Tíminn - 02.11.1943, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1943, Blaðsíða 3
407. blað TÍMINN, þriðjadagiim 2. nó\ . 1943 427 Áttræður: Hjörtnr Hansson Irá Grjóteyri 19. f. m. átti Hjörtur Hansson fyrrum bóndi á Grjóteyri í Andakílshreppi áttræðisafmæli. Hjörtur er fæddur og alinn upp austur í Þingvallasveit, en kom á manndómsárum sínum til Borgarfjarðar, enda var hann borgfirzkur að móðurkyni, og þar hefir hann alið allan aldur sinn síðan. Þegar búnaðarskólinn var stofnaður á Hvanneyri, leitaði Hjörtur þangað fræðslu. Er hann einn þeirra fimmmenn- inga, er fyrstir voru útskrifaðir af þeim skóla. Næstu árin þar á eftir fékkst Hjörtur við margs konar jarðabætur fyrir bændur í Andakíl og nágrenni, en kenndi börnum á vetrum. Hjörtur kvæntist Gróu Sím- onardóttur frá Ásgarði í Anda- kíl; en Ásgarður var ein þeirra jarða, er lagðar voru undir skólasetrið á Hvanneyri. Um líkt leyti festi Hjörtur kaup á tveim smájörðum, Grjót- eyri, og Grjóteyrartungu og reisti þar bú litlu síðar. Sam- einaði hann smábýli þessi og gerði af eina jörð, enda lágu túnin saman. Efnin voru lítil framan af, en þó blessaðist bú- skapur þeirra vel. Bætti hann jörðina mikið, stækkaði túnið og byggði upp snoturlega íbúð- arhús og peningshús öll. Var hann orðlagður snyrti- og þrifnaðarmaður í búskap sínum, og þá var ekki síðri sú hlið heimilisstarfanna, er húsmóð- urinni kom við. Hjörtur þótti reglumaður í bezta lagi um öll þau störf, er hann hafði með höndum, og dýravinur. Var oft til hans leit- að um ýmsar kvaðir fyrir ná- granna og sveitunga. Hann var meðal þeirra fyrstu, er feng- ust við bólusetningu við bráða- fári, og hafði hann það starf lengi á hendi. Og nærfærinn þótti hann um margt fleira; heyásetningsmaður hreppsbúa sinna var hann um l'angt skeið. Þau hjónin eignuðust sex börn, hin mannvænlegustu. Komust þau öll upp og eru á lífi. Konu sína missti Hjörtur sumarið 1940, en þá voru þau hætt búskap fyrir nokkrum ár- um, en tveir synir þeirra tekn- ir við búskap á jörðinni, _og búa þeir þar nú, en Hjörtur er þar í skjóli þeirra. Hjörtur er ennþá hinn ern- asti andlega og líkamlega. Hress í bragði, léttur í lund og fylgist vel með öllu, sem gerist. Þess munu vinir hans og kunningjar óska honum við þessi merkis tímamót, að hann megi hálda sálar- og líkams- kröftum sínum og léttlyndi allt fram að leiðarlokum. Sveitungi. Raíveita Húsavíkur (Framli. a/ 2. síðu) línu til Húsavíkur, og nokkrar breytingar á línukerfinu í kaup- túninu. Allir kaupstaðir og öll kauptún á íslandi, sem reist hafa rafstöðvar, hafa fengið til þess ríkisábyrgð. Húsavík þarf slíkrar ábyrgðar. En þar sem allmikill skoðanamunur ríkir enn í þinginu um það, hvert skipulag verður haft um eign og yfirstjórn á rafveitum lands- ins, hefir hreppsnefnd Húsavík- ur tekið af allan vafa um af- stöðu sína í þessu efni. Ef raf- veitur frá Laxá verða yfirleitt ríkisfyrirtæki, vill Húsavík fyrir sitt leyti, að rafveita kauptúns- ins gangi sem einn þáttur inn í það kerfi.“ Endurheímt bók Björn formaður, eftir Davíð Þorvaldsson rithöfund, sem ófá- anleg hefir verið 4—5 síðustu árin, fæst nú um tíma í bóka- verzlunum. Mun margur hyggja gott til glóðarinnar að ná sér nú í eintak, meðan þess er kost- ur. — Aðeins tvær bækur komu út eftir þennan efnilega höfund, Björn formaður og Kalviðir. Meðal annarra ágætra sagna í þeim bókum, er „Skóarinn litli“. Var það skaði íslenzkum bók- menntum að missa slíkan höf- und í blóma lífsins. ekki verða nein vandkvæði á að koma í verð öllum þeim mat- vælum, sem unnt er að fram- leiða og auk þess talsvert auk- inni framleiðslu á tóbaki, jurta- trefjum o. þ. h. Eitt vandamálið á herlausn- artímabilinu er eftirlit með verðlagi og vörudVeifingu. Jafnskjótt og við höfum gert ráðstafaniy til að hindra hrun vegna skyndilegra stöðvunar á hergagnaframleiðslu, verðum við að vera við því búnir að eft- irspurn eftir friðartímanauð- synjum vaxi örar en unnt er að fullnægja henni. Þetta mundi færa að höndum sama vandamál að loknum ó- friðnum og nú er við að stríða, sem sé að halda verðlagi í skefjum, þegar kaupgetan er meiri en vörumagnið, sem unnt er að hafa á boðstólum. Það kann því að reynast nauð- synlegt að halda áfram um nokkurt skeið, eftir að friður er kominn á, sumum þeim ráðstöf- unum, sem nú eru í gildi til að hindra verðbólgu. Þetta gæti átt við um sölu bifreiða, kæli- skápa, húsa og annarra slíkra æskilegra lífsþæginda, er fram- leiðsla þeirra verður stóraukin eftir ófriðinn. Hvort þetta yrði gert með beinu hámarksverði og skömmtun á þessum hlutum eða með því að halda kaupget- unni í skefjum með þungum sköttum, verður að athuga og á- kveða, þegar þar að kemur. Það getur líka reynzt nauðsynlegt að setja hömlur í bili á það, hve ört menn megi eyða þeim fjár- munum, sem þeir hafa sparað á ófriðarárunum. Að loknu síðasta stríði, þegar öll höft voru afnumin, var verð- lag spennt ennþá hærra upp með braski og verðskrúfum, en það hafði hæst orðið meðan stríðið stóð. Þessi reynsla ætti að minna okkur á þá hættu, sem yíir vofir, ef við ætlum okkur að falla aftur í „samt lag“ í einu vetfangi, jafnskjótt og hætt er að berjast. Að einu leyti eru aðstæður nú gerólíkar því, sem var fyrir 25 árum. Nú eigum við í höggi við tvo volduga óvini í staðinn fyrir einn. Það er ósennilegt, að báðir gefist upp samtímis. Ef annar óvinur okkar gefst upp á undan hinum og baráttan heldur áfram á aðra hönd, er hugsanlegt að við getum byrj- að að breyta um til friðsam- legra starfa á sumum sviðum meðan úrslitaorrustan er háð. Ef herlausnartímabilið lengd- ist með þessu móti, svo að hægt væri að koma talsverðu af her- mönnum og iðnverkamönnum í friðsamleg störf, þótt her- gagnaframleiðsla og hernaðar- aðgerðir héldu áfram í stórum stíl, mundi það draga mjög úr erfiðleikunum við endurskipu- lagninguna og milda þá. En jafnvel, þótt svona vel tækist til, munu viðfangsefni her- lausnanna verða torleyst, nema við tökum ráð í tíma og búum okkur undir þau, áður en þau skella á. Að öðrum kosti mun örðugt reynast að leysa þau á viðunandi hátt, Frh. Skrifið eða símlð tU Tlmans og tilkynnið honum nýja áskrlf- endur. 81mi 2323. Saga Krístóíers Kólumbusar FRAMHALD Mikil kaupsýsla var rekin við Miðjarðarhaf á þessum árum. Fyrir tveim öldum hafði Markó Póló farið landleið austur til Kína og Indlands, ratað í mörg ævintýr og opnað vestrænum þjóðum sannkallaðan furðuheim, er tók á sig margs konar kynja- myndir í munnmælum og þjóðsögnum. Eftir það tók austur- lenzkur varningur að berast landleiðis vestur að botni Miðjarð- arhafs, og þangað var hann sóttur af kaupmönnum og farmönn- um ýmissa borga á Ítalíu, Portúgal og Spáni, fluttur vestur á bóginn og seldur dýrum dómum. Sú skoðun var orðin ríkjandi meðal menntamanna og far- manna, að jörðin væri hnöttótt. Þótti Kólumbusi sýnt, að svo fremi sem þessar kenningar væru réttar — og það efaði hann ekki —, myndi hægt að komast til hinna ríku landa í austri, er Markó Póló og Nikóló Kontí höfðu lýst, með því að sigla vestur um Atlantshaf. Þegar sú leið væri fundin, yrði mun auðaflaðra gersema Austurlanda heldur en með því að brjótast landleið með úlfaldalestir og uxavagna, allt frá Miðjarðarhafsbotni. Þessa miklu sjóferð tók Kólumbus að undirbúa af kappi. Hann viðaði að sér öllum gögnum, er verða máttu til þess að styrkja trú manna á skoðanir hans og ráðagerð. Tók hann feg- inshendi jafnt sögusögnum sjómanna sem ritum og kenningum lærðra manna. Trúði Kólumbus því, að Indland væri geysivíðlend álfa, er lægi samhliða Norðurálfu, vestan Atlantshafs. Sjálfsagt hefir margt knúð Kólumbus áfram. Fyrst og fremst var honum í blóð borin eðlisþrá könnuðarins til að ljúka upp dyrum leyndardómanna, og á sveif með henni hefir. elja og stað- fastur vilji, er aldrei hvikaði frá settu marki, síðan lagzt. Loks hefir framavon og girnd til fjár verið að verki, því að hann var mjög fégjarn, eins og flestir samtíðarmenn hans voru raunar. En Kólumbus komst brátt að raun um, að það var ekki nóg að hafa brennandi áhuga, óbilandi kjark og víðtæka þekkingu til brunns að bera. Hann þurfti fé, stórfé, til þess að ljúka upp for- dyri hinnar nýju heimsálfu, er hann sá hilla uppi yfir sjálft At- lantshaf. Og þetta fé lá ekki laust. í Genúu var enginn sá mað- ur, er vildi hætta auð fjár í tvísýnt og — að flestum virtist — flasfengið fyrirtæki. Þess þótti lítil von, að hálfgerður unglingur myndi sækja fé eða frama í ófærur úthafsins. Hann varð því að leita fyrir'Sér annars staðar. Honum þótti ráðlegast að bera niður í Portúgal. Þar var auður og velsæld í landi, og Portúgalar sjálfir mikil siglingaþjóð. Það er talið, að Kólumbus hafi verið um tíu ár í Portúgal. Kvæntist hann þar Donnu Felipu, dóttur gamals skipstjóra, er lengst ævi sinnar hafði verið í þjónustu Hinriks prins sæfara, er var frægur könnuður og sæhetja, ^n ekki tókst Kólumbusi að afla þess fjár, er hann þurfti. Hin- rik sæfari var þá látinn og áhugi manna fyrir landaleit rénandi. Varð hann meira að segja að hafa ofan af fyrir sér við korta- gerð. En eigi missti hann sjónar á hugmynd sinni og aflaði sér sífellt allra þeirra gagna, er honum máttu að haldi verða. Sat hann löngum og hlýddi á sögur tengdamóður sinnar gamallar um ferðir og afrek manns síns og yfirboðara hans, Hinriks sæ- fara, og greip hvert tækifæri til þess að kynnast sægörpum þeim, sem á þessum árum voru tíðir gestir í Lissabon. Einnig tókst hann á hendur ýmissar sjóferðir, og er hans getið suður í Gin- euflóa og í Englandi. Til íslands kom hann árið 1477 eða 1478, að því er talið er, til þess að leita frétta af Vínlandsferð Leifs heppna og öðrum kynnum Forn-íslendinga af löndum vestur í höfum. Bartólómeó bróðir hans, sem einnig studdi hann mjög ótrauð- lega, hafði orðið honum samferða til Portúgal. Sendi Kólumbus hann jafnvel til Englands og Frakklands i þeim erindum að reyna að vinna traust konunga þeirra landa og fá þá til þess að leggja þeim bræðrum lið. En allt kom fyrir ekki. Englendingar og Frakkar voru ekki ginnkeyptir fyrir ráðagerðum þeirra og vísuðu þeim algerlega á bug. Síðasta von Kolumbusar í Portúgal var sú, að hinn nýi konung- ur, Jóhann II., vildi leggja sér lið. En honum þótti mun fýsi- legra að freista að sigla suður með Afríkuströndum og reyna að komast þá leið til Indlands, heldur en að leggja á úthafið sjálft, ókannað og dularfullt. Slíka ferð hafði Hinrik sæfari einmitt haft í huga, þótt honum entist ekki aldur til þess að framkvæma þá fyrirætlun sína. Eigi að síður var þó Jóhann kon- ungur fús til að hlýða á' Kolumbus og hinar djörfu kenningar og ráðagerðir hans, og lét hann skýra nákvæmlega fyrir sér, hvernig hann hefði hugsað sér að haga ferð sinni og hvaða stoðir rynnu undir það, að hún mætti heppnast. Kólumbus flutti mál sitt af kappi fyrir konungi, eins og vænta mátti, og lagði fyrir'hann öll þau sönnunargögn og skilríki, er hann hafði aflað sér á mörgum árum. Þar á meðal voru upp- drættir, sem Póló Toscanellí, einn' mesti stjörnufræðingur og landafræðingur þeirrar tíðar, hafði gera látið og sýndi landa- skipan heimsins, eins og hann hugði hana vera, og leið þá, er fara mætti yfir Atlantshaf til Indlandsstranda. Til þess að gera málflutning sinn sem áhrifamestan, jók Kólumbus svo viö hinar fræðilegu kenningar hvers konar sögusögnum um lönd vestur í hafi, vitnisburði sjómanna um grænt gras og ókennileg tré, er fundizt hafi á reki eftir vestanveður og sögum um lík af mönnum af óþekktum þjóðflokki, er rekið hafði á land á Azóreyj- um. Að lokum útmálaði hann hin ótrúlegu auðæfi og þá ódauð- legu frægð, er falla myndi i skaut þeim þjóðhöfðingja, sem gerði út leiðangur, er fyndi hina nýju siglingaleið. „Látið mig hafa skip og menn, herra,“ mælti hann að síðustu. „Mér getur ekki misheppnazt þetta áform.“ Jóhann konungur leitaði álits ráðgjafa sinna og kirkjuhöfð- ingja og lækna, sem þá þóttu lærðastir menn og spakastir í ríki hans. Og allir struku þeir skeggið og skóku vísifingurna og flestir hristu einnig höfuðið og ráðlögðu konungi að leggja ekki eyrun við gyllingum þessa ítala. En hinn slægvitri og viðsjáli biskup í Sjútu gaf honum hins vegar það ráð, að senda skip á laun vestur í haf til þess að vita, hvort skoðanir og kenningar Kólumbusar ættu við rök að styðj- ast. Þetta varð að ráði, og meðan skip var búið til ferðarinnar, voru Kólumbusi gefin fögur fyrirheit, kenningar hans skrásettar og uppdráttunum hnuplað. Þessi ferð varð ekki nein happaför. Vestur af Grænhöfðaeyjum hrepptu sendimenn hið versta veður og misstu þegar allan kjark og von um landafund, sneru við svo búið heim og lýstu slíka för yfir úthafið heimsku eina og feigðarflan. Sambund tsl. samvinnufélagu. Vér vátryggjum vörur og innbú fyrir Sam- bandsfélögin og viðskiptamenn þeirra. Enginn ætti að fresta að vátryggja eignir sínar, því elds- voði getur orðið á hverri stundu. Tilkynning Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á rjúp- um til neytenda: Óhamflettar ......................... kr. 3.75 fuglinn Hamflettar ............................ — 4.00 — Hamflettar og spikdregnar ............ — 4.50 — Ákvæði þessi koma til framkvæmda frá og með 1. nóv. 1943. Reykjavík, 29. okt. 1943. Verðlagsstjjóriiin. Utboð Þeir, sem vilja gera tilboð um að tryggja gegn eldsvoða hús- eignir í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur frá 1. apríl 1944, geta fengið útboðslýsingu og önnur gögn hjá Dr. Birni Björnssyni, hagfræðingi bæjarins, Austurstræti 10, sem gefur allar nánari upplýsingar. Tilboð verða opnuð hér í skrifstofunni mánudaginn 10. janúar næstkomandi, kl. 2 e. h. Borgarstjórinn í Reykjavík, 29. okt 1943 Bjarni Benediktsson. Tilkynning um atviiiiiuleysisskrániiigu. Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 57, frá 7. maí 1928, fér fram í Ráðningarstofu Reykjavíkur- bæjar, Bankastræti 7 hér í bænum, dagana 1., 2. og 3. nóvember þ. á. og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig þar fram á af- greiðslutímanum, kl. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. hina til- teknu daga. Reykjavík, 30. október 1943. Borgarstjórinn í Reykjavík. P A L Rœstiduft — Notið O P A L rœstiduft er fyrir nokkru komið á markaðinn og hefir þegar hlotið hið mesta lofsorð, því vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir alla þá kosti, er ræstiduft þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drjúgt, og er nothæft á allar tegundir búsáhalda og eld- húsáhalda. TÍMIIVN cr víðlesnasta auglýsingablaðið! Róndi - Kaupir bú bnnaðarblaðið FREY7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.