Tíminn - 02.11.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.11.1943, Blaðsíða 2
426 TfMINN, þrigjjiidagiim 2. n»v. 1943 407. blað Gísli Br. Brynjólisson: ‘gtmtrtn Þriðjjudagur 2. nóv. Vér niótmælum I»ÍMgfréttir Timans: allir! Breytíng dýrtíðarlaganna Hvernig launa bœnd- ur væntanlega heím- sókn? Einhvern dag í vetur geta bændur í Borgarfirði, Kjalar- nesþingi og austan fjalls átt von á meiri háttar heimsókn. Það verða 4 virðulegir alþingismenn, Þóroddur frá Siglufirði, Emil úr Hafnarfirði, Sigurður Kristjáns- son úr Reykjavík og Gunnar Thdroddsen úr Reykjavík. Fimmti maðurinn, sem hefði átt að vera í þessari för, mun láta sig vanta, þar sem hann mun ekki vilja sækja bændur heim á þennan hátt. Þegar bændur hafa boðið þess- um virðulegu fjórmenningum til stofu, munu þeir draga upp umfangsmikið skjal, þar sem þeim er veitt heimild samkvæmt 34. grein stjórnarskrárinnar til að rannsaka, hvað hæft sé í þeirri umkvörtun neytenda, að mjólkin sé skítug og vatns- blönduð, hvers vegna bændur framleiði ekki næga mjólk í smjör, skyr og osta handa bæj- armönnum og hvort að bændur geti ekki afsalað sér íhlutun um dreifingu og sölu mjólkurinnar svo að „samstarfið milli neyt- enda og framleiðenda geti orð- ið friðsamlegt.“ Þessu næst mun yfirheyrslan hefjast. Læturðu skít í mjólk- ina, segir Þóroddur. Blandarðu hana með vatni, spyr Emil. Ertu ekki rúmlatur og gætir því fram- leitt nóga mjólk í.smjör og skyr, ef þú nenntir að vinna meira, spyr Mosaskeggur. Er ekki hægt að láta kýrnar bera tvisvar á ári, spyr kaupstaðarpilturinn. Gunnar. Þegar þessi yfirheyrsla hefir staðið svo. lengi, að eigi þykir von um meiri árangur, munu hinir skelegu fjórmenn- ingar hefja rannsókn að for- dæmi Björns Blöndals, þegar hann heimsækir bruggara. Fjósið verður skoðað hátt og lágt og flórnum sennilega snúið við, því að stundum hefir það gefizt Birni vel. Ef til vill eru falin undir honum bruggunar- tæki til að gera mjólkina skít- uga og vatnsblandaða, eins og henni er venjulega lýst í Al- þýðublaðinu og Visi! Nú kunna einhverjir að segja, að það, sem hér hafi verið sagt, séu næsta ríflegar ýkjur. En það er næsta auðvelt að leggja sönnunargagnið á borðið. — Þingsályktunartillaga sú, sem Gunnar Thoroddsen flytur um rannsóknarnefnd mjólkur- mála, gerir einmitt ráð fyrir slíkri rannsókn fimm alþingis- manna. Þeir eiga að fá vald það, sem veitt er í 34. gr. stjórnar- skrárinnar, til þess að rannsaka öll hugsanleg atriði viðkomandi mjólkursölunni og mjólkur- framleiðslunni. Með frumvarpi kommúnista um að svipta bændur rétti til að verðleggja afurðir sínar og annast dreifingu þeirra og sölu, munu vafalaust langflestir hafa vænzt þess, að náð væri á Alþingi hámarki þeirrar kúgun- ar- og svívirðingarviðleitni, sem bændum yrði þar sýnd. En þingmanni Snæfellinga hefir ekki þótt mælirinn orðinn full- ur. Hann vill sýna hinum öfga- fyllstu og ofstækismestu bæjar- búum, er lagt hafa trúnað á verstu skröksögurnar um vör- ur og verzlunarmáta bænda, að hann og sumir samherjar hans gætu verið kommúnistum enn fremri í þessum leik. Þess vegna lætur hann sér ekki nægja meira né minna en að bændur og samtök þeirra séu sett undir strangari og óvandaðri rann- sóknarrétt en dæmi eru til hér á landi. Samtök bændanna eru stimpluð eins og glæfrafyrir- tæki og bændurnir eins og glæframenn, sem ekki nægi að láta dómstólana fást við, heldur verði sjálft Alþingi að setja rannsóknarrétt til höfuðs þeim. Þingmanni Snæfellinga nægir ekki, að bændurnir séu settir undir hlutlausa rannsókn. Hann vill hafa aðferð kaþólska rann- sóknarréttarins á miðöldum. Frumvarp það, sem flutt var af Sósíalistaflokknum á Alþingi nú fyrir stuttu, um meðferð og sölu mjólkur í Reykjavík, er al- veg einstakt í sinni röð. Frumvarp þetta hefir verið rætt nokkuð í landsmálablöð- unum, einkum „Tímanum“, svo að bændur hafa getað kynnt sér það. Einnig munu margir bændur hafa náð í frumvarpið sjálft. En þeir bændur, sem enn hafa ekki lesið frumvarpið né heyrt um það, ættu ekki að láta það bíða að kynna sér það ræki- lega. í þessari stuttu blaðagrein sé ég mér ekki fært rúmsins vegna að taka frumvarpið lið fyrir lið, en sennilega mun gefast tæki- færi til þess síðar. Frumvarp þetta tekur af all- an vafa um það hugarfar, sem sósíalistar bera til okkar bænda. Fagurgali þessa flokks um síð- ustu kosningar um það, að hann vildi styðja mál bændanna, voru s'taðlausir stafir og blekk- ingar einar. Nær alltaf, er þessi flokkur hefir átt þess kost að styðja mál bændanna, hefir hann svikizt undan merkjum. Rannsóknin verður að fram- kvæmast af fjandmönnum bændanna. Það þarf að hafa í rannsóknarréttinum fulltrúa frá flokkum, sem ekkert stefnumál eiga heitara þessa stundina en að koma samtökum bænda á kné. Það er því næsta auðvelt að hugsa sér, hvernig þessi rann- sókn muni verða. Slíkar eru þær gjafir, sem bændum eru nú réttar á Alþingi. Og þessi seinasta gjöf er rétt þeim af flokki, sem þykist vera svo mikill vinur þeirra, að hann hefir nýlega stofnað bændasam- tök innan vébanda sinna og gert Jón Pá að ritstjóra! Þurfa bændur nokkuð að efast um, að þar fylgi hugur máli? En eru bændur menn til að launa þessar gjafir? Ætla þeir að láta bjóða sér að búa við annað og minna réttarfar en aðrir landsmenn? Ætla þeir að taka því með þögn og þolin- mæði, að Alþingi skipi póli- tískan rannsóknarrétt til höfuðs þeim, samtökum þeirra og sam- takafrelsi, meðan aðrar stéttir búa við annað og frjálsara rétt- arfar? Og ætla snæfellskir bændur að launa þessa gjöf með því að senda Gunnar Thorodd- sen aftur á þing? Þ. Þ. Þetta er öllum löngu ljóst. Þessi flokkur reynir að vinna framleiðslugrein landsmanna alla þá bölvun, sem hann get- ur. Enda fara þeir nú ekki dult með það eftir flutning þessa frumvarps, þar sem svo freklega er gengið á rétt bændanna, að | umráðaréttur þeirra er tekinn á framleiðslu þeirra og eignum þeirra á að atæna, er þeir eiga í tækjum, er notuð eru í sam- bandi við dreifingu vörunnar. Er nú hægt að ganga lengra? Er hægt að vinna meira fólsku- verk gagnvart heilli stétt þess- arar þjóðar? Hver einasti mað- ur, sem á' snefil af heilbrigðri skynsemi, verður að játa, að Só- síalistaflokkurinn hefir sannað með flutningi þessa frumvarps, að hann vill fullan fjandskap við bændur þessa lands. Flokk- urinn vill reyna að koma þannig málum bændastéttarinnar, að sem allra minnstar líkur séu fyrir því, að bændur séu sjálf- ráðir um framleiðslu sína. Það á að vera hægt að skipa þeim að láta framleiðslu sína af líendi, án íhlutunar um sölu, og það á að vera hægt að skipa þeim að framleiða, án þess að þeir fái rétt til þess að verð- leggja vöru sína. Er hægt að ganga lengra? Hér er verið að reyna að koina málunum þann veg fyrir, að bændastétt þessa lands fái ekki að hugsa né fram- kvæma neitt sjálfstætt.Það á að veikja svo viðnámsþrótt bænda gegn ofbeldi og kúgun, að þeir geri sér allt að góðu. • Sósíalistar vita, að ef bændur þessa lands verða ekki lamaðir á einn eða annan hátt sem sjálfstæðir þjóðfélagsþegnar, þá_ megi vænta hörðustu mótspyrnu einmitt frá þeim, gegn hinu rauða einræði. Því er um að gera að brjóta þessa stétt niður, áður en hið almenna niðurrif byrjar, er leggja á þjóðskipulag okkar í rúst. En þetta getur þeim ekki tek- izt. Bændur eru á verði gegn sérhverri kúgun. Þeir munu sem einn maður svara þessari árás, á viðeigandi og fljótvirkan hátt. Sósíalistar treysta á, að bændur séu sundraðir, og geti því ekki sameinazt til átaka, en hér reikna þeir rangt, eins og þeir innan lítils tíma munu sanna. Bændur munu samein- ast áður en vígtönn hins rauða einræðis nær að höggva á líf- æð þess frelsis, er tryggir ein- staklingum réttarstöðu sína sem frjálsum þegn í lýðfrjálsu landi. Fjandskapur sósíalist- anna í garð bænda mun hvetja þá til meiri samheldni og að vera viðbúnir, gegn sérhverri árás, er gerð verður á stétt þeirra. Stundin er komin að gera reikn- ingana upp við foringja þessa óaldarflokks. Það verður að sýna þessum einræðissjúku vesalingum, er ráða málum hans, að þeir verða ekki látnir vinna þjóðfélagslegt skemmd- arverk. Bændur verða að segja: Hingað og ekki lengra. íslenzkir bændur! Aldrei hefir ykkur boðizt annað eins tæki- færi að sýna samtakamátt ykkar. Það er dagskipan rétt- lætisins, að gera nú sameigin- legt átak gegn kúgunarofbeldi og hvers konar réttarskerðingu. Nokkrum hluta íslenzkra bænda hefir verið greitt högg af draugshendi hinna einræð- issjúku manna. Hinum hluta bændastéttarinnar á að greiða annað högg engu 'minna. Þeir bændur, sem framleiða kjöt, eiga líka í framtíðinni að fá sömu útreið. Frystihúsin verða tekin af bændum, án endur- gjalds, og öll dreifing fram- leiðslunnar verður tekin af bændum. Því ber okkur öllum að svara og fylkja liði gegn hættunni. Við bændur verðum að svara þessu með því að treysta og efla stéttarsamtök okkar. Þessi sam- tök okkar eiga að tryggja rétt okkar til fullrar íhlutunar um allt það, er snertir framleiðslu okkar. Þessi stéttarsamtök mun- um við byggja upp á grundvelli réttlætis, en ekki á grundvelli hnefarétt og kúgunar. En þeim mönnum, sem kunna að vilja skaða bændur á einn eða annan hátt, verður svarað af einbeitni og ákveðið. Við bændur munum byggja upp stéttarsamtök okk- ar á þann veg, að gera kröfur til sjálfra okkar um eitt og ann- að viðkomandi framtíð atvinnu- vegar okkar. Við munum ekki byggja hagsmunasamtök okkar á því að gera kröfur aðeins til annarra, en engar til sjálfra okkar, eins og dæmin virðast benda til að átt hafi sér stað um ýms stéttarsamtök í þessu þjóðfélagi. Þessi samtök verðum við að byrja með því að halda nú fundi í hverri sveit á þessu landi og á þessum fundum verða að samþykkja hörð mót- mæli gegn frumvarpinu. Bændur góðir! Látið engan ykkar vanta að mótmæla. Stundin er komin. Sameinumst Nefndarálit Skiila Guðniundssonar Frumvarp Brynjólfs Bjarna- sonar um þá breytingu á dýr- tíðarlögunum, að fella niður heimild ríkisstjórnarinnar til verðlækkunar innanlands með fjárframlögum, er nú komið til neðri deildar og hefir fjárhags- nefnd deildarinnar klofnað um það. Fulltrúar Sjálfstæðis-, Al- þýðuflokksins og Sósíalista- flokksins vilja samþykkja frv., en Skúli Guðmundsson skilar svohlj óðandi nefndaráliti: Samkomulag hefir ekki orðið í fjárhagsnefnd um afgreiðslu þessa frv. Meiri hl. nefndarinn- ar leggur til, að það verði sam- þykkt, en undirritaður er því mótfallinn. Samkvæmt heimild í dýrtíð- arlögunum frá síðasta þingi hefir ríkisstjórnin lagt fram fé til verðlækkunar á' nokkrum innlendum neyzluvörum í því skyni að koma í veg fyrir vöxt dýrtíðarinnar. Þótt slíkt sé eng- in varanleg lausn á dýrtíðar- málinu, tel ég að afnám eða takmörkun heimildarinnar, eins og lagt er til í frv., geti haft mjög óheppilegar afleiðingar, ef ekki eru jafnhliða gerðar aðrar ráðstafanir til að hindra hækk- un verðlagsvísitölunnar, en engar tillögur um slíkar aðgerð- ir hafa enn verið lagðar fyrir þingið. í þessu sambandi má minna á það, að nýlega hefir verið skipuð samninganefnd, með fulltrúum frá framleiðendum og launamönnum, til þess að reyna að ná samkomulagi um ráðstafanir til lækkunar á dýr- tíðinni. Ekki er enn séð, hver niðurstaða verður af þessum samkomulagstilraunum, og á meðan ekkert er kunnugt um árangur af starfi nefndarinnar, tel ég óráðlegt að breyta dýr- tíðarlögunum á þann hátt, sem lagt er til í frv. Það er einnig ljóst, að þótt ríkisstjórnin hafi áfram þá al- mennu heimild til að verja fé til verðlækkunar, sem nú er í 4. gr. dýrtíðarlaganna, hlýtur um hagsmunamál stéttar okk- ar, á grundvelli réttar og frels- is. Sameinaðir eigum við nú að standa að því að senda þá orð- sendingu til Alþingis: Að við mótmælum ailir! Gísli Br. Brynjólfsson, Hvalgröfum. það að fara eftir ákvörðunum þingsins, hve mikið fé stjórnin hefir til umráða í þessp skyni. Verður að gera ráð fyrir því, að þingið taki sínar ákvarðanir um þetta í sambandi við af- greiðslu fjárlaga og annarra fjárhagsmála, þótt engin breyt- ing verði nú gerð á dýrtíðar- lögunum. Ég legg því til, að frv. verði afgreitt með svofelldri rökstuddri dagskrá: Með því að 1. samþykkt frumvarpsins gæti valdið skyndilegri hækkun á verðlagi innanlands, 2. ný samninganefnd fram- leiðenda og launamanna hefir fyrir skömmu hafið tilraunir til samkomulags um varanleg- ar dýrtíðarráðstafanir og ekki er enn séð, hver árangur verð- ur af starfi hennar, 3. telja verður víst, að á þesu þingi verði teknar ákvarðanir um, hvort og hve miklu fé verði varið til dýrtíðarráðstafana, jafnt fyrir því, þótt dýrtíðar- lögunum verði ekki breytt, þá telur deildin eigi rétt að samþykkja frumvarpið og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá.“ Rafveifa Húsavíkur Tíll. Jónasar Jónssonar Jónas Jónsson flytur í sam- einuðu þingi svohljóðandi til- lögu til þingsályktunar um á- byrgð fyrir rafveitu Húsavíkur: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að ábyrgjast fyr- ir Húsavíkurkauptún, allt að 800000 — átta hundruð þúsund — króna lán til að stækka raf- veitu Húsavíkur." í greinargerðinni segir: „Húsavík hefir fyrir alllöngu byggt litla rafveitu við læk, sem fellur gegnum kauptúnið, en sú rafveita mátti þegar í stað heita ónóg fyrir Húsvíkinga nema til ljósa. Þegar Akureyri réðst í, með ábyrgð ríkissjóðs, að reisa og síðan stækka rafstöð í Þing- eyjarsýslu, við Laxárfossa, varð það að samkomulagi milli bæj- arstjórnar Akureyri og hrepps- nefndar Húsavíkur, að Húsvík- ingar gætu fengið frá Laxár- virkjuninni allt að 1000 hestöfl. Nú eru vélar til stækkunarinnar að koma til Húsavíkur, og verð- ur innan skammt fullgengið frá þeirri viðbót. Þá skortir aðeins (Franih. á 3. síOu) I . Hverníg á að skapa velmegun eftír stríðið ? Menn þykjast nú sjá merki þess, að leikslokin í ófriðnum séu að nálgast. Margir leitast við að svara þeirri spurningu, hvað gera skuli, til þess að bæta úr ringulreið styrjaldar- innar og skapa almenningi öryggi og sæmileg lífskjör. Greín þessi, sem er eftir Ameríkumann, er ein af mörgum um þessi efni. Mordeeai Ezekiel: Barátta sú, er við heyjum nú til að hindra verðbólgu, er í raun og veru fyrsta stigið í bar- áttu fyrir öryggi eftir ófriðinn. Þegar verðbólga skellur yfir, verða þeir, sem eiga sparifé eða hafa fastar tekjur, þess varir, að peningar þeirra eða tekjur rýrna stórum í gildi. Við lok verðbólgutímans í Þýzkalandi lá við sjálft, að allir þeir, er lifðu á föstum launum eða gömlu sparifé, yrðu hungur- morða. Enda þótt unnið sé gegn verð- bólgu, er engan veginn öruggt, að verðlag komizt í samt lag eftir stríðið. Hækkun sú, er varð í síðustu styrjöld á farm- gjöldum, sköttum, vöruverði og kaupgjaldi í verksmiðjum, lækkaði aldrei í samt lag og áð- ur á verðrýrnunarárunum, sem á eftir komu. Árið 1920 var verðlag almennt um 50 af hundraði hærra en það var fyrir stríðið.Líftryggingar- og verðbréf, sem keypt höfðu verið fyrir stríðið, voru þriðjungi minna virði að stríðinu loknu. Ellitrygging, sem nam 10.000 dollurum, og hafði tekið mörg ár að eignast, féll svo í verði, að kaupgildi hennar var ekki nema sem svaraði 6.500 dollara tryggingu fyrir stríðið. Bændur, sem urðu að sæta lágu mark- aðsverði á vörum sínum, urðu fyrir skakkafalli sakir hárra farmgjalda og mikils sölu- og dreifingarkostnaðar, sem hélzt eftir að verðhrunið hófst á öðrum sviðum. Fram að þessu hefir verð- þenslan ekki hækkað verðlag almennt fram yfir það, sem var um 1920. Landbúnaðarvörur og önnur matvæli hafa hækkað allört og örar en í flestum öðr- um styrjaldarlöndum. Ef verðlag er látið hækka hindranalítið og síðan látið hrapa skyndilega, getur það haft alveg eins skaðvænlegar afleið- ingar. Á meðan verðlagið fer hækkandi, freistar það manna til að braska með jarðir í sveit- um og húseignum í bæjum, og alls konar verðbrft. Sakir hækk- andi verðlags freistast margir til- að leggja sparifé sitt -í fast- eignir og verðbréf. Þegar verðhrunið kemur, eru þeir margir, sem ekki geta staðið í skilum og tapa því, sem þeir hafa lagt fram, eða þeir verða að þræla árum saman til að greiða skuldir, sem þeir tóku sér á herðar á verðbólguárunum og reynast miklu hærri en sannvirði, eignarinnar. Á næstu árum eftir fyrra stríðið misstu bændur svo hundruðum þúsunda skipti, jarðir sínar og aleigu við nauð- ungaruppboð. Hinir skiptu líka hundruðum þúsunda, sem héngu með naumindum við bú- skapinn og eyddu öllum beztu árum ævi sinnar til að stritast við að borga jarðir sínar miklu hærra verði en þær voru selj- anlegar fyrir. Bankar og sparisjóðir, sem höfðu lánað til jarðakaupa, urðu gjaldþrota þúsundum sam- an. Þriðji hluti allra lánsstofn- ana í sveitum varð að loka á ár- unum milli 1922 og 1932. Launþegar urðu líka fyrir barðinu á atvinnuleysinu á báð- um krepputímabilunum eftir. stríðið, 1920—1921 og síðan á ár- unum eftir 1929. Allar stéttir þjóðfélagsins biðu meiri hnekki á krepputímabilunum 'en þær höfðu hagnazt á hinni skamm- vinnu verðbólguöld. Vegna þess, að nú er verðþenslan meiri á öllum sviðum í þessu stríði, gæti svo farið að framleiðslukreppan og atvinnuleysið yrði ennþá til- finnanlegra eftir þessa styrjöld. Hindrun verðbólgu meðan stríðið stendur yfir er því fyrsta skrefið til þess að halda uppi heilbrigðu fjármála- og atvinnu- lífi eftir styrjöldina. Annað atriði, sem miklu mun valda um efnahagsafkomu eftir stríðið er það, hvernig okkur tekst heimköllun og afvopnun hersins. Að þessu sinni höfum við kallað miklu fleiri vinnandi menn til hernaðarstarfa, og við höfum umbreytt miklu meira af iðnaðinum frá friðarstörfum til herbúnaðar en í fyrri styrjöld- inni. Við heimköllun hersins koma til greina margvísleg vandamál: fjárhagsleg, tæknileg og land- fræðileg. í fjárhagslegum efn- um verðum við að gæta þess að kaupgeta þjóðarinnar sé ekki látin hrynja á sviplegan hátt. Það verður að gera sér ljóst, að mikill stríðsgróði og eignir hafa safnazt í hendur einstakra manna og verzlunarfyrirtækja. Ef við látum það hins vegar við gangast, að viðskipti fari að dragast saman, má búast við að bæði einstaklingar og fyrirtæki kippi að sér hendi og vilji ekki leggja fjármuni sína í hættu. Af slíku getur leitt skyndileg og langvinn kreppa, sem gengur mjög nærri afkomu alls al- mennings. Miljónir verkamanna munu missa atvinnu sína, þegar her- gagnaframleiðslan hættir, og samtímis því losna miljónir manna úr herþjónustu. Vandinn er því sá, að láta þessar breyt- ingar ekki gerast alltof snögg- lega og á hinn bóginn að hefja annan atvinnurekstur til að halda uppi kaupgetu almenn- ings, svo að unnt verði að hindra það, að framleiðsla til friðsam- legra þarfa dragist saman að nauðsynjalausu. Það kemur til kasta iðntækn- innar að breyta framleiðslunni úr hernaðarvörum, sem stjórn- in er fastur kaupandi að, í varn- ing til friðarþarfa, sem óvisst er um markað fyrir bæði heima og erlendis. Ný hráefni og hörð samkeppni af hendi hinna voldugu stríðs- ‘fyrirtækja og auðfélaga, sem keppast um framleiðslu nauð- synja á friðartímum, mun auka á óvissu og ringulreið í öllum viðskiptum. Þessir örðugleikar geta að vísu dregist eitthvað á langinn, með- an verið er að afla hráefna, fyrst eftir stríðið og vegna þess undirbúningstíma, sem þarf til að gera nýjar áætlanir og breyta vélum og verkfærum frá her- gagnaiðju til friðsamlegra starfa. Það mun reynast auðveldara fyrir landbúnaðinn en iðnáðinn að laga sig eftir aðstæðunum. Eftirspurn eftir matvælum í öðrum heimsálfum mun verða geysileg fyrst eftir stríðslokin. Heima fyrir er líka mikil þörf á auknu framboði á matvælum. Bændur geta dregið eitthvað úr hinni auknu framleiðslu til hernaðarþarfa á einstökum nytjavörum svo sem hampi og plöntufeiti. Sem betur fer fyrir bændur, Jiefir stríðsframleiðsla þeirra að mestu leyti beinzt að aukinni framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum, sem mikill mark- aður er einnig fyrir á friðar- tímum. Ef okkur tekst því að halda uppi sæmilegri atvinnu fyrir iðnverkamennina, munu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.