Tíminn - 02.11.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.11.1943, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Símar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: RDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 27. árg. íteykjavík, þriðjudagiim 2. nóv. 1943 407. blað Erlent yfirlit: Samtök Arabaþjóða Seinustu árin hefir þeirri hreyfingu stöðugt aukizt fylgi meðal Araba, að arabisku þjóð- irnar stofnuðu með sér traust ríkjasamband, helzt undir einni yfirstjórn. Komið hefir til orða, að kalífadæmið verði endurreist. Síðan styrjöldin hófst hefir máli þessu alltaf þokað meira og meira áleiðis. í sumar var haldinn sérstök ráðstefna í Kairo til að ræða þessi mál og voru þar mættir fulltrúar 'frá ríkisstjórnum Egiptalands, íraks og Transjórdaníu. Er talið, að þar hafi orðið samkomulag um sameiginlega stefnu. Einn á- rangurinn var sá, að sendur var sérstakur fulltrúi til viðræðna við Feisal A1 Saud, sem er ein- valdsherra í Saudi-Arabíu. Þau ríki, sem gætu tekið þátt í slíku ríkjasambandi, eru þessi: Egiptaland með 16 milj. íbúa. — írak, 5 milj. íbúa. — Transjór- danía, 350 þús. íbúa. — Saudi- Arabía, (Hedjas, Nejd), 5,5 milj íbúa. — Jemen, 3,5 milj. íbúa. — Oman, 500 þús. íbúa. — Sýrland, 3,6 milj. íbúa. — Palestína, 1, 5 miljónir íbúa. Slíkt ríkjasamband gæti orð- ið allvoldugt. Það næði til nær 40 miljónir manna. Það réði yfir víðlendum löndum, sem sum eru all-frjósöm og eiga ýmis hrá- efni, t. d. olíu. Það lægi vel við viðskiptum og gæti ráðið mikil- vægri samgönguleið, Suesskurð- inum. Þótt slíkt ríkjasamband sé að ýmsu leyti ákjósanlegt fyrir Arabaþjóðirnar, eru ýmsar tor- færur á veginum, og þá helzt togstreita þeirra sjálfra. Egiptar sem eru fjölmennasta og auðug- asta þjóðin, láta sig dreyma um forustuna og vilja gjarnan, að konungur þeirra sé sæmdur kalífatign. Saud Arabíukonung- ur kysi hins vegar kalífatignina sér til handa og styður tillcall sitt með því, að hann ræður yf- ir hinum heilögu borgum Mú- hamedstirúarmanna Mekku og Medínu. Konungarnir í írak og Transjórdaníu vilja heldur ekki sleppa tilkallinu, þar sem þeir eru báðir af konungsætt þeirri, sem A1 Saud flæmdi frá völdum í Hedjas, og höfuðborg íraks, Bagdad, er hin forna borg kalíf- anna. Loks.er svo það, að Palestína er enn undir nýlendustjórn Breta og Sýrland undir nýlendu- stjórn Frakka. Hugsast gæti, að annað hvort fengju þessi ríki sjálfræði eða þau yrðu fyrst um sinn utan arabiska ríkjasam- bandsins. Vegna þeirra stjórnmálalegu árekstra, sem getið er hér að framan, hefir verið talsvert um það rætt, að samvinna arabisku þjóðanna yrði fyrst í stað fjár- hagsleg, en fengi síðar aukið starfssvið, ef hún gæfi góða raun. Það styður mjög þessi áform um samtök Araba, að margt þykir benda til þess, að eftir styrjöldina myndist all-mörg ríkjasamtök, er síðan verða (Framh. á 4. síðu) Selnustu fréttir Rússar hafa sótt hratt fram á sléttunum austan við Neðri- Dnépr síðan þeir tóku Melitopol. Jafnframt beina þeir sókn sinni að Perekopeiði og hafa tekið Perekop. Þar og við Krivoi-rog eru nú harðastir bardagar. Á ráðstefnu utanríkismálaráð- herranna í Moskvu hefir náðst algert samkomulag, segir í yfir- lýsingu, er gefin var út að ráð- stefnunni lokinni. Sjálfstæðismálið og ríkisstjórnin Yfírlýsíng stjórnar- ínnar á Alþingi í gær Björn Þórðarson forsætis- ráðhetra flutti í sameinuðu Alþingi í gær yfirlýsingu um afstöðu ríkisstjórnar- innar til sjálfstæðismálsins. Aðalatriði yfirlýsingarinnar er það, að „hið raunhæfa ástand, sem staðið hefir í aðalatriðum hátt á fjórða ár, sé nægilega styrkur grundvöllur til formlegrar ákvörðunar um stofnun lýð- veldis á íslandi, jafnskjótt sem Alþingi vill gera slíka ákvörðun“, og muni því stjórnin framfylgja eftir beztu getu þessari ákvörðun Alþingis, hvenær, sem hún yrði tekin. Yfirlýsingin hljóðar þann- ig í heilu lagi: „Þess má vænta, að innan skamms verði á Alþingi teknar endanlegar ákvarðanir um stofnun lýðveldis á íslandi og skipun æðstu stjórnar landsins. Deilur eru risnar um afgreiðslu þessara mála. Ríkisstjórninni þykir svo sem bæði Alþingi og allur landslýður eigi rétt á því að fá vitneskju um afstöðu hennar til málanna, og leyfir sér því að lýsa henni í stuttu máli. Síðan 10. apríl 1940 hefir æðsta framkvæmdavaldið og fyrirsvar landsins, sökum ytri tálmana, verið hér í landi. Framkvæmd 7. gr. sambands- laga íslands og Danmerkur frá 30. nóvember 1918, um með- ferð utanríkismála íslands af hendi Danmerkur og gæzla fiskiveiða í íslenzkri landhelgi, samkvæmt 8. gr. sömu laga hef- ir og frá 10. apríl 1940 af sömu ástæðum reynzt ómöguleg. Þeim aðiljum, sem hér eiga hlut að riiáli, konungi, dönsku stjórnar- völdunum og íslendingum, hafa tálmanir þessar verið óviðráð- anlegar. Um æðsta framkvæmdavaldið, fyrirsvar landsins út á við og inn á við og meðferð utanríkis- mála, hefir orðið að gera þá skipun, sem algerlega er and- stæð því skipulagi, er áður gilti. Virðist það sammæli allra stjórnmálaflokka hér í landinu, að ekki skuli í grundvallarat- riðum gera breytingar á núver- andi skipun, enda hefir hinum aðiljunum verið tilkynnt stjórn- arleiðina, að það muni ekki verða gert, þar á meðal eftir að þingsályktanirnar 17. maí 1941 voru gerðar. Nú virðist vera ágreiningur um það, hvort formleg sam- þykkt um stofnun lýðveldis á íslandi skuli gerð nú fyrir eða eftir áramót, eða ef til vill ekki fyrr en éftir 17. maí 1944 eða að bíða beri með það þar til styrjöldinni í Evrópu er lokið. Ríkisstjórnin hirðir ekki að blanda sér í þær deilur. í aug- um stjórnarinnar er það aðal- atriðið, að ísland hefir gert þá skipun á áðurnefndum málum, sem alveg er andstæð hinni eldri skipun. íslendingar eru orðnir hinni nýju skipun vanir og telja hana sjálfsagða, enda mun engum þeirra til hugar koma, að þessi mál verði aftur afhent til annarra aðilja. Þetta sjónarmið ríkisstjórn- arinnar leiðir til þess, að hið (Framh. á 4. slðu) Hvað er hæit um samstarf íhaldsins og kommúnista? Eígnaaukaskattsmálið er eitt gleggsta dæmið Skrif Vísis og Árna frá Múla um samninga milli forvíg- ismanna Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins um stjórnarmyndun, hafa að vonum vakið mikla athygli. Tímanum hefir t. d. borist fjöldi fyrirspurna í tilefni af þessu, og þykir rétt að skýra hér frá því, sem einkum er kunnugt um þetta mál. Allt síðan þingið var frestað í vor, hafa verið mikil og stöðug fundarhöld milli forvígismanna Sjálfstæðisfloksins, Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, ann- ars vegar og forráðamanna Sós- íalistafl., Brynjólfs Bjarnasonar og Sigfúsar Sigurhjartarsonar, hins vegar. Samkvæmt góðurn heimildum, virðist það hat'a verið aðalefni þesara fundar- halda, hvernig núverandi stjórn yrði komið úr vegi, hvernig hægt væri að eyðileggja Framsóknar- flokkinn og skipta fylgi hans milli Sósíalistaflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, og hvernig bezt yrði háttað samstarfi þessara flokka meðan verið væri að koma umræddum áformum í framkvæmd. Ilerferðin gcgn ríkissljáriiiiiiii Það er kunnugt, að bæði for- vígismenn Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins bera mjög kaldan hug til núv. ríkisstjórn- ar og vilja hana feiga fyrir hvern mun. Hafa þeir einkum talið 2 mál heppilég til að víkja henni úr vegi. Annað er sjálf- stæðismálið. Björn Þórðarson og Einár Arnórsson hafa verið tald- ir „hægfara“ í sjálfstæðismál- inu og því ekki víst, að þeir sættu sig við skjóta lausn máls- ins. Hitt er dýrtíðarmálið. Kunnugt er að stjórnin leggur kapp á viðnám gegn dýrtíðinni og myndi því tæpast sitja áfram, ef dýrtíðinni yrði alveg sleppt lausri. Þetta er skýringin á því, hversu skeleggir þessir flokkar hafa verið í sjálfstæðismálinu undanfarna mánuði, og hvers vegna frv. Brynjólfs Bjarnason- ar um að svipta stjórnina heim- ild til niðurgreiðslu á dýrtíðinni virðist ætla að sigla hraðbyri gegnum þingið. Öiinur samstarfsmál Önnur ytri tákn um samdrátt forkólfa Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins eru þessi: 1. Þegar þingi var frestað í vor, var Framsóknarflokkurinn ausin hinum mesta óhróðri í blöðum kommúnista og af ræðu- mönnum þeirra fyrir að hafa ekki viljað lengja þinghaldið þá í 3—4 vikur til að afgreiða frv. um eignaaukaskatt. Fram- sóknarflokkurinn var kallaður þerna stríðsgróðavaldsins o. s. frv. En nú hefir framhaldsþing- ið setið í tvo mánuði, án þess að forseti Efri deildar, Steingrím- ur Aðalsteinsson, sem er einn að- almaður kommúnista, hafi tekið eignaaukaskattsfrv. á dagskrá, þótt 1. umræða þess væri ekki lokið, þegar þinginu var frestað í vor. Mun það einsdæmi í allri þing- sögunni, að það taki tvo mánuði að ljúka 1. umræðu máls, vegna þess að forseti tekur það ekki á dagskrá. Þessi algera afstöðu- breyting kommúnista síðan í vor getur ekki stafað af öðru en því, að þeir hafi samið við Sjálfstæð- isflokkinn um frestun málsins, meðan aðalsamningarnir milli flokkanna stæðu yfir. 2. Samvinna Sjálfstæðsi- manna og kommúnista hefir aldrei verið be.tri í bæjarstjórn Reykjavík en í sumar og haust. Þar hefir ekki risið milli þeirra eitt einasta deilumál. Kommún- istar hafa sagt já og amen við öllu því, sem Bjarni borgarstjóri hefir gert, og Bjarni hefir játað öllu, sem kommúnistar hafa stungið upp á. í raun og veru hefir Reykjavíkurbær notið samstjórnar kommúnista og Sjálfstæðismanna í rúmlega ár, þvi að Árni frá Múla hefir verið reiðubúinn að steypa Bjarna úr stóli, en hann er oddamaðurinn í bæjarstjórn. Kommúnistar hafa enn ekki tekið tilboði hans, heldur láta þeir Bjarna dingla í hengingarólinni og ógna honum með því að herða hana að hálsi honum, ef hann sé ekki þægur. 3. í blöðum Sjálfstæðismanna og kommúnista hefir verið haf- in sameiginleg herferð gegn Framsóknarflokknum. Þjóð- (Framh. á 4. siðu) Fimmtugnr: Oskar Jónsson verkstjóri í Eddu Oskar Jónsson prentari, yfir- verkstjóri í Edduprentsmiðju, er fimmtugur í dag. j Óskar er Skagfirðingur að |ætt og til Reykjavíkur flutt- ist hann haustið 1906, á fjórt- 1 ánda ári. En fám dögum eftir fermingu, vorið eftir, fór hann til sjóróðra á Austfjörðum. Reri hann þar sumarlangt á smábáti. Um haustið réðist hann til prentnáms í prentsmiðju Davids Östlunds. Hóf hann það fyrstu daga októbermánaðar 1907. Launin voru í þá daga lítil til að byrja með, aðeins 10 krónur á mánuði, en áttu að smáhækka, unz þau voru komin í 35 krónur á síðasta námsári. Einn morgun er Óskar kom að vanda til vinnu, var prent- smiðjan horfin, en öskuhrúga ein, þar sem áður stóð prent- smiðjan. Östlund náði sér þó í aðra prentsmiðju, og Óskar hélt námi áfram fram, á þriðja ár, lét þá af prentstörfum og fór í atvinnuleit á eyrina um tíma, við betri kjör en hann hafði í (Framh. á 4. síðu) Fjolmenn samkoma Frams- íélags Rangárvallasýslu Framsóknarfél. Rangárvalla- sýslu hélt aðalfund sinn í sam- komuhúsi Fljótshlíðar s. 1. laug- ardagskvöld. Helgi Jó'nasson al- þingismaður, formaður félags- ins, gerði grein fyrir störfunum síðastliðið ár og viðhorfi stjórn- málanna. Því næst fluttu ræð- ur Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisráðherra, og Bjarni Ás- geirsson alþm. og var góður rómur að þeim gerður. Stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skipa: Helgi Jónasson alþm. Stórólfshvoli, Sigurður Tómasson Barkarstöð- um, Kristján Ólafsson, Selja- landi, Guðjón Jónsson, Ási og Sigurþór Ólafsson, Kollabæ. Skemmtisamkoma hófst, er fundi var lokið og sýndi Viggó Nathanaelsson kvikmyndir, m. a. mynd Þjóðræknisfélagsins „ísland á sléttunum“ o. fl. Tal- og hljómmyndir. Þótti að þessu góð skemmtun. Að lokum var dansað til kl. 4 um nóttina, nema Bj. Ásgeirsson flutti skemmti- þátt, sem vel var rómaður. Samkoman var ein þin fjöl- mennasta, sem haldin hefir ver- ið í Fljótshlíðinrý og sóttu hana nær 600 manna, úr flestum hreppum sýslunnar. Atkyglisverð ummæli í ræðu, sem Russel öldunga- deildarþingmaður hélt nýlega, sagði hann m. a., að Banda- ríkjamenn þörfnuðust réttinda á íslandi og í Dakar eftir stríð- ið öryggisins vegna. Russel er einn þeirra öldunga- deildarþingmanna, er hingað komu í sumar. Telja má sjálfsagt, að þing- maðurinn hafi gert þessa kröfu á eigin ábyrgð. Framkoma ame- rískra stjórnarvalda hefir ekki að neinu leyti sýnt það, að þau ætli að hvika frá fyrirheitum herverndarsáttmálans. Hins- vegar er rétt, að íslendingar vel á verði gegn hvers konar kröf um og hvaðan, sem þær koma. S1 ú d e ntar áskosní ng Síðastl. laugardag fór fram kosning í Stúdentaráð Háskól- ans. Kosið var um tvo lista, A- lista (Framsóknarmenn, jafnað- armenn, kommúnistar) og B- (Framh. á 4. siðu) Á víðavangi RUGL MORGUNBLAÐSINS UM EIÐROFSMÁLIÐ. Ritstjórar Mbl. hafa aldrei komizt í verri klípu enn í eið- rofsmálinu og hafa þeir þó ekki átt sjö dagana sæla sem verjend- ur íhaldsins á undanförnum ár- um. Þeir eru nú yfirleitt hætt- ir að þræta fyrir, að drengskap- areiðurinn hafi verið unninn, enda vita þeir að það er von- laust verk. Þau gögn, sem fram hafa verið lögð, sýna hverjum óvitlausum manni, að Ólafur og Jakob hafi unnið eiðinn og svik- ið hann. Til þess að afsaka Ólat og Jakob eru Mbl.-ritstjórarnir því farnir að þræta um óskyl' at- riði. Þeir eru farnir að kalla al- veg ólík dæmi eiðrof og heitrof og reyna þannig að telja lesend- um sínum trú um, að allir séu jafnsekir. T. d. tala þeir um eið- rof Stefáns Jóhanns í sjálfstæð- ismálinu. Enginn veit til, aö Stefán hafi unnið neinn eið í þessu máli og hefir hann því engan eið svikið, þótt hann kunni að hafa breytt um stefnu. Með því að bera þannig saman ólík dæmi eru Mbl.-ritstjórarnir að reyna að breiöa yfir hina þungu sök Ólafs og Jakobs. Þá ræða Mbl.-ritstjórarnir mjög um það, að H. J. og E. J. hafi ætlað sér að koma Ólaíi í hina verstu klípu með því að fá hann til að vera á móti kjör- dæmabreytingu, því að síðan hafi jafnaðarmenn átt að bera hana fram. Einmitt þegar samið var um þessi mál, benti H. J, og E. J. á, að þeir óttuðust slíkt frv. frá Alþýðuflokknum og þess vegna vildu þeir fá umrædda tryggingu frá Sjálfstæðisflokkn- um. Það var þvi siður en svo að neinn hrekkur væri á ferðinni, heldur var Ólafi gert ljóst, að hverju hann gekk. Hann var í alveg sömu sporum og Al- þýðuflokkurinn 1927—1931 og '1934—1937. Alþýðuflokkurinn vann það þá til, vegna sameigin- legra áhugamála um stund, að vinna með Framsóknarflokkn- um,þótt Sjálfstæðisfl. gæti á meðan notið kjördæmamálið til þess að koma honum í klípu. Allt þetta slúður Mbl. er því tilgangslaust. Sekt Ólafs er af- hjúpuð. Meðan hann er foringi Sjálfstæðisfl. getur enginn haft samstarf við þann flokk. Sjálf- stæðisfl. hefir um það að velja, hvort hann kýs heldur að hafa drengskapareiðrofa í fararbroddi eða hvort hann vill hafa forustu sína þannig, að aðrir flokkar þori að semja við hana. ALLT BREYTIST. Ýmsir þeir, sam fengizt hafa við skáldskap, hafa undanfarið hneigzt mjög að kommúnistum.m Einn þeirra er Steinn Steinarr. í kvæði, sem birtist í Alþýðu- blaðinu nýlega eftir hann, lýsir hann því, hvað hafi dregið sig að „Sósíalistaflokknum“ meðan þeir- báðir voru smáir og „utan- garðs“. En nú hafi flokkurinn allt í einu orðið stór og þá hafi dregið í sundur með sér og flokknum. Endar kvæðið á þess- ari vísu: Og smæð mína og einstæðings- skap eins og forðum ég finn, er flokkurinn situr sem virðuleg heldri kona, með spánýja skotthúfu á höfði og hönd undir kinn, á húsmóðurstólnum í dagstofu Jensens sona. FERTUGUR! í lofgerðarklausu, aftast í öft- ustu síðu í Mbl. nýlega, sem á að vera um hinn óvanalega fylg- islitla frambjóðanda íhaldsins í Mýrasýslu, stendur þetta: „Þótt hann sé djarfsækinn flokks- maður, er hann vinsæll af öllum hreppsbúum og héraðsmönnum, enda er honum vel farið um flesta hluti.“ Hvaö ætli verði við. (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.