð
nokkuð heimild leiguliða til
lántöku með veði í ábúðarjörð
sinni til bygginga eða annarra
varanlegra umbóta á jörðinni,
sem verða þá eign hans. Þá er
lagt til í 36. gr„ að leiguliðabót
sú, sem greidd er af slíkum lán-
um, verði skoðuð sem trygging-
arfé, sem leiguliði fái útborgað,
þegar lánið er að fullu greitt. —
Aðrar breytingar eru aðeins ýt-
arlegri ákvæði og bætt við nýj-
um ákvæðum, er vantaði í lög-
in og leiðir af efni málsins, svo
sem ákvæði um, þegar ábúenda-
skipti verða milli ættliða o. fl.
9. í 11. kafla eru sett nokkru
ýtarlegri ákvæði um skilyrði
fyrir sölu þjóð- og kirkjujarða
en nú gilda.“
Svípjóð og
styrjöldin
(Framh. af 3. síðu)
fyllilega samanburð við það,
sem bezt gerizt með öðrum þjóð-
um. Sænska þjóðin treystir því
meira en nokkru sinni fyrr á
landvarnir sínar. En það sýnir
bezt, að hættan er ekki álitin
um garð gengin, að seint í sum-
ar voru sendar leiðbeiningar um
það til allra sænskra þegna,
hvernig þeim bæri að haga sér,
ef ráðist yrði á landið. Ófriður-
inn hefir aldrei verið nær land-
Iföfum feiu/tð
Einnifi
galv. vatnsrör V2”, %” og 1”
Mjólkurfélag Reykjavíkur.
Ónæðissamir
hveitibrauðs-
dagfar
Robert Montgomery
Constance Cummings
Sýnd kl. 7 og 9.
Kl. 31/2—6%
BÓFAFORINGINN.
(Bad Man).
Wallace Berry,
Linonel Barrymore.
Bönnuð fyrir börn innan
16 ára.
-N 27ja sÍjó
11
Glettur“
(You’ll never get Rich).
Dans og söngvamynd með:
FRED ASTAIRE
og
RITA HAYWORTH.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Halla á Laugabóli
er þjóðkunn kona og ljóð
hénnar erú kunn um land
allt. Rétt áður en ófriður-
inn skall á, kom út síðara
bindi af ljóðum hennar.
Bókin heitir KVÆÐI, og er
140 bls„ prentuð á þykkan,
góðan pappír. Framan við
kvæðin eru myndir af hús-
inu á Laugabóli, blóma-
garðinum fyrir framan
húsið, grafreitinum og svo
mynd af Höllu sjálfri. —
Vegna þess, að bókin var
prentuð áður en verðlag
hækkaði, og hefir ekki ver-
ið hækkuð, kostar hún að-
eins
5 KRÓNUR.
Fæst hjá bóksölum um
land allt og beint frá
Rókaverzlun ísafoltlar.
ÞAKKARÁVARP.
Ég þakka hjartanlega góðar óskir og höfðinglegar
■ gjafir á sjötugsafmœli mínul4. þ. m.
Kœrar kveðjur.
HALLDÓRA BJARNADÓ TTIR.
——■—----------------------------
Tilkynning frá bæjarsíman-
umí Reykjavík ogHafnariirði
Að gefnu tilefni skal á það bent, að símnotendum er ó-
heimilt að leigja eða selja öðrum símanúmer eða síma, er
þeir hafa á leigu frá bæjarsímanum. Brot gegn ákvæðum
þessum varða m. a. missi símans fyrirvaralaust (sbr. 6. lið
skilmála fyrir talsímanotendur landssímans, bls. 19 í síma-
skránni 1942—1943).
Reykjavík, 25. okt. 1943.
Bæjarsímastjórinn.
Umsóknir
um styrk úr styrktarsjóði ekkna
og munaðarlausra barna ís-
lenzkra lækna sendist undirrit-
uðum fyrir lok nóvembermán-
aðar.
Halldór Ilanscu.
Ferð
tíl Stranda
í framhaldi af ferð Laxfoss til
Borgarness og bílferðinni norð-
ur á morgun ömiðvikudag),
verður skipaferð með póst og
farþega frá Hvammstanga til
Strandahafna.
„Sverrir“
Tekið á móti flutningi til
Vestmannaeyja síðdegis í dag.
inu en nú. Hlutleysisbrot fava
vöxt, ekki aðeins af Þjóðverja
hálfu. Á dögunum var þess getið
í sænska útvarpinu, að um það
bil 300 brezkar flugvélar hefðu
flogið yfir sænska grund.
Hvorum stríðsaðiljanna,
Bandamönnum eða Þjóðverjum,
teljið þér að sænska þjóðin fylgi
almennt frekar að málum eða
hafi samúð með?
Samúð sænsku þjóðarinnar
er vitanlega á bandi lýðræöis-
þjóðanna. Svíar tortryggja öll
einræðisríki, hvort heldur þau
kenna sig við nasisma, fasisma
eða kommúnisma. Yfirgnæfandi
meiri hluti þjóðarinnar hefir því
frá upphafi ófriðárins óskað og
vonað, að árásarþjóðirnar biðu
lægri hlut. Þetta hindrar það
vitanlega ekki, að Svíar hafi
mikla samúð með ítölsku og
þýzku þjóðinni sakir hörmunga
þeirrar, er forustumenn þeirra
hafa leitt yfir þær.
Ný útgáía af
Fornaldarsögum Norðurlanda
Rit, sein ekki liefir koiniö lit í 50 ár oy' verið ófáanlegt í meira en ald-
arfjórðung. ÍJtgáfan verðnr í 3 hin dum, iim 1300 hls. alls, prýdd inyml-
11111, og keinur 1. bindi út fyrir jól.
Ný, vönduð útgáfa af
Fornaldarsögum \orð-
urlanda, sem ekki hafa
verið gcfnar út hcr á
landi í meira en 50 ár,
er nii í prentun og er
fyrsta hindi væntan-
legt á hókamarkaðinn
fyrir jól. Guðni Jóns-
son, mag. og Bjarni
Vilhjálmsson, cand,
mag. annast undirbiin-
ing útgáfunnar og rit-
ar Guðni Jónsson ítar-
lcgan formála með 1.
hindi.
Fornaldarsögur Norðurlanda
voru, eins og kunnugt er, um
langan aldur í tölu hinna vin-
sælustu bóka hér á landi, lesn-
ar jafnt af ungum sem gömlum,
háum sem lágum. Hafa komið
út fjöldamargar útgáfur af
þeim, flestar prentaðar erlendis,
bæði vísindalegar og alþýðleg-
ar. Þegar þær komu út hér á
árunum ,1885—1891, varð fyrsta
bindi þeirra uppselt um það bil
sem prentun annars og þriðja
bindis var lokið og varð að geía
það bindi út aftur árið 1391. Sú
Völsunga saga
Ragnars saga loðbrókar
og sona hans
Norna-Gests þáttur
Hervarar saga og Heiðreks
Hrólfs saga kraka
Saga af Hálfi og Hálfsrekkum
Þorsteins saga Víkingssonar
Friðþjófs saga frœkna
Ketils saga hængs
Gríms saga loðinkinna
Örvar-Odds saga
Áns saga bogsveigis
Ásmundar saga kappabana
Gautreks saga
Hrólfs saga Gautrekssonar
Göngu-Hrólfs saga
Bósa saga og Herrauðs
Hjálmþérs saga og Ölves
Hálfdánar saga Eysteinssonar
Hálfdánar saga Brönufóstra
Sturlaugs saga starfsama
Illuga saga griðarfóstra
Eiriks saga víðförla
útgáfa (Sig. Kristjánsson) mun
öll hafa oröið uppseld aokkru
eftir síðustu aldamót og má
heita að hún hafi verið ót'áan-
leg í meira en aldarfjórðung.
Bókin hefir verið mjög eftirsótt
og góð eintök af henni korniz:, í
geypiverð. Hefir þetta m. a. orð-
ið til þess, að hin uppvaxandi
kynslóð hefir ekki átt þess kost
að kynnast þessum ágætu sög-
um, sem áður fyrr voru eftir-
lætis skemmtilestur ungs fólks
og allra bóka bezt fallnar til
þess að laða unglinga að lestri
fornra sagna, íslendingasagna
og annarra sögurita.
Sú útgáfa, sem nú er von,
verður í alla staði hin vandað-
asta, í stóru broti, prentuð á
ágætan pappír og prýdd mynd-
um. Mun Kristján Eldjárn, stúd.
mag„ sem lagt hefir stund á
fornleifafræði, velja myndirnar.
Upplag hennar verður hins veg-
ar takmarkað, með því að um
svo stórt rit er að ræða (um
eða yfir 75 arkir eða 1200 bls.
alls), að ekki þykir hættandi á
að prenta það í því upplagi sem
nú gerist um bækur. Hefir því
verið ákveðið að gefa mönnum
kost á að tryggja sér bókina,
með því að panta hana fyrir-
fram og mun HARALDUR PÉT-
URSSON, Safnahúsvörður taka
við slíkum pöntunum fyrst um
sinn, í anddyri Safnahússins í
Reykjavík.
Tryggíð yður þessa bók, öll þrjú bíndín, með því að panta þau
í tíma áður en það verður oí seínt.