Tíminn - 30.10.1943, Síða 4

Tíminn - 30.10.1943, Síða 4
424 TÍMIM, lawgardagiim 30. okt. 1943 406. blað ÚR BÆNUM Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Sigríður Hansen. Guð- mundsdóttir, afgreiðslumær hjá Tím- anum, og Björn Ingimar Valdimars- son frá Norðurgarði, Skeiðum. Heimili hjónanna verður á Freyjugötu 6. Tíminn óskar brúðhjónunum allra heilla. Aðalfundur K. R. var haldinn fyrir skömmu. Erlend- ur Pétursson var endurkosinn formað- ur félagsins, en auk hans eiga sæti í stjórninni: Brynja Guðmundsdóttir, Einar Sæmundsson, Ásgeir Þórarinsson, Haraldur Matthiasson, Baldur Jónsson, Ólafur Þ. Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson. Starfsemi K. R. hafði verið mjög mikil og margþætt á síðastl. ári. Meðal nýunga má nefna, að teknar hafa verið upp glímuæfingar með góð- um árangri og að fjölmennur hópur íþróttamanna hafði íþróttasýningar víða á Norður- og Austurlandi. Knattspyrnufélagið Fram hélt aðalfund sinn nýlega. Formaður var kosinn Þráinn Sigurðsson og með- stjórnendur Jón Þórðarson, Sæmundur Gíslason, Sigurbergur Elíasson og Guð- mundur Magnússon. Á fundinum voru tilkynntar ýmsar veglegar gjafir í húsbyggingarsjóð félagsins. Nýtt kvennablað. er nýlega komið út. Flytur það m. a. norrænar kvenlýsingar eftir Maríu Hallerímsdóttur lækni, og afmælisgrein um Theódóru Thoroddsen áttræða. Sjómannablaðið Víkingur, 10. tölublað 5. árgangs er nýlega komið út. Flytur það frásögn um 7. þing Farmanna- og fiskimannasam- band íslands auk margra annarra greina, sem flestar eru ritaðar af sjó- mönnum og um siglingar og sjó- mennsku. Hitaveitan. Verið er að hreinsa aðalpípulögnina frá Reykium til bæjarins, og er gert ráð fyrir, að hægt verði að hleypa vatninu í geymana í Óskjuhlíð næstu daga. Úr þvíí verður farið að hleypa vatni í hitakerfi húsanna. Munu um 1000 hús þegar hafa verið tengd við hitaveitukerfið. Hjónaefni; Trúlofun sína hafa opinberað nýlega ungfrú Ólöf Bjamadóttir (Jónssonar vígslubiskups) og Agnar Kl. Jónsson deildarstjóri í utanríkismálaráöuneyt- inu. Þjófnaður. Aðfaranótt miðvikudags síðastliðins, braust unglingspiltur, 17 árá gamall, inn á - Bifreiðastöð íslands og stal þar úr tösku ferðamanns sparisjóðs- bók með 4 þús. kr. innstæðu, ásamt ýmsum fatnaði. Lögreglunni tókst að ná í piltinn fljótlega eftir að þjófn- aðurinn var framinn. Hafði hann þá tekið nær 4 þús. kr. úr bókinni, og kvittað fyrir með nafni eigandans. Peningunum var hann ekki búinn að eyðá. Rafvcituskilyrðin . . . (Framh. af 1. siðu) í Mývatnssveit verið mannmörg, af því að unga fólkið hefir lítt leitað burtu. Jafnvel eftir að hin skæða fjárpest hefir byrjað að herja á bústofninn, hafa Mý- vetningar verið óhvikulir í trú sinni á byggðina. Skilyrði eru hin beztu til að leiða raforku til allra heimila í Mývatnssveit, annaðhvort frá Laxárvirkjun, eftir Laxárdal, og ná þá um leið til allra heimila í þeim dal, eða frá rafstöð, sem byggð yrði ofarlega við Laxá, við strengina hjá Arnarvatni eða Helluvaði. Það, sem mestu skipt- ir, er rannsókn á skipulagi og tilkostnaði við rafleiðslur til einstakra heimila í venjulegri sveitabyggð. En um Mývatns- sveit er að því leyti sérstök að- staða, að um leið og ra'fmagn væri þar á hverjum bæ, mundi skjótt vaxa þar upp blómlegur og margháttaður heimilisiðnað- ur við hin hollustu skilyrði. Rétt er að geta þess, að Mývetn- ingar urðu fyrstir hér á landi til að koma á fót einkasímakerfi til allra heimila í hreppnum. Tóku þeir með fáein mjög af- skekkt heimili á heiðinni milli Mývatnssveitar og Bárðardals og létu þau á engan hátt gjalda fjarlægðarinnar. Hafa þau öll haldizt í byggð, þó að fólk hafi víða annars staðar flutzt frá af- skekktum bújörðum hin síðustu ár. Núverandi ríkisstjórn hefir í sumar, sem. leið, látið starfs- menn rafmagnseftirlitsins fram- kvæma rannsóknir af sama tagi og hér er beðið um, á nokkrum stöðum á landinu. Rannsókn á rafleiðsluskilyrðum um Laxár- dal og Mývatnssveit getur haft alm^nna þýðingu. Ef skýrsla um þá rannsókn tilgreinir allar fjarlægðir milli einstakra sveit- arbýla, getur fólk í öðrum byggðum áttað sig á því í að- alatriðum, hver muni verða til- kostnaður annars staðar undir svipuðum kringumstæðum.“ Flóaáveitan Tillaga frá Jorundi Br y n j ólf ssyni. Jörundur Brynjólfsson flyt- ur í neffri deild svohljóffandi frv. um breytingu á lögum um áveitu á Fióann: ,Ríkisstjórninni er heimilt að selja aftur til jarðareiganda við hæfilegu verði að mati Búnað- arfélags íslands land, er af hendi hefir verið látið undan jörðinni upp í áveitukostnað, enda sé landið að dómi Búnað- arfélags íslands hvorki eitt sér né með sameiningu við annað aðliggjandi land, er ríkið á, til þess fallið að reka á því lífvæn- legt, sjálfstætt bú. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ í greinargerð segir: „Stjórn Flóaáveitufélagsins hefir óskað þess, að frúmv. um þetta efni væri flutt á þessu þingi. Þegar stofnkostnaður Flóaá- veitunnar var gerður upp, var jarðareigendum á áveitusvæð- inu heimilt að greiða áveitu- kostnaðinn með landi. Allmarg- ir greiddu með landi. Á þennan hátt eignaðist ríkið um 1200 ha. víðs vegar um Flóann. Mikið af þessu landi liggur þannig, að ekki er hægt að mynda á því sjálfstæð býli. Landspildurnar eru of litlar til þess og ekki hægt að sameina þær. Þegar afhending landsins fór fram, var ekki lokið til fulls að hlaða flóðgarða eða ræsa land- ið fram. Á löndum ríkissjóðs hefir ekkert verið gert. Veldur það ýmsum bændum, er lönd eiga að ríkissjóðslandinu, mikl- um óþægindum, sakir þess að þeir geta ekki þurrkað lönd sín, eins og vera þyrfti. Flóðgörðum á landi ríkissjóðs hefir ekki einu sinni verið haldið við. Margir bændur vildu því gjarnan kaupa þessar landspildur til þess að geta fremur komið áveitulönd- um sínum í lag. Það, sem líka ýtir undir bænd- ur að falast .eftir kaupum á landinu, er, að þeir verða nú að hafa allan sinn fénað í heima- löndum á sumrin. Vegna fjár- pestanna er þeim meinað að reka reka sauðfé sitt til afrétt- ar. Þetta veldur bændum mikl- um óþægindum, og hafa þeir mikla þörf fyrir aukið landrými. Það af landi ríkiSsjóðs, sem liggur svo samfellt, að það er nógu stórt til þess að mynda sjálfstæð býli, er ekki ástæða til að heimila sölu á, enda þess ekki óskað af hálfu áveitu- stjórnarinnar." Á víðavangi. (Framli. af 1. síðu) ar „bjánalegt sport fyrir idí- óta“, eins og Halldór Kiljan komst að orði. Prestur spilar út því trompi, að árin 1940 og 1941, þegar flest- ir markaðir voru lokaðir ís- lenzkum landbúnaðarvörum, en fiskur í geypiverði, hafi útflutn- ingur landbúnaðarins ekki numið 5 prósent af öllu útflutn- ingsverðmæti landsmanna. En á hverju lifði 'svo fólkið á íslandi mestmegnis þessi ár? Er ekki sá maður, er mælir sem séra Jón, „á broslegan hátt þversum við líf og baráttu hinn- ar íslenzku þjóðar?“ SAMNINGAMAKK KOMMÚN- ISTA OG SJÁLFSTÆÐIS- MANNA. Vísir hefir skrifað nýja for- ustugrein um væntanlegt stjórnarsamstarf kommúnista og Sjálfstæðismanna. Telur blaðið nú, að orðrómurinn um þetta geti tæpast verið á rök- um reistur, þótt menn í báðum flokkum vilji komast í flat- sængina. Blaðið segir: „Að öðru leyti er það ijóst, að þótt einhverjir vildu efna til slíkrar samvinnu í því augfta- miði að gera þingið starfhæft, myndi aldrei nást' um það sam- komulag innan flokkanna sjálfra, en fylgi flokkanna beggja er ekki meira en það innan þingsins, að illa mættu þeir við því að einstakir þing- menn skærust úr leik.“ Má vel á þessum ummælum Vísis marka, að samdrátturinn milli kommúnista og Sjálfstæð- NORRÆNA FELAGIÐ. Veizlan á Sólhaugum Ný miisík eftir PÁL ÍSÓIFSSO\, á morgun kl. 4 NÆSTSÍÐASTA SIA\. Aðgöngumiðar frá kl. 2 í dag og eftir kl. 1 á morgun. ismanna hafi ekki verið orðróm- urinn einn. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins hefir nú mótmælt þessum orðrómi, og jafnframt lýsir hann yfir, að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafi ekk- ert rætt um stjórnarmyndun. Er þessi síðari hluti yfirlýsing- arinnar bersýnilega fram settur til að styggja ekki kommúnista um of með fyrri hlutanum. Styrjöldin á ftalíu (Framh. af 1. siðu) Balkanskaga. Mætti nefna ým- islegt, er styrkir þann grun. Samkvæmt frásögnum sviss- neskra og sænskra blaða hefir hin nýja fasistastjórn Mussolin- is fengið sáfalítið fylgi. Trúin á Mussolini er ekki aðeins horfin, h#ldur er komið fullkomið hat- .ur í staðinn. Hann og liðsmenn hans eru jafnvel ennþá óvin- sælli en Þjóðverjar. Sjálfur er Mussolini ekki sagður sami mað- ur og áður. Hann er orðinn mjög hjartveikur og hafði hvað eftir annað óskað eftir að ganga í klaustur meðan hann var í haldi hjá Badogliostjórninni. Hins vegar virðist fylgi Bado- gliostjórnarinnar hafa aukizt, einkum síðan hún sagði Þjóð- verjum stríð á hendur og hlaut viðurkenningu Bandamanna. Meðal vinstri manna hefir það og mjög aukið fylgi stjórnarinn- ar, að Badoglio hefir lýst yfir því, að hann muni segja strax af sér að stríðinu loknu og reyna þá að stuðla að því, að stofnuð verði samvinnustjórn allra flokka, er fari með völd, unz kosningar hafa farið fram og löglegu þingræði hefir verið komið á. Hefir þessi yfirlýsing einnig orðið til þess, að dregið hefir úr gagnrýni í löndum Bandamanna á þeirri ráðstöfun, að Badogliostjórnin var viður- kennd. Sala afsláttarhrossa (Framh. af 1. síðu) athugað, hvort ekki muni. þörf fyrir niðursoðið hrossakjöt á heimsmarkaðinum, nú þegar erfiðleikar eru að afla þjóðun- um nægrar fæðu. Hann taldi það nauðsyn að gera róttækar ráðstafanir til þess, að því hrossakjöti, sem til kann að falla í landinu í haust, verði komið í æta vöru — það hefir ekki verið rannsakað, hvað mik- ið magn er um að ræða, en ef ekki stendur á umbúðum, taldi hann að það gæti orðið mjög mikið. Niðursuða kjötsins ætti að vera framkvæmanleg ef ekki stæði á umbúöum. Annars yrði að salta kjötið niður, ef niðursuða reyndist óframkvæmanleg. Kven- karlmanna- og nnglínga- regnfrakkar H. Toft Skólavörffustíg 5. Sími 1035. Lesendur! VeklB athygll kunningja yð- ar á, aB hverjum þeím manni, sem vill fylgjast vel meB al- mennum málum, er nauBsyn- legt aB lesa Tlmann. SkrifiB eSa símiB til Tlmans og tllkynniB honum nýja áskrif- endur. Síml 2323. f fljágandi virkl á vígaslóö (Framh. al 3. síSu) morð og skelfinguna á þjóðveg- um Frakklands vorið 1940, verð ég að kannast við, að í mér er ekki lengur nokkur snefill af viðkvæmni. Þetta skuluð þið hafa, mannhundar, þetta og meira til. Það er tífalt meira á leiðinni, og í kvöld koma Bretar, síðan Frakkar og svo byrja Ameríkumenn á nýjan leik. Þið ofurmenni, þið skuluð fá ofur- þungar sendingar ofan frá! Þýzku orrustuflugvélarnar ráðast á okkur úr öllum áttum. Flestar eru málaðar svartar. Það sýnir, að þær voru ætlaðar til næturbardaga, en sakir véla- skorts neyðast Þjóðverjar til að nota þær að degi til. Það er því auðvelt að miða á þær. Messer- schmitts vélarnar skjóta á löngu færi. Fljúgandi virkin hvika ekki frá réttri röð og allar byss- ur þeirra spú eldi. Á hverri hinna 20 véla eru 12 byssur, og hver byssa skýtur 800 skotum á mínútu. Engin orrustuvél gat nálgast í slíkri skothríð, án þess að steypast þegar logandi til jarðar eða sprengd í tætlur í loftinu. Flugvélar fjandmann- anna reyna nýtt herbragð. Úr fjarlægð miða þeir skotum sín- um á hreyflana, sem eru all- greinilegt skotmark. Takist þeim að eyðileggja einn eða tvo hreyfla, dregst vélin aftur úr, og þá ráðast samstundis 12— 15 orrustuvélar að henni eins og flugur á hræ. Að þessu sinni vinna þe‘ir lít- ið á með herbragði sínu. Hver af annarri steypast hinar svörtu orrustuflugur til jarðar. Virkin okkar tuttugu að tölu halda sér í órofinni fylkingu. í fyrsta skipti á ævi minni fyllist ég feginleik af því að sjá hinar þungvopnuðu vélar hrósa sigri yfir orrustuvélum. Fram að þessu hafði ég oft undrazt það, hve sigursæl fljúgandi virkin höfðu reynzt í viðureign við orrustuflugur fjandmannanna. Nú undraðist ég þetta ekki framar. Óvinirnir elta okkur, er við snúum heimleiðis, en halda sér í hæfilegri fjarlægð. Þeir von- ast auðvitað eftir, að einhver vélin dragist aftur úr. En þeim verður ekki að ósk sinni. Leikfélag Reykjiavíkiir Stór lántaka . . . (Framh. af 1. síðu) Um einstakar greinar frv. skal þetta tekiö fram: Um 1. gr. Flm. er það ljóst, að sú upphæö, sem hér er nefnd, 20 miljónir króna, er aðeins lítill hluti þeirrar fjárhæðar, sem þörf er fyrir til rafveitufram- kvæmdanna. Þeir telja þó ekki nauðsynlegt ' að hafa lántöku heimildina hærri til að byrja með, þar sem hægt er að auka þar við þegar á næsta þingi. Til þess að gera almenningi sem auðveldast að kaupa skuldabréfin, er lagt til, að þau verði boðin til sölu í bönkum og sparisjóðum víðs vegar um land- ið, en auk þess verði ríkis- stjórninni heimilað að fela fleiri stofnunum sölu þeirra. Um 2. gr. Lagt er til, að vextir af láninu verði 4%. Lánsféð endurgreiðist á 30 árum eftir árslok 1946. Rétt þykir þó að veita ríkisstjórninni heimild til að endurgreiða lánið fyrr að einhverju eða öllu leyti. Um 3. gr. í síðari málsgrein þessarar greinar er ákvæði um, að ráðherra skuli heimilt að á- kveða, að það lánsfé, sem fæst í vissum landshlutum, skuli fyrst og fremst notað til raf- veituframkvæmda ríkisins á þeim sömu svæðum. Má telja víst, að það verði mönnum hvatning til þátttöku í fjársöfn- uninni, ef þeir geta með því sér staklega stuðlað að og flýtt fyrir rafveituframkvæmdum í sínu eigin héraði. , QAMTA BáÖa Fórnarlambið (Louisiana Purchase) Amerísk gamanmynd, tekin í eðlilegum litum. BOB HOPE, VERA ZORINA. Sýnd klukkan 7 og 9. Kl. 31/2—61/2 BÓFAFORIN GINN (Bad Man) WALLACE BEERY. Bönnuff börnum innan 14 ára. -N Tbá. s£Ó 11 GIettur“ (You’ll never get Rich). Dans og söngvamynd með: FRED ASTAIRE Og RITA HAYWORTH. Sýnd kl. 5, 7 og 9. „Léuharður fógeti Sýiiing airnað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag. u Orðsendln^ til innheimtumaiina Tímans Gjalddagi Tímans var 1. júlí en ennþá vantar skilagrein- ar frá mörgum innheimtumönnum blaðsins. Sökum þess hve útgáfukostnaður er mikill, er mjög óþægilegt ef greiðslur á blaðgjöldum dragast fram .yfir hinn ákveðna gjalddaga. Eru það því vinsamleg tilmæli til kaupenda og innheimtumanna Tímans, að þeir sjái um, að áskriftargjöldin berist afgreiðslu blaðsins hið allra fyrsta. ioooooo»oooooo^ooooo»ooooo<x The World’s News Seen Through THE Christian Science Monitor An International Daily Newspaper u Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together with the Weeldy Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $ 12.00 Yeariy, or $1.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 2$ Cents. Noms-----------:-------------------------------- SAMPLE COPY ON RBQUEST > 00 >0'0000000000» ÚTSÖLLSTAÐIR TÍMANS I REYKJAVtK Verzluninn Vitinn, Lauganesvegi 52 ............. Slmi Þorsteinsbúð, Hringbraut 61.......................... — Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 ..................... — Leifskaffi, Skólavörðustíg 3 ................ — Bókaskemman, Laugaveg 20 B......................... Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu .......................... — Söluturninn, Hverfisgötu ............................ — Sælgætlsbúðin Kolasundi ........................... Verzlunin Ægir, Grófinni........................... Bókaverzlun Finns Einarssonar, Austurstræti 1 ..... — Bókastöð Eimreiðarinnar, Aðalstrætl 6 ............... — Ólafur R. Ólafs, Vesturgötu 16 ...................... — Koníektgerðin Fjóla, Vesturgötu 29 ................. — Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 29 ............... — 2260 2803 5395 2139 5325 4175 1336 3158 1754 1916 4040 Annasft um útvegun bóka fyrir lestrar- félög og bókasafnara. Vandað band og gylling út- vegað á bækurnar. Sanngjörn ómakslaun. Rókabiiðin Frakkastíg 16, Reykjavík. Sími 3664. Starfsstúlkur vantar okkur nú þegar. JIús- næði fylgir. Félagsheimili verzliiiiarmanna. Vonarstræti 4. Útbreiðið Tímairn!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.